Lögberg - 20.12.1928, Síða 6

Lögberg - 20.12.1928, Síða 6
Bls. 14. LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928. Matvöru Heildsalar. WJNNIPEG, MAN RáSvendni, lipra afgreiðslu og sanngirni, mega allir reiÖa sig á af vorri hendi. — Vér njótum góðs trausts kaupmanna i Vestur-Canada, því vér fylgjum vorum eigin reglum. óskar öllum sínum mörgu viðskiftavinum fjær sem nær gleðilegra jóla og farsæls nýárs, og dregur athygli fólks að hinum góðu kökum, sem við höfum núna fyrir jólin — t. d. jólakökum íslenzkum og svo þeim, sem tíðkast hér í landi, enn fremur tertur af öllum tegundum, að ógleymdu vínarbrauði, tvíbökum og kringlum og óteljandi kökum, stærri og smærri. — íslenzkar húsmæður, látið okkur skreyta jólakök- ur yðar og greypa þær gullnu letri á íslenzku, Gleðileg Jól. Með virðingu, 8KÚLI G. IBJARNASON WINNIPEG 676 SARGENT AVE, Lýður sá er í myrkri sat, hefir séð ljós mikið. Jólanóttjn er gengin í garÖ. í huga kristinna manna er hún helg- ust og björtust aljra nótta. Hún fær dýrð sína frá honum, sem er ljós heimsins. í hendi hans eru stjörnur himinsins. Hann upplýs- ir himinn og jörð og alla geima. Af munni hans gengur tví-eggjað sverð og ásjóna hans er sem sólin, skín- andi í mætti sínum. Frelsari mannanna, Jesús Krist- ur, er upphaf og endir allra hluta. Án hans varð ekkert til, sem til er orðið. Jólahátíðin er heilög minn- ing hans; um komu hans i heim- inn. Það er helgasta stundin, og jólanóttin björtust allra nótta. Menn reyna að láta í ljós þessa hugsun með hinum margbreytta jólafagnaði. í kvöld -brenna ljós um alla sali. Vér nemum staðar í einum slík- um sal. Húsið er stórt og reisulegt. Fagur-grænt og ljós-glitrandi greni- tré stendur fyrir vegg. Það er hlaðið margskonar skrauti. Veggir eru tjaldaðir og prýddir á margan hátt. Ljósahjálmur mikill hangir úr lofti. Berst Ijósdýrð hans um húsið og út um hjelaðar rúður. Bjartur Ijósstraumur fellur langar leiðir yfir' hjarnið. Hin fallandi hríðarkorn verða gtitrandi gim- steinar. Jólagjöfunum er úthlijtað. Smásveinar og meyjar með ljósa og fallandi lokka leika sér í flekkj- um af Ieikgullum á gólfinu. Svip- urinn bjarti og hreini og glaðlegi, Skapar himneskan fögnuð, og rek- ur burtu hverja áhyggju hugsun. ‘Þeir fullorðnu eru á gangi hér og þar um húsið, og hafa drukkið í sig lífsgleði barnanna. Jólarétt- irnir anga um húsið. Alstaðar er fögnuður og gleði. Alstaðar er birta og dýrð. Hversu almennur mun þessi fögnuður? Munu elcki vera til skuggar, sem engin mannleg hönd fær vikið á bug? Útt þýtur næturblærinn og raul- ar kuldalegan gróttusöng. Jörðin er í hvítum náttserk; trén hnipin og frosin, svigna undir fannfergj- unni. Snjókomin koma aðvífandi utan úr hinum kalda geim eins og hvítvængjaðir sendiboðar, og safn- ast til systkina sinna. Skamm- degis myrkrið þekur alt kuldalegri draumblæju. Það útilokar alla gleði. Úti i hinu kalda náttmyrkri ala margir aldur sinn. Fyrir sumum á jólafagnaðurinn sér alls ekki stað. Fyrir öðrum er hann raunalegt samband sorgiar og gleði. Oft og einatt vanrækj- um vér að flytja olnboga börnum þessum jólagleði þá, sem vér sjálf- ir eigum við að búa. Vafalaust á jólanóttin þátt í þvi að hugur og hjarta standa venju fremur opin fyrir ástandi þeirra, sem i myrkrinu búa. Frá hinu hlýlega umhverfi ljóss og fagnaðar seiða þeir hugann inn í híbýli sín. Vér staðnæmumst á einu slíku heimili. Umhverfið er fátækt en hrein- legt. Gamall maður blindur, situr á rúmi. Hann er alskeggjaður. Hár og skegg er hvítt og hrokkið, við kné hans stendur drengur sex ára gamall, með iblá augu og ljósa lokka. Jólafötin hans eru úr dökk- rauðu faueli, með hvítan kraga um hálsmálið. Hhnn hefir eftir jóla- sálminn, sem gamli maðurinn afi hans, er að kenna honum. Sálm þann, nam gamli maðurinn við kné móður sinnar. Hún er nú horfin fyrir löngu inn í jólagleðina eilífu á himnum. Gamla manninum er fróun að þvi að halda í hendur barnsins, og fara með hinn ljúfa og minningar- rika jólasálm. Hin sjónlausu augu stara út í loftið. Gluggum líkama hans er lokað fyrir fult og alt. Aldrei mun hann sjá framar sól þessa heims rís^ eða ganga til við- ar.. Hann er staddur við hjalla, sem ekki verður yfir komist. Gamli maðurinn finnur til þess á þessari helgu nótt að hann er ósjálfbjarga barn, og því heldur hann í hendur drengsins, með huggunarrikri til- finning. Hann finnur að með þeim er margt sameiginlegt. Margt svifur fyrir hugskotssjón- um gamla mannsins. Orð Sakarí- asar eru altaf í huga hans. Þau orð berast honum. sem sérstaklega talandi til hans. Hann hefir uppreist oss horn hjálpræðisins. Við hann mun sól- arupprásin af hæðum vitja vor, til að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans. Með nýjum krafti komu þessi dýr- legu orð til hins blinda manns. Haun finnur til þess að hann er einn sér. Hann er orðinn aftur úr lest samferðamanna sinna. Hann skilur ekki straumhvörf yfirstand- andi tíðar; getur ekki sett sig inn i þau. Enda alt erfiðara viðfangs, eftir að sjónin er farin. En nú er þetta nóttin helga. Orðin, sem læstu sig fast i huga hans, birtast sem himneskur jóla- sálmur. Hann kemst innilega við. Hann finnur til nýs friðar og hugg- unar. Hjartað sættist við ásig- komulag sitt. Myrkrið verður bærilegt. Næst sjáum við inn í smáhýsi eitt. Gólf og veggir eru gjörðir af heimaunnum borðum. Borð stend- ur úr sarrrskonar við og borðstólar, alt er fágað og hreint. Við annan borðsendan situr gam- all maður, mikilúðlegur með skegg- kraga undir höku og grátt hár, það er drjúgum farið að þynnast Hann les upphátt í stórri bók, sem hann heldur fyrir framan sig. Til hliðar við borðið situr gömul kona í dökkum fötum, með hvitt brjóst. Hún heldur að sér höndum. Útlit hennar 'ber vott um óskift athygli, sem hún veitir orðum þeim, sem gamli maðurinn les. Fögur eru þessi tvö gamalmenni í elli sinni. Þetta eru hjón, sem eru orðin eitt í raun og veru. Útlit þeirra og hið hreina látlausa um- hverfi, fyllir hugann óútmálan- legri unun og ró. Ysinn og þys- inn og hið fáfengilega hégóma ástand, hefir farið fram hjá þeim. Þau unnust nú sem fyr; eru hvort öðru eftir þörfum. Heimil- ið er þeim vigður helgireitur, gleði og sorgar. Að loknum lestri, fer gamla kon- an fram í eldhúsiS til að hita kaff- ið. Gamli maðurinn kveikir i jóla- pípunni og sest við arninn. Hann horfir, inn i eldinn. Þá koma fram myndir frá liðnum hátíðum og jóla- nóttum. Það var eitt sinn kátt á heimili þessu. Þá voru börnin að alast upp. Þegar hann kom heim með jóla farangurinn, var handagangur í öskjunni. Eftir lesturinn og kvöldmatinn, var tekið til að leika sér á gólfinu; varð stundum nokk- uð hávaðasamt, en altaf slotaði á . milli. Já, þetta heimkvnn i á margar ljúfar endurminningar, og líka nokkrar sárar. Barnaleikirnir eru hættir. Langt er nú siðan að gólfið var troðið barnafótum. Gömlu hjónin eru ein eftir. Börnin tvö eru dáin, en þrjú eru í Ameriku; ein stúlka og tveir drengir, Haraldur og Jón, búandi í vestur Kanada. Haraldur sá eldri. Gamla konan kemur inn með kaffið, gamli maðurinn vaknar eins og af draumi. Hún er stúrin og rauðeygð; líklegast að það sé reyk- ur í eldhúsinu, eða að eldsneytið vilji ekki loga. Það er ekkert sagt, meðan kaff- ið er drukkið. “Skyldi ekki mað- ur frá bréf frá Haraldi um þessi. jól,” segir gamli maðurinn um leið og bollarnir eru teknir af borðinu. Eg get naumast gengið fram hjá næstu mynd. Henni svipar að sumu leyti til þeirrar næstu á und- an. Þær búa tvær saman, gömul kona og frænka hennar, sem er miklu yngri. Gamla konan er búin að liggja rúmföst i nokkur ár. Svipur henn- ar ber vott um innri tign og virð- ing, um ákveðna lund og heilt inn- ræti. Eitt sinn átti kona þessi all- mikið undir sér. Nú liggur hún í kör. Maðurinn fór í sjóinn; börnin hurfu út í heiminn og höfðu nóg með sig. Frænka hennar bauðst Gleðileg jól og nýtt ár! The Manitoba Go-operative Dairies, Limited 844 SHERBROOK STREET óska öllum sínum mörgu íslenzku viðskiftavinum Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýjárs! ALEX McKAY, f ramkvæmdarst j óri. GUÐMUNDUR FJELDSTED forseti. Innilegar hátíðaróskir til lesanda LögliErgS MARTIN & CO. EASY PAYMENTS LIMITED L. HARLAND, Manag’er. 2nd Floor, Winnipeg l’iano Bldg.—-Portaée and Harérave / v Cunard eimskipafélagið hefir árum saman dáðst að því, hve íslenzkir nýbyggjar í landi hér, hafa röggsamlega rutt sér braut til frægðar og frama. íslenzkir menn og islenzkar konur í landi hér, hafa reist sér þann minnisvarða, er tönn tím- ans mun seint fá á unnið. Hugsjónir íslendings- ins hafa orðið salt i canadísku þjóðlífi. Sami frelsisandinn, einkennir íslendinga í 'þessu landi, er einkendi forfeður þeirra, er þeir stofnsettu fyrsta lýðveldi í heimi, fyrir því sem næst þúsund árum. Það stendur öldungis á sama á hvaða sviði að íslendingurinn hefir starfað í landi hér,— hvort heldur á sviði mentamála, búnaðar eða iðnaðar,—hann hefir ávalt orðið sjálfum sér og canadísku þjóðinni til sæmdar. Cunard eimskipafélaginu hefir skilist það fyr- ir löngu, hve dýrmætan þátt að íslendingar hafa í því átt, að byggja upp þetta þjóðfélag, og skoð- ar það þvi mikinn heiður, að eiga þess kost, að óska þeim gleðilegra jóla og farsæls nýárs. til að vera hjá henni og gjöra henni ellina létta. í kvöld logar á kerti j kertastjak- anum, sem maðurinn hennar gáf gömlu konunni á fyrsta giftingar afmæli þeirra. Yngri konan, frænka hennar, sýnir henni umburðarlyndi og ná- kvæma nærgætni í öllu. Hún set- ur sig inn í hugsunarhátt hennar. Hinn blíði, rólegi svipur vinnur ekki aðeins ást gömlu konunnar, heldur allra, sem hún umgengst. Vissulega gæti kona þessi valið glæsilegra hlutskifti í heiminum. Hún vinnur það verk, sem aðrir ekki vildu vinna; það verk, sem heimurinn yfirleit vill ekki vinna. Goodman & Company Sendið korn yðar tii UNITEDGR&INGROWERSI? Bank of Hamilton Chambers Lougheed Building WINNIPEG CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. ^rtncesisi Jfloíner ^»í)op 412 PORTAGE AVENUE Sími: 87 876 Cor. Kennedy St. Nú fyrir jólin höfum vér mikið af allskonar blómum, bæði í blómapottum og lausum. Vér höfum mestar birgðir af Rósum og Carnations af öllum í borginni, en eins 0g vant er, þá er eftirspurnin meiri en birgðirnar til sölu, og því vildum vér ráða fólki til að gefa oss pantanir sínar sem fyrst.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.