Lögberg - 13.12.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.12.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1928 Bls. 7 Frá Islandi. Reykjavík, 3. nóv. 1928. Úr Vopnafirði er símað: — Afli var með bezta móti i sumar. Fengu opnir vélbátar á annað hundrað skippund Fé hefir reynst með vænsta móti. Fer hagur manna batnandi hér um slóðir, bæði til sjávar og sveita. Nýdáin er húsfrú Guðlaug Páls- dóttir, kona Metúsalems Jósefs- sonar bónda á Svínabökkum. — Guðlaug sál. var systir Gunnars Pálssonar hreppstjóra á Ketils- stöðum, Björns gullsm. á Refsstað og þeirra alkunnu systkina. Var hún myndar og atgerfiskona, eins og hún átti ætt til. Enn fremur er nýlega dáinn Jó- hann Jóhannesson á Garði, faðir Björns kennara á Vopnafirði. Jó- hann var Húnvetningur, en flutt- ist austur á land fyrir allmörgum árum, vel látinn maður. Kona Jóhanns, Ragnheiður Björnsdótt- ir, andaðist í vor sem leið. Af iSiglufirði er símað 26. f.m., að þar hafi verið brotist inn í sparisjóðinn og stolið 200 krón- um. Hafði þá ekki náðst í þjóf- inn. — Síldareinkasalan hafði selt alla síld, sem >á Siglufirði lá og voru síldartökuskipin væntanleg nú um mánaðamótiri. iBúist er við að útgerð í Vest- mannaeyjum verði með mesta móti í vetur. Verða nokkrir nýir bát- ar keyptir og aðrir teknir á leigu. Að minsta kosti 5 nýir bátar bæt- ast við og er þeir frá 20—45 tonn að stærð. Svo sem áður er um getið, hef- ir verið opnuð hrossaketsbúð hér í bænum, sem selur eingöngu hrossaket. Er þar á boðstólum nýtt, hangið, saltað og hakkað hrossaket. Hefir salan gengið á- gætlegaf enda ketið talið jafn- ljúffengt og líkt að næringargildi og nautaket, en verðið hálfu lægra. Er hér um að ræða hið mesta nytja fyrirtæki. Nú er mjög þröngt um markað fyrir ís- lenzk hroás erlendis og því hin mesta nauðsyn á að menn geti hagnýtt sér hrossin hér á landi. Fornir hleypidómar hafa valdið því, að hrossaket hefir verið not- að til átu miklu minna en skyldi. En tilraun sú, sem hér hefir ver- ið gerð, virðist benda til þess, að nútímakynslóðin sé að hefjast yfir slíkar firrur. — Sláturfélag Suðurlands hefir útsöluna hendi, en Gunnar Sigurðsson frá Selalæk hefir beitt sér manna mest fyrir þessu máli, og er það þakkar vert.—Vörður. Guðmundur Ásmundsson, sem verið hefir héraðslæknir í Noregi, hefir verið skipaður héraðslæknir í Reyðarfjarðarhéraði frá 1. okt. Árni Árnason, héraðslæknir í Búð- ardal, hefir verið skipaður hér- aðslæknir í Berfjarðarhéraði frá 1. okt. ólafur ólafsson, settur læknir í Stykishólmi, hefir verið skipaður héraðslæknir þar frá sama tíma.—Vörður. Rejrkjavík, 10. nóv. Fornritaútgáfan er nú hafin — byrjað á tveimur bindum, sem eiga að koma út 1930. Sér Sigurður prófessor Nordal um útgáfu ann- arar bókarinnar, og verða í henni Egils saga, Gunnlaugs saga o. fl. í hinni bókinni verða meðal ann- ars Laxdæla og Eyrbyggja og sér Einar Ó. Sveinsson mag. art. um útgáfu þess bindis. V Hin 26. f. m. druknaði Einar Jónsson verzlunarmaður á Seyð- isfirði. áramótin. Hásetar heimta kaup- hækkun, lágmarkskaup 230 um mánuðinn í stað 197 kr. nú og lifrarpeninga hækkaða úr 23 kr í 40 kr. fatið. Hafa lifrarpening- arnir hingað til verið um helming- ur af kaupi háseta. Útgerðar- menn hafa boðið að hækka kaupið úr 197 í 200 kr. á mánuði, lág- markskaup. — Samkomulag hefir ekki,náðst milli aðilja og er mál- ið nú komið til sáttasemjarans, dr. Björns Þórðarsonar, hæstaréttar- ritara. Þess má geta, að búist er við, að dýrtíðaruppbót opinberra starfsmanna muni lækka töluvert og er það bygt á útreikningi Hag- stofunnar. Virðast kröfur háset- anna nokkuð frekar, þegar þess er gætt, að dýrtíðin fer yfirleitt lækkandi í landinu og spáir af- staða þeirra ekki góðu fyrir þá, sem vinnu þurfa að kaupa á næsta ári, hvort sem er til sjávar eða sveita.—Vörður. Íteykjavík ,13. nóv. Séra IPáll Ólafsson prófastur í Vatnsfirði andaðist síðastliðinn sunjnudag (11. nóv.) á heimili sínu rúmlega 78 ára að aldri, fæddur 20. júlí 1850 í Stafholti. Foreldrar hans voru séra Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur og frú Guðr. ólafsdóttir Stephensen frá Viðey. Varð stúdeAt 1869, kan- dídat í guðfr. 1871, vígðist 1973 aðstoðarprestur föður síns, sem þá var orðinn prestur að Melstað. Var eitt ár prestur í Hestaþingum í Borgarfirði, fluttist að stað í Hrútafirði 1877 og að Prestsbakka 1880, gegndi þar prestsstðrfum til ársins 1901, en fluttist þá til Vatnsfjarðar og bjó þar upp frá því til dauðadags, en fékk lausn frá prestskap í síðustu fardögum. —Vísjr. mennra samskota á meðal fund- armanna. 1 fræðslumálum Steingríms- fjarðar eru þau nýmæli helzt, að ákveðið hefir verið að halda ung- lingaskóla á Hólmavík í vetur, svo framatrlega sem nægir umsækj- endur fást. Enn þá er ekki full- séð, hvað úr þessu verður. — Sömuleiðis mun um unglinga- kenslu hjá einstaklingi í Hólma- vík að ræða og mun hann hafa, fengið nokkra umsækjendur. Bæjarbruni einn hefir orðið hér í nágrenninu í haust. Var það aðfaranótt 23. f.m., að íbúðarhús á Bjarnarnesi brann, ásamt fjósi og heyi við. Fólk slapp með naum- indum út úr eldinum og bjargað- ist lítið af innanstokksmunum. — Kýrnar lágu úti á túni og sakaði því ^cki. Bóndinn heitir Guðbjörn Bjarnason, fátækur barnamaður. Bærinn mun hafa verið óvátrygð- ur. G. G. —Vísir. boði kom hér 1. okt. og var hér til 7. s. m. Fór eg með honum á all- ar annexíurnar og talaði hann í Króksfjarðarnesi, Garpsdal, og prédikaði og talaði um kristniboð- ið í Kína, í Staðárhólskirkju surinudaginn 7. okt. Líkaði öllum vel að heyra til hans, og vona eg að koma hans hafi vakning og blessun í för með sér. Heilsufar hefir verið fremur gott, nema hvað umgangsveiki stingur sér niðu annað veifið. — Af mannalátum er fyrst og fremst að nefna það, að Theodór sonur Guðmundar hrepstjóra í Stóra- Holti, andaðist þ. 7. okt. úr tær- ;ngu. Var það hinn mesti efnis- maður, kornungur . Hefir dauð- inn verið mjög stórhöggur í kné- runn þeirra IStórholtshjóna, þar sem þetta er sjötta barnið sem þau missa og nú vita þau harmþrungin “ófult ok opit standa sonarskarð”, er hvíti dauði vann þeim. —Vísir. S. Z. G. Hafnarbryggjan á Siglufirði, hin nýja, var vígð síðastl. sunnu- dag með tilhlýðilegri viðhöfn. — Hefir bryggjan kostað um 300,000 kr. og er hið mesta mannvirki. Nýreist kirkja var vígð að Hjalla í Ölfusi á sunnudaginn var. Sigurði 'Briem, aðalpóstmeist- ara, hefir verið sagt upp stöðu sinni sem formanni i Bankaráði Landsbankans. Nýlega hefir töluverðra land- skjálfta orðið vart á Reykjanesi. Á aðalfundi Stúdetnafél. Reykja- víkr nú í vikunni, var Thor Thors lögfræðingur kosinn formaður fé- lagsins, en meðstjörneridur Pétur Hafstein og Bétur Benediktsson, endurkosnir. Undanfarið héfir stað í samn ingum um kaupdeilur milli útgerð- armanna og háseta á togurunum. Verða samningarnir, sem gerðir voru haustið 1925 útrunnnir nú Steingrímsfirði í október. Alt frá því snemma í vor hefir tíðin verið afburða góð, þótt eigi væri hún að öllu leyti vel fallin til sprettu í vor. Ollu því hinar miklu sólríkjur og að nokkru leyti kuldar allan júnímánuð óslitinn út. — Sláttur byrjaði viðast hér við Steingrímsfjörð kring um 9 júlí. Spretta reyndist talsvert lak- ari á túnum en undanfarin ár, alt að1 þriðjungi minni taða sumstað- ar, en fyrir ágæti veðráttunnar varð nýting góð og óvinnufrek. Útengi spratt lengi fram eftir og varð aði lokum víðast sæmilegt. Hejrfengur er þvi víðast góður hér við fjörðinn. Allmiklar firn- ingar voru alment fyrir. Ásetningur er nýlega afstaðinn hjá fóðurbirgðafélögum hér við fjörðinn, og munu flestir hafa nóg hey fyrir fyrirhugaða búfjártölu og sumir ríflega það. Norðanverðu fjarðarins eru fiskveiðar stundaðar af allmörg- um alt sumarið, En að sunnan- verðu aðeins eftir að slætti lýkur. Afli hefir oftast verið sæmilegur í sumar og stundum ágætur. Frá því um miðjan slátt hefir hafn- firskur fiskikaupmaður keypt mestallan fisk þann er aflast hef- ir, gegn peningaborgun, og er verðið sæmilegt. — Eing og að undanförnu hefir verið mikið um síld í Steingrímsfirði í sumar. Var löngum mikið af sildveiðiskipum inni, en lítið veiddist á smábátum iSláturtíðin er nýlega afstaðin. Eftir því sem sá, er þetta ritar, veit bezt, hefir fé reynst í góðu meðallagi, enda var féð sæmilega hraust undan vetrinuip og sumar- ið gott Um engar stórvirkar húnaðar- framkvæmdir er hér að ræða, bún- aðaráhugi þó i meðallagi, og flest- ir bændur, sem eitthvað gera að sléttum eða nýrækt. Eru mikið rædd dráttarvéla kaup í Hróf- bergshreppi. Jarðrækt hefir alla jafna verið lítil í Strandasýslu, en eg held að áhuginn fyrir henni sé að aukast. Rófu og kartöflu- görðum er að fjölga og vitanlega með góðum árangri. Var uppskera úr görðum hér í haust allgóð. Ný símalína hefir verið lögð í haust frá Sandnesi að Drangsnesi, en þar er að risa upp sjóþorp og útræði. Kemur línan sér þá vel og þykir að henni góður menn- ingajrauki. Nýstárlegan fyrirlesara fengum við Strandamenn um daginn, þar sem var ólnfur ólafson kristni boði frá Kína. Hafði kvenfélagið í Hólmavík í samvinnu við ung mennafélagið hlutast til um komu hans. Sýndi hann skuggamyndir og flutti fyrirlestur við góðan orðstír og húsfylli þrjú kvöld í röð. Síðasta kvöldið afhenti kvenfélagið honum hálft annað hundrað kr. til styrktar kristni boðsstarfsemi í Kina, auk al- MOST POWERFUL LOCOMOTIVE IN WORLD Hvoli í Saurb, 21. okt. Síðan um miðbik desembermán- aðar 1927, hefi^ verið hér ágætis tíðarfar. Veturinn var snjóléttur, vorið einmunagott og sumarveðr- áttan hin ákjósanlegasta. Nýting á heyjum varð því ágæt í sumar, en vegna grasbrests varð heyskap- ur samt í meðallagi. Fé varð vænt í haust og slátrað hér í Kaupfé- lagi 'Saurbæinga meða meira móti. Verðlag er búist við að verði hærra en í fyrra, kjöt lík- lega 90 aura kg., mör svipaður, eu gærur 1.10—1.30 pd. Hér er mikill framfarahugur og er sveitin í uppgangi síðustu ár. Á mörgum bæjum hafa verið bygð nýtízkufjós og áburðarhús, mest í fyrra, 1927. Sama ár var reist nýtt og vandað steinhús að Búð- ardal á Skarðsströnd. Bóndinn þar heitir Karl Þórðarson, hinn mesti dugnaðarr og merkisbóndi. Nýbygt steinhús er lika komið á Ballará, hin snotrasta bygging að öllu leyti, í sumar var bygt stórt steinhús hér í Saurbæ af þeim feðgum, Benedikt og Kristjáni Miðstöðvar eru mjög að ryðja sér til rúms, í haust verða þær settar á fjórum bæjum. Þá má geta þess, að hér á Hvoli er verið að reisa nýtt prestseturs- hús. Staðarhólsþing voru prest- laus hálft áttunda ár, uns eg kom í desember í fyrra. Prestakallið vantaði hentuga jörð; að eins var til heldur lítil og óhentug jörð. Nú í vetur var Hvoll keyptur fyrir prestssetur fyrir 10 þús. kr., svo að nú er hér bæði nýr.prestur og prestssetur. En sá galli'var á, að jörðin var nærri húsalaus, bær- inn í hörmulegu ástandi. Gekst eg því fyrir bygging, og fyrir vel- vilja og atbeina biskupsins og ríkisstjórnarinnar var hér bygð í sumar ein hæð , steinsteypt, með járnbentu lofti yfir. Verður svo haldið áfram o^ verkinu lo'kið næsta ár. Yfirsmiður hefir verið Magnús Ketilbjarnarson, en Guð- mundur Thedórs hreppstjóri í Stóra-Holti, hefir verið trúnaðar- maður landsins við verkið, og ver- ið framkvæmdarstjóri þess. Guð- mundur er einn hinn mesti dugn aðarmaður og sómamaður hér um slóðir. Hefir hann 'sjálfur bygt hið veglegasta íbúðarhús á jörð sinni og ræktað ókjör hin mestu. Frá honum, Markúsi í ólafsdal og Þórólfi búfræðing Guðjónssyni í Fagradal, sem er formaður Bún- aðarfélags Salurbæjart þefir út- breiðst mikil ræktunar og fram- faralda hér um þessa sveit. Mörg þúsund krónur koma, gegnum Búnaðarfélagið, inn í sveltina, fyrir unnar jarðyrkjufram- kvæmdir. — Þannig er búnaðar- félagsskapur hér með miklum blóma. — Starfandi er hér og kvenfélag, og hélt það heimilis- iðnaðarsýning 1. júlí á fjölmennu héraðsmóti og við góðan orðstír. Voru margir ágætir munir á sýn- ingunni. Ungmennafélag er hér, og heldur nokkuð oft fundi, sömu- leiðis eru blómleg ungmennafélög í Geiradal og Reykhólasveit. Ný- stofnað er ungmennafélag og búnaðarfélag á Skarðsströnd. Um andleg mál er það að segja, að reynt hafi verið að glæða kirkju og safnaðarlífið eftir hið langa prestleysi. Hefir kirkju- sókn því glæðst mjög mikið. Svo hefi eg flutt fyrirlestra hér fyrir almenningi í Saúrbæ, Geiradal, Skarðsströnd, Reykhólasveit, í Kollafirði og Hvammssveit, sam- tals níu fyrirlestra og erindi. Gunnlaugur Björnsson, ritstjóri Skinfaxa, fór hér um í vor fyrir U M F í, og talaði við ágætan orðstír. ólafur ólafsson kristni-; Dýrafirði, 29. okt. Sumarið hér vestra mátti telj- ast með afbrigðum .gott. Hey- fengur líklega í meðallagi, en nýting góð. — Aflabrögð á þilskip óminnileg í ár, sem og í fyrra. Er það t. d. mjög í frásögur, er einn háseti á skipi frá Bíldudal dró á færi sitt í 4—5 mánuði 60 pund þurrfiskjar. — Afli á opna mót- orbáta hér við Dýrafjörð og Arn- arfjörð með afbrigðum góður. — Verð á afurðum sæmilegt, en því miður mun allur fiskur hafa ver- ið seldur áður en fiskverð -hækk- aði, svo sem nú er raun á orðin. Sláturtíð var hér með meira móti í haust. Haustveðrátta hér vestra má teljast hafa verið sér- lega góð, aðeins litilsháttar fest snjó í bygð einn dag. Alauð jörð og frekar milt veður. Er því ó hætt, ef góð veðrátta helzt fram á jólaföstuna, að telja árið með þeim beztu, er okkur hér hafa fallið í skaut 1—2 áratugina síð- ustu.—Vísir. The photographs show two views of the new 2,260 Htf\, oil-electric locomotive designed by motive power engineers of the Canadian National Railways and now placed in service. The locomotive weighs 650,000 pounds and is designed to operate fast passenger and freight service where speed and power are required. Simplicity of operation and economy are features of this new monarch of the rails which marks such an evolution in the his- tory of. transportation that en- gineers believe it will prove to be the successor of the steam locomo- tive. It is capable of carrying longer trains for greater distances with less refueling than any type of locomotive now in use. The power developed by the oil engine is converted into electrical energy by the generator and then transmitted to the traction motors geared to the driving axles. In the cab win- dow of the lower photograph is seen C. E. Brooks, Chief of Motive Power of thé Canadian National Railways, who is largely respon- sible for this new locomotive. Reykjavík, 12. nóv. Dýrtíðin í Reykjavík. — Fimm manna fjölskylda í Reykjavík, sem þurfti 1800 kr. til ákveðinna út- gjalda og vörukaupa árið 1914 (rétt áður en ófriðurinn skall á), þarf nú til sömu útgjalda 4,060 kr., samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar. í fyrra þurfti 4,094 kr. til þessara útgjalda. Er lækkun- in því tæplega 1 prct síðan í fyrra- haust. En árið þar á undan var hún 8 prct.—Vísir. Árið 1927 veitti stjómarráðið 20 hjónum leyfi til algerðs skiln- aðar. Er það svipuð tala og með- altal áranna 1921—1925, en árið 1926 var hún miklu hærri, eða 36, samkvæmt Hagtígðindunum. Vísir. ið um vesturfara, sem fór til Vest- börn. Réttara mundi vera að segja, að konan hafi farið með blindan bónda og þrjá ómaga. Eg féll í stafi og vissi ekki hvort heldur ætti að kalla þetta vitfirrings- dirfska, eða hugumstærð frábæra. Geta má nærri, að náungar þess- arar fjölskyldu muni hafa hjálp- að henni á ýmsar lundir. Um það ægir Landnáma. En hver sem , Þórshðfn, 10. nóv. Tíðarfar var ágætt í sumar hér um slóðir, engir illviðrisdagar hafa komið svo slæmir, að menn hafi tepst frá vinnu, og er það sjaldgæft, að heilt sumar líði hér svo, í seinni tíð. Grasspretta gat.þó alls ekki tal- ist góð. Stafar það sennilega af hinum þrálátu vorkuldum. Tún spruttu víðast hvar með lakara móti, þurrar láglendisslæjur illa, votengi nokkru skár. Heiðaengj- ar spruttu vel. Stafar það senni- lega af því, hve snjór hlífði þeim lengi fyrir vorkuldanum. Heyfengur manna mun ekki hafa orðið mikið minni, en vant er, þrátt fyrir sprettuleysi á túnum 1 og heimaengjum, því að hvort- tveggja var, að vel viðraði og eins hitt, að menn hafa seilst til heiða- engja. — Nýting heyja mun vera með bezta móti. Þó munu þeir, er fyrst byrjuðu slátt, frá 10.— 15. júlí, hafa fengið nokkuð hrakta töðu, sökum úrkomu þá daga. Fjárheimtur eru ekki fullkomn- ar enn, en litur út fyrir góðar heimtur, Pg virðist fé með vænna móti. — Sökum þess að horfur um verð eru frekar góðar í haust, munu menn ekki fjölga fé í haust, enda fæstir svo heyjaðir, að slíkt sé .fært, en undanfarin ár, og þó sérstaklega í fyrrahaust, munu menn hafa fjölgað fé sínu nokkuð mikið, enda var verð á kjöti þá hið versta, sem verið hefir í langa tíð. Bændur munu þvi nú allflestir hafa fremur góðan fjár- stofn. — Fiskafli var með mesta móti við Langanes í sumar. Frá Þórshöfn gengu sex vélbátar. Þeir munu hafa fengið nokkuð á þriðja hundrað skippund hver, og Landnám Thorstínu Jackson Eftir Guðm. Friðjónsson. íslenzkar konur hafa laft hend- ur að sómasamlegum ritstörfum undangengin missiri. Jón ólafs son kvað á þá leið, fyrir einum 40—50 árum, að ’“þær kynnu að- eins að gera graut” -— og svo of- urlítið annað, sem þarflaust er að nefna. Nú er svona komið, að þær rita stórar bækur. Ætla má, að hússtjórnarskólar og námsskeið þessháttar sjái við sengjunni, að hún komist ekki í grautargerðina En vernig sem fer um -hana, er sjálfsagt að fagna því, sem vel er gert við skrifborðin. Og njóta skyldu konurnar sannmælis, þeg ar svo ber við, að þær eiga lof skilið fyrir ritstörf. Eg ætla í þessum pistli að drepa á ritstörf austfirzkra kvenna, sem nýlega hafa birzt. —Sigrún hús freyja í Mjóanesi í síðustu Hlín bragðgóða ritgerð um konur. — önnur gáfuð kona, Bjðrg Þorláks dóttir doktor, hefir svarað þessari ritgerð í “19. júní”, af lærdómi miklum, en ekki að sama skapi alúðelga. Þá kem eg að Landnámu Thor stínu Vínlandsmentadísar. Sú bók er þrekvirki, sem ágæt elj efir unnið að og þrautseigja, með aðdráttum heimilda og allskonar frágangi. Ættfræðin, sem þar er á boðstólum, er ekki gripin úr lausu lofti. Og hún ber á borð fyrir lesendur myndir úr hvers dagslífinu, auk andlitsmyndanna, sem þó eru misjafnar ásýndum. Óteljandi atriði eru skýrð í fám hann dirfist að segja með fullri sannfæringu, að þessi systkini, sem móðirin og sóknarpresturinn þeirra báðu svo innilega og með hrærðu hjarta fyrir, og allur sá fjöldi fólks á öllum tímum, sem hefir átt því láni að fagna, að eiga þá móður og þann prest, sem bentu þeim á réttu leiðina, með bænum til himiris, geta æfinlega sýnt órækar sannanir fyrir bezta les þetta og gefur sér tíma til að árangri. Og ef meira væri að því hugsa um þessa atburði, hlýtur gert, en nú er gert af flestum, þá að vikna við það, sem sjá má með yrðu fingraför djöfulsins færri en þau eru nú í mannfélaginu, augljós af allskonar illverkum og guðleysi, sem fer sívaxandi”. — •Þessi ályktunarorð 'Stígs eru svo rausnarleg, en þó um leið vott- ur um íhygli mannS, sem verið hefir út undir sig, að þau stinga í stúf við flestöll kjarnyrði þeirra gráklæddu náunga, sem tvístíga alla æfi með sinn fótinn hvorumegin landamæra lifs og dauða. Þeir loðmullumenn lifa og deyja í þeirri áætlan, að ekkert ilt sé til í raun og veru — myrkr- ið sé aðeins vöntun Ijóss, vonzkan sé vöntun góðs. Stígur þessi hef- ir bersýnilega viljað hafa snúð á lífsins snælduþræði, ef svo mætti að orði kveða. — Það, að þessi á- drepa stígs er tekin í Landnámu, sýnir að höndin, sem lagt hefir smiðshöggið á bókina, á yfir sér kvensál, sem er<í tengslum við á- ákveðinn vilja. Öll þessi land- náma er svo gerð, að um hana leikur hressandi blær skýrrar frá- sagnar. Það er meira og betra en sagt verður um flestallar bæk- ur, sem út eru gefnar. Þjóð- ræknin, sem að baki stendur, sóm- ir sér og mun sóma um aldur og æfif eða svo lengi, sem ættjarðar- ást og frændrækni verða í metum hafðar. Landar vorir vestur frá munn gjalda Thórstínu þakkirnar með því móti, að kaupa bókina, alment. Og hérlendis mun hún ganga bæ frá bæ og verða lesin á kvðldvök- unum. — Hænir. er það mikið meira en meðalafli. i orðum, en hitt er ekki lítið, sem Vísir. • | iesa miiii línanna. T. d. get- lokuðum augum úti í fjarska vest- uráttarinnar. Frásögn Thórstínu er glögg og skilmerkjleg og þá um leið lifandi bezta lagi. Fallegur kafli er t. d. um*foreldra hennar: móður- ina, sem var líknardís í ljósmóð- urstöðu, og föðurinn, Þorleif, rit- höfund Og fræðimann, ágætan á landnemasviðinu, en févana alla æfi. Fáeinir kaflar eru í bókinni eft- ir aðra en höfundinn. Þar er t.d. ágætlega saminn kafli eftir ó- nafngreinda roskna menn í Da- kota, um afleiðingar ófriðarins mikla og umturnið af hans völd- um í bygðinni. Þá er kaflinn eftir Stíg Þorvaldsson frá Kelduskóg- um við Berufjörð, minnilega vel saminn, að ógleymdu vegabréfi séra Þorsteins Þórarinssonar, sem hann lét fylgja móður Stígs og börnum hennar, föðurlausum í vesturförina. Fyrirbænirnar í því vegabréfi eru svo andheitar, að dásamlegt er að lesa og er meira af yl og birtu í þessu stutta vegabréfi, en oftastnær er að finna í heilli “guðsorðabók”. — Stígur endar kaflann um sig og sína með þessum orðum: ‘‘Svo er þá þessi saga á enda, en út af henni spretta spursmál, em hver verður að svara fyrir sig sjálfur. Á meðal þeirra eru þessi: Hvaða áhrif hafa bænir prestsins og móðurinnar haft á líf og afdrif þessara systkina? Hvaða áhrif hafa bænir foreldra og allra annara alment haft? Var dauði þessara ungu systra allra á örfáum árum þeim ávinningur eða tap? Var það að guðs ásettu ráði, eða var það bara hending? Hafa bræðurnir þrír, sem allir lifa enn, ástæðu til að þakka móður sinni og prestinum fyrir milligöngu þeirra við guð? Og að síðustu: hafa allir yfir höfuð ástæðu til að treysta á, að bænir til himins verði heyrðar og teknar til greina? Sá sem þetta ritar, dirfist ekki að svara neinu þessu spursmáli nema aðeins fyrir sjálf- an sig og þá ekki upphátt. En ÞAKKARÁVARP. Ætla eg undirrituð að biðja Lögberg að flytja öllum þeim góðu vinum og kunningjum min- um í Nýja íslandi, sem eg heim- sótt í haust í þarfir heiðingjátrú- boðsins, innilegasta þakklæti fyr- ir alt hið góða, sem þeir hafa vikið að mér’bæði með gjöfum og gestrisni, og bið eg góðan Guð að launa þeim öllum. Virðingarfylst, Sigríður Sveinsson. Gimli Man. SÍÐUSTU FORVÖÐ -- FYRIR IBalmoral Ágætar kökur til gjafa og tölu- frábrugðnar. F a 11 e g a Cljrtátmaö Cabeö anb iPubbtngö —og af Þeim höfum vér ágætis úrval bakað I vorum eigin ofn- um undir umsjðn úrvals bakara. ilUnte Pattícö Dæmalaust g:óð, gcrð eftir Speirs Parnell aðferðinni, sex eða tólf í hverjum pakka. Tylftin á, ..^.... $0.50 Sllmonb 3fctng Ágætt Almond Paste I hálfpunds pökkum. Punds pakkar __$0.30 • GEFID PA.NTANIR YÐAR 1 DAG Umboðsmanni vorum, Matsalanum eða slmið 86'617—86 618 SPEIRS PARNELL BAKING CO., LIMITED vert. skreyttar og í umbúðum, hafa inni að halda pd...................... $3.00 pd...................... $5.00 &f)ort iBreab Sérstakar kökur ísaðar skreyttar eða öskreyttar. Skreytt 1 pd. kaka I jðlakassa 60c óskreytt 4 væn stykki I um- búðum, 12 oz.................40c og (Cftristmaö Cafteö 1 fallegum kössum. prjár stærð- ir, 2-3-4 pd. Almond iced og fallega skreyttar eða einfaldar. 2 pd.................. $1.25 3 pd.................. $1.85 4 pd................... $2.40

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.