Lögberg - 27.09.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1928.
Bb. T.
!
Hvítir menn
gegn lituðum
(Grein þessi er eftir franska
þingmanninn Albert Sarrut og
fjallar um afstöðu hvíta kystofns-
ins til lituðu pjóðflokkanna.)
Með þessari öld hefst Kyrra-
hafstímahilið, er svo mætti kalla.
Á tuttugustu öldinni hlýtur Kyrra
hafsþjóðunum að lenda saman við
hvíta menn fyrir alvöru og þunga-
miðja heimsstjórnmálanna er þeg-
ar farin að færast til. En það er
erfitt að gera sér fulla grein fyrir
Kyrrahafsmálinu — til þess er
það of yfirgripsmikið og marg-
þætt.
Mannfjöldinn í veröldinni er á
að giska 1750 miljónir. Af þessum
fjölda eru um 550 miljónir hvítir.
og af þeim lifa 450 miljónir í Ev-
rópu. Lituðu þjóðflokkarnir eru
meira en tvöfalt mannfleiri en sá
hvíti. Af lituðu þjóðunum eru 550
miljónir manná gulir, 450 miljónii
brúnir og 150 miljónir svartir og
rauðskinnar. Meira en tveir
þriðju hlutar mannkynsins eru því
“mislitir” og lifa mestpart bein-
línis og óbeinlínis • undir valdi,
hvlítra manna og undir áhrifum
þeirrar menningar, sem borist
hefir til þeirra frá hvítum þjóð-
um eftir að samgöngur fóru að
aukast. Og nú eru þeir “mis-
litu” farnir að vakna af dvala.
Fyrst og fremst í Asíu — heims-
álfu hinna gulu og brúnu, Asíu
Hindúanna, Múhameðstrúend-
anna, Malayanna, Kíverjanna og
Japananna. í þessari geypistóru
mannkynskví 'lifa meir en þúsund
miljónir manna. Og hér verður
fyrst og fremst skorið úr því,
hvort hvítir skulu ráða yfir “mis-
litum” framvegis. !Það er þessi
spuring, sem öllum öðrum er
meiri nú á tímum, — spurningin
um það, hvort forustan í heimin-
um eigi að færast um set til
Kyrrahafsins og þeirra þjóða, sem
þar byggja. Og framtíð alls mann-
kynsins er undir því komin, hvern-
ig svarið verður.
Álit Evrópu út á við varð fyrir
slæmu skakkafalli þegar Japanar
svínbeygðu Rússa í ófriðnum
skömmu eftir aldamótin, en þó
varð enn verri sú úteriðin, sem
Evrópa fékk í ófriðnum mikla.
Heimsstyrjöldin klauf einingu
Evrópu í herðar niður: hvítir
menn skiftust í tvo fjandsamlega
flokka, og hvor þeirra um sig
hafði að einka markmiði að ríða
hinn á slig. Fram að þeim tíma
hafði Evrópa þózt vera boðberi og
frömuður nýrrar og æðri sið-
menningar. En nú urðu Asín-
þjóðirar vottar að því, að þessir
varðveitendur ihins heilaga elds
bárust á banaspjótum og sóru
hverir öðrum eilíft hatur — í
nafni siðmenningarinnar.
Og fleiri bættust við. “Mis-
liitu” þjóðirnar voru framan af
að eins áhorfendur að hildarleikn-
um. En smám saman soguðust
þeir nær hringiðunni og að lokum
tengdust þeir alþjóðafjölskyldunni
hvítu. Þeir “mislitu” fengu lof-
orð, sem gáfu þeim vonir um, að
geta hrist af sér ok “siðmenning-
arþjóðanna”. Og þeir fóru að
krefjast frelsis og réttinda.
Enn er ótalinn boðskapur Wil-
sons um rétt allra þjóða til þess
að ráða sjálfar málum sínum.
Þessi gleðiboðskapur bergmálaði
heimsendanna á milli, frá Mið-
jarðarhafi til Kyrrahafs, frá Ka-
iro til Peking. Hann kvað við um
alla Asáu og varð alstaðar hyrn-
ingarsteinn vaxandi þjóðernis-
kendar Og svo bættist lituðu
þjóðunum nýtt frjóefni. Það var
bolsjevisminn, sem með öflugum
undirróðri var dreift alla leið milli
Tyrklands og Japan, og þeir sem
undirróðrinum stýrðu, kunnu vel
að nota sér mistök Evrópuþjóð-
anna frá fornu fari.
í Asíu var bolsjevisminn fyrst
og fremst fluttur sem þjóðernis-
stefna, hann var viðreisnar boð-
skapur til undirokaðra þjóða og
hvatning til þeirra um að hrista
af sér erlenda kúgunarhlekki. Bol-
sjevisminn i Asíu lagði mjög litla
áherzlu á afnám eignarréttarins
og eyðilegging stóreignamann-
anna.
í viðskiftum sínum við austur-
landaþjóðirnar hafa Evrópumenn
skapað sér skæða og sterka keppi-
nauta. En þeir hafa gert meira,
og af því stafar mesta hættan.
Þeir hafa neytt Japana til þess að
hefjast handa um framfarir. þeir
hafa kent þeim vestræn vísindi og
eigi hvað sízt hafa þeir kent þeim
efling mannlegrar heilbrigði. Af-
leiðing þessa er meðal annars sú,
að 'barnadauði í Japan hefir mink-
að úr 50 niður 'í 20 af þúsundi. Og
við það hefir mannfjölgunin auk-
ist svo, að árlega fæðast um
800,000 fleiri en deyja í Japan. Það
er þessi afar mikla mannfjölgun,
sem kalla mættí “gulu hættuna”
og það eru Evrópumenn sjálfir,
sem eiga upptökin að henni.
En að því er Japan snertir.'er
annað mál komið á döfina, sem
Frá góðu bakaríi
LONG
POTATO
LOAF
Pantið frá matsalanum sem
þér skiftið við eða frá Speirs
Parnell ökumanninum sem
fer um hjá yður.
Búið til hjá
Speirs Parnell
Daliijtg Co.Ltd.
Elzta Eimskipa-samband Canada.
Skriftð til:
THE CUNARD LINE
270 MAIN STREET,
WINNIPEG, MAN.
1840—1928
Cunard ©imskipafélagið býður fyrirtaks fðlks-
flutninga sambönd við Noreg, Danmörk,
Finnland og ísland bæði til og frá canadlsk-
um höfnum, (Quebec I sumar).
Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný-
lendu- og innflutningsmála skrifstofu í Win-
nipeg og getur nú útvegað bændum skandi-
navlskt vinnufðlk, bæði konur og karla.
Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs
félags, er veita mun allar upplýsingar 6-
keypis.
pað er sérstaklega hentugt fyrir fðlk, sem
heimsækja vill skandinavlsku löndin, að ferð-
ast með Cunard skipunum.
Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun-
ard félagið býður, er það að veita gestum
tækifæri á að svipast um I London, heimsins
stærstu borg.
eða til
10,053 Jasper
Ave.
EDMONTON
eða
209 Eight Ave.
CALGARY
eða
100 Pinder
Block
ekki er ómerkara en mannfjölg-
unarmálið. Það er jafnrétti “mis-
litra” þjóða við hvíta menn. Jap-
anar voru samherjar bandamanna
í ófriðnum mikla og þeir notuðu
sér þetta til þess að krefjast jafn-
réttis. Og allar þjóðirnar, sem
voru í bandalagi við þá, hafa
orðið við þessari kröfu — nema
Frakkar. Mannfjölgunarmálið og
jafnfréttismálið eru þau tvö mál,
sem mestu ráða um framkomu
Japana út á við. Samningurinn
milli Breta og Japana, sem rann
út fyrir nokkrum árum, var ekki
endurnýjaður, og Japan er því
engum skilmálum háð við nokkurt
stórveldi. Því er frjálst að gang-
ast fyrir nýju bandalagi við hvaða
þjóð sem er — meðal annars get-
ur það beitt sér fyrir ríkjasam-
bandi Asíuþjóðanna og snúist
öndvert gegn Evrópu
En yrði þetta samband ekki til
þess, að skerast mundi í odda
milli “mislitra” og hvítra — í
Kyrrahafinu?—Evrópumenn virð-
ast ekki vera neitt smeykir við
það, því lítið er um þetta t^lað.
En ástæðan til þess, að málið ligg-
ur í þagnargildi, er sennilega sú,
að Evrópumenn eru margir hverj-
ir enn þá á þeirri skoðun, að alt
sem varði framtíð heimsins, hljóti
að gerast í Evrópu. Eg get ekki
neitað því, að mér hrýs hugur við
hve lítinn skilning fólk hefir á
því, hve mikil hætta er á ferðum,
ef Japanar beita sér fyrir banda-
Iagsstofnun meðal Asíuþjóða —
gegn hvítu kynslóðinni í Evrópu
og Ameríku
Enginn virðist vilja festa trún-
að á, að slíkt stríð milli hvítra
mantta og “mislitra” muni verða
mesta styrjöld mannkynssögunn-
ar, ekki sízt ef Japan hefði for-
Fornminjarannsóknir
að Bergþórhvoli.
Matthías, Þórðarson þjóðminja-
vörður vinnur að rannsóknunum
þar til mánaðamótanna ágúst og
september. — Viðbúið þykir, að
ipikið verði þá eftir órannsakað.
Sjaldan eða aldrei hefir íslenzka
þjóðin fylgt fornminjarannsóknum
með eins miklu athygli eins og
rannsóknum þeim, er byrjað var
í á fyrra sumar að Bergþórshvoli
Mun það einróma álit allra
manna, að fyrst á annað borð var
ráðist í að hreyfa við ibæjarrúst-
unum þar, megi ekkert til spara
til þess að rannsóknir þessar verði
sem ítarlegastar og fullkomnast-
ar að verða má.
Þegar byrjað var á greftrinum
mun fæstum hafa dottið í hug,
sem ókunnugir eru slíkum rann-
sóknum, hve mikið verk lægi hér
fyrir hendi. Er grafið var fyrir
grunni hins nýja steinhúss þarna
í hitteðfyrra, var komið niður á
brunaleifar.
Flestir settu þessar brunaleifar
í samband við Njálsbrennu, eða
hugsuðu sem svo, að þarna gæti
verið um að ræða minjar frá þeim
atburði. Sigurður fornfræðing-
ur gróf og á sínum tíma á tveim
stöðum niður í bæjarstæðið. Hann
rakst á brunaleifar. Hann setti
þær óhikað í samband við Njáls-
brennu, og hafa munir þeir er
hann fann síðan verið á þjóð-
minjasafninu, sem minjar frá
brennunni.
En þetta hefir reynst á annan
veg. Hvorki brunaleifarnar, sem
fundust í húsagrunninum í hitt-
eðfyrra né það, sem Sigurður fann
munu eiga rót sína að rekja til
ystuna Og fáir vilja skilja, að; Njálsbæjarins. En ibrunaleifarn-
Kyrrahafsdeila varði aðra en þá, | ar> S6m fundust í hitteðfyrra eru
sem að Kyrrahafinu búa, en ekki í að því leyti merkii€gar, að fund-
allan heiminn. ! ur þeirra varð til þess, að hafist
Evrópumenn mega ekki halda, var kan(ja við rannsóknir þessar.
að öflugur hvítur her geti komið Matthías hefir sem kunnugt er
Japönum á kné á svipstundu. Jap- gamla bæjarstæðið fyrir, og
an hefir búið sig af kappi undir
þetta stríð í meira en fimtíu ár, og
það hefir komið upp öflugum her-
vörnum við þau þrjú höf, sem það
ræður yfir — Okotshafi, Japans-
hafi og Gulahafi. «
Einasta hernaðaraðferð scm að
duga mundi gegn Japönum, er
hafnbannsstríð. Japanar -verða
að flytja inn kynstrin öll af full-
efnum og vistum til þess að full
nægja þörfum sínum. Ef hægt
væri að banna samgöngur milli
Japans og meginlandsins — fyrst
og fremst við Kíra og Rússland —
mundi ófriðurinn ekki standa
lengi En ef hernaðarsamband
yrði milli Japana, Kína og Rússa,
breytist afstaðan mikið. Svo mik-
ið, aft Japanar mundu ekki verða
hissa á að berjast við Breta
sjálfa.
En hvað er sennilegra, en að
Kínverjar og RúSsar yrðu banda-
menn Japana, ef til ófriðar drægi
um yfirráðin yfir Kyrrahafinu?
— Yörður.
grafið niður í hólinn, þar sem
bærinn var. Þar hefir hann fund-
ið urmul af rústum og tóftum eft-
ir hús, hverja ofan í annari. En
sökum þess, að grjót hefir ekkert
verið notað þarna í veggi, er helzt
hægt að átta sig á húsaskipunum
þessum með því að kanna gólfskán
irnar. Grjót er ekki í jörðu ná-
lægt Bergþórshvoli, frekar en
annars staðar í Landeyjum. Einu
steinarnir, sem finast úr hinum
fornu byggingum, eru steinflísar
litlar og þunnar, er notaðar hafa
verið annað hvort undir stoðir
ellegar undir sperrur og rafta
og hafa verið reft á veggina.
En þó gröfin sé nú orðin 3—4
metra djúp niður í hólinn, er ekki
enn komið niður fyrir bæjarrúst-
irnar. Og enn hafa eigi fundist
samfeldar brunaleifar um alt
svæðið.
Þó er hvergi nærri loku fyrir
það skotið enn, að Njálsbærinn
hafi þarna verið, og leifar hans,
brunaleifarnar, finnist neðan við
núverandi grafargólf. En skamt
er eftir að grafa niður á óhreifða
jörð, svo þetta kemur á daginn nú
innan skamms.
Greinilegar leifar eftir húsbruna
fann Matthías sem kunnugt er í
fyrrahaust, í norðausturjaðri
gryfjunnar. Það hefir verið
kornskemma, sem þar hefir
brunnið. Lauk hann við ranrisókn
,y
á þeirri rúst í sumar. Þar var
mikið af hálfbrunnum röftum, og
byngur af byggöxum og bygg-
hálmi, sýnilegar menjar innlendr-
ar akuryrkju.
Rúst þessi er svo neðarlega í
hólnum, að hún getur verið í sam-
bandi við torunarúst, er kynni að
vera neðan við núverandi gryfju-
gólf, og má vera, að þarna séu
fundnar fyrstu minjar Njá!3-
brennu.
En brunaleifarnar, sem fund-
ust í hitteðfyrra voru langt um
hærra í hólnum, en rústir þær sem
)»
Matthías er nú að rannsaka — og
því mörgum öldum yngri.
Matthías hefir einnig orðið var
við gryfjur þær,‘er Sigurður forn-
fræðingur gróf, og hefir helzt
komist að þeirri niðurstöðu, að
hvorug þeirra hafi verið það djúp,
að hann hafi náð niður í neðstu
byggingaleifar, og séu fundir hans
því ranglega settir í samband við
Njálsbrennu.
Þó svo fari, að leifar af Njáls-
brennu finnist i gröf þeirri, sem
þegar hefir verið tekin, *bá toúast
við því, að bærinn hafi verið
stærri um sig en gröfin er, og
verði því að grafa upp stærra
svæði hólsins. En þetta kemur
fyrst til athugunar, þegar full-
rannsakað er svæði það, sem tek-
ið hefir verið fyrir nú.
Gröft þenna og rannsóknir á
Bergþórshvoli hefir Matthías
Þórðarson int af hendi með
stakri kostgæfni. Hann gerir ná-
kvæma uppdrætti af svæðinu, sem
grafið er, hvern eftir annan, eftir
því sem gröfin dýpkar, svo hægt
er að lesa af uppdráttunum inn
byrðis afstöðu allra minja, sem
þarna hafa fundist, húsatóftirnar,
sem þarna hafa verið í mörgum
lögum. Jafnframt er tilgreind
lega hvers . smáhlutar, er hann
hefir hirt úr greftrinum. En alls
mun hann hafa tekið til gtymslu
um 800 hluti.
Að sjálfsögðu skýrir hann síð-
ar meir nákvæmlega frá rann-
sóknum sínum. — Mgbl.
Gott er
"teedina AC
V SINCE1882
Áfengisreglugerðin, sem mikið
hefir verið rætt um upp á síðkast-
ið, er nú nýkomin út, með undir-
skrift dómsmálaráðherrans sjálfs.
1. greinin hljóðar svo: Áfengis
verzlun ríkisins hefir aðsetur sitt
í Reykjavík og útibú í Reykjavík,
Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Ak-
ureyri, Siglufirði, Seyðisfirði og
ísafirði.” — Eins og kunnugt er,
réðst Jónas Jónsson á fyrverandi
stjórnir fyrir að hafa útsölustaði
Spánarvína í öllum kaupstöðun-
um. Kemur grein þessi því nokk-
uð einkennilega fyrir sjónir í sam-
bandi við fyrri staðhæfingar
mannsins. En enginn skyldi þó
kippa sér upp við það. “Við erum
orðnir slíku vanir,” sagði karlinn.
Fry’s
Börn fá rjóðar kinnar og
verða hraustleg, ef þér
gefið þeim þetta bragð-
góða Cocoa daglega. —
Hefir öll þau efni er lík-
ami barnsins þarf til að
taka heilbrigðum þorska.
Verið viss um
það sé Fry’s
200 ára
Yfirburðir
1728—1928
Elzta Cocoa
og, Chocolate
félag í heimi
að
Fullyrt er, að það muni vera
svo sem tíundi hver maður af
brezku kaupamönnunum, sem ekki
hafa reynst hæfir til að vinna við
uppskeru vinnuna hér í landi, eða
þá ekki viljað leggja það á sig.
Hafa þeir nú horfið heim til sín,
óánægðir og tómhentir og láia
vafalaust hið versta af ferðinni,
þegar heim kemur. En þetta eru
að eins fáir af öllum þeim, sem
vestur komu. Langflestir þeirra,
eða um 99 af hundr,, eru að vinna
hjá bændum víðsvegar í Vestur-
Canada og mönnum kemur nokk-
urn veginn samah um, að þeir
reynist sæmilega.
Kornrœkt í Fljótsblið
Klemens Kristjánssyni gengur
prýðilega byggræktin.
“Fögur er hlíðin — bleikir akr-
ar en slegin tún”. Þessi orð kann-
ast allir íslendingar við. En nú
er langt um liðið, síðan bleikir
kornakrar blöstu við þeim, er fóru
um Gunnarshólma og varð litið
upp til Fljótshlíðar. Og það munu
eigi hafa verið gerðar ítarlegar
tilraunir til kornræktar í Fljóts-
hlið, frá því að Vísi-Gísli sat á
Hlíðarenda, og þnagað til Klem-
ens Kristjánsson tók sér fyrir
hendur í fyrra, að koma upp korn-
ræktunartilraunum í gróðrarstöð
Búnaðarfélags íslands að Mið-
Sámsstöðum.
Þegar menn fara um Fljótshlíð-
arveginn um þessar mundir, blas-
ir við akur Klemensar. Hann hef-
ir sáð korni, byggi og höfrum í
7 dagsláttur af nýbrotnu landi.
Er bygg í sex dagsláttum, en hafr-
ar í einni. Leggur hann, sem
eðlilegt er, aðal ástundun á bygg-
ið, því sú ein korntegund mun eiga
hér mikla og varanlega framtíð.
Hafrarnir verða og hin ágætasta
nytja-jurt í framtíðar-jarðrækt-
inni. En þeir verða aðallega not-
aðir til heyja, þótt þeir þroskist
til fullnustu í hlýjum sumrum.
Tilraunir þær, er Klemens ger-
ir með byggrækt, miða aðallega
að því tvennu, að athuga hver á-
hrif það hefir á þroska byggsins
hvenær því er sáð að vorinu, og
hver áburðarþörf þess er.
Notar hann hér um bil eingöngu
tilbúinn áburð í tilarunaakur
sinn.
Sáðtíma-tilraun hans með bygg
er framhald af tilraunum þeim,
er hann gerði hér í nokkur ár í
Aldamótagarðinum. Hefir hann
öll árin sáð bygginu í fernu lagi,
þ. 21. apríl, þ. 1., 10. og 20. maí.
Hefir honum reynst það bezt, að
sá því sem fyrst. En í sumar
þroskast jafnvel það bygg, sem
sáð var til seinast. Og í áburðar-
tilraunareitunum þroskast bygg
hans jafn vel í þeim reitum, sem
engan áburð hafa fengið, þó upp-
skeran þar verði vitanelga mjög
rýr.
Fjögur afbrigði hefir hann af
byggi, og er Dönnes-bygg enn
sem fyr það afbrigði hans, sem
nær fljótustum þroska. Hann hef-
ir þarna bygg af stofni þeim, er
hann hefir ræktað ár eftir ár í
sex ár, og alt af fengið útsæði af
eigin akri til næsta árs. Þetta er
Dönnes-bygg að uppruna, en virð-
ist nú þroskalegra ásýndum en
Dönnes-bygg það, er sprottið hef-
ir af útsæði, sem aðfengið er í ár.
Af höfrunum eru niðarhafrar
efnilegastir að sjá. Alls hefir
hann níu hafra-afbrigði.
Gerir Klemens sér vonir um að
fá um 20—30 tunnur af korni í
sumar.
Klemens hefir nýlega ferðast
um Svíþjóð og Noreg, og heimsótt
18 tilraunastöðvar. Telur hann
sig nú mun öruggari en áður í
hinu þýðingarmikla starfi, er hann
hefir valið sér. Dugnaður hans
og áhugi er annálsverður, og er
vonandi, aði Búnaðarfélag fslands
sjái um, að hann geti notið sín sem
bezt í framtíðinni.
Grasfrærækt hans á Mið-Sám-
stöðum er jafn merkileg og jafn-
vel þýðingarmeiri fyrir landbún-
ar vorn, en kornræktin. Frá
henni verður sagt hér síðar. —
Mgbl.
Hefir þú húðsjúkdcm
GEFÐU strax nákvæmar gætur
að því, ef húðin er ekki heil-
brigð. Fáir þú einhverjar skrám-
ur á hörundið, hve litlar sem eru,
þá notaðu Zam-Buk. Það græðir
alt þess konar.
Þar sem húðin er orðin verulega
veil af eczema eða öðrum vondum
húðkvillum, þá er Zam-Buk eina
eina meðalið, sem kemst reglulega
fyrir ræturnar á slíkum kvillum.
Það Iæknar þá að fullu og húðm
verður hrein og heilbrigð.
Hve Zfim-Buk eri áreiðanlegt
græðslumeðal og vegna þess hve
fljótt og vel það læknar, þá eru nú
meir en miljón heimili, sem ávalt
hafa það víð hendina.
Fáðu öskju af þessu ágæta með-
ali í dag og hafðu það ávalt við
hendina.
Mrs. W. Campbell, í Bonny Riv-
erStation, N.B. segir: “Dóttir min
hafði veikt hörund á andliti og
handleggjum og fékk síðar reglu-
leg sár á bessa líkamshluta. - Við
reyndum alt, sem okkur datt i hug
til að lækna þetta, en ekkert dugði
fyr en við fengum Zam-Buk. Þetta
meðal hefir læknað dóttur mína
undursamlega fljótt og vel.
ramM
Fáðu öskju af Zam-Buk frá lyf-
salanum í dag! Að eins ein stærð:
50c., 3 fyrir $1.25. Zam-Buk Me-
dicinal Soaps, 25c. stykið.
Nýtt Líf og Fjör
Fyrir Veiklaða Líkami.
Miljónir karla, og kvenna á öll-
um aldri, hafa á síðastliðnum 35
árum komist að raun um, að Nuga-
Tone hefir { sér undra mátt, sem
gefið hefir þeim betri heilsu, og
meira þrek og nýjan áhuga. Ekk-
ert getur jafnast á við það í því
að hreinsa blóðið, gera taugarn-
ar stetjcar og styrkja öll aðal líf-
færin.
Ef heilsa þín er biluð og þú ert
að missa krafta og leggja af og
þú ert að tapa dugnaði* þínum og
áhuga, eða þú þjáist af langvar-
andi laslasleika, svo sem höfuð-
verk, svima, blöðrusjúkdómum eða
nýrnaveiki, og ef þú getúr ekki
notið svefns á nóttunni, þá reyndu
hvað Nuga-Tone getur fyrir þig
gert. Það verður að hjálpa þér
og bæta heilsu þína á allan hátt,
eða borguninni verður skilað aft-
ur. Vertu viss um að fá hið eina
ekta Nuga-Tone, því ekkert annað
getur við það jafnast.
Qijality
Jíafies ii
WÖRTH MORE
Póstarnir vilja fá laun sín
hækkuð úr $1,500 upp í $2,000, eða
um $600 á ári. Hér er átt við
hæstu laun. Þeir fara einnig
fram á að vinna bara fimm daga
í viku og sjö klukkutíma á dag.
Buy Cream o/-Malt
To-Day
IPLAtN OH HOP FLAVORED
Z'Ailb.
TIN
AT YOUR
DEALERS
$1.75
í CREÁM of MÁLT Cmtt.J ]
44-46' PEARL SX, TORONTO, CANAOA
HAFIÐ ÞJER VINI í GAMLA LANDINU
SEM VILJA K0MA TIL CANADA?
FARBRÉF
TIL og FRÁ
TIL
ALLRA STAÐA
I HEIMI
Ef svo er, og bér viljið hjálpa þeim til að komast til
’ essa lands, þá finnið oss. Vér gerum allar nauðsyn-
egar ráðstafanir.
r,
ALLOWAY& CHAMPION, Rail Agents
CMBOÐSMENN FYRIR ALLAR EIMSKIPALINUR
667 Main Street, Winnipeg. Sími 26 861
eða hver annar Canadian National Railway umboðsm.
FARÞEGJUM MŒTT VIÐ HAFNARSTAÐINN 0G LEIÐBEINT TIL ÁFANGASTAÐAR
CANAOIAN NATIONAL RAILWAYS