Lögberg - 14.02.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.02.1929, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 For Service and Satisfactiön PHONE: 86 311 Sevéh Lines 42. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1929 NÚMER 7 Canada John Queen, verkaflokksþing- maður í Manitoba þinginu fyrir Winnipegborg, hefir lýst yfir því, að eitt fyrsta verk sitt eftir þing- setningu muni verða það, að krefjast þess, að kosin verði sér- stðk þingnefnd, til þess að rann- saka gerðir stjórnarinnar í sam- bandi við Sjö-systra-fossana og orkuréttindi þau, sem Winnipeg Electric félaginu voru veitt. * * * Sambandsþingið í Ottawa, var sett með venjulegum hátíðabrigð- um síðastliðinn fimtudag af land- stjóranum, Willingdon lávarði. Er hásætisræðan birt á öðrum stað hér í blaðinu. * * *' Fylkisþinginu í Alberta hefir nýiega verið stefnt til funda. Við umræðurnar um hásætis- ræðuna, Jýsti stjórnarformaður- inn, Mr. Brownlee, yfir því, að fjárframlag það, er samfoands- stjórnin byði fram í sambandi við afhending náttúruauðæfa fylkisins, væri að sinni hyggju svo lágt, að vafasamt væri hvort gengið skyldi að því. * * * í vikunni sem leið,lögðu fylkis- lögreglumenn, með aðstoð lög- regluliðsins hér í borginni, hald á $60,000 virði af áfengi, við Paddington járnbrautarstððina í St. Boniface. Komu hirgðir þess- ar frá Montreal, og stóð það á hleðsluskírteininu, og hér væri um “asbestos” að ræða. * * * Lögregluráð Winnipegborgar, gerir það að tilögu sinni, að lög- regluþjónum hér í borginni, skuli á yfirstandandi ári, fjðlgað verða um tólf. Mun það hafa eitthvað um seytján þús. dala aukakostn- að í för með sér. * * * Hin konunglega rannsóknar- nefnd, sem skipuð hefir verið til að rannsaka hvað hæft kunni að vera í þeim sökum, sem F. G. Taylor hefir borið á Bracken- stjórnina í sambandi við Sjö- systra-fossamálið, hefir nú tekið til starfa og hélt hún sinn fyrsta fund fyrra mánudag. Mættu þar ekki færri en níu lögmenn, Isaac Pitblado, K.C. og A. E. Johnston, K.C., fyrir hönd stjórnarinnar; E. K. Williams, KC., sem lögmað- ur rannsóknarnefndarinnar; Hugh Phillipps, K.C., Arthur Sullivan, Erick F. Williams og Harvey Streight, fyrir F. G. Taylor; A. J. Andrews, K.C., fyrir Winnipeg El- ectric félagið, og Marcus Hyman fyrir verkamanna flokkinn (Inde- pendent Labor party). Sýndist lögmönnum mjög sitt hverjum. Kröfðust lögmenn Taylors þess, að bækur Winnipeg Electric fé- lagsins væru yfirskoðaðar og vildu yfirleitt draga málið á lang- inn, en lögmenn stjórnarinnar sögðu, að ákærurnar væru svo alvarlegar, að það værí með öllu rangt, að draga málið á langins, heldur ætti það að vera rannsak- að tafarlaust, svo sannleikurinn mætti koma í ljós, hver sem hann væri. * * * R. A. C. Henry, hefir verið skip- aður aðstoðar járnbrauta ráð- herra, í staðinn fyrir Gra'ham A. Bell, sem er fyrir skömmu látinn. Mr. Henry hefir að undanförnu verið í þjónustu Canadian Nati- ’onal járnbrautakerfisins, og hefir mikla reynslu í þeim efnum, sem hann á nú að sinna og þykir því hafa öll skilyrði til þess að geta leyst sítt vandasama verk vel af hendi. J- C. Wallace Reid, hefir verið kjörinn forseti frímúrarafélags- ln í Manitoba fyrir yfirstand- andi ár. * * * Þrír nýir Senatorar aflögðu em- bættiseið á föstudaginn var, er sambandsþingið í Ottawa kom saman. Voru það þeir herrar, Hance J. Logan, frá Amherst, Nova Scotia; Walter Foster, frá St. John, New Brunswick, og H. H. Horey, frá Ottawa. Fjórir eftirgreindir, nýir þing- menn, tóku, sæti í neðri málstof- unni: R. W. Gray, Jiberal, West- Lambton; C. E. Ferland, liberal, Joliette; J. E. Lawson, íhaldsm., West York, og D. B. Plunkett, íh.- maður frá Victoria, B. C Bretland. Aukakosning til brezka þings- ins, fór fram í Battersea kjördæm- inu, miðvikudaginn þann 6. þessa mánaðar. Lauk henni með sigri miklum Jyrir verkamannaflokk- inn. Hafði þingsæti þetta fyrir kosnmgarnar verið í höndum í- haldsmanna. W. Bennett, fram- bjóðandi verkam., hlaut 11,789 at- kvæði, H. Seelen, ihaldsm. 11,213, en V. C. Albu, liberal, 2,853. KONUNGURINN. Heilsu Bretakonungs hefir skil- að það vel áfram undanfarna daga, að nú er hann orðinn fær um að staðfesta opinber skjöl með undirskrift sinni. Hefir hann nú verið f.lúttur til Sussex strandar, sér til frekari heilsubótar. merkilega mann. Og hvað sem má annars láta sér detta í hug um hann, þá er það eitt víst, að þarna er um alveg sérstaka hæfileika að ræða og óvenjumikinn viljakraft. —Lesb. Mgbl. Inn á milli fjallanna Bærinn fær aðal frægð sína af háskóla þeim hinum mikla, sem þar er, og sem ber merkið: “Col legium in Mediis viridibus Mont- bus”, (skólinn í skauti grænu fjallanna). Var hann stofnsett- ur árið 1830, og er því með elztu skólunum í Nýja Englandi. Var fyrst ekki nema karlmönnum veitt þar innganga, en síðar var sérstök deild stofnuð fyrir kven- fólk, sem er höfð út af fyrir sig, nema hvað félagsljf snertir. For- maður skólans nú er Paul D. Meody, sonur Dwight L. Moody. Algjörlega aðskilinn þessum skóla, nema hvað byggingar snertir, er sumarskólinn í frönsku fyrir háskólagengið fólk. Er hann álitinn einhver hinn bezti skó'li af því tagi í Bandaríkjunum — enda þyrpast þ^ngað nemendur úr öllum áttum — vestan frá Cali- Við lát Valdimars Magnússonar. Fækkar frændum snjöllum Freðin er mold við tún— Fokið 1 a u f úr fjöllum * Fannhvít jökulbrún. Aðalsteinn Kristjánsson. Að morgni þess 21. júní 1928, vaknaði eg með þeirri meðvitund, að eitthvað óvanalegt ætti að ske á þeim degi. Þá mundi eg, að það var dagurinn, sem eg átti að ! fornia og sunnan frá Louisiana leggja af stað til Middlebury, í [ í alt voru í fyrra þrjú hundruð Vermont-ríki, til að gleyma enksu | nemendur, flest af þeim kennar- og íslenzku og tala, nema og lesa ar, sem komu frá 35 ríkjum Þýzkur töframaður Fýzkur maður, Fritz Töpfer að nafni, hefir getið sér allmikla frægð upp á síðkastið með töfrum sínum, sem ganga kraftaverkum næst. J>að má segja, að hann bregði sér hvorki við sár eða bana. Læutr hann krossfesta sig með nöglum gegn um hendur og fætur og getur hangið þannig dögum saman. Ekki er svo mikið að einn blóðdropi ýri úr sárunum, og töframanninum verður ekki meira fyrir því að hanga þannig en svo, að þegar hann var eitt sinn búinn að vera krossfestur í 7 sólarhringa, þá fór hann tafar- laust á dansleik, þegar búið var að taka hann ofan, og dansaði alla nóttina, eins og ekkert hefði í skorist. * Fritz Töpfer er ungur maður. Hann tók þátt í ófriðnum mikla og stýrði þá flugvél. Varð hann þá fyrir því slysi að beinbrotna. Hafðist brotið illa við> og lækn- arnir ætluðu að taka bein úr hon- um. Vildi hann það ekki og þver- tók fyrir að láta svæfa sig eða deyfa meðan læknarnir fenííjust við sárið. Hann fékk vilja sínum framgengt og með viljakrafti sín- um tókst honum að vinna bug á sársaukanum svo að hann hafði fulla meðvitund meðan á læknis- aðgerðinni stóð. Þetta varð til þess, að hann tók að stæla vijja sinn svo að 'hann kendi einskis ársauka og • þeim æfingum hélt hann áfram í þrjú ár. Þá fór hann að láta krossfesta sig með því að reka stóra silfurnagla gegn um hendur sínar fætur og nú orðið er hann búinn að þroska svo ein- beiting viljans, að hann finnur engan sársauka framar. í fyrra mánuði kom Fritz Töp- fer til Kaupmannahafnar til þess að sýna list sína. Þótti mönnum mikið til þess koma ög undruðust stórum. Segir m. a. frá sýningu hans í dönsku blaði: “Það var hljótt í salnum, þegar hann gekk berfættur að einkenni- legu áhaldi, er líktist hélzt mylnu með hreyfanlegum vængjum og staðnæmdist þar með útbreiddar hendur. Fyrsta var hann bund- inn við mylnuna, en því næst tók aðstoðarmaður hans- fram einn af hinum löngu nöglum og lítinn silfurhamar, hagræddi naglanum í hægri lófa hans og fór að reka hann inn. Áhorfenc^urnir voru fullir örvæntingar. Eftir fá- einar sekjndur var hægri höndin negld föst við mylnuvænginn og loks báðar hendur og fætur. Gengu þá til læknar og vísindamenn ög rannsökuðu töframanninn, en hann var brosandi og ánægjuleg- ur á svip. Eftir það var hann lát- inn laus, naglarnir dregnir út, en ekki sást dropi af blóði. Voru þá gerðar fleiri tilraunir við hann. Hann var stunginn með örvum í brjóstið og sjóðandi vatni helt á annan handlegg hans — en hon- um Mæddi ekki og hann brendist ekki. » Læknarnir vissu ógjörla, hvað þeir áttu að segja um þennan ekkert nema frönsku í sjö vikur. Þessi hugsun var mér nú orðin hálf-óttablandin. En dagurinn leið fljótt og klukkan hálf-ellefu að kveldinu fylgdu mér nokkrir vinir mínir að stöðinni, og áður en eg var algjörlega búin að átta mig á því, var eg komin með lest- inni langt í austurátt. Næsta dag kom eg til Port Arth- ur, og þaðan fór eg með skipinu Hamonic yfir Superior- og Huron- vötn til Detroit, í Michigan-ríki. X>ar heimsótti eg systur mína Guð- rúnu og mann hennar, Mr og Mrs. Linekar. Á þeim tveim dögum, sem eg nam þar staðar, óku þau með mig í bifreið sinni um allan bæinn og sýndu mér margt fróð- legt og skemtilegt. Hitti eg þar lika iSylviu Bildfell. dóttur Jóns J. Bildfells, og fyrrum nemanda ^ minn í Jóns Bjarnasonar skóla. iStundar hún nú hjúkrunarfræði ' við Henry Ford Hospital og kann þar mjög vel við sig. Frá Detaoit fór eg með lest til Toronto. Þaðan ferðaðist eg með gufubátnum “Rapids Queen” til Montreal, dvaldi þar eina nótt og fór svo með lest snemma næsta morgun til Middlebury, sem er svo sem hundrað mílur beint suð- ur frá Montreal. Það er reglugjörð við Middle- bury sumarskólann, að þeir, sem þangað koma til að nema frönsku, verða að lofa því skriflega, áður en þeir innritast, að dala og lesa ekkert nema frönsku, frá því þeir koma þangað, þar til skólanum er sagt upp. Embættismenn skólans mæta nemendum á stöðinni og tala við þá frönsku!. Þegar eg heyrði það, lét eg sem minst á mér bera, en lagði leið mína beint til Weybridge House, þar sem mér var ætluð gisting. En þar tók ekki betra við, því þó eg talaði ensku við stúlkurnar, sem þangað voru komnar, pvöruðu þær á frönsku! Það vildi mér til, að sú franska var ekki alveg eins og Frakkar tala hana—hún hefði þá orðið torskildari. Ekki var hlún heldur töluð án erfiðleika, því oftast var orðabókin þar sem auðvelt var að ná í hana; og í því herbergi, sem mér var ætlað með annari stúlku, sátu sex stúlkur í hnapp í kringum ensk-franska orðabók. Eg hugsaði gott til glóðarinnar! En smátt og smátt hurfu erfið- leikarnir, sem voru að miklu leyti sprottnir af skorti á sjálfstrausti. Þegar til kom, kunnum við mörg meira en við hugðum, því flest höfðum við les'ð all-mikið á frönsku, þó við hefðum ekki haft mikla æfingu í að tala hana. Og von bráðar vorum við nemendurn- ir farnir að halda uppi samræð- um á frönsku um alla heima og geima. í alla taði var veran þar svo ánægjulegð að eg vildi mikið það var tré við húsið, þar sem eg bjó, sem var svo lima-stórt, að maðu refði getað setið undir því allan daginn í sama stað, og ver- ið ætíð í skugga þó sólskin væri. En það dró að því, að eg skildi við Middlebury. Ásamt mörgum kunningjum mínum fór eg á ein- um heitasta deginum á sumrinu með lest til New York. Áhrifin af skólagöngunni urðu mjög aug- ljós í þessari ferð, því nú var það orðið svo eðlilegt fyrir okkur að tala frönksu, að um langa hríð mundum við ekkert eftir að tala ensku! Innan skamms blasti við okkur hin mikla borg New York. Eg ætla ekki að reyna að lýsa henni, en aðeins segja fáein orð um kunningja mína þar. Fremst í flokki var Thorstína Jackson, vin- stjúlka mín frá skólaárum og síð- ar. Hjá henni hafði eg sex daga dvöl. Þar hitti eg líka Fríðu Harold, sem er Research Secret- ary fyrir Vilhjálm Stefánsson. Átti eg marga skemtilega stund með þessum vinum mínum. Þar að auki hitti eg tvo pilta, sem voru áður nemendur mínir 1 Jóns Bjarnasonar skóla, — þá Harold Stephenson og Tryggva Björnson. Harold skipar þar góða stöðu, þar sem hann er Assistant vPublicity Banadríkjanna, auk tveggja, sem komu frá Canada. Kennarar voru um 35 að tölu, og alir nema fjórir voru fransk- ir. Yfirkennarinn, M. André Morize, er prófessor í frönskum bókmentum við Harvard háskól- • - ann. Flestir kennararnir voru frá Harvard, Yale, New York, eða frá' Frakklandi. Mikil á- herzla var lögð á að kenna að tala málið jafnframt og lesa það, og í því augnamiði voru af- bragðs kenslu-aðferðir bæði not- aðar og kendar. Og ekki var minst í það varið, að nemendum var ekki leyft að tala eða lesa önnur i Agent fyrir Herbert L. Doherty tungumál en frönsku. Reyndar va.r | public Service Co. Kann hann' ekki bannað að lesa sendibréf ensku—en enskt fréttablað mátfi þar ekki inn koma. Allir, sem æsktu frétta úr umheiminum, urðu að gerast kaupendur að frönsku blaði, “Le Courrier des Étals-Unis.” Yfirleitt var þess- ari reglugjörð viðvíkjandi málinu aðdáanlega vel hlýtt af nemend- unum. Félagslíf í skólanum var á háu stigi. Tvisvar í viku hélt Dr. Henri Gouhier, mentamaður frá Paris, fyrirlestur um lifnaðar- háttu á Frakklandi. Þar með var ætíð hafður samsöngur, sem allir sungu — auðvitað á frönsku. Á hverju miðvikudagskveldi var haldin söngsamkoma, þar sem fjórir afbragðs hljómleikarar skemtu, sem voru ráðnir til þess yfir skólatímann. Á föstudags- kveldum var dans-samkoma. Á sunnudögum var guðsþjónusta að morgninum. Og á degi hverjum mættust kennarar og nemendur yfir borðum í borðölunum. Var þeim raðað þannig, að einn kenn- ari og sjö nemendur sátu við hvert borð, en allir skiftu um sæti við hverja máltíð, en um borð ,á tveggja til þriggja daga fresti. Þetta gaf öllum tækifæri til að kynnast. Á laugardögum var stundum höfð skemtiferð fyrir allan skól- ann að einhverju vatni eða fjalli í nágrenninu, til dæmis til Lake Dunmore eða Breadloaf Moun- tain. Náttúrufegurð er þar mik- il. Eiginlega á Vermont ríkið til mikið meira af fegurð en frjó- semi. Mér var sagt tií dæmis, að í því ríki væru fjögur hundruð lítil vötn inn á milli fjallanna. Einnig var hægt að ferðast á helgum af eigin ramleik með bif- reið eða lest, til Lake Champlain, Lake George, Fort Ticonderoga, Crown Point og jafnvel til Bos- ton eða Quebec. Nú fór tíminn að styttast — og flest sáum við eftir hverjum deg- inum, sem leið. Eg fyrir mitt leyti sá eftir að skilja við marga góða vini, sem eg hafði eignast, og sem áttu heima víðsvegar um landið. Eg sá eftir að skilja við a líka vel við sig^í New York, en saknar þó vina sinna í Winnipeg.. Tryggvi Björnson stundar piano- spil undir tilsögn Miss Ida Deck, nemanda hýis fræga listamanns, Levine. Hafði Tryggvi við mikla erfiðleika að stríða, þegar hann fyrir tæpl^ga þremur árum kom til New York, til að auka mentun sina í hljómlist. En honum hefir gengið afbragðs vel að safna að sér nemendum, sem nú eru orðnir um 20 að tölu. Þar að auki æfir hann sig í ákafa, og eg komst að því, að þau Levine og frú hans, sem einnig kennir poano-spil, hafa töluvert álit á honum sem efni í listamann, eftir að hafa kynst honum í gegnum hinn áðurnefnda kennara hans. Nú er eg hrædd um, að eg sé búin að þreyta lesendur Lögbergs með of löngu máli.’ En það er nú ekki eftir nema ferðin heim. Eg fór sömu leið og eg kom — með- fram Hudson ánni og Kaatskill- fjöllunum hans Rip Van Winkles. Svo staðnæmdumst við litla stund í Middlebury. En litli bærinn, með hvítu húsunum og grænu gluggahlerunum, með fallegu kirkjuturnunum og stóru trján- um. og “háskólanum í skauti grænu fjallanna”, hvarf mér sjónum smátt og smátt, og líklega eins og enski rithöfundurinn de Quincey kemst að orði “was swept into my dreams forever.” Salóme Halldórsson. Hjálprœðisherinn Þetta mikla og að mörgu leyti merkilega alheimsfélag, á í miklu innbyrðis stríði um þessar mund- ir, eins og fyr hefir verið vikið að hér í blaðinu. Eins og kunnugt er, er þar einn aðal hershöfðingi, nolckurs konar einvaldur, sem hef- ir æðsta vald í öllum «fnum innan hersins. Því embætti hefir gegnt nú í mörg ár Bramwejl Booth, son- ur Booth þess, er Hjálpræðisher- inn stofnaði. Hann er nú orðinn gamall maður og hefir lengi verið veikur og rúmfastur og því ekki Davíð konungur Eftir Einar Benediktsson. Þá Davíð stóð fyrir stóli Sáls — strengi hann drap undir orðum þess máls, sem íiirðtung'a varð vorra liimna. Með Betlehems rísa^uli stjörnu liann sté og stilti sín ljóð fyrir Israels vé. Um aldur beygir heimurinn lmé við hjarðkongsins voldugu junna. Námfús á lífið hann náði hæð. En naðr^. blundaði í hjartans æð. Hjarðknapinn hneigðist til skálar. — Svo útvaldi drottinn sinn afbrotalýð. Hans ætlun var hyldjúp. Til sigurs þarf stríð. Og yðrun krefst syndar, um eilífa tíð, •svo ávaxtaðist pundið sálar. Já, Davíð var herra vors lieilaga lands. Svo liátt gnæfði bragur og vilji þess manns, að dáðust drottnarnir sjálfir. Hans bíen flutti hásöng af lifandi list, sem ljóðbylgjur reisti á liöfum yzt. — Nú jarðsyngja trúna á Jahve og Krist játendur veilir og hálfir. Iðrun er kraftur. Hún krefur til hljóðs og knýr þá dýpstu strengi til óðs, sem víðboðum hjartnanna varpa. Sál verður ljósblind í sólar gejun; en syndariitn týndi leitar heim. Hann föðurhöndum er tekinn tveim. Þá tóna á Davíðs harpa. Oss dre\-mir í liæðunum hörpuslag, . er hrynur í einu sem kór og lag, af setning samhljóms og raddar. En jörð verður stjarna heilög og lirein, þá hafdjúpsins mál talar bára ein — og undir þar tekur steinn við stein, unz strandir til hljóðs eru kvaddar. Orðvald er dánarheims dýrsta snild; liún dregur sinn knöi’, fyrir utan fylgd, á Ginnungasæinn svarta. En list heimtar trú, gegnum stjarnanna storm, og styrk sinna drauma um himneskt form. Við fallandi engil, við freistandi onn þarf fyrirgefning og hjarta. Aldrei fanst mál fvrir myrkari harm — né mæddi sjálfdæmi harðar neinn barm. Hans sál leit ei sólina bjarta. Af þrúguvið batt hann sér þvrnikrans, þegninn guðs og konungur lands. Vínhelið ríkti á valdstól þess manns, sem var eftir drottins ‘hjarta. Hvað skín yfir sofandi bamsins brá, hvað birta oss draumar, sýn og spá um líf allra stjörnulanda! Mun jarðskólinn storkna við reglu og rit, þar raunlieimur skerðir sitt eigið vit? — Vér finnum aðeins sem fjarlægan þyt af flugtökum hærri anda. Ljóð er það eina, sem lifir alt; hitt líður og týnist þúsundralt — unz Hel á vorn heim að svæfá. Orð eru dýr, þessi andans fræ, útsáin, dreifð fyrir himnablæ, sem fljóta á gleymskunnar sökkvisæ, um sólaldir jarðneskra æfa. Þá hágöfgast maður í menningar heim, er manið, frjáls, býður eining af tveim, signd við þann sið er vér tókum. Útvaldi söng\Tarinn saltarans sinti ei glaplögum Edenþanns. Sjálfsköpuð þján, bæði þjóðar og manns, skal þurkast úr lífsins bókum. -Lesb. Mgbl. I | I | 1 I 1 : :■ i 1 I 1 V 1 x x x 1 Mr. Booth að segja af sér, og hann neitað því, gerði ráðið þá yfirlýsingu, að hann væri líklega ófær til að gegna sínu embætti. Með þeirri yfirlýsingu greiddu atkvæði 55, en 8 á móti. Skaut Booth þá máli sínu til dómstól- anna og krafðist þess, að ráðinu væri bannað að velja annan mann í sinn stað. Hefir máli þessu nú fær um að gegna þessu umfangs- verið frestað frá einni viku til gefa til að geta lýst henni sæmi- | f jöll og hóla, vötn og fossa, og I lega. j líka trén, sem voru svo himin- Middlebury er lítill bær, með , gnæfandi og þroskuð á alla vegu. tveimur þúsundum ibúa, nærri | Mér datt stundum í hug sagan af hulinn af afar-áum trjám. Flest > Rip Van Winkle, sem átti upp- húsin eru bygð í “colonial style”,1 máluð hvít og með grænum hler- um fyrir gluggum. í vestri sér til Adirondack fjallanna í fjar- lægð, en í austri, og mikið nær, til Grænu fjallanna. runa sinn í Kaatskill fjöllunum, ekki svo mjög langt þar frá; og sérstaklega það tilfelli, þegar hann og kunningjar hans sátu við tré allan daginn og færðu sig að- eins nóg til að vera í skugga. En mikla embætti. Þar að auki þótti hann nokkuð afturhaldssamur og einþykkur. -— Fanst nú mörgum, að hann ætti að" segja af sér og þar með gefa öðrum tækifæri til að gegna embættinu, sem betur væri til þess fær. Þetta vildi Bramwell Booth ekki gera. Var nú hið mikla ráð hersins (65 manns) kallað saman á Englandi, og eftir að'ráðið hafði skorað á annarar, og er enn óvíst hvernig fara muni. Að því er séð verður, er síður en svo, að það sé ætlun Hjálpræð- ishersins, að óvirða þenna gamla leiðtoga sinn, eða fara illa með hann á nokkurn hátt. Miklu frem- ur virðist það vaka fyrir leiðtog- um hersins, að sýna þessum aldna höfðingja sínum alla sæmd og fara vel með hann. Rose leikhúsið. Síðustu þrjá dagana af þessari viku, sýnir Rose leikhúsið tvær ágætar kvikmyndir. — “Honor Bound”, þar sem George O’Brien og Estelle Taylor leika aðal- hlutverkin, og “Why Sailo.rs Go Wrong”, með Nick Stuart og Sally Whipps í broddi fylkingar. Hvort- tveggju ágætar myndir. í myndinni “Our Dancing Daughters”, sem sýnd verður á Rose leikhúsinu þrjá fyrstu daga næstu viku, leikur Kathlyn WillÞ áms aðal hlutverkið. Hún er fræg leikkona, eins og menn kannast við, og fékk fyrst mikið frægðar- orð árið 1912; ýmsir aðrir ágætif leikarar taka líka þátt í þessum leik, sem þykir fallegur og til- komumikill.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.