Lögberg - 03.01.1929, Page 7

Lögberg - 03.01.1929, Page 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1929. Bls. 7. get ekki haft þetta ööruvísi en svona. Eg get ekki gert það fyrir neinn, 'að láta hafið vera milli mín og Engilráðar. Eg er nú eins langt frá Limberlost eins og eg vildi nokkurn tíma vera. Mig langar til að fá meiri mentun, en svo vil eg vinna og lifa í því landi, þar sem eg var fæddur og þar sem foreldrar mínir hafa dáið. Mér mundi þykja gaman að sjá Irland og kynnast ættfólki mínu þar, en þar gæti eg ekki verið lengi. Hjarta mitt er hjá Engilráð og Limberlost allar stundir. Þér haldið, að þegar eg liorfi út um glugg- ann, þá hljóti eg að verða hrifinn af fegurð vatnsins, en það er ekki. Eg horfi ekki á það, en eghorfi upp í loftið, ogþar sé eg stóru svörtu fuglana mína sveima, og eg sé stóra svarta f jöð- ur falla hægt og hægt niður til mín. Eg sé afar- stór tré og eg sé laufgaðar greinamar svigna fyrir vindinnum, og eg sé mikið af skrautlegum blómum. Eg heyri fuglasönginn og eg heyri líka skellinn í stönginni, og eg heyri líka fóta- tak þeirra Wessners og Svarta Jacks. En hvort sem endurminningarnar eru ljúfar eða beiskar, þú eru þær þó allar eins og partur af sjálfum mér og munu aldrei við mig skilja. • Eg ann Engilráð meira en öllu öðru, en liún og endurminningarnar um Limberlost eru óað- skiljanlegar. Þegar eg sé hana, þá sé eg alla fegurð og yndisleik skóganna, og þegar eg sé skóg’ana, þá minna þeir mig á fegurð og yndis- leik hennar. Eg er hræddur um, að einhverjir verði ó- ánægðir, en mér finst þó að eg geti sannfært fólk mitt um, að bezt isé fyrir mig að vera hér. Viljið þér gera sVo vel og ;skera sundur fvrir mig strenginn utan af þessum litla pakka, sem Engilráð sendi mér?” Rauðkollur hélt pakkanum á lofti. Smar- agðinn, sém Engilráð hafði gefið honum, glitr- aði á fingri hans og minti á hvorttveggju í senn, Irland og Lmberlost skógana. Á umbúðirnar var skrifað: “Til Limberlost .skógarvarðar- ins.” Þar undir var dregin mjmd af dökk- blárri fjöður. ENDIE. Sambandslögin 10 ára Eftir Benedikt Sveinsson Alþingismann. I dag er liðið tíu ára skeið síðan sambandslagasamningur íslendinga og Dana gekk í gitdi. Fer það að iíkindum, að nú sé nokkru fremur minst þessa atburðar, heldur en gert hefir verið að undanförnu þennan dag ársins. Eg mun eigi fara út í það að rekja framfarir þjóðar vorrar um þetta tíma'bil, sem orbið hafa mjög miklar og margþættar, og þótt þær hafi um margt verið hraðstigari en áður, þá verður varla sagt, að árið 1918 marki verulega nýtt spor á framfaraferli þjóðarinnar. Rek- spölurinn var á kominn all-löngu fyrr. Viðreisn lands vors hefir þróast samfara sjálfstæðisbarátt- unni og hagur landsis jafnan stað- ið í réttu hlutfalli við forráð ís- lendinga sjálfra yfir málum um, en öfugu hlutfalli við mátt og yfirráð erlenda valdsins. Því valdi hefir fylgt “fátækt, mein og dauöi,” frelsinu þróun og hagsæld. Nokkrir einstakir menn vor á meðal hafa legið samlöndum sín- um á hálsi fyrir það, bæði í ræðu og riti, hérlendis og jafnvel utan- lands, að þeir hafi eigi látið í ljós fögnuð sinn um úrslit sambands- málsins með þvilíkri hrifning sem skyldi og vert væri. HeyrSist nokk- urt kvak um þetta þegar eftir fyrsta “fullveldisdaginn,” i. des. 1919, þá er samningurinn hafði verið árlangt i lögum, og hefir þetta verið gert að endurmæli öðru hverju síðan. — Þessir innfjálgu sambandslaga-vinir hafa verið að svipast eftir orsökum að tómlæti mörlandans og talið þær helzt fram sem veigamestar, að frelsið og full- veldið hefði borizt íslendingum svo fyrirhafnarlitið upp í hendurn- ar,—engi þurft að fórna lifi eða blóði í baráttu fyrir frelsinu, að því kynni þeir eigi að meta úrslitin að veröleikum. En slíkar og þvilíkar bollalegg- ingar, sem 'bornar eru fram sem nokkurskonar afbatanir fyrir land- ann, lýsa heldur en eigi grunnýðgi og þar nieð ærnum skilningsskorti á sambandslagasamningnum og hugarfari íslendinga; því að víst mun réttara að virða þær á þann veg, heldur en til læinna blekkinga. Er þessara ‘fyrirbrigða” því að- eins getið hér, að á þessum kenn- ingum hefir verið alið oftar en um sinn og verða þær sennilega ánýj- aðar og áréttar einhversstaðar enn í dag. Þess mun varla þurfa að fara rnjög í grafgötur tif þess að kom- ast nær réttum skilningi á orsök- um þess, að íslenzka þjóðin hefir ekki tekið úrslitum sambandsmáls- ins með neinu frábæru fagnaðar marglæti. Skulum vér í skyndi líta á málavöxtu. Heimsstyrjöldin hafði staðið í fjögur ár og dró til úrslita. Kjör- orð flestra styrjaldarþjóðanna var þá og hafði verið “réttur og vernd smáþjóðanna,” enda losnaði mörg smáþjóðin úr læöingi þá og litlu siðar í sama flóði. ísland var, að skoðun merkustu lögfræðinga utanlands og innan, að réttum lögum í konungssambandi einu við Danmörku. Gamli sátt- máli var grundvöllur sambandsins við Noregskonung, er konungssam- band íslands og Danmerkur til orðið fyrir hending eina: mægðir norrænna og danskra konungsætta á 14. öld. Og aftur var það fyrir hending, að ísland gökk ekki úr þessu konungssambandi við Kílar- friðinn 1814 (staÖlausar staðhæf- ingar um tengsl landanna af hálfu annars aðilja á Kílarfundinum, en botnlaus fáfræði á hina. — Hvorki ísland né Noregur áttu þar nokk- urn málsvara). íslendingar höfðu þegar hér var komið (1918) hagað framkvæmd- um sínum árum saman sem frjáls og fullvalda þjóð, sent og skipað erindreka sína að eiginni vild út um lönd og álfur og gert samninga Sln’ við stjórnarvöld annara þjóða án allrar íhlutunar Dana. íslendingar voru þá og orðnir _ alveg einráðir í því að láta sér ekki úr greipum ganga sjálfstæði sitt eða sjálfræði, er þeir höfðu haft í verki meðan vandinn var mestur. ísland var því orðið frjálst og fullvalda í verki og framkvæmd um þær mundir, sem Danir sendu fulltrúa sína til samninga sumarið 1918. .Sambandsþjóð vor og fulltrúar hennar vissu gjörla, hversu sakir stoðu. Þeir höfðu hér alt að vinna en engu að tapa. Þeir vissu vel, að eigi þýddi að spyma móti viö- urkenning á fullveldi íslands, en þá varð keppikeflið að tryggja sem bezt hagsmuni sína gagnvart ís- landi og íhlutun um mál þess fram- vegis. Þar sem konungssamband var enn á niilli landanr.a bar að vísu nauðsyn til að gera nokkurn samn- ing um skifti ríkjanna, milliríkja- samning. Fulltrúarnir kunnu gott lag á að bjarga sinum bága málstað og gagn- hagsmuni sína á íslandi. Þeir komu svo ár sinni fyrir borð, að íslendingar þóttust neydd hingað nefndarálit minnihl. um sambands- málið í Alþt. 1918]. Þeir fengu það fram, aö Dan- mörk fari með utanríkismál íslands “í umboði þess,” að því er stendur i hinum islenzka texta samningsins, en “paa Islands Vegne” að því er segir í inum danska. Hér eru laga- textarnir alls ekki í fullu samræmi. Er það heldur hrapallegur *frá- gangur laganna, að ekki var alveg tvimælalaust gengið frá jafnrúkil- vægu atriðisorði samningsins. En það hefir orðið upplýst síðan, að erlendu fultrúarnir þurftu svo mjög aö hafa hraðann á að kom- ast heimleiðis, að ekki varð við komið að ganga frá öllum atriðum svo vel sem skvldi. Á hitt er að lita að hvortveggja textinn er tal- inn jafnrétthár; þykir þá rétt, að inn íslenzki ráði hér merkingunni og ákveði hana, þar sem hann er á- kveðnari og í betra samræmi við viðurkent fullveldi fslands fsbr. Einar Arnórsson: “Þjóöarréttar- samband íslands og Danmerkur,” bls. 48 o. s. frv.). En með ákvæð- inu hugðu Danir að tryggja eining fslands og Danmerkur gagnvart öðrum þjóðum fS. st. bls. 64). Þeir komu því fram að Danmörk leystist frá 60 þúsunda króna ár- gjaldi, er löggjafarvald Dana hafði sjálft skapað þeim með “stöðulög- unum” 2. jan. 1871, sem greiðslur ganialla skulda við ísland, en stofn- aðir voru i stað þess “sáttmálasjóð- irnir” tveir til stuðnings samband- inu. Þeir komu fram, þvernauðugt íslendingum, stofnun ráðgjafar- nefndarinnar, svo sem nokkurs- konar arftaka ríkisráðsins danska til þess að liafa hönd i bagga með löggjöf íslands eftir föngum (16. gr. samb.l.). j Þeir fengu að visu ekki við því spomað, að “eftir árslok 1940 geti Ríkisþing og Alþingi, hvort fyrir sig, hvenær sem er, krafist, að byrjað verði á samningum um end- urskoöun laga þessara” og að á-1 rangurslausum samningatilraunum innan þriggja ára geti Ríkisþing eða Alþingi hvort fyrir sig sam- þykt, að samningur sá, er felst í lögum þessum, sé úr gildi feldur, —en við þessum samningsslitutn tókst þeim þó að fá reistar svo rammar skorður með ýmsum fyr- irmælum, að nærri stappar, að ó- framkvæmanleg sé. 1 Þessi voru þá kostakjörin, sem fylgdu viðurkenning Dana á full- veldi voru, og aðdáendum sam- bandslaganna þótti undrutn sæta, að Islendingar skyldi eigi taka nteð meiri fögnuði, en raun varð á. Þjóðin hefir nú smámsaman verið að átta sig betur á þvi, hvað hún bar úr býtum á þeirú örlaga- tíma, sem sjálfkjörinn var til þess að skapa undirokuðum þjóðum frelsi og fullveldi, er þær hlutu margar afarkostalaust, þótt langt um verr stæði að vígi um kröfu- rétt sinn, heldur en íslendingar. Mundi þá nauðsyn til 'bera að leita þeirra skýringanna fyrir mati þjóðarinnar á sambandslögunum, aö henni hefði borizt þessi gæði upp í hendurnar of fyrirhafnarlítið til þess að kunna að meta þau að verðleikum ? íslendingar hafa þó þjakast und- ir erlendu stjórnar-oki urn mörg hundruð ára og baráttan til þess að losna úr þeim viðjum kostað basl og baráttu margra kvnslóða. VTar eigi nógu-löng og torsótt bar- áttan fyrir fullu verzlunarfrelsi gegn inni seigdrepandi einokunar- kúgún? Og mundi öll sókn þjóðar vorrar fyrir rétti sínum í hendur erlendu valdi í samfeld 80—90 ár ekki hafa verið nægilegur reynslu- skóli til þess, að íslendingar mætti fyrir þær sakir bera skyn á úrslit þessara mála? En gerum nú ráð fyrir, að svo heföi baráttunni hagað, að íslenzka þjóðin hefði fórnað blóði sinu fyr- ir réttindi sín. Til þess hefði hún hlotið að eiga vOpnaviðskifti við Dani og þá að lokum að bera sigur úr býtum. Mundi henni hafa orð- ið það sérstakt fagnaðarefni aö leikslokum að veita óvinaþjóðinni fullkomið jafnrétti og hlunnindi móts við sína eigin þegna í landi ir til að ikaupa viðurkenning Dana fyrir fullveldi voru svo miklum fríðindum og réttindaveizlum, aö engin fullvalda þjóð hefir veitt annari þvílik réttindi í landi sínu (6. gr. sambandslaga-samningsins). [Þar segir svo: “Danskir rik- isborgarar njóta að öllu levti sama réttar á íslandi sem íslenzkir rík- isborgarar fæddir þar, og gagn- kvæmt.” — — Þeir “hafa að jöfnu hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskiveiða innan land- helgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta á íslandi sömu réttinda sem íslenzk skip og gagnkvæmt.” Rækilegastur dómur um þessi ákvæði er i ritinu: “ísland fyrir Dani og íslendinga. Hugleiðingar um sambandsmálið,” eftir Magnús Arnbjarnarson cand. juris. Rvík 1918. Sjá ennfremur viðvíkjandi “jafnrétti þegnanna” ritið: “Ný- valtískan og lands-réttindin” eftir Einar Benediktsson, Rvík 1902, einnig prentað sem fylgiskjal við voru? Eg vænti þess, að sliku fjarstæðu-hjali veröi ekki á lofti haldið framar. En nú er á það að líta, hverju fram hefir undið um sambands- laga málin á þessum tíu árum. Þess er fyrst að geta, að fulltrú- ar sambandsþjóðar vorrar lögðu mjög ríka áherzlu á það í athuga- semdurn eða skýringum við sam- bandslögin, áð jafnréttarákvæðum 6. gr. yrði fylgt út í æsar, og var tekið sérstaklega fram, að nema þyrfti af þann mismun kosningar- réttar, er fram kæmi i þágildandi stjómarskrá (10. gr. stjórnskipun- arlaga nr. 12, 19. júní 1915), en hann var þá við það bundinn (m. a.j, að kjósandi væri annaöhvort fæddur á íslandi eða hefði haft landsvist síðastliðin 5 ár. And- stæðinga samningsins ugði, að sú leið mundi farin um þetta efni, að 5 ára búsetuskilyrðið yrði numið úr lögum, en af hálfu samnings- manna var þessu þverneitaö og bent á, að eins mætti afnema fvrrnefnd- an mismun á þann hátt, að gera 5 ára ibúsetuskilyrði alment, svo að það næði jafnt til íslendinga sem þegna sambandsþjóðarinnar. For- sætisráðherra íslands lagði síðan fram frumvarp til nýrrar stjómar- skrár fyrir næsta alþingi (1919) og feldi þar niður fimm ára búsetu- skilyrðið þvert ofan í skýringar sambandslaga-manna. Varð um þetta hörö deila á Alþingi, en mik- ill meiri hluti þingmanna hélt fast á því, að 5 ára búsetuskilyrðið stæði og var það samþykt nieð miklum atkvæðamun. Hélzt það svo óbreytt og stendur enn í stjórn- arskrá vorri frá 1920. Menn sáu glöggt, hvert stefndi um þetta deiluatriði. Kendi hér enn ins gamla stefnumunar, er lengi hafði skift flokkum um sjálf- stæðismál. Var því mikilvægt, að fram kæmi, hvort hefja skyldi lög- gjafarstörf innan fullvöldu þjóðar með því aö aka til undanhalds eða beita fram á leið til .ryggis þjóð- inni. Þess vegna lét meiri hlutinn svo um mælt í nefndaráliti sinu (Alþt. 1919, A. II. þgsk. 514, bls 1105): “Loks vill meiri hlutinn láta þess getið, að sainbandslögin liafi eigi verið samþykt í því skyni, að ís- lendingar skyldi láta nokkuð und- an jiokast um rétt sinn frá þvi, sem þar er ákveðið, heldur sé einsætt að nejta réttinda sinna samkvæmt beita fram á leið ti! öryggis þjóð- má, og heldur styrkja en veikja hvenær, sem tækifæri gefst. Þau spor viljum vér niarka þegar á þessu fyrsta þingi, er háð er. eftir að breyting er orðin á samband- inu.” Á inu sama Alþingi (1919) voru sett lög um Hæstarétt. — Næstu ár á eftir reit Bjarni Jónsson frá Vogi ýmsar ritgeröir til skýringa og gagnrýningar á sambandslögun- um. Lagði hann einkannlega mjög eindregið áherslu á rétta fram- kværnd 7. greinar. Þótti honum áfátt urn skipan greinarinnar á ut- anríkismálum vorum og einkum framkvæmdir stjórnarjnnar á þeim. Þar sem Danir fara með utanríkismálin í umboði Islands, þá átti þegar frá upphafi einn ís- lenzku ráðherranna að vera og heita utanrikis-ráðherra, og svo verður að vera hér eftir, sagði hann. “Vér verðum einmitt að vaka yfir framkvæmd sáttmálans í öllum atriðum, og sérstaklega i þessu efni (þ. e. framkvæmd 7. greinar), og missa aldrei sjónar á þvi til 1940, og láta þess þá engan kost að endurnýja þenna sáttmála.” ("Andvaka 4., bls. 230). — Ariö 1923 gaf Bókmentafélagið út bók eftir Einar prófessor Arnórsson um “Þjóðarréttarsaniband íslands og Danmerkur,” þar sem sambands- laga-samningurinn er nákvæmlega rannsakaður og skýrður. Vegna þessara ritgerða og annara er sam- bandsmálið orðið mönnumi maklu ljósara en áður, svo sem von er til. Af því stafar, að þróast hefir sann- færing manna um þverbresti samn- ingsins og nauðsyn uppsagnar hans. Síðustu árin hefir blaðið “ís- land,” sem frjálslyndi flokkurinn gefur út, tekiö sér sérstaklega fyr- ir hendur að hvetja þjóðina til at- hugunar á sáttmálanum og bent á hættur þær, sem þjóðinni stafa af honum. Einkum hefir blaðið bent á háska þann, sem yfir vofir af jafnréttisákvæðum 6. gr., svo og meðför utanríkismála samkv. 7. gr. I samræmi við stefnu blaðsins bar hr. Sigurður Eggerz fram fyr- irspurn til rikisstjórnariunar, á síð- j asta Alþingi, um það, hvort stjórn- in vildi vinna að því, að sarnbands- lagasamningnum veröi sagt upp eins fljótt og lög star.da til og jafn- framt íhuga, á hvern hátt utan- rikismálum vorum verði komið fyrir sem haganlegast og tryggi- legast, er vér tökum þau að fullu í vorar hendur. — Fyrirspurnin var tekin til umræðu í nd. Alþingis 24. febrúar. Svaraði forsætisráðherra henni fyrir hönd sína, stjórnarinn- ar og framsóknarflokksins að öllu afdráttarlaust játandi og samskon- ar yfirlýsingar gáfu frainsögu- menn annara þingflokka. Er þar með fengin yfirlýsing allra flokka á Alþingi um það, að þeir vilji segja sambandssamningn- um upp, jafnskjótt sem unt er. Þessi er yfirlýst ttefnuskrá allra flokka á íslandi í þessu máli. Síðasta Alþingi tók í lög skipun nýrrar fastanefndar, er nefnist ut- anrikismálanefnd, skipuð sjö mönnum. S'kal til hennar vísað öll- um utanríkismálum. Nefndin starfar einnig milli þinga og skal ráöuneytið ávalt bera undir hana slik mál, sem fyrir koma milli þinga. Nefnd þessari er ætlað að vera stjórninni til ráðuneytis um utanríkismálin. Má ætla, að með- ferð þeirra mála verði hér eftir HANN REYNDI ÞÆR OG HONUM BATNAÐI. Alberta Maður, Sem Mælir Ein- dregið Með Dodd’s Kidney Pills. Mr. David Jack Þjáðist af Nýrnaveiki. Kitscoby, Alta., 31. des. (Einka- skeyti).— “Fyrir fáum árum þjáðist eg mikið af nýrnaveiki,” skrifar Mr. D. Jack. “Eg hafði heyrt svo mik- ið um Dodd’s Kidney Pills, að eg hugsaði mér að reyna þær. Eg tók úr sex öskjum, og þær gerðu mér afar mikið gott. Við notum þær nú alt af, þegar við þurfum þeirra. Eg vil aldrei án þeirra vera.” Dodd’s Kidney Pills styrkja nýr- un, þegar eitthvað er að þeim. Það er alveg furða, hve fljótt þær græða og styrkja nýrun og jafn- framt lækna sárindi í hálsinum, gigt, höfuðverk og öll önnur veik- indi, sem stafa frá nýrunum. Dodd’s Kidney 'Pills eru nú al- rneiri gaumur gefinn en að undan- gengt húsmeðal um allan heim, af fömu. Úr þvi, sem nú er komið virðist sjálfsagt, að samkomur verði háðar 1. desémber ár hvert fyrst um sinn, bæði í minning um ina keyptu viðurkenning Dana á fullveldi ís- lands og þó einkum jtil þess aö minnast þess, sem á brestur viðun- andi skipan rnála vorra. Dagurinn á framvegis að verða hvatningar- dagur til fullrar framkvæmdar á réttarheimt vorri þegar er fyrsta færi gefst. —Stúdentablað. 1. des. 1928. því fólk ‘hefir reynt þær og sann- færst um gæði þeirra. Dodd’s Kidney Pills fást hjá öll- um lyfsölum og hjá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto 2, Ont. Stöövið þaö áður en þaö kemst fyrir brjóstið. Peps, meðaliö sem þú andar að þér, og er í hand- hægum töflum, ver þig fyrir flú og bronchitis' og læknar fljótlega kvef og hósta. Peps eyöir illum gerlum. PEP$ Nystári-egt meðal I töflum vöfðum t silfurpapptr. öruggari og botri em imeðalaMamda,. Nú 25C öskjur með 35 töflum. Hestavisur ortar af Mrs. Stefaníu Halldórs- son, Siglunes P.O., Man. Sáldar grómi’ á söðulgjörð, siðprúð, fróm og vitur, skín með ljóma’ í hrossahjörð hennar rjómalitur. 'Svört á fax og-svo á brún, sendir grjóti’ og mylur, á reiðar-þingum hamast hún hart, sem hvirfilbylur. íSöðla drotning sjáleg á, svo ég rétt um hjali, arabiska ættarskrá að langfeðgatali. Sautján ár með folalds fjör fætur ber ódettin, augun kvik og tn<Jnrl234566ú eyrun kvik og augun snör, er hún tekur sprettinn. Ef hross er kallað heim sem fyr, hún fyrst allra sér það, í stóði varla stendur kyr, , stærsti galli er það. Hvort sem skín á sumri sól, eða svalir vindar blása, hana’ ei vantar húsaskjól, helzt vill úti rása. Ætíð kætist öndin mín, alla laus við pretti, þegar Lúðvíks litla “Hvín” leikur sér á spretti. FISHERMENS SUPPLIES LTD. 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. TANGLEFIN NETTING “Veiða meiri fisk” Efnisgæðin fyrst, nafnið á eftir. Tilbúin af National Net and Twine Co. Vér höfum vanalegar stærðir fyrirliggjandi og sendum pant- anir yðar með næsta pósti. Verðlista, sem gefur allar upplýsingar um þær vörur, sem vér höfum fyrirliggjandi, verður sendur yður ókeypis, ef þér óskið þess. FISHERMEN’S 3UPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. Sími 28 071 3<KH5<H><Kh><h><H><h><H3<KKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKH> KENNARA vantar fyrir Vestri skóla, No. 1669; kenslutímab. byrj- ar 1. febrúar og endar 30. júní. UmsækjandS tiltaiki kaup, og mentastig, einnig meðmæli. Til- boð að vera komin fyrir 10. jan. S. S. Johnson, sec.-treas. Box 9, Arborg, Man. Tryggingin felst í nafninu! GLEÐILEGT NÝTT ÁR! % Pantið beztu tegundirnar ÖL, BJÓR og ST0UT —MB—wmmmmm frá gömlu og velþektu ölgerðarhúsi RIEDLE BREWERY STADACONA og TALBOT Phone 57 241 Sendið korn yðar tii DNITED GRAIN GR0WERS Þ Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. Hin Eina Hydro St e am H eated BfflDA HREINSUNARSTÓD í W I N N I P E G Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðannog olíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar cg serdcm yður hann til taka, á þeim tíma er þér æskið, Alt verk leyst af herdi af þaulvönum séifiaðin^um, Þessi bifreiða- þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbatnum, á móti King cg Rupeit Street. PraÍFÍe City Oil Co. Ltd. Laundry Phone 88 666 Head Office Phone 26 341

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.