Lögberg - 20.09.1928, Blaðsíða 7
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 20. SBPTEMBER 1928.
BU. T.
Margrét Þórarinsdéttir Tómasson.
Fædd 9. ágúst 1841. Dáin 1. júlí 1928.
“Sé eg samhljóðan í sögu þinni,
skörungsskapar og skyldurækni,
skaps og stillingar, styrks og blíðu,
vilja og varúðar, vits og dáðar.”' , .
Þegar Margrét á Reynistað dó, að-
faranótt sunnudagsins 1. júlí, mátti
með sanni segja, að félli í val hinn
síðasti af landnemunum frá 1876,
þeirra er í Mikley (Hecla P.O., Big
Island, Man.) hafa dvalið langvist-
um; munu þó enn á lífi sumir úr
þeim hópi, er eitt sinn áttu þar dvöl,
en hafa löngu síðar burtu flutt. —
Margrét var fædd á Vestaralandi í
Axarfirði, N. Þingeyjarsýslu, 9. ág.
1841. Foreldrar hennar voru Þór-
arinn Einarson, bóndi á Vestara-
landi, fr.á Klifhaga í sömu sveit.
Kona Þórarins, móðir Margrétar, hét
Rósa, Vigfúsdóttir, bónda á Byrgi í
Kelduhverfi. — Margrét héitin gift-
ist þann 25. júní 1876, á Svalbarði í
Þistilfirði, Helga Tómassyni frá Hermundarfellsseli í Þistil-
firði. Lögðu þau hjón stuttu síðar af stað til Canada, komu til
Winnipeg — lentu á Gimli og dvöldu þár nokkra daga, ætluðu
fyrst til íslendingafljóts, en fóru til Mikleyjar og festu þar
bygð. Dvöldu þau á ýmsum stöðum í Mikley fyrstu árin, en
fluttu að Reynistað, er þau svo nefndu, 18. sept. 1883 Hafði
hún því átt heima á Reynistað full 45 ár, en í Mikley samtals
52 ár Helgi maður hennar dó árið 1909.
Þeim hjónum, Margrétu og Helga, varð 4 barna auðið.
Rósa dóttir þeirra^dó ung. Kristín varð fullþroska, giftist hún
Vilhjálmi Sigurgeirssyni, prests Jakobssonar frá Grund í Eyja-
firði; dó hún frá börnum þeirra ungum. Tveir synir Margrét-
ar heitinnar lifa: Kristjón, kaupmaður á Reynistað, kvæntur
Sigþóru Þorláksdóttur, ættaðri úr Þistilfirði. Hinn sonur
Margrétar er Gunnar, einnig búsettur á Reyhistað, kvæntur
Kristínu Kristmundsdóttur Johnson frá Kirkjubóli í Mikley;
mun ætt foreldra hennar úr Dalasýslu. — iSyrgðu Margréti
látna, auk sona hennar, 14 barna-börn, og barna-barna-börn 7
að tölu.
Hjónin á Reynistað tilheyrðu hinu fyrsta landnámstímabili,
en voru æ síðan tengd við sögu bygðar sinnar—Mikleyjar. Bú-
skapur farnaðist þeim vel, nutu þau þar við hagsýni og vitur-
leik húsbóndans og frábærs dugnaðar og þreks húsfreyjunnar,
og aðstoðar barnanna, er þau komust á legg. Reynistaðar-
heimilið hafði og hefir sérstaka og fágæta afstöðu meðal vestur-
íselnzkra heimila. Það stendur nærri miðbiki eyjarinnar við
austurströndina. Er yfir vatn að sækja að Mikely í allar áttir,
var heimilið því gististaður þegar á landnámstíð, og er það enn.
Hefir sá, er þetta ritar, vitað þar 40 næturgesti samtals. Mig
minnir, að Margrét heitin segði mér, að flestir hefðu þar gest-
ir verið 60 að tölu, var það fyr á árum, þegar húsakynni voru
önnur en nú tíðkast. Auk þess.hefir lengi verið rekin verzlun
á Reynistað, er þar ávalt fjöldi aðkomufólks, — bygðarbúa, ekki
síður en langferðamanna. Munu margir fúslega geta sagt um
heimili þetta og hjónin, er þar nú búa og hin, er til moldar eru
gengin:
“Að garðinum troðin var gatan heim
og gott var þar löngum inni.
Mér eru hugstæð frá hjörtunum þeim
öll hlýindi’ í æsku minni.”
Og miðstöð hefir heimilið verið, nærri samkomuhúsi og skóla,
sem eðlilega eykur störf þeim, er hlut eiga að máli. Er þetta
tekið hér fram í sambandi við störf ágætrar konu þeirrar, sem
hér er látinnar minst.
Margrét heitin var, að upplagi og skapgerð til, ágætlega
fær til að mæta baráttu lífsins. Hún var líkamlega hraust,
fjörug og þrekmikil. Hún mátti kallast þróttlunduð kona, átti
ríkum tilfinningum yfir að ráða, samfara mikilli skapfestu og
trausti Guðs. — Það þurfti kjark til þess að fara að héiman, út
í óvissuna, einkum sökum þess, að Helgi heitinn maður hennar
var mjög veill til heilsu og naut sín ekki til líkamlegra starfa.
En hún lagði alt sitt fram, og þeim blessaðist vel, — og vonir
þeirra rættust með efni og kringumstæður allar. Hún var líka
góð móðir, og reyndi af ítrasta megni að vera börnum sínum
ekki einungis móðir, heldur líka félagi. Vann hún oft með
drengjum sínum fyr á árum, stundaði jafnvel fiskiveiðar, bæði
á ís og auðu vatni. Við fráfall Kristínar dóttur þeirra hjóna,
tóku þau Helgi og Margrét til fósturs Þórunni dóttur-dóttur
sína og ólu upp til þroska-aldurs. Er Þórunn nú gift Mr. Val-
entínusi Valgarðsson, kennara við miðskóla í Moose Jaw, Sask.
Kom hún, ásamt Ingibjörgu kennara systur sinni, til þess að
vera við jarðarför ömmu sinnar ásamt bræðrum sínum.
Margrét heitin var mjög trúrækin kona, var það mál henni
'heilagt alvörumál, og skipaði tignarsæti í allri hugsun hennar.
Var Margreti mikil nautn að lestri guðs orðs, sem daglega er
haft um hönd á heimilinu. Reynistaðaheimilið hefir fyr og
síðar verið starfandi að kristindóms og kirkjumálum og lagt
þar góðan hlut að málum bæði fyr og síðar.
Síðari æfiár Margrétar heitinnar, þegar megin-starfi æfi-
dagsins var lokið, voru friðsæl elliár. Hún hélt heilsu all-vel,
einnig sálarkröftum. Hún gat starfað nokkuð — einnig lesið
sér til ánægju. Hún var umkringd af ástvinum: báðir synir
hennar í grend við hana, ásamt umhyggjusömum tengdadætr-
um og barna-börnum. Naut hún og sérstakrar umhyggju Sig-
þóru tengdadóttur sinnar, og var þakklát við bæði Guð og menn.
Það var því einkar bjart yfir æfikvöldi hennar; naut hún og
virðingar og hlýhugar allra eyjarbúa og var í sérstakri merk-
ingu landsnáms-móðir sveitunga sinna, hinn síðasti landnemi
þar á lífi úr hópi þeim hinum fyrsta, er festi bygð Iþar um slóð-
ir. Átti hún og óbilandi trú á framtíð sveitarinnar sinnar kæru.
—Jarðarföri hennar fór fram þann 5. júlí. Var kveðjuathöfn
fyrst á heimilinu og síðar fór jarðarförin fram frá kirkjunni.
Voru sveitungar hennar mjög fjölmennir við jarðarför hennar.
Þar flutti Jónas skáld Stefánsson einkar fagurt kvæði, helgað
minningu hinnar látnu.
Synir hennar og ástvinahópurinn allur kveður hana með
þakklátri minningu og lætur eitt skálda vorra túlka tilfinningar
sínar.
“Gakk með Guði.
góða móðir,
blessuð af mðnnum,
blessuð af englum;
mun nú þinn lávarður
leiða þér á móti
hópinn þinn himneska
heilan aftur.”
16. ágúst 1928.
Sigurður ólafsson.
vér virðing vottum þér.
í spor þín fáar fara,
þær flestar mundu svara:
“Það ofurefli yrði mér.”
Hér brauztu fyrstu brautir.
Hve barstu margar þrautir,
þinn Guð fær aleinn greint.
Þó gæfi’ á borðin bæði
og brot-sjó knörinn væði,
iþú stefndir móti bylnum beint.
Hver hugstór, heilbrigð sinna,
hún hlýtur loks að vinna,
það lögmál lífsins er.
Þó væri kalt að vaka,
þú veikst ei hót til baka,
og sigur-krans úr býtum ber.
í höfn á efri árum
MARGRÉT Á REYNISTAÐ.
Mælt fram við jarðarför hennar.
Vort líf er þrungið þrautum,
á þúsund villibrautum,
sem fæstir fyrir sjá.
Þó þroskast þar hið hæfa,
og þinn varð sigur gæfa,
—þau stærstu laun sem lífið á.
Þín trú var bygð á bjargi*
og brosti’ á lífsins fargi —
sem fagurt fyrirheit.
í gegn um brim og boða
og byltinganna voða
þér fylgdi’ en aldrei festar sleit.
Þú, látna landnáms móðir!
hjá líki þínu hljóðir
þú ýttir fleyi af bárum
með sæmdum, síðla dags
Þar ástúð allra þinna
þér ávalt kaus að sinna
í síðstu geislum sólarlags.
Þú leiðst af lífsins vegi
á Ijúfum júlí-degi
og sveifst í s’umargeim.
Á leið til Ijóssins barna
þín lýsti trúar-stjarna
og leiddi þig að lokum heim.
Þig kveður Mikley, móðir!
og margir vinir góðir
þig harma hér í dag.
Og bygðin þín hin bjarta,
sem barstu’ í hug og hjarta,
nú syngur höfugt sorgarlag.
J. S. frá Kaldbak.
Guðrún Einarsdóttir
Goodman.
Fædd 27. febr. 1849
Látin 25. nóv. 1927.
Þann 25. nóv. s. 1. andaðist á
gamalmennahælinu Betel, á Gimli,
ekkjan Guðrún Einarsdóttir Good-
man. Hún var fædd á Belgsholti
í Melasveit, í Leirár og Mela-
hreppi, þann 27. febr. 1849. For-
eldrar hennar voru: Einar Jóns-
son járnsmiður og kona hans Þrúð-
ur Finnbogadóttir. Einar fað-
ir Guðrúnar var ættaður úr
Hreppum í Árnessýfslu. Þrúður
móðir hennar var systir þeirra
Finnbogasona: Ásgeirs á Lundum,
séra Jakobs á Melum, Kristjáns á
Stóra-Fjalli og Teits dýralæknis í
Reykjavík. Allir voru þeir bræð-
ur miklir merkismenn og hinir
mestu atgerfismenn. — Ung gift-
ist Guðrún Guðmundi Guðmunds-
syni, prests Bjarnasonar á Borg á
Mýrum, og konu hans Guðrúnar
Þorkelsdóttur. Þau Guðrún og
Guðmundur munu hafa gifst
stuttu eftir 1870. Þau bjuggu í
Suðurríki, skamt frá Borg, og síð-
ar á Þursstöðum í Borgarhrepp.
Guðmund mann sinn misti Guðrún
í sjóinn. Hann druknaði árið
1898(?) á leið frá Borgarnesi til
Akraness; voru þeir fjórir á bátn-
um og fórust allir nærri landi. Var
þá veður hið versta, er skyndilega
skall á af útsuðri. Guðm. heitinn
var af kunnugum talinn dugnað-
armaður, vel greindur og prúð-
menni. . Kjör Guðrúnar voru víst
mjög erlfið, sem að líkindum læt-
ur, þar sem hún, við fráfall manns
síns, var eftirskilin með barna-
hóp og sum þeirra ung og ósjálf-
bjarga. Byrðin, sem féll á móð-
urherðar hennar, var þung. Er
mér af kunnugum sagt, að hún
hafi barist undraverðri baráttu
til sigurs fyrir lífstilveru barna
sinna. Vakin og solfin, þreytt og
og án hvíldar, neytti hún allrar
orku sinnar í þarfir þeirra. Áður
en Guðrún fór til Ameríku, dvaldi
hún ásamt Kristínu, yngsta barni
sínu, í 3 ár á Sviðnum á Breiða-
firði, hjá tengdasystur sinni, frú
Kristínu Guðmundsdóttur. Þau
Guðrún og Guðmundur maður
hennar, eignuðust 12 börn alls.
Af þeim lifa sem hér segir: Ámi,
búsettur í Winnipeg, ókvæntur;
Kristín, gift Þorsteini Gíslasjmi,
verzlnarmanni í Winnipeg. Á ís-
landi eru þessi af börnum þeirra
hjóna á lífi: Guðrún, gift Magn-
úsi Sæmundsyni kaupmanni í
Rvík; Margrét, gift Jónasi Jónas-
syni, byggingameistara í Reykja-
vík; Ingibjörg, gift Kristjáni Jóns-
syni, skipstjóra á Patreksfirði;
Finnbogi, búsettur í Flatey á
Breiðafirði. Dýrleif dóttir þeirra
dó fullorðin á íslandi. Til Ame-
riku kom Guðrún 4. júlí 1907;
fluttist hún þá til Kenora, Ont.,
til Þrúðar dóttur sinnar og manns
hennar, Williams Kristjanssonar,
(uppeldisbróður Emile Walters);
Dóu þau hjón úr spönsku veikinni
haustið 1918. — Guðrún heitin
dvaldi um hríð í Winnipeg. Til
Betel kom hún 31. des. 1917, og
þar dó hún 25. nóv. 1927.
Það var á Betel, sem sá, er þetta
ritar, kyntist Guðrúnu heitinni.
Þótt allmjög væri hún þrotin að
heilsu og kröftum, — að eins
skuggi þess, sem áður var, — kom
hún mér ifyrir sjónir sem einkar
fíngerð kona og listræn að eðlis-
fari. Hún bar öll einkenni þess,
að vera af góðu bergi brotin og
hafa notið mentunar og umgeng-
ist mentað fólk. Hún var fáskift-
in og umgekst fáa, en var óskift-
ur vinur þeim, er hún kyntist vel.
Sérstæð í skoðunum, að sumu
leyti, en greinagóð og vel gefin
og innilega trúuð. Naut hún hlý-
hugar allra, er henni kyntust á
heimili því, er var síðasti áfangi
á æfileið hennar. Við jarðarför
hennar fór fyrst fram kveðjuat-
höfn á Betel, og siðan frá lútersku
kirkjunni. Var Guðrún jarðsung-
in af þeim, er þetta ritar.
25. ágúst 1928.
Sigurður Ólafsson.
Mrs. Kristjana Guttormsson.
Æfiminning.
Kristjana var fædd á íshóli í
Bárðardal í september, 1841. Fað-
ir hennar hét Jósef Þórarinsson,
og voru þeir þremenningar hann
og Jón Sigurðsson á Gautlöndum,
báðir afkomendur Halldórs Ingj-
aldssonar, bónda á Lundabrekku
í Bárðardal. Móðir hennar var
Sigríður dóttir Þorgríms bónda að
íshóli. Þar ólst Kristjana upp.
Árið 1866, er hún var 25 ára gðm-
ul, giftist hún Ásmundi Guttonns-
syni af svonefndri Reykjahlíðar-
ætt. Var samverutími þeirra 36
ár, og meðan þau dvöldu á íslandi
áttu þau oftast heima á Melrakka-
sléttu. Þau eignuðust sjö börn og
eru nöfn þeirra þessi:
Albert Freeman (nefnir sig
Breckman), bóndi við Grass Riv-
er, Man.
Haraldur Júlíus, bóndi að Aust-
urgörðum í Kelduhverfi, í Norður-
Þingeyjarsýslu;
Páll Siggeir, Snæbjörn Pétur og
Tistram, allir dánir;
Svafa, gift Jóni Tómassyni, nú
dáin; og Kristín Þorbjörg, gift
Magnúsi Jónssyni einnig dáin.
Árið 1888 fluttu þau til Ame-
ríku og, eftir stutta dvöl í Winni-
peg, settust að í Baldur, Man. Tíu
árum seinna fluttu þau að Mani-
toba-vatni og voru með fyrstu
landnemum íslenzkum á svæði
því, sem nefnt er Big Point. Það-
an fluttu þau, ásamt Svöfu dóttur
sinni og Jóni Tómassyni manni
hennar, að Marshland. Þar misti
Kristjana mann sinn.
Árið 1909 fluttist hún, ásamt
Kristínu dóttur sinni, sem þá var
orðin ekkja, og börnum hennar,
til Wynyard, Sask. Þar átti hún
heima næstu 16 árin. Fór hún þá
til dóttur-dóttur sinnar, Kristjönu
Bergljótar, dóttur Magnúsar og
Kristínar. Er hún gift Þorsteini
Árnasyni og býr í Winnipeg. Hjá
þeim var Kristjana síðan. Þar
andaðist hún úr brjósthimnubólgu
6. dag maímánaðar síðastl.
Kristjana sál. hafði sinn fulla
skerf af erfiðleikum, fátækt á ís-
landi og frumbýlingslíf hér í landi,
en henni auðnaðist samt að lifa
eftir því sem stendur í versinu:
“Ó, veit mér styrk þeim hjálp-
arhönd,
er hjálpar þarf, að rétta,
og mýkja þreyttum þrautabönd,
og þjáðum kross að létta.”
Hún bæði vann ljósmóðurstörf
og hjúkraði öðrum sjúklingum.
Hjúkrun sjúklinga hepnaðist
henni einstaklega vel. Alt lif
hennar var þjónustusemi. Fylgdi
hún þar hugsjón meistarans mikla.
Dóttur sinni, Mrs. Kristínu John-
son, tæringarveikri, hjúkraði hún
síðustu 5 ár æfi hennar. Dóttur
hennar, Kristjönu, ól hún upp til
13 ára aldúrs. í hvívetna var hún
fús til hjálpar. Barnatrú sinni
hélt hún óskertri æfina út. “Sæl-
ir eru þeir framliðnu, sem i
Drotni eru dánir, því þeirra verk
fylgja þeim.” M.
FRÆKIN SUNDKONA.
iSundkonan Ásta Jóhannesdótt-
ir, sem nýlega synti umhverfis
örfirisey, vann sér það til frægð-
ar á laugardaginn 4. ágúst, að
synda frá Viðey til Reykjavíkur.
Hún kom að landi hjá stein-
bryggjunni, og er leiðin talin um
4 km. Var hún eina klukkustund
og 55% mín. á leiðinni. Veður
var kyrt og gott. Sjávarhiti var
12%stig. Er þetta lengsta sund,
sem kona hefir þreytt hér við
land í sjó, svo að sögur fari af. —
Ekki fékk hún neina hressingu á
leiðinni, en tveir bátar fylgdu
henni, og var Jón Pálsson sund-
kennari í öðrum þeirra. — Fáir
vissu um sundið fyr en því var
lokið, en þó voru nokkrir menn á
steinbryggjunni, þegar sundkonan
kom að landi, og fögnuðu þeir
henni með húrrahrópum. Hún
Bezta Meðalið við Nýrna
og Blöðru Sjúkdómum.
Þegar Nuga-Tone, þetta ágæta
heislulyf, er brúkað dálítinn tíma,
þá er afleiðingin æfinlega sú, að
allur líkaminn styrkist ótrúlega
mikið. Þetta veldur því, að mað-
ur losnar við ýmsa sjúkdóma og
nýrun, lifrin, maginn og önnur að-
al-líffæri, styrkjast mikið. Það
læknar einnig taugarnar og vöðv-
ana, og sömuleiðis gigtveiki, höf-
uðverk, svima og mörg fleiri mein
mannanna.
Á síðastliðnum 35 árum hafa mil-
jónir manna sannfærst um þann
undra mátt, sem Nuga-Tone hefir
til að uppbyggja líkamann. Það er
líka ágætt við lytsarleysi megrun,
svefnleysi, taugaveiklun og mörgu
fleira því líku. Nuga-Tone fæst
hjá öllum lyfsölum og það verður
að reynast eins og það er sagt,
eða peningunum er skilað aftur.
Fáðu þér flösku strax í dag. Taktu
engar eftirlíkingar, en heimtaðu
ekta Nuga-Tone.
hafði synt rösklega alla leið, og
var óþjökuð, þegar hún kom að
andi.
Tveir karlmenn hafa áður synt
frá Viðey til Reykjavíkur. Fyrst
Benedikt G. Waage (í september-
mán. 1914) og síðar Erlingur Páls-
son (sumarið 1925). B. G. W.
synti í fremur óhagstæðu veðri,
en Erlingur synti lengst. Hann
fór austarlega úr eynni en kom að
landi undan fiskihúsum “Alli-
ance”. — Vísir.
Frá Islandi.
Holti undir Eyjafj. 18. ág.
Heyskapur hefir gengið af-
bragðsvel fram að þessu. Engin
heyfok, ágæt nýting. Allir búnir
að hirða af túnum. Kartöfluupp-
skera í bezta lagi. Eru menn al-
ment farnir að nota sér kartöflur
til neytslu.
Nýlega var sett um 10—11 hest-
afla rafstöð í Varmahlíð. — Verk-
ið framkvæmdi Guðmundur Ein-
arsson úr Vík í Mýrdal. Eru nú
þrír bæir í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi, sem raflýstir eru, hinir
eru Hamragarður og Moldnúpur,
5—7 hestafla stöðvar þar, en fjór-
ir bæir raflýstir alls undir Eyja-
fjöllum, sá fjórði er Þorvaldsejrri
í Austur-Eyjafjallahreppi. Er þar
stærsta stöðin, 16 hestafla. Guð-
mundur Einarsson setti hana upp.
Fyrir skömmu var stofnað Eim-
skipafélag Vesturlands og hefir
það keypt gufuskipið Nordland,
er nefnist nú Vestri. Framkvæmd-
arstjóri er Gunnar Hafstein.
ísafjarðar kaupstaður er bjrrj-
aður á undirbúningi undir raf-
veitu til bæjarins, sem ætlast er
til að nægi til ljósa, suðu og iðn-
aðar. Aflið á að vera úr Fossá,
og er byrjað á fyrirhleðslu þar.
Prestskosning-fór fram i Vatns-
fjarðarsókn 13. þ.m. Umsækjend-
ur séra Þorsteinn Jóhannsson á
Stað í Steingrímsfirði og Sigurð-
ur Haukdal cand. theol.—Mbl.
Jón ísleifsson verkfræðingur er
hér að athuga vegastæði og brú-
arstæði og starfar að mælingum
í því sambandi. Er hér að ræða
um ófullgerða kafla á austurbraut-
inni, athugun og mælingu brúar-
stæðis á Bakkakotsá og fyrir-
hleðslu í Hafursá og Klifanda í
Mýrdal.
Stykkishólmi, 8. ágúst.
Bifreiðaferðir á milli Stykkis-
hólms og Borgarness eru orðnar
tíðar. Um síðustu helgi komu 2
eða þrjár bifreiðar þaðan, og í
dag er von á tveimur bifreiðum
fullsetnum. Láta ferðamenn, sem
hingað koma í bifreiðum, mikið
af því, hve leiðin sé skemtileg,
en einkanlega þykir mönnum fag-
urt útsýni af Kerlingarskarði yf-
ir Breiðafjörð. Bifreiðarferðirn-
ar hafa gengið ágætlega, enda veg-
urinn torfærulaus í þurkunum,
sem verið hafa.
Hér er verið að byggja íshús,
sem aðallega verður notað til
beitugeymslu. Er það hlutafé-
lag, sem stendur að byggingunni.
Er útgerð hér að aukast og mikil
þörf að geta gejunt beitu í ís.
Lestrarfélagið í Stykkishólmi er
að láta byggja hús, sem aðallega
verður notað fyrir bókasafn fé-
lagsins og lestrarstofur.
Refaræktunarstöðvar voru sett-
ar á stofn hér í Stykkishólmi og
og í Elliðaey í vor.—Mbl.
ísafirði, 21. ágúst.
Allgóð síldveiði i reknet und-
anfarið þar til síðustu dagana.
Alls hafa aflast hér 2200 tn. —
Þorskafli tregur hér nærlendis, eD
færamiðaskipin a Vestfjörðum
afla vel.
Heyfengur er misjafn í sýsl-
unni, en nýting ágæt.
Akureyri, 21. ágúst.
Krossanes verksmiðjan hefir
þegar fengið til bræðslu 72,000
mál síldar. í gær var búið að salta
á öllu landinu rúmlega 73,000 tn.
og krydda rúml. 18,000.
Siglufirði, 21. ágúst.
Góð síldveiði síðustu viku. Alls
hefir verið saltað og krydíað
67,704 tn., í bræðslu um 125,000
mál síldar hér á Siglufirði. —
Norðaustanstormur tvo síðustu
daga. Flestöll skip liggja inni.—
Hér gengur fremu rslæm influ-
ensa og mislingar.—Mbl.
Akureyrl, 22. ágúst.
Á sunnudag fóru tþeir báðir aust-
ur að Kílsnesi, Þór og Óðinn, til
að reyna að bjarga enska togar-
anum, “Max Pemberton”. Þá um
kvöldið varð ekkert aðhafst vegna
þess að veður var slæmt, og lágu
því varðskipin þar um nóttina. Um
miðjan dag á mánudag tókst þeim
að kippa togaranum út og komu
með hann til Akurejrrar í gær-
kveldi. Er togarinn furðu lítið
skemdur, nokkuð lekur þó, en því
valda aðallega saumslit. Hér á
að dytta að honum, svo hann kom-
i ist suður til Reykjavíkur til við-
! gerðar. — Maðurinn, sem keypti
j skipið á strandstaðnum, hefir nú
i fengið nokkra menn í félag við
| sig, og eru á meðal þeirra bræð-
Gyllinœd
Lœknast fljótlega
“Eg tók mikið út árum saman
af þessum slæma sjúkdómi”
segir Mrs. W. Hughes, Hoche-
laga St., Montreal.
“Kvalir, svefnleysi, og alls-
konar ill l.óan, var það sem eg
átti við að stríða þar til eg
reyndi Zam-Buk. Nú veit eg,
að það er ekkert til, sem jafn-
ast á við þetta ágæta meðal.
Síðan það læknaði mig, lang-
ar mig innilega til að láta þá,
er líða af slíkum sjúkdómi,
vita um það. 50c. askjan.
Stöðvar kvalir undra fljótt.
Græðandi meðal úr
plönturíkinu.
urnir Vilhjálmur og Jónas Þór á
Akureyri, Kristján Gíslason, sá er
setti upp olíugeyma “B. P.” og
járnsmiður úr Hafnarfirði, sem
hefir verið fyrir norðan í sumar
að undirbúa björgunina.—Mbl.
Sendið korn yðar
tii
UHTTED grain GROWERSI?
LougKeed Building
CALGARY
Bank of Hamilton Chambers
WINNIPEG
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
<HKhKhKHKHKHKhKhKhKhKhKHKHKhKhKHKHKHKhKhKHKhKhKhKhKKH3
ilj
° ** V
£.1* .o»ÍW<
Ef þér viljið fá bjórinn sendan á heimilið, þá talsímið 41 111. —
Pelissier’s Country Club Special og Golden Glow Ale, er hægt að
fá í öllum lögheimiluðum bjórstofum.
MACD0NALDS
HneCUt
Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem
Búa til Sína Eigin Vindlinga.
HAFIÐ ÞJER VINI í G AMLAj LANDINU
SEM VILJA K0MA TIL CANADA?
FARBRÉF
TIL og FRÁ
TIL
ALLRA STAÐA
1 HEIMI
Ef svo er, og bér viljið hjálpa þeim til að komast til
þessa lands, þá finnið oss. Vér gerum allar nauðsyn-
legar ráðstafanir.
ALLOWAY &CHAMPION, Rail Agents
U MBOSSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALÍNUR
667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861
eða hver annar Canadian National Railway umboðsm.
FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN 0G LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR
BÚA TIL
BJÓR sem er allra beztur,
Hop Flavor eða Plain..
Hjá viðskiftavini yðar
eða skrifið oss.
$1.75
GANADIAN NATIONAL RAILWAYS