Lögberg - 20.12.1928, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.12.1928, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928. Bls. 15. Hjörtu þessara tveggja kvenna eru óslítanlega nátengd fyrir orðið hans, sem sagði: Sjúkur var eg og þér vitjuðuð mín. Ljóstýran í ljósastjakanum ber daufa birtu og viða skuggsýnt, en samt er bjart umhverfis konur þessar, þetta litla ljós fyllir hjörtun fögnuði, og lyftir huganum yfir skin og skugga; með vonblíðri eft- irvænting ljóssins á himnum; ó- mælilegra öllum jarðneskum ljós- um. Næst ber að dimmum stöð- um. Það er steinklefi mikill og rammbyggilegur. Stál grindur öfl- ugar eru fyrir dyrum. Gluggar eru fáir og smáir, og sól fær lítt skinið þar inn. Hús þetta sýnist svo traust, að fáum mundi henta að leita þar inngöngu, og víst mun fæstum mönnum takast að brjóta þá veggi. En fyrir Guði er alt mögulegt. Hús þetta byggja þeir, sem af í- mynduðu viti eða verðleikuin loka sig inni fyrir áhrifum kristinnar trúar. Á augnabliks langri æfi og með fimm skilningarvitum, ófullkomn- um, komast þeir að ályktunum um Guð, sem ganga beinlíinis gegn orði hans; enda hirða lítt um lest- ur þess og ákvæði. 'Og þótt á- lyktanir þeira séu spilaborgir og kóngulóar vegir, dvelja þeir ör- uggir og kvíðalaust innan þeirra veggja. Enginn maður þarf að hugsa sér, að telja þeim hughvarf. Hið hleypidóms ríka líf, hefir leitt þá að ákveðnum ályktunum. Næst komum við að vistarveru, þar sem menn sitja við drykkju. Þar er gleði í höll. Menn sitja við skriflisleg borð, með ölkollur fyrir framan sig. Sumir eru að segja óþverraleg- ar yfirlætissögur; aðrir eru í orða- sennu háværir. Ekki skortir stór orð. Pústrar eru látnir í té. Nokkrir eru á rás um gólfið, sem er vott og skarnríkt. Ölremmu leggur um alt húsið. hún streymir út um glugga og dyr, iþegar opnaðar eru. Umhverfið er ógeðslegt og viðbjóðslegt. And- rúmsloftið er fúlt og Ijóstýrurnar gjöra alt draugalegt. Þannig eyða menn þessir hinni helgu nótt. Þeir eru al5 reyna að svala hinni innri þrá hjartans, við svalalind heims munaðarins. Og þagga nið- ur ávítur samvizkunnar við brunn Bakkusar. Hin myrku hjörtu og blindaða sálarsjón, hafa snúið sér frá fagn- aðar erindi jóla hátíðarinnar. Menn þessir hafa skapað sér þetta umhverfi. Þar kunna þeir bezt við sig. ÞaS virðist langt til föðurhúsa fyrir mönnum þessum. Umhverfis era á kreiki kven- sniptir, sem hafa gerst fórnardýr mannlegra ástríða. Engar manneskjur eiga grát- legri raunasögu. Engir meiri písl- arferil. Bak við hinn grófgjörða spill- ingarsvip, sést önnur mynd frá lið- inni tíð. Það sést inn á heimili. Lítil stúlka leikur sér með bræðrum sínum. Hárlokkarnir leika við hrukkulausan háls og fíngjörða mjallhvíta vanga. Hið krystal- skæra sálarlíf, lýsir sér í svip og hreyfing. Litla stúlkan leggur leið sína um gólfið ; ýmist til Ömmu gömlu, eða móðurinnar. Hún sýn- ir Iþeim skrautgripi sína. Hún leitar hjá þeim úrlausnar allra spuminga. Lífið er henni bjart, marglitt, fjölsæið, ókendra\ mynda; og draumsýn indælla framtíðarvona. Eögnuður fyllir brjóstið og berg-, málar í græskulausri glaðværð barnsins. Árin líða. Amma gamla er gengin til hinstu hvíldar. Móðir- in er líka kölluð burt. Faðirinn sér ekki fært, að halda saman heim- ilinu. Börnin yfirgefa heimilið. Mærin er orðin gjafvaxta. Hún býst að heiman. Snýr hún baki við heimilinu, og hleypur stiginn niður að hliðinu, með litinn fata- böggul undir hendinni. Með léttkyndi æskuáranna, hleyp- ur hún út í lífið og óvissuna; út á krossgöturnar villugjörnu. Hyll- ingarnar hverfa fyrir veruleikan- um. Táldrægni og blekking, verða á vegi hennar. Hún fellur í tál- snörur freistarans. Hann mætir henni í miðjum hlíðum. Hann verður henni samferða. Niður- haldið er létt. Lengra, lengra, nið- ur á lægsta hjallann1 Þar ’er hún nú niðurlægð, ein- mana, fyrirlitin, og ráðþrota. — “Glerbrot er hún orðin á mannfé- lagsins haug.” Ekki verður hjá því komist, að hjartað komist við af ástandi þeirra, sem svo lágt eru leiddir. “Að dæma hart er harla létt. en hitt er örðugra, að dæma rétt.” Það sem gjörir lífið sérstaklega sárt, og heiminn óvistlegan, er hin takmarkalausa dómfýsi. Ótal hjörtu flaka í sárum; ótal tár hníga, ótal andvökunætur og andvörp, sem Guð einn þekkir og nóttin. Öll slík hjörtu leita samúðar og hugsvölunar hvar sem hana er að finna. En upptökin oft að finna, er síst skyldi. Svo lengi sem menn gefa dóm- fýsi sinni lausan taum, svo lengi fremja menn morð á virðing hvers annars. Því harðari, sem dómarnir eru, þess fráleitari era þeir. Hinn réttláti frelsari mannanna sagði: Djæmið ekki eftir ásýndum. Dæmið réttlátan dóm. Hann einn 'þekkir hina viðkvæmu afstöðu hjartnanna. Hann segir ennfremur: Dæmið ekki, svo að þér ekki verðið dæmd- ir. Vetrarnepju kærljeiksleysisins gætir viðar, en með hinum hörðu dómum. / Það birtist í mörgum myndum. Kristján Jónsson lýsir því á þennan hátt: Enga systir, engan bróðir, engan vin í heimi á eg, vinarlaus og vonarsnauður, í veröldinni reika mé eg. Halla eg mæddur höfði að steini, heljar nótt fyrir augu sígur, andvarp sárt, sem enginn heyrir, upp frá mínu brjósti stígur.” Stúlkubarn, sem er að selja eld- spýtur á götum stórborgar einnar, verður úti vegna þess, að enginn hirðir um að skjóta skjólshúsi yfif hana, Jakob, gamli Gyðingurinn, verð- ur úti við dyr foreldranna með barnið þeirra í fanginu. Vel má minnast á förukonu, sem Jónas Hallgrímsson lýsir í hinu fallega kvæði: “Fýkur yfir hæðir.” “Hver er hin grátna, sem gengur um hjarn, götunnar leitar og sofandi barn, hylur í barmi og frostinu ver, fögur í tárum og mátturinn þver,— hún orkar ei áfram að halda, Svo þegar dagur úr dökkvanum rís, dauð er hún fundin á kolbláum ís, snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík” o. s. frv. Mörg er móðirin og konan, sem á gott með að setja sig í spor þess- arar konu af eigin reynd, þó afdrif- in séu ekki ætíð eins hörmuleg, sem hér segir. Vel hefði förukona þessi mátt bjargast, ef til hefðu verið kær- leiksríkar hendur, sem vildu lið- sinna henni. Mörg móðirin verður einmana að leggja leið sína, með barnahóp- inn sinn, yfir hjarn og ís, af því að þeir, sem áttu að fylgja henni, létu hana einsamla. Og þrautir hennar, “þekkir Guð einn og talið getur.” Á henni einni hvílir allur þung- inn og áhyggjurnar, út af sér og sínum. Einmana verður hún aö bera hönd fyrir höfuð sér, og halda virðingu sinni. Annaðhvort verður hún úti, eða hún bjargast við lítinn kost. Guð blessi og styrki allar mæð- ur. C)g, sérstaklega þær, er eiga við slíkt að búa. Þessar rryndir eru ekki dregnar upp af svartsýni á lífinu. Að vísu eru orð skáldsins sönn: “Alstaðar er harmur og alstaSar böl. alstaðar er söknuður, táraföll og kvöl.” Það er önnur hlið lífsins. Það er eins víst, að lífið er sig- ur og eilíf náð. Og fagnaðarrik tilvera á margan hátt, og iðulega sjálfskaparvíti, þegar út af bregð- ur. Mennirnir reynast iðulega sínir eigin böðlar. Sem sagt: HjartaS stendur op- ið, gagnvart þeim lýð, sem situr í myrkrinu. Hjartað langar til að breiða sig út vfir þá alla. Og flýtja þeim öllum jólafögnuðinn, á einn eða annan hátt. öll mannleg hjörtu þrá þann fögnuð. Athafnir jólahátíðarinnar eiga að koma fram sérstaklega í því að leiða alla; og ekki sízt þá, sem .myrkrið byggja—að fótum friSar- boðans dýrlega, sem kom til þess að leita þess tínda og frelsa það.— Leiða alla menn að náðar hásæti föður allrar miskunnar, sem elsk- aði svo heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess, að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Ekkert líf er svo spilt, ekkert böl svo mikið, engin synd svo stór, aS alfaðirinn, algóði og alvísi fái ekki bætt úr því, nálgist menn hann, af sann-iðrandi og vonblíðu hjarta. Hann, sem til mín kemur, mun eg alls ekki burtu reka, er lausnar- ans dýrlega boð, til allra mannaA- Hans, sem var særður vegna vorra synda, og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér unnum til, kom niður á honum. MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjðrnarleyfi og ábyrgS. ACalakrifstofa: Grain Exchange, Winnipeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur 1 öllum helztu borgum 1 Vestur-Canada, og einka sfmasamband viö alla hveiti- og stockmarkaöi og bjööum því við- skiftavinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup fyrir aöra eru höndluö meö sömu varfærni og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitið upplýsinga hjá. hvaða banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RADSMANN VORN A pEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til aÖ vera viss, skrifið á yöar Bills of lading: "Advise Malden Elevator Company, Limited, Grain Exchange. Winnipeg." &*jr5r~i7juiimuiiiiiuiiii........>............. 1 m THE. Canada Metal Ca. Ltd. LEAD PIPE - SHEET LEAD - BABBITT - METALS - T0R0NT0 - MONTREAL - HAMILTON - WINNIPEG - VANCOOVER eirsson Kjöt og Matvörusali óskar viðskiftamönnm sínum Hann hefir hátíðamatinn, svo sem Rúllupilsur, Hangikjöt, Turkeys og allskonar fugla og úrvals matvöru, Fisk, Garðmat, Egg og smjör. Phone 36 382 GLEÐILEGRA JOLA! FARSÆLS NYARS! ROBINSON & Co. Limited H. P. ALBERT HERMANSON Manager Swedish-American Line 470 MAIN STREET WINNIPEG f Óskar öllum sínum íslenzku vinum Gleðilegra Jóla og Farscds Nýárs. f *ti»«a»^4ð»«M»*a»wi»*w Og einnig: Þó syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða sem mjöll, þó J>ær séu sem purpuri, skulu þær verða sem ull. Þótt ekki væri nema ein sál, sem væri hugguð, eða leidd að lind lífsins, svo að hún eignaðist í hjarta sitt gleðiboðskap, jólahátiðarinn- ar, væri því lífi vel varið. Hvað þá ef fleiri fengjust til að sinna því boði. Og þótt menn ekki geti orðið beinlínis verkfæri til að leiða menn til Guðs, með því að sýna í öllu innilega velvild i verki, geta þó allir menn flutt málefni hvor ann- ars fyrir náðar hásæti, ljóssins ei- lífa föður. Menn ættu að gjöra sér að fastri reglu, að láta ekki nokkur jól ganga svo um garð, að menn ekki gleddu að minsta kosti þrjár manneskjur, sem búa við andstreymi eða ein- ^tæðingsskap. Gjörðu menn sér það að fastri reglu, mundi jólahátíðin flytja meiri fögnuð og blessun, en nú gjörist. Og margir mundu gleðj- ast, sem sitja í myrkri, einstæð- ingsskapar og sorgar. Góði Guð gjöri þessa jólahátíð að sönnum gleðigjafa öllum mönn- um. S. S- Ó- Vörur sem lyfjabúðir selja með lœgsta verði. Það hefir ávalt verið stefna vor að selja vörur vorar ,með eins sanngjörnu verði1 og vera má. Vort verðlag er fyllilega eins lágt og hjá nokkurri annari lyfjabúð í borginni, eða hinum stóru búðum. Roberts Drug Stores Limited Níu áreiðanlegar búðir. Símið pantanir yðar. Kveðja til íslenzkra vina Vér viljum liér með grípa tækifærið, og óska vorum mörgu. íslenzku viðskiftavinum, gleðilegra Jóla og ýfarsæls Nýárs. Vér metum það mikils, live vel þér látið af Melrose fram- leiðslutegundunum. H.L.Mac Ki n non Co.,Ltd. SVEINN JOHNSON, Meðeigandi. JÓLIN ERU AÐ KOMA! Kaupið alla yðar ávexti í búð vorri, þar sem var- an er bezt og verðið sanngjarnast. Byrgðir vorar ávalt nýjar. Vér höfum einnig mikið úrval af vindlum, vindlingum og heimatilbúnum brjóstsykri. GLEÐILEG JÓL og NÝÁR! St. Patrick Confectionery 687 SARGENT AVE. CHRIST. KELEKIS, Eigandi. THE DOMIIHOH BANK Stofnaður 1871. Srx útibú í Winnipeg Vér erum í daglegu sambandi við pen- ingamarkað heimsins, seljum víxla, á- vísanir og ávísum peningum símleiðis til allra landa—fyrir lægst gjald. Sérstök athygli er veitt því, sem sent er með pósti—borganir í Bandaríkjapen- ingum beint til þess, sem við á að taka og kvittun send þeim sem kaupir. Allar upplýsingar viðvíkjandi kostnaði og öðru gefnar ef óskað er. Viðskiftavinum er ábyrgst nákvæm, fljót og þægileg afgreiðsla. Vér bjóðum yður að skifta við oss og að leggja peninga yðar i sparisjóðsdeildir THE DOMINIQN BANK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.