Lögberg - 03.01.1929, Page 4
Bla. 4.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1928.
Högberg
Gefið út hvern fimtudag af The Col-
umhia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86‘327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanás'krift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Fiskisamlagið.
Frá þeim tíma, er það kom fyrst til taLs, að
stofnað skvldi fiskisamlag í Manitoba, hefir
Dögberg liaft allmikil afskifti af málinu, og
reynt eftir föngum, að skýra fyrir lesendum
sínum gildi slíkra samtaka, meðal fiskimanna
stéttar vorrar.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, .hve
fiskimenn vorir hafa oft og einatt átt við raman
reip að draga, hve misjafnlega veiðin hefir
hepnast og hve afar-óhagstæð að markaðs skil-
yrðin hafa ávalt verið annað veifið.
Svipull er sjávar afli, segir gamla, íslenzka
máltækið.
Þegar vel aflast, lækkar venjulegast undan-
tekningarlaust verð það, er fiskimaðurinn fær
fyrir vöru sína. Á hinn bóginn eru aflaföng
fiskimanna þeirra, er veiðar stunda á stórvötn-
um Manitoba fylkis, oft næsta rýr, og ganga þá
flestir með skarðan hlut frá borði, eða með öðr-
um orðum, fá lítið sem ekkert í aðra hönd.
Fram að þeim tíma, er fiskisamlagið var
stofnað, mátti svo að orði kveða, að markaðs-
skilyrðin væru að mestu leyti í höndum er-
lendra stórgróðafelaga, er sett gátu að jafnaði
fiskimanninum þannig stólinn fyrir dyrnar, að
hann fékk sama sem engu ráðið um sölu fram-
leiðslu sinnar.
Með það fyrir augum, að ráða, þó ekki væri
nema að einhverju leyti, bót á vandkvæðum
þeim, er nú hafa nefnd verið, tóku sig saman
í vor er leið, nokkrir atorkumenn, flestir ís-
lenzkir, er riðnir höfðu verið við fiskiverzlun
um langt ára skeið, og stofnuðu til samtaka
meðal fiskimanna innan vébanda Manitoba-
fylkis. Allmargir úr hópi fiskimanna, tóku hug-
mvndinni þegar í stað vel og innrituðust í sam-
lagið. Var samlagið síðan formlega stofnað*-.
í síðastliðnum septembermánuði, með álit-
legri félagatölu, er verið hefir að aukast jafnt
og þétt, þótt betur hefði mátt vepa, því undir
því hve almenn samtökin verða, er framtíð
þessa nytsama fyrirtækis komin.
Að því hefir áður verið vikið hér í blaðinu,
að tala íslenzkra fiskimanna í Manitoba, næmi
46 af hundraði þeirra allra, er veiðar stunduðu
innan vébanda fylkisins.
Það er enn fremur sannað með opinberum
skýrslum, að af allri fiskiveiðinni í fylkinu,
nemur framleiðsla íslendinga 80 af hundraði,
nema betur sé. Það er því auðsætt, hve fiski-
samlagið hlýtur að koma vestur-íslenzkum
fiskimönnum mikið við, og hver feikna áhrif
það getur haft á afkomu þeirra til bóta, ef vel
tekst til um starfrækslu þess, sem tæpast þarf
að efa, eftir núverandi viðhorfi.
Hér fylgir á eftir, í lauslegri, íslenzkri þýð-
ingu, bref til meðlima fiskisamlagsins, frá fram-
kvæmdarstjóra þess, hr. Guðmundi F. Jónas-
syni. ' Hefir bréfið inni að halda mikils verðar
upplýsingar, eigi aðeins fyrir meðlimi sam-
lagsins, heldur og almenning yfirleitt.
Bréfið hljóðar á j>essa leið:
“Kæru félagar!
Þótt bréf þetta eigi að meira eða minna leyti
skylt við almenn umburðarbréf, þá er það'þó
engu að síður stílað til yðar persónulega, með
það fvrir augum, að óska yður góðs og gæfuríks
ars. Það dregur einnig fram í dagsljósið upp
lysmgar, er varða þá alla mikils (nú 450 með-
Iimi), er nægilegt traust höfðu á fiskisamlag-
mu, td að gerast meðlimir þess. Og það” fær
mér ósegjanlegt ánægjuefni að geta skýrt yður
frá, að vöxtur þessarar ungu stofnunar, er engu
síður hraðfara, en á sér stað um aðrar samskon-
ar stofnanir, svo sem hveitisamlagið, eggja og
aliíugla samlagið, gripa samlagið, trygginga-
samlagið, mjólkurframleiðslu samlagið, og
samlag það, er fyrir bænda hönd annast um
sölu á heyi. Tilgangur allra þessara samstarfs-
stofnana, er einn og hinn sami, eða sá, að tryggja
meðlimum sínum sanngjarnt verð fvrir vöru
þeirra og verk.
1 þessu sambandi langar mig til að leiða at-
hygli vðar að ummælum Coolidge forseta, er í
blöðunum birtust siðastliðinn manuð, þar sem
hann komst svo að orði: “Samlagssölu kerfið
er hrevfing, er að því miðar að samræma öll öfi
framleiðslu, vörumiðlunar og reynzlu í sam-
starfandi heild, er selt geti vöruna á réttum tíma
og réttum stað.” Forsetinn bætti því við, að
ekki væri úr vegi, að stjórnin skipaði nefnd, er
nægileg hefði peningaráð, til þess að færa al-
þjóð manna heim sanninn um gildi slfkrar meg-
inreglu.
Pig vil nota þetta tækifæri, til þess að láta í
Ijós samúð mína með þeim fiskimönnum, er sök- ■
um hinnar óvenjulega mildu veðráttu, mistu
net sín og gátu þarafleiðandi ekki fiskað, nema
þá í næsta smáum stíl, sem og með þeim, er ekk-
ert veiddu. En samlagsins sjálfs vegna, og
framtíðar þess, mega menn ekki láta hugfallast,
þó eitthvað á bjáti. Fiskisamlagið er yðar
eig,in stofnun. Franitíðarheill yðar og fé, er
undir velgegni þess komin. Því má heldur ekki
gleyma, að ef um afgangs framleiðslu yrði að
ræða, þá fengjum vér fyrir vort góða álit að-
ems, ásamt viðurkendri vöruvöndun og ábyggi-
legri afgi'eiðslu, vorn fulla skerf af pöntunum
vörunnar. Ávalt og á öllum tímum verður að
leggja megin áherzluna á vöndun vörunnar. Að
því markmiði verðum vér að keppa, allir sem
einn. Það verða menn einnig að festa í minni,
að nema því aðeins að samningur sé bindandi,
er hann í raun og veru enginn samningur, og
hefir þar af leiðandi ekkert gildi.
Með óblandinni ánægju, vil eg leyfa mér að
vekja athygli yðar á því, hve giftusamlega að
samlag’inu hefir tekist í því að útvega góðan
markað fyrir fisk yðar. Fram að þessum tíma,
hefir samlagið haft með höndum að minsta
kosti 60 af hundraði allrar framleiðslunnar, og
selt fiskinn til margra hinna áreiðanlegustu
fiskiverzlana í Bandaríkjunum. Má af því sjá,
hve vel þær vinna í samræmi við félagsskap
vorn.
Fiskiverðið hefir orðið hærra, en búist var
við. Verð á “pike” hefir verið frá 5 til 6 cents,
birtingur 7 til 8 oents, á sama tíma og 15, 16 og
17 cents liafa fengist fyrir stóran hvítfisk,
“saugers” og nálfisk. Mun þess mega fylli-
lega vænta, að sökum hinnar einstæðu veðráttu,
hljóti vetrar fiskur að komast í ágætt verð.
Þess vegna ríður á, að efla samlagið meir en
nokkru sinni fyr, og hafa það jafnframt í huga,
að starfrækja vor eigjn skip á Winnipeg- og
Winnipegosis - vatni, næstkomandi sumar o'g
haust, til þess að trvggja oss framleiðslu alt
árið.
Skrifstofan veitir með ánægju viðtöku öllum
nytsömum bendingum frá hinum ýmsu stöðv-
um yðar, og fyrir hönd samlagsmeðlima þori eg
óhikað að lýsa yfir því, að samlaginu hefir fram
að þessu vegnað með afbrigðum vel, og að því
eru engin takmörk sett, að öðru leyti en af
hálfu meðlima sinna.
Látum kjörorð vort æ og æfinlega vera:
“8ameinaðjir stöndum vér, sundraðir föllurn
S 9 9
ver.
Með óskum allra heilla,
Yðar einlægur,,
Guðmundur F. Jónasson,,
framkvæmdarstjóri fiskisamlagsins.
Oss er það sérstakt ánægjuefni, að birta of-
anskráð bréf, er tekur af því allan efa, hve vel
að fiskisamlaginu hefir skilað áfram, þann til-
tölulega örstutta tíma, sem það hefir verið að
verki. Að samtaka væri þörf meðal fiski-
manna, var alkunnugt fyrir löngu. En að á-
rangurinn vrði jafn fljótséður og raun er nú
orðin á, mun fáa hafa órað fyrir.
Tíu ára tækifæri.
“Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd,
þá ertu á framtíðarvegi.” — Þ. E.
Þjóðræknisfélagið er tíu ára gamalt. Væri því
ekki úr vegi að líta s-tuttlega yfir starf þess og sögu.
Eg var einn af hvatamönnum þess fyrirtækis; einn
af sto’fnendum þess; hefi alt af verið meðlimur þess
og er enn, og var skrifari þess fyrstu tvö árin..
Eg hafði mikla trúlí framtíð þessa félags, hafði
o'ft minst á nauðsyn þess áður, bæði í ræðu og riti;
gerði tilraun til samskonar stofnunar i Chicago um
aldamótin ásamt öðrum íslendingum sem þar voru
þá. Eg ritaði um'málið, þegar eg var ritstjóri Lög-
bergs 1916 og í Voröld nokkru áður en Þjóðræknis-
félagið var stofnað.
Eg trúði því, að mögulegt væri að fá menn úr
öllum flokkum til félagsmyndunar á þjóðræknisleg-
um grundvelli, þar sem engin pólitisk né trúarleg
sérskoðun stæði góðri samvinnu í vegi.
Þegar farið var áf stað, leit út fyrir, að þetta
mundi hepnast. í fyrstu stjórnarnefnd félagsins
voru kosnir menn úr öllum flokkum og utan flokka;
fanst mér það góðs viti og gleðiefni.
Hver var svo stefna félagsins? Hún var þessi:
1. Að stuðla að því af fremsta megni, að ís-
lendingar megi verða sem beztir borgarar í hér-
lendu þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bók-
vísi í Vesturheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu milli íslendinga
austan háfs og vestan.
Hvernig hefir svo félaginu tekist þetta? Hvað
hefir það reynt og hvað hefir því orðið ágengt í
þessa átt?
Hér á eftir skal bent á nokkur atriði, sanngjörnu
fólki til íh'ugunar.
Það er,heiður íslendinga og hagur þeirra yfir-
leitt, sem mér finst hljóti að vera áhugaefni allra
einlægra manna vor á meðal, en ekki vöxtur eða veg-
ur neins sérstaks flokks.
Það sems eg segi í þessum fáu og stuttu köflum,
verður því ritað frá sjónarmiði óháðs Vestur^lslend-
ings, sem engum f jötrum er bundinn og enga flokks-
öxi hefir reidda yfir höfði sér. Er það aðallega í
því skyni gert, að reyna einu sinni enn að sýna fólki
hvað það er, sem orðið hefir þjóðræknissamtökum
vorum að ásteitingarsteini og eyðilagt áhrif þeira.
Væri þá tilganginum náð, ef næsta þjóðræknis-
þing sæi sóma sinn í því að krefjast bóta og breyt-
inga frá því, sem verið hefir og stýrt inn á framtíð-
arvænni og farsælli leiðir.
I-
Eitt aðalvopnið til sigursældar í þjóðræknisbar-
áttunni átti að vera tímarit, sem Þjóðræknisfélagið
gæfi út og barnabækur og unglingarit, sem talin
voru bráð-nauðsynleg.
Á fyrsta þingi félagsins kom fram nefndarálit,
sem taldi brýna nauðsyn á útgáfu unglingabókar og
ráðlagði félaginu að gangast fyrir útgáfu slíkrar
bókar. í nefndinni voru: J. J. Bildfell, Gísli Jóns-
son, séra Albert Kristjánsson, Hjálmar Gíslason og
séra Kjartan Helgason. Nefndarálitið var samþykt
í einu hljóði og stjórninni þar með falið að gangast
fyrir útgáfu bókar, sem væri “við hæfi unglinga í
Vesturheimi,” eins og nefndin komst að orði.
Um þetta mál — útgáfu barnabókar og unglinga-
rita — hefir svo verið rætt á hverju þingi síðan.
Flestir fundu til þess, að mest reið á að leggja þjóð-
ræknislega rækt við börnin og unglingana. Það lá í
augum uppi, að framtíð alls lífs og alls starfs hlaut
að verða í höndum hinna uppvaxandi og óbornu.
Það sagði sig sjálft, að ekki þurfti að bindast sam-
tökum né gefa út rit til þes að halda við málinu hjá
okkur, sem fulltíða komum að heiman til þessa
lands. íslenzk tunga var og er og verður eins lif-
andi á vörum okkar og nokkurt mál getur verið eða
orðið.
En hitt var kappsmál — og er — þeim, sem í
einlægni unna framtíð þess sem íslenzkt er hér
vestra, að börnunum og unglingunum yrði kent mál-
ið og í huga þeirra þryktar lifandi myndir úr ís-
lenzku þjóðlífi að fornu og nýju, jafnframt því sem
þau mentuðust á hérlenda vísu. ,
Til þess að vinna þetta verk, var aðallega um
eina að’ferð að ræða; hún var sú, að gefa stöðugt út
barnablöð og unglingarit,þannig úr garði gerð, að
börnin gætu sótt í þau skemtun og ánægju jafnframt
íslenzkum áhrifum.
Séra Steingrímur Thorlaksson hafði gert sér
grein fyrir þessu fyrstur manna. Hann gaf hér út
barnablað, er hann nefndi “Framtíðina’, vel úr garði
gert að ýmsu leyti. Nafnið er einkar vel fallið til
þess að lýsa því, hvað útgefandinn hafði í huga;
honum skildist það, að “framtíðin” væri undir æsku-
fræðslunni komin; honum skildist það, að ungling-
arnir urðu að hafa einhverja íslenzka andlega fæðu,
ef til þess væri hugsað, að vekja íslendinginn í sálu
þeirra og halda honum lifandi.
Þegar “Framtíðin” lagðist niður, flutti “Sam-
einingin” barnabálk, er nefndist “Börnin”, og var
honum stjórnað all-lengi af hinum lipra barnafræð-
ara séra Friðrik Hallgrímssyni. Þá byrjaði Lögberg
að flytja “Sólskin” og hefir haldið því stöðugt áfram
í 14 ár. Heimskringla prentaði einnig barnabálk á
meðan Stefán Einarsson var ritstjóri hennar.
Alt þetta sýnir, að þörf þótti á einhverri and-
legri fæðu handa börnunum.
En hvað hefir Þjóðræknisfélagið gert í þessa
átt? Ekkert nema talað um það á hverju þingi.
í tíu ár hefir félagið verið við lýði; í tíu ár
hefir það haldið þing og á öllum þessum þingum
hefir stjórninni verið falið að sjá um þetta verk; í
tíu ár hefir hún sama sem skelt við því skolleyrun-
um og forðast allar framkvæmdir í verki.
Eg hefi vakið máls á þessu á hverju þingi, sem
eg hefi getað sótt; en það hefir æfinlega verið kveð-
ið niður af vissum mönnum, sem þykjast of stórir
og o'f lærðir til þess að gefa gaum börnum og ung-
lingum.
Eg hefi hvað eftir annað stungið upp á því, að
ef ekki sé fallist á útgáfu sérstakra bóka eða rita
fyrir unglinga, þá sé kafli í “Tímaritinu” skrifaður
fyrir unglinga og börn. Það hefir ekki fengist.
Af þessu leiðir það, að börnin hafa hér ekkert
að lesa á íslenzku, sem sé við þeirra hæ'fi, nema
“Sólskin”.
Að heiman má fá ágætar barnabækur og ung-
lingablöð; en hversu fullkomin sem þau rit eru, þá
hljóta þau að ýmsu leyti að vera bundin staðháttum
heima, og því lítt skiljanleg vestur-íslenzkum börn-
um.
Eg hefi lesið ljómandi fallega sögu um fráfær-
ur og fjallgöngur á íslandi; hún var bæði skemtileg
og aðlaðandi fyrir börn þar heima, en hér er hún
börnum óskiljanleg. Ágæis saga um saltfisks verk-
un getur verið skrifuð svo að unun sé fyrir börn á ls-
lanid; envestur-íslenzku barni væri hún sama sein
gríska eða hebreska.
Að skrifa fyrir hina fullorðnu einungis, en van-
rækja með öllu börnin og unglingana í því efni, er
sama sem að skvetta nokkrum vatnsdropum á blöð
trjáa og blóma, en láta jarðveginn skorpna og
skrælna þar sem trén standa-og ræturnar liggja.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Hirðinginn.
Eg er hjrðingasveinn. Eg rek hjörð mína einn
yfir heiðar og lynggróin fjöll.
Og víður og hlár hvelfist himininn hár
yfir hnjúkanna eilífu mjöll.
Eg þekki hvem stein, hverja gnípu og grein
og glettist við álfa og tröll.
Við fjallanna bygð tók eg falslausa trygð.
þar er frelsið og gleðin mín öll.
Eg leita að reit, þar sem bezt er um beit,
að björginni (lýrunum held.
Þar sem hvíldin er bezt fyrir gangandi ge,st,
þar gisti’ eg, er líður að kveld,
reisi tjaldið mitt einn—eg er sjálfbjarga sveinn
— og sezt á minn hreindýrafeld.
Ef til sultar eg finn, opna ’ eg malpoka minn
og matast og kveiki mér eld.
Um síðkvöldin hljóð, vakna’ í sál minni ljóð;
þá syng eg við loganna skin.
1 ilmandi reyk eg á langspilið leik
og lofa mitt hreindýrakyn.
Fram í ljóðanna klið seiði’ eg líðanda nið
og líki eftir fossanna dyn,
syng um fjöllin mín há og um björgin mín blá,
sem bregðast ei einmana vin.
Davíð Stefansson.
Elzta Eimskipa-samband Canada.
1840—1928
SkrifiS til:
THE CUNARD LINE
270 MAIN STREET,
WINNIPEG, MAN.
Cunard eimakipafélagitS býöur fyrirtaks fðlks-
flutninga sambönd við Noreg, Danmörk,
Finnland og Island bæði til og frá. canadisk-
um höfnum, (Quebec i sumar).
Cunard eimskipafélagið hefir stofnsett ný-
lendu- og innflutningsmála skrifstofu I Win-
nipeg og getur nú útvegað bændum skandi-
naviskt vinnufðlk, bæði konur og karla.
Skrlfið á yðar eigin tungumáli til undirritaðs
félags, er veita mun allar upplýsingar ð-
keypis.
pað er sérstaklega hentugt fyrir fðlk, sem
heimsækja vill skandinavisku löndln, að ferð-
ast með Cunard skipunum.
Eitt meðal hinna mörgu hlunninda, er Cun-
ard félagið býður, er það að veita gestum
tækifæri á að svipast um I London, heimsins
stærstu borg.
eða til
10,053 Jasper
Ave.
EDMONTON
OnA
eða
209 Eight Ave.
CALGARY
eða
100 Pinder
Block
The Royal Bank of Canada
Aðsl Reikningsskil
30. Nóvember 1928
SKULDIR.
Capital Stock Paid up ...........................................
Reserve Fund ................................................... $30,000,000.00
Balance of Profits carried forward ............................... 2,361,085.71
$32,361,085.71
Dividends Unclaimed ................................................. 14,412.97
Dividend No. 165 (at 12% per annum, paýable lst December
1928 900,000.00
Bonus of 2%, payable lst December, 1928 ......................... 600,000.00
Deposits not bearing- interest ..............................$183,814,937.59
Deposits bear/hg interest, lncluding interest accrued to
date of Statement .......................................... 523,651,908.12
Total Deposits ........................................$707,466,845.71
Notes of the Bank in circulatlon ............................... 43,829,868.94
Advances under the Finance Act ............................. 15,000,000.00
Balances due to other Banks in Canada ........................... 1,068,051.00
Balances due to Banks and Banking Correspondents else-
where than in Canada ....................................... 22,872,693.57
Bills Payable .................................................. 6,873,155!95
Uiabilities not included in the foregoing .......................... 280,000.00
$30,000,000.00
33,875,498.68
797,390,615.17
48,129,770.86
$909,395,884.71
EIGNIR.
Gold and subsidiary Coin on hand ...........$29,033,568.84
Gold deposited ln Central Gold Reserves ....... 8,400,000.00
-------------— $37,433,568.84
Dominion Notes on hand .......................... $37,424,455.00
Doiyinion Notes deposited in Central Gold
Reserves ...................................... 9,000,000.00
--------------- 46,424,455.00
United States and other Foreign Currencies ...... 25,196,677.41
$109,054,701.25
Notes of other Canadian Banks ................................... 3,248,812.60
Cheques on other Banks .......................................... 37,352,272.95
Balances due by other Banks in Canada ........................... 1,546.23
Balances due by Banks and Banking Correspondents else-
where than in Canada ......................................... 30,664,336.99
Dominion and Provincial Government Securities, (not
exceeding market value) ...................................... 85,257>914.42
Canadian Municipal Securities and British, Foreign and
Colonial Public Securlties other than Canadian, (not
exceedingr market value) ..................................... 16,730,643.14
Raiiway and other Bonds, Debentures and Stocks, (not
exceeding market value) .................................... 16,640,108.32
Call and Short (not exceeding thirty days) Loans in Canada
on Bonds, (Debentures and Stocks and other Securities
of a sufficient marketable value <to cover .................. 56,265,327 82
Call and Short (not exceeding thirty (lays) Loans elsewhere
than in Oanada on Bonds, Debentures and Stocks and
other Securities of a sufflcient marketable value to
cover ............................................................ 43,646,421.81
$398,862,085.03
Current Tjoans and Discounts in Canada (less rebate of
interest) aflter making full provision for all bad and
doubtful debts .............................................$292,315,472.84
Current Loans and Discounts elsewhere than in Canada
(less rebate of interest) after piaking full provision for
all bad and doubtful debts ................................. 145,422,394.56
Non-Current Loans, estimatcd loss provided for .................. 2,224,761.83
439,962,619.23
Bank Premises at not more than coat, less amounts written off ...................... 14,497,184.03
Real Estate other than Bank Premises ............................................... 1,626,756.62
Mortgages on Real Estate sold by the Bank .......................................... 1,478,485.56
Liabilities of Customers under Letters of Credit as per contra ..................... 48,129,770.86
Shares of and Loans to Controlled Companies ........................................ 2,780,845.31
Deposit with the Minister for the purpos^s of the Olrculation Fund ................. 1,510,000.00
Other Assets not included in the foregoing ......................................... 548,138.07
$909,395,884.71
H. S. IIOT.T, C. E. NEILL,
President. General Manager.
Skýrsla Yfirskoðunarmanna
TÍI h'luthafa The Royall Bank o< CanaJdia:
Við höfum yfirskoðað frújmanskráða fjánhíagBsiký,rsl,u himn 30. nðvem-
ber 1928 og borið hana saman við bækur Royal bankans á aðalskrifstofu
ha.ns og etnnig vottfestar skýrslur frá útibúUTium. Við höfum talið pen-
inga og yfirfarið tryggingarskjöl öll á aðadskrifstofunmi 1 emda fjárhags-
ársins og á árinu höfum við gert hið sama á ýmsum af ihiimum helstu
útibúum tan-kans.
Viið höfum fengið alilar þær uipplýsingar og skýringar, sem við höfum
ðskað bg er það skoðun vor, að öll viðskifti ba.nkans, þau er við höfum
yfirfarið séu flylWllega samkvæm ibankailögunuim. það er skoðun vor að
framanprentuð skýrsla sé rétit gerð, og sýni hag bankans, e'ins- og hann
í raun og veru er 30. nðvember 1928, samkvwmt bðkum bankans.
Montreal, Canada, 24th December, 1928.
JAS. G. ROSS. C.A., of P. S. Ross & Sons.
W. GARTH THOMSON, C. A. of Peat, Marwick, Mitchell & Co.
Auditors
REIKNINGUR UM ÁVINNING OG TAP
Dalance of Proftt and Lobs Account, 30th November, 1927 ....11,809,831.87
Profits for the year, after deductlng chargos of management
accrued lnterest on deposlts, full provtslon for all bad
and doubtful dehts and rebate of Interest on unma-
turned btlls ............................................. 5,881,263 84
„„„ ---------—$7,691,085.71
A^PROPRIATED AS FOHOHS: ,
Dlvidends Nos. 162, 163. 164 and 165 at 12% per annum ........»3,600.000.00
Bonus of 2% to Shareholders .................................. 600,000.00
Contrlbutlon to Offlcers' Penslon Pund ....................... 200,000.00
Appropriated for Bank Premises ............................... 400,000.00
Reserve for Dominion Government Taxes, including Tax on
Bank Note Ctrculation .................................... 530,000.00
Balance of Proflt and Loss carried forward ................... 2,361,085.71
Montreal, Canada 24. desember 1928.
$7,691,085.71
Rosedale K°l
Lump $12.00 Stove $11.00
FORD COKE $15.50 ton
SCRANTON HARDKOL
POCA LUMPog
CANMORE BRICQUETS
Thomas Jackson & Sons
370 COLONY ST. PHONE: 37 021
—Samlb. S. A.