Lögberg - 03.01.1929, Page 6
Bls. 6.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1929.
RAUÐKOLLUR
EFTIR
GENE STRATTON-PORTER.
I>að glaðnaði alt í einu yfir Engilráð. Hún
brosti gegn um tárin.
“Fyrirgefðu mér, Rauðkollur, ” sagði hún.
“Eg hefi lagt svo mikið á mig í dag, að eg er
varla með sjálfri mér, annars væri eg ekki hér
að ónáða þig, því eg veit þú þarft að sofa.
Auðvitað mundir þú aldrei minnast á þetta.
Eg vissi það alt af, en eg var samt hrædd, gat
ekki að því gert. Eg hugsaði ekki um það rétt
í svipinn, hve göfuglyndur þú ert, en eg veit að
þú ert alt of göfuglyndur til að muna eftir
nokkru slíku. Eg veit þú ert það. Og þegar þú
gleymir því, þá er eins og það hafi aldrei átt
sér stað. Mér leið svo ósköp illa vegna þess,
að mér fanst eg hafi eyðilagt alt, en nú sé eg, að
það er ekki. Nú getur þú farið að eins og aðrir
menn, og eg fæ bréf og blóm og pilturinn minn
kemur að sjá mig, og þá getur þú sagt mér alt
sem þér dettur í hug. Nú líður mér svo dæma-
laust vel, og eg er svo glöð og ánægð. Það er
svo dæmalaust fallegt af þér, að gleyma þessu.
alveg eins og það á að vera. Það er ekki und-
arlegt, að eg skuli elska þig. Það getur ó-
mögulega öðruvísi verið. Eg vildi bara, að eg
gæti látið þig iskilja, hve innilega mér þvkir
vænt um þig.”
Hún faðmaði hann að sér, rétt sem snöggv-
ast. A næsta augnabliki var hún farin.
Rauðlcollur var mjög máttfarinn og lá hreyf-
ingarlaus. Hann leit alt í kringum sig og eftir
litla stund kom hann auga á myndina af móð-
ur sinni. Hann hélt lienni fyrir framan sig og
horfði á hana.
“Móðir mín! Elsku, góða móðir mín!!”
sagði hann með veikum rómi. “Heyrirðu til
mín? Segðu mér hvort eg er lifandi, eða eg er
dáinn og kominn á þinn fund. Heyrirðu til
mín?”
Vitanlega ifékk hann ekkert svar, og hann
hristi myndina, dálítið óþolinmóðlega.
“Þú ert bara andlitsmynd,” sagði hann loks-
ins, og þú getur auðvitað ekki talað. Það er
ekki von. En sál þín er einhvens staðar, og eg
er viss um, að á þessu augnabliki ert þú svo
nærri mér, að þú heyrir til mín. Eg get aldrei
sagt það nokkrum lifandi manni. En þér, elsku
móðir mín, sem lagðir lífið í sölurnar fvrir mig,
við þig get eg talað um alt. Eru allar konur
svona ? Ef lm hefir verið lík því sem Engilráð
er, þá get eg vel skilið, að faðir minn fór á eftir
þér yf;r hafið—og inn í eldinn.”
XX. KAPTTULI.
Rödd Rauðkolls þagnaði og hann sofnaði.
Seinna um daginn vildi hann endilega fá að sjá
Lord and Lady O’More, en þegar hann sá þau,
leið vfir hann, og urðu allir vinir hans mjög
hræddir um hann þá í bráðina.
Daginn eftir bað Rauðkollur um að fá að
tala við föður Engilráðar. Hann lét tilleiðast
að gera það, en kveið þó fyrir því. En það var
ástæðulaust, því honum var vel kunnugt, að
Rauðkollur var fyrirtaks góður piltur.
‘Hefir yður verið sagt, hvað fyrir mig hef-
ir komið?” spurði Rauðkollur, án þess einu
sinni að heilsa gestinum.
“Já,” svaraði gesturinn.
“Iíaldið þer, að þér skiljið fyllilega það sem
verst er við það?” spurði Rauðkollur.
“Það held eg, Mr. O’More,” svaraði faðir
Engilráðar.
Þetta var í fyrsta sinni, sem Rauðkollur
hafði heyrt sjálfan sig nefndan sínu rétta nafni
af nokkrum öðrum. Honum varð svo mikið um
það, að hann gat ekkert sagt, en tár hrundu nið-
ur kinnar hans. Hann rétti aðkomumanni hönd
sína.
Hann tók þétt um hendina og slepti ekki tak-
inu. “Heyrðu, drengur minn,” sagði hann,
“láttu mig tala, eg á hægra með það en þú. Eg
kom hingað með þeim skilningi, að þú ætlaðir
að biðja mig að gefa þér dóttur mína, einka-
barnið mitt. Þegar að því kemur, að hún gift-
ist, og þá sjálfsagt manni, sem hún sjálf vill
eiga, þá ætla eg ekkd að líta svo á, að eg hafi
tapað henni, heldur að eg hafi eignastson, er eg
get leskað og treyst til að fara með eigur mínar
þegar eg hætti sjálfur að líta eftir þeim. Hugs-
aðu nú um það eitt, að láta þér batna sem fyrst,
og mundu það, að frá þessari stundu heyrir
dóttir mín þér til og heimili okkar sömuleiðis.”
“Þér gleymið þessu ekki?” sagði Rauðkoll-
ur og rétti fram handlegginn handarvana.
“Mér þykir meira ifyrir þessu, heldur en eg
get með orðum lýst,” sagði faðir Engilráðar.
“Þetta er reglulega sorglegt. En þegar eg á
um það að velja, að gefa alt, sem eg á eftir í
heiminum þessum manni, sem að vísu er stór-
kostlega fatlaður á líkama sínum, eða þá ein-
hverjum öðrum, sem ef tiil vill er stórgallaður
andlega og siðferjSilega, þá kýs eg hiklaust
þann fyrnefnda. Eg kýs þig, Terence, eins og
eg hygg að dóttir mín geri líka. Notaðu það,
sem eftir er af þér eins vel og þú bezt getur, og
reyndu að hugsa aldrei um það, og hafðu aldr-
ei orð á því við nokkurn mann, að þú sért hand-
arvana. Vertu nú sæll.”
“Rétt augnablik meira,” sagði Rauðkollur.
“Engilráð sagði mér í gær, að það stæði til að
eg fengi mikla peninga úr tveimur stöðum. Hún
sagði mér að amma mín hefði ánafnað föður
mínum allar sínar séreignir, því hún vissi að
afi mijin mundi gera hann arflausan; og hún 1
sagði mér líka, að föðurbróðir minn ætlaði að
láta mig hafa helminginn af eignum gamla
mannsins, þrátt fyrir það, að hann gerði föður
minn arflausan..
“Það sem amma mín ánafnaði föður mín-
um, hvort sem það er meira eða minna, það ætla
eg að þiggja, ])ví hún gerði það af ást til hans
og af umhyggju fyrir honnm. Hún fékk þess-
ar eignir eftir iforeldra sína og mátti fara með
þær eins og henni sýndist. En eg vil ekki taka
við neinu af fjármunum þess manns, sem lét
son sinn og tengdadóttur líða liungur og kudla,
þegar hann gat bætt úr því, og sem lét mig, son-
arson sinn, alast upp hjá vandalausu fólki, sem
skaut skjólshúsi yfir mig, og sem meira að
segja er valdur að því, að eg er svona fatlaður,
eins og eg er, og sem þar að auki gerði föður
minn arflausan. Nei, þó eg ætti að líða það sama
og foreldrar mínir, þá tæki eg aldrei við þeim
peningum. Ef hitt er ekki nóg, og ef eg get
ekki unnið fyrir nógu miklu, svo Engilráð hafi
nóg, þá—”
“Vertu ekki að hugsa um þetta,” sagði fað-
ir Engilráðar óþolinmóðlega. “Við tölum ekki
um peninga núna. Við viljum enga blóðpen-
inga. Við liöfum alt, sem við þurfum þar fyrir
utan. Ef þér sjálfum finst það ekki rétt, þá
taktu ekki við neinu afþví.”
“Það er ekki nema rétt, að eg taki við því,
sem amma mín ætlaði mér, og eg ætla að gera
það,” sagði Rauðkollur. “En þó eg ætti að
devja, þá tæki eg ekki við eignum afa míns.”
“Nú förum við öll heim,” sagði Engilráð.
“Við höfum gert alt sem við getum fyrir Rauð-
koll. Fólk hans er hér, og hann þarf að læra
að þekkja það, og það langar til að kvnnast hon-
um. Við skulum skilja hann oftir hjá þeim og
fara heim. Þegar hann er orðinn frískur, þá
getur hann gert eins og hann vill, farið til Ir-
lands eða komið aftur til Limberlost, rétt eins
og honum sýnist. Við skulum fara heim nú
strax. ”
McLean hélt það út í viku, en þá gat liann
ekki lengur stilt sig um að fara og sjá Rauð-
koll. Hann saknaði hans næstum ótrúlega
mikið. Hann lá vakandi í rúmi sínu á nóttunni
og var að hugsa um hann. Hann fór að sjá
oftir því, að hann skvldi hafa farið frá honum.
Kannske drengurinn hans, því í raun og veru
fanst honum hann vera ‘Sinn drengur, vrði nú
vanræktur á einhvern hátt. Hann gerði sér alls
konar hugmyndir um, að eitthvað kynni nú að
vera að honurn og eitthvað kynni að vera ógert,
af því, sem hægt væri að gera fyrir liann. —
Hjartveik og taugaveikluð kona hefði naumast
getað gengið lengra í þeim efnum.
Hann lagði af stað til Chicago og hafði með
sér stóran pakka, sem Engilráð hafði búið út.
Voru þar í margar sjaldgæfar plöntur og vmis-
legt annað, sem hún hafði fundið i skáp Rauð-
kolls, sem hann geymdi í skógarrjóðrinu.
McLean vildi ekki kannast við það fyrir .sjálf-
um sér, en því var nú samt svo varið, að liann
var töluvert afbrýðissamur og honum fanst
ekki, að Lord O’More hefði meiri rétt til Rauð
kolls en hann sjálfur, og hann gat illa sætt
sig við að sleppa af honum hendinni og láta
nokkum annan líta eftir honum.
McLean varð að bíða dálitla stund, áður en
hann gæti fengið leyfi til að fara inn til Rauð-
koILs. A meðan talaði hann við O’More, sem
lét vel yfir þvi, að Rauðkoll færi vel fram, og
gerði hann sér beztu vonir um, að hann mundi
bráðum verða jafngóður. Hann lét í ljós á-
nægju sína vfir því, hve Rauðkollur væri efni-
legur og góður piltur, og taldi hann á.gætt
mannsafni. Hann sagði, að }>eir frændurnir
ætluðu að koma til Limberlost aður en þeir færu
alfarnir til írlands, og hann sagðist vona að
hann gæti fengið föður Engilráðar til að fallast
á að láta Engilráð fara með konu sinni til Ev-
ropu og halda áfram nami smu í París. Hann
sagði, að bæði konan sín og hann sjálfur, vildu
með öllu móti styðja að því, að hún á sínum
tíma giftist ifrænda sínum' því þeim báðum
geðjaðist framúrskarandi vel að að stúlkunm
og teldu hana afbragðs vel til þess fallna, að
skipa þá háu stöðu, sem hennar biði á írlandi.
Það var eins og hvert orð, sem þessi höfð-
ingi sagði, særði McLean, svo góðlátlega, sem
bann þó talaði. Honunm fanst, að Lim'berlost
skógarnir hefðu tapað sínu aðdráttarafli, þeg-
ar Rauðkollur væri farinn þaðan. En hins
vegar efaði hann þó ekki, að Lord O ’More væri
einlægur og þótti honum vænt um það. Þegar
hann kom.inn til Rauðkolls, fanst honum hann
ekki ætla að ná andanum. Þar var öllu breytt
og orðið alt öðruvísi, heldur en þegar hann var
hjá honum síðast.
Rauðkollur lá út við gluggann og þaðan gat
hann séð yfir hið bláa Miehigan vatn, eins
langt og augað eygði. I þetta sinn var töluverð
gola, svo öldurnar risu æði hátt. . Úti á vatn-
inu mátti sjá æði marga seglbáta óg líka allstór
gufusk'p. Herbergið var svo fallega skreytt,
að auðseð var að þar hafði bæði mikill lista-
smekkur og miklir peningar átt hlut að máli. —
Rauðkollur var ekki lengur útitekinn í and-
liti, eins og hann hafði alt af verið síðan McLean
sá hann ifyrst. Nú var hann hvítleitur og það
bar mjög lítið á freknunum. Hvað hjúkrunar-
konan og Lady O’More hefðu gert við hárið á
honum, gat McLean ekki gert sér grein fvrir,
en það var fallegra heldur en liann hafði nokk-
urn tíma áður séð það, og hafði honum þó æf-
inlega þótt það fallegt.
Þa‘r höfðu fa'rt hann í bláleita silkiskyrtu
og látið á hann hvítt hálsbindi. Rauðkollur var
orðinn eitthvað svo fínlegur og fallegur, að það
vantaði lítið á, að hann væri orðinn beinlínis
fallegur piltur. Samt veitti McLean því ekki
eins mikla eftirtekt eins og hinu, að nú liafði
hann báðar skyrtuermarnar brettar upp og nú
reyndi hann alls ekki að hylja handlegginn, sem
höndina vantaði á, eins og hann var ávalt van-
ur að gera.
“Dæmalaust þykir mér vænt um að sjá yð-
ur,” sagði Kauðkollur, þegar McLean kom inn
í herbergið, og tók svo hart viðbragð, að liann
var nærri dottinn fram úr rúminu. “ Segið þér
mér nú strax hvort Engilráð er frísk og ánægð
og glöð. Hvernig líður unganum mínum? eru
vængimir á honum orðnir sex fet; getur hann
nú flogið til mömmu sinnar? Hvernig líður
mínum nýja föður, Fuglamærinni, Duncan-
fólkinu og Nellie? Alice ifrænka mín ætlar að
velja hattinn, strax þegar eg er orðinn svo
frískur, að eg geti farið með henni . Hvernig
líður piltunum? Hafa þeir fundið nokkur fleiri
tré? Eg hefi mikið verið að hugsa um það. Eg
held að það sé eitt ekki langt frá því, sem við
Engilráð fundum. Alice frænka mín og Ter-
ence frændi minn halda það líka. Dæmalaust
er alt þetta fólk gott og skemtilegt. Eg er reglu-
lega stoltur af að vera skyldur því. Komið þér
hérna, .fljót! Eg ætlaði að gera það í gær, en
mér fanst einhvern veginn, að þér munduð koma
í dag svo eg lét það bíða. Eg er að velja de- j
mantshring handa Engilráð. Hringurinn, sem j
hún lét búa til handa mér, er tilbúinn, og þeir
sendu mér hann, mér til skemtunar. Hérna er
hann, hann gæti ekki verið fallegri.
“Er hann ekki reglulega fallegur? Aldrei
hefir mér })ótt eins vænt um nokkurn hlut á æfi
minni. Eg sé alla liti skógarins í honum. Þetta
litla lauf minnir mig alt af á sönginn, sem Eng-
ilráð kendi mér einu sinni. Það er fjarskalega
fallegur söngur. Einhvern tíma skal eg syngja
hann vel. Eg þori ekki að reyna á röddiná enn
þá, en hjarta mitt er fult af söng.
“Dæmalaust þykir mér vænt um, að þér
skylduð koma. jEg var að reyna að segja föð-
urbi-óður mínum það sem eg vildi, en eg held
eg hafi ekki getað látið hann skilja mig, eg gat
einhvern veginn ekki fundið orð yfir það, sem
eg hafði í (huga, en eg get sagt yður alla skap-
aða lduti, og þér skiljið mig altaf. ”
“Haltu bara áfram,” sagðiMcLean.
“Eg sagði honum, að eg vildi ekki borga
nema þrjú hundruð dali fyrir hring handa Eng-
ilráð. Eg held, að honum þyki það nokkuð lítið,
þegar litið er á þau efni, sem eg nú stend til að
fá, en þó sérstakiega á ])að, sem Engilráð hefir
gert fvrir mig. Hann heldur, að eg ætti að gefa
henni miklu dýrari hring, en eg vil ekki borga
fyrir hann neitt meira, en þá peninga, sem eg
hefi unnið fyrir sjálfur, og þrjú hundruð dalir
er alt, sem eg hefi lagt fvrir af kaupinu mínu.
Mér er sama þó eg kaupi alt annað, sem eg þarf
að fá, fyrir aðra peninga, en fyrir hringinn vil
eg iborga með peningum, sem eg hefi unnið fvr-
ir, og sem eg^ nú hefi í bankanum. Sjáið þér
ekki, að eg má til að gera þetta? Mér finst eg
ómögulega geti haft það öðru vísi. Haldið þér
ekki, að Engilráð vilji heldur bezta demantinn,
sem eg get keypt fvrir mína eigin pehinga, held-
ur en annan, sem borgað er fyrir með pening-
um, sem aðrir hafa aflað?”
“Þetta er svo að skilja,” sagði McLean, að
þú vilt ekki kaupa demants hring handa Engil-
ráð fyrir peninga, heldur vilt þú borga fyrir
hann með hræðslunni og kvíðanum og leiðind-
unum, sem þú tókst út í Limberlost skóginum'.
Þú vilt borga fyrir liann með því, sem þú hefir
lagt á sjálfan þig til þess að reynast ærlegur og
góður drenguh og leysa heiðaríega af hendi það
verk, sem þú tókst á hendur og sem þér var trú-
að fyrir ? 1 stuttu máli, þú vilt borga fyrir
hringinn með því sem þú liefir lagt á sjálfan
þig, óg Engilráð á vita }>að og hafa það í
minni.”
Augu Rauðkolls flutu í tárum.
“Kæri Mr. McLean!” sagði Rauðkollur og
rétti honum hendina, “mig langaði .svo undur
mikið til þess að þér kæmuð, því eg vissi alt af,
að þér munduð skilja þetta betur en nokkur ann-
ar maður. Viljið þér nú gera svo vel og líta á
þessa steina, sem þeir hafa sent mér, svo eg
geti valið úr þeim?”
Rauðkollur hafði þarna heilt.safn af perlum
og gimsteinum á litlum silfurdiiski, og var hon-
um þægilegt að ráða þessu öllu eins og honum
sýndist og skoða það eftir vild. Hann hafði
ýmislegt um þessa. dýrgripi að segja, og gerði
McLean Ijósa grein fyrir því, hvers vegna hann
vidli ekki þennan steininn eða hinn.
“Þetta er steinn, sem eg er að hugsa um að
gefa Engilráð,” sagði Rauðkollur og tók upp
stóran og fallegan rúbín. “Hér finst mér eg
sjá fallegustu litina í Limberlost, og þessi
steinn er eins rauður eins og varir Engilráðar
og eins og liennar hreina og hugrakka hjarta
hlýtur að vera.”
Rauðkollur bar steininn upp að vörum sínum
og rétti McLean hann svo.
“ Vi-ljið þér gera svo vel og láta smíða hring-
inn?” sagði Rauðkollur. “Eg skal skrifa und-
ir lænkaávLsun og svo getið þér fengið pen-
ingana í bankanum, og með þeim peningum á að
borga fyrir hringinn.”
McLean þótti vænt um þetta. “Má eg spyrja
þig um nokkuð, sem eg er að hugsa um?” sagði
hann.
“Já, auðvitað,” sagði Rauðkollur. “Þér
munduð ekki spyrja uin neitt, nema })að sem
mér er ánægja í að svara.”
McLean leit á hægri handlegginn á Rauðkoll
og það var eins og hann gerði það dálítið hik-
andi.
“Það er þetta, sem þér eruð að hugsa um,”
sagði Rauðkollur og hló hjartanlega. “Þér vilj-
ið fá að vita, hvað orðið er af allri gremjunni
og sársaukanum, sem eg alt af bar í brjósti út
af þessu. Eg skal segja yður, að Engilráð hef-
ir tokið það alt í burtu. Mér skilst nú, að ]>etta
slys hafi þurft að eiga sér stað, svo það, sem
nú er fram komið, gæti komið fram. Þetta sár
var óendanlega viðkvæmt, en Engilráð liefir
grætt það. Ef hún er ánægð með þetta, þá er
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
Yard: HENRY AVE. EAST. - * MAN’
Offlce: eth Floor, Bank of HamlltonChamber*
eg það líka. Hví skyldi eg alla æfi gera mig
óánægðan út af því, sem eg get ekki gert við?
Eg er meira að segja líklega farinn að verða
stoltur af þessu líkamslýti, því eg tek eftir því,
að eg er farinn að ota handarvana úlnliðnum
fram við öll tækifæri í staðinn fyrir að hvlja
hann, eins og áður. ”
“Hamingjunni sé lof,” sagði McLean.
Það er nokkuð, sem eg er að hugsa um,”
sagði Rauðkollur. “Bg er ekki viss um, hvort
eg ætti að spyrja yður um nokkuð, sem mig
langar að vita, en eg held samt að það sé ekkert
á móti því. Það er nokkuð, sem eg hefi oft
verið að hugsa um isíðan mér fór að skána dá-
lítið. Má eg spyja yður einnar spurningar ? ’ ’
McLean tók fastara um hendina á honum.
“Heyrðu, Rauðkollur niiiin! Skilur þú ekki
enn, að mér þykir beinlínis vænt um, að þú segir
mér alt, sem þér liggur á hjarta, því eg vil vera
þinn trúnaðarmaður og ráðnuautur.”
“Það, sem eg var að hugsa um,” sagði
Rauðkollur, “er það, að ef eg liefði ekki orðið
fvrir þessu slysi og þetta frændfólk mitt hefði
ekki fundið mig, hvert ætluðuð þér þá að senda
mig til að ganga á skóla? Hvað voruð þér að
liugsa um að gera við mig?”
“Eg get nú naumast svarað þessu,” sagði
McLean, “vegna þess, að þetta var aldrei
ljóst í liuga mínum. Eg hafði ekki hugsað
lengra en það, að þú ættir að bvrja á þessu sem
fyrst og svo sæum við til hvernig gengi. Eg
ætlaðist til, að ])ú færir til móður minnar í
Grand Rapids og yrðir þar fvrst um sinn. Eg
hafði hugsað mér, að bezt væri að fá sérstakan
kennara handa þér og hann gæti undirbúið þig,
svo þú kæmist inn í háskólann í Chicago, og svo
hafði eg liugsað mér, að þú færir til Yale eða
Harvard og síðan til Oxford, og þá ættir þú að
vera búinn að fá góða almenna mentun.”
“Var það nokkuð meira en þetta?“ sagði
Rauðkollur.
“Já,” sagði McLean, “söngkenslan er þar
fvrir utan. Eg hugsaði mér að fá einhvern af
þessum allra beztu hljómfræðingum til að revna
þig í þeim efnum og ef þú reyndist verulega
vel til söngs fallinn, þá fanst mér að rétt væri
að þú sleptir einhverju af hinum almennu náms-
greinum og legðir þeim mun meiri rækt við
söngfræðina og gerðir hana helzt að aðal náms-
grein. Svo var eg að vona, að við gætum tekið
okkur ferð á hendur til Evrópu og skemt okkur
þar vel bvor með öðrum.”
“Og hvað svo?” spurði Rauðkollur.
“Þú veizt, Rauðkollur minn, að mitt líf er
bundið við skógana,” svaraði Mclæan. “Eg
hætti aldrei við að fella tré, meðan eg lifi, ef
skógarnir verða ekki allir famir á nndan mér.
Ef það nú reyndist svo, að þú kærðir })ig ekki
um að leggja söngfræði beinlínis fyrir þig, eða
gera hana að þinni atvinnugrein, þá datt mér í
hug, að þú vildir kannske koma til mín aftur og
ganga í okkar félag og vinna þá með mér. Þessi
ráðagerð er nú kannske nokkuð mikið í lausu
lofti, en þetta hefir mér samt smátt og smátt
orðið nokkuð fast í huga, og eg liafði gert mér
töluverðar vonir um, að þetta gæti orðið. En
þær eru líklega bvgðar á því einu, að mig lang-
ar til að hafa þig hjá mér.”
“Þér sögðuð mér einu sinni úti í skóginum,
að þér elskuðuð mig, og þér sögðuð mér það aft-
ur, eftir að eg slasaðist og við héldum öll, að eg
væri að deyja. En þetta, sem komið hefir fyrir
mig síðan, hefir kannske breytt tilfinningum
yðar eitthvað gagnvart mér.”
“Nei, alLs ekki,” svaraði McLean. “Hvern-
ig gæti það verið, Rauðkollur? Eg get ekki
elskað þig meira, en eg hefi gert, og eg er viss
um, að þú gerir aldrei neitt, sem dregur úr
þeirri ást, sem eg ber til þín.”
“Hamingjunni sé lof,” sagði Rauðkollur.
“Blessaðir látið móður yðar vita strax, að eg
ætli að koma. Strax þegar eg kemst á fætur, þá
ætla eg að fara með hringinn til Engilráðar og
svo ætla eg að fara til Grand Rapids, eins og þér
hafið ætlast til, og munurinn verður bara sá, að
nú get eg borgað kostnaðinn sjálfur. Þegar eg
er búinn að fá sæmilega mentun, þá skulum við
fara öll í einu til að sjá eignir mínar á írlandi,
þér og og, og Engilráð og faðir hennar, og
Fuglamærin, og þá kvnnumst við aftur fólki
mínu þar. Þegar við komum aftur, þá skulum
við bæta nafninu O’More við nafnið á félaginu.
Nei, góði Mr. McLean! Elsku faðir minn!
Þetta iná ómögulega! Hvað er að?”
“Ekkert,” sagði McLean og rómurinn var
þannig, að auðhevrt var að hann átti erfitt með
að tala og hann sneri sér fljótlega við og gekk
út að glugganum.
“Hér er fallegt útsýni,” sagði hann eftir
litla stund. “Vatnið er ljómandi fallegt núna.
Það er ekki furða þó Chicago fólkið láti tölu-
vert yfir því, hvað hér sé fallegt á ströndinni
með fram vatninu. En hevrðu, Rauðkollur,
hvað heldurðu að Lord O’More hafi um þetta
að1 segja?”
“Eg veit ekki,” sagði Rauðkollur, “en mér
þvkir dæmalaust slæmt, ef honum mislíkar, því
hann hefir verið framúrskarandi góður við mig
og Alice frænka mín gengur næst Engilráð.
Hann hefir setið hjá mér tímunum saman, og
sagt mér um föður minn og móður og um ömmu
mína. Hann hefir gert þetta alt svo ljóst fvrir
mér, að eg finn svo greinilega, að þetta er mitt
fólk og að eg tilheyri því og það mér. Það er
ósköp leiðinlegt, ef honum fellur það ill, en eg