Lögberg - 08.11.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.11.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN S- NÓVEMBER 1928. Bls. 5 I meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. rækt, t. d. silfur - tóu rækt (Silver Fox farming). Þeta hefir tekist S'vo vel, að félög og einstaklingar hafa víða tekið þetta fyrir sig. Það virðist, að þessi atvinnugrein eigi mikla framtíð, því nú er far- ið að gera tilraunir með að rækta ýms önnur dýþ, og tekst þetta vel. — Vilji menn setja sig inn í þetta og læra þessa atvinnu, er enginn efi á því, að þeir hafa drjúga peninga upp úr því. Loð- skinn hækka alt af í verði. Stór- bretaland og Bandaríkin kaupa langmest af loðskinnum sínum frá Canada. Fylkið, sem mest framleiðir af loðskinnum, er Manitoba. — Upplýsingar um dýrarækt fást á stjórnarskrifstofum; skal snúa sér til Department of Agricultuer í þessu sambandi, hvort heldur skrifað er til Ottawa eða Winni- peg. kanna ýmsa staði í norðurhluta fylkisins á þessu sumri. Eiga þessir sérfræðingar svo að benda fólki á þá staði, sem þeim finst muni vera líklegir til að geyma málma — og það í svo ríkum mæli, að vert ’sé að leggja fram peninga til frekari könnunar. Ontario og British Columbia framleiða nú meira af málmi held- ur en nokkur önnur fylki, en þess verður ekki langt að bíða', að Que- bec og jafnvel Manitoba, fari einnig að framleiða mikið af málmi. í Sudbury héraðinu í Ontario, er framjeit meira af “nickel”, en nokkurs staðar annars staðar í heimi. Nemur þessi framleiðsla um $30,000,000 á -ári. Cobait- héraðið hefir ákaflega auðug- ar silfurnámur. 1 Temiskaming- héraðinu, og þá sérstakega í kring um Kiriand Lake, hafa fund- ist mjög auðugar gullnámur. í Manitoba hefir gull fundist víða austan við Winnipegvatn. Eru mörg félög að kanna það landsvæði og láta vinna námur, sem þar hafa fundist. Central Manitblba Minels Ifélagið er nú þegar farið að taka gull úr námum sínum. í norðurhluta fylkisins, í Flin Flon héraðinu, hafa fund- ost koparnámur svo auðugar, að naumast munu aðrar eins hafa fundist áður. Á nú að fara að vinna þessar námur, þegar bú- ið að leggja járnbraut, sem tengir Flin-Flon héraðið við Hudson Bay brautina. Ef námurekstur held- ur áfram í austurhluta fylkisins, eins og verið hefir þessi síðustu ár, þá verður ekki langt þess að bíða, að járnbraut verði lögð norður með Winnipegvatni að austan. Þegar maður aðgætir, að þetta er alt rétt að byrja, að mjðg lítið af þessu landflæmi, sem virðist víðast hvar hafa málma að geyma, hefir verið kannað, hlýtur maður að komast að þeirri niðurstöðu, að hér séu mörg góð tækifæri fyr- t ir unga, dugandi menn að leita sér fjár. Ný námafélög eru alt af að taka til starfa og þúsundir manna hafa nú atvinnu við nám- ur eða vinnu, sem að námarekstri lýtur. Þetta hlýtur alt af að aukast, því ^nn eru stór auðæfi ófundin. Þeir, sem vildu kynna sér þetta betur, geta fengið allar nauðsyn- legar upplýsingar með því að skrifa til Department of Mines, Ottawa, og biðja um skýrslur þær sem þeir helzt vildu sjá. Landmæl- ingamenn stjórnarinnar kanna stór héruð á ári hverju og semja nákvæma skýrslu yfir starf sitt. Þessar skýrslur, eða útdrættir úr þeim, er u svo sendar þeim, sem um þær biðja. Ontario og Manitoba stjórn- irnar hafa einnig námuskrifstof- ur — Department of Mines. Með því að skrifa til Department of Mines, Toronto, Ontario, mun sá, sem vill, geta fengíð uppiýsingar viðvíkjandi námum í Ontario. — Skrifstofa Manito-ba stjórnarinn- ar er í Winnipeg, og verður því þangað að senda beiðni um upp- lýsingar viðvíkjandi námum i Manitobafylki. Þessi tækifæri, að fá áreiðan- legar upplýsingar, ættu menn að nota sér. En það eru fleiri auðæfi en málmar í Nofður Canada. Hér er framleitt meira af loðskinnum, en í nokkru öðru landi. Árið 1920 fengu veiðimenn í Canada yfir 21 miljón dala fyrir loðskinn sem seld voru. Winnipeg er nú að verða mesti loðskinna markaður hér í álfu. 1 mörg undanfarin ár hafa ýmsir gefið sig við dýra- Frá Gimli. Það skeður ekki á hverjum degi, að maður sitji vanalega þveginn, greiddur og skoðaður í spegi, í skárstu fötunum sínum, horfi stöð- ugt á brúðurina 78 ára gamla og brúðgumann 88 ára gamlan, sitj- andi á brúðarbekknum á 60 ára brúðkaupsafmæli þeirra. — En þetta gjörðum við hér á Betel fyr- ir mánuði síðan, þann 7. október. — Brúðhjónin sátu í öndvegi, í nokkurs konar æðri bekk. Hún, brúðurin, eins og fögur rós á haustdegi, en hann, brúðguminn, eins og þreytt og hugró hetja, sem sigrað hefir, nýkomin úr síð- asta bardaganum. Hún var í ó- sköp fallegum kjól, með^ rós á höfðinu, sem eg veit ekkert hvað kallað er. ( Minti búningur hennar mig á að fegurðartilfinning henn- ar var ekki dáin enn, þó æsku- blóminn væri horfinn. Hann, brúðguminn, sat þar við hlið henn- ar í skrautlausum sparifötum, sem að mintu mig á, að hin þunga alvara lífsins var ekki með öllu horfin en, þó árin væru orðin nógu mörg til að sanna máltækið, að “tvisvar verður gamall maður barn. Þessi heiðurshjón heita: Hjálm- ar Hjálmarsson og Jófríður Jós- efsdóttir, bæði ættuð af Breiða- firði, gefin saman í hjónaband 9. október 1868 í Helgafellskirkju í Snæfellnesssýslu af séra Eiríki Kuld í Stykkiahólmi. Heima á íslandi bjuggu þau hjón búi sínu, góðu búi. En eft- ir að hingað kom til Ameríku, hefir hann fengist mest við. smíð- ar, á meðan hann vann. — Síðan þau hjón komu hingað til veru á Betel, eru nú 8 ár. Núna fyrir mánuði síðan komu hingað þrjú börn þeirra hjóna, Mr. Hjálmar Hjálmarsson, með konu sinni, og tvær systur hans giftar, til þess á rausnarlegan hátt, hvað alúð, gleði og veitingar snerti, að minnast þessa demantsbrúðkaups. —Eins og gengur, var drukkið og borðað, sungið og spiiað á hljóð- færi, og ræður haldnar af þeim, sem andinn kom yfir. Tóku allir viðstaddir giaðir og ánægðir í hendina á gömlu brúðhjónunum, og láskuðu þeim hjartanlega til hamingju. Gömlu hjónin langaði hálft í hvoru til, að vinir þeirra, bæði hér í Ameríku og ekki síður þeir heima á íslandi, vissu um þetta atvik, og skemtilega tilhald hér á Betel, í tilefni af því, og héldu jafnvel að. sonur þeirra, Hjálmar, mundi biðja annan hvorn ritstjór- anna íslenzku blaðanna, að geta um það í blöðunum. En svo hefir hann máske haldið, að einhver annar myndi skrifa um það héðan frá Betel. Og því hefir þetta dregist svona lengi, að lofa vinum og vandamþnnum að sjá það í blöðunum. 5. nóv. 1928. J. Briem. slit skáimaði einn af þeim ó- ‘boðnu, Sigfús Halldórs frá Höfn- um, upp að aitarinu og lét mikil- lega. Heyrðist lítið af því, er hann sagði, annað en þettaf “Dr. Brandson, bíddu, heyrðu nú Dr. Brandson, vertu maður!”” Eg er þess fullviss, hr. rit- stjóri, að þér leyfið mér fúslega rúm til þess að leiðrétta þá mis- sýningu og misheyrn, er hefir valdið þessum ummælum. Mér var enginn stráksskapur í hug frá því eg kom inn í kirkjuna og þangað til eg fór út úr henni, enda | stóð eg hvorki upp? né hreyfði mig, sagði ekki orð eða gaf hljóð af mér á nokkurn hátt, er trufla mætti fundinn hið minsta frá því Dr. Brandson setti fund, unz hann sleit honum. Orð þau, sem eftir mér eru höfð, sagði eg heldur aldrei. Þegar eg var kominn upp á hápallinn, er Dr. Brandson var genginn ofan, sagði eg þetta, sem eg man nokkurn veginn orðrétt: “Er Dr. Brandson svo nálægt, að hann megi heyra mál mitt?” Þetta endurtók eg yfir hávaðann, unz eg kom auga á Dr. Brandson, að eg hélt áfram: “Eg skora á Dr. Brandson, að gera ekki þau fund- arslit, að hlaupa þannig af fundi, án þess að láta ganga til atkvæða á formlegan hátt, um tillöguna, sem fyrir lá. Eg vil biðja Dr. Brandson að koma upp á pallinn aftur, og láta ganga til atkvæða um tillögu Gunnlaugs Jóhanns- sonar, því það er öllum vitanlegt, að atkvæðagreiðslan, sem fór fram áðan um að loka umræðum, er engin gild bending um þaý hvort fundurinn er mótfallinn styrknum eða eigi.” — Annað sagði eg eigi. Um það, hvort eg hafi “skálm- að”, eða “látið mikillega”, er eg, ef til vill, ekki glegstur dómari sjálfur. En mér hefir oft ver- ið brugðið um annað, en að eg kynni ekki almennustu kurteisis- reglur. Það eitt er eg sannfærð- ur um, að hafi eg, þetta kvöld, að nokkru leyti brotið í bága við sjálfsögðustu hegðun siðaðra manna, þá hefi eg yfirleitt ekki hugmynd um að umgangast menn sæmilega, hvort sem fleiri eða færri eru viðstaddir. f orðum mínum og látbragði fólst engin ögrun, enda hefði eg enga afsök- un fyrir mig að bera, ef svo hefði verið, þar sem mér “hitnaði” ekki allan fundinn frá upphafi til enda. Virðingarfylst, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kórvillum öllum í ofanskráðri “Leiðrétting”, verður rækilega svarað í næsta blaði.—Ritstj. eu ekki sízt þökkum við Dr. N. Hjálmarssyni á Lundar, fyrir hans érstöku nákvæmni og mannúð. Öllu þessu fólki biðjum við þann að launa, sem alt launar. Oak Point, 31. okt. 1928. Maður, móðir og börn hinnar látnu. Þann 31. október síðastliðinn, lézt í Toronto, Ont., Sigríður Kristín, á níunda aldursári, yngsta dóttir þeirra, Mr. og Mrs. Elías Elíasson, frá Árborg, Man., efni- legasta stúlka, ein af tfjórum börnum þeirra. Dvaldi hún eystra hjá frænku sinni frá því í ágúst- mánuði og vissu foreldrar hennar ekki annað, en hún væri við beztu heilsu, þar til þau fréttu lát henn- ar.—Lögberg vottar hinum syrgj- andi foreldrum innilega hlut- tekningu í sorginní. Er faðirinn, Mr. Elíasson, heilsuveill maður, síðan í stríðinu', en kona hans sjúklingur á Ninette heilsuhæl- inu. ' ' ÞAKKLÆTI. Hér með vottum við okkar hjart- ans Iþakklæti öllum þeim, er veittu styrk og hluttekningu í veikindum Guðrúnar sál. Stevenson', er and- aðist að Oak Point, 19. september síðastliðinn. ‘Sérstaklega þökkum við þeim Jóhanni og Ingibjörgu Johnson, þar sem Guðrán sál. lá fjóra síð- ustu mánuðina og naut allrar hjúkrunar endurgjaldslaust. — Sömuleiðis þeim kö^ríunum Helgu Halldórsson og Guðrúnu Matth- ews, er gengust fyrir fjársöfnun, og öllum Oak Point búum yfirleitt fyrir göfuglyndi þeirra. — Síðast, Leiðréiting. Herra ritstjóri! í fundargerningi þeim, er blað yðar flytur hinn 1. þ.m., stendur meðal annars: “------Lá þá fyr- ir, að bera upp aðal tillöguna. Stóðu þá upp nokkrir hinna ó- óboðnu, svo sem Árni Egýertsson, Sigurður Vilhjálmsson, Sigfús Halldórs frá HÓfnum, Þorgils Þor- geirsson og Hannes Pétursson. Létu þeir óðslega mjög, töluðu allir í senn, og ýmsir fleiri, er fastast fylgdu leiðtogum sínum að málum. Leit svo út, sem styrk- þágumenn hefðu á fund komið með þeim ásetningi, að beita stráksskap.--------Eftir fundar- Svar til ritstjóra S.Hall- dórs frá Höfnum. Herra Ritstjóri! Þér hafið í blaði yðar 3. október prentað opið bréf til mín, þar sem þér vítið mig fyrir að hafa opin- berlega borið sakir á þá menn, sem sitja í hinni upphaflegu heim- ferðárnefnd. Þér hafið rangt fyrir yður í þesðu. Þrátt fyrir áskoranir úr ýmsum áttum hefi eg stöðugt neitað að segja nokkuð opinber- lega um þetta heimferðarmál eða að blanda mér í það. En snemma síðastliðið sumar fékk eg bréf um málið frá gömlum vini mínum og skólabróður, dr. Sig. Júl. Jóhann- esyni, og í svari mínu til hans lét eg í ljós skoðun mína á málinu. Þetta var prívat bréf og átti alls ekki að koma fyrir almenning^- sjónir; en nú hefir hann án vilja míns og vitundar birt nýlega kafla úr því í Lögbergi. Þetta er alveg ótilhlýðilegt og verður hann sjálfur að bera ábyrgð á því. Meira þyrfti eg í rauninni ekki að segja til svars bréfi yðar. En úr því nú svona er komið, er það sjálfsagt bezt, að eg geri grein fyrir því, hvernig eg lít á þetta deilumál ykkar um heimferðina og styrkbeiðslu nefndarinnar. Það mál verður að skoða í sögulegu samhengi og frá sjónarmiði ís- lendinga, hverra gestir þið ætlið að vera á Alþingishátíðinni. Eg er svo gamall, að eg man þá tíð, þegar islenzkir innflutnings- agentar (svo voru þeir jafnan kallaðir) komu frá Canada til ís- lands, sendir þangað af canadisk- um stjórnarvöldum með fullar hendur fjár til þess að telja menn á að flytja úr landi. Þessir menn gengu ljósum logum landshorn- anna á milli, og gerðust loks svo djarfir að boða til almenns fund- ar í Reykjavík til að tala fyrir lýðnum. Því miður var ekkert á- kvæði í íslenzkum lögum til þess að hindra þetta, þótt slík framferð sé bönnuð í lögum flestra annara þjóða. Þess. vegna tóku skólapilt- ar, stúdentar og ýmsir aðrir bæj- arbúar sig saman til að gera það, sem yfirvöldin gátu ekki gert, að koma í veg fyrir þetta, og þá var ekki til annars að grípa en beita ofbeldi gegn þessari ósvinnu. Þessir menn fyltu fundarsalinn og gerðu þar svo mikla háreysti, að agentarnir fengu ekkert sagt. En þeir féllu ekki við fyrsta högg. Þeir komu aftur til landsins og höguðu sér sem fyr, en fengu þá sömu útreið. Eftir það hefir víst þeim sjálfúm eða þeim, sem sendu þá, orðið það ljóst, að svona að- ferð myndi ekki líðast lengur á íslandi, enda hættu þeir þá að koma þangað, og síðan hefir verið lítið um útflutning fólks þaðan. Svo liðu um þrjátíu ár. Þá er kosin nefnd meðal Yestur-lslend- inga til þess að undirbúa og stjórna ferð manna heim til ís- lands í tilefni af alþingishátíð- inni 1930. Brátt kvisast það, að þessi nefnd hafi sótt um styrk og jafnvel fengið hann eða loforð fyrir honum hjá ýmsum canadisk- um stjórnarvöldum til starfs til ferðarinnar. Margir Vestur-ís- lendingar kunna þessu illa og krefjast þess, að nefndin geri grein fyrir þessu tiltæki sínu. Nefndinni vefst tunga um tönn; hún reynir að verja sig/ög sínar gerðir, en getur engar góðar og gildar ástæður fært fyrir þessari styrkbeiðslu sinni; alt sem hún ber fram þar að lútandi er auð- sjáanlega hugsað upp eftir á. Loksins virðist það verða ofan á, að þessi styrkur hafi verið veitt- ur, eða honum lofað, af velvildar- þeli canadiskra stjórnarvalda til borgara af íslenzku bergi í Can- ada til þess að auglýsa ísland og Alþingishátíðina. Þetta hefir ver- ið borið fram í blöðunum, en auk þess hefi eg fengið þessa skýr- ingu á aðra hönd beint frá einum nefndarmannanna. Það er engin furða, þótt við, sem munum út- flutningsagentana, rekum upp stór augu, þegar við heyjjum þetta, og spyrjum, hvað valdi þessum gagn- gerðu sinnaskiftum canadiskra stjórnarvalda, svo að þau í stað þess að auglýsa lönd sín og gæði þeirra', eins og þau gerðu fyrir munn agentanna, taka skyndilega að veita fé til að auglýsa ísland og hátíðahöld þess. Nú er líka þess að gæta, að þessi stjórnar- völd að öllum líkindum hafa eng- in lugavöld til að verja opinberu fé til þess að auglýsa önnur lönd ofe- erlendar jþjóðir; hinsvegar hafa þau efalaust enn sem fyr fé til forráða til þess að auglýsa sín eigin lönd og útbreiða þekkinguna á þeim. Þegar við athugum þetta alt og fáum ekki greið og gild svör frá nefndinni viðvíkjandi þessu tiltæki hennar, þá getur enginn láð okkur, þótt okkur kunni að detta margt í hug og að gruna, að hér sé ekki alt með feldu. Eins og þér segið í bréfi yðar, herra ritstjóri, eru óefað mætir menn í þessari nefnd; persónu- lega þekki eg suma þeirra, og get ek'ki trúað því, að þeir vilji íslandi illa. En hinsvegar verður því ekki neitað, að sem meðlimir þessarar nefndar hafa þeir ekki gert hreint fyrir sínum dyrum viðvíkjandi því málí, sem hér er deilt um; samt er alveg nauðsynlegt fyrir þá að gera það, ef þeir ætla sér að standa fyrir leiðangri til íslands og mæta á þingi íslendinga. ■ Þér vilduð kannske, hr. ritstjóri, fræða mig um það, hvers vegna V.-íslendingar láta sér svona ant um að auglýsa þessa alþingishá- tíð. Mér vitanlega hafa þeir enga áskorun eða bending fengið að heiman um að gera það. Þeir ættu að gæta þess, að þessi hátíð er hvorki síld eða saltað ket, sem þunfi að leita að markaði fyrir erlendis. Þetta er hátið fyrir ís- lenzku þjóðina og þá útlenda gesti, sem stjórn landsins eða op- inberar stofnanir þess bjóða þang- að; en það er engin allsherjar- sýning fyrir ferðamenn víðsvegar að, og allra sízt er þetta “cirkus” fyrir múginn til að .glápa á. Hvers vegna láta þá Vestur-íslendingar þannig? Það er sannarlega ekki þeirra hiutverk að bjóða gestum á þessa hátíð. Þeir bíða ekki einu sinni eftir vitneskju a'ð heiman um það, hvaða gera eigi þar eða hvernig þessari hátíð muni hagað, heldur fara þeir þegar tveim ár- um áður að hrópa um Bandaríkin og Canada og hóa saman fólki til fsalndsferðar. Eg er alls ekki viss um, að þetta komi íslending- um vel. Ef á að flytja heila skips- farma af fólki svo hundruðum eða (ja,fnvel þúsundum skiftir, heim til íslands 1930, má búast við að það verið alt annað en gleðiefni, Búið til yðar eigin Sápu og sparið peninga Alt sem þér þnrfið er úrgansfeiti og GILLETT'S HREINT ■ VC OG GOTT LY L Upplýsingar eru á hveni dó» Fæst í mat- vörubúðum. eða þægindi, íslendingum, að taka á móti þeim hóp. Svo er ástatt á íslandi, að það er alls ekki auð- vel að veita móttöku miklum fjölda manna, og það kemur mjög undir árstíð og veðráttu, hvort hægt sé að gera það í nokkru lagi. Mér virðist því, að Vestur-íslendingar ættu að sjá að sér í þessu efni, lækka seglin og láta hátíðina að miklu leyti hlutlausa. Og ef eg mæti gefa þeim heilræði, þá vildt eg ráða þeim til að hætta við þennan leiðangur, sem þeir hafa tekið að undirbúa, því fyrst undir- búningur hans hefir hingað til valdið svo miklum hneykslunum og1 deilum milli þeirra sjálfra, þá ar sízt fyrir það að synja, að leið- angurinn sjálfur kunni að kasta skugga á hátíðina og ef til vill að valda þar veizluspjöllum. Halldór Hermannsson. ^ÁNCROFT »DRAG NET Stofnað 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons, Lti1 KOLA KAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin SOURIS — DRUMHELLER .FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK— POCAHONTAS — STEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Allar tegundir eldiviðar. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss. StMI: 87 308 Ross Ave. and Ariington St Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið. ciPcuvun&unt/tfHicture. Á Rose Theatre þessa viku. ROSEDALE KOL Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLCNY ST. PHONE: 37 021 FARIÐ TIL ISLANDS 1930 \ * a 1000 ára afmœli Alþingis Islendinga 'The Canadian Pacific Railway og Candian Pacific Steamships leyfa sér að tilkynna, að þeir hafa fullgert samning við hina opinberu nefnd íslendinga um allan flutning í sam- bandi við þessa hátíð. SÉRSTAKT SKIP SIGLIR BEINT FRA MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR Og sérstakt skip kemur beint aftur frá Reykjavík til Montreal. — Farþegar, sem vilja sjá sig um á Bretlandi eða á meginlandi Ev- rópu eftir hátíðina, geta það. Sérstök lest eða lestir fara frá Sérstakar skemtanir verður séð Winnipeg í sambandi við gufu- um bæði á lest og skipi fyrir þá, skipið frá Montreal. sem fara á afmælishátíðina. Þetta er óvenjulegt tækifæri til þess að fara beint til íslands, og vera viðstaddur helztu þjóðhátíðar- viðburðina 1930. Yðar eigin íslenzku fulltrúar fylgja yður frá Canada til íslands og heim aftur. Gerið nú ráðstafanir yðar til þess æð fara með þessari miklu íslenzku sendinefnd frá Canada. Frekari upplýsingar og farbréfaverð fást hjá: W. C. CASEY, Gen. Agent Canadian Pacific Steamships WINNIPEG, eða J. J. Bildfell, formanni heimferðarnefndar Þjóðrækn- jsfél., 708 Standard Bank Bldg, Winnipég Canadían Pacific SPANNAR HEIMINN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.