Lögberg - 08.11.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.11.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER 1928. SOLSKIN Hugprúða konan. Hér er ekki hægt að lýsa öllum þeim torfær- um, kulda og vosbúð, sem þeim mættu á leið- inni. Lá oft við sjálft, að þau gæfist upp og félli allur ketill í eld, nema Katy einni. 1 för- inni voru líka sex börn og tvö af þeim á brjósti og þurfti að bera flest þeirra. Nestið minkaði óðum, en ómögulegt var að afla sér matar, því að ekki máttu þau vera á ferð um daga; leituðu þau sér þá hælis í skóg- unum og í hellum og jarðgryfjum, fenjum og foræðismýrum. Einn daginn urðu þau öll að liggja á kafi í vatni, svo að höfuðið eitt stóð upp úr. Á nóttunni héldu þau því áfram, en máttu eigi fara neinn alfaraveg, og gekk því seinna. Aldrei mátti tala, nema í hljóði, því að eigi var að vita, nema stigamenn, óargadýr og blóðhund- ar væru þar og þar, sendir til að leita að þeim og öðrum strokumönnum, svo alla varúð þurfti við að hafa. Tvisvar hevrðist til hunda, sem voru í einni leitinni, en ekki þó að þeim, til allrar hamingju. Einu sinni var riðið svo nálægt leyni þeirra, að þau hevrðu fótatak hestanna og síðan köll manna fram og aftur, sem voru í strokumanna- leit. Nú me ðþví að enga vegu mátti fara, heldur gegn um .skóga, kjarr og mýrar, foræði, kletta og klunarur og yfir vötn, má nærri geta, hvernig klæðnaður og skóföt hafði orðið til reika. Norðurstjarnan (pólstjarnan) var eini átta- vitinn þeirra. Eftir henni var stefnan tekin og ferðinni stjórnað, því að í þeirri átt höfðu þau áður hevrt. að frelsið ætti heima, Börnin seink- uðu mjög ferðinni, en feður þeirra voru jafn- þolnir og þrautgóðir sem þeir vora sterkir. Katy var foringinn þeirra og lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Vonir þeirra. glædd- ust, því fjær sem dró landefgn húsbónda þeirra. Hugre'kki Katv var dæmafátt. Hún.óð fyrir fjarðarbotna, svnti vfir fljót og ár og hafði alt-' af eitt bamið á bakinu. Hún var svo full af kappi og fögnuði, að hún hafði varla sinnu á að neyta svefns né matar. Það var eins og hver taug í líkama hennar væri starfandi. Og eins og hún var foringi hópsins, eins var hún líka lífið og sálin í honum með öllu hugsanlegu móti, alla þessa hættuleið. Káty segist sjálf ekki vita fyrir ví.st, hve lengi þau hafi orðið að svelta, þola kulda, vos- búð og klæðleysi, en heldur samt, að hún hafi verið einn mánuð á leiðinni. Að þeim tíma liðnum, eitthvað 2—3 stund- um fyrir dagsetur, urðu þau þess fyrst vör, að þau voru komin til mannabygða, því að þau gengu nú yfir yrkta mörk og vissu eigi fyrri til en að þau komu að háum skíðgarði, sem þau reyndu að komast yfir. En þá varð þeim litið, livar maður stóð gegnt þeim; hafði hann staðið við skíðgarðinn og heyrt og séð til ferða þeirra. Þau urðu skelfd og hneptu sig sem þéttast saman um Katy. Börnin fóra að gráta. Þetta var líka fyrsti hvíti maðurinn, sem þau höfðu séð, síðan þau fóru að heiman. Maðurinn .spyr, hver þau séu, en þau svör- uðu ekki. Annar maðurinn rétti konu sinni barnið, sem hann bar og tók sér í sama vetfangi 'kylfu í hönd, er hann bar í belti sínu og bjóst til varnar. Þá spyr ókunni maðurinn: “Leitið þið að vinum?” “Já,” svaraði Katy. “Fyrir Guðs sakir, hjálpið þér okkur.” “Maðurinn gat nú þegar í vonirnar um, hvernig standa mundi á ferðum þeirra. -g mælti: “Verið ekki hræddýþið erað á meðal vina, eg skal sjá um ykkur, komið þið með mér.” Þau voru komin til Pennsylvaníu, og voru þar sem jámbraut hófst og yzt póststöð var. Maðurinn var brautarvörðurinn. Þau sáu þá ljós álengdar; sagði maðurinn þeim að fylgjast með sér þangað. Var nær fjórð- ungur mílu heim ’til bæjarins. Þegar þangað kom, fylgdi maðurinn þeim í hlöðu, lauk upp dyranum og sýndi þeim, að þama væri heyhrúga, er þau gætu búið um sig í; var hún auðsjáanlega ætluð til þess, en ekki handa fénaði. Þá spyr maðurinn vingjarnelga, hvort þau séu svöng. Katy segir, að málrómur hans hafi verið svo ljúfmannlegur og blíður, að hún hafi komist við og fallið í grát. Nú var hún þess fullviss orðin, að hún var meðal vina, þakkaði honum boðið grátandi og segir honum, að ekk- ert þeirra nema börnin, hafi bragðað mat í tvo sólarhringa. Verndarmaður þeirra segir þá, að þau verði að láta sem allra minst á sér bera og ekki gegna, þó að kallað væri til þeirra, því að hann ætlaði nú að sækja þeim mat. En þau góðu umskifti. Þetta var hið mesta vinsemdarorð, sem þau höfðu heyrt hvítan mann tala. Hann gekk burtu, læsti dyrum á eftir sér, og kom að hálfri stundu liðinni með brauð, mjólk, heit jarðepli og fulla skál af heitri mjólk. iSkömmu síðar kom kona hans með volgt vatn til að þvo fætur barnanna, því að hún vissi af reynslunni — því fleiri slíkir flóttamenn munu hafa komið þar áður — að þeir mundu vera bólgnir og iblóðrisa og með á'komum. Og er hún var búin að þvo þéim og þerra aftur, néri hún fæturna í viðsmjöri. Hugprúðu ferðamennirnir neyttu nú mál- tíðar sinnar með þakklæti og góðri matarlyst; aldrei höfðu þau fengið slíka máltíð á æfi sinni. Þá er máltíðinni var lokið, lögðust þau til svefns staðþreytt og 'máttfarin. Hvíldust þau nú fyrst eftir heilan mánuð á óhultum stað fyr- ir leitarmönnum og sporhundum. Kona miskunnsama Samverjans klæddi gesti sína úr öllum lörfum þeirra og í ný föt, og dag- inn eftir létu þau son sinn fylgja þeim til Fíla- delfíu, höfuðborgar Pennsylvaníu, og þar var þeim að fullu borgið. En nú er það eftir, sem merkilegast er við sögu þessa. Katy komst í vist á stórbúi einu, og er liún var búin að vinna fvrir þriggja mánaða kaupi, j)á baðst hún uppgjafar á vistinni og réðst til ferðar suður í Yirginíu með þeirri óbifanlegu fvrirætlun að freista, hvort hiin gæti ekki heimt dóttur sína, sem eftir var, úr helju. Henni hafði hugkvæmst það þá þegar, er hún lagði af stað í fvrra skiftið, og því breytti hún ekki á- foi-mi sínu, heldur hélt áfram tafarlaust. Sömu voru hætturnar og torfærurnar og áður, nema nú voru ekki börnin til að seinka ferðinni. Katy leggur nú ein af stað, og gekk nú ferð- in miklu greiðlegar en áður. Nú kannaðist hún líka hvarvetna við sig á leiðinni, er hún hafði áður farið, og var því undraverðara, þar sem hún hafði ferðast um nætur, en ekki daga. Þegar hún kom til Virginíu, bar hún dóttur sína eina fyrir brjóstinu. Hún var hugrökk og glöð, eins og vant var, lét erfiðleika og torfærar ferðarinnar ekkert á sig bíta, eða. hverjar við- tö’kur hún mundi fá, er hún kæmi til sinna gömlu átthaga. Loks var hún komin inn í landareign fyrvær- andi húsbónda síns. Þegar hún sér sér færi, kemur hún til sinna gömlu kunningja og mans- manna; urðu þeir þá svo hissa og frá sér numdir, er þeir sáu .hana, að þeir trúðu varla augum sínum og eyrum. Sagði hún þeim ferða- sögu sína, og hlýddu þeir á með gaufgæfni, og undraðust hvað hún hefði verið áræðin, ]>olin og j>rautgóð, og þó mest, að henni skvldi aldrei fallast hugur, og rata yfir fjöll og firnindi. Síðan segir hún þeim, hver sé fyrirætlun sín með dóttur sína. Henni var þá sagt, að húsbóndi hennar væri dauður, og eigi nú að selja allar eigur hans við opinbert uppboð, mansmenn eins og livað ann- að. Henni var þá líka sagt, að húsbóndi lienn- ar hafi orðið sem óður af bræði, er hún var horf- in og föruneyti hennar, alls 10 saman, og því sent leitarmenn og sporhunda í ýmsar áttir, til að hafa strokumenn uppi, en allir komu aftur við svo búið. Hann skeytti því skapi sínu á dóttur Katy, pyntaði hana til sagna og kvaldi ýmsum kvölum, svo að henni var naumast ætl- að líf, og væri hún enn ekki orðin heil örkumla sinna og misþyrminga. Katy ásetti sér nú með sinni venjulegu hug- dirfð og framkvfemdarþreki að flýja næstu nótt. Mansmennirnir komu nú með dóttur hennar, og liún var varla ýerðafær. Ekki brá Katy henni einu orði um það, sem orðið hefði, né mintist á, að hún hefði nú henn- ar vegna orðið að stofna sér í lífshættu; öllu var gleymt, sem liðið var, allur hugurinn stefndi fram á við. Katy lagði nú af stað með dóttur sína og alla svertingjana með sér, og báru þeir hver um sig sinn fatnað. Fyrir miðja nótt' vora þær komnar á leiðina, og fylgdu þeim tveir efldir svertingjar, er þráðu lausn sína af öllum huga. Þess var líka brýn þörf, að þeir vora með í för- inni, því að dóttir Katy gafst brátt upp, af því hve húsbóndi hennar hafði leikið hana illa, en svertingjarnir bárn hana til skiftis, hugrakkir og þolgóðir, yfir ár og aðrar tofrærur. Sá ljósengill, sem Guð hafði sett á himininn til að beina farmönnum veg yfir hinn geysivíða, bárótta útsæ, og flóttamanninum úr ánauðinni til frelsisins, norðurstjarnan eða sjófarstjarn- an, skein nú svo skært fyrir Katy og samferða- mönnum hennar, og beindi henni hina réttu leið. A þessari ferð kom í ljós hið dæmafáa glögg- s'kj^gni hennar; allstaðar gat hún rakið hina fyrri leið sína, þó að enginn sæi þess merki, að þar hefði nokkur maður stigið fæti áður; hún vissi það eitt, að þessi leið lá í átthaga frelsis- ins. 0g þó furðu mætti sæta, þá hafði hún aftur upp á heimili velgjörðamanns síns. í einum efsta glugganum logaði Ijós, og sást af því, að einhverjir voru enn á flakki í húsinu. Fylgdarmenn hennar leituðu sér skjóls undir húsunum, en hún drap á dyr óttaslegin. Það var velgjörðamaður hennar, sem kom til dvra; hann bauð henni þegar inn og að þiggja gist- ingu, og lét koma með stól handa henni fram í forstofuna. Enga sá hún fleiri á ferli, en uppi vfir sér hevrði hún mannamál og fótatak, og heyrði einhvem gráta. Henni var þá sagt, að vei'kindi og sorg væri í húsinu, og að dóttir hús- bóndans, sem hjálpað hefði móður sinni til að þvo fætur barnanna og binda um sár þeirra, lægi nú fyrir dauðanum. Valmennið góða skýrði henni nú klökkum rómi frá sjúkleika dóttur sinnar og væntanlegum viðskilnaði hennar, }>á er hann var að vísa Katy og fylgdarmönnum hennar á sömu hlöðuna og áður. Heyhrúgan lá þar enn. Og svo hryggur, sem velgjörðamað- ur hennar var, gleymdi hann þó ekki að ala önn fyrir þörfum náunga síns. Hann veitti komumönnum eins og áður hinn bezta bein^, færði þá í nýjan fatnað og sagði þeim, að þau þyrftu alls ekkert að ugga um verúd sína, held- ur sofa og hvílast sem bezt þau gætu. Morguninn eftir segir hann Katy, að dóttir sín sé dáin, en eigi að síður lét hann sonu sína fylgja þessum flóttamönnum til næstu póst- stöðva; þaðan af voru þau óhult og fengu hið langþráða frelsi úr ánauðinni, er Katy hafði unnið að að ná, í meir en 20 ár. — Þetta er nú sagan. Var Katy ekki sönn hetja, þó að svört væri og ekki annað en am- bátt grimmúðugs húsbónda. Sagan er eitt af hinum mörgu dæmum um ánauð svertingja í Bandaríkjunum fyrir daga Lineolns. Var þess nú skamt að bíða að hann settist að stjórn og frelsaði þá alla úr ánauð- inni. — Heimilisblaðið. STEINDÓRS-KVIÐA Hinrikssonar frá Dalhúsvm i Suður- Múlasýslu, 1927. Alinn upp við frost og fannir fjalla milli á Austurlandi, þar sem Norðri ví'kingsveldi víða rendi heljargandi. — Líka sól og sumargleði, simnanþev og blómaskrúða, vorsins dýrð og haustsins helgi, hrímperlur og daggarúða. Þessum mögnum merktur ertu, — mundi þjóð ei hollast vera sinnar eigið ættarmótið öðra prjáli framar bera? Hefir þú í fangbrögð farið, fullhuginn, við elfar-tröllin. Sigur vanstu í vatnasennu, varstu í ætt við straumaföllin. Hesta kost þti alt af áttir allra beztan þar um slóðir, kunnir að meta “þarfa þjóninn”, þið vorað jafnan vinir góðir. Marga stranga og harða hildi háðir þú á fjallvegunum, þegar ei var um þær slóðir öðrum fært en karlmennunum. Harðnaði skap, er skygði á fjöllin, skeyttir lítt um veðarróstur, þó að flestum öðrum ægði, ekki hræddist Steindór póstur. Aldrei mun þér vinfátt verða, verk þín eru ei skráð í sandi, því mun lifa mæt hjá mengi minning þín á Austurlandi. Heimilsbl. K. II. Bjarnason. HEIMILISRÁÐ. Fitifblettum á eldhúsborðum og öðrum ómál- uðum munum úr tré, má ná butru með pípuleir; er vaíni helt á leirinn og hrært í, þangað til það er orðið að þunnum graut. Þessi grautur er svo borinn á fitublettinn og núinn inn í liann, og látinn sitja, þangað til hann er orðinn þur. Að ]>ví búnu er borðið ræstað á venjulegan hátt, og er það þornar aftur, er fitubletturinn horfinn, ef hann er ekki mjög djúpur; annars verður að bera á aftur. Gullsnúrur og silfursnúrur á einkenmsbún ingum þola ekki áhrif loftsins. Það er því snjallræði, er menn hafa notað þann fatnað, og hengja hann upp, að vefja silkipappír um gullsaum allan, silfursaum og hnappa, og hylja síðn allan einkennisbúnaðinn líndú'ki. Séu fitublettir i pluss-stólumi o.s.frv, má oft ná þeim úr með því að leggja vatt-stykki, sem helt hefir verið yfir litlu einu af steinolíu, yfir blettinn. Ekki má þrýsta vattinu niður í pluss- ið. Þetta er svo gert aftur og aftur, þangað til bletturinn er horfinn, og það verður ef plussið er vel burstað að ofan.— Hmbl. \ ----------------------- II rafnab l eikingin. Einu hinni fann maður nokkur hreiður fult af hrafnsungum. “Látum okkur sjá,” hugsaði hann með sér. “Skyldi ekki mega takast að bleikja þessa fugla meðan þeir eru nýfiðraðir? Eg gæti þá að líkindum hæglega lifað á því að sýna þá, því það er almæli, að hvítur hrafn sé heimsins mesta undur.” Hugði maðurinn sér til hreifings og var von- aröruggur um að þetta mundi lánast; bar hann hrafnsungana dags daglega út í sólskinið og jós yfir j)á vatni af mesta kappi, en þar stoðaði eng- inn yfiraustur og engin bleiking, þeir urðu, sem nærri má geta, engu hvítari fyrir það. “Æ,” sagði hann þá við sjálfan sig, “það vildi eg að mér hefði hugkvæmst í fyrstu, að það er fyrir gýg að eyða tíð og erfiði upp á fugla þessa, því nú þykist eg skilja, að það sem þegar fæðist svart af eðli sínu, það muni engin mann- leg íþrótt geta gert hvítt. Enda segir líka mál- tækið, að “alla daga verði svertinginn svart- ur.” — Stgr. Th. þýddi. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: '21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN * 1«L lögfræðlngar. Skiifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Pho.ne«: 26 849 og 26 848 DR ,0. B.TORNSON 2Jp6-220 Medical Arts Bldg. CoiC Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St„ Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islenzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 161 Pelr hafa etnnig akrifatofur að Lundar, Riverton, Gimll og Plæy og eru þar að hitta & eftlrfylgj- andi tlmum: . Lundar: Fyrsta miðvlkudag, Riverton: Fyrstia fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikud&g, Piney: priðja föstudag I hverjum mánuði DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) fslenzkur lögmaður. 704 Mining Exehange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21033. Heima 71753 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. , Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 DR. A, BLONDAL Medlcal Arta Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Offiee Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B.. Lögfræðingur / 709 Electric Chambers Talsími': 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. Residence Office Phone 24 206 Phone 24 107 E. G. BALDWINSON, LL.B. Barrister 905 Confederation Life Bldg. Winnipeg. DR. J. OLSON Tannlækulr 310-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bt*. Phone: 21 834 Heimllls Tals.: 38 <28 A. C. JOHNSON 907 Confederatlon IJfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifrelða ábyrgð- lr. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofusími: 24 263 Heimasími: 33 328 DR. G. J. SNÆDAL Tannlieknlr • 14 Somerset Block Cor. Portage Ave.' og Donald St. Talslmí: 28 889 J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 s Insurance Real Estate Mort, gagea 600 PARIS BLDG.. WINNIPEG. Phones: 26 349—26 340 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Sími 30 877 Emil Johnson SERVIOE EI.EOTRIO Rafmagns Contractlng — Allskyns rafmagnsdhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary elda- vélar og hefi þœr til sýnis á verk- stœði mínu. 524 SARGENT AVK. (gamla Johnaon’s bygglngln viB Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Heima: 27 286 G. W. MÁGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street C'Þriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 á. h. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke ftt. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beeUL Ennfremur selur hann ellakonar minnisvarðla og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Helmllis Tals.: 58 801 Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafðður. Annast einnig um aliar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg FOWLER OPTICAL gj; CORONA HOTEL 189 Notre Ilarae East Verð herbergja frá $1.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 ^OW^LE^^B ETT E Rj 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS r . DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 572 Toronto St. Phone 71 462

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.