Lögberg - 01.11.1928, Side 2

Lögberg - 01.11.1928, Side 2
Bls. 2 LÖGBERÖ, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1928 SÓLSKIN FYRIR BÝLI OG BÆ. Blessaðu, Drottinn, býlið mitt, lát blessað föðuraugað þitt yfir mér vaka alla tíð Til umsjár og verndar fyr og síð. Og blessaðu kæra bæinn minn, lát blessandi náðarfaðminn þinn lykja um alt og alla þar til allrar varðveizlu og blessunar. Og, bimneski faðir, heimilið mitt, heimili vera láttu þitt, auðugt að friði, elsku og trygð og allri farsæld með sannri dygð. Og vertu þá heimilisvinur minn, velkominn alt af til mín inn — inn í sál mína’ og heimahús, hjartkæri Drottinn minn, Jesús. Og rek þaðan sérhvern anda út, sem illu veldur og ramri sút; en alt þar gerðu sem endurnýtt, af öndunum þínum sópað og prýtt. Og lát mig þar safna andans auð, og aldrei þó vanta líkams brauð; í lífi og dauða svo dugi mér, ó, Drottinn, alt sem eg fæ hjá þér. Svo fel eg þér, Drottinn, mína og mig, því mig eg reiði á einan þig, og bezt er svo okkar borgið hag í blíðu og stríðu, nótt og dag. —Hmbl. Heimilismaður. IIÖLL IIAFKONUNGSINS. (Endursögn úr sænsku.) Einhvern tíma í fvrndinni, þegar mennirnir klæddust skinnum villidýra, er þeir lögðu að velli með bogaskotum og spjótslögum, — höfð- ut nokkrar fjölkyldur við í hreysum úr torfi og grjóti umhverfis vík eina, er lá fyrir opnu hafi. Fóik þetta lifði mestmegnis á fiskiveiðum. Og báta gjörðu þessir menn sér þannig, að þeir bundu saman trjábúta, og má nærri geta, hví- líkur farkostur það hafi verið. En “við ilt má bjargast, en ei við ekkert. ” Yíðast hvar við vík þesa var brimlending og óhrein leið með ströndinni. En í sjálfu víkurmynninu var stór- eflis klettur, sem þó stóð að eins lítið upp úr sæ. Við klett þenna var jafnan ægilegt brim. Og álarnir milli kletts og lands voru mjóir og grunnir. Var því víkurmynnið oft í einu broti, og var það stórkostleg sjón. En nú urðu víkur- búar að sækja afla sinn út í ála þessa og stund- um léngra. En jafnan hraus þeim hugur við sjósókn þessari, þó að nauðsyn ræki þá harðri hendi út á hafið. Auk brims og stórsjóa bar svo til, að þegar dimt var, sást kletturinn í víkinni „íft. Varð hann því mörgum mannin- um að fjórtjóni. Smámsaman mynduðust ýmsar kynjasögur um hafmeyjar, er með söng sínu áttu að seiða sjómennina of nærri klettinum — höllu haf- konungins, föður þeirra. Hafkonunginn hrædd- ist hvert mannsbarn þar í víkinni. Væru litlu börnin óþæg, þá þurfti varla annað en að hóta þeim, að þau skyldu gefin hafkonunginum, til þess að þau yrðu hin elskulegustu að vörmu spori. Af iðju kvennanna þar í víkinni er það að segja, að konurnar egndu snörur til að veiða í fugl meðan menn þeirra voru ó sjónum. Fugla- kjötið steiktu þær handa sjómönnunum, en sjálfar skreyttu þær sig með fjöðrunum. Og heita blóðinu ruðu þær á goðaKkneski sín. Má þá nærri geta, hvort sjávargoðið hefir farið varhluta af blóðfórn þeirra. Nu bar svo við dag einn, að snögglega hvesti. Bátur einn var á sjó. Við sjálft lá, hvað eftir annað, að brimöldurnar soguðu hann í sig og brytu hann við klettinn. En formanninum auðn- aðist þó að bjarga bátnum. Þakkaði hann það sjálfum sér og svo goðum þeirra fiskimann- anna. A leiðinni heim að hreysi sínu kom hann auga á lítinn fugl, sem fastur var í snöru einni. Fuglinn braust um af ítrustu kröftum, en á- rangurslaust. Hann leit óttabljúgum augum á manninn, sem hann áleit böðul sinn. Flaug þá fiskimanninum í hug, að svipaða baráttu væri hann sjálfur nýbúinn að heyja. Brimið og sjór- inn væri snörur hafmeyjanna. Hann fann innilega til með litla fuglinum. Varlega losaði hann fuglinn og leyfði honum að fljúga leiðar sinnar. En dálítið fanst honum það kynlegt, að fuglinn skyldi setjast og hvíla sig og jafna sig eftir hræðsluna á höll hafkonungsins — klettinum hræðilega. Hann vissi þá ekki, að fuglinn lét eftir, er hann flaug þaðan, lítið fræ, sem féll niður í sprungu á klettinum. Litla fræ- ið, moldarlúkan í sprungunni, sólin og regnið voru eigi aðgerðarlaus: Furutré óx upp úr sprungunni. Miskunnsamt hjarta eins fiski- manns varð aðal orsökin til þess, að víkurbúar eignuðust sitt fyrsta sjómerki, en það forðaði mörgum mánninum frá bráðum bana. — Sæll er sá, er lifir öðrum til blessunar.—Smári. MÝ A MYKJUSKÁN. (tJr bréfi 1. nóv. 1927.) Miðhús í Breiðvík eru yzt í vesturjaðri Búðahrauns. Þar bjuggu um langt skeið, fyrir aldamótin og eftir þau, Sigurður Skaftason og Guðrún húsfreyja hans Magnúsdóttir, og var hún miklu \mgri honum. Ouðný, systir Sigurð- .ar, vár með þeim alla stund. Þá var og Guð mundur Jónsson í húsmensku hjá þeim allan bú- skap þeirra I Miðhúsum. Þar dvaldist hann alla æfi, nema fyrstu bernskuárin, og síðast varð hann veizlumaður þeirra hjóna. Gæfan unni mér þess, að kynnast þessu fólki, og frá því kann eg ekki nema gott að segja. Það > hafði til engrar fræðslu verið sett eða náms, um ánnað en kristindóminn. Þó má geta þess, að Giuðmundur ritaði prýðilega hönd, fljóta- skrift og snarhönd. Skriftina hafði hann lært eftir “forskrift” frá Pétri prófasti Péturssyni á Staðastað, síðar biskupi. En skóli daglega lífsins hafði mentað þessa menn svo, að af þeim mátti læra eigi fátt. Þau voru öll frábær- lega ráðvönd, staðföst og trygg, og ekki varð dreginn í efa þokki þeirra á öllu því, sem gott var. En mest var þó vert um ást þeirr á Drotni. Þar skygði ekki á. Þau Sigurður, Guðmundur og Guðný, kom- ust hátt á níræðisaldur. En Guðný lézt þeirra fyrst. Allmörg síðari árin voru þeir Guðmund- ur og Sigurður blindir og karlægir. Öll þau ár bjó Guðrún, sem enn er í Miðhúsum hjá fóst- ursyni sínum, með fósturbömum sínum tveim- ur, og fór saman hjá henni röggsemi og ráð- deild. En mest bar þó frá um varðveizlu henn- ar á blindu gamalmennunum. Þar fór alt sam- an, stjórnsemi, umhyggja og ræktarsemi, ár- vekni og ástúð, og enginn kom svo á heimilið, að ekki lyki hann lofsorði á starf hennar. Þarna ólst upp ein dætra minna, og á eg því þessu fólki margt að þakka. Og sú er von mín, að dóttir mín megi jafnan bera minjar eftir dvölina hjá því. Og víst er um eitt. Hjá engu bama minna hefi eg orðið var við jafn-mikla hugarhlýju til dýra og smælingja, sem hjá henni. En eg ætla að víkja fáum orðum að Guðnýju. Hún var starfskona mikil, garpur að úti- vinnu, meðan til vanst, snillingur við tóviunu, frábærlega þrifin, nýtin og hagsýn, traust vin- um sínum, en ekki allra bokkur og aldrei fljót til kynna. En samgrónast mun henni þó hafa verið — staðið dýpst*í hjarta — hugulsemi og nærgætni við dýrin, svo og þrotlaust traust til skaparans, sem koni meðal annars fram í barns- legri bænrækni.. Vera má, að sumir hafi talið Guðnýju eitt- hvað einlynda og að hún færi sínu fram. En alt mun það hafa átt rót sína að rekja til ráð- vendni hennar og reglusemi, og alloft vináttu við dýrin. Einn var sá háttur hennar, að hún gegndi alla stund fjósaverkum á búi Sigurðar bróður síns, og brá aklrei út af því meðan hún hafði fótavist. Fjósverkin leysti liún af hendi með lærdómsríkum þrifnaði og nostri á kúnum. Eitt sinn heyrði eg konu, sem Guðný mat mik- ils, minnast á, að hún ætti ekki að leggja sig í fjósverkin. Hún horfði brosandi á konuna og svaraði á þessa leið: —Eg hefi alið alt upp, sem í f jósinu er. Eg hefi hjalað við það og látið svo vel að því, sem eg hefi haft vit á, og reynt að hirða það og vernda. Alt baular það, þegar það heyrir mig koma. Ekkert hvílir mig jafn-mikið frá tóvinn- unni, sem það, að hlynna að kúnum. Og eg vona, að skaparinn svifti mig því ekki, að mega gera það, sem eg kann, til þess að annast þessa mál- leysingja. Þú veizt varla, hve vænt mér þykir um þessa aumingja.------- Eitt sinn gisti eg í Miðhúsum, seint í maí- mánuði. Þá var dóttir mín sjö vetra eða átta. Um morguninn var Guðný að fjósaverkum, og litla stúlkan úti hjá henni. Mér varð gengið á bala skamt frá fjósinu. Þar var dóttir mín með ofurlítinn spaða að gera skæning úr mykjunni. Guðný kom með kúfaða reku og setti hana niður. Telpan hljóp til og ætlaði að skæna mykjunni á balann. En Guðný bannaði henni að gera það, benti á rek- una og sagði með blíðlegri alvöru. — Nú verður þú að láta þetta vera. Sérðu ekki hvílíkur fjöldi er af flugum á mykjunni? Þær deyja allar, ef þú fer nú að skæna úr því, sem er á rekunni. Veiztu ekki, barnið mitt, að Drottinn hefir gefið flugunum lífsneista, eins og okkur mönnunum f Og lífsneisti okkar mun varla vera rétthærri fyrir augliti hans en lífs- neisti þeirra, þó að hann sé í mýi á mykjureku. Við skulum bíða, þangað til flugurnar eru farnar. —Hbl. Einar Þorkelsson. SÆUNN A BERGÞÓRSHVOLI. írti í holni Sæunn gamla situr siðaforn og tíðum orðabitur. Mál og sagnir gróf úr gömlum tíma. — Garpamir á Bergþórshvoli kýma. Hæðnisörvar lætur fólkið fljúga. Fleinar þessir gegn um hjartað smjúga. Augljóst birtir lúa langrar æfi lotið bakið, þakið hærusnævi. Löngum sat hún undir þunga þagnar — þessar stundir ættu margt til sagnar — Hugur rakti rúnaþáttu forna, reyrða fast af völdum grimmra noma. Dró í andlit svip af huldum harmi, höndin skalf og leiftur brann á hvarmi. Öllum mætti hóf hún sig úr sæti — sveiflar fram á gólfið þungum fæti. Skimar hún með geig í áttir allar. Inn til hjartans feigðin dulspá kallar: Gnýr í vestri, fer að austan uggur, út í fjarska drynja brandaskruggur. Kynjafullir að mér svipir sækja, sjónir mínar blekkja, hugann flækja, þraut og skelfing þrumurómi boða. — Þekju skálans blóð óg eldar roða. Ganga að bænum fylkingar af fjöndum; feigðin hlær á þeirra nöktu bröndum. Bleikan arfa bryður grimmur eldur, brakar súð — og nú er skálinn feldur. —Hmbl. Jón Magnússon. HUGPRÚÐA KONAN. (Saga frá Vesturheimi—1860). Fyrir nokkrum mánuðum bjó kona ein, Katy að nafni, í Suðurríkjunum í Bandaríkjunum. Hún var svört og af svertingjum komin. Hún Hún var gift svöiúum manni, með því sama, gamla skilorði, sem Suðurríkjamenn giftu þræla sína, að hjónaband þeirra stæði því að eins æfilangt, að engin sérstök atvik bönnuðu. Katy var iðin og atorkusöm og bjuggu lijón- in saman við bærileg kjör. En einu sinni sætti maður hennar svo grimmilegri refsingu af hús- bónda sínum, að hann beið bana af. En tilefn- ið var það, að hann hafði eitthvað ymprað á því við húsbóndann, að honum hefði farist óttalega illa við konuna sína. Hann var barinn, þangað til hann var orðinn rænlaus og var þá fleygt hálfdauðum inn í kofa sinn og lézt fáum stund- um síðar. Katy harmaði mann sinn árum saman, og aldrei gat hún svo minst dauðameins hans, að hún gréti eigi sáran. Enginn skifti sér af þess- um hörmum hennar, þó að hún stæði uppi með tvö stúlkubörn á 10. og 11. ári. Þó að þetta böl legðist þungt á Katy, þá vakti það þó hjá henni þann einbeitta ásetning, að hún skyldi eigi fyr hætta, en 'að liún kæmist úr þessari voða ánauð og næði frelsi sínu. Hún varð því einráðnari í þessu, sem leugra leið fram. En nú átti hún ekkert nema flíkur þær, seip hún stóð í, og félaus gat hún ekki lagt það upp að forða sér undan og börnunum. Hún vann af kappi ákvæðisverk sín og dró húsbóndinn ekki af þeim, því að alt af sárnaði honum það, að hann hafði ekki komið sínu fram við hana og.sigrast á dygð hennar við mann sinn. Hún vann eins og hetja á hverjum degi, meira en fyrir var sett og gat með því dregið saman dálitla upphæð með sparnaði, og auk þess verzl- aði hún lítilsháttar við nágrannana. Svona hélt hún áfram í 20 ár; öll þau ár voru henni eins og svartnætti, átti engan að, dætur hennar voru eina yndið hennar. Einka- huggunin var þó vonin um það, að hún myndi einhvem tíma geta notið frelsis og sælli daga. A þessum árum var húsbóndinn búinn að gifta þessar dætur hennar svörtum þrælum á heimili sínu. Og var hvor þeirra búin að eign- ast þrjú börn. Nú varð Katy það áhyggjuefni, er niðjar hennar fjölguðu svona; því óhægra varð henni að fá fyrirætlun sinni framgengt. Hún sá, að hún gat forðað sjálfri sér; en hún hafði fastráðið að skilja hvorki dætur sín- ar né börn né tengdasonu sína eftir, undir á- nauðarokinu. En því lengur sem það drægist, því erfiðara yrði að koma því fram. Nú var hagur húsbónda hennar óðum að versna; lá við sjálft, að hann yrði sökum skulda að fara að selja margt af skrani sínu og þrælum. Bjóst hún þá við, að það mundi koma niður á sér og sínum, því að með því gæti hann dálítið svalað geði sínu. Nú var því ekki betra að bíða né til annara ráða að taka, en að flýja svo fljótt sem unt væri. Hún hikaði því ekki við að segja dætrum sínum og mönnum þeirra frá þessari fyrirætl- an sinni. Og flóttinn var ákveðinn og ákveðið að taka sig upp næstu nótt. En er allir voru ferðbúnir, vildi önnur dótt- ir hennar hvergi fara, hvernig sem reynt var að telja henni trú um, að hún hefði ekki nema ilt af þessari einþykni sinni. Samt settist hún aftur og fór hvergi. . En Katy félst ekki hugur að heldur, hún var róleg og einbeitt sem áður. Lagði hún nú af stað einni stundu fyrir miðnætti með hópinn sinn. • Meira. Þrœtueplin. Bræður tveir, Franz og Karl að nafni, höfðu eignast nokkur epli, og hafði faðir þeirra gef- ið þeim. En nú varð þræta milli bræðranna út af eplunum og tók Franz þegar í stað öll þau fallegustu handa sér, því hann var eldri og sterkari. En rétt í því hann ætlar að fara að gæða sér á þeim, þá kemur sonur nábúans. — Hann var enn þá sterkari en Franz. Honum leizt vel á epli Franz óg tók þau af honum með valdi. Hljóp þá Franz til föður síns hágrát- andk En faðirinn skar úr máli þeirra með þessum orðum: “Sonur nábúans hefir að vísu gert rangt, en í raun réttri hefir þú ekki 0rðið fyrir neinum ranginduin, því eins og þú breytt- ir áður, eins er nú breytt við þig, 0g ekki átt þú minstu heimtingu á, að þú njótir meiri sann- gimi af öðrum, en þú auðsýnir þeim sjálfur. Það, sem þú ekki vilt, að aðrir geri þér, það átt þú ekki heldur þeim að gera.—Stgr. Th. þýddi. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN laL lögfræðLngar. Sknifstofa: Room 811 McArtlwr Building, Portage Aye. P.O. Box 1656 Phnnea: 26 $49 og 26 840 DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldgr. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 2^ 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON íslenzkir lögfræðingar. 366 Main St. Tala.: 24 9«I peir hafa einnig ekrifotiofur ell Lundar, Riverton, Gimll og Plneiy og eru þar að hitta & eftlrfyl*J- andi timum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, • Riverton: Fyrsta flmtudag, Gimli: Fyrsrta miðvikudag, Piney: priðja föstudag 1 hverjum mAnuíi DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimiii: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaöur. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21 033. Heima 71 753 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permaner^t Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL Medical Arte Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sfmi: 28 180 G- S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. / Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. DR. J. OLSON TannlæklUr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phone: 21 834 Heimllls Tals.: 38 636 A. C. JOIINSON #07 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annasí um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofusimi: 24 263 HeimaSími: 33 328 DR. G. J. SNÆDAL TanJilæknir 614 Somerset Block i Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsími: 28 889 J. J. SWANSON & CO. TiIMITED R e n t a 1 s Insurance Real Estate Mortgages 600 PARIS BLDG.. WINNIPEG. Phiones: 26 349—23 340 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar Iækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Sími 30 877 Emil Johnson SERVIOE ELEOTRIO Rafmagns Contracting — Allskgns rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Eg sel Moffat og McClary elda- vélar og hefi þœr til sýnis d verk- stœOi minu. 524 8ARGENT AVB. (gomla Johnson’s byggingin vlð Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31 507 Heima: 27 286 Gu W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street ÖÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL 848 Shorbrooke St. Selur llkkiiStur og annaet um tlt- farlr. Aliur útbúnaður eá befltlL Ennfremur selur hann allakonar minnisvarðia og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Ilelnillls Tals.: 58 809 Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg PÍione 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafóBur. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg FowlerQptical™- LE 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg A. SŒDAL | PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 572 Toronto St. Phone 71 462

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.