Lögberg - 13.12.1928, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.12.1928, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1928 Högíierg | Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Pr'ess, Limited, in the Columbia :j; Buiiding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ;! 4}{{}í«í«í{«ííííííííí5ííW5ííí*Wííí5íííííí5íí5í45íííí» Tvær mikilvægar Stofnanir. i. Föstudaginn þann 6. þ.m., hélt gripasamlag Manitoba-fylkis ár.sfund sinn, í Y.M.C.A. bygg- ingunni hér í borginni. Voru þar nuettir þija- tíu og fjórir kjörnir fulltrúar, frá hinum ýmsu deildum, auk þess sem skrásettir voru tuttugu og fimm gestir. Framkvæmdarstjóri samlagsins, Mr. I. Ing- aldson, þingmaður Gimli-kjördæmis, lagði fram sundurliðaða skýrslu yfir starfra?kslu hms liðna árs, er skýrt og ákveðið leiddi í ljós, að fyrirtækið hefir tekið miklum og skjótum fram- förum, eigi aðe’.ns hvað viðskiftaveltuna a hrærir, heldur og í sambandi við fjölgun fastra meðlima. Hefir meðlimatalan frá því á stofn- fundi, aukist úr 1,200 upp í 3,000, og má það sannarlega heita vel að verið. Af skýrslu framkvæmdarstjóra, má það sjá, að á starfsári því, sem nú hefir nefnt verið, fóru í gegn um hendur samlagsins, sextán af hundr. allra þeirra gripa, er til gripakvíanna í St. Boniface komu. F,r það hreint ekkert smá- ræði, þegar tekið er tiilit til þess, hve örskamt er síðan að fyrirtækið hóf göngu sína. Umræður þær, er fram fóru, eftir að skýrsl- ur framkvæmdarstjóra höfðu verið lagðar fram,, voru þrungnar af áhuga fyrir framtíð fyrirtækisins, og voru allir á eitt sáttir um þá hina miklu nauðsyn, er til þess bæri, að bænd- ur fylktu liði um þær stofnanir sínar, er til þess miðuðu, að bæta markaðsskilyrðin fyrir fram- leiðslu þeirra, og þá ekki hvað sízt um nýgræð- ing þann, sem hér væri um að ræða, eða gripa- samlagið. Eins og gefur að skilja, voru umræðurnar með köflum nokkuð staðbundnar, eða tengdar við ásigkomulag og afstöðu hinna ýmsu deilda. Þó gekk í gegnum þær allar eins og rauður þráður, meðvitundin um það, að því aðeins mætti þess vænta, að ráðið yrði fram úr örðug- leikunum, að framleiðendur stæðu saman, sem einn maður. Lögð var á það mikil áherzla af fulltrúum þeim, er fund þenna sóttu, hve óhjákvæmilegt það væri, að halda áfram fræðslustarfsemi víðs- vegar um fylkið, um gildi samtakanna á sviði gripaframleiðslunnar, þótt slíkt hlyti að sjálf- sögðu, að hafa nokkurn kostnað í för með sér. Var framkvæmdarstjórninni falið það mál, til fullrar forsjár. Framkvæmdarstjórn gripasamlagsins, skipa nú að ’afstöðnum ársfundi, eftirgreindir menn: Roy McPhail, forseti; I. Ingaldson, varafors. og fjármálaritari; Dr. J. A. Munn, Carman, F. H. Downing, Kelloe; J. iW. Clark, Kirkella; A. J. Pope, Bowsman, og D. A. Huchinson, að Ashem. Það er með gripasamlag Manitobafvlkis, sem og reyndar mörg önnur nýmæli, að því fylgdu hrakspár úr garði, og vafalaust hafa einhverjir viljað kjósa á það feigð. Nú virðist samt, sem betur fer, ástæðulaust að óttast um framtíð þess, því -svo vel hefir tekist til um starfræksl- una, það sem af er. Mun þess því fyllilega mega vænta, að griparæktarbændur skilji svo Iköllun sína, að fyrirtækinu verði borgið í bráð og lengd. % n. Fyrir skömmu var þess lítillega minst hér í blaðinu,^ að hveitisamlag Manitobafylkis hefði haldið ársfund sinn í Brandon. Vanst oss þá ekki tími til, að skýra svo frá starfsemi þessa stór->þýðingarmikla félagskapar, er verið skyldi hafa.^ En nú hafa oss borist í hendur fullnað- arskýrslur yfir starfrækslu allsherjar samtak- anna, eða hins canadiska hveitisamíags, og eru þær með slíkum hætti, að hver og einn einasti borgari þessa lands, hefir gott af að kynnast þeim. Ems og almenningi er kunnugt, var hveitisam- agið canadiska, stofnsett árið 1923. Fór það þegar all-myndarlega á stað, þótt fært hafi það að vlsu geysdega út kvíarnar síðan. Hefir ur þess og viðgangur síðustu fimm árin, verið slikur, að nú er hér eigi aðeins um voldugasta ínnnanlands viðskiftafyrirtækið að ræða, held- ur jafnvel eitt allra umfangsmesta verzlunar- fyrirtækið í heimi, undir einni og sömu fram- kvæmdarstjórn. Af skýrslu samlagsins fyrir árið 1927, og upp til ágústmánaðarloka 1928, má það ljóslega sjá, hve umsetningin Jiefir magnast stórkostlega. Kemur það ótvírætt í ljós, að stofnun þessi verzlar með því sem næst einn fjórða af allri hveiti-uppskeru veraldarinnar, er til útflutn- ings kemur. Jafnframt er það og sýnt, að af fullnaðar hveitiframleiðslu Vesturlandsins, hefir samlagið sent til markaðar 51.55 af hundr- aði, og nam framleiðslumagnið í mælatali um 407,074,207. Á markaðsári því, sem hér er um að ræða, nám andvirði þeirrar uppskeru, er samlagið hafði með höndum og seldi, $323,847,281.41. Til starfrækslukostnaðar gekk sem svaraði 2% af hundraði. En meðalverð það, sem bóndinn fékk fyrir hveiti sitt, nam 1.4214 á mælirin. I þjónustu samlagsins störfuðu í Winnipeg, Calgary, Prince Rupert, Vancouver, Toronto, London og Paris, eitt hundrað fjörutíu og níu inanns. Hveiti það, er samlagið átti yfir að ráða til útflutnings, seldist til 19 ríkja í alt. Lang- mest var þó selt innan vébanda brezka veldis- ins, eða þjóða þeirra, er til þess teljast. Nam sá hluti 36,180,890 mælum. Næst kom Holland, með 16,296,840 mæla, Italía, með 15,730,000, Þýzkaland, með 11,804,20, Kína og Japan, með 10,612,500, og Belgía, er fékk í sinn hlut 10,417,200 mæla. Það skiftir nú ekki lengur nokkru máli, hverjar skoðanir menn höfðu í upphafi á gildi hveitisamlágsins. Nú verður ekki framar um það vilst, að stofnun þess og starfræksla, hefir haft í för með sér ómetanlega blessun fyrir bændur og búálýð, sem og canadisku þjóðina í heild. Stofnun og starfræksla hveitisamlagsins, hefir komið á margfalt meiri festu í iðnlífi hinnar canadisku þjóðar, en venja hefir verið til liðinni tíð, auk þess sem eining þjóðarinnar hefir við það styrkst, til verulegra muna. Ingólfsmálið. Eins og eg tók fram í grein þeirri, er eg ritaði í Lögberg 29. nóvember, þá dettur mér ekki í hug að standa í neinum blaðadeilum um þetta mál. Eg rit- aði aðeins til þess að leiðrétta missagnir í greinum hr. Sigfúsar Halldórs frá Höfnum, er snertu mig persónulega, og til þess að reyna að varpa ljósi yfir sumt í sambandi við þetta mál, sem mér fanst nauð- synlegt að íslenzkur almenningur fengi að vita, fyrst um þetta mál er verið að tala á annað borð. Af sömu ástæðu og í sama tilgangi ætla eg að at- huga nokkur atriði í grein herra Halldórs í síðustu Heimskringlu. Um flest af því í grein minni, sem hr. Halldórs er að fetta fingur út í, er óþarfi að vera margorður, því þar er hægt að taka af öll tvímæli með því að vitna í hans eigin orð. í desembermánuði 1924 var hr. Halldórs í fersku minni, hvaða umboð stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- ins hafði frá hinum almenna borgarafundi, er hald- inn var í Winnipeg 19. desember. í engum skrifum hans um það leyti erþað sagt, að Þjóðræknisfélagið hafi tekist á hendur alla fjárhagslega ábyrgð í þessu máli né beðið um eitt einasta cent því til styrktar. í Heimskringlu 31. desember 1924 tilkynnir hr. Hall- dórs í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins íslenzkum almenningi, til hvers nefndin hafi verið kosin, og þar er ekki minst með einu orði á neina fjárhagslega ábyrgð, sem nefndin eða Þjóðræknis- félagið hafi tekið á sínar herðar. Þvert á móti er þáð eitt tekið fram, að henni hafi verið falið að standa fyrir fjársamskotum, ekki handa Þjóðræknis- féJaginu og því til styrktar, heldur aðeins Ingólfi til styrktar. Þar segir hr. Halldórs: “Stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins, sem kosin var á almenn- um borgarafundi, til þess að standa fyrir samskotum til styrktar hinum sakfelda, Ingólfi Ingólfssyni.” í grein, er birtist í Lögbergi 25. desember 1924, og undirrituð er af hr. Halldórs í umboði stjórnar- nefndar Þjóðræknisfélagsins, er það tekið fram, að nefnd þessi hafi verið kosin af öllum tslendingum, án tillits til þess, hvort þeir væru í Þjóðræknisfélag- inu eða ekki, og. að nefndin hafi “ekki heimild til þess að grípa til félagssjóðs, til þess að borga með kostnaðinn.” Enn fremur segir hr. Halldórs þá þetta: “Hvernig sem fer um þetta mál, verða allir a(j gera sér ljóst, að kostnaðurinn hlýtur að verða afar-mikill. 2,000 dalir eru sennilega það allra minsta, sem má hugsa sér.” Og þegar þetta var rit- að, var ekki víst, hvort farið yrði til Ottawa eða ekki, því hr. Halldórs segir einnig þetta: “Vestur til Edmonton þarf að fara til þess að ná tali af hin- um dómfelda, og verði málinu þá haldið áfram, að ráðum Mr. Bergmanns, þá verður að fara til Ottawa, að minsta kosti einu sinni, ef ekki oftar.” Að nefndin þá áleit, að hún væri að starfa sem nefnd almennings, en ekki sem nefnd Þjóðræknisfé- lagsins og, að hún ætlaði ekki að halda þessu máli lengra en fé það hrykki til, sem almenningur legði fram, sést á grein, er nefndin lét birta í Lögbergi 8/ janúar 1925. Þar stendur, meðal annars, þetta: ‘‘Vegna þess, að mál þetta varðar aila Vestur- íslendinga, finst nefndinni viðeigahdi og sjálfsagt, að leggja fram fyrir almenning upplýsingar þær, sem hún þegar hefir aflað sér.” Og síðar í sömu grein segir nefndin þetta: “Réttarskýrslan er komin í hendur dómsmála- ráðherrans, og Mr. Bergman hefir verið gert aðvart, að ákvörðun verði að líkindum gerð 20. janúar um það, hvort lífslátsdómnum verði breytt eða ekki. Ef samskotin í styrktarsjóðinn verða því nægilega mikil til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem það hefir í för með sér, hefir nefndin ákveðið að senda Mr. Bergman til Ottawa um næstu helgi til þess að vinna að þessu takmarki þar. Ef mönnum er því nokkur alvara með það að hjálpa þessu máli áfram, eru þeir beðnir að bregða við með fjárfram- lög sín nú þegar.” Bendir þetta ekki greinilega til þess, að, ef fjár- samskotin verði ekki nógu rífleg, verði ekkert frek- ar gert? Fer ekki að verða fremur lítið úr þeirri staðhæfing hr. Halldórs, að Þjóðræknisfélagið hafi að nokkru íeyti tekið upp á sínar herðar fjárhags- lega ábyrgð í þessu máli, eða að fjársamskotin hafi verið gefin Þjóðræknisfélaginu og því til styrktar, eins og hr. Halldórs hefir verið að halda fram? Vill hann halda því fram, að nefndin hafi nokkru sinni samið um það við mig, að nefndin eða Þjóð- ræknisfélagið væri ábyrgðarfult fyrir kostnaði mín- um, hvað sem fjásamskotunum liði? Eg neita því afdráttarlaust, að svo hafi verið. Um bréf það til dómsmálaráðherrans, sem dag- sett er 16. janúar 1925 og undirritað er af hr. Gísla Johnson, og hr. Halldórs er enn að gefa í skyn, að eg hafi ritað,, þrátt fyrir það, að eg neitaði því í grein minni í Lögbergi 29. nóvember, þá vil eg endurtaka það, að eg ritaði ekki það bréf, og gerði ekkert upp- kast af því áður en eg fór austur, og ber enga á- byrgð á orðalagi þess. Bréfið varð að öllu leyti til eftir að eg fór austur. Á meðan hr. Gísli Johnson sjálfur neitar þessu ekki, sé eg enga ástæðu til þess, að segja meira að sinni. Að nefndin hafi keht ögrunar í orðum mínum að bjóða það að fyrra bragði, að leggja reikning minn undir úrskurð hr. Walkers, á eg bágt með að skilja. Ekkert var fjær mínum huga. Eins og hr. Halldórs tekur fram, var samvinnan á milli mín og nefndar- innar góð, og eg vildi því, að hún vissi, að það yrði alveg þykkjulaust af minni hálfu, ef hún kysi ein- hverra hluta vegna heldur að leggja réttmæti reikn- ings míns undir úrskurð hr. Walkers, en að að taka þá ábyrgð á sínar herðar. Mét finst enn, að með þessu boði hafi eg sýnt nefndinni kúrteisi og velvild, og í þeim tilgangi var það gert. Bréfið alt ber vott um samúð og hlýleik til nefndarinnar. Niðurlags- orð bréfs míns til nefndarinnar sýna það bezt, að ekkert var fjær huga mínum en að móðga nefndina á nokkurn hátt, og því ástæðulaust að leggja nokkurn móðgandi skilning í orð mín í sambandi við reikn- ing minn. Bréfið endaði eg á þessa leið: “Að endingu þakka eg persónulega öllum nefnd- armönnum fyrir samvinnuna og velvild frá byrjun málsins til þessa dags. Meðvitundin um það, að eg myti fulls; traústs og fullrar samvinnu nefndarinn- ar, gerði mér það mögulegt, að leggja mig allan fram í máli, sem í byrjun virtist vonlítið til árang- urs, og að láta ekkert það ógert, er í minu valdi stóð. Eg hefi fundið djúpt til þeirrar ábyrgðar, sem á mér hefir hvílt, og það er nærri óþarfi að taka það fram, hvílíku fargi mér fanst létt af mér, þegar dauðadóminum var breytt. Persónulega var mér það áreiðanlega mestur léttir, næst hinum sakfelda manni sjálfum.” Fáeinum dögum eftir að þetta bréf var skrrfað, skilaði nefndin af sér til Þjóðræknisfélagsins og hefir síðan ekkert frekar starfað í þessu máli. Það eina, sem Þjóðræknisfélagið sem félag hefir gert í Ingólfsmálinu, síðan það tók við þvf, er að stöðva allar framkvæmdir og stinga afgangi sjóðsins í sinn eigin vasa. Hr. Halldórs virðist vera það áhugamál, að koma því inn hjá lesendum blaðs síns, að enginn efi sé á sekt Ingólfs . öðrum augum leit nefndin á þetta í grein sinni í Lögbergi 8. janúar 1925. Þar skýrir hún frá málavöxtum og endar með þessum spuming- um: ■ m•» “Finst mönnum, að Iíkurnar, að Johnson hafi framið þetta morð, svo sterkar og ákveðnar, að þær bendi “vafalaust til þess, að hann sé morðinginn? Finst mönnum, að það leiki ekki nógu mikill efi á sekt ’hans, til þess að það sé sanngjarnt að fara fram á, að líflátsdómnum verði breytt? Eru íslendingar ásáttir með, að láta það afskifta- laust, að samlandi þeirra sé tekinn af lífi, þegar ekki er um ákvéðnari sannanir um sekt hans en þess- ar að ræða?” Umsóknin um að fá dauðadómnum breytt var bygð á tvennu: Annað var það, að Ingólfur hefði verið dæmdur eftir líkum, og þær væru svo haldlitl- ar, þegar þær væru gagnrýndar, að það væri óhæfa að taka fangann af lífi. Hitt var það, að vafi léki á því, hvort maðurinn væri með öllu viti, og því 6- hæfa að taka af honum líf, jafnvel þó enginn efi væri á því, að hann hefði framið glæpinn. Af aiin- arri hvorri þessari ástæðu eða báðum, var dauða- dómnum breytt af dómsmálaráðherra Canada, eftir grandgæfilega rannsókn og íhugun allra gagna. — Finst pú hr. Halldórs það vera heiðarlegt af hon- um, sem meðlimi þeirrar nefndar, sem vann að því að fá líflátsdómnum breytt einmitt af þessum á- stæðum, að reyna nú að koma því inn hjá lesendum blaðs síns, að maðurinn sé óneitanlega sekur og með fullu viti, og, að dómsmálaráðherrann hafi t hlaupið á sig og, ekki vitað, hvað hann var að gera? Eg fyrir mitt leyti er^fyllilega sannfærður um, að dómsmálaráðherrann hafi breytt rétt. Um sekt eða sakleysi Ingólfs er hvorki fyrir mig né hr. Halldórs að gefa neinn fullnaðar úrskurð. En eg vil ekki að bletturinn, sem þessi dauðadómur hefir sett á hina íslenzku þjóð, sé stærri eða svartari en óhjákvæmi- legt er. Þess vegna vil eg ekki, að sý skilningur verði ríkjandi meðal Vestur-íslendinga sjálfra, að það sé fullsannað, að maðurinn sé áreiðanlega með fullu viti óg áreiðanlega sekur, því eg veit, að það er ekki- satt. Aðgerðarleysi Þjóðræknisfé- lagsins nú í næstum fjögur ár hef- ir gert það ómögulegt að ganga nú með nokkurri vissu úr skugga um vitsmunalega heilbrigði Ingólfs um það leyti, sem glæpurinn var framinn, og er það talsverður á- byrgðarhluti fyrir. félagið, þar sem bending lá fyrir frá mér um, að rannsókn í þessu efni væri sjálfsögð, og þingnefnd félagsins (Árni G. Eggertsson, lögfræðing- ur, ívar Hjartarson og Guðmund- ur Fjeldsted), lagði hið sama til á þinginu 1925. Peningunum, sem fyrir lágu, gat ekki verið til ann- ars betur varið en tilraunar á þenna hátt að afmá með öllu blettinn af íslendingum, sem á þá var settur með dauðadómnum. Um hitt atriðið er öðru máli að gegna. Sömu gögnin eru enn fyr- ir hendi. Eg ætla því í næsta blaði, ef rúm leyfir, að birta skjal það, er eg samdi og lagði fyrir dómsmálaráðherrann í sambandi við umsóknina um að fá dauða- dómnum breytt. Þar eru gögnin gagnrýnd og bent á, hvað haldlitl- ar í raun og veru líkurnar eru, sem til dauðadómsins leiddu. Eg ætla að biðja menn að lesa það skjal rækilega og með eftirtekt og spyrja svo sjálfa sig að því, hvort þar sé að finna nokkra verulega sðnnun fyrir sekt Ingólfs. Einn- ig vil eg biðja hr. Halldórs að Iesa þetta skjal aftur og spyrja svo sjálfan sig, hvort hann mundi hengja nokkurn á slíkum fram- burði og jafn haldlitlum líkum. Hjálmar A. Bergman. Canada framtíðarlandið Það gefur að skilja, að í stóru landi eins og Canada, er veður- lag ekki alstaðar eins. Sumstað- ar er hlýtt svo að segja alt árið um kring; sumstaðar mjög heitt á sumrin, en kalt á vetrum; mik- ið úrfelli í vissum plássum, og aftur þurkar í öðrum, o. s. frv. ■— Ferðafólki, sem lýsir veðráttu landsins, skjátlast því oft. Það ferðast um lítinn hluta landsins og hvort sem því líkar veðráttan betur eða ver, ályktar það, að alstaðar sé hún hin sama. Vestur á Kyrrahafsströnd er t. d. hlýtt sumar og vetur, með mjög fáum undantekningum. Þar eru rigningar miklar haust og vor, en þess á milli blíðviðri og sólskin. Með fram iströndinni liggur fjallgarður, sem nefndur er “Coast Range” (Strandfjöll). Milli þessara fjalla og Kletta- fjallanna er breiður dalur. Hér er mjög heitt á sumrin og vetrar- kuldi lítill. úrfellið er sama sem ekkert. Verður því að veita vatni °fan úr fjöllum á akra og aldin- garða. Hér vaxa hin beztu aldini, sem fást í Canada — og þó víðar sé leitað. Það er því mikil eft- irspurn eftir þeim og þau send víðsvegar. Uppskerubrestur get- ur ekki orsakast af of miklum ^þurk, þar sem vatni er veitt yfir akrana, og eru því bændur í mið- biki British Columbia fylkis, sem rækta aldini og kálmeti, betur settir en bændur í austurfylkjun- um. British Columbia er stærst vesturfylkjanna, en mannfátt er þar enn þá. Er þ<4 náttúruauð- legðin geysi mikil. Við strðndina eru miklar fiskiveiðar (lax, lúða, o. fl.). Þar er mesta laxveiði í heimi. Er mest af laxinum soðið niður í könnur víðsvegar. Sumt er fryst og sent til stórborganna austur í álfu. Þar er unninn borðviður. Þar eru mestu sögunarmylnur í heimi. Þar er einnig mikið af málmi í jörðu og vinna margir í námum. Fyrir menn, sem eru að leita að tækifærum að hafa sig áfram, er hér úr mörgu að velja. Suðurhluti Alberta fylkis er oft nefndur Sólskinslandið! Þar er úrfelli mjög lítið; heitt á sumrum en Iítill kuldi að vetrinum. Vest- anvindurinn, sem blæs ofan úr Klettafjöllunum, er þur og hlýr og bræðir snjó, sem kann að falla. Skepnur ganga þar því sjálfala mestan hluta ársins. Þar verður að veita vatni yfir akra og hafa ýms félög bygt vatnsþrór '(Reser- voirs), og er vatni veitt frá þeim langar leiðir í pípum. Þega kemur austur í Saskatche- wan fylki, eru sumrin heit, en vet- urnir kaldir, — hið sama má segja um Manitoba og vestur- hluta Ontario fylkis. En loftið er miklu þurrara, svo veðurbreyt- ingarnar verða hvergi nærri eins tilfinnanlegar, eins og þar sem loftið er rakt. úrfelli er ekki mikið, en veðrátta sólrík. Hvert þessara þriggja vestur- fylkja, er um 250,000 fermílur að stærð. íbúatala hvers nær ekki þremur á hverja fermílu. Það sézt því bezt á þessu, að nóg er landrýmið í þeim héruðum. Vestur Canada hefir verið kall- að “heimsins mesta kornyrkju- land“ og ‘‘brauðkarfa heimsins”. Það er betur þekt af hveitirækt- inni en nokkru öðru. En nú er margt annað, sem má telja Vesturlandinu til gildis. Þar eru að opnast auðugir námar. Innan skamms gefa námumar af sér meiri auð, heldur en akrarnir. Þar eru stórvötn full af fiski. Og til Winnipeg koma kaupmenn úr öllum áttum til þess að kaupa skinn af dýrum, sem veidd eru norður í óbygðum þessara fylkja. I stuttu máli — tækifærin fyrir dugandi menti eru óteljandi. Það verðu ekki annað sagt, en að meiri hluti Vestur-Canada sé enn ókannað land. Aðallega er það landspilda, um 200 mílna breið, sem liggur við landamericja- línuna milli Canada og Banda- ríkjanna, sem bygð er. Þar fyrir norðan er strjálbygt. En nú er verið að kanna það land sem óð- ast. Þar er mikið af óteknu landi, sem er vel fallið til akuryrkju. Vötnin eru full af fiski. í norður- hluta Vesturfylkjanna er náma- landið. Lönd má kaupa, með mjög sann- gjörnum skilmálum, af stórfélög- um, sem eiga þau. Kaupandi fær að borga landið á 20 til 30 árum, svo árlegar afborganir verða ekkí háar. Yfirleitt borgar sig betur að kaupa land nálægt jámbraut og rverzlunafstað, \íheldur en að fara langt út í óbygðir og taka þar heimilisréttarland. Erfiðleik- arnir við að flytja að sér og frá þar sem langt er til járnbrautar, eru geysimiklir, að öllum öðrum óþægindum ótþldum. Vesturfylkin fá miklu greiðari aðgang að Erópu markaðinum, þegar Hudsonsflóa brautin er fullgerð. Verður það stór hag- ur fyrir bændur. Nú sem stend- ur verður bændavara, sem til Ev- rópu er send, að fara austur til Montreal, í það minsta, áður en hún er loks sett á hafskip. Flutn- ingskostnað er því hár, og auk þess gengur langur tími í þenna langa flutning austur um þvert land til sjávar og þaðan tíl mark- aðar í Norðurálfu. Veðrátta í vesturhluta Ontario- fylkis, er svo að segja hin sama eins og Vesturfylkjunum. Með- fram Canadian National járn- brautinni, sem liggur norðarlega gegn um fylkið, er mjög frjósamt land, vel fallið til akuryrkju. — Þangað hefir margt fólk flutt síðustu árin, því þar hefir land- rými verið mikið og lönd fáanleg nálægt járnbraut. Er þar nú að myndast blómlegasta bygðin í Canada. Þar eru skógar miklir, svo innflytjendur fá nóg bygg- ingarefni með rýmilegu verði. Þar eru og miklar veiðar — dýr í skóginum og fiskur í ám og vötn- um. — Þeir sem meiri upplýsingar vildu fá viðvíkjandi Nórður- Ontario, skrifi landaskrifstofu Ontariofylkis í Toronto, eða þá landaskrifstofu Dominion stjórn- arinnar í Ottawa. Friður. “Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir vel- þóknun á.” — Lúk. 2, 14. “Friður sé með yður.” Þannig ávarpaði jafnan Meistarinn mikli lærisveina sína, og þegar vér les- um orðið ‘‘friður” í hinum him- insenda boðskap englanna, þá nemum vér staðar og undrumst myndir þær, sem máttur endur- minninganina bregður upp fyrir sálarsjón vorri. Vér öfum allir séð þessar myndir: _. Degi hallar. alt fjör dofnar. Sól- in er að hníga hljóðlega í æginn, blóðrjóð, eins og hlaupmóð hetja, sem runnið hefir skeið sitt full af æskufjöri og lífi. Hún klæðir alt landið í töfraljóma aftanskinsins, er hún hefir sigrað gjörvalt jarð- líf með blíðu sinni, sem alt hefir látið fallast í faðmlög dýrðlegs unaðar og friðar. Það er sem alt lifandi unnist hugástum og horfist í augu ástardrukkið. Enginn þyt- ur heyrist í trjánum, blöð þeirra vagga sér hægt og hljóðlaust í blíða blænum. Himnesk kyrð hef- ir gagntekð alt. Fuglarnr hafa hægt um sig, og sólskinsdruknar blómkrónur hneigja höfuð sín og taka þátt í værðinni, sem yfir færist. öll hin óæðri skepna sval-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.