Lögberg - 14.02.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.02.1929, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1929. Mánadalurinn EFTIR J ACK 10ND0N. Kaxon .gerði sér töluverðar áhyggjur út af þessu samtali. Hún hafði að mimsta kosti eins mikla sjálfsvirðingu, eins og gengur og gerist. Hitt var hún ekki viss um, hvað piltamir mundu taka mikið .tillit til hennar. Willi hafði áreiðanlega haft gaman af að dansa við hana. En hvort hann hugsaði um hana nokkuð frekar, vissi hún ekki. Ef Carley Lang skyldi nú koma og haga sér eitthvað svipað eins og Butch Williams, ætli Willa mundi þá farast líkt við hana eins og Lily Sanderson? Hann var ekki maður, sem var að hugsa um að gifta sig, en ekki gat Sax- on lokað augunuin fyrir þeim sannleika, að hann var eigulegur maður. Það var ekki nema eðlilegt, að stúlkunum litist vel á hann. Hann kom sér eiilstaklega vel meðal piltanna líka. Bert Warthope hafði tekið mesta ástfóstri við hann. Hún mundi eftir ruddamenninu, sem hafði móSgað Willa þama í borðsalnum og svo strax beðið hann fyrirgefningar, þegar hann vissi hver liann var, og nokkurn veginn hið sama hafði Irlendingurinn stóri gert, meðan stóð á reipdrættinum. Unglingur, sem hól og skjall annara hafði spilt töluvert, og komið til að hafa of mikið álit á sjálfum sér. Þetta datt Saxon hvað eftir ann- að í hug, þegar hún var að hugsa um Willa, en þó fanst henni Jiað ekki með öllu rétt álvktun. Hann var prúður í framkomu og hæglátur, kannske næstum við of. Þrátt fyrir það, að hann var óvanalega mikill fvrir sér, gekk hann þó ekki á rétti annara og níddLst ekki á þeím, sem minni máttar voru. Hvernig var þetta annars með Lily Sanderson? Hún velti því fyrir sér hvað eftir annað. Hann hafði auð- vitað ekki kært sig um þessa stúlku, og þess vegna hafði hami ver.iÖ svo eftirgefanlegur. Það hefði Bert aldrei dottið í hug að gera. Hann hefði gert Butch þetta eins súrt eins og mest mátti vera. Það hefði sjálfsagt orðið út af þessu illindi og óvild milli þeirra tveggja og Lilv hefði verið að engu bættari. En Willi hafði farið alveg rétt að og gert eins lítið úr þessum smámunum eins og hægt var. Kaxon gat því ekki betur séð, en að Willi hefði hér far- ið vel og skynsamlega að ráði sínu. Hún hafa keypt sér nýja silkisokka, sem hún hafði haft auga á í heila viku, og langað til að eiga, og á þriÖjudagskveldið hafði hún vak- y að fram eftir öllu til að gera að fötunum sín- um, og sjá um að þau væru í góðu lagi, og fyrir J)að hvað hún eyddi miklu gasi, hafði hún fengið miklar snuprur hjá tengdasystur sinni. Dansinn á miðvikudagskveldið var engan veginp að öllu leyti eins ánægjulegur, eins og hann hefði mátt vera. Það var næstum óþol- andi, hvað stúlkurnar usmar gerðu sér dælt við Willa og Saxon féll það ekki nærri vel, hve stimamjúkur hann var við þær. En hún varð / að viðurkenna, að ekki meiddi hann tilfinning- ar hinna piltanna, eins, og sutnar stúlkurnar meiddu hennar tilfinningar. Þær gengu svo langt, að þær næstum báðu hann lireint og beint að dansa við sig, og það duldist henni ekki, að mörgum þeirra Igizt meira en lítið vel á hann. Hún var fastráðin í því, að hún skyldi vandlega forðast að gefa honuin nokkuð undir fótinn, og hún dansaði ekki við hann nærri því alt af, Jægar hann bauð henni. Hún hafði gaman af aS láta Willa sjá, að piltarnir vildu gjarnan dansa við hana, ertgu síður en hinar stúlkurnar vildu dansa \dS hann. Henni þótti töluvert vænt um, þegar Willi vildi endilega dansa við hana tvo dansa, sem hún hafði ekki lofað honum, og þó henni mis- líkaði að vísu, þá Joótti henni }>ó hálfgaman að lieyra á tal tveggja stúl'kna, sem voru að tala um hana og Willa. “ÞaS er undarlegt, hvern- ig Jæssi litla stúlka getur vafið honum um fingur sér,” sagði önnur, “en maður skyldi ætla, að hún hefði nógu mikinn smekk til að sækja.st heldur eftir einhverjum á sínu reki og sínum aldri. Saxon rann dálítið í skap, og hún roðnaði, en stúlkurnar fóru sína leið og datt ekki í hug aS hún hefði heyrt það, sem þær sögðu. W;illi fylgdi henni heim og kysti hana að skilnaði, og hún lofaÖist til að fara með honum á annan dansleik, sem halda átti í Germania Hall á föstudagskveldið. “Eg ætlaði mér ekki að fara,” sagði hann. “En ef þig langar nokkuð til að fara, þá skul- um við bara gera það. ’ ’ Við vinnuna daginn eftir, sagði María Sax- on, að hún og Bert ætluðu á dansinn í Germania Hall á föstudaginn. “Ætlar þú aS fara” spurði María. Saxon játaði því. “MeS Willa Roberts?” Saxon játaði aftur og María leit á hana eitt- hvað grunsamlega, að henni fanst. ‘ ‘ En hvemig fer, góða mín, ef Charley Long fer aS skifta sér af þessu?” Saxon ypti öxlum. Svro keptust þær báðar við vinnuna í nokkr- ar mínútur. “ Jæja,” sagði María, “ef hann fer að skifta sér nokkuð af ykkur, þá getur vel verið, að hann fái }>að sem hann á skili$. Mér skyldi þykja reglulega vænt um það. Hann er mesti leiSinda seggur. En }>að fer alt eftir því, hverjar tilfinningar Willa eru — gagnvart þér, á eg við. ” “Eg er ekki Lily Sanderson,” svaraði Sax- on og lét sér fátt um finnast. “Eg gef Willa aldrei tilefni til að SQÚa mig af sér. ” Þetta getur nú samt komið fyrir, ef Charley Long kemur. Þú mátt trúa }>ví, að hann er alt annað en prúðmenni. Manstu hvernig liann fór með Mr. Moody? Það var nú ljóta með- ferðin. Óg Mr. Moody er lítill maður og góð- Iyndur og eins meinlaus eins og nokkur maður getur verið. En hann fer nú ekki svoleiðis með Willa Roberts, }>að er engin hætta á því.” Um kveldið, þegar Saxon kom út úr Jivotta- húsinu, beið Charley Long hennar þar. Hann kom til hennar og heilsaði henn,i og slóst í för með henni. Henni féll þetta afar illa, því hún hafði mesta ógeð á manninum og henni stóð megnasti stuggur af honum. Tlún gat ekki að því gert, að hún var hálf-hrædd við þennan sterklega en luralega mann. Hann var dökkur yfirlitum, brúnamikill og svipurinn allur eitt- hvað skuggalegur og henni fanst hann bera }>aS með sér, að hann væri.til þess búinn, að kúga alla, sem væru minni máttar en hann sjálfur. Þessi hrikalegi og illúðlegi járnsmið- ur hafði ekkert það í fari sínu, sem gat laSað huga hennar að sér. ÞaS var ekki afl hans í sjálfu sér, sem hún óttaðist og hrylti við, held- ur það, hvernig hann notaði aflið. Hún hafði séð hann berja Mr. Moody, sem var nokkru minni maður og ósterkari, og út af þeirri sjón hafði farið hryllingur og viðbjóður um hug hennar, sem hún gat ekki glevmt. Hún hafði líka séð Willa berjast v.ið aðra menn, en það hafði verið alveg ólíkt, þó hún gæti ekki gert sér grein fyrir mismuninum. Hún fann, að hj'á Willa var ekki um grimd eða ruddaskap að ræða, þó það, •sem hann hafði gert, væri í sjálfu sér ruddalegt. ‘Þú ert föl og þreytuleg,” sagði hann. ‘Því hættirðu annars ekki J>e.ssari vinnu nú strax? Einhvern tíma verður J)ú að hætta henni, hvort sem er. Þú getur ekki losnað við mig. ” “Eg vikli eg gæti það,” svaraði hún. Hann Iiló, og lét eins og sér þætti gaman að þessu. “Þetta þýðir nú ekki neitt, Saxon. Þú ert rétt eins og tjl þeas sköpuð, að verða Mrs. L°ng, og þú mátt reiSa þig á, að þú verður það.” ‘Eg vildi að eg væri eins viss um það, sem eg vil, eins og þú ert,” og það var dálítill háð- ke.imur í röddinni, sem fór Jæ alveg fram hjá Long. ‘Eg má segja þér,” hélt hann áfram, “að það er eitt, sem þú getur verið alveg viss um, og það er, að eg veit hvað eg vil og geri það sem eg vil,” og Iiann skellihló af því hvað hann sjálfur komst heppilega að orði. “Þegar eg sækist eftir einhverju, þá fæ eg J>að vanaléga, °g einhver reynir að koma í veg fvrir Jiað, }>á fær liann það sem hann á skilið. SkilurSií það ? Eg ætla að verða maðurinn þinn, og það er ekki meira um það. Það værj því rétt eins gott fyrir þig,^ að hætta nú strax að vinna í þesísu þvottahúsi og fara að gegna húsmóður- starfinu heima hjá mér. Þá hefir þú hæga daga og ekki mikið að gera. Eg vinn mér mik- íð inn og þú hefir nóg af öllu. Eg er rétt ný- kominn úr vinnunni; fór bara heim og þvo’ði mér og fór svo hingað til að segja þér þetta einu sinni enn, sem eg hefi svo oft sagt þér áð- ur, svo þú gleymdir því ekki. Eg hefi ekki einu- sinnj borðað enn þá; á því sérSu hvað eg hugsa mikið um þig. ” “Þá er bezt fyrir þig að fara nú strax inn og a þér að borða^,? sag’ði hún, þó hún vissi nú reyndar, að það ráð kæmi að litlu liði, og hún mundi ekki losna við hann svo hæglega. Hún h'eyrði naumast, hverju hann svaraði Hun fann sárt til þess, hvað hún var þreytt og hvað hún var veikburða í samanburði við þenn an tröllslega og óbilgjarna mann, sem gekk yi? hlið hennar. Skyldi það ólán eiga fyrir henn að liggja, að þessi óbilgjarni og ógeðslegi leið indaseggur yrði alt af á leið hennar, henni ti ama og ásteytingar? Við J>á hugsun fans- henni lífið óendanlega kalt og ömurlegt. “Vertu nú dálítið skynsöm og almennileg stúlka mm,” hélt hann áfram. “Nú er hásum ar, og það er einmitt tíminn til að gifta sig.” “Eg ætla ekki áð giftast þér,” sagSi húi með áherzlu. “Eg héfi sagt þér það þúsum sinnum. ” “Vertu nú ekki að þessari vitleysu,” sagð Charley. “Reyndu að koma þessari fjarstæði út ur höfðinu á þér. AuðvitaS ætlar’ þú a< giftast mér. Um það er nú ekki neitt að vill ast. Eg get líka sagt þér nokkuð annað, sen er alveg áreiðanlegt, og það er, aS föstudags kveldið förum við bæði á skemtun, sem járn smiðirnir ætla að halda það kveld, og það verð ur áreiðanlega skemtilegt.” “Þið getið skemt ykkur, sem bezt þiS kunn íð,” sagði Saxon. “En eg get ekki verið þar.1 AuSvitað getur þú það, og þú gerir þa lika,” sagði Cliarley. “ViS förum ekki heir fyr en með siðasta batnum, og eg skal ábyrg ast, að þú skemtir þér vel. Eg skal sjá um, a þú hafir tækifæri að dansa við piltana, ser bezt dansa, því eg veit, að þú hefir gaman af a dansa, og eg vil að þú njotir þeirrar skemtur ar.” “En eg hefi sagt þér, að eg get ekki farið, sagði Saxon. Hann horfSi á hana grunsamlega og illileg; að henni fanst, undan þessum dökku og loðn augnabrúnum, sem henni alt af stóð svo miki stuggur af. “Hvers vegna getur þú ekki komið?” “Eg ætla annaÖ það kveld.” “MeS hverjum?” “ÞaS kemur þér ekkert við, Charley Long’ “En eg læt mér koma það við. Manst hvernig for fyrir bókhaldaranum, þessum vei aling, sem reyndi að komast upp á milli okkai Þú ættir ekki að gleyma því.” ‘ Það vildi eg, að þú gætir einhvern tíma séð mig í friði,” sagði hún hálf óþolinmóðlega. Jámsmiðurinn hló kuldalega. “Ef nokkur reyni rað komast upp á milli mín og þín, J>á skal sá hinn sami komast að raun um, að það verður ekkert af því. Eg skal koma honum í skilning um, að hann getur það okki. En hvert ætlar þú að fara?” “Eg segi þér það ek'ki.” “Eg er að spyrja, hvert þú ætlir að fara,” sagði hann aftur. Hún klemdi saman varirnar, og blóðiS stökk fram í kinnarnar, sem sýndi aS lienni rann í skap. “Eg veit svo sem hvert }>ú ætlar að fara. Germania Hall? Eg ætla að vera þar líka og eg ætla að fylgja þér heim, }>egar dansinn er úti. Skilurðu j>aS? Það er bezt fyrir þig að segja þessum kunningja þínum, að vera ekki á mínum vegi, ef }>ú vilt ekki að liann verði fyr- ir skakkafalli. ” Saxon mislíkaÖi þetta óskaplega, eins og ungum og góðum stúlkum mislíkar æfinlega, þegar óvirðulega er talað um piltana, sem þær halda mest af , sérstáklega þegar gert er lítið úr þeim. Nú fanst henni, að hún hefði eignast vin, sem væri þess megnugur að vernda hana fyrir þessum manni, sem hún bæði hafði ógeð á og var hrædd við. En einnig hér, var óviss- an henni til kvalar. Þetta var afar stór og sterkur maður, en Willi var bara unglingur. Hún múndi vel eftir höndunum á hönum, og hún bar }>ær saman við þessar stóru og sterk- legu járnsmiðshendur, og í samanburði við þær voru hendur Willa ApkkuS litlar og veikluleg- ar. Nei, Willi gat ekki barist við þenna stóra og grimma ófriðarsegg. Hún mátti ekki til þess hugsa, að hann reyndi það. En samt fanst henni það vel geta vferiÖ, að Willi, með snar- ræði sínu og kunnáttu í hne'faleik, gæti kannske jafnað á þessurn leiðindasegg og kannske kom- ið í veg fvrir, að hann ónáðaði hana meira. En }>egar hún leit á þessar afar-sterklegu herðar, þá vaknaði efinn aftur í huga hennar og henni fanst það fjarstæða ein, að Willi berðist við Jænnan mann. “Ef það kemur aftur fyrir, að þú leggir hendur á nokkurn mánn, sem eg er með, þá —” Hún lauk ekki við það sem hún hafði að segja, því Charely tók fram í og sagði: “Hann skal áreiðanlega fá fyrir ferðina, hver sem hann er, og hann á það líka skilið. Hver sá dóni, sem reynir að komast upp á milli pilts og stúlku, hann á skilið að vera barinn.” “En eg er ekki þín stúlka, og verð það aldrei, hvað sem þú segir.” “Það er alveg rétt,” sagÖi hann. “Vertu bara reiÖ, því betur líkar mér við þig; það sýn- ir, að það er dálítill kjatkur í þér, og það J>vkir mér vænt um. Konur, sem geta látið dálítiS til sín taka, þegar á þarf að halda, eru eftir mínu geði, en ekki þesgar meinleysis rolur, sem allir geta 'farið með, eins og þeir vilja, og eru ekkert nema eirjhverjar druslur. ” Þau voru komin heim að húsinu, þar sem hún átti lieima. Vertu nú sæll,” sagði hún og ætlaði að fara inn.” “Viltu koma út með mér seinna í kveld?” sagði hann. “Nei, mér líður ekkert vel, og eg ætla að fara í rúmið, strax þegar eg er búin aS borða.” “Já, einmitt það,” sagði hann hranalega. “Þú ætlar að búa þig undir annað kveld, býst eg við. ” Hún opnaði hurðina á girðingunni o-g fór inn fyrir. “Eg hefi sagt þér það hreint og beint,” hélt hann áfram, “að ef }>ú kemur ekki með mér annað kveld, þá fær einhver blátt auga.” “Eg vona, að það verði þá þú,” sagði Saxon. Hann hló og þandi út brjóstið og rétti út handleggina. Það minti hana á áfar-stóran apa, sem Ifún hafði einu sinni séð og henni fanst Oharley undarlega líkur honum. “Vertu nú sæl,” sagði hann. “Eg sé þig annað kveld, í Germania Hall. ” “Eg hefi ekki sagt, að eg yrði í Germania Hall,” sagði hún. “Þú hefir heldur ekki sagt mér, að þú yrðir þar ekki,” svaraði hann. “En það gerir ekk- ert til. Eg verð þar og eg fylgi þér heim. Mundu, að þú átt að dansa nokkra dansa við mig. Þetta er alt ágætt. Vertu bara reiÖ, þá ertu allra fallegust.” VII. KAPITULI. Þegar ejnum dansinum var lokið, og hljóS- færaslátturinn hætti, voru þau Willi og Saxon stödd rétt við innganginn að hinum stóra dans- sal. . Hún hafði stungið hendinni undir hand- legginn a honum og }>au voru að ganga yfir gólfið til að taka sér sæti út við annan vegg- mn, þegar Oharley Long, sem þá var víst rétt nýkominn, gekk í veginn fyrir }>au. “Svo þú ert náunginn, sem ert að gera sjálfan þig að slettireku, og taka stúlku á dans, sem þú ættir að hafa vit á að láta afkiftalausa,” sagði hann, og var eins grimmúSugur og rudda- legur, sem most mátti vera. Við hvað attu?” spurði VWilli afar hæglát- elga og kurteislega. Ef þu hefir þig ekki burtu, og það strax, þa skal eg bara berja þig eins og fisk.” “ÞaS vildi eg ekki láta koma fvrir, ef eg get mögulega varnað því,” sagði Willi með sömu stilvlingunni. “ViS skulum halda áfram, Kaxon. ÞaS er bezt fyrir okkur, að eiga ekkert vrS þennan náunga.” Þau ætluSu að halda áfram, en Ijong fór aftur í veg fyrir þau. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER , Hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Office: 6th Floor, Bank of HamlltonChambers Rosepale Kol Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $1 5.50 ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021 Stofnað 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons, Ltd. KOLAKAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin. SOURIS — DRUMHELLER FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK POCAHONTAS — 5TEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Allar 'tegiundir eldiviðar. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss. SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið. “ÞaS er hollara fyrir }>ig að liafa þig liæg- an og vera o'kki ein viss í þinni sök, eins og þú virðist vera, drengur minn, annars fer kann- ske illa fyrir þér,” sagði Long með mesta þjósti. “SkiIurSu hvað eg á við?” Willi rétti fram höfuSið, og það var eins og hann væri að hugsa sig um hvað eiginlega stæði til. “Nei, eg held eg skilji þig ekki,” sagði hann. “HvaS var það, sem þú varst eiginlega að segja?” JárnsmiSurinn stóri svaraði þessu ekki, en sneri sér að Saxon. “Heyrðu”, agði hann. “Láttu mig sjá dansskrána þína.” “Viltu dansa við hann, Saxon?” spurði Willi. Saxon sagði, að það væri fjarri því. “ÞaS getur þá ekkert orðið af }>ví, að hún sýni þér dansskrána,” sagði Willi ög var eins hægur og áður og reyndi enn að komast áfram, en jámsmiSurínn reyndi í þriðja sinn að varna honum að komast áfram. “FarSu þarna úr veginum,” sagði Willi. “Þú ert fvrir okkiv-” Long virtist vera rétt að því kominn að ráð- ast á "\VUla. Hann steytti hnefana, þandi út brjóstið og var hinn dólgslegasti, en hikaði, þegar hann horfði á Willa og sá þess engin merki, að hann væri nokkra lifandi vitund hraðddur, eða léti sig þennan ruddashap nokkru skifta. “Þú veizt kannske ekki hver eg er,” sagði Long hrottalega. ' ^ “Jú, eg veit það,” sagði Willi, “þú ert al- þektur fyrir áflog og ruddaskap, það er að sögjrt. þegar þú) hittir einhvem, sem er minni- máttar en þú sjálfur. Þú munt ekki fara að eiga mikið við þá, sem eru dálítið 'fyrir sér. ” “Láttu hann vera, Oharley,” sagði einn af hinum ungu mönnum, sem þarna höfðu safn- ast að. “Þetta er Willi Roberts, hnefaleikar-' inn. Þú þekkir hann. Stóri Willi.” “Mér er sama þó það væri Jim Jeffries. Hann getur ekki komist upp með þetta, hver sem hann er.” ÞaS leyndi sér ekki, að Saxon tók vel eftir }>ví, að Charley var að gugna og missa móðinn. ÞaS var eins og nafnið, Willi Roberts, hefði einhver sefandi áhrif á alla ófriðarseggi. “Þekkir þú þennan náunga?” spurði Willi hana. Hún svaraði engu, en hún leit til hans, og hann skildi augnaráð hennar þannig, að hún þekti hann og meira að segja að hún þekti hann ekki að neinu góðu, og að hún hefði ógeð og óbeit á bonum. Willi sneri sér að járn- smiðnum. “HeyrSu, lasgmaður! Þú hefir enga ástæðu til að fára í illindi við mig. Eg veit öll skil á þér. "tTt af hverju ættum við svo sem að fara að berjast? Ilefir ekki stúlkan þessi eitthvaÖ um þetta að segja?” “Nei, það kemur henni ekkert við, þetta fer bara okkar á milli,” sagði Charley.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.