Lögberg - 20.12.1928, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.12.1928, Blaðsíða 1
iilct 41. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1928 NUMER 51 Þar sem allir verða eitt Eftir Séra Björn B. Jónsson, D-D. FæSing Krists boðaði öllum heimi frið. Hann var fæddur til þess að vera konungur í ríki friS- arins. Yfir vöggu hans í jötunni hvíldi heilagur friður. Uppi yfir fjárhúsinu sungu himneskar radd- ir um frið á jörðu. Mennirnir, sem komu til barns- ins í Betlehem, tilbáðu það og veittu því lotningu, komu í friði og fóru í friði, eins fyrir því, þótt þeir væru hver öðrum næsta ólkir og gerðu sér sennilega næsta ólíkar hugar- myndir af barninu helga. Annars vegar voru næsta fáfróð- ir almúgamenn, sem gættu sauð- hjarða á völlunum umhverfis þorp- ið; hins vegar voru hálærðir speik- ingar, sem komu úr fjarlægum löndum að leita að konungi mann- anna. Aðstaða þessara tveggja mann- flokka hefir verið næsta ólík. Fjár- hirðarnir heyrðu raddir af himnum, sem bergmáluðu í sálum þeirra, og eftir vísbending trúarsöngsins í hjartanu leituðu þeir á Jesú fund og féllu fram og tilbáðu hann. Hinir mennirnir létu þekkinguna lýsa sér leið. Þeir lásu það út úr stjörnuvísindum sínum, að nú voru eyktamörk og ný öld runnin upp í heimi. Þeir komu á leiðinni við á bókasafninu í Jerúsalem, og létu lesa sér það úr helgum fræðum. hvar frelsari mannkynsins ætti að fæðast. Frá sjónarsviði vor deilugjarnra nútíðarmanna hefði vel getað far- ið svo, að hér hefði þegar orðið fldkkadráttur milli hirðanna og spekinganna út af Jesú-barninu, sem hvorirtveggju leituðu að og fundu. Margur í sporum vitringanna hefði fyrirlitiö vitnisburð hirðanna og hneykslast á “hindurvitnum þeirra og hjátrú.” Vel hefði get- að farið svo að vitringarnir hefðu sagt við hirðana eitthvað á þessa leið: “Ykkur skortir til þess alla þekkingu að rannsaka heimildir og gera skynsamlega grein fyrir við- burði þessum og honum, sem riú er fæddur og við færum gull, reykelsi og myrru fræða vorra og þekking- ar. Við erum ekki þau börn að trúa sögum ykkar um undrin og kraftaverkin, sem þið leggið trún- að á.” Á hinn bóginn hefði vel getað farið svo, að hirðarnir hefðu fylst ofstæki og fengið mestu óibeit á þekikingu vitringanna, talið hana ekkert annað en syndsamlega van- trú og sagt sem ,svo: “Fyrst þið ekki hafið séð þær sýnir, sem augu okkar sáu, og ekki hafið heyrt þær raddir, sem við heyrðum, nóttina helgu, viljum við engin mök hafa við yktkur og skoðum ykkur sem háskalega villutrúarmenn.” En svona var það ekki á jólun- um í Betlehem. Hvorir um sig fundu frelsara sinn þá’ leið, sem þeim var hentust. Svo ólik sem aðstaðan var og svo ólik, sem trú- arskoðunin var á mannlegan mæli- kvarða var reynslan söm. Hvor- tveggju fundu Krist og gáfu hon- um alt, sem þeir áttu. Og þegar menn aðeins finna Krist og gefa líf sitt á vald hans, þá fara þeir ekki að deila um hann, eða neitt annað. Þeir fá allir frið, sem koma til Krists, hverja leið sem þeir koma. Margar aldir eru liðnar síðan vitringarnir komu til þCrists langar leiðir að austan og fjárhirðarnir komu til Krists utan af völlunum að vestan, og hvorirtveggju fundu sálum sínum frið og hvíld í frelsr ara sínum. Á öldunum liðnu hafa margir leitað Krists, en viljað hrinda hver öðrum frá jötunni, af því þeim hefir orðið sundurorða um það, hvernig eigi að lýsa útliti barnsins. Er ekki kominn tími til þess, að hvar i heimi sem er, krjúpi vitring- ar og hirðar samsíða við vöggu Krists og öllum skiljist, að ekkert varði annað en það, að gefa Jesú rúm í sálu sinni og meðtaka hjálp- ■ræði hans ? Hvert annað ættu syndugir menn að leita? Hvergi er friður á jörðu nema í samfélagi sálarinnar við Jesúm Krist. Við skulum allir hittast um jól- in og taka höndum saman við jöt- una í Betlehem—hvort sem vér telj- um dkkur. trúarlega, í tölu vitring- anna eða hirðanna. Þar verða all- ir eitt. Gunnar Erwin Bardal “Höfði hærri en aðrir menn,” er stundum sagt um þá, sem eru ó- vanalega háir, en það á ekki við þennan mann, því hann er miklu meira en hðfði bærri en aðrir menn, eða 8 fet og 2 þuml. og vigt- ar 324 pund, og er hann þó alls ekki feitur, sýnist meira að segja heildur grannur eftir hæðinni. Hendur hefir hann afar stórar og eins ffætur, og má marka það nokkuð á því, að meðal manns skór etu stærðirnar 7—8, en hans stærð er 26. Allan fatnað, sem hann notar, verður hann að láta búa til við sitt hæfi, þar á meðal vetlinga, því engin föt, sem í búð- um eru seld, eru nógu stór handa honum. Þó er sú undantekning, að hann getur keypt hatta, svo að segja hvar sem er, því þó hann sé höfuðstór, þá er hann þó ekki öll- um mönnum höfuðstærri, og hann er laglegur maður í andliti, greindarlegur og góðlátlegur. Eins og nafnið bendir til, er mað- lur þessi íslendingur. iFæddur er hann og uppalinn í grend við Sin- clair, Man, og þar búa foreldrar hans, Jóhannes Bardal og kona hans Guðlaug Friðrika. Er hún dóttir Gunnars Einarssonar, sem lengi átti heima í Winnipeg. Gunnar er 22 ára gamall. Fyrir fimm árum fór hann að heiman og hefir hann altaf síðan verið á ferðalagi víðsvegar um Bandarík- in og Canada, -með ýmsum sýn- ingafélögum, til að sýna sína ó- vanalegu hæð. Nú gerir hann ráð fyrir, að hætta ferðalögum og vinna fyrir sér á annan hátt. Gunnar kom til Winnipeg á sunnudaginn og á þriðjudaginn fór hann heimleiðis til Sinclair, Man. Hann leit inn til vor á mánudag- inn og tafði hjá oss litla stund. Gerði hann ráð fyrir að dvelja heima hjá foreldrum sínum í vetur. Þess er vert að geta, að nafn þessa manns er hér sett, eins og hann sagði oss það sjálfur, en hann mun víða vera þektur með nafninu Johnson, en sjálfur held- ur hann við Bardals nafnið. Þrátt fyrir það, að hann hefir fimm síðustu árin verið burtu frá íslendingum, eða síðan hann var seytján ára, talar hann enn ís- lenzku óhikað og viðstöðulaust. Canada Hon Mackenzie King, forsætis- ráðherra, varð 54 ára á mánudag- inn hinn 17. þ. m. Bárust honum þann dag margar heillaóskir víðs- vegar að. Mr. King hefir nú ver- ið forsætisráðherra í Canada í sjö ár, að undanteknum nokkrum mán- uðum árið 1926. Þar sem hann er enn maður á bezta aldri er líklegt að hann eigi eftir að taka rnikinn og öflugan þátt í stjórnmálum þessa lands, enn í mörg ár. Flestir munu nú viðurkenni að Mr. King hafi reynst ágætlega í sinni vanda- sömu stöðu, bæði innan lands og út á við. * * * I Nú er að verða öðruvísi um að litast í norðurhluta Manitoba- fylkis heldur en verið hefir alt til þessa. 1 stað fáeinna veiði- manna, sem þar hafa verið að vetrinum, eru þar nú f jöldi manna við járnbrautavinnu, námavinnu og byggingar raforkustöðva. Um þrjú hundruð manna vinna nú við Flin Flon námurnar og önnur þrjú hundruð við að byggja raforku- stöðvar við Island Falls. Senn verður byrjað að byggja járn- braut frá Cranberry Portage t^ Sherritt-Gordon námanna við Cold Lake. Þar að auki er fjöldi manna að vinnu við Hudson Bay braut- ina, sem á næsta ári verður full- gerð alla leið til Fort Churchill. Það getur ekki hjá því farið, að á næstu árum verði afarmiklar framkvæmdir þarna norður frá, þar sem alt til þessa hefir verið eyðiland og engar framkvæmdir. Jólaguðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg: Næstkomandi sunnúdag, þann 23. desember, ensk jólamessa, klukkan 11 fyrir hádegi. Á aðfangadagskveld, klukkan 7, þann 24. desember, verður haldin vegleg jólatréssamkoma fyrir börnin. Á jóladaginn, klukkan 11 fyrir hádegi, fer fram íslenzk jólamessa. Á sunnudaginn milli jóla og nýárs, fer fram venju- leg morgungðuðaþjónusta á venjulegum tíma, en að kveldinu heldúr sunudagskólinn árslokahátíð sína. Geta má þess, að vandað hefir verið frábærlega vel til söngsins, við hátíðaguðsþjónustur þær, sem nú hafa nefndar verið. Þorsti. Erindi cftir Séra Þorstein Briern. Fátt er sárara en þorstinn. Menn fá lifaö alllengi þótt hung- ur sverfi að þeim. en þorstann fá menn ekki staðist nema skamma stund. Af þessari sáru þörf vorri, lik- amlega þorstanum, hafa menn svo dregiÖ nafnið á ýmsri annari þörf manna og þrá. Menn tala um auð- þorsta, nautnaþorsta, þekkingar- þorsta, kærleiksþorsta, sálarþorsta, o. s. frv. Menn líta á það ýmsum augum, hvað til þess þurfi, að fá sál sinni fullnægt. — Ríki bóndinn í dæmi- sögunni leit svo á, að sál sín yrði sæl þegar hlöður hans væru orðn- ar nógu stórar. Og gamli maðurinn í erfisveizlunni fékk eigi skilið, hversvegna ekkjan gæti veriö að gráta yfir Veizluborðunum, þar sem svo mikill væri umhverfis hana maturinn. Þarna. í þessum tveim dæmum stefnir sálarþorstinn ekki hátt. Og þó grípa dæmin greinilega á því tvennu. sem vér í daglega lífi telj- um oft mest um vert. ÞaS er ekki von til að sá, sem eigi þekkir kærleiksþorstann, fái skilið hversvegna ekkjan er hrygg, fái skilið ástarþrá og söknuð hennar. Og það er ef til vill ekki heldur hægt, að ætlast til þess af þeim, sem hvorki verður þekkingarinnar né kærleiksþorstans var, að hann telji nokkuð vanta á fullsælu sína, þegar vel er séð fyrir hlöðunum. En svalar þetta í raun og veru sálarþorsta nokkurs manns? Því til svars vil eg minna á lýs- ingu skáldsins Stephans G. Steph- anssonar á þeim mönnum fvrir vestan hafið, sem hafa gefið sig auðs- og nautnaþorstanum alla á vald. Hann kveðst mæta þeim á strætum stóríborganna, óg hann lýsir þeim svo: “Undan dökkum fataföldum fram i veginn blika, stara, Andlit, sem þau stæðu í steini Storknuð, líkust fílabeini.” Skáldsaugun sjá oft vel. Betur en augu vor hinna. Skáldið lýsir þarna starandi, þyrstum augum, sem aldrei mettast. Það sér storkn- uð steinandlit þeirra manna, sem aldrei hafa horft nema á eitt—og þetta eina, sem þeir sáu og sóttust eftir fékk þó ekki veitt þeim full- nægju. Enginn skilji orð min svo, sem eg telji sjálfa fátæktina sáluhjálp- legri, en efnin. Nautnaþorstinn getur átt heima hjá fátæktinni eins og auðnum. Og fátæktin getur, eins og auðurinn orðið móðir ýmsra lasta, móSir búksorgar og öfundar, haturs og hörku og tor- tryggni eins og fégirndin. En fá- tæktinni er ekki éins tamt að gera menn “storknaða” steinmenn, eins og fégimdinni. Mun það ekki hafa verið þetta, þessi storknunarhætta mannssálar- innar, sem Kristur hefir sérstak- lega haft fyrir augum, þegar hann varar við að varpa elsku sinni allri á það, sem þessa heims er? öll erum vér að leita að ham- ingju. Einn leitar hennar í efnunum, annar í nautnunum, þriðji í list- inni, ástinni eða þekkingunni. Vel er þekkingarþorstanum lýst í bréfi séra Tómasar Sæmunds- sonar til föður síns. Tómas hefir þá nýlokið háskólaprófi sínu í Kaupmannahöfn og kveðst nú setja hina einu eign sína, bókasafn sitt að veði, til þess að geta farið suð- ur í lönd, í nýja námsför. Og hann bætir við: “Þessar bækur hafa ekki sjaldan stolið frá mér miðdagsmatnum hérna, svo eg tel mig lukkulegan, að eg við það ekki hefi skaðað heilsu mína.” Síðar skrifar.hann úr námsför sinni, að í Parisarborg hafi hann, vegna skorts, orðið að leggjast rúmfast- ur á þriðja mánuS, spýtandi rauðu á hverjum viknamótum.” Þarna sjáum vér mann, sem síð- ar reis upp á banasænginni til að telja kjark og dug í þjóð sína. Vafalaust hefðu orð hans ekki orðið eins máttug, ef hann hefði ékki áður lagt í sölur fé og heilsu fvrir þekkingarþorstann. Þó fær þekkingin ein ekki nægt manneðlinu til fulls. Hún fékk ekki fullnægt séra Tómasi fremur en öðrum. Sá, sem lætur sér nægja hana eina, getur verið mjög svo ófullkominn maður, þótt hann eigi mikinn forða af fróðleik. Hann getur orðið að steingjörfing í lærdómi sínum, eins og stendur í stökunni: “Gerðu’ ei loks með lærdómsgrein- um lífsins brauð að dauðans steinum.” Þekkingin gerir, eins og skáldjð segir, lifsins brauð að dauðans steinum, þegar hún nær ekki að þroska manneðlið alt. Ef hún veitir aðeins viti og næmi þroska, en hvorki vilja né hjartalagi manns- ins, þá getur þekkingin haft hlið- stæð áhrif á mannssálina, eins og auðsöfnun hefir stundum á ein- sýnan fésýslumann. Lærdóms- maðurinn getur storknað eins og hann, ef hann, ^gleymir því, sem stendur í Salómós orðskviðum, að “í hjartanu eru uppsprettur lífs- ins.” Sá maður er storknaður, sem gleymir hjarta sínu. En hjartað minnir á sig. Það heldur áfram að slá, þótt vér gleymum því einatt, Mér kemur í hug einn af fjölfræð- ingum þjóðar vorrar, maður, sem virtist jafnvígur á fjölda fræði- greina og vera sá sjór er alt gæti gleypt. Hann hafði einnig þegið skáldagáfuna og gat þessvegna lýst því betur og glöggvar, en vér hinir, sem i hjarta hans bjó. Það er því einkennilegt að athuga hvern- ig sá maður biður. Eg efast um, að vér eigum einlægari og fegri bænir um barnslegt hjarta en bæn Benedikts Gröndals i kvæðinu “Hret.” Hann byrjar á því að Iýsa vetrinum. Þar sem alt hefir fölnað: Liljan og rósin og sólin sjálf. Lækurinn er stirðnaður og bjarkarstofnarnir stynja aflaufg- aðir í stórhríðinni. Og hann segir: “Himininn fær ei að fella nein tár, frosti hann grætur, það hagl er og snjár.” Hann heimfærir síðan þessa lýs- ingu til sín sjálfs: “Eins eru þornuð af augunum mín ástsæla táranna lind, sem að skín annars i heiminum huggunarrík, himnanna drykk eru sannlega lik.” “Man eg það áður um æskunnar tið, ofan um kinn streymdi báran þín fríð. Hún var svo beisk, en svo himnesk og tær, huggaði mig, og hún var mér svo kær.” Einn minnist þeirra stunda, er hann átti barnshjartað: “Út streymdi sorgin og inn streymdi ró, eymdin og reiðin í hjartanu dó.” En nú grætur hann frostinu eins og veturinn. Fyrir því biSur hann til Guðs í kvæðislok, þessa bæn: “Gjörðu mig aftur sem áður eg var alvaldi Guð, meðan æskan mig bar! Gefðu mér aftur hin gullegu tár. Gefðu þau verði ekki hagl eða snjár.” Höfundurinn þekti bæði nautna- þorstann. Og hann hafði, mörgum fremur, tækifæri til að svala þeim þorsta sínum. En sú svölun veitti honum ekki fullnægju. Hann bar annan æðri þorsta í brjósti sér. Þorsta, sem hvarf honum ekki, þó hann muni um alllangt skeiö hafa litið sint honum. Hann vildi ekki stirðna eins og lælcu#inn í vetrar- hörkunum. Hann vildi ekki láta hjarta sitt “storkna” eins og spek- lingþrrinn hinum megin við hafið svo: komst að orði. Og þessvegna leitar hann að lokum til Guðs og biður hann svo heitt :og( faguýlega, að hann fái hætt að gráta frostinu. heldur öðlist barnshjartað aftur. Þetta sýnir oss eigi aðeins skálds- ins hug. Þetta sýnir oss einnig vorn insta hug. Vér sjáum hér hvað mannshjartað í raun og veru þráir heitast. Þó að ástríðurnar sé*u sterkar, þó að þorsti þeirra sé sár, þó að vit 6g þekking fái á marga vegu aukið oss þroska, þá er insta eðli voru ekki fullnægt með því einu. Vér berum í brjósti annan æðri þorsta. Það er kærleiksþorstinn, eilífðarþorstinn — guðsþorstinn Guðsþörfin yfirgefur mann ekki, þó. að henni sé burtu bægt, hún kemur til vor aftur, eins og berg- mál frá æðri veröld. Á einum stað i ritningunni standa þessi orð: “Jafnvel eilífðina hef- ir hann lagt í brjóst þeirra.” (Tréd. 3.n).Vér fáum því skilið hvers- vegna jafnvel hinir svonefndu van- trúarmenn eru ekki einu sinni sjálf- ir sneyddir trúartilfinningu og trú- arlöngun. í prestsstarfi mínu hef- ir mér jafnvel ekkert þótt eftir- tektaverðara, en það, hve margir afneitunarmenn eru þó í raun og veru trúhneigðir menn, ef vér að- eins fáum komist inn úr skurn- inni og fundið það, sem þeir geyma inst og dýpst í hjarta sér. Minnist eg i því sambandi oft orða Þor- steins Erlingssonar: “Maður efar lengst það, sem maður þráir heit- ast.” Þetta mun eiga heima um alla “óstorknaða” “vantrúarmenn.” Guö hefir m. ö. o. lagt eilífðina í brjóst þeirra. Eálífðarþorstinn, guðsþorstinn, verður aldrei deyddur til fulls Guð hefir lagt hann inn í brjóst vor. í griskum fræðum fornum er undurfögur saga um bergmálið — hvernig það sé til orðið i fvrstu Bergmálið nefnist, svo sem kunn- ugt er, á erfendum málum ekkó. Ekkó-nafnið var upprunalega heiti á dis einni guða-ættar með Grikkj- um. Hún festi ást á sveini einum fögrum, er siðar brást henni og sveik hana í trygðum. Og dísin unga tók sér trygðarofið svo nærri, að hún veslaðist upp og dó, nema röddin. Rödd hennar lifir enn i dag og svarar þegar á hana er kall- að. Eins er um guðsþrána í brjósti þér. Það er dis, sem er guðlegrar ættar. Hún festi ást i hjarta þínu i æsku og þú hézt henni trygð á hinni hátiðlegustu heitstund. Má véra að þú hafir brugðist þeirri góðu dís. Má vera að þú hafir jafnvel svikið guðlegu disina í trygðum. Hún getur þessvegna verið að velsast upp, eða jafnvel að deyja í brjósti þér. En eitt máttu vera viss um: Rödd hennar devr ekki. Rödd hennar lifir og mun svara þegar á hana er kallað. Fær þá ekkert kallað á þessa helgu rödd í brjósti þér? Kallar hvorki gleði né sorg, kallar hvorki ást né von á guðsþörf þína? Græt- ur þú frosti þegar lífsins beisku vonbrigði ber að höndum. Eða getur þú íþá grátið gulllegum tár- um barnsins, þar sem jafnvel skín bros gegn um tár? Ef þú getur það ekki, ert iþú þá ekki þyrstur? Ert þú þá ekki þyrstur í brunn, sem þú fáir teygað af svölun, og þú fáir drukkið af alt, sem hjartað þarf og þráir heitast,—stýrk í starfi, von i baráttu og vissu i sjálf- um dauða? því að hann hafi fundið brunninn, brunn nýrra krafta á baráttu og sorgum. Að sömu þróttlind kom Matthías. Hann mun að vísu ekki hafa komið þangað nákvæmlega á sama hátt, eða að öllu eftir sömu leiðum sem Hallgrímur, fullum tveim öldum á undan. En hann kom að sömu lindinni samt. Á efri árum sinum mælti hann Sit eg út við sæinn um sólarlagsstund, senn fer eg að sofna minn síðasta blund. Hræðist þó ei hafið né húmsala tjald; eg á hjá þér heima þú himneska vald!— Og eg er aftur ungur með ódauðlegt þor, í eðli míns anda býr eilifðar-vor. Mœtur Islendingur Við þennan brunninn þyrstur dvel eg þar mun eg nýja krafta fá, i þessi inn eg fylgsnin fel eg fargar engin sorg mér þá. Sælan mig fyrir trúna tel eg. hún tekur svo Drottins benjum á. Þarna hefir skaldið fundið brunn, sem hann fær teygað af nýja krafta, er engin sorg né bar- átta fær bugað. Eða vill nokkur bera brigður á, að Hallgrímur Pétursson hafi sjálfur öðlast reynslu fyrir því, sem hann lýsir þorstann og lista- og þekkingar- í sálminum? Nei, enginn neitar Skáldið horfir þarna á það, sem alt dauðlegt óttast. Hann horfir út á haf dauðans fram undan, og hann veit að senn er komið að sól- arlagiriu, þegar dimmir af nótt. En hann óttast ekki njólu dauðans, né húmsali hans, því að hann felur sig valdinu himneska. Hann minn- ist þess, að hann er ungur og heim- fús skólasveinn. Nú hefir hann öðlast aftur sama traustið, hug- rekkið og vorhugann, er hann horfir móti dauða sínum, eins og þegar hann var imgur að hverfa, með hlakkandi vorhug, heim til sín frá námsvist sinni. Þar veit hann að hin si-þyrsta og si-unga sál sin fær svölun, heima hjá föð- ur Jesú. Hvað er fegurra en að eiga sí- þyrsta sál? Og hvað gæti verið unaðslegra, en að fá þorstanum eilifa fullnægt? Þorstinn er aðal einkenni mann- anna. Eitt hið ágætasta skáld ver- aldarinnar hefir ort höfuðskáldrit sitt til að vegsama þetta aðals- mark. Ætti eg að velja barni minu eða fermingarbarni, eða öðrum vini minum, eina ósk, þá veit eg ekki hvers eg ætti að óska fremur, en að hatjn. fengi jafnan átt sí-þyrsta sál. En hverja sí-þyrsta Ijós-sál vil eg minna á orð, sem letruð eru gullstöfum yfir dyrum hins elsta og merkasta guðshúss, sem þjóðin á: “Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til min og drekki!” fjóh. 7> 37)- Þau orð minna mig aftur a önn- ur orð Jesú: “Komið til min.” Eg undrast orö Jesú Krists. Eg undrast frásöguna um yfirnáttúr- lega fæðingu hans og komu í þenn- an heim. Eg undrast frásöguna um ummyndun hans, upprisu hans og himnaför. En eg undrast ekk- ert af því meira en þessi orð: “Komið til min, alir þér, sem erf- iðið og þunga eru hlaðnir, og eg mun veita yður hvild!” fMatth. 11,28). Að hann skuli geta litið yfir alla hina margvislegu eymd mannanna, syndir þeirra, mótlæti og sorgir, allar þeirra áhyggjur og erfiðleika, allar þeirra duldu og dánu vonir og alt það, sem lagt er á mannshjartað leynt og ljóst og á sérhverja von og þrá sí-þvrstra sálna—og skuli svo við öllu, sem mennina mæðir og öllu, sem þeir eiga að striða við og þrá, gefa þeim aðeins þetta eina ráð. “Komið—komið til mín!” Aðrir kennendur og trúarhöf- undar hafa sagt: Farið!—farið og hlýðið þessu. Farið og brevtið þannig. Eða farið og leitið Guðs á þennan veg eður annan. En Krist- ur segir: (<Komið—komið til min. __Fg undrast ekki meira þó hann segist vera Guðs sonur. Eg undr- ast ekkert, sem hann hefir safþ> eða um hann hefir sagt verið, meira en þessi orð hans. Hvenær, sem mannshjartað þyrstir, í leit sinni og þra, þá a sal vor þetta athvarf, að fylgja ráði Jesú, að koma til sín. Þessu ráði ætti sí-þyrst ljóssálin sízt að ganga fram bjá! Ekki hafa þessir tveir menn, sem eg nefndi nú síðast, komiS þangað til ónýtis. Haldið þer að þeir hefðu getað öðlast auðlegð sína nokkurs- staðar annarsstaðar en þar? Nei, annarsstaðar fa menn ekki fundið fullnægju sinni instu og dýpstu þörf. Það er fast að orði kveðið hjá Jesú, að i þorsta og þrá mannanna þurfi ekki annað, en að koma til Vm. En mannlifið sýnir að þetta er rétt. Andi vor og askapað eðh Jón G. Jónsson. Hann er sonur þeirra góðkunnu hjóna, Guðmundar Jónssonar frá Húsey í Norður-Múlasýslu, <jg frúar hans, er um al'l-Iangt ára- skeið, hafa búið myndarbúi í Vogar pósthéraði í grend við Mani- tobavatn. Ungur að aldri, fluttist Jón hingað til lands, ásamt foreldr- um sínum og systkinum, og lærði snemma að meta gildi vinnunnar, því lítt var um efni til að byrja með. Nokkru eftir að styrjöldin mikla brauzt út, innritaðist Jón í 223. herdeildina, og hélt tafarlaust til vígstöðvanna. Gat hann sér í her- þjónustu hinn bezta orðstír, öðl- aðist undirforingja tign og hlaut heiðurspening fyrir frækilega framgöngu. Frá því að Jón kom heim, að loknum hildarleik, hefir hann á- valt stundlað faírandsölu fyrir ýms meiriháttar verzlunarfélög, svo sem Tucketts tóbaksverksmiðj- una, og Swift Canadian sláturfé- lagið. Núna, svo að segja nýverið, hefir hann fengið nýja ábyrgðar- stöðu, sem einka-fulltrúi fyrir farandsala samband Vesturlands- Er það álitleg og vel launuð ms. staða. Um stöðuna sóttu í alt sextíu og fimm menn, 0g varð Jón þeirra hlutskarpastur. Má af því ljóslega marka, hvers álits og trausts hann nýtur. Jón G. Jónsson er fæddur í Hús- ey, þann 8. dag septembermánað- ar, árið 1891, og er því maður í broddi lífsins. Kvæntur er hann fyrir nokkrum árum, ágætri og há- mentaðri konu af amerískum ættum. finnur þá fyrst fullnægju, er vér komum þyrstir til Jesú. Þar fær eilífðarþorsti mannshjartans loks fulla svölun. Hann, sem lagði eilífðina í brjóst vor, hann, sem lætur bergmál sitt tala inn í hjörtu vor. Hann, sem vekur þorsta og þrá mannshjart- ans, býður þér nú til sín. Hann segir til mín og þín og sérhvers, sem or<5 hans heyrir: “Ef nokk- urn þyrstir, þá komi hann til min og drekki!” Ef vér tökum því boði hans, þá munum vér, með þakklátum og fagnandi huga geta sungið: Eg kom til Jesú. örþreytt önd þar alla svölun fann; hjá honum drakk eg lífs af lind; mitt líf er sjálfur hann. —Presta f élagsr itiS. Jól. Með hátíða brag og háleita þanka í hjarta, í helgidómsmusterið bjarta, með hátíðabrag. Flýtum nú ferð til ffrelsarans friðkeyptra lýða, í fögnuðinn englanna blíða, flýtum nú ferð. I Hljómar oss raust, fögnum vér friðarins kalli þess forðum lá reifður í stalli, hlýðum hans raust. Halelúja, í heilögum hjúpi oss gefnum til himnanna konungs vor stefnum. Halelú ja! M. Einarsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.