Lögberg - 08.11.1928, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓYEMBER 1928.
Elzta Eimskipa-samband Canada.
1840—19*8
SkrifiO til:
THE CUNARD EINE
270 MAIN STREET,
WINNIPEG, MAN.
Cunard ©imskipafélagiíS býSur fyrirtaks fólks-
flutninga sambönd viö Noreg, Danmörk,
Finnland og Island bæðl til og frá canadísk-
um höfnum, (Quebec í sumar).
Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný-
lendu- og innflutningsmála skrifstofu 1 Win-
nipeg og getur nú útvegað bændum skandl-
navískt vinnufólk, bæði konur og karla.
Skrifið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs
félags, er veita mun allar upplýsingar ó-
keypis.
J>að er sérstaklega hentugt fyrir fólk, sem
heimsækja vill skandinavísku iöndin, að ferð-
ast með Cunard skipunum.
Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun-
ard félagið býður, er það að veita gestum
tækifæri á að svipast um I London, heimsins
stærstu borg.
eða til
10,053 Jasper
Ave.
EDMONTON
eOa
209 Eight Ave.
CALGARY
eOa
100 Pinder
Block
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Office: 6th Floor, Bank of Hamilton Chambers
' - ' —
Sendið korn yðar
tii ♦
UNITED GRÁ N GROWERS1?
Bank of Hamilton Chambers Lougheed Building 1
WINNIPEG CALGARY
Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.
McLean, eða þá að fara inn í bæinn og tala við
föður hennar. Hvað átti liann að gera?
RAUÐK0LLUR
EFTIR
GENE STRATTON-PORTER.
Þeir héldu uppi leitinni nóttina og voru
þeir McLean og Duncan fyrirliðamir, og hið
sama gerðu þeir næsta dag. En það kom fyrir
ekki, Jack fanst hvergi. Njósnarar voru send-
ir þangað, sem hann átti heima, en þar hafði
hans ekki orðið vart og hann kom þar hvergi
nærri.
Máttur æskunnar er mikill. Það þurfti lítið
annað en heitt bað og góða næturhvíld, til þess
að Rauðkollur yrði jafngóður eftir alt það
skakkafall, sem hann hafði orðið fyrir. Nokk-
urn veginn hið sama mátti segja um Engilráð.
Rauðkollur kom til vinnu sinnar morguninn eft-
ir, eins og vant var. Þar var alveg óvanalega
margt um manninn. Flestir vora að leita að
Jack, eða J)á að gr enslast eftir, hvort hann
hefði fundist. En þar að auki voru þarna fjór-
ir nýir, stórir og hraustlegir s'kógarverðir. Hann
gat ekki neitað því, að inst í hjarta sínu fagnaði
hann yfir Jiví, að þessir menn skyldu vera þarna
komnir. Um hádegisbilið setti McLean Duncan
yfir mennina, sem þarna voru, en fór sjálfur til
bæjarins og tók Rauðkoll með sér, og vildi hann
vita hvemig liði. Hann kom við í blómahúsinu
og keypti fallegan blómvönd til að færa henni.
Þegar þeir komu að húsinu, tók Fuglamærin
á móti þeim og spurði McLean þegar, hvernig
Engilráð liði. Hún sagði, að henni liði vel.
Hún væri að vísu dálítið marin og hún væri
þreytt, og líriknirinn hafði sagt að það væri
bezt fyrir hana að vera í rúminu svo sem einn
eða tvo daga, en það væri nú enginn hægðar-
leikur að fá hana til að vera í rúminu. McLean
sendi henni blómvöndinn, en fékk þau boð strax
um had, að hania langaði til að sjá þá.
Þegar þeir komu inn í herbergið til hennar,
rétti hún McLean báðar hendurnar. “Hvað er
það, þó þetta eina ómerkilega tré sé fariðf Yð-
ur þykir ekki mikið fyrir þvíf Þér vitið, að
Rauðkollur hefir reynst yður trúrri heldur en
nokkur annar maður fyr eða síðar. Þér gleym-
ið því ekki, hvað hann varð að líða fyrst eftir
að hann tók við þessu starfi, og hvað hann sýndi
mikla stillingu og þolgæði og hugrekki í öllum
þeim hættum, sem hann varð að ganga í gegn-
um, og þér gleymið ekki einverunni og leiðind-
unum, sem hann átti við að búa og hrakviðrun-
um, sem hann varð að þola. Eg er viss um, að
þér látið hann ekki finna það í neinu, að yður
íinnist að hann hafi brugðist trausti yðar. Lát-
ið þér hann finna, að hann hafi ekki gert þetta
alt til einskis. Látið þér hann finna, að þér
kunnið að meta það, að hann hefir sýnt miklu
meiri trúmensku og hugrekki og dugnað, held-
ur en þér, eða nokkur annar gat búist við ”
Tilfinningar hennar báru hana ofurliði dá-
litla stund, en hún náði sér fljótt aftur og hélt
áfram:
“Eg var að hugsa um þetta áður en þér kom-
uð. Þessir tveir menn, sem fóru með tréð, eru
áreiðanlega bara ragmenni. Þeir hafa bara
verið að hugsa um að sleppa sjálfir. Eg er al-
veg viss um, að þeir hafa aldrei 'farið með tréð
út úr skóginum. Áður en þér verðið meira óá-
nægðir út af þessu, ]>á ættuð þér að fara og sjá
hvort tréð er ekki enn þaraa í skóginum. Eg
er alveg viss um að þessir menn hafa mist
kjarkinn, þegar þeir voru komnir burtu frá þeim
Jack og Wessner, og skilið eftir tréð og farið
sjálfir sína leið. Þeir hafa aldrei haft kjark til
að fara út á alfaraveginn með það. Farið J)ið
bara og vitið hvort þið finnið ekki tréð. Þeir
hafa mist kjarkinn, þegar þeir fóru að hugsa
um, hvað þeir voru að gera, eg er viss um
það.”
“Svo er annað. Þér hafið ekki tapað veð-
málinu. Það verður aldrei gengið eftir því.
Þér veðjuðuð við þennan stutta og gilda mann,
hann er dökkhærður og rauðleitur í andliti, og
annar hesturinn, sem hann keyrir, er jarpur, en
hinn grár. Hann stóð rétt hjá yður, þegar eg
kom í gær. Hann náfölnaði og skalf eins og
hrísla, þegar hann skildi að hætta var á, að
Iþessir menn næðust. Þér getið reitt yður á,
að þessi maður hefir eitthvað við þetta að gera.
Þér talið við hann, og eftir það getið þér reitt
yður á, að þér heyrið ekki meira um þetta veð-
mál.
Svo sneri hún sér að Rauðkoll. “Þú ættir
að vera allra manna ánægðastur og glaðastur.
Vegna þess að þú hefir staðið stöðugur og
reynst trúr. Farðu þangað, sem eg segi }>ér,
og þú munt finna tréð. Eg sé alveg hvar það
er. Þegar þeir fóru upp brekkuna, þá hafa þeir
sjálfir losað um keðjurnar og látið það verða
eftir. Farðu nú og gættu að, hvort það er ekki
rétt, og þér, Mr. McLean, þér skiljið það, að
Rauðkollur hefir verið hugaður og áreiðanleg-
ur. Þér megið ekki láta yður þykja minna vænt
um hann, þó þið finnið ekki þeÚa eina tré.”
Nú gat Engilráð ekki lengur ráðið við til
finningar sínar og tárin streymdu niður kinnar
hennar. Rauðkollur gat ekki horft á það og
hann hljóp út úr herberginu, og gréí engu minna
en Engilráð. McLean tók hana svo að segja í
fang sér og kysti á kinnina á henni og strauk
um hárið á henni og fékk hana til að stilla sig
áður en hann fór.
Þeir fóru aftur til skógarins, og McLean sá
nú alt með sömu augum eins og Engilráð, og
hann var ekki lengi að koma piltinum aftur í
gott skap.
“Engilráð lætur ekki alt fyrir brjósti
brenna,” sagði hann. “Það má reiða sig á
hana. Bara trúðu á hana í blindni, drengur
minn, eins og þú hefir gert. Hún á meira hug-
rekki og fegurð en flestar aðrar stúlkur.”
Rauðkollur sainþykti þetta viðstöðulaust.—
Eftir litla stund sagði hann: “Það kemur víst
ekki til n,okkurra mála, að Fuglamærin komi
aftur til 'að taka myndir ? ”
“Láttu þér ekki detta í hug, að hún hætti
við það,” svaraði McLean. “Fuglamærin ger-
ir J>að sem hún ætlar sér að gera. Hún stefnir
að vissu takmarki, og hún veit, að takmarkið
næst ekki, ef maður lætur hræða sig til að hætta
við það, sem maður ætlar. Hún kemur áreið-
anlega á tilteknum degi og það er miklu líklegra
að Engilráð verði með henni. Þær eru báðar af
góðum stofni og og þær láta engan hræða sig
frá J)ví, sem þær ætla sér. Eg sagði Fuglamær-
inni áður en eg fór, að það væri óhætt fyrir þær
að koma og það er óhætt nú. Þú getur gert eins
og þú ert vanur, en þessir f jórir menn verða hér
kyrrir. Þeir gera eins og þú segir þeim. Eg
hefi stranglega bannað þeim að skjóta fuglana,
eða annars gera nökkuð, sem þú vilt ekki en
þeir verða hér og nií er ekki til neins fvrir þig
að segja orð um það. Þú ert mér of mikils
virði til J)ess að eg stofni lífi þínu í nokkra
hættu, ef eg get að því gert. Eg 'hefi of lengi
látið undan þér með það, að vera hér einsamall,
en það verður ekki lengur.” <
Eg vildi feginn, að Fuglamærin gæti aflok-
ið ])ví, sem hún ætlar að gera, og mér þætti
dæmalaust vænt um, ef þær gætu komið, sér-
staklega Engilráð. En það má ómögulega vera.
Eg verð að láta J>ær vita það. Jack tráði henni
eins og nýju neti. Þegar þeir fóru með tréð,
réðist Wessner á mig og þeir Jack og liann fóru
að hörkurífast út af því, hvort W.essner ætti að
gera út af við mig þá strax eða þeir ættu að fara
með mig að næáta tré, sem þeir ætluðu að fella.
Wessner vildi myrða mig þá strax, en Jack tók
þvert fvrir það og sagði, að það kæmi ekki til
nokkurra mála fyr en þeir væru búnir að ná
trjánum og þeir væru allir farnir. Þá gæti hann
gert við mig hvað sem hann vildi. Eg held
virkil'ega, að Jack hafi alls ekki viljað sjá, að
Wessner dræpi mig. ^Hefir kannske haldið, að
hann mundi þá missa kjarkinn og flýja, en þeir
næðu aldrei trjánum án sín. En hvað sem því
leið, þá fóru þeir með mig eins og þeir héldi að
eg væri tilfinningarlaus og bundu mig aftur.
Eg tók dálítið á móti Wessner, svo honum skild-
ist, að hann gæti ekki ráðið við mig einsamall,
og mér fanst mér aukast dálítið kjarkur við
það. Eg sagði honum, hvað eg mundi gera við
hann, ef eg væri laus, og þá tók hann kylfuna
mína og 'barði mig í höfuðið. Þegar Jack sá
blóðið strevma niður andlitið á mér, varð hann
svo æfur og reiður, sem engu tali tók, og húð-
skammaði Wessner, en hann svaraði með J>ví
jið stríða Jack á því, að hann skyldi láta Eng-
ilráð hafa sig fyrir narra. Það væri svo sem
enginn efi á því, að hún hefði farið að sækja
hjálp, og nú væri ekkert annað að gera, en að
drepa mig og flýja svo og láta trén eiga sig.
Af þessu varð Jack svo reiður, að eg hélt hann
ætlaði alveg vitlaus að verða.
Eg held hann hafi alls ekki grunað áður, að
Engilráð væri ekki alveg einlæg. Nú hamaðist
hann og lét út úr sér hin óskaplegustu hrakyrði.
Hann greip skammbyssu sína og sneri sér að
Wessner. Þá heyrðist byssuskot og skamm-
byssan datt úr hendinni á honum, og J>að blæddi
úr h.endinni og í sama bili var þeim skipað að
halda upp höndunum. Wessner hlýddi því taf-
arlaust, og Jac'k lí'ka að svo miklu leyti sem
liann gat. En liann gat ekki rétt upp nema aðra
liendina. Svo sneri hann sér að mér og sagði
mér hvað hann skyldi gera við mig, ef hann
slyppi lifandi út úr þessu. Og hann sagði Hka,
hvað hann skvldi gera við hana fyrir að drága
sig á tálar. Hann slapp, eins og við vitum, og
þetta sár hamlar hopum.ekki lengi frá því að
gera )>að sem hann ætlar sér, því það grær sjálf-
sagt fljótt. Það má reiða sig á, að hann fer
með mig rétt eins og 'hann sagðist skyldi gera,
og við hana líka, þegar hann fréttir, að það var
hún, sem kom upp um hann. Hann hefir lifað
r skógunum alla sína æfi, og allir segja, að
skógarnir séu griðastaður fyrir óbótamenn og
illþýði. Hann þekkir þar öll fylgsni betur en
nokkur annar maður. Þar er hann nú, og hann
heldur í sér lífinu einhvern veginn. Ef þér
hefðuð séð hann, eins og hann var þá útlits og
heyrt hvað hann heitstrengdi, þá munduð þér
ekki efast. Eg er1 ekki laus við hann enn, og
það, sem verst er, að hún er líka í hættunni og
það mín vegna..”
“Eg fer nú rétt núna að byrja að fást við
hann fvrir alvöru,” sagði McLean og varð
þungbúinn á svipinn. ‘ ‘ Eg hefi verið hingað til
alt of hugsunarlaus og seinlátur og haldið, að
hættan væri ekki önnur en sú, að eg kanuske
tapaði einu, eða í mesta lagi fáeinum trjám; en
nú hefi eg sent eftir tveimur leynilögreglu-
mönnum, þeim allra beztu, sem hægt er að fá.
Þeir annað hvort finna hann, eða hann verður
að hafa sig svo langt burtu, að hann gerir okk-
ur ekki skaða eða ónæði. Eg held ekki, að hann
sé í skóginum núna. Eg held hann hafi komist
burtu í nótt, þó við reyndum að hafa sterkar
gætur á honum. Yertu óhræddur. Eg lít eft-
ir þessum pilti nú, og þú mátt vera viss um, að
eg sýni honum enga vægð.”
“Eg vildi bara, að þér hefðuð séð hann og
heyrt, ” sagði Rauðkollur og lét ekki sannfær-
ast.
Þeir voru komnir út í skóginn og fóru sömu
leiðina eins og ]>ær Fuglamærin og Engilráð
höfðu farið þarna. Fundu J>eir tréð, sem stolið
liafði verið, svo að segja þar sem Engilráð
. hafði sagt, að það mundi vera. Þegar McLean
kom til manna sinna, þar sem þeir voru að
vinna, átti hann tal við manninn, sem Engilráð
hafði sagt honum að eitthvað mundi vera við
þennan }>jófnað riðinn og sannfærðist hann
fyllilega um, að einnig þar hafði Engilráð haft
fyllilega rétt fyrir sér. McLean hafði samt
engar órækar sannanir gegn honum, svo hann
gat ekki annað gert, en láta hann fara. En
maður þessi vildi gjarnaii_ vera laus við þetta
mál og sagðist aldrei mundi ganga eftir veð-
fénu.
McLean fékk sér nokkra hunda, sem áttu
að hafa upp á Jack, en það hepnaðist ekki. Þeir
röktu spor han® víða um skóginn og út úr hon-
um, en ekki fanst Jack að heldur. Þetta varð
þó til þess, að menn sannfærðust um, að hann
væri ekki þar í nágrenninu, og þótti öllum gott
til ]>ess að vita. En öllum þótti ilt, <að hann
skyldi hafa sloppið, sem sjálfsagt var pottur-
inn og pannan að þessu öllu saman, en þótti lít—
ið til 'koma, þó Wessner hefði náðst, því hann
væri ekkert nema tól í höndum Jacks.
Rauðkollur gat með engu móti gleymt þeim
heitingum, sem Jack hafði látið sér um munn
fara. Þau óskapa orð hljómuðu enn í eyrum
hans. Nú kveið hann fyrir því að ]>ær, Fugla-
mærín og Engilráð, kæmu, og þegar hann sá til
þeirra koma, varð hann að taka á öllu sínu
þreki. Hann sagði hjálparmönnum sínum fyr-
ir, eins og honum þótti bezt henta, en hann
krafðist þess, að Engilráð færi ekkert burt úr
kerrunni og ekki tók hann hestinn frá 'kerrunni.
Hann fór með Fuglamærinni til að hjálpa
henni að taka mynd af unganum, sem gekk ó-
vanalega vel í þetta sinn, vegna þess að umferð-
in hafði verið svo mikil um skóginn, ]>á höfðu
stóru fuglarnir orðið liræddir og ekki fært hon-
um nóg að éta og Rauðkollur hafði líka gleymt
honum síðustu dagana. Varð hann því spakur
mjög, þegar Fuglamærin færði honum ýmislegt
góðgæti og hún náði ágætri mynd af honum.
Fuglamærin vildi taka fleiri myndir, en þá
sagði Rauðkollur henni hverju Jack hefði hót-
að. Hann bað hana að fara hehn með Engil-
í'áð og gæta hennar vandlega meðan Jack væri
ófundinn. Hann langaði til að segja henni sem
nákvæmast af þessu, en vildi hins vegar ekki
auka lienni áhvggjur fram vfir það, sem nauð-
svnlegt var. Hann sagði henni því ekki nema
lítið eitt, en sá svo eftir því, þegar hún var
farin, að hann skyldi ekki segja lienni alt.
XIV. KAPITULI.
Einu sinni, þegar McLean kom á heimili
Duncans, spurði Mrs, Duncan livort hann vissi
hvernig ástatt væri með Rauðkoll. “Hann lief-
ir ekki sofið nú í einar fimm nætur. ”
“Hvað gengur að drengnum?” sagði Mc-
Lean. “Það er engin þörf á því, að hann sé úti
í skógi á nóttunni, því nú eru nógir menn þar á
verði. Eg hafði enga hugmynd um, að hann
væri ekki-heima á nóttunni.”
“Hann er e'kki hér,” sagð-i Mrs. Duncan.
“Hann fer eitthvað annað. Þegar við erum
háttuð, þá tekur hann hjólhestiim sinn og fer
eitthvað burtu, og hann er orðinn svo vesaldar-
legur, að það tekur engu tali. ’ ’
“En hvert fer hann þá?” spurði McLean.
“Mér líkar ekki að segja mikið um aðra,”
sagði Mrs. Duncan, “en samt mundi eg nú segja
yður þetta, elf eg vissi það. Eg ve'it ekki livað
gengur að honum. En ef þessu heldur áfraim,
má reiða sig á, að hann verður bráðum fár-
veikur maður og kanns'ke deyr. Og eg held
þér ættuð að komast eftir hvað er að og reyna
að hjálpa honum. Það er áreiðanlegt, að það
er eitthvað alvarlegt, sem að honum gengur. ”
McLean sat góða stund án þess að segja
nokkurt orð.
Loksins sagði hann: “Eg býst við, að eg
renni grun í hvað að er, eða eg ætti þá að geta
komist að því, að minsta kosti. Þakka yður
'kærlega fyrir, að segja iner frá þessu.”
“Ef þér farið og sjáið hann, þá þarf ekki
að segja yður meira um þetta. Það lqynir sér
svo seml ekki, hvernig drengurinn er útlits,”
sagði Mrs. Duncan.
McLean reið út í skóg. Hann fór ekki af
baki, en beið í forsælunni eftir Rauðkoll. Það
mundi ekki líða á löngu þangað til hann kæmi,
ef hann héldi vana sínum.
McLean sá hvar Rauðkollur var á ferð.
Þegar hann kom að læknum, settist hann á
brúna. Hann reyndi að loka augunum, en hann
gat ómögulega haldið þeim lokuðum. Útlit lians
bar þess ljós merki, að hann var óstyrkur og
úttaugaður.
Hann virti fyrir sér lækinn og hið afar mikla
og stórvaxna blóms'krúð, sem óx meðfram hon-
um báðu megin. Blómskrúðið var þarna svo
fagurt og margbreytilegt, að Rauðkollur
gleymdi um stund öllu öðru, en dáðist að því.
Dæmalaust var Limberlost skógurinn annars
fagur, og tignarlegur. En hann var líka
ægilegur, óttalegur. Hann gejundi leifar
margra manna, sem þar höfðu látið lífið og flest-
ir með hryllilegu móti. Og það hafði legið svo
afar nærri, að hann yrði einn af þeim.
Þegar hann sat þaraa, kom grár og loðinn
haus upp úr vatninu. Hann var forvitnisleg-
ur og leit í kring um sig. Rauðkollur greip
skammibyssuna. Þessi skepna kom lengra og
lengra upp úr vatninu. Rauðkolllur leit á
hendina á sér og sá sjálfur, að hún skalf, og
hann hélt naumast að til nokkurs væri fyrir
sig að skjóta. En hann miðaði sem bezt hann
gat, og lét skotið ríða af og oturinn lá hreyfing-
arlaus. Hann flýtti sér ofan að vatninu til að
ná í oturinn og koma honum upp á bryggjuna,
sem hann hafði þó naumast nóga krafta til.
Þetta kom honum til að hugsa um það, sem hann
hafði reyndar veitt eftirtekt áður, að kraftar
hans voru að ganga til þurðgr. Hann gat ekki
þolað þetta mikið lengur. Engilráð var stöð-
ugt fvrir hugskotssjónum hans, og í sífellu
hljómuðu fyrir eyrum hans ókvæðisorð þau, er
Svarti Jack hafði út úr sér látið viðvíkjandi
Engilráð. Það var ekki úm að villaist, að ann-
aðhvort varð hann að tala um þetta aftur við
Faðir Engilráðar var honum næsta ókunn-
ugur og það var ekki nema sennilegt, að hann
tæ'ki meira tillit til þess, sem McLean segði.
Mundi liann þá, að McLean hafði sagt, að hann
ætlaði að koma ]>á um morguninn. Það liafði
aldrei fyr komið fyrir Rauðkoll að gleyma öðru
eins óg þessu. Haim flýtti sér nú eins og hann
gat, þó hann ætti erfitt með að hlaupa. Einn
skógarvörðurinn var þar rétt hjá og Rauðkoll-
ur bað hann að sækja oturinn og koma honum
lieim til Duncans, því hann þyrfti að flýta sér,
til að hitta húsbóiidann, og hann hitti hann fyr
en hann sjálfan varði.
McLean sagði ekkert. Mrs. Duncan hafði
komið honum til að trúa því, að það væri eitt-
hvað meira eða minna rangt við Rauðkoll.
Ilann sá nú með eigin augum, að hún hafði haft
rétt að miela. Vesalings drengurinn var orð-
inn svo vesaldarlegur, að það var ósköp að sjá
hann. Hann 'seildist til hans af hestbaki og
dróg hann til sín og klappaði á herðarnar á
honum og sagði:
“Vesalings góði drengurinn minn, segðu
mér hvað að þér gengur og eg skal reyna að
bæta úr því, ef eg mögulega get.
Rauðkollur hafði vafið lokk úr faxinu á
Nellie um fingur sér. Þegar liúsbóndinn talaði
svona hlýlega til lians, færði hann sig enn nær
honum og McLean fann, að hann skalf eins og
hrísla. McLean þrýsti honum enn fastara að
sér og beið þess, að Rauðkollur tæki til máls.
Þegar vörðurinn 'kom með óturinn, ságði
McLean honum að leggja hann þar niður og
fara til baka.
“Heyrðu, Rauðkollur minn,” sagði Mc-
Lean, “viltu segja mér þetta sjálfur, eða verð
eg bara að reyna sjálfur að komast eftir því
sem bezt eg get?”
“Eg verð að segja yður alt,” sagði Rauð-
kollur. “Eg get ekki annað. Eg ætlaði einmitt
að fara til yðar, en þá mundi eg eftir því, að
þér ætluðuð að koma í dag. Eg get ekki borið
þetta lengur einsamall.”
Hann leit upp og starði út í loftið og það
var eins og andlitið yrði dálítið harðneskjulegt
í svipinn. Hann var vafalaust að reyna að
safna saman öllum þeim 'kjarki, sem hann átti
til í eigu sinni.
Akureyri, 2. okt.
Anna Sighvatsdóttir, heitir ný
skáldsaga, eftir séra Gunnar Ben-
ediktsson í Saurbæ, er kemur á
bókamarkaðinn í dag.
óvenjulegur síldarafli í lagnet.
Páll Halldórsson á Svalbarðseyri
fékk 35 tunnur í gær, voru fjórar
tunnur til jafnaðar í neti. Síldin
er upp við landsteina. Slikur lag-
netjaafli hefir ekki fengist hér
síðustu 30—40 árin.
'Sláturtíð stendur hér nú sem
hæst. Er fjártaka hér óvenjulega
mikil. Reka Skagfirðingar og
Þingeyingar fé sitt hingað með
mesta móti. Kaupfélag Eyfirðinga
lætur nú slátra, daglega í hinu
stóra, nýtízku sláturhúsi sínu frá
1000—1200 fjár. — Góðar horfur
á kjöt og gæruverði.