Lögberg


Lögberg - 10.01.1929, Qupperneq 1

Lögberg - 10.01.1929, Qupperneq 1
42. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1929 NÚMER 2 Helztu heims-fréttir Canada King forsætisráðherra hefir til- kynt, að sambandsþingið komi saman hinn 7. febrúar. Er búist við að það muni sitja þangað til í júní, líklega seint í þeim mánuði. Fréttir frá Ottawa segja, að búist sé við fjörugri umræðum á þessu þingi heldur en því síðasta. Ein- hverjar tilgátur hafa heyrst um, að almennar kosningar mundu fram fara á þessu ári, en það Iþykir heldur ólíklegt, að nokkuð verði af því fyr en árið 1930. — iLeiðtogi íhaldsflokksins, R. B. Bennett, er nú sem stendur í Ev- rópu, fór til Englands skömmu fyrir jólin, en er væntanlegur til Ottawa um miðjan þenna mánuð. * * * Eins og kunnugt er, er Winni- pegbær nú að undirbúa virkjun Slave-fossanna í Winnipeg-ánni, og hefir áður verið frá því skýrt hér 'í blaðinu. Fossarnir teljast með náttúruauðæfum Manitoba- fylkis. Bærinn verður því að leigja fossana af stjórninni. Er hér við fylkisstjórnina um að eiga, vegna þess að til stendur, að hún taki nú við yfirráðum yfir náttúruauð- æfum fylkisins. Hefir töluverður ágreiningur orðið milli æjarins og stjórnarinnar út af þessum leigusamningum, en eftir nokkurt þjark, virðast báðir málsaðilar hafa komið sér saman í öllum atr- iðum nema því, að stjórnin vill hafa leyfi til að hækka leiguna hvenær sem henni kann að bjóða svo við að horfa. Að þessu vill bæjarstjórnin ekki ganga og seg- ist aldrei gera það, ef hún geti með nokkru móti komist hjá því. Stjórnin situr þar á móti fast við sinn keip. Búist er við, að Hon. Charles Stewart, innanríkis ráð- herra, verði að skera úr þessari þrætu, því enn eru náttúru auð- æfi fylkisins undir umsjón og yfirráðum sambandsstjórnarinn- ar í Ottawa. * * * George Yandle heitir maður nokkur, sem kom til Winnipeg í vikunni sem leið, lengst norðan úr óbygðum Manitoba-fylkis, þar sem hann hefir verið í fimtán ár og aldrei með hvítum mönnum, nema lítilsháttar með tveimur öðrum hvítum mönnum, sem einnig hafa verið lengi ,þar norður frá, en oft- ast hefir hann verið einsamall. Maður þessi kom til Manitoba fyr- ir fimtán árum með þeim ásetn- ingi að taka heimilisréttarland, en iþað varð ekkert af því og í þess stað fór hann norður í óbygðir að veiða dýr og fisk. Ekki kann hann vel við sig í Winnipeg og heldur hann þó til á öðru fínasta gistihúsi borgar- innar. Sjálfur veit hann ekki hvað það er, sem hann saknar mest, kuldinn eða frosni fiskur- inn, sem hann er vanur við að éta. En nokkuð er það, að honum finst ekki nærri nógu kalt í Win- nipeg. Öll þessi ár hefir hann, likt og Eskimóarnir, lítið sótt til hvítra manna annað en te og tóbak. Þó hefir hann stundum fengið séir hveitimél, sykur, baunir og hrís- grjón. En þessar vörur eru nokk- uð dýrar þarna norður frá. Hann borgar $100 fyrir 98 pund af hveiti, $3.00 fyrir pund af te, $2 fyrir pund af sykri og $8 fyrir pund af tóbaki. Hann fær nauð- synjar sínar frá loðskinnafélag- inu, sem hann vinnur fyrir og borgar því með loðskinnum. Þeg- ar járnbrautin er komin til Fort Churchill, getur hann sjálfsagt fengið nauðsynjar sínar með sanngjarnara verði, en hann á þá samt 250 mílna leið að fara í kaupstaðinn, frá þeim stað þar sem hann nú heldur til. Sjálfur hefir hann lent í mörg- um mannraunum þar norður frá og kann frá mörgu að segja úr lífi Eskimóanna, sem oft eiga við hungur að búa. Segist hann nú geta talað þeirra mál engu lak- ar en ensku. Eftir fáa daga fer hann aftur norður í óbygðir og segist hann una þar vel hag sín- um. — * * * Ilia Tolstoy greifi var staddur í Winnipeg í vikunni sem leið. Var hann á leið til New York með nokkrum öðrum mönnum, og komu þeir þaðan fyrir nokkrum mánuð- um og hafa síðan verið norður í óbygðum Manitobafylkis til að taka þar kvikmyndir af viltum dýrum og Eskimóum. Þessi mað- ur er sonarsonur skáldsins mikla, Leo Tolstoy. Ráðsstjórnin á Rúss- landi hefir slegið eign sinni á all- ar eignir hans og þeirra feðga og er maður þessi nú eignalaus, en hann er hraustur maður og unir því vel að ganga á mis við allan auð feðra sinna, ef hann aðeins má vera úti og njóta hreina lofts- ins og kærir sig kollóttan þá kalt sé veður, eða þá heitt. í borgum segist hann aldrei geta búið héð- an af, því hann uni því ekki með nokkru móti. * * * Hon. George H. Murray, K.C., fyrverandi stjórnarformaður í Nova Scotia, andaðist í Montreal á sunnudagskveldið, 67 ára að aldri. Hann var forsætisráðherra og leiðtogi frjálsylnda flokksins í Nova Scotia frá 1896 til 1923 og eru það einsdæmi í brezka rí^inu, að nokkur maður hafi verið for- sætisráðherra svo lengi í senn, og allan þann tíma var hann þing- maður sama kjördæmis. * * * United Farmers of Manitoba, eru að halda ársþing í Brandon þessa dagana. Var þingið sett á þriðjudaginn og stendur það yfir í fjóra daga. Bracken forsætis- ráðherra getur ekki verið þar viðstaddur í þetta sinn, þvi hann er enn á heilsuhælinu í Battle Creek, Minn. Þrír af hinum ráð- herruum eru þar og flytja ræður á þinginu. Bandaríkin. All-skæð inflúenza gengur nú víðast hvar í Bandaríkjum, og hefir hún, og lungnabólga, sem henni fylgir oft, á síðastliðnum tveim mánuðum orðið tólf þúsund manns að bana í 65 helztu borg- um landsins. Síðan 3. nóvember hefir dauðsföllum stöðugt fjölgað á hverri viku, og í vikunni, sem endaði 29. des. voru þau 2,957. Er talið, að um áramótin hafi 800,000 manns í Bandaríkjum legið í flú. * * * í Nebraska og Missouri ríkjun- um voru hríðarbyljir miklir í vik- unni sem leið og var snjókoman svo mikil, að hún hefti víða um- ferð um tíma og olli mörgum minniháttar slysum , en um mann- skaða er þó ekki getið. * * * Ira Rich varð fyrir því slysi, að detta úr flutningsbíl í Bridge- port, Conn., núna um nýárið, og meiddist hann svo illilega, að taka varð af honum annan fótinn. Rich, sem er einn af afkomendum Abrahams, vildi ekki með nokkru móti láta brenna fótinn, svo hann sótti um leyfi til að mega láta grafa hann í grafreit Gyðinga. Fékk hann leyfi til þess og fór jarðarförin fram eins og aðrar jarðarfarir að siðvenjum Gyð- inga. En ekki var Rich orðinn svo frískur eftir slysið, að hann gæti fylgt fætinum til grafar. Bretland. Brezkar járnbrautir eiga nú við mikla fjárhagsörðugleika að stríða, sem kemur til af því, að tekjur þeirra hafa minkað stórkostlega og eru orsakirnar til þess aðal- lega þær, að flutningurinn, sem þær hafa að flytja, er nú miklu minni en áður, einkum kol og járn. Annað er það, að nú fara bæði fólksflutninga og vöruflutn- inga bílar um alt landið, og það -er orðið svo mikið af þeim, að þeir taka tilfinnanlega mikinn flutning frá járnbrautunum. í ágúst í sumar voru laun allra, sem við járnbrautir vinna, lækkuð um 2% prct., en það dugar samt ekki nærri því til að jafna tekjuhall- ann. Aðallega mun þetta stafa af því, að kolaiðnaðurinn hefir stór- kostlega minkað og standa Bret- um af því mikil vandræði á marga vegu, sérstaklega atvinnuleysi námamannanna. Halda ýmsir merkir menn, að atvinnuvegir þjóðarinar muni seint eða aldrei komast í gott lag, nema kolin geti aftur gefið álíka atvinnu og áð- ur var. * * * Síðustu skýrslur frá Bretlandi sýná, að þeir eru alt af að verða fleiri og fleiri, sem ferðast í loft- inu. í fimm vikur í röð, nú fyrir skömmu, voru farþegar með loft- förum frá London til Paris, 2,060 á viku, og er það 500 fleiri heldur ið” raski jafnvægi hins kvenlega sköpulags og verður ekki á móti því mælt. Menn mega ekki láta það villa sig, sem útlendir gestir segja hér af kurteisi. Það er meira að marka, hvað þeir segja sín á milli, þegar þeir eru lausir við öll íslenzk áhrif. Annars er sjálfsagt bezt, að kvenfólkið ræði þetta sin á milli. Tilgangurinn nteð þessari grein er líka einkum sá, að minna á að það má ekki dragast lengur að eitthvað sé gert til þess að koma samræmilegum svip á búningana og laga þá jafnframt eftir kröfum tímans. X. —Morgbl. För Wilkins til Suðurheimskautslandanna. Mönnum er í fersku minni frægð- arför Wilkins flugmanns og föru- en þegar flest var árið 1927. Frá j nauts hans Eielsons, er þeir flugu London er nú hægt að fara með j frá Alaska til Svalbarðs í vor sem loftförum til 73 borga í Evrópu. j leið. Urðu þeir menn heimsfræg- Níu ferðir á dag eru farnar milli j ir fyrir flug þetta. London og Paris; sú fyrsta kl. 6, Er peir komu til baka til Amer- á morgnana, og sú síðasta klukk-, íku byrjuðu þeir strax að undir- an hálf fimm á daginn. Meir en búa annan og meiri leiðangur til helmingur af þeim, sem fljúga yf- j Suðurheimskautslandanna. Flug- ir'Ermarsund, eru konur. ið í vor var einskonar reynsluflug. En þar syðra ætla þeir að gera vísindalegar rannsóknir. Þeir hafa bækistöð sína í De- ception eyjunni og flugu þaðan í Það eru nú líkindi tU, að kven-jfyrsta sinni þ 22 n6v_ inn yfir Þjóðbúningar. fólkið fari að hugsa til að koma ísa Suðurpólsins. Var það í sér upp þjóðlegum búningum fyrirjfyrsta sinni( sem farið hefir verið Alþingishátíðina. Mundi það og gefa hátíðinni þjóðlegro svip, ef sem flestar konur bæru íslenzkan búning. Ýmsir örðugelikar sýnast nú vera á þessu, að sumum mun sýnast. Skautið hefir hingað til verið talið helzti hátiðabúningur- inn. Þótt skoðanir séu nú farnar að verða skiftar um það, hvað haganlegur slíkur búningur sé og jafnvel líka um hitt, hvað fagur í flugvél þar um slóðir. Eftir því sem Wilkins segir sjálfur frá, er tilgangurinn með rannsóknarför þessari fyrst og fremst sá, að gera sér grein fyrir veðráttunni þar syðra. Veðurfræðingar líta svo á, að upptök og orsakir veðráttufarsins í heiminum stafi frá heimskauta- löndunum og ímynda sér sumir hverjir, að ef gerðar eru veðurat- þess til, að þarna væri einskonar áframhald Andesfjallanna ame- rísku. En sé svo, má svo að orði komast, að fjöll séu umhverfis alt Kyrrahaf. — Fái menn fulla vissu fyrir þessu, verður betur en áð- ur hægt að gera sér grein fyrir uppruna jarðar og framíþróun jarðmyndana. Þá er enn eitt. Vísindamenn þykjast hafa getað gert sér grein fyrir, að þarna syðra, undir jökl- inum, væru víðáttumiklar og auð- ugar kolanámur, sem myndu geta orðið mannkyninu að miklu gagni, er fram líða stundir. Það er því auðséð, að þarna eru mikil verkefni að vinna, og úr- lausnarefni, sem eru þess verð að áræðnir menn og hraustir leggi fram krafta sína til þess að sinna þeim. Þeir landkönnuðir, sem fremst- ir hafa verið og unnið hafa þrek- raunir þar syðra, svo sem Amund- sen og Scott o. fl„ hafa rutt braut- ina, gefið mönnum tilefni til á- giskana og bollalegginga. En með hinum nýjustu farartækjum, flug- vélunum, er nú hægt að fá yfirlit yfir landflæmi á einum degi, er tók þá forgöngumennina ár að brjótast í gegn um. — Morgbl. hann sé, þá hljóta víst flestir að huganir þar> nægilega langt sam- fleytt tímabil, þá muni ivera hægt að finna reglur fyrir v.eðurbreyt- ingunum þar, og af þeim verði síðan hægt að spá um veðráttuna yfir langt tímabil víða um heim. Til þess að geta komið þessum veðurathugunum á, þarf fyrst að kanna hið mikla landflæmi um- hverfis Suðurpólinn, svo hægt sé að sjá, hvar veðurathuganastöðv- arnar eigi að vera. Eins og kunnugt er, er landa- skipun mjög ólík umhverfis heim- skautin. Umhverfis Norðurheim- skaut er íshafið, en hálendi mikið er við Suðurheimskaut. Kuldi er því ekki nærri eins mikill nyrst á urhveli jarðar. Norðuríshafið er að vísu ísi þakið. En ísbreiða hafsins er ekki nema svo sem 20 metrar á þykt. iSærinn allur er nálægt frostmarki. Á sumrin er því oft sæmilega hlýtt norður í ísnum, og dýra og jurtalíf Norðurheimskautaland- anna er sumarmánuðina talsvert fjölskrúðugt. Alt öðru máli er að gegna suð- urfrá. Yfir hálendinu, þar sem á köflum er yfir 10,000 fet yfir sjávarmál, liggur 2,000 feta þykk ísbreiða. Af þessum feikna jökli stafar gríðarmikill kuldi, svo þar syðra er miklu mun kaldara en á tilsvarandi breiddargráðu norð- lægrar breiddar. Dýra- og jurta- líf þar syðra er og mun fáskrúð- ugra. Þar í heimskautalöndunum þrífst vart nokkur planta, og skor- kvikindi eru þar vart önnur, en nokkur sníkjudýr á sjávarfuglum. Tvo eru hin merkustu rann- sóknarefni þar syðra. Er annað að gera sér grein fyrir því, hvort jökullinn mikli við suðurheim- skautið liggur á samfeldu landi, sem þá er álíka stórt og Banda- ríki Norður-Ameríku. Því þó jök- ulbungan sé samfeld hið efra, vita menn ekki nema landið sé sundur- skorið og gangi hafstraumar und- ir þveran jökulinn. En sé svo. hefir iþetta mikil áhrif á straum- ana í suðurhöfum, og er nauðsyn- legt að fá glögg skil á þessu til þess að geta gert sér hugmynd um orsakir veðrabrigða. Annað er það, að rannsaka há lendi þessa mikla jökullands, gera vera sammála um það, að á úti- hátíð geti ekki komið til mála að nota skaut. Þá eru líka það marg- ar konur, sem hafa látið klippa hár sitt, að það gerir skautinu erfiðar uppdráttar, einnig sem innihúss búningi. Aftur er það annar búningur, sem vex að vinsældum að sama skapi sem skautið tapar þeim. Það er upphluturinn. Sá búningur hef- ir það tvent sameiginlegt, að vera fallegur og um leið hentugur, bæði innan húss og utan. — Það sýnist því augljóst, að konur ættu einmitt að leggja áhrzlu á að fá sér þennan búning fyrir 1930. Menn munu nú segja, að það muni ekki heldur vera hægt að nota upphlut við stutt hár. En það er nú annað hvort, að dagar íslenzks þjóðbúnings eru taldir, eða að það verður að samlaga hann stutta hárinu. Og það vill einmitt svo vel til, að konur hafa hér á landi notað húfur, sem jafn- vel hæfa stuttu hári og löngu. Skotthúfur þær, sem nældar eru í hárið, eru eins og skautið tilbún- ingur næst síðasta mannsaldurs. — Það sem því þarf að gera, er það, að finna það húfuform, sem bezt á við upphlut og stutt hár. Auðvitað er ekkert því til fyrir- stöðu, að þær konur sem hafa langar fléttur, noti skotthúfuna eftir sem áður. Slíkt er aðeins skemtilegt tilbreyting. Nú er í ráði að það fari í vor í maílok blandaður söngflokkur héðan til Kaupmannahafnar á söngmót allra Norðurlandaþjóða, sem íslendingum hefir verið boð- ið að taka þátt í. Vel ætti nú við, að konurnar bæru þjóðbúninga, enda líklegt, að hinar þjóðirnar geri það. Væri einmitt upphlutur- inn mjög vel fallinn til þessa, og ber þeim mun bráðara að með að finna honum hentugan höfuðbún- að. — Að fara að nota skaut til þessarar farar, kemur varla til mála, það mundi skera sig áiþægi- lega úr stilnum og ekki verka fag- urlega innan um hina búningana. Þegar drotning vor fékk skaut- búning sinn komu út myndir af henni, sem dreifðust út um öll Norðurlönd. En búningurinn náði ekki hylli neins staðar svo kunn- ugt sé. Listamenn segja, að “horn- Það hefir löngum þótt .hið mesta hamingjumerki hér á landi, að finna skeifu. En við fyrstu skóflu- stungu, er byrjað var á verkinu, fann einn stúdentinn gamla og ryðbrunna skeifu, er þarna hafði lengi legið. Þeir, sem trúa forn- um spám, sjá í þessu fyrirboða góðrar giftu fyrir garðinn,' og er þess að vænta, að þeir reynist sannspáir.—Vísir. Áramóta hugleiðingar Stúdenta garðurin n Þeir, sem gengið hafa yfir Skóla- vörðuholt síðustu daga, hafa séð að byrjað er að grafa fyrir stór- hýsi í austanverðu holtinu. Er það Stúdentagarðurinn, sem þarna á að standa. Mun hann snúa ann- ari aðalhlið út að skólavörðutorgi og verða út úr þeirri hlið tvær álmur, sem munu standa í húsa- línu torgsins. En hin aðal-hliðin snýr til suðausturs, og mun verða aflíðandi brekka frá henni niður að framlenging Barónsstígs. Grunngröfturinn hófst síðasta dag októbermánaðar. Unnu þá nokkrir stúdentar úr lagadeild og læknadeild, en fyrst í stað vinna ekki aðrir að grefti, en háskóla- stúdentar auk verkstjóra. Hafa allflestir þeirra, þeir sem ekki eru í þróflestri, heitið að leggja fram nokkur dagsverk, ýmsir 5—8 og er Vísi sagt, að á þenna hátt sé þeg- ar fengin loforð fyrir á þriðja hundrað dagsverka. Með þessu móti spara stúdeiítár garðinum eigi litið fé, en hitt er og mikils vert, að þeir sýna, að áhugi þeirra fyrir þessu máli nær út fyrir orð- in ein. Um sex undanfairn ár hafa þeir safnað fé til garðsins og orðið mæta vel ágengt, þótt enn vanti allháa fjárhæð til þess, að garðurinn megi rísa skuldlaus. En þegar verkið byrjar, taka þeir sér sjálfir reku og haka í hönd, og “velta fyrstu steinunum úr vegi”, í bókstaflegri merkingu. Standa þeir þarna við vinnu frá því verkljóst er á morgnana, þar til myrkur fellur á. Og svo sýnd- ist tíðindamanni Vísis, sem þeir ynnu af kappi og sæktist vel, enda eru flestir íslenzkir stúdentar vanir vinnu og margir hinir beztu ■verkmenn. Fæstir þeirra, sem þarna vinna, geta þó vænst þess að uppskera sjálfir ávöxt iðju sinnar. Þótt alt gangi að óskum, munu fæstir þeirra, sem nú stunda nám við háskólann, mega væn£a garðvist- ar, að þeim fráskildum, sem skemst eru komnir. Vísir hefir og haft af því sann- ar spurnir, að meðal skólapilta í efri bekkjum Mentaskólans sé mikill áhugi fyrir því, að leggja þarna hönd að verki. Auðvitað eru þó á ýmis vandkvæði sakir kenslu í skólanum. En nú þarf vart að efast um, að áhugi skóla- pilta og hlýr hugur forráðamanna skólans til málsins fái rutt þeim örðugleikum úr vegi. Ekki munu margir hinna eldri stúdenta, sem af skólabekkjunum eru komnir, enn hafa heitið að gefa dagsverk til byggingarinnar, Þó er sagt, að tveir eða fleiri há- skólakennarar hafi þegar lofað að ganga í liðið, og sennilegt er, að fleiri gamlir stúdentar dugi garð- inum nú á einhvern hátt, annað- hvort með því að vinna í einn eða Þaö eru orðnar sjaldséðar fréttir úr íslenzku bygðunum hér vestan hafs og finst mér það menningar- lega stór skaði, sérstaklega fyrir okkur gamla fólkið hér. G. Jóns- son, Vogar á miklar þakkir skilið fyrir sínar fróðlegu og vel rituðu fréttagreinar, sem hann birtir altaf öðru hvoru úr sínu bygðarlagi, svo við, sem lesum erum stórum mun fróðari en áður úr þeirri bygð, svo ættu fleiri að gera. Eg held það eina meðalið til að fá blaðið skil- víslega borgað. Sé enginn vegur betri til að fá fróðlegar fréttir úr bygðum víðsvegar að, frá gömlum og góðum íslendingum, svo maður fái færi á að kynnast umheiminum og gömlum vinum og kunningjum, sem þó búa í mörg hundruð milna fjarlægð, sannarlega kysi eg það fremur en þetta, sem hefir birst um alllangan tíma í báðum blöðun- um íslenzku vestan hafs, sem við fáfróðir menn ekki getum skilið. Það eru þessir hálærðu menn, se^n einir geta skilið það, og fært ser það í nyt á þann veg að það leiði til góðs fyrir alla þá, sem ætla sér heim 1930. Við óskum margir að svo verði. Er ekki vani að byrja á tíðarfar- inu, sem hér í þessari bygð hefir verið svo minnilega gott, að eg, nærri eins gamall og gamli karlinn úr álfheimum, sem var 18 barna faðir, man hvorki hér né á íslandi, svona gott ár, hvað tiðarfar snert- ir. Janúar frostvægiur og lítill snjór. Sama með febrúar og marz, sem var eftir tímatalinu hvað kald- astur; þegar apríl kom fóru að koma góðir dagar, með sólbráði og hlýju, þó blessað vorið færi ekki að sýna sig fyr en kom um sumar- mál, svo ekki varð farið út á akra fyr en fyrstu daga af maí, sem var yndislega góður, þur og sólskins- dagar, engar rigningar. öll akra- vinna vanst fljótt og vel, enginn dagur tapaðist frá vinnu svo marg- ir ir voru langt komnir í mai-lok og í fyrstu viku af júní var*öll sáning klár. Fyrir þessa blessuðu tíð mun heldur meira en vanalega hafa ver- ið sáð i jörðu. Með júní skifti um svo blessunarlega, gróðrarskúrir komu tíðar og hiti svo alt tók bráð- um framförum, gras og korn; með júlí var komið mikið gras, eins litu akrar óvánalega vel út. Um miSj- an júlí fóru að kQma hitar nokkuð miklir, þó ekki meir en einn eða tvo daga seinast í mai, 90 stiga hiti í skugga, þá spratt grasið svo fljótt að margir voru búnir að heyja með ágúst, og kom það sér vel, þegar vinnuaflið er svo dýrt um korn- sláttinn og þreskinguna og það verður að gerast hvað sem það kost- ar. Seinni partur af júlí og allur ágúst voru svo þurir að ekki var hægt að segja að tapaðist hálfur dagur frá vfnnu, og um miðjan ágúst var farið að byrja kornslátt. Voru margir þá rétt búnir að heyja. og var það fyr en vanalega hefir verið áður. Hefir hér ekki áður litið betur út að undanteknu 1915, sem best hefir verið uppskera í þessari bygð, og sannaðist þar sem oftar að ekki er sopið kálið þó i ausuna sé komið, að hugsa sér á- nægjuna, sem skein út úr andliti hvers manns af útlitinu, sem allir dáðust svo að. En þann 20. til 25- komu svo harðar frostnætur tvær, að skaðinn í þessari bygð nam þús- undum, aðeins þeir, sem búnir voru að slá fvrir þessar frostnætur fengu No. 3 hveiti, 'betra er ekki um að tala nú orðið No. 1 fæst aldrei og lítið af No. 2. Þó svolítið fáist, þá er það ekiki svo mikið, að nægði í vagnhlass í haust, bó sprettan væri góð. Svona fór það, þessar á- nægjulegu hvllingar hurfu og urðu þreskinguna svo hefði ekki annað verið með, hefði illa farið. Guð hjálpar þeim, sem vilja hjálpa sér sjálfir. Þótt uppskeran væri nokk- uð mikil að vöxtum til, verðið lágt á öllum sortum, sem alt til samans kom svo út að peninga inntektin var víst tæplega í meðallagi og svo höfðu sumir ekkert eftir þegar bú- ið var aS borga tvinna, þreskingu, mannakaup og skatta. Heyrði eg þá, sem bezt gerðu, segja, að ef ekkert hefði annað verið en upp- skeran, þá hefði illa farið, því eins og að framan er sagt; Guð hjálpar þeim, sem viljd hjálpa sér sjálfir. Það var enginn bóndi hér, sem ekki hafði tvö eða þrjú járn í eldinum. Eins og þegar er sagt borgaði það fyrsta sig ekki; annað járnið voru gripir og lömb og kindur og svín, sem allir höfðu meira og minna af. Var veðrið á þessum skepnum á- gætt. Kindur og lömb frá 7—10 dollara hvert. Þeir, sem margt höfðu, fengu drjúgar inntektir, svo að meðtöldum þeim, sem seldu gripi og svín líka var því betra. Markaður ágætur á gripum tveggja til þriggja ára frá 60 dali upp að 90 dölum hver, og var það góð og mikil inntekt fyrir þá, sem mest höfðu. Seinast en ekki sízt fengn margir stóra og góða viöbót af ah- fugflum, tyrkjum, gæsum, öndum og hænsnum, og eftir því, sem eg hefi komist næst, mun sú tekju- grein hafa farið yfir 100 dali hjá sumum, og sá hinn sami er hafði hlut í öllum, kom vel út svo að öllu samanlögðu var útkoman ágæt hjá sumum. í meðallagi hja sumum, og í minna lagi hjá sumum, og eftir þvi reikna eg alla útkomuna vel í meðal- lagi; allir fengu nægilegt áð bíta og brenna án þess að skulda, og þá er engin ástæða til að vanþakka eða vera óánægður. Svo var uppbótin Drottins svo dýrmæt, þessi öndveg- is tiðs nú siðast i 3 mánuði, svo allir, sem vildu gátu á ýmsan hatt bætt við sig. Eg vona að við sjá- (Framh. á 4. bls.) sér grein fyrir legu og gerð fjall- fleiri daga sjálfir, ef þeir fá þvi anná. Vísindamenn hafa getið sérvið komið, eða á annan veg. Einar Jónsson prófastur sjötíu og fimm ára. 1 gær, 7. des„ fylti hálfan átt- unda áratuginn einn af allra merk- ustu og vinsælustu prestum þessa lands, Einar prófastur Jónsson a Hofi í Vopnafirði, — segir blaðið “Vörður”, frá 8. des. s. 1. Séra Einar vígðist að Felli Sléttuhlíð 31. ágúst 1889 og skort- ir því aðeins liðugt misseri til að _ hafa verið þjónandi prestur í 50 ár. Séra Einar er Norðmýlingur að , ætt og hefir dvalið þar mestan hluta æfi sinnar, fyrst uppvaxtar- árin og síðan sem prestur á Kirkjubæ, Desjarmýri og Hofi í Vopnafirði, nú síðustu 16—17 ár- in. Hann hefir gegnt flestum trúnaðarstörfum, sem á mann verður hlaðið, var meðal annars um langt skeið þingmaður Norð- mýlinga. Allir, sem séra Einari hafa kynst, hafa um hann sömu söguna að segja, að samvizkusamari, grandvarari og betri mann hafi þeir ekki þekt. Séra Einar hefir fylt sess sinn svo að fátítt mun að betur sé gert, hann hefir ver- ið alvarlegur kennimaður, fræð- andi hvar sem hann hefir komið, hverjum manni hjálpsamari og hollari í ráðum. Hann hefir ver- ið sjálfkjörinn héraðshöfðingi, hvar sem hann var, vitur maður og fróður, þéttur fyrir og ein- beittur, ef því var að skifta, en umburðarlyndari en aðrir menn, hvergi spilt griðum eða friði, en jafnað deilur manna og missætti, ef unt hefir verið. Séra Einar er mikill maður á vöxt, í hærra lagi og óvenju þrek- lega bygður, enda rammur að afli á yngri árum. Hann er fræðimað- ur mikill, bæði á almenn visindi og þó einkum í ættfræði, svo að hann er þar í fremstu röð. Séra Einar dvelur um þessar mundir hér í Reykjavík hjá syni sínum, Vigfúsi skrifstofustjóra. Annar sonur hans, Jakob, er að- stoðáfprestur á Hofi og gegnir embættinu í fjarveru föður síns. Margar hugheilar árnaðaróskir að engu. Heyrst hefir að sumstað- munu berast hinum aldraða ágæt- ar hafi hveitið rúmlega borgað 1 ismanni um þessar mundir.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.