Lögberg - 01.11.1928, Page 4

Lögberg - 01.11.1928, Page 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1928 Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talsimari Pi«632? o£ N*6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift til blaðsin*: Tl{t COLUHBI^ PKtSS, Ltd., Box 317*. Winnípeg, ^ar(. Utanáakrit* ritatjórana: £0i r0R LOCBERC, Box 3171 Wlnnipog, ^an. y erð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Th« •'L.ögberir ie pnnteó an<l publlshed oy The ColumDia 1‘rena. CirnileJ. to the Columbia uuiutina, Sltb sarnent Ave Wlnnlpeg, Manltobá. i ósamræmi við sannleikann. Heimskringla flutti í vikunni sem leið, greinarstúf, er nefnist “Vel er róið”, eftir vfir-postula heimfararnefndar Þjóðræknisfé- íagsins, séra Rögnvald Pétursson. Átti grein- in víst að skoðast sem svar við ritgerð herra Hjálmars A. Brrgman, þeirri, er í Lögbergi hirtist í vikunni þar á undan. Hvernig presti tókst til með röksemdafærsluna, mun almenn- ingur geta fljótlega dæmt, af svari herra Berg- mans, því, er nú hirtist hér í blaðinu. Séra Rögnvafcdur fór fram á, að þessi um- ra lda Heimskringlugrein yrði prentuð í Lög- bergi. Því neitaði eg, og bygði ueitun mína á því, að eg sæi mér ekki fært að birta í Lögbergi persónulegan óhróður og ósannindi. Hefði greim'n snúist uin styrkdeiluna aðeins, mundi eg sennilega hafa birt hana, eins og öll önnur .skrif heimfararnefndarinnar, er eg hefi áður verið beðinn fyrir að koma á prent, þrátt fyrir það, þó eg efaðist eft og tíðum stórlega um sannleiksgildi þeirra. 1 óhróðursklausu séra Rögnvaldar um mig, hafa af einhverjum ástæðum, slæðst inn tvö sannleikskom. Hann fer rétt með það, að eg hafi verið staddur í þorpinu Langruth, laugar ■ daginn þann 13. október síðastliðinn. Hann fer líka rétt með það, að eg hafi átt tal við mann, Sigurð Finnbogason að nafni, búsettan þar í þorpinu. En svo ei* eins og honum alt í einu fallist hendur. Eftir það rekur hver ósann- inda-lokleysan aðra, og það með slíkum fimum, að lielzt mætti ætla, að presturinn skrifaði ó- sjálfrátt, eða hann hefði verið nýkominn af heimfararnefndar fundi. Eg hélt satt að segja, og lield enn, að það sé séra Rögnvaldi gersamlega óviðkomandi, hvort eg á erindi norður til Langruth eða ekki, og hvort eg mæli herra Sigurð Finnbogason máli, eða ekki. Og það er engan veginn óhugsandi, að eg eigi eftir að skreppa til Langruth einu sinni enn, eða ef til vill oftar. Það mun eg gera, ef svo býður við að horfa, án þess að fá séra Rögnvald til að skrifa upp á vegabréf mitt. Ef ráða mætti af andanum í óhróðursupp- spuna séra Rögnvaldar, í sambandi við ferð mína til Langruth, mætti helzt afla, að eg hefði haft í hyggju, og jafnvel gert tilraun til, að hella herra Sigurð Finnbogason fullan, með það fyrir augum, að veiða upp úr honum ein- hverja yfirlýsingu, eða knýja hann til að stað- feista| með undirskrift, staðhæfingu merkis- mannsins, herra Stephens Thorsonar, um sam- tal þeirra séra Rögnvaldar á páskunum 1927, og hvernig hinum síðarnefnda hefðu þá fallið orð. Að eg hafi boðið herra Sigurði Finn'bogasyni til öldrýkkju, er ósatt. Að samferðamaður minri til Langruth, herra Ed. Stephenson, hafi sezt að öldrykkju með mér og herra Sigurði Finn- bogasyni, er líka ósatt, því fundum þeirrá bar aldrei saman í Langruth. Alt þetta var séra RögnValdi innan handar að vita, ef hann hefði viljað á sig leggja, þó ekki væri nema lítilfjör- legt ómak, — fyrir sannleikann. Eg ætla hvorki, né þarf, að spyrjast fyrir um það hjá séra Rögn- valdi, hvort eg megi þiggja ibolla af kaffi, eða öli, hjá vinum mínum. En það hefi eg einhvern veginn á samvizkunni, að séra Rögnvaldur hafi, oftar en einu sinni, látið það eftir sér, að stinga höfðinu inn á staði, þar sem fleira var fáanlegt, en tómt þurmeti. Hann var, og er, frjáls að því fyrir mér. Samtal mitt við herra Sigurð Finnbogason, fór fram á skrifstofu Langruth Trading félags- inst, seínt á laugardagskvehlið þann 13. fyrra mánaðar í viðurvist merkisbóndans, herra Jóns Tihorðarsonar, sem búsettur er í Langruth- bygðinni. Eg leitaði álits Sigurðar á yfirlýs- ingu Thorsons, .sem eg hafði í fórum mínum með hans eigin undirskrift, og spurði hann að því í fullri alvöru, hverja skoðun hann hefði á sannleiksgildi hennar. Eg spijrði hann enn frem- ur, hvort hann myndi vilja staðfesta vfirlýsing- una, ef hann héldi áð innihald henmar væri efnislega rétt. Kvaðst Sigurður, jafnt í jiessu máli, sem öðrum, vilja það eitt segja, er hann vissi satt og rétt. En minni sitt kvað hann vera orðið svo veiklað, að hann fengi ekki lengur reitt sig á það, og þess vegna væri sér ekki unt að fullyrða eftt eða annað í sambandi við sam- tal þeirra Stephen Thorsons og séra Rögnvald- ar. Svar sitt hlyti að verða eitt og hið sama, hver svo sem npplýsinga kynni t:l sín að leita. Hann viðurkendi, að hafa verið staddur á heim- ili Thorsons, er umrætt samtal fór fram, en kvaðst undir engum kringumstæðum mega með það fara, hvernig orð hefðu fallið. Eg efast ekki um, að Sigurður hafi sagt mér það eitt, er hann sannast vissi. Og eg hefi þá trú, að .fafn- vel þó hann se persó'nulegur vinur séra RÖgn- valdar, þá sé hann sæmdarmaður í orðum og at- höfnum. Þess vegna tel eg það jafnframt víst, að orðalagið á bréfi hans til sér^ RÖgnvaldar, er í síðustu Heimskringlu birtist, eigi rót sína að rekja til minnisveiklunar aðeins, og einskis annars. Hér fylgir á 'eftir vottorð herra Jóns Thord- arsonar, er viðstaddur var samtal okkar Sig- urðar: YFIRLÝSING. “Að gefnu tilefni lýsi eg undirritaður yfir því, að ritstjóri Lögbergs, herra Einar P. Jónsson, var staddur í þorpinu Langruth, laugardaginn þann 13. október síðastliðinn. Seint um kveldið áttum við samtal nokkurt í verzluninni Langruth Trading Co., ásamt iSigurði Finnbogasyni. Bar heimferðar- málið þar á góma. Ritstjórinn kvaðst vita með vissu, að íSigurður hefði verið viðstaddur samtal þeirra St. Thorsons og séra Rögnvaldar Péturssonar um páskaleytið 1927, og hlyti hann því að vita um það, hvort þau orð, sem Mr. Thorson bar séra Rögn- vald fyrir, séu rétt eða ekki. Sigurður kvaðst hafa komið á heimili Mr. Thorsons í Langruth. ásamt séra Rögnvaldi, á umræddum tíma. En hvernig samtalið hefði hnigið, væri sér ekki unt að segja, með því að hann væri alvarlega bilaður á minni. Slíkt hið sama kvaðst hann verða að segja séra Rögnvaldi, í þvi falli, að hann kynni að leit.a til sín um upplýsingar í þessu tilliti.” John Thordarson, Langruth, Man. Séra Rögnvaldur’ ber fyrir sig sögumaim, Jón Thorsteinsson, að því er lionnm segist frá. Hvemig í dauSanum aS hægt er aS setja þann mann í samband viS för mína til Langruth, er mér hreinasta ráSgáta. Sá maSur er mér meS öllu ókunnugur, og skal því ekki fleira um liann sagt. ÞaS er séra Rögnvaldur einn, sem bera verS- ur ábyrgS á slúSurgreininni um mig, því hún er undirskrifuS af lionum ^jálfurrí. Og hver svo sem tilgangur hans annarg kann aS hafa veriS, þá verSur nú ekki lengur um þaS vilst, aS hann hef- ir; aS minsta kosti í þetta sinn, komist í ónota- legt ósamræmi viS sannleikann, sem vonandi er aS hendi hann ekki fyrst um sinn aftur. Einar P. Jónsson. Franz Schubert. Heimsmeistafinn í ríki tónanna, Franz Schubert, var í heirn þenna borinn í Yínarborg, áriS 1797, en lézt 1828, því sem næst þrjátíu og tveggja ára aS aldri. Á ári því, sem nú er aS líSa, verSur þess vegna liSin heil öld frá dánar- dægri þessa ógleymanlega söngvmra söngv- aranna. í sálarlífi manna og kvenna, víSsvegar um hinn mentaSa heim, geymist minning Franz Sohuberts, sem nokkurs konar helgur dómur. Svo var íinyndunarafl lians ómþrungiS, og aS- strevmiS ört, aS aldrei mátti hann ósyngjandi vera. Þes,s vegna liggur eftir liann meira og ma'rgbreyttara verk, en líklegast nokkurt ann- jiS tónskáld, er eigi varS lengri lífdaga auSiS, eSa yfir sex hundruS tónljóS í alt, hvert öSru frumlegra og fegurra, sungin út úr ótæmandi uppprettum ásta 9g sorga. Franz Schuhert var svo aS segja barn aS aldri, er hann tók aS gefa sig viS tónl jóSagerS. Eru sum af hans ágætustu verkum samin, er heita mátti aS hann væri í æsku, svo sem lagiS “Erl King’, er standa mun óbrotgjarnt í Braga- túni fram um ókomnar aldir. Þann 28. dag febrúarmánaSar áriS 1819 hlaut Schubert sína fyrstu, opinberu viSur- kenningu, .sem tónskáld. Var þaS á hljómleikum í Vínarborg, er hann sendi frá sér “Stíhafers Klagelied”. Næsta verk hans, er kom fyrir augu og evru almennings, var “Zwillingbrii- der”, kýmnileikur í tónum. Eftir þaS mátti sýo aS orSi kveSa, aS hver tónsmíSin ræki aSra annari dásamlegri og tilþrifameiri. 1 miSjurn júní, 1820, lauk Schubert viS verk sitt, “Zaub- erharfe”, en tæpum tveim árum síSar, “Al- fonso og Estrella. ” t maímánuSi 1828, eSa síSasta áriS, sem Schubert lifSi, reit hann hina dásamlegu Sym- phoníu sína, Nr. 9, er sérfræSingar telja eitt hans allra ágætasta verk. Var heilsa hans þá mjög tekin aS bila, og kjörin þröng. Þó var eljan hin sama fram til síSustu stundar, nema ef vera .skyldi, aS aSstreymi ómanna, hafi jafn- vel veriS enn þá meira. Og svo hvarf svanur- inn út yfir móSuna miklu. Heimurinn stendur viS liann í ógleymanlegri þakkarskuld, fyrir söngvana viSkvaunu og vorhlýju, er sætt hafa marga, aldna og unga, viS lífiS og örSugleika þess. Og þó mun Sehubert, eins og reyndar svo margir aSrir syngjandi svanir, hafa horfiS, “eftir önn og töf, meS öll sín beztu ljóS í gröf.” SamtíSin er ekki ávalt örlát \dS sína beztu menn, og var Franz Schubert vafalaust engin undantekning í því tilliti. Ritlaun þau, er Schubert fékk fv rir söngva sína, námu aS meS- altali því sem næst tuttugu centum í núgild- andi canadiskum peningum, fyrir hvért verk. Þó eru hljómíjóS Schuberts talin meS því allra dásamlegasta, sem nokkru sinni hefir súmiS veriS í þeirri gerin. Nú í dag, er hinum og þessum sálarlausum nótnagasprara, horgaS stórfé, fyrir siSspillandi mjaSmahnykkja glam- ur, sem kallaS er músík. Nú er tiltölulega sjaldan um þaS spurt, hvernig ort sé í tónum, eSa hvaSa frumhugmynd liggi til grundvallar tónsmíSinni. ASal áherzlan virSist á þaS lögS, hvaS í þann og þann svipinn falli bezt í kramið og hvermg margfalda megi fljótast hinn al- máttuga dollar. , Þótt ástandið í þeim efnum, sem nú hafa nefnd veriS, sé næsta alvarlegt, þá hlýtur þó aS því að koma, aS lýðurinn rumskist, vísi jazz- ósómanum á dyr, og leiði til öndvegis á ný meistarana fornu, er í heilagri hrifning önduðu frá sér ódauðlegum listaverkum, til vndis og hyggjuhreinsunar, ótölulegum fjölda fólks. Þá verður þjart um nafn Franz Sohuherts, og þá mun list hans líða á öldum víSvarpsins, “eins víða og vorgeislar ná. ’ ’ Til að glæða minnið. Séra Rögnvaldur Péturason r.itar grein í síðustu Heimsikringlu með fyrirsögninni: “Vel er róið,” sem á að vera svar upp á grein mína í Lögbergi með fyrir- sögninni: “Efast nokkur um, að Stefán Thorson segi satt?” Byrjar hann með því að þyrla upp moldviðri miklu til þess að reyna að draga hugi les- endanna frá því, sem um er að ræða, og þar ofan á bætir fiann því, sem hann er svo ríkur af — skætingi og dylgjum til mín. Fram hjá því öllu ætla eg að ganga, því það kemur málefninu ekkert við. Hann. má miklast yfir þeirri uppgötvun, sem hann þykisfc hafa gert, um tilgang minn með því, sem eg hefi rit- að. En það bætir ekki fyrir honum. Hans eigin gerðir verða að þola dagsljósið til þess að réttlæt- ast, hvað sem mér líður. Eg sé ekki betur, en að eg hafi haldið mér bein- línis við málefnið. Mér finst það koma stjórnar- styrksmálinu beint við að benda á það, hvernig stjórn- arstyrksbetl heimfararnefndarinnar er réttlætt ein- mitt’ af þeim meðlim nefndarinnar, sem setti sig á- kveðnast upp á móti því, að betlifénu væri skilað aftur, og sem tók þá ábyrgð á sínar herðar, að hafa í hótunum við meðnefndarmenn sína, ef þeir ynnu það til sátta og samkomulags, að skila ölmusunni til viðkomandi stjórna. Samanber grein Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar í Lögbergi 31. maí 1928, sem skýrir frá afstöðu séra Rögnvaldar í þessu máli á nefndar- fundinum 21. og 22. maí. Mín viðkynning af séra Rögnvaldi er þannig, að eg trúi því betur, að hann segi rétt til um það, hvað fyrir honum og nefndinni vakti með þessu stjórnar- styrks'betli, þegar hann er a ðskýra það einslega fyr- ir “fornvini” sínum, áður en nokkur deila er hafin, heldur en þegar hann er að verja afstöðu#sína op- inberlega eftir að út í deilu ér komið. Þess (vegna finst mér, að yfirlýsing Stefáns Thorsonar megi með réttu telja eitt mikilvægasta og mest sannfærandi sannanagagn, sem enn hefir komið fyrir almennings sjónir, því til sönnunar, að skýringar þær, sem séra Rögnvaldur og meðnefndarmenn hans hafa verið að bjóða fólkinu, um, að stjórnarstyrkurinn sé heiðurs- gjöf, 0. s. frv., eru eintómt gabb og yfirskyn. Það er eftirtektarvert, að séra Rögnvaldur í þessu moldviðri sínu, neitar ekki með einu orði, að hann hafi talað orð þaú, sem Stefán Thorson leggar honum í munn. Hann lætuV það nægja, að koma með bréf frá manni, sem vitnar það, að hann muai ekki til þess að hafa heyrt séra Rögnvald tala þessi orð. Hann segir alls ekk;i, að hann hafi heyrt alt, sem þeim séra Rögnvaldi og Stefáni Thorsyni hafi •farið á milli, né heldur að hann muni alt, sem hann heyrði. Þessi varnaraðferð séra Rögnvaldar minnir mig á negrann, sem ákærður var um morð. Þrjú vitni báru það fyrir rétti, að þau hefðu staðið hann að glæpnum og séð hann fremja morðið. Til þess að mæta þessu, kallaði negrinn tólf vini, sem öll báru það, að þau hefðu ekki séð hann drepa mann- inn — og samt var negrinn hengdur. Mér finst eg einnig hafa verið að halda mér við málefnið, þegar eg gerði grein fyrir því, hvers vegna egikysi heldur að trúa Stefáni THorsyni, en séra Rögnvaldi. Út í þá sálma ætla eg svo ekki lengra að farat, og hefði látið þar við sitja, ef séra RögL valdur væri ekki í svari sínu að véfengja það, sem eg sagði um framburð hans fyrir rétti. Um þetta atriði segir hann: “Eg minnist þess ekfei, að hafa svarið það, að Únítarar skírðu í nafni heilagrar þrenningar, í þeirri merkingu, sem höf. á við með heilagri þrenningu eða bundin er við skilning hans á hinum almennu trúar- játningum. En hitt getur vel verið, að eg hafi bent á, að í Helgisiða bók hinnar Únítarisku kirkju sé leyft orðaval við barnaskírn, svo hin alkunnu orð í Matt. guðspjalli (28. kap. 19. v.) megi notast við skírnarathöfnina í stað annara er þar standa líka og er þlá ekki vikið langt frá sannleikanum. Vil eg benda höfundi á, “Book of Prayer and Praise, for Congregational Worship”, Boston Ameri^an Unit- arian Association, 1893, pp. 188 and 192. Meira er ónauðsynlegt að segja um þetta efni að þessu sinni.” Þetta er fremur vandræðaleg skýring og fer heldur ekki rétt með. Það var alls ekki verið að ræða um það , hvaða “orðaval sé leyft við harns- skírn” í kirkjudeild Únítara. Það var verið að ræða um það, hvað tíðkaðist hjá íslenzkum Únítörum og var dregið fram í þeim tilgangi að sýna fram á, hvað bilið væri lítið á milli þeirra og Lúterstrúarmanna og því félagsleg sameining þeirra eðlileg. Til þess að glæða minni séra Rögnvaldar og vera viss um að gera honum ekki órétt til, skal eg tilfæra hans eigin óbreytt orð. Með því móti gefst fólki tækifæri til að dæma um það, hvort eg hafi hallað réttu máli og einnig hvort skýring séra Rögnvaldar sé fullnægjandi. Spurningar þær, sem um er að ræða, voru lagðar fyrir hann af Mr. Trueman, lög- manni þess málsaðiljans, sem séra Rögnvaldur fylgdi að málum. Spurningarnar, sem fyrir séra Rögnvald voru lagðar, og svör hans við þeim, eru á þessa leið: “Q.: In the Unitarian Churches is there a cere- mony of bapti^m and Confirmation ? A.: Yes. Q.: For infants? A.: Yes. “Q.: As well as adults? A.: Yes. “Q.: In whose name is one baptized ? A“.: You baptize in the name of the Father, the Son, and the Holy Ghost. The baptismal formulá is merely taiken from the traditional formula of the Church.” Lausleg þýtt hljóðar þetta þannig á íslenzgu: ISp.: Er skirnar- og fermingar-athöfn höfð um hönd í kirkjudeild Únítara? Sv.: Já. Sp.: Fyrir börn? Sv.: Já. “Sp : Og einnig fullorðna? Sv.: Já. “Sj,.: í hvers nafni er skírt? Sv : Það er skírt í nafni föðurins, sonarins og heilags anda. Skírnarformið er að eins tekið eftir hinu \iðtekna skírnarformi (kristinnar) kirkju.” Rér sjá allir, að eikki er andað í þá átt, að þetta sé að eins orðaval, sem leyft sé samkvæmt einhverri sérsiakri handbók, heldur er sagt beint út, að á þennan hátt sé skírt og ekkert úr því dregið. Einnig vil eg benda á, að i handbók Únítara, sem kend er við Savage, er skírnarformið á þessa leið: “In the faith,' fellowship, and hope of the gospel, I dedicate thee to God, our Father in heaven.” Hér er ekki um nein trúmál að ræða. Hér er aö eins um það að ræða, hvort séra Rögnvaldur í þess- um framburði sinum sagði satt. Þeirri spurningu verður ekki svarað með eintómu hnútukasti til mín. Hver sem þetta les, verður að svara þeirri spurning fyrir sjálfan sig. Eg fyrir mitt leyti trúði þessu ekki, þegar eg heyrði orðin falla af vörum séra Rögnvaldab, og eg trúi því ekki enn. Þær beztu upplýsingar, sem eg gat þá fengið, — og það hjá ís- lenzkum Únitörum sjálfum — bentu til þess, að eng- inn íslenzkur Únítara prestur hefði skírt eða skírði “í nafni föðurins, sonarins og heilags anda”, nema ef það hafi verið séra Magnús Skaptason, fyrst eftir að hann sagði skilið við kirkjufélagið. Um það, hvort þær upplýsingar séu réttar, get eg ekkert full- yrt, en eg sé enga ástæðu til að rengja þær fyr en eitthvað ákveðnara kemur frá séra Rögnvaldi en það, að í framburði sínum fyrir rétti hafi hann “ekki vik- ið langt frá sannleikanum.” Hjálmar A. Bergman. Canada framtíðarlandið Verzlunar-samtök meðal bænda eru alt af að aukast. Aðallega gangast akuryrkjuskólar og fyrir- myndarbú stjórnanna fyrir þessu. Það er ekki langt síðan, að bænd- ur þurftu víðast að selja afurðir búsins í bænum næst við sig, og láta vörurnar, hvort sem þeim þótti verðið, er þeim var boðið, fullnægjandi eða ekki. Oft var það líka, að peningar fengust þá ekki, nema fyrir lítinn part af því, sem bóndinn hafði að selja. Mikið af hveitinu var selt strax að haustinu, þegar verðið, var lægst, því að eins efnaðri bændur voru svo stæðir, að þeir gætu borgað kostnað við uppskeru o. s. frv. og aðrar skuldir að haustinu og geymt svo hveitið þar til að hækkaði í verði. Hið sama má segja um aðrar afurðir. 'Stundum var það kunnáttuleysi eða kæruleysi, sem olli því, að varan var í lágu verði. T. d. egg voru send til markaðar, þó þau væru ekki öll fersk. Það ~var þá ekki verið að rekast í því, hvort þáu væru ný eða nokkurra daga gömul. Verzlunarmenn urðu svo fyrir tapi, þegar eggin reyndust ekki eins, góð eins og búist var við. Þar af leiðandi gáfu þeir aldrei mjög hátt verð fyrir þau. Nú er að koma breyting á þetta. Nú eru egg flokkuð og verðið, sem bóndinn fær, er undir því komið, hvaða stigi eggin ná, þeg- ar þau eru skoðuð. Fyrir góð egg fæst að jafnaði töluvert meira nú en áður óg á sama tíma hafa bænd ur lært að það borgi sig ekki, að bjóða nema góð egg til sölu. í Suður-Manitoba hefir korn- uppkeran verið léleg undanfarin ár. Bændur sáu ekki hvernig þeir ættu að bæta hag sinn, og voru sumir sem álitu, að bezt værí, að flytja lengra vestur, þar sem land væri nýtt og þar sem uppskeran væri betri. En slíkt hefði haft mikinn kostnað auk annara erfiðleika í för með sér. Þá ráðlögðu búfræðingar þessum bændum að gefa sig meira við kvikfénaðs og fuglarækt, en þeir hefðu getr. Þeir bentu á, á?5 þó kornið væri ekki gott til mölunar, gæti það verið allra bezta fóður, og að jafnvel meiri peninga mætti hafa upp úr því með þessu móti, en með því að selja það eins og þeir höfðu gert. Bændur fóru svo að prófa þetta og hefir það gefist ágætlega.^Það hefir verið aðal gallinn á búskap manna í Vesturlandinu að þessum tíma, að svo margir bændur hafa gefið sig við kornrækt að eins. Það eru fljótteknir peningar, ef alt gengur vel. En það er ekki alt af hægt að byggja á að vel gangi. Bændur í Suður Manitoba fóru að rækta fugla — tyrkja og hæns — mikið meira en áður. Sérfræð- ingar frá .Búnaðarskólum og fyrir- myndarbúum ferðuðust svo um á haustin þeir gera það enn) og sýndu fólki hvernig bezt væri að búa fuglana til markaðar. Það þarf vist lag við þetta, og ef ráð- leggingum er fylgt, fæst mun meira fyrir pundið af fuglakjöt- inu. Bændur í vissu umdæmi lögðu svo saman og sendu vagn- hlass (carload) með járnbraut austur til stórborganna, eða þang- að, sem beztur var markaður. Þetta gafst svo vel, ^ð þessi að- ferð að búa fuglakjöt til markað- ar og selja það, er nú víða notuð 1 Vesturlandinu. Það þurfa að vera isvo márgir bændur í hverju héraði, sem reyna þetta, að hægt verði að senda vagnhlass þaðan að haustinu. Þa verður flutn- ingskostnaður minni. Til þ^ss áð svona hepnist, þarf bóndinn að rækta fuglategundir, MÝKJANDI MEÐAL við HÁLS OG BRJÓSTKVILLUM sem seljast æfinlega vel. Búnað- arskólar og fyrirmyndarbúin gefa fullkomnar upplýsingar þessu við- víkjandi. Það hefir lítinn árang- ur, þó bóndinn rækti mikið af fuglum, ef 1 þeir eru úrynja (scrub) eða ómöguleg markaðs- vara. Ef lagið er með og ef leitað er allar upplýsingar, er hægt að hafa góða peninga upp úr fuglarækt- inni. Margt fólk, sem komið hefir hingað frá Mið-Evrópu loiijidunum, hefir það sem hér kallast1 smábú nálægt borgum eða bæjum og býr vel. Það héfir ekki nema nokkr- ar ekrur af landi, en hver ekra er látin framleiða alt sem mögulegt er. Það iðkar garðrækt, og sú uppskera bregst aldrei — aldreí svo, að eitthvað’ sé ekki í aðra hönd. Það hefir tvær eða þrjár kýr og svo fugla, vanalega held- ur stóran hóp. Enn frémur hefir það korn, nógan fóðurbætir handa skepnunum fyrir veturinn. Fólk, sem hefir þekking á garðrækt, lætur sér líða vel á svona bújörð- um, þó smáar séu. Inntektir eru náttúrlega ekki eins miklar eins og á stórbúi, en kostnaðurinn er heldur hvergi nærri eins mikill. Enn fremur verður svona blettur, segjum 5—• 10 ekrur, ræktaður miklu beturA Uippskeran verður, og er, tiltölu- lega meiri. Landið kostar ekkí eins mikið til að byrja með, skatt- ur er ekki eins hár og, sem sagt, útgjöld verða öll lægri. Austur í Ontario fylki eru nú bændur að minka bújarðir sínar. Það telst nú, að meðal bújörð, í þeim héruðum, sem eru gömul og þéttbygð, séu um 100 ekrur. Og bændur þar græða nú meira, en meðan þeir höfðu meira land und- ir höndum. Ástæðan er sú, að nú gefa þeir sig við fleiru en korn- rækt — hafa mjólkurbú, býflugna rækt, aldinarækt og garðrækt. Þá má geta þess, að bændur í Manitoba og Vesturfylkjunum eru nýlega farnir að gefa sig að bý- flugnarækt. Var það mikið af hunangi, sem framleitt var í Mani- toba og selt á síðastliðnu hausti fyrir gott verð. Þess verður ekki langt að bíða, að fieiri bændur fari að stunda býflugnarækt og auka inntektir sínar að mun án mikillar fyrirhafnar. Upplýingar um búskap, hvar sem er í Canada, fást hjá búnað- arskólum, fyrirmyndarbúum sam- bandsstjórnarinnar (Dominion Ex- perimental Farms), og á stjórnar- skrifstofum (Department og Agri- culture) í hverju fylki. Fólk ætti að lesa þær skýrslur, sem þar má fá og nota þær upplýsingar sem þar eru gefnar hverjum sem vill kostnaðarlaust. Þeir, sem hafa í hyggju, að fara að búa, ættu ekki að láta það hjá líða, að nota allar þær leiðbeiningar, sem þaðan má fá, því þær eru bygðar á reynslu, en ekki getgátum. — Fólk í öðrum löndum getur fengið þessar upplýsingar, með því að skrifa til: Dominion Experi- mental Farm, Ottawa, Canada. — Hafi það í hyggju, að setjast að í einhverju sérstöku fylki, þá er ekki annað en geta þess og munu þá sérstakar upplýsingar viðvíkj- andi húskap í því fylki, verða sendar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.