Lögberg - 20.12.1928, Blaðsíða 4
Bls. 12.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928.
/
%
Jólahugleiðingar
Frá því landi, sem Frelsarinn
fæddíst í, kemur saga um tvo bræö-
ur, Ahmed og Ómar, sem langaði
til að fremja afreksverk, sem
mundu afla þeim dýrðar og frægð-
ar, og halda uppi minningu þeirra
um allar ókomnar aldir, eftir að
þeir hefðu gengið veg allrar ver-
aldar og væru orðnir að moldu aft-
ur.
Hinn hreykni og framtakssami
Ómar útvegaði sér marga kaupa-
menn og með hömrum, meitlum og
köðlum reisti hann afarháan óbel-
íska (ferstrenda uppmjóa steinsúlu j
á eyðimörkinni. Hann lét höggva
margar listilegar mvndir á hann og
leyndardómsfult rúnaletur. Og
þegar búið var að reisa þennan
feikimikla bautastein, var Ómar
sannfærður um að hann nú hefði
reist sér minnisvarða, sem aldrei
mundi hrynja. Nafn hans mundi
aldrei deyja, þvi að þar í eyðimörk-
inni stóð þessi kaldi líflausi steinn
—minnisvarði lífs hans.
Hinn vitri, göfugi og brjóstgóði
Ahmed gróf brunn á eyðimörkinni
og gróðursetti döðlupálmatré kring
um hann. Þar gátu ferðalúnir
pílagrímar svalað þorsta sínum og
vökvað hinar þuru varir sínar.
Pálmatrén veittu þeim forsælu á
þessum heitu söndum og ávöxtur-
inn var ferðamönnum næringargóð
fæða.
Þetta eru aðeins Austurlanda-
sagnir, en þær eru góð dæmi upp
á hvernig þú og eg getum lifað á
tuttugustu öldinni. Við getum til-
beðið sjálfa okkur og hugsað um
veraldlegan ávinning og frægð, lif-
að*til að safna auðæfum og verða
nafnfrægir. Það var þannig að
Ómar hugsaði og lifði. Eða við
getum lifað eins og Ahmed, grafið
brunn á eyðimörkinni og gróður-
sett tré, sem veita forsælu og gefa
af sér næringargóða fæðu, til að
gleðja, styrkja og örva hinn lúna
ferðamann.
öðrumhvorum flokknum tilheyr-
um við. Mörgum finst mikið til þess
hvað þeir hafa afrekað í þessum
heimi, en þegar öllu er á botninn
hvolft, þá hafa þeir lifað einungis
sjálfum sér—ávöxturinn af lífs-
starfi þeirra er andvana steinn, sem
er engum manni að gagni.
Fyrir nókkrum árum var uppi
maður, sem Andrés hét. Hann var
stórauðugur að fé, átti mikil lönd
og fagra skóga. Meðan konan var
lifandi átti hann rausnarbú, en hann
var nurlari í orðsins fylstu merk-
ingu. Eftir andlát konunnar versn-
aði hann um helming og varð hann
að lokum svo nískur að hvorki
vandamenn né vandalausir gátu hjá
honum verið. Að nokkrum árum
liðnum var Andrés orðinn ei»p eft-
ir á þessu mikla heimili. Þó að
hann æti sjötíu þúsundir á banka,
þá tímdi hann ekki að kveikja upp
nema einu sinni í viku og var það
aðeins til að sjóða haframjölsgraut,
sem hélt lífinu í honum alla vikuna,
því að á öðru nærðist hann ekki.
í skemmunni bak við húsið átti
hann mikinn og góðan eldivið. Var
það alt birki, sem mundi hafa hit-
að húsið vel; en í vetrarhörkunum
fór Andrés út í skemmuna og bar
af mesta kappi birkiviðinn frá öðr-
um gaflinum að hinum og svo aftur
til baka, til þess að halda sér hlýj-
um, en hann tímdi ekki að brenna
viðnum. Á sumrin þegar heitt var
vildi stundum til að haframjöls-
grauturin myglaði í lok vikunnar,
en Andrés tímdi ekki að henda
honum. Hann borðaði hann allan,
iþó að hann væri orðinn ‘kafgrænn.’
Stundum bar það við að hann átti
hálf bágt með að renna honum
niður, en Andrés var ekki ráðalaus
með að örva matarlystina. Hann
sótti brennivinsflöskuna, helti í
staupið, því að honum þótti góður
sopinn þegar stafurinn ekki var
fyrir, en annars ekki, og að því
búnu sagði hann við sjálfan sig:
“Andrés, nú muntu fá þér góðan
sopa á eftir, ef þú borðar þennan
grautardisk.” Hann einblíndi svo
á staupið og borðaði allan grautinn
eins myglaðan og hann var. Því
næst helti hann úr staunpinu í
flöskuna aftur, lét tappann í stút-
inn, fór skyndilega með hana í
skápinn, til að koma henni í burtu
frá augum sér og allur hróðugur
segir hann svo við sjálfan sig:
“Já, laglega gabbaðir þú nú sjálfan
þig, Andrés.”—Eftir dauða An-
drésar fóru erfingjarnir að*rífasí
um hinar mörgu og miklu eignir
hans, svo að varla hafa orusturnar
verið snarpari milli Breta og Þjóð-
verja í stríðinu mikla.
Andrés fylgdi Ómar flokknum.
Hann reisti sér kaldan og dauðan
minnisvarða á eyðimörkinni, sem
einungis varð til þess að skapa strið
og ósamlyndi milli ættingjanna og
á þann hátt varð þeim öllum til
bölvunar.
Hversu ólikur var ekki Andrés
lærisveinum Krists, sem yfirgáfu
alt og fylgdu Meistaranum í þeim
eina tilgangi að verða öðrum til
blessunar. Hversu ólikur var hann
ekki tnönnum sem David Living-
stone, Adoniram Judson, William
Carey og öðrum, sem hafa fórnað
lífi sínu olnbogabörnum heimsins
til blessunar. Hversu ólíkt var ekki
hugarfar Andrésar hugarfari Meist-
arans, sem varð fátækur vor vegna,
til að veita öllum líf og nægtir.
Mér finst eins og eg hevri suma
segja: “Svona menn segja: “Svona
menn eru brjóstumkennanlegir.”
En hafið? þið hægt, Vinir mínir.
Eftir að hafa verið tuttugu og sjö
ár í þjónustu Meistarans, hefi eg
fyrir löngu komist að raun um að
mjög fáir menn gefa Frelsaranum
—lífgjafa þeirra—afmælisgjöf, sem
þeim er samíboðin á þeim afmælis-
degi, sem kirkjan hefir tileinkað
honum. Menn færa sjálfum sér
allar gjafirnar og gleyma algjör-
lega heiðursgestinum. Flestir gefa
til að fá eitthvað aftur. Eins og
stendur eru jólagjafirnar nokkurs
konar tafl. Með mikilli kænsku
og list reikna menn út hvernig þeir
geti grætt á þeim. Margir fara
ekki heldur dult með það, aðrir
sýna það berlega í verkum sínum.
Þess konar gjafarar skapa sjálfs-
elsku í sínum eigin hjörtum og eru
ekki vitund göfugri en Andrés
gamli.
Eg man eftir hieðan móðir mín
var lifandi, þá sendi hún mér ávalt
afmælisgjöf. Hvar svo sem eg var
staddur á hnettinum Var eg viss
um að hún mundi finna mig. Að
lokum var þessi gjöf í mínum aug-
um orðin einn sjálfsagður hlutur.
Hún vakti alls ekki þá næmu þakk-
lætistilfinningu í hjarta mínu og
hún hefði átt að gera. Hefi eg oft
hugsað til þess á eftir og iðrast
Megi
góðvildin
meðal manna
ríkja
alstaðar
á þessum
Sfólum
Það besta jólasælgæti, sem vér höfum
enn þekt, hvað snertir bragðgæði og holl-
ustu, er að finna í vorum nýju
“Rubyette”
lce Cream
Brick
“Rubyette” er alveg nýtt aldin-bragð og
er alveg fyrirtaiks gott með ísrjóma og
fyrir því höfum vér einkaréttindi í Win-
nipeg.
Sendið oss pantanir yðasr nú strax
með keyrslumönnunum.
Símar: 37 101—35 004
Crescent Creamery Company Limited
RAFMAGNSSTÓR
Laglegar og gagnlegar! Ekki til betri gjöf
en Moffat matreiðslustóin. Fæst nú með
$15.00 niðurborgun eða $88.00
og yfir, borgun út i hönd.
LAMPAR! LAMPAR!
Komið inn sem snöggvast og skoðið úrval
vort af lömpum er ekkert verður viðjafnað
í bænum. Skermirnir úr yndis-
legu silki, georgette og parch-
jment, á prýðilegum fætí, úr
Sf gullnum málmi, walnut og ma-
hogany. Lítið á þá sem skjótast.
TOASTMASTER
Sjálfstarfandi brauð-
sviðfúr. Þarf ekkert
eftvrlit. Fœst á vægum
um afborgunum.
Kostar $14-5°
HYDRO-JARNIN
Vanalegu 6 pd. þvotta■
jám með öllu tilheyr-
andi. Abyrgst.
Aðeins $3.95
KAFFIKÖNNUR ,
Vér höfum mikið upplag
af þeim, frá merkur per-
culator á $2.95 upp að hin-
um stærstu perculator sam-
stæðum á $19.75 og þar
yfir.
LÝSIÐ UPP UM JÓLIN
Skrautlýsingaáhöld, ágætis
úrval, frá..............$1.
Jóla Borðlampi, með
ljósasveigum, frá .... $1.
Jólaljósa samstæður frá.. $4.
Gefðu henni Hoover
Gjöf, sem öllum konum er
kær. Sérstakt tilboð með
$4.50 niðurborgun sendum
vér hann heim til yðar.
Ábyrgst
ímar
PRINCESSSt
w/mmmms
þess. Flversu fjarstætt er ekki
vanþakklætið anda Meistarans
mikla. Síðan eg kyntist honum
hefi eg á afmælisdegi mínum, þeg-
ar eg hefi haft tækifæri til þess,
farið og keypt eithvað til að gleðja
olnbogabörn þessa heims, og hefir
það Veitt mér miklu meiri ánægju,
en að meðtaka gjafir nokkurn tíma
veitti mér. Og hefi eg af eigin
reynslu fundið að Jesús sagði satt,
þegar hann mælti: “Sælla er að
gefa en þiggja.”
V ér höfum þekt marga menn,
sem hafa verið brjóstgóðir og ör-
látir i fátækt sinni, en þegar þeir
hafa komist yfir auð, þá hefir oft
og tíðum sannast, á þeim máltæk-
ið: Ágirndin eykst með eyri hverj-
um. En sem betur fer falla ekki
allir fyrir þeirri freistingu. Faðir
minn hafði mikla sjávarútgerð og
voru oft margir siglingamenn á
heimilinu. Man eg vel eftir einum
þeirra, er Þorvaldur hét, sem eg oft
lék mér við þegar eg var pínulítill
hnokki. Á kvöldin sat eg á hnjám
þessara manna og hlustaði á sögur
þeirra um ferðir til allra landa
heimsins og höfðu þeir frá mörgu
að segja. Sumir þeirra höfðu ver-
ið í gullnámunum í Ástraliu, skotið
apaketti á austurströnd Afríku og
veitt letidýr í frumskógum Brazilíu.
Þeir höfðu lent i æfintýrum í stór-
borgum Indlands og Kína og veitt
sel, hval og rostunga við strendur
Grænlands. Þeir voru kunnugir i
borgunum við strendur Svarta
Hafsins og höfðu gjört ferðir
norður í Hvitahafið. Þeir höfðu
Siglt um Rauða Hafið og barist við
kínverska sjóræningja í Gula Haf-
inu. Sumir þeirra höfðú verið með
i heimskautaferðum og liðið skip-
brot á eyjum mannæta í Suður
Hafinu. Lærði eg hjá þeim alla
þá landafræði, sem eg nokkurn
tíma þurfti á að halda við próf í
lægri og hærri skólum.
Þorvaldur, fór frá okkur og var
í burtu í mörg ár. Eg stálpaðist,
staflaði öllum skólabókumim á hill-
una, kvaddi skólabræðurna og fór
út í heiminn, til að sjá öll þessi
æfintýralönd, sem siglingamennirn-
ir höfðu frætt mig um.
Einn fagran sumardag lenti eg í
New York. Eg kom úr ferð á
skrautlegu hraðskreiðu amerísku
seglskipi, sem eg hafði verið út í
þrjá mánuði og níu daga. Þegar bú-
ið var að taka saman seglin og koma
skipinu að ibryggju, fengum við
kaup okkar og fórum á land. Nú
hafði eg stóra rúllu af peninga-
seðlum í vasanum og skrapp eg upp
i iborgina til að sækja bréfin, sem
eg vissi að biðu mín þar. Á leið-
inni sé eg Þorvald á gangi eftir
stræti. Eg kallaði undir eins í
hann, en hann þekti mig ekki sem
ékki var von, því að hann hafði
ekki séð mig síðan eg var svolítill
strákangi. Við töluðum lengi sam-
an um það, sem hafði borið við í
millitíðinni, síðan við höfðum sést.
Hafði hann haldið lengst til í Ar-
gentínu í Suður-Ameríku og var
hann til þess að gjöra nýkominn
frá Buenos Ayres. Fann eg undir
eins að ekki mundi alt vera með
feldu, þó að hann benti ekki á það
með einu orði. Þegar við komum
Karlmönnum geðjast að jólagjöfum
að götuhorni, þar sem vegir okkar
skildu tók eg peningaseðil upp úr
vasa mínum og rétti honum, því að
eg þóttist skilja að hann hafði
hvergi höfði sínu að að halla. Get
eg sagt með sönnu að talan á þessu
seðli var hærri en “one dollar.”
Hann greip gjöfina, flýtti sér að
síinga henni í vasann, kvaddi mig
með handabandi og fór í burtu.
Nú er Þorvaldur orðinn stórauð-
ugur maður. Fyrir nokkru keypti
hann meðal annars stórt hótel, sem
hann borgaði hundrað og tíu þús-
undir fyrir. Hefi eg hitt hann
tvisvar sinnum síðan, en aldrei
nefndi hann orð um það, sem bar
við á strætinu í sórborginni New
York. Ef eg skyldi leigja herbergi
á gistihúsi hans mundi hann segja
við þjóninn: “Láttu þann náunga
borga riflega, þvi að hann hafði
einu sinni tækifæri til að verða rik-
ari en eg, en hann kaus heldur að
feta í fótspor Nazareans og ganga
niðurlægingar brautina og svo er
hann beinharður á móti víninu.
Hann er vís til að skemma Hina
arðsömu verzlun okkar.”
Þannig er það oft að við fáum
skammir frá þeim, sem við einu
sinni höfum reynt að hjálpa. Eg
hefi stundum reynt að koma ung-
lingum inn á hinn svo kallaða
mentaveg, en að undanteknu einu
eða tveimur tilfellum hefi eg feng-
keyptum í karlmannafatabúð.
Kaupið yðar karlmanna jólagjafir hjá
STILES AND HUMPHRIES
«
“Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop.”
*—Vér sýnum ágætt úrval af smekklegum, nothæfum gjöf-
um. — Gjöfum er karlmönnum geðjast.að. Hérmeð fylgir
lítið sýnishorn.:
Hanskar, Skyrtur, Sokkar, Treflar, Svefn-föt, Hús-
jakkar, Axlabönd, Belti, Peysur, Hattar, Húfur, Fit-
Rite Sniðin Föt, og hálft hundrað af öðrum nothæfum
gjöfum. 1
Stiles & Humphries
Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop
261 Portage Ave. ("Next to Dingwalls)
Notið Engraving
til að auka viðskifti yðar
Öll nýjustu og bestu áhöld til að gera:
DESIGNS, PHOTO ENGRAVINGS
ELECTROTYPES, STEREOTYPES
Fljót og góð afgreiðsla.
^
BATTEN LIMITED
290 VAUGHAN STREET
TORONTO WINNIPEG MONTREAL
Símar: 23 850 — 23 859
# A. C. BATTEN,
President
Avalt velkomin gjöf
SWIFT’S
Premium
HAMS
BACON
SWIFT CANADIAN CO., LIMITED
Stiles & Humphries
ið óþökk fyrir. Heimurinn kann
ekki að meta góðgjörðir, því að
hann hefir ekki anda Krists. En
er það ekki sælt að vita að Jesús
—óskabarn þessarar hátíðar—varð
einnig fyrir því sama á hérvistar-
dögum sínum. Og fór heimurinn
svona með græna tréð, hvernig
mun hann þá ekki fara með hið
visna. Þannig fara þv miður
margir með Jesúm á jólunum.
Hann hefir veitt mönnum allskon-
ar gæði, regn af himnum og frjó-
'ZUilLlam, JoxrJ
rc^e^íc/’
Verðnur sýnt á Rose laikhúsinu
á Fimtudag, föstudag og laugar-
dag þessa viku. Sýningin byrjar
kl. 11 fyrir hád.