Lögberg - 01.11.1928, Blaðsíða 1
iib
41. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1928
NÚMER 43
Canada.
Það sýnist vera öllum ljóst, að
nauðsyn beri til að byggja nýjan
háskóla fyrir Manitobafylki, því
þær byggingar, sem nú eru notað-
ar séu alt of ófullkomnar og geti
með engu móti dugað mikið leng-
ur. Hefir mikið verið um það
talað, hvar hinn nýi háskóli ætti
að vera, þegar hann yrði bygður
og hafa komið fram ýmsar tillög-
ur því viðvíkjandi, helzt þær, að
byggja hann utanborgar, en þó vit-
anlega í grend við Winnipeg. Nú
virðist það aftur vera efst á
baugi, að byggja skólann þar sem
þær byggingar erul, sem nú eru
notaðar. Mun þó þurfa að kaupa
eitthvað af landi til viðbótar við
það, sem skólinn hefir. Enn er
þetta þó alt í lausu lofti, og alveg
óvíst hvar skólinn lendir, þegar
hann verður bygður, nær sem það
kann að verða.
* * *
Mr. H. P. Albert Hermannsson
hefir verið skipaður konsúll Svía
í Winnipeg. Hann er umboðsmað-
ur Swedish-American eimskipa-
félagsins. Var fylkisþingmaður í
Saskatchewan tvö kjörtímabil. —
Hann er og vara-konsúll Finna og
verður það framvegis.
* * *
Dan McLean borgarstjóri í
Winnipeg ætlar að sækja um borg-
arstjóraembættið í Winnipeg í
annað sinn við bæjarstjórnar-
kosningarnar sem fram fara hinn
23. þ.m. Verkamanna flokkurinn
hefir afráðið, að útnefna ekki
borgarsstjói'aefni í þetta sinn og
eru því allar líkur til, að McLean
verði kosinn gagnsóknarlaust.
um peningana, en greip jafnframt
skammbyssu sína og ætlaði að
skjóta á hann, en hún var í ein-
hverju ólagi og skotið gekk ekki
úr henni. Ræninginn fór sína
leið og hefir hans ekki orðið vart
siðan.
* * *
Það eru nú 46,130 talsímar í
Winnipeg og hafa fjölgað um 2,500
á síðasta ári, eða frá 30. ept. 1927
til 30. sept. 1928. í öllu Manitoba
fylki eru 76,070 símar. Yfir sep-
tembermánuð var tekju afgangur-
inn 826,703. Simakerfi Manitoba-
fylkis hefir á þessu ári varið
einni miljón dala til að auka og
umbæta kerfið og er þvi mikla
verki hér um bil lokið.
við hatrinu milli einstakra manna
og milli þjóða. Það kviknaði
vanalega af tortrygni og því að
mennirnir grunuðu hver annan
um undirferli og illar hvatir, en
endaði með hörmungum stríðsins.
Þykir ræða þessi ein með þeim
merkilegustu ræðum, sem Mr.
Baldwin hefir nokkurn tíma flutt
og hefir hann þar áreiðanlega
margt viturlegt sagt.
Úr bænum.
Mrs. S. Holm frá Framnes $.0.,
dan., var skorin upp á Almenna
iúkrahúsinu hér í borginni á
j nánudaginn í vikunni sem leið, af
Dr. B. J. Brandson Uppskurðurinn
| íepnaðist ágætlega. Mr. Holm
j var staddur í borginni um sömu
mundir.
Fullyrt er nú að Hudsons Bay
járnbrautin verði verði fullgerð
næsta haust og járnbrautarteinar
þá lagðir alla leið til Churchill’.
Nokkur hluti hafnarinnar er búist
við að verði fullgerður ári seinna,
svo skip geti þá flutt vörur þang-
að og þaðan. Nálega 3,000 manns
eru nú við vinnu þar norður frá.
* * *
Hon. MacKenzie King, forsætis-
ráðherra, kom heim til Canada á
laugardaginn, eftir meir en
tveggja mánaða dvöl í Evrópu.
Blaðamenn, sem hittu hann í Que-
bec, segja að hann hafi verið hinn
glaðasti og látið hið bezta af ferð-
inni. Með gama skipinu kom Hon.
C. A. Dunning frá Englandi og
fleiri stjórnmálamenn.
Stjórn Manitoba-fylkis hefir á-
kveðið að setja á stofn rannsókn-
arstofu í sambandi við búnaðar-
skóla fylkisins, til að rannsaka
gæði byggs, sem ræktað er í
Manitoba. Hefir mjög mikið ver-
ið ræktað af þyggi í fylkinu á síð-
ari árum, og er mjög áríðandi, að
þekkja út í æsar gæði þess og
gildi, og þar sem bygg er nú orðið
mikil markaðsvara, sem bændurnT
ir í Manitoba hafa mikið af til
að selja, þá ríður afar mikið á,
að bændurnir viti um gæði þess
og gildi. Það er haldið að bygg-
sem ræktað er í Manitoba, sé
sérlega gott, einkum það sem
ræktað er í Rauðárdalnum, og ef
gæði þess, eins og þau í raun og
veru eru, yrðu kunn út um heim-
inn, þá mundi markaður fyrir það
stórkostlega aukist. Einnig mun
rannsóknarstofa þessi verða fær
um að gefa margar mikilsverðar
upplýsingar viðvíkjandi ræktun
byggs.
* * *
Af þeim 8,500 námamönnum frá
Bretlandi , sem til Canada komu í
sumar og haust, til að vinna við
uppskeruna, hafa 3,500 nú aftur
horfið heim og fóru all-margir
þeirra án þess að vinna svo sem
nokkuð að uppskerunni. Það er
sagt að þeir, sem eftir eru, muni
flestir eða allir geta fengið vetr-
arvinnu hér í landi og líklega fari
ekki heim aftur. Sú vinna, sem
þeir geta aðallega fengið, er
bændavinna, járnbrautarvinna og
skógarhögg. Hafa ýmsir þessara
manna farið til Austur^Canada, en
aðrir vestur á Kyrrahafsströnd,
svo þeir eru ekki lengur allir í
Sléttufylkjunum, þó þeir kæmu
þangað í fyrstunni.
* * *
Bankarán var framið í Winni-
peg á föstudaginn í vikunni sem
leið. Það var ekki stórkostlegt,
en dálitið einkennilegt. Skömmu
eftir hádegi gekk maður inn í
Royal bankans á Portage Ave. og
Carlton St., og fékk gjaldkeránum
blað, sem rituð var á skipun um
að afhenda þegar fimm þúsund
dali. Sýndi maður þessi gjald-
keranum jafnframt skammbyssu,
sem hann hafði meðferðis. Banka-
maðurinn, ungur maður, J. J.
Resch að nafni, fékk ræningjan-
Bandaríkin.
Á þriðjudaginn, hinn 6. þ.m., er
kosningadagurinn í Bandaríkjun-
um, og þá verður útgert um það
meðal annars, hvor þeirra Hoover
'eða Smith á að verða forseti hins
mikla lýðveldis næstu fjögur ár-
in. Þeir sem rétt hafa til að taka
þátt í'forsetakosningunum nú, eru
miklu fleiri heldur en nokkru
sinni fyr, eða hér um bil fjörutíu
og þrjár miljónir, nálega fjórtán
miljónum fléiri en árið 1914. Und-
anfarin reynsla hefir sýnt, að það
eru ekki allir, sem nota rétt sinn,
og má sjálfsagt gera ráð fyrir, að
þeir geri það heldur ekki í þetta
sinn. Búist er við að þeir sem at-
kvæði greiða við þessar forseta-
kosningar, muni verða um þrjátíu
og fimm miljónir, en fyrir fjórtán
árum urðu atkvæðin alls um
29,091,417.
Bretland.
Baldwin forsætisráðherra hélt
mikla rséðu og merkilega í vikunni
sem leið, sem tíu þúsundir manna
hlustuðu á með mesta athygli og
sem síðar hefir borist út um allan
heim. Tilefni ræðunnar var tíu
ára afmæli Þjóðbandalagsins og
efni ræðunnar var alheims frið-
armál.
Hann var ekki að eins að tala
við sína eigin þjóð, heldur við all-
an heiminn, en þó sérstaklega við
Bandarikjamenn. Vildi hann eyða
þeim grun, sem hann áleit að ætti
sér stað þar og víðar, að Bretar
vildu efla sinn herflota, svo að
hann yrði áreiðanlega langt um
sterkari heldur en herfloti Banda-
ríkjamanna eða nokkurrar annar-
ar þjóðar, og hann vildi umfram
alt eyða þeim grun, að Bretar
byggju yfir nokkrum þeim laun-
ráðum, sem á nokkurn hátt mættu
draga til ófriðar.
“Vér höfum alls ekki þann á-
setning,” sagði han, “að hlaupa í
kapp við Bandaríkjamenn um að
byggja herskip. Vér höfðum fast-
ráðið að fara mjög varlega í þeim
efnum, löngu áður en oss var boð-
ið að undirskrifa Kellogg friðar-
sáttmálann. Vér höfum algerlega
snúið baki við stríðum, þessu böli,
sem átt hefir sér stað, síðan sögur
hófust.”
Hann minti á, hvernig hugir
manna hefðu ákaflega afvega-
leiðst, þegar stríðið mikla stóð
yfir. Hann varaði mjög sterklega
Dómarakosningarnar
í Norður Dakota.
1 kesningum þeim, sema fara
fram í Norður Dakota næsta
þriðjudag, verða ikosnir þrír hér-
aðsdómarar (district court judg-
jes) í því kjördæmi, sem flestir ís-
! lendingar eru búsettir í (Second
!Judicial District). Þeir, sem nú
|skipa þau embætti, eru W. J. Knee-
shaw, C. W. Buttz og G. Grímson.
íslenzikir kjósendur ættu ekki að
láta það breigðast, að veita þess-
um þremur mönnum fylgi sitt og
atkvæði. Reynslan er búin að
sýna það og sanna, að þeir eru
stöðunni vaxnir, og þeir eiga það
allir skilið, að verða endurkosnir.
iKneeshaw dómara kannast allir
jíslendingar í kjördæminu Við sem
mikilhæfan og réttsýnan dómara,
og sem einn allra einlægasta vin
af annara þjóða mönnum, sem ís-
lendingar eiga. Um samlanda
vorn, Grímsdn dómara, þarf ekki
að fjölyrða. Hann hefir verið
sjálfum sér og íslendingum til
stórsóma þennan stutta tíma, sem
hann hefir skipað dómarastöðuna,
o,g íslenzkum kjósendum ætti því
að vera það ánægjuefni, að geta
stutt hann í þessum kosningum.
Buttz dómari hefir einnig reynst
vel og verðskuldar endurkosningu.
Hæstarétt ríkisins skipa fimm
dómarar. Þrír þeirra verða ikosn-
ir nú. Þeir, sem nú skipa þau em-
bætti, sækja allir um endurkosn-
ingu. Þeir eru: W. L. Nuessle,
L. E. Birdsell og A. G. Burr. Eg
get eirtdregið mælt með þeim öll-
um. Þeir hafa allir reynst'þann-
ig í sinni stöðu, að þeír verðskulda
fylgi allra þeirra, sem ant láta sér
um, að vel ‘unnið starf sé viður-
kent og að hæfustu mennirnir
séu valdir í dómarastöður. Sér-
staklega vil eg skora á íslenzka
jósendur, að veita Nuessle dómara
fylgi sitt. Hann var héraðsréttar-
dómari í mörg ár áður en hann
varð hæstaréttardómari og hefir
reynst svo vel i báðum stöðunum,
að óhætt er að fullyrða, að ekki
verði breytt til batnaðar. Hann
stóð svo tæpt í kosningunum í
júní, að vel getur svo farið, að ís-
lenzk atkvæði ráði úrslitunum í
kosningunum 6. nóvember. Það
væri órétt gagnvart honum sjálf-
um og rikinu tap, ef hann næði
ekki endurkosningu. Það sama má
einnig segja um félaga hans, þá
Birdséll og Burr dómara.
Hjálmar A. Bergman.
Fimtíu ára afmæli.
Fimtíu ára afmælishátíö Fyrsta
lút. safnaðar hefst me8 hátíða-
guðsþjónustu í kirkjunni á sunnu-
daginn kemur kl. 11 f.h. Fer hún
fram á ensku og prédikar forseti
kirkjufélagsins, séra K. K. Olafs-
son. Kveðjur og hamingjuóskir
verða fram bornar frá öðrum söfn-
uðum og kirkjufélögum. Nokkr-
um mönnum hefir verið sérstak-
lega boðið að vera viðstöddum,
svo sem forsætisráðherra Manito-
bafylkis og borgarstjóranum í
Winnipeg. Mr. Paul Bardal syng-
ur sóló og söngur verður yfirleitt
sérstaklega mikjll og hátíðlegur.
Kveldguðsþjónustan, kl. 7 e. h.,
er fram á íslenzku og prédikar þá
varaforseti kirkjufélagsins, séra
Rúnólfur Marteinsson. Verða þá
einnig kveðjur og hamingjuóskir
fram bornar, meðal annars frá
hinni íslenzku kirkju. Þá verður
einnig afhjúpuð eirmynd, sem
gerð hefir verið^-af stofnanda
safnaðarins, Dr. Jóni Bjarnasyþjj
sem þá verður búið að koma fyrir
í kirkjunní, þar sem hún á að
vera.
Á mánudagskveldið verður sam-
sæti haldið í samkomusal kirkj-
unnar. Er sérstaklega til þess
ætlast, að það sæki eldra fólkið,
sem söfnuðinum tilheyrir. Aðal-
jræðumaðurinn við það tækifæri
i verður Mr. W. H. Paulson, fylkis-
iþingmaður frá Saskatchewan.
Hann talar á íslenzku, og alt ann-
að, sem fram fer, fer fram á ís-1
jenzku.
Á þriðjudagskveldið verður aft-
ui samsæti haldið á sama stað.
Þar fer alt fram á ensku. Aðal
ræðumaður það kveldið verður
Mr. H. A. Bergman, K.C.
Á miðvikudagskveldið verður
börnunum, innan fermingaraldurs,
haldið samsæti og þar talar Miss |
Jennie Johnson kenslukona.
Öll þesi samsæti byrja kl. 7 að
ikveldinu. Við guðsþjónusturnar
eru vitanlega allir velkomnir og
þótt samsætin séu að sjálfsögðu
aðallega fyrir safnaðarfólkið, þá
eru þó þeir, sem kirkjuna
sækja og telja þar sitt andlega
heimjli, hjartanlega velkomnir,
þó nöfn þeirra standi ekki á safn-
aðarskránni.
Á fimtudagskveldið, kl. 8.15,
verður samsöngur haldinn í kirkj-
unní, sem alveg sérstaklega vel
hefir verið til vandað. Verður
hans nánar getið í næsta blaði,
þvi það verður komið út fyi ir þann
tíma.
Mótínælafundurinn.
Fundur sá, er sjálfboðanefndin
kvaddi til, og haldinn var í St.
Paul kirkjunni síðastliðið þriðju-
dagskveld, var með allra fjöl-
mennustu fundum, sem nokkru
sinni hafa haldnir verið, meðal
íslendinga í Winnipeg. Dr. B. J.
Brandson stýrði fundinum, en
Einar P. Jónsson gegndi skrifara-
starfi. Lýsti forseti því yfir *í
byrjun, að eins og auglýsingin
bæri með sér, hefðu þeir einir ver-
ið boðaðir á fundinn, sem and-
stæðir væru stjórnarstyrksbeiðni
heimfararnefndar Þjóðræknisfé-
lagsins, í sambandi við Alþingis-
hátíðina á íslandi 1930. Lét for-
seti þess jafnframt getið, að mál
þetta væri nú orðið íslendingum
svo kunnugt, og hefði þegar ver
ið svo margrætt, að óþarft væri að
fara um það mörgum orðum, og
benti jafnframt á, að af ofan-
greindum ástæðum gætu kapp-
ræður undir engum kringumstæð-
um komið til greina. Tók hann
það einnig fram, að margt hefði
verið rætt og ritað í sambandi við
málið, sem því kæmi ekki við, og
væri ilt til þess að vita, að íslend-
ingum hefði ekki lærst það enn þá,
að geta deilt um mál, án þess að
blanda óviðkomandi málefnum inn
í. Deilumálið hefði risið út af
stjórnarstyrknum og engu öðru,
og þess vegna yrði ekki um annað
rætt á fundinum. Var ræðu for-
seta fagnað mjög af áheyrendum
Næst tók til máls Gunnlaugur
kaupmaður Jóhannsson. Fór hann
afar bitrum orðum um betlistefnu
heimfararnefndarinnar og krydd-
aði erindi sitt með viðeigandi
dæmisögum. Bar hann síðan fram
svo hljóðandi tillögu:
“Fundurinn lýsir því yfir, að
hann sé gersamlega mótfallinn
allri' stjórnarstyrks þágu í sam-
bandi við heimförina 1930.” —
Tillöguna studdi Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson, og flutti um leið afar-
snjalla og rökfasta ræðu, og benti
jafnframt á þá fáránlegu fjar-
stæðu heimfararnefndarinnar, að
styrkur, sem beðið væri um, gæti
orðið skoðaður sem heiðurs-við-
urkenning. Líkti hann nefndinni
við. betlara á íslandi, sem kallað-
ur var Eyjólfur tónari. Flæktist
hann um sveitir, hafði pilz að
hempu, tónaði fyrir presta og á-
skildi sér heiðurslaun í staðinn.
Og Eyjólfur varð landfrægur
maður. Um leið og Dr. Jóhannes-
son lauk máli sínu, stóð J. H.
Gíslason upp og gerði tillögu um
það, að gengið skyldi til atkvæða.
Tillöguna studdi Dr. B. H. Olson,
og var hún samþykt, og það þar
með sannað, að styrkþágumenn
voru í ákveðnum minni hluta
á fundinum. — Lá þá fyrir, að
bera upp aðal tillöguna Stóðu
þá upp nokkrir hinna óboðnu, svo
em Árni Eggertsson, Sigurður Vil-
hjálmsson, Sigfús Halldórs frá
Höfnum, Þorgils Þorgeirsson og
Hannes Pétursson. Létu þeir óðs-
lega mjög, töluðu allir í senn, og
ýmsir fleiri, er fastast fylgdu
leiðtogum sínum að málum. Leit
svo út, sem styrkþágumenn hefðu
á fundinn komið með þeim ásetn-
ingi, að beita stráksskap. Forset-'
fundarins gekk þess eigi dulinn
hvað á ferðinni var, og lýsti þv4
yfir fyrir hönd mótmælenda, að
þeir gerðu sig ánægða með þá at-
kvæðagreiðslu, sem fram hefði
farið, því hún leiddi það ótví-
rætt í ljós, að fundurinn teldi
mótmælin sjálfsögð, án frekari
málalenginga. Með því að nú
hafði afgreitt verið það eina mál,
ér fyrir fundinum lá, var fundi
f.litið, samkvæmt þar að lútandi
tillögu.
Þessi fundur var einstakur í
sinni röð, að því leyti, að þótt ekki
væru þangað boðaðir aðrir en mót-
mælendur styrksins> þá mættu
þar styrknefndarmenn og styðj-
endur þeirra. Voru slíkir gestir
á íslandi kallaðir boðflennur. —
Gengu þessir óboðnu gestir svo
langt, að þeir jafnvel tóku þátt i
atkvæðagreiðslunni.
Eftir fundarslit skálmaði einn
af þeim óboðnu, (Sigfús Halldórs
frá Höfnum, upp að altarinu og
lét mikillega. Heyrðist lítið af
því er hann sagði, annað en þetta:
“Dr. Brandson, bíddu, heyrðu nú
Dr. Brandson, vertu maður!”
Meðan á þessu stóð, töluðu þeir
þindarlaust hver í kapp við ann-
an, Árni Eggertsson og Sigurður
Vilhjálmsson, hamslausir af bræði.
Kendu margirá fundinum í brjósti
um þá, einikum þó þann fyrnefnda.
Hannes Pétursson stó.ð upp á stól,
og var auðsjáanlega mikið niðri
fyrir. Svo mikill ys var í kirkj-
unni uim þessar mundir, að eigi
var unt að heyra mál hans.
Prestur St. Pauls safnaðar, var
á fúndi i samkomusal kirkjunnar,
er hér var komið sögunni. Heyrði
hann hávaðann og kom til
þess að vita, hvað um væri að
vera. Árni Eggertsson krafðist
þess fyrir hönd þeirra óboðnu, að
þeim yrði heimiluð kirkjan um
um nokkra stund. En presturinn
tilikynti honum, að þeir yrðu taf-
arlaust að hafa sig á brott, slökti
því næst ljósin og lokaði kirkj-
unni.
Nicholas Jón Stefánsson.
Opið bréf
til Þjóðræknisfélagsins.
Eg hefi nýlega fengið bréf frá
einum af ættingjum Ingólfs Ing-
ólfssonar, sem mér finst, að is-
lenzkan almenning varði. Bréfið
hljóðar þannig:
“Mr. Hjálmar A. Bergman.
“Eg fékk bréf frá Ingólfi Ing-
ólfssyni núna nýlega, og hann
biður mig að finna þig og biðja |
þig að ná sér út úr tugthúsinu. |
Hann segir, að þú vitir veg til |
þess, ef þú viljir gera það, og hann j
segist, ef hann losni þaðan, sem j
hann er, þá ætli hann til íslands j
og koma aldrei hingað aftur.
“EJg þekki Ingólf ekkert. Einu
sinni séð hann. Samt mæli eg
með því, sem einn af frændfólki
hans, að beiðni hans verði upp-
fylt og lög leyfa.
“Eg ætlá að biðja þig að gera
svo vel og skrifa mér fljótlega um
þettai, hvað þú getir gert, og hvað
þú ætlar að gera, því eg þarf að
láta hann vita um þetta fljótlega,
og helzt ef þú vilt gjöra svo vel og
skrifa mér á íslenzku, því eg skil
íslenzku betur en ensku.
“Virðingarfylst,”
Eg hefi svarað bréfi þessu á þá
leið, að eg sé að vísa því til Þjóð-
ræknisfélagsins, sem Ingólfssjóð-
inn hefir með höndum. Það j^eri
eg og hér með.
Nafn bréfritarans álít eg ekki
rétt að birta, en nafn og heimilis-
fang hans skal eg að sjálfsogðu
láta forseta Þjóðræknisfélagsins í
té, ef hann óskar.
Hjálmar A. Bergman.
í merku blaði, sem heitir “The
Musical Observer” í New York,
kom nýlega grein um drenginn,
sem þið sjáið sitja þarna við hljóð-
færið.. Þessi mynd fylgdi grein-
inni.
Blaðið sagði frá því, að þegar
þessi piltur var sex ára, lék hann
svo vel á hljóðfæri, að hann var
fenginn til þess a'ð leika fyrir víð-
varp (Radio) í New York, og
gerði það snildarlega vel.
Hann var látinn reyna sig áður
en athöfnin fór fram, og segir
blaðið, að hann hafi leikið lög eft-
ir heimsins frægustu höfnda,
svo sem: Bach, Handel, Clementi
og Mozart; lék hann með svo miklu
valdi og nákvæmni, að allir dáð-
ust að.
Blaðið segir, að það sé þVent
sem gert hafi litla “Nicky” svona
fullkominn í h.ljómlietinni, eins
ungur og hann er; það, að hann
sé fæddur með óvenjulega miklum
hæfileikum i þá átt; er þaö í báð-
um ættum, sérstaklega þó í móð-
urættina, því móðir hans er fræg
söngkona. í öðru lagi hefir hann
vanist svo mikilli og margbreyttri
hljómlist á heimilinu og í þriðja
lagi kenslu, þótt ungur sé, þar sem
kennari hans hefir verið Joseph-
ine Hughes í New York.
Þegar hann var örlítill hnokki,
stóð hann við hljóðfærið hjá móð-
ur sinni og fylgdi hljóðfallinu með
hinni mestu nákvæmni.
Hann lærði snemma rússnesk
alþýðulög af móður sinni.
Foreldrar piltsins eru þau Jón
Stefánsson læknir og kona hans,
sem er af fússneskum aðalsættum.
Hann er fæddur 23. ágúst 1921
og er þvi rúmra sjö ára.
Þegar hann settist við hljóð-
færið hjá víðvarpsvélinni, sem
flutti orð hans og hljóma út um
alla Ameríku, mælti hann skýrt og
greinilega eftirfarandi orð:
“Eg heiti Nicholas Jón Stef-
ánsson. Eg ætla að leika stutt
lag eftir Back. Eg er sex ára gam-
all. Eg á heima í Winnipeg, Can-
ada.”
Yonandi á þessi piltur fyrir
höndum langa æfi og merkilega.
Mér duttu í hug þessi erindi, þeg-
ar eg skoðaði myndina af honum
í blaðinu:
Sem raddir frá hærra heimi
er hljómdýrð ins litla manns;
ég stari með frónsku stolti
á staðfestu svipinn hans.
Sjá fingurna litlu leika
svo létt yfir tóna heim.
þeir líða frá nótu’ á nótu
— og nóturnar fagna þeim.
Hann sofandi vonir vekur
og vermir upp huga manns,
því sálin er full af sumri
og sólskin í augum hans.
Og tónarnir guðsorð túlka
á talandi alheimsmál,
sem lifandi lind til hjartans
það líður frá barnsins sál.
Og þó hann sé enn þá ungur,
hann einstæðan sigur vann
sem fulltrúi þriggja þjóða,
og þúsundir hlusta’ á hann.
(Jg margt hugsar pabbi’ og
mamma,
þau minnast síns æskulands;
þau dreymir um drenginn litla
— já, dreymir um framtíð hans,
Sig. Júl. Jóhannesson.
Fyrsti auglýsingabækling Cun-
ardlínunnnar, bæði á ensku og ís-
lenzku, er nú rétt nýkominn úr
höndum prentaranna, og gefur
hann stutt ágrip yfir hina iyrir-
huguðu ferð; skreyta hann ýmsar
íslenzkar myndir. Seinna mun
annar stærri bæklingur verða
gefinn út, sem gefur upplýsingar
um tilhögun ferðaVinnar yfir
hafið, einnig ferðalög á íslandi og 1
í öðrum löndum, og mun þar verða
nákvæmlega skýrt frá kostnaði við
þessar ferðir o. s. frv.
. \
Nokkrar ferðaáoetlanir.
Enn er of snemt að segja nokk-
uð með vissu um þátttöku íslend-
inga og annara í ferð þeirri, sem
(^unard Línan er að undirbúa
1930. Þrennskonar auglýsinga-
aðferð er nú þegar farið að nota;
almennar eimskipafélags augiýs-
ingar, svo sem smá bæklingar og
bækur, -greinar í blöðum og tíma-
ritum, og í þriðja lagi fyrirlestr-
ir, bæði á ræðupallinum og yfir
/íðboðið.
svo sem háskólum og undir um-
sjón almennra fræðifélaga.
Nú þegar hafa ýmsir velþektir
mentamenn og konur trygt sér
far með Cunard línunni til íslands
1930. Þar á meðal má nefna Vil-
hjálm Stefánsson, Leif Magnús-
son, Director International Bur-
eau of Labor, í Washington, D.C.,
Dr. Henry G. Leach, ritstjóra For-
um, Professor W. C. Craigie, fyrr-
j um við Oxford, nú við Chicago há-
skólann, og frú hans, Professor
J Chester N. Gould, einnig við Chi-
Allur undirbúningur gengur ; cago háskólann, og frú hans; Pro-
mikið greiðar, ef þeir, sem ætla | fessor Adolph S. Benson, við Yale
sér að fara, gefa Cunard línunni ! háskólann, sem mikið hefir skrifr
eða sjálfboðanefndinni nöfn sín,: að um íslenzk efni; Professor
og geta þess hvert og hvernig j Reynolds við Colgate háskólann í
þeir vilja ferðast. Undirrituð er j New York ríki, og margir fleiri;
fús til að gefa allar mögulegar ! og ber það vott um, að menta-
upplýsingar, bréflega eða á ann- J menn bera miklnn áhuga fyrir há-
an hátt.
Greinar um ísland og Alþingis-
hátíðina hafa þegar komið út í
blöðum og tímaritum, og munu
margar fleiri ibirtast bráðlega.
Af merkum blöðum og tímaritum,
sem nýlega hafa flutt greinar um
tíðinni, einkum þegar tekið er til-
lit til þess, að enn senl komið er
hefir Cunard línan mjög lítið aug-
lýst.
Eins og kunnugt er, starfar Cun-
ardlínan í sambandi við ríkisjárn-
brautina, Canadian I^ational, og
íslenzk efni, má nefna Forum, |mun bráðlega birta grein um ferð
New York Times, Norwegin Hist-1 þá, sem félag það hefir umsjón
orical Review, Amer'can-Scandi- \ um frá Winnipeg til Montreal.
navian Review, La Presse, Mont- j Nýlega átti undirrituð tal við
real, o. fl. I Consul Böggild, ræðismann Dana
Nýlega hefir verið talað f jór-1 og íslendinga í Montreal, og ber
um sinnum yfir víðboðið í New ! hann afar mikið traust til islenzku
York um Alþingishátiðina. Und þjóðarinnar, að hún undirbúi há-
irrituð er nú á fyrirlestra ferð um tíðina svo að hún verði íslandi til
íslenzku bygðirnar og flytur er stórsóma.
indi í fjölda af mentastofnunum Thórstína Jackson.