Lögberg - 08.11.1928, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.11.1928, Blaðsíða 3
ÖGBERG, FIMTGDAGINN 8. NÓVEMBER 1928. Bls. 3 Minnmgar frá Ungverjalandi. Eftir Signrbjörn Á. Gíslason. VIII. Tveir merkir borgarar í Buda- pest, en hvorugur ungverskur að ætt, heyrðu lýsingu fyrgreinds «lliheimilis hjá mér siðar, sinn I hvoru lagi. “Ef yður blöskrar þetta, þá hefðuð þér átt að koma hingað rétt eftir stríðið, þegar börn og gamalmenni dóu í hópum af alls- konar skorti,” sögðu báðir. Annar bætti við: “í borginni, sem eg var ófriðarárin, var raf- ljósalaust hálft annað ár, hús sprengd í loft upp iðulega, svefn- herbergi öll flutt í kjallara hús- anna og þangað svo mikið að- streymi, að vörð varð að setja við hverjar kjallaradyr, að ekki færi þapgað svo margir, að fólkið kafn- aði af loftleysi. Allar kröfur til lífsþæginda voru að lokum horfn- ar, en eina hugsunin sú: “Ætli eg fái nú að lifa til morguns” — í*að hefði verið hátíð fyrir okkur, að fá að lifa við kjör gamla fólks- ins hérna á elliheimilinu í Búda- pest. Hinn sagði mér frá danskri að- alsfrú, er kom rétt eftir ófriðar- lokin til Búdapest og skoðaði þar barnahæli. “Rúmfötin voru hálm- ur og gömul dagblöð, og öll aðbúð eftir því. Frúnni blöskraði það svo mjög, að hún fór til innanrík- isráðherra Ungverja og bauðst til að safna fé í Danmörku handa hælinu, ef hann vildi lofa að koma þanjgað vikulega. Hann gekk að því, og hún stóð við orð sín.” Ungverskum börnum fátækum var boðið í þúsundatali til Sviss og Hollands um það leyti, en Dan- ir tóku aðallega þýzk börn. — Hættir munu Danir nú að gefa fé barnahælum í Budapest, þess ekki talin þörf, en K. F. U.K. í Dan- mörku launar þó nokkrum fram- kvæmdarstjórum slíkra félaga í Ungverjalandi, alveg eins og K.F. U.M. Dána styrkir K.F.U.M. í Eist- landi að stórum mun. Yfirleitt fer mikið fé árlega frá Norður- löndunum þremur — einkum Sví- þjóð og Danmörku — til styrktar ýmsu evangelis'ku starfi í Mið- og Austur-Evrópu, alveg eins og kaþólskir menn í Vestur- og Suð- ur-Evrópu gefa stórfé til trúboðs sínu á öllum Norðurlöndum. Gyðingdr í Budapest hafa reist sínu fólki prýðilegt elliheimili, er gat fyllilega jafnast á við beztu elliheimili Dana að öllum útbún- aði, að því er mér virtist. Það tók um 200 manns, og hafði einbýlis, tvibýlis og 4 manna stofur, rúm- góðar vel. Þar voru tveir matsal- ir, margar dagstofur, svalir fern- ar eða fleiri, og aðgreining tals- verð milli karla og kvenna víðar en í samkunduhúsinu, er sambygt var við hælið. Konur áttu þar sæti á lofti og fóru um aðrar dyr en karlar, sem áttu sæti niðri í húsinu, alveg eins og títt er í öðr- um samkunduhúsum Gyðinga, — enda þótt karlar væru þar, sem í öðrum elliheimilum, í miklum minnihluta. Á tvennu sá e& það að ekki fylgdi forstöðukonan ströngum reglum Gyðinga. Hún fór sjálf og leyfði konpnni minni að ganga inn um karldyr niðri, og og þegar eg af- sakaði, að eg gæti dkki sett upp hattinn — eins og presturinn gerði, sem með okkur var, — þeg- ar inn var komið í samkunduhús- ið, svaraði hún brosandi: “Það kerir ekkert til.” — Hattinn hafði eg skilið eftir í aðalanddyri húss-4 ins, svo að eg hafði nokkra afsök- uni, en hltt vissi eg af fyrri reynslu að það þykir Gyðingum eins mikil ósvinna, að fara berhöfðaður inn í samkunduhús, eins og öðrum þykir að fara með höfuðfat í kirkju. — Fyrir mörgum árum kom eg til guðsþjónustu Gyðinga í Höfn og tók ofan í mesta sakleysi er eg kom inn í samkunduhúsið, en að vörrnu spori kom dyravörðurinn all-þungbrýnn, gerip af mér hattinn og seti hann á höfuð mér. — Honum hefir víst fundist, að eg kynni ekki mannasiði. — Því var eg hræddur um, að fyrgreindri forstöðukonu myndi ekki lítast á virðingarleysi mitt, að ganga ber- höfðaður um samkunduhúsið. En hún var umburðarlynd og jafn greinagóð eftir sem áður. Gamla fólkið var frjálslegt á svip, bæði þeir sem sátu að spil- um í reykingarsalnum, hinir sem lásu í lestrarsalnum og þeir sem vildu rabba við gestina; starfs- konurnar studdu alúðlega fót- hruma úti í garðinum, - svo að margt studdi að því, að þaðan fór eg í betra skapi en frá stóra heim- ilinu, sem þegar er nefnt. Blindrahæli og fleiri líknar- stofnanir höfðu Gyðingar reist fyrir sitt fólk Búdapest. “Þeir höfðu líka efni á að sitja dýrleg- ar veizlur, þegar börnin vor ann- ara voru að deyja af skorti í ó- friðarlokin,” sögðu Ungverjar. — “Gyðingahatrið er mikið og rauna- legt hér syðra og ykkur óskiljan- legt, Norðurlandabúum; lifandi kriStindómurinn einn getur úr því bætt, en engin stjórnmálastefna”, sagði kunnugur maður, sem ekki var Ungverji. IX. Ólík þjóðerni—“einnar þjóðar.” Eg býst við að oss íslendingum sé tamast að hugsa oss að í ein- hverju einstöku landi búi nokk- un veginn samstofna þjóð, er tali sömu tungu. En því fer fjarri, að þessu sé svo farið alment, jafnvel ekki á öllum Norðurlöndum. Á Finnlándi eru tungur tvær, algerlega ólíkar. Um 300 þús. manna tala sænsku og hallá sér að Svíþjóð, enda f lesir af sænskum ættum. Allir hinir, sjö sinnum fleiri, tala finsku, eru Mongóla- ættar og halda sér frá Norður- löndum. Þeir kæra sig lítið um að láta telja sig með Norðurlönd- um eða sækja norræna fundi, og vildu helzt útrýma sænsku. Eftir komu Danakonungs og forsætisráðherra íslands þangað austur í -sumar, fundú finsk blöð harðlega að því, að engin móttöku- ræðan skyldi vera flutt á finsku, “altungu þjóðarinnar.” Á hinn bóginn halla Finnar sér að Magyörum og Eistlendingum vegna frændsemi; varð eg þess beinlínis sérstaklega var í förinni í sumar. Meðan eg dvaldi í Buda- pest, komu þangað í einum hópi 700 Finnar og Eistlendingar á “Ú{ral-úg)rískan” tungumálafund, og var tekið með mestu virktum af Ungverjum. Viðhafnar guðsþjónustur voru haldnar í tveimur lúterskum kirkj- um 10. júní vegna þeirra og K. F. U. K. þingsins, báðar með sama sniði. Kirkjugestir fengu sérstakt kver á fjórum tungumálum, ung- versku, finsku, eistlenzku og þýzku, þar sem öll guðsþjónustan, að ræðunni frátekinni, var prent- uð. Set eg hér eitt safnaðarsvar- ið til íhugunar málamönnum. Ma- gyarar sungu: “Boldogak akik az Umak igéjét halljak és fegtartják.” Finnar sungu: “Autuat ovat ne, jotka kunle- vat Jumalan sanan ja noudat- tavat sita.” Eistlendingar sungu: “öndsad on need Kes Jumala söna kuulvad ja sede tallele pa- nevad.” Og loks þýzkuimælandi fólk á þýzku, enda stólræðan flutt á þýzku. Eg býst við, að vissast sé að setja þýðinguna með, eða kann- ske lesendurnir viti, að þetta þýð- ír: “Sælir eru þeir, sem heyra guðs orð og varðveita það.” — Fljótt á litið virðist ekki margt líkt með þessum málum, en mál- fræðingar sögðu mér, að' bygging málanna væri skyld/, viðbætur settar aftan við stofnorð til að fá nýjar merkingar. Á ungversku eru t. d. ættarnöfn skrifuð fyrst og svo viðbót sett við ákírnarnafnið til að sýna hvort viðkomandi er karl, frú eða ungfrú. Frú Sigríður Snædal væri á ungversku skrifuð: “Snædal Sig- ríðurne”. Viðbótin ne táknar frú. Eitt kveldið í Budapest var eg gestur ungversks prests — hann var líka barón, þar sem með mér voru þrír finskir klerkar og blaða- menn frá þessum tungumálafundi. Þeim var ljúfara að tala við mig þýzku. en sænsku. Voru “finskir Finnar.” Mjög varð eg forviða, er prests- konan eða barónsfrúin fór að hæla Eddunum við mig. Fyrst skildi eg ekki hvað hún átti við, hélt hún væri farin að blanda ungverskum orðum inn í þýzkuna. — Eg hafði engan ungverskan háskólamann hitt, sem nokkuð vissi um íslenzk- ar bókmentir, og átti því á öðru von, en að ungversk prestskona færi að tala um norræna goða- fræði. En þá bætti frúin við, að frændi sinn, tungumála prófessor, hefði skrifað stóra bók á ung- versku um norræna goðafræði, og þá bók hefði hún lesið og þótt merkileg.------ Mér, fanst eg kunna enn betur við mig á eftir þar á heimilinu. -----Eg mintist áður á málin tvö í Finnlandi; það þykir nú ekki mikið, er sunnar dregur, t. d. á Póllandi, Czechoslovakiu, Ung- verjalandi og Balkanlöndunum. Þar eru a. m. k. fjögur óskyld tungumál í hverju landi, og hver þjóð rnangir sundurleitir ættstofn- ar, sem alloft hata hverjir aðra, og bera hlýrri tilfinningar til einhvers nágrannaríkis en til þess Iands, sem þeir búa í — sáranuð- ugir stundum. — Austrænir þjóðflokkar æddu yfir þessi lönd á fyrri öldum. Þeir, sem fyrir voru og ekki voru idrepnir, hötuðu aðkomu- flokkana og reyndu í lengstu lög að halda við gömlu þjóðerni sínu. Þá var það og algengt, fram á síðustu öld, er tvær þjóðir höfðu barist, að sigurvegarinn rak brott íbúa heilla héraða hjá þjóðinni sem undir varð, en lét allsl konar ruslaralýð frá sinni þjóð eða ein- hverri nágrannaþjóð taka sér þar bólfestu. Hann hólt tungumáli sínu fyrir þjóðina eða þjóðar- brotin, sem umhverfis bjuggu, og oft nýja landinu til lítils gagns. Þótt stundum flyttu þessir að- komumenn nýja menningu, naut hún sín sjaldnast fyrir hatri og flokkadráttum. Þess vegna er ómögulegt að endurreisa gömul ríki eins og t. d. Pólland og iCzechoslovakíu öðru vísi en að það verði hróplegt rang- læti við einhver þjóðarbrot, og sí- feld óánægja og flokkadráttur út af því. Nágrannaríki Pólverja kúguðu þá öldum saman, og bárust þá andyörp og frelsissöngvar Pól- verja um^ allan heim. Nú fá þeir sjálfir hið versta orð hjá Þjóð- verjum, Rússumv og Gyðingum, sem búa í Póllandi. Magyarar kúg- uðu Slóvaka á liðinni öld, en nú stynja yfir 150 þús. Magyarar undir “ánauðaroki” Czechosló- vakí, og þó er enn verra að segja um Balkanríkin. Allar þessar ósamstæður veikja ríkisheildina að stórum mun og verða mörgum einstaklingum að gæfutjóni. Átakanlegt dæmi þess mun eg nefna í septemberblöðum Bjarma. X. Brot úr sögu Ungverja. Sléttulandið mikla við Dóná og Theiss sunnan og vestan Karpata- fjalla hét Pannonia forðum, með- an Rómverjar réðu þar ríki. Á þjóðflutningatímabilinu og önda síðar komu þangað allskonar þjóðflokkar austyn úr heimi, er hröktu hver annan, uns Magyarar, komnir austan úr Asíu, lögðu landið undir sig um 900 e. Kr. Hafa þeir síðan verið aðalhluti Iandsmanna, og eru stundum nefndir “hinir eiginlegu Ungverj- ar.” Hér ag hvar eru þó heil héruð bygð öðrum þjóðstofnum, afleiðingar gamalla styrjalda, og þar þá töluð þýzka eða einhver slavnesk tunga: tékkiska, slavok- iska, serbneska o. fl. Ungarn er þýza nafnið á land- inu, Englendingar kalla það Hun- gary, en Magyarár sjálfir nefna land sitt Magyarorzág. Saga Ungverja ar stórfeld styrjaldasaga, glæsileg tilsýndar, með köflum, því að Ungverjar hafa verið ágætir riddaraliðs- menn og hrundu öldum saman á- h'laupum Tyrkja, en raunaleg er saga þeirra tíðum, þegar betur er jað gætt: kúgaðir smælingjar; blóði drifin, sundurþykk stór- menni, og sundurleit þjóðernis- barátta blasir þá við og varpar skuggum á glæsilegar riddara- sveitir. Kristin trú kom ‘til Ungverja- lands um svipað leyti og til Nor- egs. Stefán he'lgi sat þá á kon- ungsstóli (997—1038) og fékk kristniboða frá ítalíu, er varð mikið ágengt, enad studdi hann trúboðið með blíðu og stríðu, líkt og Ólafur helgi í Noregi. Sylvestar páfi annar veiti hon- um í staðinn tignarnafnið “post- ullegur konungur”, og þjóðtrúin tók hann síðar í dýrlingatö'lu. Skömmu eftir dauða hans gerðu heiðnir menn uppreisn hvað eftir annað. Árið 1045 tóku þeir t. d. Gerard eða Gellert biskup frá Csanád og vörpuðu honum fram af klettum í Búda niður í Dóná. Gnæfir líkneski ’píslarvottsins nú á þessari klettahæð, en neðar stendur stærsta gistihús í Búda- pest og kennir sig við hann. Um tvær aldir leið þjóðinni fremur vel, þótt oft væru skærur við nágranna. Prestaveldi fór vaxandi og latína varð tunga allra mentamanna. Árið 1222 veitti Andrés konung- ur annar þjóðinni, eða öllu heldur höfðingunum, sérréttindi mikil gagnvart einyeldí, sem nefnd eru “gullna skráin”, var það sjö árum fyr en Englendingar fengu rétt- indabréf sitt “Magna Gharta.” 'Skömmu síðar (1241) eyddu Mongólar stórum hluta landsins, stjórnmálahneyksli o. þ. h. ekki talin með. Athugunin byrjaði á þvi, að reynt var að komast að raun um, hvað lesendur héldu, -að mikili hluti blaðanna væri helgaður þessari tegund frétta, sem um var talað. Voru gerðar fyrirspurnir, og bárust allmörg svör. Eftir meðaltali tilgátnanna átti 28%7o af rúmi blaðanna að fara undii þessar fréttir Síðan byrjaði rannsóknin á á- standinu. Voru tekin ýms helztu blöð í Bandarikjum og mælt ná- kvæmlega. Kom þá í ljós, að hneykslissögurnar, glæpafréttirn ar og hjónaskilnaðirnir tóku tutt- ugufalt minna rúm, en almenn- ingur áleit, eða að eins 1,4% af rúmi blaðanna. Tölublöð þeirra blaða, sem athuguð voru, voru val- in af handahófi, en voru öll frá því í apríl í vor. Síðan var til samanburðar tek- ið blaðið “Tribune” í New York, til að sjá muninn á ástandinu nú og áður, á tímabili, er alment er álitið, að menn hafi ekki verið mjög sólgnir í hneykslissögur. En ritstjóri “Tribunes” var Horace Greeley, er hafði það á stefnu- skrá sinni, að draga úr “ósiðsam- legum og auvirðilegum glæpa- fréttum, sem fengið hafa að saurga dálka margra hinna ódýr- ari blaða.” Blöð þau, sem athug- uð voru af “Tribunes” voru valin af handahófi og tekin með 5 ára millibili, alt frá 1851 til dauða og fluttust þá erlendir nágrann- j Þessa ritstjóra- Kom það í lós. ar í þau héruð sum t. d. fór stór hópur Þjóðverja austur fyrir Kar- patafjöll. Bela konungi IV. tókst að end- urreisa ríkið (um 1250), en eftir það áttU Ungverjar að staðaldri í styrjöldum við austræna þjóð- flokka, og þegar Tyrkir höfðu her- tekið Konstantínópel, urðu Ung- verjar “imúrveggurinn” gagnvart árásum þeirra vestur á bóginn. Eru margar frægðarsögur sagðar frá þeim styrjöldum. Jóhann Hu- nyadi og Matthías Corvinus son- ur ,hans, báðir á 15. öld, eru þó taldir fremstir herkonunga Ung- verja, og ríkið víðlent mjög um það leyti. — Ráku þeir af sér öll áhlaup Tyrkja, en grimdin var mikil og hrottaskapur á báðar hliðar. Sú saga er sögð t. d. af einum hershöfðingja Hunyadis, er Kin- izsi hét, að hann hafi barist með tveim sverðum jafnsnemma og verið slíkt ofurmenni, að Tyrkir töldu hann djöful en ekki mann. Einhverju sinni var Kinizsi að fagna sigri, tók hann þá þrjá dauða Tyrki úr valnum, einn í hvora hönd og þann þriðja með tönnunum og hljóp eða “dansaði” með þá um vígvöllinn. ;Svo sterk- ur var hann — og slíkur var hrottaskapurinn í þessum styrj- öldum.------ Um 1500 lömuðu innanlands- styrjaldir þrótt þjóðarinnar og það hagnýttn Tyrkir sér. Árið 1526 feldu þeir Ladislaus kon- ung, tóku höfuðborgina Búda og náðu öllum miðhluta landsins á sitt vald. Skiftist Ungarn þá í þrent. Hahsborgarkeisarar í Wíen fengu vesturhlutann, Tyrk- ir miðbik Iandsinsi, en austurhlut- inn, Transsylvanía, var nokkurn veginn sjálfstætt furstadæmi. — Stóð svo í 150 ár. Árið 1686 gátu Ungverjar og Þjóðverjar náð höf- uðborginni af Tyrkjum, og fáum árum síðar urðu Tyrkir að sleppa öllu tilkálli til Ungarns. “Þessarar Tyrkjastjórnar biðum vér aldrei bætur”, segja Ungverj- ar. Tyrkir rifu allar gamlar og þjóðlegar stórbyggingar, spiltu öllu, en reistu ekkert við. — Mátti sjá þess greinileg merki í Vise- gard við Dóná, kippkorn frá Búda- pest. Þar var á 15. öld skrautleg- asta konungshöll og ramgert yígi, en nú rústir einar. — Og síðan hefir Ungarn jafnan orðið að lúta Austurríkiskeisurum, unz ófrið- urinn mikli kollvarpaði því öllu. að þessi vandlætari var heldur fremri nútíma dagblöðunum í “skömminni’Vþví að 1,7% af blaði hans fór í þessar “sorpfréttir”. — Þessi niðurstaða kom raunar með- fram af því, að á tímum Gree- ley voru auglýsingar miklu minni en nú. Ef að eins var tekið tillit til lesmáls, voru glæpa og hneyksl- issögurnar 2,3% hjá Greeley, en eru 3,5% nú. Auðvitað hafa þessar fregnir vaxið miklu meira í blöðunum, ef aö eins er tekið tillit til flatar- máls, sakir þess að blöðin eru nú miklu stærri. Og að einu leyti hafa þær rutt sér til rúms, því nú fá þær oft margar og feitar fyrir- sagnir og eru settar á fremstu síðu blaðanna, En þær fengu ekk- ert sérstakt hefðarsæti á dögum Greeley's, eins og nú í nær öllum stórblöðum erlendis. Einn stúdent- anna, sem rannsökuðu þetta, tók þetta atriði sérstaklega til með- ferðar. Athugaði hann mörg blöð frá í ár, og komst að þeirri niður- stöðu, að í 16.2% þeirra væri fyrsta síðan helguð glæpum, hjónaskilnaðarfréttum og hneyksl- issögum.—Vísir. Byggið jörðina. Eftir Guglielmo Ferraro. (Úr Lesb. Mgbl.) Hvers vegna er jörðin svo strjálbygð í heild sinni, sem raun er á og hvers vegna er þéttbygð í vissum svæðum^? Hvers vegna eru svo stór landflæmi óbygð á yfirborði hnattarins, þar sem ann- ars vegar er svo þéttbýlt, að þar er maður við mann? Að byggja jörðina er skylda, sem manmkynið .hefir alt af haft meira eður minna ljósar hugmynd- ir um, jafnvel á þeim tímum, er það gat með naumindum ferðast um hnöttinn og stærð hans, 'bygg- ing hans og lögun var enn þá hulinn leyndardómur. En þessi hugmynd hefir skýrst eftir því sem hnötturinn hefir stækkað í miklu', höfin, slétturnar, fjöllin, jöklarnir og skógarnir hafa komið í ljós, líkt og málverkið skýrist og stækkar í höndum meistarans, unz það er fullgert. Og hún hef- ir orðið að einskonar vitfirringu síðustu hundrað árin. Á þesari öld hafa járnbrautirn- ar gert kleift að byggja og rann- saka þau lönd, einkum í Ameríku og Afríku, sem voru því nær óbygð fyrir hundrað árum. En sá undra- verði árangur virðist oss enn eigi fullnægjandi. “Oss vantar meira fólk og meiri peninga! Hjá oss er svo mikið land til þess að rækta og námur, sem þarf að yinna.” — Þessháttan kvörtun berst til vor daglega í óteljandi myndum, frá Argentínu, Brasilíu, frá næstum öllum ríkjum í Ameríku og Suður- Afríku, svo sem nokkurs konar á- sökun á hendur gamla heiminum. — Samtímis beina hin óbygðu Evrópulönd athygli sinni að þess- um víðáttumiklu löndum, sem eru enn ónumin að mestu, þrátt fyrir ákafa fyrirhöfn og erfiði um heill- ar aldar skeið og hugsa sem svo: Hvers vegna skyldi slíkur mann- fjöldi, sem lifir við sult og seyru í stórborgum Evrópu, láta sig grotna niður og vezlast upp við lág laun og atyinnuleysi, þar sem hægt er að framleiða svona mik auðæfi í Ameríku og Afríku? Útflutningur, landnám, yfir- drotnan. — Þetta eru þrír höfuð- drættirnir í framkomu hinna þétt- bygðu, Evrópulanda gagnvart ó numdum löndum í öðrum heims- álfum. Þetta viðfangsefni verður þvi alvarlegra og krefur því skjótari úrlausnar, sem hin geysilega eyð- ing auðs og krafta verður tilfinn- anlegri eftir heimastyrjöldina og hinum þéttbýlari löndum reynist það erfiðara að sjá öllum íbúun- um fyrir viðurværi. Og menn eru fúsir að byggja jörðina, þar sem hún er nú öll þekt orðin og unt að ferðast um hana alla. En jafnframt eru sumir óþolinmóðir yfi rhæglæti voru og bera jafnvel öld vorri það á brýn, að hún bregð- ist skyldu sinni með aðgerðaleysi, framkvæmdaleysi og hræðslu við það að stíga ný spor og saka hana um vanafestu og heigulshátt. Er þessi ásökun á rökum bygð? Vorir tímar eru þannig, að menn eru helzti mikið hneigðir til þess að líta svo einhliða á verkefnin, að halda því fram, að áhugi, fram- kvæmdasemi og dirfska geti sigr- að alla örðugleika. Það er mak- indaleg blekking, þægilegur mis- skilningur, sem oft og tiðum er ekki laus við að vera hættulegur. Eins og á öllum öðrum sviðum mannlegrar starfsemi, er máttur og geta manna takmörkuð af þyí er til þess kemur, að nema nýtt land. Þessar takmarkanir hafa að vísu eflaust minkað mikið með vaxandi einingu þjóðanna, en þær hafa ekki ennþá verið sigraðar til fulls. Það mætti segja sem svo, að bygging þeirra landa, sem eru enn ónumin á jörðinni, sé nú á dögum hvorttveggja í senn auð- veld og erfið, einmitt vegna þess, að eining á að ríkja í heiminum og jafnvægi að haldast. Hvers vegna hafa þau lönd, sem fyrir skömmum tíma voru óbygð, getað ferfaldað eða fimmfaldað íbúatölu sína á minna en einni öld, og borgir risið upp og blóm- legt, skipulagsbundið þjóðfélags- líf skapar þar? Það er vegna þess, að þau hafa ekki neyðst til þess að framleiða sjálf, eins og nýlendurnar á fyrri öldum, öll þau tæki, sem þarf til þess að koma fótum undir atvinnuvegi nýs þjóð- félags. Slík tæki hafa hin göi*lu menningarlönd látið þeim í té til all-mikilla muna og munu halda áfram að gera það: járnbrautir, jarðyrkjuvélar og verksmiðju- tæki, lög, skólafyrírkomulag o. s. frv. En hin nýju lönd hafa orðið og verða að borga þessi tæki og þau hafa ekki getað og munu ekki geta borgað þau nema með fram- leiðslu sinni, sem hin gömlu menningarlönd þarfnast. — En þetta er sama sem að segja, að sérhvert nýtt land — hvort sem það er sjálfstætt ríki eða nýlenda — getur ekki tekið framförum nema að því skapi, sem það er fært um að framleiða með hag- kvæmu verði þá hluti, sem önnur lönd hafa þörf fyrir öll yiðfangsefni landnámsins nú á dögum byggjast á þessari grund- vallarreglu, sem er að öðru leyti einungis sannleikur heilbrigðrar skynsemi. Hvers vegna hefir Ar- gentína tekið svo miklum og hröð- um framförum, sem raun er á, síð- an 1860? Vegna þess, að á hinum víðáttumiklu sléttum landsins má framleiða með tiltölulega mjög litlum kostnaði kornvörur, ull og kjöt, sem Evrópumenn og Norð- ur-Ameríkumenn kaupa við mjög háu verði. Blómlegustu og auð- ugustu ríkin í Brazilíu eru þau, þar sem kaffi og gúmmí er rækt- að, tvær vörutegundir, sem eru mjög eftirsóttar um allan heim. Nýlendurnar í Suður-Afríku hafa blómgast og tekið framförum síð- ustu fimtíu árin, einkum vegna námanna, gimsteina, gulls, kop- ars og hvitagulls. Höfðaborg, Kimberley og Jó- hannesborg eru orðnar að miklum og auðugum borgum, meðal ann- ars vegna þesa, að amerískar kon- ur hafa í tvo mannsaldra látið af hendi nokkuð af auði lands síns fyrir gimsteina, og vegna þess, að heimurinn hefir þörf fyrir gull. Mexico átti velmegun sína fyrir borgarastríðið að þakka steinoliu- lindum sínum og silfur- og kopar- námunum. Steinolían, rúghveiti, korn og hör, sem var flutt út frá Rússlandi í mjög stórum stíl, hafði fyrir 1914 gert landið að einskon- ar forðabúri fyrir Evrópu og Asíu að nokkru leyti. Það er eigi und- arlegt, þótt Argentínumenn grafi eftir steinolíu á hinum frjósömu Isléttum sínum og Brazilíumenn reyni að finna og vinna hin miklu námuauðæfi, som fólgin eru í landi þeirra. (Fr(h.). —it ian't so much the ideal location as it is the guarantee of thorough training that makes people choose the ‘‘Dominion'' Business College. Monday is the day to join. (Yes, you can com- mence your evening Btudies on Monday Evening.) HNEYKSLISSÖGUR BLÖÐUNUM. I HEIMS- Blaðamanna deild háskólans í Oregon í Bandaríkjunum tók sér nýlega fyrir hendur að rannsaka, hve mikill hluti af rúmi dagblaða færi í glæpafréttir, hjónaskilnað- arsögur og frásagnir af hneyksl- ismálum, sem frekar mátti teljast persónulegs en opinbers eðlis. En það hefir sem kunnugt er, verið borið á blöðin, að þau gerðu sér óþarflega mikinn mat úr slíku efni. — Auðvitað voru fregnir af óheiðarlegri meðferð á opinberu fé, vanræksla í embættisfærslu, Hafið þér enn þá tekiðþátt íhinn nýju sápugerðar samkepni? í*að stendur öllum húsmæðrum í Sléttufylkjunum til bcða til 31. des. 1928. Húsmæður! $250.00 í verðlaunum $250.00 Miðar, er hljóða upp á fallega og dýra verðaunahluti, fylgja óllum vörum Royal Crown félagsins. (1) Allar reglur fyrir að búa til sápu heima er að finna á hverri könnu af Royal Crown Flaked Lie. (2) Af þeirri sápu, sem þér búið til heima, takið þér gott sýnis- horn, hálft pund að minsta kosti, og sendið það til “Home- made Soaps”, Dept. “G” Royaal Crown Soaps, Ltd., Winnipeg. (3) Sendið með sápunni 3 miða af Royal Crown Lye blikk bauk- um og vottorð um að sápan sé heimagerð, og að Royal Crown Lye hafi verið notað í hana. Einnig nafn yðar og heimilisfang. (4) Enginn, sem tilheyrir Royal Crown Soaps Ltd., getur tekið þátt í þessu, og enginn annar, sem hefir vérulega æfingu í sápugerð. (5) Milton HerseyCo. Ltd., óháð efnafræðisfélag og fulltrúar frá helztu bændablöðum, dæma, og þeirra dómur skal gilda. (6) Það má senda eins mörg sýnishorn eins og menn vilja, en eng- inn einn maður getur fengið nema ein verðlaun. (7) Samkepnin hættir 31. desemþer 1928. Úrslitin verða auglýst eins fljótt þar eftir eins og hægt er.. Byrjið strax í dag. ROYAL ORÖWN SOAPS LTD. Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.