Lögberg - 21.02.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.02.1929, Blaðsíða 1
42. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1929 NÚMER 8 Helztu heims-fréttir Canada Þau markverðu tíðindi gerðust í sambandsþinginu, að umræðum um konungsboðskapinn, lauk eft- ir svo sem fimm klukkustunda orrahríð. Þykir þetta, sem von er til, mikil nýlunda, þar sem slík- ar umræður hafa stundum enzt í þrjár vikur, eða jafnvel meira. Er gert ráð fyrir, að þetta muni stytta setu þingsins um þvínær mánuð. * * * Þau tíðindi hafa eftirtektar- verðust gerst í fylkisþinginu í Manitoba, að tveir ráðgjafar Bracken stjórnarinnar, þeir Hon. W. R. Clubb, ráðgjafi opinberra verka, sem og dómsmálaráðgjaf- inn, Hon. W. J. Major, hafa sagt af sér embættum. Ástæðan sú, að frammi fyrir hinni konunglegu rannsóknarnefnd, sem um þessar mundir er að rannsaka samninga stjórnarinnar við Winnipeg Elec- tric Railway um virkjun Sjö- systra-fossanna, kom það í ljós, að báðir þessir fyrgreindu ráð- gjafar, hðfðu keypt hluti í téðu félagi, eitthvað um líkt leyti og samningunum var hrundið í framkvæmd. — óvíst er enn, hver áhrif þetta hefir, að því er þing- styrk stjórnarinnar snertir. * * * Hvaðanœfa. Hjálpræðishers ráðið hefir aft- ur lýst yfir því, að hershöfðing- inn Bramwell Booth, sé ekki fær um að gegna stöðu sinni, nú með 52 atkvæðum gegn 5; fjórir greiddu ekki atkvæði. Flestir af þeim, sem voru með því, að Booth héldi áfram að gegna stöðu sinni, eru ættingjar hans og tengdafólk. Jafnframt kaus ráðið annan for- ingja fyrir Hjálpræðisherinn og varð Edward J. Higgins fyrir val- inu. Hann er Englendingur og hefir lengi verið hátt standandi í Hjálpræðishernum. Hann hlaut 43 atkvæði, en Evangeline Booth 17 atkvæði. Ekki er þessu máli þar með Iokið, því eins og áður hefir verið sk-rt frá hér í blað- inul lítur Bromwell Booth svo á, að ráðið hafi ekki rétt til að víkja sér frá embætti og enn síður rétt tii að velja eftirmann sinn. Er nú það mál fyrir dómstólunum á Englandi. * * * Alveg óvanalegir kuldar og ill- viðri hafa gengið yfir mikinn hluta Evrópu nú að undanförnu. Eru þar nú á ýmsum stöðum meiri vetrarhörkur, heldur en verið hafa í mörg ár, eða jafnvel í manna- minnum. Á Bretlandi hafa verið kuldar miklir, en þó jafnvel enn meiri á meginlandi Evrópu, og hafa þteir náð alla leið suður á Spán og ítalíu. f miðhluta álf- unnar hfefir einnig fajlið mikill snjór og víða stöðvað flutninga með járnbrautum, og hefir því á ýmsum stöðum verið tilfinnanleg- ur skortur á eldivið og jafnvel matvælum. Fullyrt er, að kuld- inn hafi orðið mörgu fólki að bana vfða í Evrópu, í vikunni sem leið, og stafar það víst mikið af því, að ekki hefir verið hægt að að fá eldivið, en fólkið víðast hvar óviðbúið slíkum tíðarfari. I Jól í Moskva Tíðindamaður Neue Freie Presse í Vínarborg skrifar blaðinu frá Moskva um jólin á þessa leið: Hér er svo að sjá, sem borgar- búar undirbúi sig undir jólin á sama hátt og tíðkast í borgum Vestur-Evrópu. Skrautsýningar eru í búðargluggunum, og af varningi þeim, sem þar er sýnd- nr, er svo að sjá, sem jólin séu hátíðleg háldin á sama hátt hét sem annarsstaðar. Éinkasölur hins rauða, guðlausa bolsaríkis, haga sér auðsjáanlega eftir óskum almennings. Mikið kveður að leikföngum og glys- varningi í búðargluggunum. — í matvöru- og kökutoúðum, er jóla- skrautið með líku sniði og áður var. ]>ar eru dýrlingamyndir úr allskonar efni og því um líkt. — Allar hátíðir eru Rússum kær- komið tilefni til þess að gæða sér í mat og drykk. Matvörukaup- menn þeir, sem einkasalan toefir eigi enn gleypt, og fá að reka verzlun, sína, gera fyrir jólin alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að uppfylla óskir og þarfir við- skiftavina sinna. Vínsölubúðir stjórnarinnar eru allar fullar af vínföngum fyrir jólin, og eru sýn- ingargluggar þeirra skreyttir jólaskrauti. Fram að þessu hafa blöð Bolsa ekki hirt um að amast við jóla- hátíðinni. Samkvæmt rússneskri venju eru þáskarnir mesta hátíð ársins, og hafa Bolsar látið sér nægja að spilla fyrir hátíðahaldi páskanna. En í þetta sinn byrjuðu Bolsa- blöðin að fjargviðrast út af því, að einkasölur stjórnarinnar skyldu láta hafa sig til þess að Jétta undir með því fólki, er halda vildi jólin hátíðleg. Jóla- sýningar í toúðargluggum Bolsa wættu ekki eiga sér stað. Hér og þar kiptu menn dýrð- lingamyndunum úr gluggum sín- um, eftir að Bolsablöðin tóku að ympra á þessu. Félag ungra kom- múnista og “Samband guð]eys- ingja” tóku síðan málið að sér, og hófu hvassar árásir á hátíða- hald um jólin. Kvað það við hjá beim, að almenningi væri nær að hirða um hátíðahöld toyltinga- Frá Islandi. Reykjavík, 12. jan. 1929. Jón Árnason framkvæmdarstj. hefir verið settur formaður í bankaráði Landsbankans í stað Sigurðar Briem. Átti Jón áður sæti í bankaráðinu og tekur þar við varamaður hansy Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóri. Hæstaréttar ritari hefir verið valinn Sigfús M. Johnsen fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, í stað Björns Þórðarsonar, sem nú er tekinn við lögmannsembættinu í Reykjavík. Eldur varð laus í bænum á Laugarvatni í Laugardal fyrir skömmu síðan. Varð það með þeim hætti, að uppi á lofti í fram- hýsi í bænum kviknaði í súð frá lampa.—En í sambandi við vatns- leiðslu í skólanum hafði og verið leitt vatn í bæinn. Með því að kostur var nógu margra manna, en kyrt veður var á og vatn við hendina, tókst að slökkva eldinn áður en hann hafði gert mikinn usla. Inflúenza og mislingar hafa gengið víða um land síðastl. haust og það sem af er vetri. Er inflú- ensan nú rokin af að mestu. Var hún tiltölulega væg, en þó til skaða þeim, er veikir voru fyrir. —Mislingarnir hafa verið allvíða hér í Reykjavík og grendinni. Munu þeir flakka víða um land. Kveður talsvert að þeim í Húna- vatnssýslu. — Tíminn. Or Bœnum Eiríkur Bjarnason dó að heim- ili sonar og tengdadóttur í Thing- vaillabygð, Sask., fyrir hádegi á fimtudag þ. 14. febrúar, eftir langvarandi lasleika. Verður nán- ar getið síðar. í Lögbergi þann 31. janúar síð- astl., þar sem getið var um lát Miss Sólrúnar R. Johnson, var sagt, að hún hefði verið dóttir J. Ragnars Johnson, við Wapha, Man. Þetta var ekki rétt, því hin frámliðna ungmey var dóttir Gísla Johnson, sem heima á suður í Wisconsinríki, en hann er bróðir manna, en að halda trygð við (J. Ragnars Johnson og þeirra gamlar venjur og helgisagnir, systkina. Skip Eimskipafélagsins stöðvuð . Reykjavík, 22. jan. 1929. Undanfarna daga hafa stjórnir Eimákipafélagsins og sjómanna- félagsins setið á fundum með sáttasemjara. Á sunnnudaginn voru þessir menn á fundi langt fram á nótt. Og í gær voru enn fundir; sá síðasti í gærkveldi. Honum var slitið fyrir miðnætti. Að þeim fundi loknum, hafði Morgunblaðið tal af Eggert Claes- seu, formanni Eimskipafélags- stjórnarinnar, og sagði hann nú slitið upp úr samningum milli Eimskipafélagsins og Sjómanna- félagsstjórnarinnar. Hvert var tilboð Eimskipafé- lagsins? Af hálfu Eimskipafélagsstjórn- arinnar hefir í undangengnum samningsumleitunum verið gert það tilboð, að ráðningakjörin fyr- ir háseta og kyndara á skipum fé- lagsins yrðu þau sömu og nú eru gildandi samkvæmt samningum milli útgerðarmanna og sjómanna á dönskum skipum. Sá samning- ur hefir nýlega verið framlengd- ur þar óbreyttur fyrir tíniabilið 1. apríl 1928 til 1. apríl 1930. f>ó haldist fastkaup það óbreytt, sem nú er hér hærra en á dönsku skip- unum. Yfirvinnukaupið verði 70 aurar á hálfa kl.stund frá kl. 5 að kvöldi til kl. 7 að morgni, þ. e. a. s. ef stjórn Sjómannafélagsins óskar þes heldur en að taka upp dönsku ákvæðin um þetta, sem eru 75 aurar íslenzkir frá kl. 6 að kvöldi til kl. 6 að morgni, eða tveim tímum styttra á sólarhring, en við höfum reiknað yfirvinn- una. Með öðrum orðum, stjórn Eim- skipafél. vill að kaup íslenzkra sjómanna séyjafnhátt og kaupið er á dönsku skipunum. Til frekari skýringar skal hér gefinn samanburðum nokkur á kaupinu á íslenzku skipunum og skipum inna erlendu félaga, er hér hafa skip í förum. Fastakaupið á skipum Eimskipa- félagsins er nú yfirleitt mjðg svipað og á dönskum skipum^ og talsvert hærra en á norskum skipum, eins og má sjá af þessum samanburði á mánaðarkaupi í ís- lenzkum krónum: Eimsk. Dan. Nor. Fullk. háseti 191.00 192.75 182.75 Viðvaningur 122.00 94.00 97.46 Óvaningur 78.00 44.56 69.44 Yfirkyndari 224.00 217.35 303.45 Kyndári 212.00 197.51 188.83 Heildarkaup háseta og kyndara var árið sem leið hjá Eimskipa- fél. að meðaltali sem hér segir: Kyndarar höfðu 64 kr. á viku, en hásetar 72 kr., þegar fastakaup og yfirvinnukaup var lagt saman. En hverjar voru kröfur sjóm.- félagsstjórnarinnar? Úrslitakröfur hennar voru þetta: Fastakaup kyndara ‘hækki úr 212 kr. í 250 kr. og fastakaup há- set hækki úr -91 kr. í kr. 215. Yfirvinnukaupið hækki einnig úr 59 aurum yfir hálftímann upp í 70 aura, eins og stjórn Eimskipa- félagsins bauð. Samningur verði gerður til eins árs. Hve mikil yrði þessi ækkun að undraðatali? Okkur hefir talist til, að hækk- un þessi næmi 15.3% á heildar- upphæð kaups og yfirvinnu. Og ‘hvað er nú fyrir hendi? Sigurjón Á. Ólafsson formaður Sjómannafélagsins skýrði frá því í fundarlokia, að stjórn Sjómanna félagsins myndi kalla sjómennina í land nú í dag, af skipum þeim tveim, sem hér eru, Gullfossi og Lagarfossi, og er þá verkfallið skollið yfir. Og sáttasemjari? Hann lét svo um mælt, að samn-1 ingatilraunum væri lokið frá j sinni hálfu fyrst um sinn, og hann frestaði því að taka þær upp aftur um óákveðinn tíma. — Mgbl. i YENNARA vantar fyrir Ebb anf Flow s. d. No. 1834, frá 15. marz til 30 júní 1929. Umsóknir taki fram mentastig, æfingu og kaup, sem óskað er eftir. — J. R. John- son, sec.-treas., Wapah, Man. Til Dr. Sigurðar Júlíusar. í svalandi miði er sopin þín skál, þótt sárt bíti janúar frostið, hvervetna birtist þín síunga sál, er svalviðrin geta’ ekki lostið. Hún Iðunn ei fyrir þér eplin sín fól, þig andaðan Mínerva grætur, en harpan þín syngur um hádegis sól, því hygg eg að langt sé til nætur. R. J. Davíðsson. Jólaljósið Eftir Ólaf ísleifsson. Aðfangadagur jóla var kominn og hinar fyrstu ljósbylgjur morg- unroðans þutu af stað með geysi- ferð til að lýsa upp — fyrir jólin. En þá komu skýin, sem grúfðu yfir jörðinni og hlupu í veg fyrir ljósbylgjur morgunroðans, til þess að fá þær til að stöðva flug sitt, svo ekki yrði of tojart í sálum mannanna, því þau ' vissy, að snögg ljósaskifti geta verið var- hugaverð fyrir þá, sem lengi hafa vanist myrkrinu. Þess vegna drógu þau úr mestu birtunni og jöfnuðu hana á milli sín, eins og til að láta sem minst bera á því, að svona mikið og stórt ljós hefði farið af stað til jarðarinnar, því auðvitað kynnu mennirnir ekki að fara með svona stórt og mikið ljós. Það væri að minsta kosti nóg, að þeir fengju ofurlitla skímu álíka stóra og þeir fengu í gær; þeir mundu aldrei geta kom- ið sér saman um stærra ljós, en þeir eru vanir að fá. Þeir fengu ljós fyrir 1928 árum og það dugði þeim, þó ekki væri farið að stækka það og gera það marg-1 brotnara, því það gæti orðið til ^ þess, að þeir þyrltu að fara að hugsa, og ef til vill að breyta til um hugsanir, en slíkt er fjöldan- um ekki vel við, og flestum þeim sem eru að reyna að lýsa. Alt þetta sáu hin grúfandi jarð- ský í hendi sér, enda þótt menn- irnir hugsi flestir, að enginn sjái neitt, nema bara þeir. En það er svo ógn mikið til af ljósi, sem mennirnir sjá ekki og vita ekki um, og þess vegna er svo dimt á jörðu hér. Hver þorir eða vill taka á móti i nýju og breyttu ljósi, frá því ljósi, sem lýsti inn í heiminn fyrir 1928 árum? Hugsa mennirnr að alt gamalt eigi að standa í stað, og ekki megi neinu breyta, ef það er andlegt eða ljósrænt? Öll andleg ljós eru breytingum háð og heyra til þeim tíma, er þau birtast á. Því skyldi enginn ætla, að nokkurt andlegt ljós, sem berst inn í þenna heim, geti lengi lifað, án þess stöðugt að gæta að nýj- um ljósbrigðum, sem koma og eru í vændum. Lífið heimtar stöðugt nýtt ljós til að lýsa sér með, svo það ekki deyi út eða dragist aft- ur úr sönnu vitveru lífi. Það er svo ógn hættulegt, að birgja sig upp með því, sem ekki kemur að neinum notum, þegar mest á reyn- ir. Það er svo dauðans sárt, að hafa eytt svo æfinni, að hafa aldr- ei reynt að afla sér ljóss sjálfur, svo hægt sé að lýsa sjálfum sér, þegar dimma tekur og dagarnir dvína. Hefir þú aldrei hugsað út í það, að lífið á svo mikið til af ljósum og fögrum gullum, sem glæða má, viljir þú hafa fyrir því að leita að þeim sjálfur og lætur ekki aðra aftra þér frá því að leita þeirra. Lífið er fult af fðgr- um Ijósum, farir þú ljóssins braut. En nú viltu spyrja, hvað er þá þessi lífsins braut? Lífs- ins braut er það, sem þú finnur sjálfur við það, að leita að henni, þegar þú ert orðinn öllum göml- um -brautum óháður. Á meðan þú þorir ekki að sleppa þér út ^f | gömlum brautum til að leita að lífsins braut, á meðan þarftu ekki að hugsa um að geta fundið eða komist inn á hana. Hver og einn verður sjálfur að leita að sinni eigin braut, því engir eiga sam- leið saman. — Lögr Lengra líf og betra líf Skoðanir Sir Philip Gibbs Ritgerðir rússneska lífeðlis- fræðingsins Metchnikof’s um ell- ina og lengingu mannsaldursins, vöktu á sínum tíma mjög' mikla athygli. J>að er einnig bæði gam- alt og nýtt umkvörtunarefni, að mannsæfin |é alt of stutt. En ýmsir hafa talið það sjálfskapar- víti ein, ‘hversu æfin er stutt og fallvölt og frá fornu fari hafa menn látið sig dreyma um alls- konar undralyf, til þess að lengja hana. Og nú á síðustu tímum eru vísindin farin að hugsa til þess, að gera drauminn að veruleika og það hefir aftur orðið skáldum að efni í nýja drauma. Rernard Shaw álítur t. d. að 300 ár séu hæfilegur mannsaldur. Annar rit- höfundur enskur, Sir Philips, hefir einnig nýlega tekið þessi efni til meðferðar í eftirtektar- verðri bók um það, sem verða muni “hinn daginn” (the day aft- er tomorrow). Hann álítur, að eftir svo sem öld muni það ekki vera nein fjárstæða, að mannsæf- in sé 150 ár. Lífeðlis læknisfræð- in er sem sé nú að komast meira og meira inn á nýjar og merkileg- ar brautir. Þekkingunni á eðli og starfsemi líffæranna fleygir fram. Möguleikarnir, sem blasa við, eru undraverðir. En menn skyldu einnig minnast þess vel, að enn er um byrjun eina að ræða. Og stundum geta þessar bpllajeggángar dregið spaugileg- an dilk á eftir sér, eins og þegar gamli maðurinn auglýsti fyrir- lestur um það, “hvernig eg yngd- ist upp”, en dó rétt áður en hann ætlaði að halda fyrirlesturinn. En gætnir menn og fróðir telja það samt enga fjarstæðu, að nú sé að koma að því, að maðurinn geti sjálfur ráðið miklu um líf sitt og eðli og það ekki á neinn dulfræðilegan hátt, heldur blátt áfram með aukinni þékkingu á sjálfum sér og möguleikum sín- um. Það er talið eðlilegt og sjálf- sagt, að dauðir hlutir, eins og hús og minnismerki, eigi að standa óbrotgjarnir um aldir af mannavöldum. En jafnframt þyk- ir hitt sjálfsagt, að mannleg starfsfæri, sem hafa í sér upp- sprettu lífsins, eigi að hrörna og eyðast á skömmum tíma. Á það horfa menn með stökustu hugar- ró, en hrun gamalla steinvarða getur valdið þeim angurs og ama. En nú virðast vísindin vera að koma auga á upppsprettur lífsins í líkamanum og þar með mögu- leika á framhaldandi viðhaldi þess. Þar er fyrst og fremst um að ræða hin svonefndu harmón, sem eru litlir kirtlar og svo virð- ast áhrif s^jaldkirtils, miltis, mergs og kynkirtla vera mjög mikils verð og loks ‘hin svonefndu innri efnaskifti, eða “innri sek- retioner”. Starf og eðli þessara líffæra efir ^rið óþekt til mjög skamms tíma, en nú er talið að hafa megi þau áhrif, sem verði til þess að lengja heilbrigt og starf- hæft líf líkamans. En áhrifunum á þessi líffæri á ekki einungis að vera unt að beita til þess að lengja lífið, en einnig til þess að bæta það. Og oð þeirri hlið málsins hefir athyglin öll beinst. Því til hvers á að lengja það líf, sem er ófullkomið og ömurlegt? En ef hægt er að breyta lífinu til bóta, bæta mann- fólkið og sálarlíf þess með áhrif- um á líkamann, þá getur orðið gagn að því og gaman, að lengja lífið. Það eru aftur “innri efna- skiftin”^ |sem athygSjina vekja í þessu sambandi. “Fljótur skiln- ingur, minni, rökfesta, imyndun- arafl, skarpskygni, tilfinninga- næmi, alt vitundarlífið veltur á innri efnaskiftum líffæranna”, segir dr. Berman. Dr. Schafer, prófessor í lífeðlisfræði í Edin- borg, álítur einnig, að alt ástand taugakerfisins, og þar með öll al- menn vellíðan mannsins, velti á þessu sama. Hina ýmsu kvilla, sem af þessu leiða, reiði, geð- vonzka, kjarkleysi, svartsýni, frarntaksleysi og ýmsa skaplesti, á því að vera hægt að lækna með I SVANURí SÁRUM Vilti svanur í sárum! Sorg þín frá liðnum árum speglast í bláum bárum, blikar á döggvotum rósum, streymir frá liljum ljósum, leikur um heiðríkjukveldin, — nærist við náttsólar eldinn. Blærinn frá öræfum andar. Öldurnar leita til strandar. Nú leika sér loftsins gandar, það ljómar á vængi þanda, en þér verður erfitt að anda, og eltist við hamingju-brotin. — Flugsins þróttur er þrotinn. • Á sundi þú getur ei sungið. J>ú syndir1 með hjartað sprungið. Þig hafa þyrnar stungið, þrungið er vatnið af blóði. Tómhljóð í sælunnar sjóði, svart yfir hugarins landi, — hallirnar huldar sandi. En — mundu þó, svanur í sárum, v , að sorg þin frá liðnum árum ^ I druknar í bláum bárum, brennur við gleymskunnar elda. í armlögum öræfakvelda er ósvikinn viðreisnarkraftur. — Vængirnir vaxa þér aftur. Böðvar frá Hnífsdaí. árifum eða meðulum, sem verki á viðkomandi kirtlastarf. En stór- feldari kynbótaáhrif, á einnig að mega hafa á þennan hátt, sem sé þau, að breyta ýmsum glæpsam- legum tilneigingum í góðar hugs- anr og nytsamleg störf, gera af- brotamenn að góðum borgurum. Williams og Hogg heita 2 fræði- menn, sem sérstaklega hafa rann- sakað kirtlaáhrif á glæpamenn. Menn hafa þekt sérstakan kirtil, bris, sem er stærstur hjá nýfædd- um börnum, en minkar mjög í bernsku og hverfyr loks alveg. En sérfræðingarnir, sem nýlega voru nefndir, segja, að þessi kirt- ill hverfi aldrei hjá öllum þorra glæpamanna, þeir séu alla æfina óstýrilát og ábyrgðarlaus börn. Þeim verði ekki snúið í venjulega menn, nema með skurði, eða með því að svelta hann með viðeig- andi mataræði. En það eru ekki einungis glæpamenn og algerðir sjúkling- ar, sem þyrftu að njóta góðs af einhverju þessu líku, en einnig margir þeir, sem alment eru tald- ir nokkurn veginn heilbrigðir. — Sir Philips Gibbs álítur að heilsu- fari fólks fari yfirleitt hingn- andi, einkum vegna allskonar taugaveiklunar og margvíslegra kvilla og lífsleiðinda, er af henni stafi og fylli alla spítala og hæli og gleypi mikinn hluta af opin- beru framfærslufé og sói þannig ógurlega miklu af menningar- verðmætum. — Sir Philip kennir vaxandi stórbæjalífi um margt af þessu og þá ekki sízt úsakynnun- um. Byggingarlist mannanna er á barnalega óþroskuðu byrjunar- stigi. Á því sviði eiga eftir að gerast stórbyltingar með vaxandi menningu. Um það er oft talað, að “menn- ingin” eigi mikla sök á hnignun og veiklun mannkynsins. Að sumu Ieyt má þetta til sanns vegar fær- ast. En samt verður það ein- mitt menningin, er bjargar fram- tíð mannanna. Yísindi hennar munu geta gert fólk framtíðar- innar andlega heilbrigt og ánægt. Flugvélar munu dreifa bæjarfólk- inu út um sveitirnar, ný húsa- kynni, almenn Ijósböð, ýms áhrif á Iíffærin, munu efla heilbrigði Iíkamans. Þegar svo er komið, er til einhvers að lifa, til einhvers að fá líf sitt lengt. Framtíð menn- ingarinnar þarfnast einnig lengri mannslífa, m .a til þess að girða fyrir það, að menningin snúist ekki í höndum mannanna svo að umbæturnar verði þeim til bölv- unar. Heimurinn þarfnast manna, sem eru ungir um fimtugt og sex- tugt. Menn, sem eru í blóma ald- urs síns um og yfir hundrað ára gamlir, munu hafa lífsreynslu og þroska til að hamla upp á móti þeim anda eyðileggingarinnar, sem nú er eitt einkenni menning- arlífsins og kemur fram í styrj- öldunum. Eitur- og sprengiefna- dtyrjaldir framtíðarinnar geta orðið ógurlegri en nokkrar styrj- aldir liðinna tíma, ef skynsemi mannsins hepnast ekki að hefta þær. En það tekst með bættri og lengdri mannsæfi. Manninum þarf um fram alt að lærast það betur en nú, hvernig hann á að halda sjálfum sér andlega og lík- amlega heilbrigðum. þ>au vísindi, sem að því stefna, að kenna hon- um það, eru hin beztu vísindi, vís- indi framtíðarinnar. — Lögr. Ásgeir Sigurðsson útnefndur af Bretakonungi, sem aðalræðismaður. — Hann er sá eini aðalræðismaður hins brezka ríkis, sem ekki er Englendingur. Lengi 'htefir ailmenningi verið það kunnugt, að það er okkur Is- lendingum hið mesta happ, að eiga annan eins mann í ræðismanns- stöðu Breta, eins og Ásgeir Sig- urðsson. En það hafa menn ekki vitað eins vel, hve mikils hann er metinn meðal Breta sjálfra. Brezka stjórnin hefir nú yeitt honum þá sæmd, sem fátíð er, ef ekki einsdæmi, þar sem hann hef- ir nú fengið útnefning konungs af utanríkisráðherra, sem aðal- ræðismaður Breta á íslandi. Alls eru rúmlega 30 brezkir alræðis- menn í heiminum, og eru þeir allír Englendingar, nema Ásgeir Sigurðsson. Er það ekki lítill vegsauki fyrir Ásgeir Sigurðsson, að honum skuli sá heiður veittur einum, og skemtileg viðurkenning fyrir okkur íslendinga, að Bretai skuli meta þjóð vora svo mikils, að gera hér undantekningu þessa. Ásgeir Sigurðsson hefir gegnt ræðismannsstörfum hér í 21 ár. Fyrstu árin voru störfin lítil, en hafa farið mjög í vöxt hin síð- ari ár. En tovort þau eru mikil e^ða Iftn, er stefna og starfstilhögun Ásgeirs Sigurðssonar ávalt á eina leið, að miðla málum og jafna öll misklíðarefni á þann hátt, sem “gentlemönnum” einum er lagið. Munu auðfundin dæmi þess, að sú stefna og það starf Ásgeirs Sigurðssonar hefir komið okkur í góðar þarfir.—Mgbl. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.