Lögberg - 20.09.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.09.1928, Blaðsíða 5
LÖCKBERG, FIMTUDAGINN- 20. SEPTEMBER 1928. Bls. & ^DODDS |KIDNEY| &/, PILLS ^ É87 THEPf 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um Ijrfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beiní frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. og veitt væri alment. Eða er spurningunum slegið fram til þess að vekja grunsemd á nefnd- inni hjá þeim, er ekki þekkja til og myndi því álíta að nefndin ætti að geta gjört þetta? OBenda ekki orðin í niðurlagi athugasemdarinnar eitthvað í þá átt, þó komast hefði mátt kænlegar að orði og dylja betur gremjuna til nefndarinnar fyrir að reyna að ná þeim kjorum fyrir almenning, er “sjálfboðunf’ hafði ekki til hugar komið og eru ekki líklegir að ná? “Það er Vesturíslendingum til smánar, að nokkur nefnd, sem í þeirra nafni þykist starfa, skuli hafa farið fram á slíka skilmála.’’ Það er meira en lítil “smán”, að nefndin skyldi sýna viðleitni til að vernda hag og réttindi væntanlegra aust- urfara, skyldi hafa farið fram á lágmarks fargjald, og tekið því, að halda eftir umboðslaunum á farbréfunum, er annars yrði öðr- um greidd, er engan rétt höfðu til þeirra; skyldi hafa reynt að á- skilja þau hlunnindi fyrir ferða- hópinn, er frekast var unt! Hverj- um vex sú “smán” í augum? Tæplega þeim, sem hlunnindanna eiga að njóta, íslendingum naum- ast, engum rétthugsandi mönnum, engum, nema ef vera skyldi “sjálf- boðunum” og línufélögunum, sem höf. er að vernda. Um 7. gr. er höfundu'rinn orð- fár, þykir óþarfi að flutningsfé- lag, sem nefndin semur við, setji umboðsmann, er eigi sé til annars en að auka félaginu kostnað! Þá sýni sig ósanngirni nefndarinnar í því, að heimta að flutingsfélagið borgi “fyrir allar auglýsingar og undirbúnings kostnað.” Auðvit- að er ekkert sagt um það í þessari grein, en athugasemdin getur eins komið að haldi fyrir því. Höf. fær ekki slitið úr huga sínum hinn væntanlega gróða nefndarinnar. Það væri afsakalegt, ef nefndin hefði verið búin að tilkynna, að hún “áskildi handa sjálfri sér”, umboðslaunin, ef hún hefði verið búin að gjöra áætlan með ferða- kostnað og auglýsa hann, en það hefir hún ekki gjört og fyrir þá einföldu ástæðu, að hún hefir alt- af gjört sér vonir um, að geta komið ferðakostnaðinum niður. 1 athugasemdunum við 8. gr. notar höf. falsþýðinguna og blöskrar sú byrði, sem nefndin leggur á bak járnbrautarfél. Hún ætlar sér “að vera á þönum út og suður um alt land”, “ferðast eftir vild á kostnað flutningsfélag- anna.” Það er nokkuð rýfur skiln- ingur, sem lagður er í orðið “trip pass”, en það er nú alt, sem grein- in fer framá. Hjá járnbrautarfé- lögum eru gefnir út tvenskonar farbréfa seðlar ókeypis. Ná þeir til þeirra, er að einhverju leyti starfa að flutningi eða ferðalögum með járnbrautum og gufuskipum. Gildir annar til árs og er nefnd- ur “annual pass”, en hinn til einn- ar ferðar, er farin er til ákveðins staðar, og er nefndur “trip pass”. Fram á þenna síðari seðil er farið fyrir hönd nefndarmanna í þess- ari 8. gr., ef nauðsyn krefur að þeir gjöri ferðir til einhvers stað- ar í þágu þessa máls. Hve ósann- gjarnt það er, hve miklu fé það kann að sópa úr vösum íslend- inga, geta lesendur gert sér hug- mynd um. En þetta eru þær “þan- ir út og suður um alt land”, er nefndin ætlar sér að vera á. Ætli að flutningskostnaður á korni og allri landvöru hefði hækkað að stórum mun, þó þessi tilmæli hefðu verið veitt? En svo má gleðja höf. með því, að fyrir stak- an mótróður og rangfærslur hefir kröfu þessari verið synjað, og létt- ir það þá einum “tollinum” af hon- um og skjólstæðingum hans, flutn- ingafélögunum. Þarf nú ekki að fárast yfir því, að með þessari í- vilnan sé létt undir með nefnd- inni við undirbúningsverkið. Það er ekki eini þröskuldurinn, sem lagður hefir verið í götu þessa málefnis, og verður að líkindum ekki hinn síðasti. Þó Heimfararnefndin hafi ekki gjört sér hið minsta far um að lýsa gjörðum hinna svonefndu “sjálfboða”, sem þeir hafa gjört gagnvart Heimfararnefndinni, en kosið að> láta flest fáryrði þeirra og sakargiftir sem vind um eyrun þjóta, mun þó svo komið, að al- menningi sé ljóst hvorir meir starfa í þágu heildarinnar. öllum er Ijóst, að tilgangur “sjálfboð- anna” með afskiftum þeirra af heimfararmálinu, er ekki sprott- inn af virðingu fyrir sjálfu mál- inu, ekki af þjóðrækni né löngun til að draga hugi íslendinga sam- an, ekki af þeirri tilraun að vilja hefja þjóðina til frekari virðing- ar í augum samborgara hennar, ekki samvinttulöngun við ísland. Svo mikið er sýnilegt af því, sem þeir hafa ritað. Tilgangurinn er pesrónulegur, því miður, og hefir alderi annar verið. Það er ótíma- bært að draga -hann fram og lýsa honum eins og hann er. En þegar að þeim tíma kemur, “þegar tjöld- in verða dregin frá,” og almenn- ingur nær að skilja til hlítar hver tilgangurinn er, getur svo farið, að af sumum þeirra kunni að renna “dramblætis-þrotinn”, sem skáldið forna nefnir, sem og af grímumönnunum, er að baki þeirra standa, og feig hafa viljað ferðasamtökin um langa hríð. II. Helzt er svo að skilja á niður- lagsorðum .höf., að þessi illræmdu samningsatriði, sem íslendingum eru svo mjög til vanvirðu, muni nú þegar vera viðtekin, milli nefndarinnar og “einhvers” línu- félags — hann veit ekki nafnið á því, fann það ekki “á bak við tjöldin.” — iSölulaunum slær höf. saman við fjárveitingu Sask.- stjórnarinnar, í því skyni að sýna, að nefndin sé ekki að starfa fyrir annað en “centin”, “hinn almátt- ugi dollar virfðist vera hennar leiðarstjarna.” Endar hann svo ritgerðina á þessa leið: “Finst nú nokkrum, sem fylgst .hefir með gangi þessa máls frá byrjun, að Heimfararnefnd Þjóðræknisfélags- ins geti hér eftir vænst þess, að henni einni sé trúað fyrir fram- kvæmdum í þessu máli?” Hóg- vær bending tii almennings, um að láta sig ekki skorta til liðveizlu og fylgis við andstæðinga nefnd- arinnar. Óþarft er að taka það fram, að hið ónefnda línufélag, sem nefnd- ■ in hefir enn ekki samið við, hefir ekki ennþá greitt nein umboðslaun til hennar. í vösum hennar er ekki að leita eftir $80 eða $82,000. Samningsatriðin eru enn ekki und- irrituð, þó þau flest séu bréflega samþykt og nefndin bjargað þeim, ! til hagnaðar fyrir væntanlega heimfarendur. Óþarfa herör er því skorin upp. !Sem öllum er ljóst, er lesið hafa uppkastið og horfa vilja á það, þá er ekki svo frá því gengið, að ætlast sé til að það geti skoðast sem samn- ingur. Það er eigi annað en upp- talning einstakra atriða, er marg- oft höfðu verið rædd af hlutað- eigandi flutningafélögum og nefndinni, og sum boðin, sem nefndin ætlaðist til að tekin yrði inn í væntanlegan samning. Var þetta með vilja gjört. En svo stóð á iþví, og er það upphaf þessa máls, að í byrjun júnímánaðar beiddist umboðsmaður einnar gufuskipalínunnar þess, að lögð yrðu fram, skriflega, þau megin- atriði, er nefndin færi fram á, fyrir hinni væntanlegu heimför 1930. Varð forseti nefndarinnar vel við því og kallaði saman menn þá, er aðalnefndin hafði útnefnt -í samninganefnd á fundinum 20.— 21. maí. Fóru þeir yfir þau bréf og tilboð, er nefndinni höfðu bor- ist, fram að þeim tíma, og sömdu svo þetta uppkast, með hliðsjón til þeirra. öllum kom saman um að bera uppkastið undir aðal- nefndina og var það gjört á fundi er haldinn var 22. júní. Voru lið- irnir samþyktir með smávægileg- um breytingum, að undanteknum þeim 4, er feldur var burtu. Hafði þá nefndin komist að því í vikunni áður, að “sjálfboðar” höfðu afhent Cunard Línunni skilmálalaust “flutninginn” í um- boði “mikils hluta íslendinga”. Óttaðist nefndin, að með því gjör- ræði yrði ef til vill kipt til baka þeim afslátta tilboðum, er þegar voru fengin, er einu hinu öflugra línuskipafélagi væri fengið slíkt yfirskins umboð. Hnýtti hún því viðaukagreininni neðan við upp- kastið, er krafðist svars innan hins 26. sama mánaðar (ekki 26. júlí). Fengist svör, er staðfestu enn á ný fyrstu atriðin, var þeim borgið, hvað sem hinum liði, er á eftir komu, og farbréfaverðinu, er búist var við að orðið gæti allmik- ill reipdráttur um, er svo var kom- ið, og vanséð hvort fengist. Var þó að minsta kost'i allmiklu borg- ið. En þannig stóð á því, að nefnd- in komst að þessum “Cunard samn- ingi” sjálfboðanna, að bréf barst einum nefndarmanna, frá New York, þar sem þess var getið, og beðið jafnframt um upplýsingar á auglýsingaverði í “Hkr.”. Svo leynt höfðu fjórmenningar sjálf- boðanna farið með þenna “samn- ing”, að jafnvel félagar þeirra þrættu fyrir að þeir vissu nokkuð um hann, og sjálfir létu þeir þræta fyrir hann á almennum fundi á Brú í Argyle-bygð, sama kvöldið og hann var opinberaður í “Lög- bergi”!—Blaðið komst ekki þang- að vestur fyr en daginn eftir. Áleit nefndin, að því fyr sem hún geti fengið svarið upp á þessi samningsatriði, þvi betra, áður en eimskipalínan með “umboð full- trúanefndar mikils hluta Islend- inga á bak við sig”, fengi ráðrúm til að mótmæla, sem hún var lík- leg til að gjöra, því ósennilega myndi hún telja sér hag í því, að gjöra afföll á farbréfum, er hún gæti selt fullu verði, er hún áleit sig vera búna að taka við “flutn- ingnum.” Þó fresturinn væri naumur, og sjáanlegt, að Winni- peg skrifstofur flutningsfélag- anna gætu ekki gefið fullnaðar- svar við $260 fargjaldinu á þeim tíma, ef þær þurftu að vísa því til yfirumobðsmanna sinna, eða jafn- vel til Norður Atalntshafs Eim- skipa Sambandsins, þá voru samt líkur til, að þær myndi endurtaka tilboðið um hið fyrra lágmarks- fargjald, er nefndin var búin að fá, og fargjaldið ekki fara upp úr því, hvað sem Cunardlínan reyndi að gjöra. Var því þessi kosturinn tekinn og kom, sem nefndina varði, að haldi; fyrri tilboðin voru staðfest með bréfum til nefndar- innar, án þess heúni væri settur tímafrestur með að ljúka samn- ingum og endurtekið tilboðið um hið fyrra lágmarks-fargjald auk ýmissa annara hlunninda, er síð- ar verða tilkynt. Þetta lágmarks- fargjald fram og til baka, milli Montreal og Reykjavíkur, var $172.00 og mun að því vikið seinna. Sem nefndina grunaði, leið heldur ekki á löngu, að Cunard- línufélagið léti til sín heyra með fargajaldaverðið. Eftir yfirlýs- inguna í “Lögbergi” 28. júní, byrj- aði það að auglýsa og mælast til að fyrirspurnir væru sér sendar um hin miklu vildarkjör, er þeir byðu væntanlegum hátíðagestum. Hinn 25. júlí er send fyrirspurn þess efnis frá manni í Elfros, Sask., til skrifstofunnar hér í Winnipeg, og er svar umboðs- mannsins á þessa leið: “The Cunard Steam Ship Com- pany, Limited, Anchor Line and Anchor-Donaldson Line. 270 Main Street, Winnipeg, Canada, July 27, 1928. File No. 66408. Mr. S. F., Elfros, Sask. Déar Sir : ■y Re Icelandic Excursion of 1930. Referring to your memo of the 25th inst. regarding rates, etc., applicable to the Icelandic excur- sion that will be operated by the Cunard Line in conjunction with Dr. Brandson’s Committee. At this early date we shall be unable to give you full particulars of rail fares, etc., that will be put into force and effect for the Ice- landic Excursionists, train ar- rangements, etc., but we can de- finitely state at this time that we will have a steamer sailing from Montreal direct to Reykjavik on or about the first week in June, 1930. This steamer will carry Cabin, Tourist 3rd Cabin, and Third Class passengers. Retum- ing, we will have a steamer call- ing at Iceland some six weeks later for the purpose of picking up Icelandic excursionists desirous of returning to Canada. The Third Class Round Trip fare fram Monteral to Reykjavik will be $196.00; Tourist Third Class Cabin, around $218.50; and Cabin, around $310.00. To these fares must be added an additional $5.00 to cover the Government War Tax, also Excursion Fare on the railwayl from Elfros to Montreal and return. We shall be glad to send you our advertising matter that is now being prepared for distribution as soon as it is re- ceived from the printers, and if there is any further information that you would like to have with regard to the excursion arrange- ments, etc., please let us hear from you and we shall be only too pleased to write you more fully on the subject. meiri áhuga fyrir málinu, eða hagsmunum væntanlegra hátíða- gesta en svó, að hann hafi leitað upplýsinga, eða vitað um, að lægra fargjaldið var þegar úrskurðað. Það er ekki fyr en félagið er neytt til þess, fyrir gjörðir Heimfarar- nefndarinnar, að það lejrfir er- indsreka sínum að geta þess, að farbréf muni verða fáanlegt á lægra verðinu. Ekki hefir þó um- baðsmaður enn sem komið er lát- ið auglýsa það í umboði sínu eða félagsins. Ekki hefir um- boðsmaður eða félagið heldur gjört neinar ráðstafanir um far- gjaldslækkun á járnbrautunum í sambandi við ferðina. Járnbraut- arfargjöld eru auglýst frá Winni- peg til Montreal, fram og til baka, á $82.80, auk 80c.skatts til stjórn- arinnar, sem er hámarksverð. Munu sjálfboðar ánægðir með það, er fæstir að sögn hafa hinn minsta ásetning með að fara. Hafa þeir látið þess getið, í fyrstu rit- gjörðunum, að engu skifti, hvort fargjaldið yrði hærra eða lægra, hvort færi margir eða fáir. Þeim sem þá ræktarsemi bera til þjóðar sinnar og söguminninga og hafa á- kveðið að fara, er ekki of gott að borga stóreignafélögunum ofur lítinn toll fyrir þá heimsku sína. Til skilningsauka mætti geta þess, að verð gufuskipa farbréfa á þriðja og ferðamanna farrými, er skift í 4 flokka. Lægst er það til Bretlands $155.00 á þriðja far- rými, til Frakklands $172.00, til Norðurlanda $186.00 og til hafna- staða á meginlandi Evrópu $196, fram og til baka, og er ísland flokkað þar með. Ræður eftir- spurnin þessari flokkun og inn- flutningsleyfi hinna ýmsu þjóða til Canada og Bandaríkjanna. Ekki var það fyrirhafnarlaust, að fá þessa sérstöku ferð til íslands 1930 undanþegna, og færða ofan í næst lægsta flokkinn. Var nefnd- in við það, meðan dylgjurnar gengu mestar um að hún væri ekkert að gjöra, og greina fá. Hefði hún byrjað með því að aug- lýsa fyrirætlanir sínar, eru líkur til, að hún hefði engu orkað. Hefði hún rokið til og gjört samn- ing við “eitthvert flutningafélag- ið”, áður en frá fargjaldinu var gengið, er vissa fengin fyrir því, að fargjöldunum hefði aldrei orð- ið þokað niður um einn eyri. Hvort sem almenningur vill nú á- líta það gjörræði eða einþykni að haga þannig verkum, fór bezt sem fór. Eru hverjum austurfara sparaðir með því $24.00 á sjóleið- inni. Má geta þess líka, að líkur eru til að nefndin fái hlutfalls- lega sömu ívilnan á járnbrautun- um. Til þess að lengja þetta mál ekki um of, með því að birta bréf- in, er nefndinni höfðu borist á- samt tilboðum flutningafélag- anna, sem hún hafði til hliðsjón- ar, er hún tók saman uppkastið, verður að láta nægja, að vísa til ritara nefndarinnar, hra. J. F. Kristjánssonar, 788 Ingersoll^ St., er veita mun öllum, er þess óska, leyfi til að skoða þau og yfirfara þau sem þá lystir. Sýna þau, að heiður íslendinga er ómeiddur fyr- ir betli því, er nefndin hefir farið fram á við félögin. Liggja þau til grundvallar fyrir 1., 2., 3. og 5., 6. og 7. gr., þó orðamunur sé nokkur á stökum stöðum og á- kveðnara tiltekið i samningsatrið- unum, sem hlaut að vera. Samnings atriðin eru þá þessi, og óskar nefndin eftir að fólk vildi athuga þau, í ljósi þeirra skýringa, sem að framan eru gerðar, segja til, að hverju leyti •lefndin hefir misgoðið særtid og virðingu þjóðflokksins með þeim og hvar þess er getið, að nefndin ætli að draga sér umboðslaunin. —(Samnings uppkastið er áður We are hopeful that this excur- birt j Lögbergi, og því ekki prent sion will have the full support of the Icelandic citizens throughout Western Canada, so that the excur- sion will be a huge success and fully representative of the Ice- landic residents in Canada, and asure you the Cunard line will put forth every effort to cooperate with Dr. Brandson and the Iceland- ic Committee with this end in view. Yours truly, The Cunard Steam Ship Line Company Limited, Per J. F. Pratt (Signed) JFP-NH. Það er ónauðsynlegt, og eigi nema til málalengingar, að þýða þetta bréf. Munu flestir skilja innihald þess. Kjörin eru þessi: farbréf á 3. flokks farrými frá Montreal til R.víkur eiga að kosta $196.00, eða $24.00 meira en Gufu- skipasambandið var búið að ganga inn á og nefndin var búin að útvega. Er þetta hæsta fargjald er gildir til fjarlægustu hafnar- staða í Evrópu, og látið var gilda til Islands, áður en nefndin tók til starfa. Var á þessu auðséð, hvað félagið ætlaði sér. Þrátt fyr- ir það að Norður Atlantshafs Sam- bandið, er félagið stendur í, sem j Lafi meira en tillögurétt um hvað hin önnur skipafélög, var búið að j gjöra skuli við peningana. Ligg- leyfa lægra flutningsgjald, byrj- j ur þvj ekkert beinna við, en að það ar það “reisuna” með því, að fara j Verði undir þá borið, er fara, hvað fram á hæsta fargjaldið. Var nú ! vig þá skuli gjört. Heppilegast- að koma í ljós frumgróði þess j ur tími myndi vera að gjöra það, fljótræðis, er sjálfboðaliðið hafði j eftir að allir væru komnir um drýgt með því að afhenda málið, borð. Þá væri það orðið víst, hver skilyrðislaust, línufélaginu. Þó! Upphæðin væri, og þægilegt að má ef til. vill segja félaginu það j koma á fundi í samkomusal til málsbóta, að umboðsmaður skipsins. Nógir munu staðirnir þess hefir að líkindum ekki haftfyrir þá. Ýmiskonar kostnaður í að hér. ’Sbr. Lögb. 8, sept.) Um hinar sérstöku greinar þýð- ir ekki að ræða meir en búið er. Þess skal að eins getið, að 1., 2. og 3. gr. eru viðteknar, — hina 4. dró nefndin sjálf til baka, og til- kjrnti umboðsmönnum það, er hún afhenti þeim afritið. iSömuleiðis er hin 5., 6. og 7. samþykt með þeim breytmgum, að fargjaldið er nú ákveðið, hvað sem seinna verð- ur, á $172.00 úr höfn og í höfn, en ekki er vonlaust um, að lækkun fáist áður en ferðin verður hafin. 8. lið er synjað eins og áður er tek- ið fram, en 9. veittur, um að skipið biði á Rvíkur höfn nokkra daga, með þeim skilyrðum, að farþegar verði ekki færri en 500. Með 6. gr. er nefndinni heimil- að að veita móttöku sölulaunum. Fé það verður ekki greitt fyr en fargjöldin eru keypt, eða fyr en ferðahópurinn er lagður af stað. Hverri upphæð þau kunna að nema, verður ekki sagt að svo- komnu, fer það eftir tölu farbréf- anna. Þó þess verði ekki synjað, að sú npphæð, hver sem hún kann að verða, sé íslendingum trygð fyrir aðgjörðir nefndarinn- ar, þá álítur nefndin ekki að hún sambandi við ferðina, dvölin á Þingvöllum, meðan á hátíðahald- inu stendur, flutningur til Þing- valla o. fl. Ekki er heldur óhugs- ndi, að eitthvað yrði nauðsýnlegt að kaupa hér til fararinnar, áður en lagt væri af stað.. Víkja mætti, að endingu, nokkr- um orðum að hinni miklu laun- ung, er nefndin á að hafa varpað yfir þetta verk sitt. Hún á að hafa farið með það eins og manns- morð. Hin mikla launung er þá í þessu fólgin: Strax og frum- varpið var samþykt, lét nefndin gjöra sex afrit af því, og fékk þau umboðsmönnum skipafélaganna. hér í bænum, eins og óskað var eftir. Létu þeir, svo gera afrit og sendu aðal skrifstofunum í Mont- real og New York, er enn létu gjöra afrit og sendu höfuð skrif- stofum Gufuskipa sambandsins í Liverpool og Brussels. Afrit frumvarpsin hefir því legið frammi á gufuskipa skrif- stofunum hér í bænum hátt á þriðja mánuð, á yfirskrifstofun- um í Montreal og New York, og á höfuð skrifstofunum, í Liverpool á Englandi og í Brussels í Belgíu. Það hefir því tekið töluverða kunnáttu að komast að þessum leyndardómi. Bak við nokkur tjöld hefir höf. orðið að Iaumast til að ná í afritið, og ekki mót von, að það tæki tíma. Þá má og enn fremur geta þess, að á þeim fundum, er nefndin hef- ir haldið í sumar, í Sask., Argyle og N. Dak., hefir hún getið um þetta samnings uppkast. 1 Wyn- yard var bygðar ntefndinni lesið það, og á fundinum, er þar var haldinn, farið all ítarlega út í at- riði þau, er snertu kostnaðinn. Hið sama var gjört í Leslie, á Lundar, á Garðar, á Mountain, á Akra, og í Upham, N. Dak. Laun- ung nefndarinnar var ekki meiri en þetta. Hún fann ekki til þees, að hún þyrfti neitt að fela. Frá upphafi skoðaði nefndin það sem eitt af aðalverkefnum sínum, að ná sem hagfeldustum samningum fyr- ir þá, er ,heim ætla að fara. Hún fann ekki til þess, að það gæti tadisþ vsvik við IþjóíV'irsæmdina, eða þá, er fólu henni umboðið, ef henni auðnaðist að framkvæma það verk. iEf inn á öll samnings- atriðin yrði gengið, fanst henni hún vera þúin að því. En á því stigi, sem málið hefir verið, fanst henni ástæðulaust að slengja frumvarpi þessu fram, á prenti, fyr en búið væri að ganga frá því í undirrituðum samningi. Það er þá eina tjaldið, sem hún hefir dregið fyrir þessar gjörðir sínar. Hún hefir ekki látið birta það í íslenzku blöðunum. Ekki þarf að taka það fram, að það er nokkum veginn víst, að höf. hefði ekki hvatt til þess, ef hann hefði verið samnings aðili, látið sér ant um að fá niðurfærsiluna, og vitað hvílíkum andróðri og rangfærsl- um nefndarstarfið er látið sæta. Þyki honum nefndin of sagnafá, gæti hann máske ráðið í, að nokkru geti það ollað um framkomu henn- ar, að hún er óframari að birta fyrirætlanir sínar en vera þyrfti, ef alt væri sem það ætti að vera, að um hvert hennar verk er setið, til að ónýta það, ef unt er, en í öllu falli að ófrægja það og af- vegafæra! Með því að sjálfboðar hafa ver- ið ósparir á að geta dugnaðar síns og afreksverka og í því efni að bera sig saman við Heimfarar- nefndina, er á að hafa verið að- gerðalaus, fer ekki illa á að gjöra þenna stutta samanburð: Sjálfboðar hafa: 1. Unnið að því, að koma þeim skilningi inn í almenning, að ekk- ert gerði til hvað greitt yrði fyrir fargjöld og ekkert gerði til. hvort margir eða fáir skifti sér af Al- þigishátíðinni. 2. Unnið að því, að kljúfa Vest- ur-íslendinga í heimfararmálinu, og með því unnið tjón, sem að öllum líkindum er óbætanlegt. 3. Fengið því framgerigt við Cunard-félagið, að það hefir boð- ist til þess áð flytja íslendinga fyri rþað hæsta verð, sem þvj var lejrfilegt að heimta. Heimfararnefndin hefir hins vegar: ^ 1. Unnið að því, að vekja skiln- ing almennings, í ræðu og riti, á þýðing hátíðarinnar. Enn frem- ur unnið að þvi, að vekja athygli hérlendra manna á þýðingu há- tíðarinnar. 2. Unnið að því um langan tíma, að koma fargjaldinu á skip- unum niður um það, sem sam- svaraði að minsta kosti $56.00. Er ekki vonlaus um. að það takist enn, en væri þegar búin að fá þv{ framgengt, ef hún hefði fengið að vinna óhindruð. 3. Starfsemi nefndarinnar hef- ir þrýst Cunard-félaginu — sýni- lega gegn vilja þess — til þess að færa fargjöldin niður í “Kaup- mannahafnarfar”. 4. Hefir gert sér far um að tryggja það, að allmikið fé, sem annars hefði farið til skipafélags eða umboðsmanna, gengi ekki úr höndum íslendinga. 1 umboði Heimfararnefnd- Kairo-för. Eftir Björgúlf ólafsson, í “Eimreiðinni” Framh. Sá hluti borgarinnar, sem hvit- ir menn búa i, er miklu fallegri og þokkalegri en aðrir borgarhlut- ar, eins og við er að búast. Göt- urnar eru settar trjám, torgin víð og mikið um stórhýsi og trjá- garða ' glæsilegar sölubúðir og stórvaxin veitnngahús. Mér leizt þessi hluti borgarinnar svipaður Parísarborg að byggingarlagi. Þar er fult af sölubúðum, þar sem seldir eru egypzkir “forngripir“ dýrum dómumalt mörg þúsund ára gamalt. Einstöku menn glæpast líklega á þessu dóti, sem auðvitað er “made in Germany”. — Þessi borgarhluti nær frá miðju borgar- innar út að Níl, og er listigarður á árbökkunum. Norðanvert við garðinn er hið fagra listasafn borgarinnar. Safn- húsið er stórhýsi, bygt í grísk- rómverskum stíl. Þar er saman komið hið langmesta safn af forn- egypzkri list, sem til er, og er það eitt hið langmesta listasafn í í heimi. Mest ber þar á högg- myndalist og byggingarlist; þó má fljótt sjá þess vott, að Egypt- ar hinir fornu hafa látið mikið til sín taka á ýmsum öðrum sviðum þeirra lista, sem nú eru tíðkaðar. Eins og gerist um alla forna list, standa flest listaverkin að ein- hverju leyti í sambandi við trúar- brögð og helgisiði þjóðarinnar. Menn kannast við hinar stórvöxnu og afbrigðilegu guðamyndir Egypta, súlurnar úr hofum þeirra og ýms önnur listaverk, sem geymd eru í söfnum um víða veröld. Og einnig þekkja menn hina mikilfeng legu greftrunarsiði þeirra. Með- ferð líkamans eftir dauðann hefir verið þeim hið innilegasta alvöru- mál, endaer það ekki sízt einmitt á sviði þeirra lista, sem nota þarf í sambandi við greftrunarsiðina, að hugvit og snilli hinnar háment- uðu stórþjóðar hafa tekið höndum saman við takmarkalaus auðæfi til þess að skapa svo dásamlegar gersemar, að það má heita furða, að þær séu með mannahöndum gerðar. Þess konar listaverk hafa, eins og kunnugt er, fundist víða um Egyptaland, í grafhýsum kon- unga og annara stórmenna. Má þar til telja allskonar innanstokks muni og búaáhöldum, sem hinum framliðnu voru fengin, auk ýmis- konar skrautgripa og skartklæða, sem iþeir voru færðir í. íburðar- mestar voru líkkisturnar, sem ým- ist voru úr steini, tré eða málmi og oft margar utan um hvern lík- ama. Steinkisturnar voru yztar, stórar sem hús og skreyttar höggn- um myndum eða mjmdaletri, þar sem skýrt var frá viðburðum úr lífi hins framliðna. Inst voru óft gullkistur, stundum fleiri en ein, eins og utan um Tut-Anch-Amen, sem mikið hefir verið rætt og rit- að um á síðari árum. Eins og kunnugt er, var það bæði miklu meira að vöxtunum, sem fanst í BÖKUNIN bregst ekki ef þér notið MAGIC BAKING POWDER Það inniheldur ekki alúm og er ekki beizkt á bragðið. gröf hans, en fundist hafði í nokk- urri annari gröf áður, og auk þess voru þar á meðal margir munir, sem alls ekki eiga sinn líka að fegurð og listfengi. Þessi kon- unglega búslóð fyllir tvo stóreflis salf í safninu. Þegar eg kom þangað —seint, í maí 1926—, voru allir gripirnir komnir á safriið; hinir síðustu viku áður. Aðeins sjálf múmían af 'hinum unga kon- ungi var þá enn ókomin. Þar rhátti sjá marga girnilega gripi, frá því stærsta til hins smæsta. En líklega hefir hirðfólkið við egypzku konungshirðina um 1350 f. Kr. ekki grunað, að nokkurn tíma mundi verð brosað að gler- vörunum, sem konungi voru fengnár í gröfina. Nú á tímum verða iþær að feljast ókonungleg- ar; ílátin öll dældótt og brengluð og liturinn vatnsblandslegur. En þá hafa þetta iþótt fáséðir gripir o g merkilegir — og betra ekki fengist, enda munu munir þessir vera með allra elztu glervörum, sem til eru í heimi. Þá er öðru máli að gegna um tvær gullkistur, sem kóngur lá í, og tvær gullgrím- ur, sem lágu næst andliti hans. Mér þykir mjög efasamt, hvort unt væri að gera þá gripi á vorum dögum. Þetta kann nú að þykja mikið sagt, en hvar ætti að taka gull í tvær heilar líkkistur utan um einn líkama á vorum dögum? Heimurinn virðist nú hafa eitt hvað annað að gera við gullið, en að smíða úr því líkkistur. Og í öðru lagi: Hver ætti að smíða þær? Það má að vísu ætla, að gullsmiðir nútímans standi ekkl að baki gullsmiðunum í Egypta- landi á dögum Tut-Anch-Amens. Framh. á bls. 8. arinnar, Rögnvaldur Pétursson. IIIHHllllHIIIIIHIini l’IIH HIKll '■1 Óviðjafnanlegt öl — minnir á gamla tíma — framleiðsla brezkra ölgerðar sérfræðinga. • Míicp^söiijg 01ð SquirpXlp Fæst í öllum löggiltum ölsölustofum, og stjómar vínsölubúðum. Ef þér viljið fá ölið sent heim, þá kallið upp 24 841 Brewery Hours, 7 a.m. to 6 p.m. Macpherson Brewing Limited WINNIPEG. I ■■■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.