Lögberg - 14.02.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG FlMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1929.
Bls. 3.
SOLSKIN
’ VIÐ MANITOBAVATN.
Himininn var lieiðskír og stjörnubjartur;
haustnóttin breiddist þögul yfir bústaði mann-
anna og vafði alt í faðmi sínum — en faðmur
hennar var kaldur. Vatnið blasti á móti liaust-
næturhimninum, en loftguðinn andaði svo kalt,
að vatnið storknaði — varð að ís. Það hafði
vanist sumarhimninum og hlýjunni og átti sér
ekki kulda von. Kuldinn voru því svo mikil
vonbrigði, að það faldi sig undir klakahjúp,
eins og mannssál, sem þráð hefir ást og yl, en
hlotið kulda, og felur svo sjálfa sig upp frá því
-----Fjöldi fugia hafði synt á vatninu kveldið
■éður og haldist þar við um nóttina — ekki átt
sér nokkurs ills von, — þeir liöfðu í grannlevsi
stungið höfðunum undir vængina og sofnað í
sakleysi og fullu trausti.
En andi loftsins liafði ekki gætt þess, þegar
hann fór um vatnið, að gera þeim aðvart; og
þogar þeir vöknuðu, voru fætur þeirra frosnir
í ísnum.------En mennirnir, sem notið höfðu
sællar hvíldar í hlýjum liúsum, sáu þessa. veiku
bræður sína í nauðum stadda, og þvrptust
þangað, sem þeir voru fastir. Til livers? Ekki
til þess að höggva klakann frá fótum þeirra og
veita þeim frelsi, heldur til ]>ess að níðast á
þeim frostfjötruðum, þar sem þeir gátu ekki
neytt vængjanna.
Þeir ’fengu sér barefli í hendur og börðu
vamarlausa vesalingana til dauðs.
Sig. Júl. Jóhannesson.
•DÓMSDAGUR.
Hann hafði verið hamingjusamur maður í
þessum heimi; hann hafði notið fíestra þeirra
gæða, sem veröldin liafði að bjóða; auður og
lán sýndust fylgja honum hvar sem liann fór;
hann átti friðsælt og gott heimili, ástríka konu
og velge'fin börn.
Hann hafði ekki ofmetnast af auði sínum,
heldur ekki orðið þræll hans, ekki gert hann að
guði sínum eins og mörgum hættir við. heldur
varið honum skynsamlega og yfir höfuð að
tala mannúðlega. Hann var reglusamur mað-
ur, sem ávalt stundaði vinnu sína allan árá-
hringinn; nema þegar hann tók sér mánaðar-
frí síðari hluta sumars á hverju ári, til þess að
skjóta fugla; honum þótti undur gaman að
þeim leik. ' '
Hann varð veikur og dó. Vinir og vanda-
menn komu saman við jarðarförina með sökn-
uði og tárum, sem vonlegt var. Prestinum tókst
óvenjulega vel að útmála hið góða og göfuga
líf liins liðna manns og lýsa þeirri .sælu, sem
slíkum mönnum væri búin hinu megin grafar-
innar á landi dýrðarinnar.
Hann mætti fyrir dómstóli þess, er lífið
gaf, og þar var saga hans skráð. Umhverfis
hann voru þar þeir vinir, sem á undan honum
höfðu farið og komu einnig allir fram fvrir
réttinn til þess að bera honum vitni;/>g enginn
þeirra hafði nokkra kæru fram að bera — ekki
einn einasti. —
En fagur og lítill fugl sat þar skamt frá;
hann kom einnig til þess að mæta og bera vitni
frammi fyrir hinum mikla dómara; og mál
hans var manninum skiljanlegt sem manna-
mál væri, því á landi lífsins talar sálin, en ekki
líkaminn.
Og fuglinn lyfti sér upp og flaug að hásæt-
inu, þar sem dómarinn sat, og annar vængur-
inn virtis-t vera lamaður. Og fuglinn ávarp-
aði manninn á þennan liátt: “Eg átti heima á
jörðinni, eins og þú; eg naut lífsins eins og þú;
eg elskaði og syrgði eins og þú; eg hafði fengið
líf mitt frá hendi hins sama og þú þitt; það var
mín eign, eins og þitt var þín. En eg var svift-
ur þessu lífi; ekki af þeim, sem gaf það, heldur
af þér. 1 alsælum friði synti eg og naut lífsins
á kyrlátu vatni undir heiðum himni og naut
hins mikla unaðar, sem höfundur lffsins þafði
úthlutað mér og þér og öllu sem lifir. Blómin
brostu lauguð sólargeislum á bökkum hins frið-
sæla vatns og raddir náttúrunnar létu ljúf tí
eyrum mér, því ástin fylti hjarta mitt og hug-
urinn dvaldi hjá vinum mínum.
Eg var sæll við hlið þess maka, sem kon-
ungur lífsins hafði valið mér.
En þegar minst varði reið af skot og eg dó.
Frá mér hafði verið tekið það, sem lielgast var,
það sem eg átti sjálfur og liafði fengið frá höf-
nndi fjörs og friðar — það var lífið sjálft.
Það varst þú, sem hélzt á byssunni — morð-
vopninu í hendi þér; það varst þú, sem í laumi
haðir skriðið eftir bökkum hins fagra vatns og
legið í leyni í friðsælum runni, í því skyni að
bíða tækifæris að svifta mig lífi.
Oft hafði eg áður synt á þessu sama vatni;
þar var heimili mitt í grend, þar voru ástvinir
mínir. Eg átti tilfinningar eins og þú; sá sem
hafði gefið mér lífið, vissi hvað sál mín leið
alla löngu þrjá dagana, sem eg barðist við
dauðann með blóðeitrið í sárinu; hann vissi
hversu sárt það var að skilja við vini sína hjá
vatninu fagra; þú vissir það ekki; þú skiftir
þér ekkert. af því.
Hvað hafði eg annars unnið til saka1? Eg
hafði verið eitt af hinum fögru börnum náttúr-
unnar og börnin þín höfðu oft leikið sér á vatns-
bakkanum og glaðst við það að horfa á mig
og ástvini mína.
Eg átti heimili eins og þú; börnin mín sökn-
uðu eins og þín; þau áttu heimting á að fá að
njóta lffsins eins og þín börn; þau liöfðu lifað
í nokkurs konar félagi við þín börn; á meðan
þau voru í hreiðrinu, komu börnin þín þangað
■dagíega og nutu saklausrar gleði. Hvernig gat
\
þeim komiði það til hugar, að 'faðir þeirra
mundi srifta núg lífi Hvað hafði eg gert á
liluta þinli, til þess að þú skyldir vinna þetta
verk?
Eg átti eftir langan tíma ólifaðan; þann
tíma tókstu frá mér, með allri þeirri gleði, sem
honum hefði fylgtU’
Og fuglinn þagnaði; en dómarinn mikli leit
á manninn og sagði: “Það sem þú gerðir ein-
um af mínum minstu bræðrutti, það gerðir þú
mér. ” Og samvizka mannsins skapaði helvíti
í huga lians.
Sig. Júl. Jóhannesson.
GLEYM MJER EI.
Er faðir barna og blóma
gaf blómi hverju nafn,
þau gengu glöð í burtu
í Guðs hið mikla safn.
Til baka koip ein bláeyg,
svo blíð og feimnisleg
og sagði: “Gruð eg gleymdi.—
Ó, Guð, hvað lieiti eg?”
Þá brosti faðir blóma
sem barn í morgunþey
eða sól í sumarljóma
og sagði “ Gleym-mér-ei. ”
S. A. í Saml.b.
BERFÓTUR.
Blessaður vertu, bróðir smár,
berfótur með úfið hár.
Brettir ]>ú upp buxurnar,
blístrar smalavísurnar.
Rauð er vörin, rauðblá ]>ó,
roðuð brejum úti í mó,
sólarbros á svip þér sidn,
er svífurðu yfir ríki þín.
Býr þú ást og unun mér,
eitt sinn var eg líkur }>ér,
kóngur ertu í æskulund, |
uppvaxinn færð hlokk um mund.
Auðmann fákur bústinn ber,
berfótur við hlið lmns fer.
Fyrir auð hins mikla manns
má ei kaupa æsku lians,
ljóma, er sól og brá hans ber.
Berfætlingur, heill sé þér.
Longfellow—S. A. þýddi.
GRAKOLLUR.
Þegar eg var unglingur, 12 til 13 ára, í
Framnesi á Skeiðum, og átti ]>á að heita smali
]>ar, eignaðist eg, og átti eitt sumar, einkenni-
legan hvolp, og skjddi hann verða fjárhundur
minn. Hann var aðfenginn frá einhverjum
bænum í sveitinni; en eg hefi mi gleymt liver
sá bær var.
En hvolpinn minn þennan man eg vel og
mun honum aldrei gleyma. Hann var lítill og
loðinn allur, næstum því eins og ullaður væri, !
með aUivítan búk og einnig Ijósa, lága fætur,
en höfuðið grátt; ennið var kúpt og breitt eftir
stærð og trýnið stutt og fremur mjótt; eyrun
lítil og niðurbrett í broddinn, næstum hulin í
hárum, og augun smá, en mjög athyglisleg og
greindarleg og voru líka að nokkru leyti hul-
in af hinu illkenda liöfuðhúri. Að ytri sýnum
yar liann engum íslenzkum hundi líkur, og
varla lieldur nokkrum útlendum hundi, sem eg
hefi séð, nema ef vear skyldi litlum, loðnum
stofuhundum. Hann hafði líka það vaxtarlag,
að útlit var fyrir, að hann mundi aldrei stór-
vaxinn verða, þótt aldur liefði enst til.
Eg var ekki hneigður fyrir fé né smala-
mensku, og ekki heldur glöggur á-fénað né lag-
inn til leitar og fjársöfnunar, og lagði víst
vanalega liikandi og hálf-kvíðandi upp til við-
ureignar við það verk, alt þangað til Kollur
minn kom til sögunnar; en úr því kveið eg ekki.
Því að svo reyndist hann mér frábær, bæði að
viti og, vilja, vináttu og trygð. Eg fékk hann
kornungan, nýtekinn undan móður sinni, og
kunni sjálfur ekkert til hundatamningar. En það
kom ekki að sök; því að Kollur litli vandi sig
að mestu sjálfur, eftir óskum mínum og þörf-
um. Hann hafði nær strax vit á, að lesa út úr
mér, livað eg vildi, og skilja lireyfingar og
bendingar mínar; og einnig vilja og lag á að
fara eftir þeim. Eg held næstum, að liann hafi
skilið mál mitt, en áreiðanlega bendingarnar,
eftir mjög skamma samveru. Upp um Vörðu-
fell var að smala og marga bratta brekku
þess, hvamma, gil og leiti. Um allar þessar
tryssur dreifðust rollurnar og flæktust fram
og aftur, svo að óteljandi hefðu smalasporin
orðið, og mörg erfið, ef 'haft hefði engan liund
eða ónýtan. En Kollur litli tók þau af mér;
liann var því vanur — og því meir sem lengur
leið, að horfa mjög nákvæmlega á mig og
hlusta og athuga, hvert og hvernig eg benti, og
komst undra-fljótt á að skilja og framk\ræma
óskir mínar. Kom brátt svo, að eg þurfti ekki
annað fjmir að hafa, en að gefa þegjandi bend-
ingar, og fór ann þá furðulega nákvæmlega
eftir þeim. Væri kindur á víð og dreif óg þó
sýnilegar, þurfti eg ekki annað en benda á þær
og gera hring með hendinni, steinþegjandi, þá
fór hann fyrir þær og safnaði þeim saman; og
þegar safnað var, og heim skyldi reka, hélt
hann hópnum saman alla leið heim. Og fvrir
kom það, að hann fór fvrir, eftir bending og
vinsamlegu orði, vfir leiti og milli leita og kom
með kindur, sem þar voru, en sáust ekki úr
fjarlægð. 0g jafnvel sauðþráar óþægðarroli-
ur urðu að láta undan lionum, þótt stærð lians
væri ekki fyrir að fara. Þær voru þó hræddar
við hann; meðal annars fyrir það, hve hann var
lítill og skrítinn, svolítill vindill með hvítan,
kafloðinn skrokk og gráan haus, sem líka hafði
það til, ef þær stóðu þrjóskar og bálvondar
framan í honum, að glefsa í skoltinn á þeim.
Annars var hann gæfur og meinlaus. og beit og
reif enga skepnu, enda eðlilegur lítilmagni.
Fór bráðlega svo um viðkynningu ög sam-
vinnu okkar litla Kolls, að við urðum meiri og
meiri mátar, og smalamenskan varð okkur báð-
um bæði létt og Ijúf, og fór svo fram um eitt
vor, sumar og liaust. Var hann þá orðinn mér
kærari en nokkur önnur ferfætt skepna,^ sem
eg hafði áður, og hefi síðan átt, enda viss um,
að engin slík skepna getur unnað manni meir,
né betur þjónað og þóknast, en hann mér, að
sínu levti og á sínu sviði.
En þá kom herjans hundafárið og fór um
alla sveit; kvaldi og feldi fjölda hunda, og þar
á meðal einnig loks bezta vininn minn í dýra
tölu. Kunni ]>á enginn ráð við þeim ömurlega
og hryllilega faraldri, og eg veit ekki, hvort
nokkurt ráð er enn vitað. Eitthvað var eg að
basla við að reyna, og aðrir á bænum, til að
líkna og hægja blessaðri skepnunni. Eg man
óglögt nú orðið, hverjar eða hvílíkar þær til-
raunir voru, nema það, að við vorum að dúða
hann í lieyi og gæruskinnum, ef ske kynni, að
hitinn gæti lækkað. En alt varð árangurslaust.
Honum hnignaði æ meir, og hann kvaldist
liræðilega og barðist við dauðann í marga
daga. Var tilfinnanlegt til þess að vita og ú-
takanlegt á að horfa, og það því fremur, sem
aumingja dýrið þekti mann fram að því síð-
asta og rendi til manns vinar- og vonaraugum
í nevð sinni, og reyndi einatt, milli kastanna,
að láta vináttuna í ljós með hreyfingum sínum
og svip.
Loks kom þar, að alveg þótti útséð um bata
og óþolandi að horfa upp á hræðilegt dauða-
stríð dýrsins litla, og eg sjálfur — öðrum var
]>á ekki að ýta, — nevddist til að svifta hann
kvölunum. Fátt hefi eg gert nauðugri og fátt
mun eg lengur muna með eftirsjá og sárindum.
Þá voru ekki til helgrímur né fjárbyssur, og
varð að hafa aðrar andstyggilegri og grimmi-
lengri aflílunaraðferðir. Éina líknin var sú, að
meðvitund og ræna var víst um það bil horfin
hinni sárkvöldu skepnu. — Mér liggur við að
blessa bernskuminningu mína um litla, vitra,
vináttu-dygga og trygga Grákoll minn.........
—Dýraverndinn. ó. V.
SIDPRÝÐI.
‘ ‘ Ókendum þér, þó aumur sé,
aldrei til legg þú háð né spé,
þú veizt ei vern þú hittir þar,
heldur jen þessir Gyðingar.”— II. P.
Merkur maður segir eftirfarandi sögu:
Þegar eg var lítill drengur, var eg eitt sinn
úti að leika mér með félögum mínum. Veðrið
var gott og við vorum kátir vel. Þá bar þar að
alraður maður. Hann var hnýttur í herðum og
kiðfættur og átti auðsjáanlega mjög erfitt með
að hreyfa sig. Mér þótti maðurinn mjög
skringilegur, og eg var fullur af gáska, svo að
eg kallaði: “Nei,‘ sjáið þið kiðfætta karlinn.”
Félagar mínir tóku undir og við skellihlógum.
Ókunni maðurinn leit við og festi sjónar á
mér undur raunalega, sýndist mér, en sagði
ekkert. Pabbi kom að í þessu, en eg hafði ekki
veitt því eftirtekt, að ’hann var svona nærri
okkur. Hann tók í hönd gestsins og heilsaði
honum mjög innilega og bauð hann velkominn.
Eg fyrirvarð mig, og vissi ekki hvað eg átti af
mér að gera. Þegar eg kom heim, reyndi eg að
láta ekki ókunna manninn sjá mig, en það tókst
ekki. Eg var sóttur og farið með mig inn í bað-
stofu, til þess að láta mig heilsa honum. Hann
lét sem hann þekti mig ekki. “Þarna áttu lag-
legan hnokka,” sagði hann. “Sá átti skilið, að
honum væri bjargað frá druknun.”
Þessi orð vöktu undrun mína. Pabbi minn
hafði sagt mér, að þegár eg var á þriðja ári,
hefði eg dottið í sjóinn. Einn af vinum hans
hafði bjargað mér. Eg náði mér fljótt eftir
baðið, en lífgjafi minn hafði orðið innkulsa.
Hann lá lengi og fékk liðagigt, svo að hann
beið þess aldrei bætur. Líkamslýtin, sem eg
hafði lilegið að, fékk hann, þegar hann var að
bjarga lífi mínu.
Eg bað hann innilega að fyrirgefa mér.
Hann brosti vingjamlega og bað pabba minn að
refsa mér ekki. Eg naut hans og slapp við alla
hegningu. En aldrei síðan hefi eg gert gys að
nokkrum manni og sízt þeim, sem eru lasburða.
Mótlæti þeirra er þeim nógu þung livrði, þó
ekki sé á það bætt. — S. A. þýddi úr ensku.
Kanarífurjlinn og hænan.
A einum fögmm vormorgni var kanarífugl
hengdur upp í búri sínu fyrir utan glugga. Þá
vappaði þar fram hjá hæna nokkur, sem hafði
nýorpið eggi og gerði það heyrinkunnugt með
háværu gaukli. Kallaði kanarífuglinn þá til
hennar og sagði: “Hættu þessu ámátlega
gargi; skelfing er ljótt að heyra í þér gaukl-
ið.” — Satt er það, að ekki kann eg að svngja
eins og' þú,” svaraði liænan, “en eggin sem eg
verpi, eru gómtöm og kraftgóð fæða fyrir alla
á heimilinu, og er meira varið í það en söng-
listina. — Stgr. Th. þýddi.
Professior ial Cards
DR. B. j. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham .og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN lal. lögfræðlngar. Skrifstotfa: Room 811 McArthtrr Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phonea: 26 849 og 26 840
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islenzkir lögfræðingar. 356 Maln St. Tals.: 24 888 Peir hafa etnnig akrifabofur að Lundar, Riverton, Gimii og Plney og eru þar að hltta & efUrfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta flmtuöag, Gimli: Fyrarta miðvikudag, Piney: priðja föstudag I hveyjum mðnuðí
DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St.. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. 1
J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. 12 C.P.R. Bldg. Portage og Main, Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 22 341 Heima 71 753
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrntí nef og kverka 8júkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimill: 373 River Ave. Tals.: 42 691
JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great. West Permanent Öuilding Main St. south of Portage. PHONE: 22 788
DR. A. BLONDAL Medlcal Arta Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sfmi: 28 180
G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. • A. C. JOHNSON 007 Confederation Life SI4* WINNIPEO Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta'sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða fibyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofustmi: 24 263 Heimastmi: 33 328
DR. J. OLSON Tannlækntr 216>220 Medlcal Arts tíldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 884 Heimllis Tais.: 88 888
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke Ht. Selur ltkkiiStur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sft. beML Ennfremur selur hann ollakoaar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Hetmllla Tals.: 88 8M
Residence Office Pbone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg Dr. C. H. VROMAN Tannlæknir S05 Boyd Bullding Phone 34 171 WINNIPEG.
f
SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnatðður. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg
DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877
ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að h&lda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Simi 71 898
G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street i'Þriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h.
ÍSLÉNZKIR FÁSTEIGNA- i SALAR ’ Undirritaðir selja hús og lóðir !og leigja út ágæt ihús og íbúðir,; ;hvar sem vera vill í bænum. •Annast enn fremur um allskon-! ! ar tryggingar (Insurance) o(t! veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664!
ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þewl borg beflr nokkurn timi haft lnnan vébanda dnna Fyrlrtaka mfiltltlr, skyr. pönmt- kökur, rullupydsa og þjððrteknla- kaffl. — Utanbæjarmenn ffi aé fivalv fyrst hresslngu fi WEVEL CAFG, 802 Sargent Att ( 91ml: B-8197. Rooney Stevens. elganði.
FowlerQptical^ 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS
KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og S5c.
DRS. H. R. & IL W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg