Lögberg - 20.09.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.09.1928, Blaðsíða 2
ttl*. 1 LöOBBRG, FIMTUDAGINN 20. SEiPTEMBER 1928. Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN VORMORGUNN. Glitrar dögg á grænu engi, gullnum roða ’ á fjöllin slær; hreyfir vorsins hörpustrengi himinvakinn léttur blær; fossar úðaskrauti skarta, skelfur berg við yndishót; fuglar syngja, blómin bjarta 'breiða faðminn sólu mót. Unn að ströndu létt upp líður, « laugar tárum dökkan sand. Alt er vaxið — ekkert bíður, ást er vafið haf og land. Dýrstu raddir dagsins óma, dvalasporin eyðast skjótt. Ait hið auða, týnda, tóma týgjast von og nýjum þrótt. Vor og morgunn. Vinir lífsins. Vonir jfæðast ykkur hjá. Burtu hverfur klaki kífsins, knýr á hurðir sólarþrá. Beztar sýnir hugann henda, hreinust fegurð, beinust leið. Dásamlegast, djarfast benda drættir lífs um morgunskeið. —Smári. Iluida. POKAIIONTAS. Þjóðsaga frá Vesturheimi. (Framli.) Þegar Povrhatan kom heim til ættmanna sinna, undruðust þe.ir mjög og fluttu þessi gleði- tíðindi ur einni búð í aðra. Varð nú mikill fagnaðarfundur meðal Inda. Hrósuðu þeir á- kaflega höfðingja nýlendumanna og sungu um hann lofkvæði. Þeir gátu alls ekki skilið. hvað því mundi valda, að höfuðsmaður lók eigi Pow- hatan aif lífi, til að hefna sín; slíkt höfðu þeir aldrei fyr heyrt. Göfuglyndi höfuðsmanns fékk svo á þá, að þeir héldu ráðstefnu og kvntu bál til vitnis um, að þeir vildu vera vinir nýlendumanna. Júkka var viðstaddur og lagði ekki orð til. heldur æstist því meira af reiði og hatri, því að nú sá hann öll sín vélráð verða til ónýtis. Og þótt hann væri áður mikilsvirtur, þá varð hann nú uppvís að lygum og svikráðum, og misti alt álit sitt. Strauk hann því burt frá ættinni í bræði sinni og fólst í þykkum skógi upp til fjalla hjá upptökum fljótsins. Pókahontas gladiist ákaflega af burtför hans, því að meðan hann var nálægur, var hún aldrei óhrædd um, að hann ynni eitthvert níðings- verk. Nú leið |Veturinn og vorið, svo að ekki bar til tíðinda. Öll störf nýlendumanna hepnuðust vel. Þeir fengu mikla uppskeru og verzluðu við Inda. Mikla verzlun áttu þeir við Ómeiða Inda hjá Niagara-fossi, og fluttu þaðan margs- konar vörur í hvert sinn er þeir fóru þangað. Voru nú hús þeirra full af ýmsum gæðum, sem gátu orðið þeim að miklu fé heima á Engalndi. John hafði ekkert frétt frá Englandi um langan tíma, og tók nú ákaflega að fýsa heim, til að sjá konu sína og börn. En hann varð að gæta embættis síns, og nýlendumenn vildu eng- an veginn missa hann. Þó að Júkka væri lengi fjarri ættmennum sínum, þá var hann ekki aðgerðalaus, og gleymdi eigi hatrinu til nýlendumanna. Hann smaug um alla skógana kringum Jamestown, og sat um að veiða einhvern borgarmanna, ef færi gæfist á, og allra helzt höfuðsmanninn. En hann komst aldrei í færi við þá um veturinn eða sumarið, og beið því haustveiðanna. Þá fóru borgarmenn á veiðar, til að safna sér sem mestum vetrarforða. Fundu þeir oft Inda, og bannaði þeim enginn veiðamar. Einn dag fór höfuðsmaður sjálfur á hjarta- veiðar og hinir beztu veiðimenn með honum. Þeim hepnaðist yfrið vel og feldu mörg dýr; voru þeir allir gíaðir. Þá sá einn veiðiriiaður íagurt rádýr. Þeir hlupu allir eftir því, en höfuðsmaður og 'Thornton vom síðastir. Þá fló ör úr skóginum í síðu höfuðsmanni og særði hann svo að hann hné í faðm Thorntoni. Þegar veiðimenn sáu höfðingja sinn hníga niður, æstust þeir til hefnda og hlupu víðsveg- ar út um skóginn til að ná þessum fláráða morð- inS’ja og svala sér á honum. Leituðu þeir eins og þeir gátu, en fundu hann ekki, og snem svo aftur til Thomtons. , Honum gramdist þetta og sagði: “Þekkið þér ekki kænsku Inda? Maðúrinn er skamt héð- an; þaðan kom örin og mun svikarinn felast þar.” Veiðimenn hiupu þangað í skóginn, er Thorn- ton benti, og litlu síðar heyrði hann kall veiði- manns, svo að hann skildi, að þeir höfðu'fund- ið manninn. “Ja, nú hafa þeir fundið hann,” sagði hann og glaðnaði yfir honum. Þá hevrði hann aftur hrop þeirra og skot. “Eg vona, að þeir láti hann ekki sleppa,” sagði Thoraton. O nú heyrði hann fleiri skot og mikið fagnaðaróp. Skommu siðar komu veiðimenn með lík eins Inda og þektu allir, að Júkka var þar kominn, b estiS hann upp á hæsta tré, að hrafnar og vargar óti hold hans,” sagði Thornton. Þeir gerðu eins og hann skipaði þeim, og bám síðan höfðingja sinn heim til borgarinnar. Sár hans grem fljótt, og varð hann heill. —i Ekki löngu síðar kom Pókahontas til James- town. Sa höfuðsmaður og aðrir, að hún var h rygg í bragði og hafði þungar ámyggjur, því að hún stóð' þegjandi og komu tár í augu. Seinast tók hún til máls og fékk varla orði upp komið, sagði, að víg Júkka væri sér kunn- ugt orðið og launhatur ættmanna sinna mundi bráðum koma í ljós, og skyldu borgarmenn vera viðbúnir ófriði. “Lengi hefi eg,” mælti hún, “reynt að sefa reiði föður míns; en nú er þess eigi lengur kostur. Mun eg seinna láta þig vita, ef eg má, ráð hermanna vorra og hvaðan þeir munu sækja að yður.” Svo sneri hún aftur heimleiðis, en borgar- menn bjuggust til varnar. Nú hafði Powhatan fastráðið, að dylja ætl- un sína sem lengst, og farið varlegar en hið fyrra sinni. Þess vegna hafði Pókahontas eigi granað, að ófriðurinn væri svo nærri og reynd- ist. Faðir hennar bjó alt undir á laun, og varð eigi kunnug ætlún hans fyr en herinn tók sig upp. ’ » * Þó hélt hún heit sín og flaug eins og elding niður eftir skóginum, synti yfir um fljótið og komst til Jamestown nokkru fyr en herinn. Hún sagði höfuðsmanni þau óttalegu tíðindi, að Ómeiða-ættin væri gengin í lið með föður sín- um. Væri nú herinn mikill-, og ætluðu þeir ekki J að leggja niður vopnin, fyr en allir nýlendu- menn væru drepnir og borgin rifin niður. Borgarmenn bjuggust nú við í mesta flýti og fluttu konur og böm út á skipið. En Póka- hontas vildi nú vera hjá nýlendumönnum, því að hana granaði, að faðír hennar hefði njósnað um ferðir hennar, og lét höfuðsmaður það eft- ir henni. 1 sama bili komu njósnarmenn borgarmanna og sögðu, að her Inda nálgaðist borgina, og skömmu síðar sáu menn, að liðið geystist fram úr skóginum. Nýlendumenn höfðu það fram yfir Indur í orastunni, að þeir kunnu hernaðarlistir Norð- urálfubúa og áttu skotfæri. En hinir kunnu ekki að hræðast og voru manna hugprúðastir og æddu frgm af grimd og hefndargimi, svo ekkert stóð fyrir þeim. Hér var líka svo mikill liðsmunur, að borgarmenn unnu ekki á. I fyrsta áhlaupi féllu margir Indar fyrir skotum borgarmanna, en þá æddu þeir svo gevst fram, að hinir hrukku fyrir. Skipaði þá höf- uðsmaður liðinu að þoka nær borgarvíginu og verjast þaðan. Varð nú orusta sem áköfust. En meðan höfuðsmaður færði lið sitt undan, var hann særður, fékk kylfuhögg, svo að hann féll í valinn. Sló þá ótta á borgarmenn, og flýðu allir, en Indur eltu með óttalegu herópi. Þar. féllu margir nýlendumenn fyrir þungum höggum Inda, áður en þeir náðu víginu. Nú heyrðu allir, að hershöfðinginn væri fall- inn, og var þeim það mikill harmur. En í sama bili kom öllum saman tim, að gera útrás og falla heldur hver um annan þveran, en að ná eigi líki höfðingja síns, er þeir áttu svo margt gott að þakka. Indur stóðu í kringum vígið og org- uðu siguróp; kom þeim sízt í hug, að borgar- menn mundu æða út aftur eftir flóttann; því brá þeim mjög við, er hinn fámenni her raddist út úr víginu með mikilli eggjan/ Ætluðu Ind- ur, að þeir væra nú hálfu fleiri en áður. Biðl- uðust þá flokkar þeirra og veittu lítið viðnám og flýðu út úr borginni. Borgarmenn ráku flóttann langt upp í land; féll margt af Indum á flóttanum og margir urðu handteknir. Við þetta snera borgarmenn heim aftur, en hershöfðingjann fann enginn. Varð af þessu mikill harmur með nýlendurpönn- um, og þótti vera útséð um bygð sína þar í landi. Thomton gamli hafðn enga ró, og óðar en dagur ljómaði, kallaði hann saman alla her- menn, sem eftir lifðu, og sagði, að það væri heilög skvlda þeirra, að leita höfðingja síns og fíelsa hann, því að vera mætti, að hann væri enn á lífi. Allir gerðu góðan róm að máli Thomtons, og lögðu hermenn af stað, bratust enn inn í herbúðir Tnda og ráku þá á flótta, en fundu þó eigi höfðingja sinn. Þeir leituðu þann dag all- an og um nóttina , sneru síðan heimleiðis við svo búið, og ætluðu að Indar hefðu náð höfð- ingja þeirra og tekið hann af lífi. Þetta var þó öðruvísi en þe.ir ætluðu. Poka- hontas hafði horft á bardagann, og tók vand- lega eftir öllu, sem við bar. Hún sá John falla, og er landar hennar vora komnir á flótta, gekk hún í valinn og fann höfuðsmann á lífi, en hann lá í óviti. Hún þvoði sár hans og batt um, og bar hann skamt burt úr valnum; og er hann raknaði við, studdi hún hann ýmist eða bar upp með fljótinu frá borginni, þangað til hún kom þar að fylgsni í hellisskúta fram með ánni. Þorði hún ekki að færa hann í borgina, því að hún bjóst við, að landar sínir kæmi aftur og legði bæinn í eyði. / J°hn var nú mjög áhyggjufullur út af því, að hann væri mí fjarri mönnum sínum, er þeir voru staddir í mestum háska. Samt þorði hann ekki að smia til borgarinnar, með því að hann var heldur eigi gangfær fyrir sáram sínum.. Pókahontas hjúkraði honum, sem bezt hún gat, safnaði lækningajurtum til' að leggja við sár hans, og súrum aldinum til svölunar í sára- sóttinni. Ekki vissi hún, hvemig bardaganum hafði lokið, og þorði því aldrei að koma nærri borginni til að njósna um það, og forðaðist að láta sjást nokkur spor eða merki þess, hvar hún gekk. I Powhatan hafði gefið því gaum, að höfðingi nýlendumanna féll í bardaganum, en vissi, að hann var ekki á valdi sinna manná. Hann-sakn- aði líka dóttur sinnar. Eftir nokkra daga komu friðmenn frá borg- inni, er kaupa vildu höfðingja sínum lausn, því að þeir ætluðu, að liann væri í höndum Inda. Þá grunaði Powhatan, að höfuðsmaður væri á lífi, og mundi dóttir sín vera hjá honum, vænti því, að sér mætti enn auðnast að ná honum, og héfna þess grimmilega á honum, að hann tók af lífi hinn tignasta mann ættarinnar, fósturson hans, og ná aftur barni sínu, sem hann unni svo heitt. Hann kallaði því til sín alla beztu menn ættarinnar, og skipaði þeim að leita höf- uðsmannsins og dóttur sinnar, sem vandlegast alla vega. Þeir fóra þegar í leitir, og könnuðu alla skóga og fylgsnl þar umhverfis, en fundu alls ekld. Gekk svo marga daga. Þá varð, Powhatan afarrreiður, stappaði nið • ur fótunum og sagði, að það væri mikil höfuð- skömm, að þeir sæi eigi við brögðum einnar konu, því að dóttir sín myndi leika á þá og fel- ást þar sem þeir leituðu.— Seinast leiddist öll- um eftirleitin. Þó var einn af Indum manna glöggvastur. Hann mintist þess, að hann sá einhverju sinni troðin laufblöð hjá lind í skóg- inum. Kom honum nú í liug, að njósna betur um þetta, gekk í skóginn nærri lindinni og fól sig þar í þéttum ranni, eins og höggormur, sem bíður eftir bráð sinni. Hotium hafði eigi bragð- ist glöggskygnin, því að þetta var lind sú, er Pokahontas sótti vatn í handa hinum særða, og voru nú sár hans mikið til gróin, því að eigi skorti aðhjúkrun. Frh. Smælki. Skósmiður nokkur geymdi jarðepli til vetr- arins í kjallara undir húsinu sínu. Þegar fram á veturinn kom, minkaði hrúgan alt í einu, svo að undrum sætti. Sá skósmiðurinn þegar í hendi; sér, að þessu myndu þjófar valda. Lík- legt þótti honum, að þeir myndu halda áfram uppteknum hætti og vitja um afganginn síðar. Þess vegna tók hann sig til og. rak í hvert jarð- eplið af öðru kynstrin öll af trénöglum, sams- konar og notaðir era í skóbotna. Nú líður og bíður. Grunur skósmiðsins rættist: Aftur var stolið af jarðeplum hans. — Nokkru síðar komu ungir drengir eins nágrannans inn til skósmiðs- ins, er hann og fólk hans mataðist. Spyr þá skósmiður drengina meðal annars að því, hvort þau séu eki góð, jarðeplin þar hjá föður þeirra. “ Jú-u, þau væra ágæt, ef ekki væri svona mikið af trénöglum í þeim”, svöraðu drengirnir. — “A, er það svo,” varð skósmiðnum að orði. — Nú var hann nokkurs vísari. — Smári. Dœmisögur. — Mýsnar og skipið. Skip nokkurt hraktist til og frá í sjó, en loks 'Strandaði1 það við eyðiey og.gliðnaði í sundur. Skipverjar komust samt allir lífs af og björg- uðust á land, og vildi svo til, að mús nokkur ung gat skotist með þeim upp á eyna. Trítlaði bún þar fram og aftur og vissi ekki hvað hún átti að gera af sér. Mús nokkur, sem lieima átti þar í eynni sá hana, hljóp til hennar og mælti: “Hvar átt þú heima í landinu, systir sæl? Eg man ekki til að eg liafi séð þig áður.” — “Eg .er ekki hér upp rannin,” svaraði aðkomumúsin; “eg er komin úr skipinu, sem þú sér þama niðri í fjör- unni.” — “Skipinu! eg skil ekki, við hvað þú átt.” Þá komu þar að fleiri mýs og spurðu að- komumúsina í þaula: “Hvaðan ertu? hvert ertu að fara? hvað heitirðu?” — “Eg er komin úr skipinu.” — “Skipinu? áttu við stóru skepn- una, sem hér er komin á land?” — “Það er víst hvalur,’ sagði ein grá mús.’ — “Nei,” sagði önnur, “það er stóreflis fugl, sérðu ekki væng- ina og svo líka nefið? Það eru víst ungarnir hans, sem koma þarna út úr honum, en þeim era ekki vaxnir vængimir enn. Æ, segðu okkur nú frá þessu öllu, systir góð!” — “Blessaðar ver- ið þið,” svaraði músin, “eg er jafnfróð um þetta og þið sjálfar. Eg er borin og bamfagdd í skipinu, og þar hefi eg alið allan minn aldur og þaðan er eg komin; það er öll mín saga. Nei, oftir á að hyggja, því get eg við bætt, að einhver stór og viðbjóðsleg skepna, sem þeir á skipinu kalla kött, hefir étið foreldrana mína báða og öll systkini mín, svo eg ein lifi eftir. En spyrj- ið mig nú ekki frekara, gefið mér heldur eitt- hvað að éta, því eg er hálfdauð úr hungri.” — “Auma æfin er það, sem þú hefir átt, vesaling- ur!” sagði ein gömul mús; “komdu nú, tetrið mitt, og fylgstu með okkur í skóginn, þar sem við eigum heima. Þar skulum við vinna sam- an, og muntu víst verða þörf mús í okkar fé- lagi; það er gott, að þú ert komin til okkar, því nú getur ])ú byrjað nýtt líf og lifað á&ægjulega daga. — Stgr. Th. þýddi. Vorhoði. Af björtu fjalli eg brýt mér leið á bjarmavæng um loftin heið. Eg flýg um dal og breiða bygð og bláan sæ Af væ{ðardvala vek eg drótt, því vængir mínir eiga þrótt. • Eg blæs á þokur, bárur vek og bræði snæ. Mér draumasystir æskan er, hin unga þjóð, er vogar sér að lyfta væng úr vetrar geim í vor og sól. Eg ljósið yfir löndin ber og leysi þann, sem fanginn er. Eg blessa yfir karlsins kot og kongsins stól. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldtf. Oor. Graham og Kemnedy 9t». PHONE: 21 824 Oíflce tlmar: 2—3 Phone: 27 122 Winnlpeg, Manitoba. DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Gnaíiam og Kennedy Bta. FHONE: 21 824 Offlce tlmar: 2—8. Helmill: 764 Victor at Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 816-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phone: 2J 824 Otfice Houre: 3—6 Helmlll: 9 21 Sherbnme 8t. Wlnnipeg, Manltoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arte Hldg Cor. Graham og Kennedy SU. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Kr a8 hVtta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Heimili: 373 R'irver Ave, Tiails. 42 691 DR. A. BLONDAL Medical Art« Bldg. Btundar sérstaklega Kvenna Of Barna sjúkddma. Eír aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Ottloe Phone: 22 308 Heimill: 8Od Vlctor St. Síml: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlækntr 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8U. Phone: 21 834 Heimllis Tais.: 88 626 DR. G. J. SNÆDAL TannJæknir 814 Somerset Biock Oor. Portage Ave o* Donald St. Talslmí: 28 889 Dr. S. J. Jóhannesson stuodar almennar lœkningar S32 Sherburn St. Tal«. 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. Fowler Qptical 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Pþone 26 545. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN U, liiKfræfSingar. Bkirifstofa: Room 811 McArtiwr Building, Poi-tage Ave. P.O. Box 1656 Phonea: 26 849 og 26 840 LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N tpitvniktr iögfræOingar. 356 Maia St. Tala.: 24 963 peir hafa eiimiB ekrifatofuir al Lundar, Riverton, Gimli og Pin«y og eru þar a8 hitta & efUrfylgl- andi tlmusn: Lundar: Fyrsta miSvikudag, Rtverton: Fyrsta ftmtudag, Gimli: Fyreta míCvikudag, Pinoy: priSja föstudag 1 hverjruim mAnu8i J. Rapar Johnson, B.A., LL.B„ LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main 8t. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 29 014 JOSEPH T. THORSON tsl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Residence Phone 24 206 Office Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. A. C. JOHNSON »07 Coufederation Life Bld*. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur a8 sér að ávaxta aparifé fúlka. Selur eldsábyrgð og bifneáBa ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraB samstundis. Skrif stof ueimi: 24 263 Hetaiaelmi: 33 83* J. J. SWANSON & CO. IjlMiTI'iD R e n t a 1 « « Insurance RealEstate Mortgagei 600 PARIS BLDG., WINNPBO. Phones: 26 349—2« 340 Emil Johnson SERVIOE ELEOTRIO Rajmagns Contracting — Allttevnt ráfmtagnsdhöld seld og við pau gart __ Eg sel Moffat og CcClary elda- vélar og hefi þwr til sfjnis d verk- stœOi minu. 524 8AKGENT AVH. (gamla Johnson’s bygglngin viB Young Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 507 Heima:27 316 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annaat um út- farir. Allur útbúnaður sft. beatft. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Helmiiis Tals.: 58 302 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 34 171 WINNIPEG. SIMPS0N TRANSFER Verzla me8 egg-á-dag hænsnafðSur. Annast einnig um allar tegundir flutninga. 647 Sargent Ave. Sími 27 240 CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með lltlum fyrirvark BIRCH Blómsali 693 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Rlng 3

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.