Lögberg - 21.02.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.02.1929, Blaðsíða 4
Blj. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1929 ILögíjerg IGefið út hvern fimtudag af The Col- :|; umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og ToronV) St., Winnipeg, Man. ■ Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjóraris: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. f Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed arul published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Hveitirœkt Hvergi í víðri veröld er meira 1 húfi með hveitira'ikt, og val þeirra tegunda, er nota skal til útsæðis, en hér hjá ‘oss. í Vestur-Canada. Hagnaðarvonirnar líklegast hvergi meiri, ef vel tekst til, en tapið að sama skapi tilfinnan- legj, bregðist uppskeran, eða rýrni að mark- aðsgildi. Þeir, sem það hlutverk hafa haft með hönd- um, að innleiða nýjar hveititeg-undir, virðast eigi ávalt hafa verið jafn nærgætnir og æski- legt var, áður en þeir kváðu upp fullnaðardóm um gdldi hinna mismunandi tegunda. Liggur það þó í augum uppi, hve afar hættulegt það getur verið, að mæla fast fram með nýjum og lítt reyndum liveititegundum á kostnað þeirra, sem eldri eru, og notið hafa góðs álits á heims- markaðinum. Þegar um er að ræða tilraunir með nýjar hveititegundir, mega hændur þeir, er Sléttu- fylkin bvggja, aldrei missa sjónar á því grund- vallaratriði, að 85 af hundraði þess hveitis, er þeir framleiða, hlýtur að flytjast út og seljast á heimsmarkaðinum, og að verðíb byggist und- antekningarlaust á eftirspurninni. Þeiss vegna er hin efnalega afkoma þeirra að miklu leyti undir þ\d komin, að framleidd sé aðeins fyrsta flokks vara, því fáir sækjast eftir lélegri vöru- tegund. Prófessor L. R. Waldron, forstjóri plöntu- ræktar deildarinnar við landbúnaðarháskólann í Fargo, North Dakota, hefir manna bezt geng- ið fram Þþví, að rannsaka notagildi hinna ýnusu mismunandi hveititegunda, sem og skilyrði þeirra til þroskunar, eftir staðháttum. Má óhætt segja, að hann hafi int af hendi víðtækt nVtsemdarstarf í þarfir landbúnaðarins, eigi aðeins sunnan landamæranna, heldur og einnig í Canada, og þá ekki hvað sízt í Sléttufylkjun- um, þar sem svo mikið veltur á, um vöxt og viðgang hveitiframleiðslunnar. Nokkur undanfarin ár, hefir tilraunastöð sambandsstjómarinnar í grend við Brandon, Man., gert tilraunir með nýja hveititegund, sem útlit er fyrir, að ryðja muni sér allmikið til rúms hér í landi á næstunni. Er sú tegund kölluð Ceres hveiti, og má innleiðslu hennar á markaðinn, að miklu leyti þakka starfsemi pró- fessor Waldrons. _ Yafalaust væri árinni difið of djúpt í, ef því væri haldið fram, að um al-fullkomna, eða ó- vggjandi tegund væri að ræða, þar sem er Ceres hveitið. En hitt mun ekki ofsagt, að þess- arar hinnar nýju tegundar sé full þörf, og að margt gott muni af henni leiða. Hefir hún nú verið skrásett af landbúnaðardeild sambands- stjómarinnar, og verður því fáanleg, sem góð og gild útsæðistegund. Geta má þess og, að í viðbót við tilrauna- stöðvarnar að Brandon, hefir landbúnaðarhá- skóili Manitobafylkis, gert tilraunir um þriggja ára skeið með Ceres hveiti, og árangurinn orð- ið hinn bezti. Má hið sama segja úm tilraunir þær, er hveitisamlagið hefir gert með Ceres tegundina, víðsvegar um fylkið. Uppskemmagn Ceres hveitis, hefir orðið noklcra meira, en hinna annara hveititegunda.* Þó er það ekki aðal atriðið, því á hinu veltur engu minna, hve harðger tegundin er, og vel brynjuð gegn drepi. Ritfregn Sigurjón Friðjónsson: Ljóðmæli, 299 bls., prentsmiðjan Gutenberg. Reykjavík. 1928. Höfundur ljóða þessara, er einn hinna víð- gáfuðu Sandsbræðra, er. mjög hafa komið við sö'gu þjóðar vorrar síðasta aldarfjórðunginn, eða freklega það. Hann er maður í bændastétt, er neytt hefir síns brauðs í sveita síns andlitis, að Litlu Laugum 1 Aðal-Reykjadal, einn þeirra mörgu, sem þrátt fyrir ys og önn, hefir þó veitt sér svigrúm til að skrýða íslenzk hugtún, Ijúf- um og laðandi ljóðgróðri. 1 stuttum, en gagnorðum formála, er höf- undurinn lætur fylgja ljóðmælum sínum úr hlaði, kemst hann meðal annars svo að orði: “Ljóðmæli þau, sem koma hér fyyir almenn- ings sjónir, eru tiltölulega meira ómræns eðlis, og er við því að búast, að þeim verði tekið held- ur fálega af þeim mönnum, sem einkum hafa lagst á hugi við myndræna IjóðagerðL “En auðsætt er þó, að skáldhugur þjóðar- innar er, nú sem stendur, mjög að hneigjast í þessa átt. Valda því eflaust að sumu leyti er- lend áhrif. En aðal-undirrótin ætla eg að sé meira og minna Ósjálfrátt afturkast frá hínni svonefndu raunsæisstefnu (“realisma”) 19. aldar. “Þeir þættir sálarlífsins, er sú stefna bar fyrir borð, koma nú víða upp á yfirborðið í seinni tíð og era slíkar ölduhreifingar ekki nýjar í sögu mannsandans.” ÍTest eru.kvæði Sigurjóns stutt. Hann teyg- ir engan mærðarlopa, heldur lætur sér nægja, að enda ljóð sitt þegar efnið er tæmt. Yrkis- efnin eru mörg, hugsanin skýr, og forníið list- rænt, sem þá er bezt getur. Kvæði Sigurjóns Friðjónssonar, bera þess undahtekningarlaust ljósan vott, að höfundur þeirra er sannur son- ur íslenzks sveitalífs. Andar frá þeim hlýblævi heilbrigðs hjarta til sveitasælunnar marg- breyttu, í dölum Islands. iSkulu hér nú tilfærð nokkur sýnishorn, þess- ara blæfögru og hreinhugsuðu alþýðuljóða. A blaðsíðu 95 hefst kvæði, er “Kvöldganga” nefnist, yndisþýtt og ómrænt. Er þriðja er- indið á þessa leið : “Gekk ég á Lágafell, leit yfir heiðina; ljósgeislaveiðina óf inn í trega míns traf, Leiftur af Másvatni leituðu að ómunum, lofgjörðar hljómunum dýrstu, sem drottinn mér gaf. Norður a fellsbungu för mína laðaði, fjallstinda baðaði ljóminn af lækkandi sól. Öræfin ljósrauð í landsuðri glóðu. Lambafjöll stóðu þögul í kvöldroða kjól.” 1 ljóði einu á bls. 50, ‘ ‘ Skrýðir morgunn ský og tinda,” hljóðar síðasta stefið þannig: “Jarðarbörn til einnar ættar eðlisþætti sína rekja; leita’ á sama sólskins haf. Kend og hyggja þúsund þættar af þúsund strengjum samhljóm vekja, þeim til lofs, er lífið gaf.” Gullfagurt kvæði, “ Aftansöngur”, birtist á bls. 85. Ristir skóldið þar víða djúpt. Þannig er næstsíðasta erindið: “Yordagar ljósu! Vonarlendur fríðu! Vinátta, drenglund, fágun andarstáls, ástúðardjúp, sem ert í brjósti þýðu, atorkuþróttur kærleiks fórnarbáls, —rísið í hilling, kallið mjúkt til moldar, mjúkt og þó sterkt. 0g heyr þú lands míns drótt! Dagurinn líður, dofnar ljómi foldar, dimmir á sæ. En morg^unn fylgir nótt.” / Næsta ólík blæbrigði, koma fram í kvæðinu “Útsynningur”, á bls. 126: “Fjallið hvíta byrstir brá; bvljir í hlíðum hvata. Svartamyrkur sígur á. Senn er engra’ að rata. Eins og brimi barin steinn Bæjar ymja þekjur. “Hann, sem nú er úti einn, óró mína vekur. Hafir þú frétt um hagi manns, heill þig styðji’ og leiði. Gleðin mín og gleðin hans gróa á sama meiði.” Minna kvíða mættir þú, munarhlýi svanninn. Vorsins dísir, von og trú, vefja faðmi’ um manninn. Það er 6lfki ófyrirsynju, að Sigurjón Frið- jónsson telur sig til hinna ómrœnu skálda, því hann er með köflum slíkur strengleikameistari, að vel má jafna við Guðmund heitinn Guð- mundsson. — Á bls. 132 standa eftirfarandi vísur, mjúkstrengjaðar og mildar, eins og sjálfskapaðar til söngs: “Líður um sveitina sunnanblær. 'Svellblettir glitfa í haga. Réttar tvær stundir röðull skær rennur um daga; rennur um skammvinna daga. Líður um sveitina sunnanblær, sinunni mjúklega vaggar. Saknaðarljóðið, sem lifnaði’ í gær, les hann og þaggar; les hann og hvíslandi þaggar. Hvíslar að sinunni sunnanblær: Sofnuð er rós á engi. Ljóðið um sumar, sem lifnaði’ í gær, líður um strengi; Líður um hljóðláta strengi. Hvíslar að sveitinni sunnan blær: Senn fær þú hvíta trafið. Ljóðið um sumar, sem lifnaði ’ í gær, leitar á hafið. Leitar á eilífðarhafið. ” Alveg ljómandi fallegt kvæði, “Æfintýri”, hefst á bls. 252. Er upphafsstef þess þannig: “1 ljósdýrð rann vorsól um himinsins höf og hlýjaði ástanna tíð. Á geislabekk sátu þær Gleði og Von við glitsaum og tónlistarsmíð. En bak við þær Skuggi stóð álengdar einn við ímvndan hnígandi dags og sorgarþráð hljóðlátur, hugsandi óf í hljómgrann hvers fagnaðarlagis. ” Nokkrar þýðingar úr Norðurlandamálum, er að finna í ljóðmælum Sigurjóns, flestar eftir þó Joh. Jorgensen og E. A. Karlfeldt, prýði- lega vandaðar, að því er frekast verður séð. — Sú er ætlan vor, að þjóð vor muni skipa Sigur- jóni Friðjónssyni, tryggan sess í hópi íslenzkra alþýðuskálda, — hefir hann til þess unnið mörg- um fremur. Ljóð hans era yfirleitt þannig gerð, að fátt er þar smíðalýta, auk þess sem um þau leikur andvari fölskvalausrar ættjarðar- ástar, heilbrigðs vitsmunalífs, hreinlundar og kjarks. Viljum vér að endingu þakka höfundinum þaiui góðvilja, að senda oss Ljóðbók sína til yf- irlits. Ingólfsmálið Vestur-íslendingar eru komnir í stóra þakklætis- skuld við hr. Jónas Pálsson fyrir það, sem hann hefir á sig lagt til þess að kynna sér eins rækilega og hann hefir-gert alla málavöxtu í sambandi við hið svo nefnda Ingólfsmál og fyrir hvað greinilega og djarfmannlega hann hefir um það ritað. Það hefir leitt yfir hann persónulega ónot og illvilja og skammir úr vissri átt, en það hefir leitt það af sér, að augu fjöldans hafa opnast og viðhorf málsins hefir alveg breyzt. Hirð- skáld heimfararnefndarinnar eru hætt að hafa þetta mál að skopi, því nú er jafnvel þeim orðið ljóst, að góðverk Þjóðræknisfélagsins í garð Ingólfs er það eitt aS hafa svift hann sjóðnum, sem almenningur gaf honum til styrktar. Yfirleitt eru menn nú búnir að átta sig á því, að hér er um alvörumál svo mikið að ræða, að meðferð þess beinlinis snertir þjóðarsóma okkar Vestur-í4lendinga. Hjá því verður þvi ekki lengur komist, að Þjóðræknisfélagið geri hreint fyrir sínum dyrum. Almenningsálitið krefst þess, að á næsta árs- þingi þess, sem kemur saman í næstu viku, segi það til um, hvers vegna það tók afgang sjóðsins af nefnd þeirri, sem almenningur kaus, og stakk honum i sinn vasa; hvers vegna það hefir verið alveg aðgerðarlaust í þessu máli í fjögur ár; og, hvort það ætlar að dauf- heyrast við beiðni. þeirri um hjálp, er komið hefir frá Ingólfi Ingólfssyni sjálfum og birt hefir vierið í Lög- bergi, og í stað þess nota þessa peninga sjálfu sér til gagns og gamans. . Það er samt helzt að sjá, að leiðtogar Þjóðræknis- félagsins hugsi sér að humma þetta mál alveg fram af sér, því nú er búið að birta dagskrá næsta Þjóðrækn- isfélagsþings, og þar hefir Ingólfsmálið ekki verið látið komast að. Verði sú leið farin, geta meölimir Þjóð- ræknisfélagsiris ekki kvartað, þó almenningsálitið kveði upp ómildan dóm yfir félaginu og meðferð þess á þessu máli. Eg verð að játa, að öll meðferð Þjóðræknisfélags- ins á þessu Ingólfsmáli er mínum skilningi ofvaxin. Hvernig mál þetta—eöa réttara sagt sjpðurinn—komst í þess hendur, hefir enn ekki verið fyllilega skýrt. Hvernig það hugsar sér að réttlæta það, að'slá eign sinni á sjóðinn, og framkomu sína yfirleitt, síðan það “tók þetta mál að sér,” er mér hulin ráðgáta. Það er fyrir löngu fcúið að sýna fram á það og sanna, að félaginu sem félagi var aldrei falið þetta mál. Út í þá sálma er því óþarfi að fara að þessu sinni. En mér finst það eiga við, svona rétt fyrir árs- þing félagsins, að rifja upp, með hvaða hætti málið komst í hendur félagsins, og hvaða aídrif það hefir fengið í þess höndum. Eins og allir muna, kom málið upp í fyrstu á milli þinga, og fyrir næsta ársþing félagsins var búið að lúka við allar þær framkvæmdir, sem enn hafa átt sér stað í þessu máli. Á næsta þingi (árið 1925J komst þetta mál á einhvern hátt á dagskrá, en það virðist sdri jafn- vel þá hafi verið eiríblínt á sjóðinn, því málið er sett á dagskrá sem “Varnarsjóður Ingólfs Ingólfssonar.” Eg vil að menn festi það í httga, að þetta er í fyrsta, og síðasta og eéna sinn, sem Ingólfsmálið hefir komist á dagskrá á nokkru ársþingi Þjóðræknisfélagsins alt fTam á þennan dag. Það má teljast afar einkennilegt—hafi það verið skilningur nefndarinnar, sem kosin var á hinum al- menna fundi, sem haldinn var 19. desember 1924, að henni bæri ^ð skila af sér til Þjóðræknisfélagsins —• að mál þetta kemur inn á ársþing félagsins 1925, án þess að því fylgi nokkur skýrsla frá nefndinni, er skýri frá því, hvenær og á hvern hátt mál þetta varð að félagsmáli, hvað hafi þegar verið starfað í því, og hvað nefndin leggi til að frekar verði gert. Arnljótur B. Olson, einn meðlimur þeirrar nefndar, segir það afdráttarlaust í grein sinni í Lögbergi 24. janúar 1929, að á það hafi aldrei verið minst á neinum fundi nefnd- arinnar, að hún skilaði af sér eða gæfi nokkra skýrslu til Þjóðræknisfélagsins, og að það hafi því komið alveg flatt upp á sig, þegar komið var með þetta mál inn á þing. Engin slík skýrsla var lögð fram, og nefndin hafði ekki einu sinni búið sig út með skýrslu yfir sam- skotin í Ingólfssjóðinn og útgjöld nefndarinnar í sam- bandi við það mál. Það var ekki fyr en á þriðja og síðasta degi þingsins að slík skýrsla um samskotaféð varð til. Hefir hr. Sigfús Halldórs, ritari félagsins, bókað þetta í fundargerðabók félagsins (Tímarit VII, bls. 138) á þessa leið: “Að loknum (embættismabna) kosningum var Ing- ólfsmálið tekið fyrir á ný. Kvað forseti stjórnar- nefndina vilja gera þiriginu reikningsskil fyrir sam- skotafénu, en til þess þyrfti hún að ganga af þing- fundi fáeinar mínútur. Var samþ, að málið skyldi ekki frekar rætt unz stjórnarnefndin hefði skilað af sér. Tók séra Jónas A. Sigurðsson forsetastólinn, meðan fráfarandi stjórnarnefnd gekk af fundi.” Skýrsla sú, sem nefndin svo lagði fram, var ein- göngu skýrsla um samskotin og útgjöld úr samskota- sjóðnum. Það liggur því í augum uppi, að hugmyndin um aö athenda Þjoðræknis'félaginu þetta mál varð ekki til á hinum almenna fundi, sem haldinn var 19. desem- ber 1924, né heldur á nokkrum fundi nefndarinnar fyr- ir ársþingið 1925, en byggist á einhverri æðri opinber- un á elleftu stundu. Vonandi fær almenningur að vita, á sínum tíma, úr hvaða átt sú opinberun kom. Á þinginu 1925 var varnarsjóðsmáli Ingólfs Ingólfs- sonar vísað til þriggja manna nefndar, og voru í henni Árni G. Eggertsson, lögmaður, Ivar Hjartarson og Guðmundur Fjeldsted. Þessir menn lögðu sig aha fram til þess að kynna sér gögn þau, sem lágu fyrir hendi, og höfðu alhr einlægan áhuga á því að leiða þetta mál til farsællegra lykta. Nefnd þessi lagði fram skriflega skýrslu og komimeð ákveðnar tillögur. Hr. Árni G. Eggertsson hélt enn fremur langa ræðu til þess að skýra málið sem greinilegast og gera grein fyrir tillögum nefndarinnar. öllum, sem þá ræðu heyrðu, kemur saman um, að ræðumaðurinn hafi gengið prýðilega vel frá máli sínu. En það virðist nú ljóst að eitthvað hafi verið að gerast á bak við tjöldin, því engin tillaga þessarar nefndar var tekin til greina. í sl^ð nefndarálitsins var, eftir mikið þras, gerð samþykt, (er gat þýtt miki6 eða lítið, eftir því hvaða skilningur var í hana lagður), syohljóðandi: ‘T því trausti, að stjórnarnefnd félagsins reyni að afla sér upplýsinga um, hvort ekki megi frekar létta raunir Ingólfs Ingólfssonar, og í því trausti að hún verji ekki fé úr sjóði þeim, er við nafn hans er tengd- ur, í öðru skyni, til næsta þings, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá.” * Þetta riægði til þess að stöðva allar framkvæmdir en hafa þó alla góða í bili. Um það hefir verið séð, að Ingólfsmálið hefir aldrei síðan verið sett á dagskrá Þjóðræknisfélagsins. Á þinginu 192Ó vikur séra Jónas ! A. Sigurðsson að Ingólfsmálinu í ársskýrslu sinni á þessa leið: “Viðvíkjandi Ingólfi Ingólfssyni, nú i Prince Albert, Sask., hefi eg haft nokkur bréfaskifti við menn. Spurði eg hlutaðeigandi fangavörð, í Prince Albert um heilsu og hag Ingólfs, hvort vart hefði orðið brjálsemi í fari hans og hvort hann þyrfti á nokkurn hátt aðstoðar. Er svar .fangavarða nýkomið í mínar hendur. Kveður hann hag Ingólfs góðan og tekur fram, að yfirlæknir fangahússins hafi aldrei skýrt frá, að 'Ingólfur hafi sýrit þess nokkur merki, að hann væri andlega vanheill.” Það tók heilt ár að fá þessar mikilvægu upplýsingar, því séra Jónas tekur það greinilega fram, að “svar” þetta sé “nýkomið” í sínar hendur 24. febrúar 1926. Þessar upplýsingar telur séra Jónas og Þjóðræknisfélagið fullnægjandi. 'Samt ber “svar” þetta það með sér, að um enga læknisskoðun á Ingólfi, til þess að ganga úr skugga um hans andlega hefilbrigðisástand, hafði verið beðið, og að engin slík læknis- skoðun hafði átt sér stað. “Svar- ið” segir ekki einu sinni, að fanga- vörðurinn hafi lagt það á sig að spyrja yfirlæknirinn um álit hans um andlegt heilbrigðisástand Ing- ólfs, því þar er aðeins sagt, að yfir- læknirinn “hafi aldrei skýrt frá, að Ingólfur hafi sýnt þess nokkur merki, að hann væri andlega van- heill.” Með þessu er ekki einu sinni sagt, að yfirlæknirinn hafi svo mikið sem séð Ingólf eða viti, að nokkur slíkur maður sé til. Mikið dásamlegt ársstarf er þetta í þarfir fangans. Ekki er að efast um einlægnina og áhugann og dugnaðinn, þegar öðru eins er af- kastað á ekki lengri tíma. Ekki er heldur að furða sig á því, þó menn, með önnur eins afreksverk að Ibaki sér, fynni til þess sjálfir, að þegar þeir fara að beita sér fyrir í öðrum málum, þá sé þess engin þörf að færa nokkur rök máli sínu til stuðnings, en það eitt nægi, að segja: “Sjáið nöfnin!” Eg get samt ekki að því gert, að mér er þessi skýring ónóg. Mér finst þetta vera aðeins ömurlegt, málamynda kák. Þeir, sem fylgd- ust með Westgate morðmálinu hér í Winnipeg síðastliðið haust, vita, hvað langt “svar” þetta nær. Þar sat maður í kviðdómi í fleiri daga, og þeir, sem með honum störfuðu í kviðdóminum, báru það fyrir rétti, að þeir hefðu ekki orðið varir við neitt athugavert við hann. Samt sýndi læknisskoðun og vitnisburð- ur lækna það, að maður þessi var svo geggjaður að óhjákvæmilegt varð að skipa nýja rannsókn í mál- inu. Hefði stjórnarnefrid Þjóðræknis- félagsins undir forystu séra Jónasar verið nokkur alvara með þetta mál, þá hefði hún ekki verið að gutla við það í heilt ár með bréfaskriftum og látið dýrmætasta tímann liða hjá, heldur hefði hún sent Dr. Mathers til Prince Albert eins fljótt og mögulegt var eftir ársþing Þjóð- ræknisfélagsins til þess að skoða Ingólf og gefa álit sitt um hans andlega heilbrigðisástand. Þessi skýring séra Jónasar er lát- in nægja til þess að sýna það og sanna, að nú sé verkinu lokið, því • nú sé Þjóðræknisfélagið með þessu ársstarfi sínu búið “að gera alt fyrir þennan óhamingjumann, sem t mannlegu valdi stæði, til þess að hann mætti ná fullum rétti sínum.” Þetta er samt aðeins inngahgur, til þess að búa menn undir það, sem á ,eftir á að koma. Sjálft smiðs- höggið er eftir, sem er, að ráðstafa sjóðnum. Síðar í skýrslu sinni ber forsetinn fram ákveðnar tillögur, er hann telur sjálfsagt að “áreiðan- lega myndu vekja nýtt líf og nýjan áhuga meðal Islendinga austan hafs og vestan." Ein af þessum tillög- um, sem á að vekja nýtt líf og nýj - an áhuga, ekki aðeins meðal íslend- inga hérna megin hafsins, heldur einnig heima á íslandi, er tillaga, sem fer fram á það, að félagið leggi undir sig afgang Ingólfssjóðs- ins. Tillaga sú er á þessa leið: “10. Að leggja nú þegar grund - völl að veglegu félagsheimili í Win- nipeg-borg, sem miðstöð fyrir ís- lenzkt félagslif, — gesti, íþróttir, lestrarsal, 'bókasafn og bóksölu ís- lenzkra foóka og folaða. Tel eg af- gangi þeitn, af Ingólfssjóði, sent nú t er í vörzlum félagsstjórnar, til einskis betur varið en að byrja með honum sjóð fyrir slíka stofnun." Til einskis betur varið! Prestslega talað! Sjálfsagt hefir þessi tillaga vakið nýtt líf og nýjan áhuga hjá Ingólfi, sem með þessu var tilkynt, að hér eftir mætti hann alveg eiga sig, því, þó peningarnir hefðtt verið gefnir honum til styrktar, þá væri nú bfþð að uppgötva það, að þeim væri betur varið'—til einskis ann- ars betur varið—en að byggja skemflihöll fyriir Þjóðræknisfélag- ið. Mál þetta var tekið fyrir af þinginu, ekki sem Ingólfsmál, held- ur sem félagsheimilismál. Því var vísað til þriggja manna nefndar, og voru í henni þeir séra Rögnvaldur Pétursson, Árni Eggertsson (Tiinn eldri) og Hjálmar Gíslason. í fundargerðabók félagsins (Tíma- rit VIII, fols. 109) er þannig sagt frá skýrslu þessarar nefndar: “Þá kom fram álit félagsheimilis- nefndarinnar. Talaði Árni Egg- ertsson fyrir álitinu og var því og rœðu hcuis fagnað með lófaklappi■" Og lófaklappið var, meðal annars, yfir þessari tillögu: “3. Samkvæmt bendingu forseta leggur nefndin það til, að sá af- gangur af varnarsjóði Ingólfs Ing- ólfssonar, sem nú er í vörzlum fé- lagsstjórnar, sé lagður til þessa fyr- irtækis, sem byrjunarsjóður til þess- arar húsbyggingar.” (Það er eftir- tektarvert, að bæði í ársskýrslu séra Jónasar og eins í nefndaráliti þessu, er talað um Ingólfssjóðinn sem sjóð, er sé “í vörzlum félagsstjórnar” en ekki, sem .gjóð, er sé í vörzlum fé- lagsins. Þetta orðalag er því auð- sjáanlega viðhaft af ásettu ráði og bendir greinilega til þess, að það var jafnvel þá skilið, að félagið sem félag hafði ekkert yfir sjóðn- um að segjaj. Þessi ráðstöfun Ingólfssjóðsins var að lokum samþykt með 41 at- kvæði gegn 10. Síðan var kosin þriggja manna milliþinganefnd, tií þess að starfa að félagsheimilis- málum. Sú nefnd skýrði frá þvi á næsta þingi (árið 1927) að “þótt leyfi fengi hún hjá þinginu, að nota leyfar Ingólfssjóðsins, þá veittist henni það umboð of seint, ekki fyr en í júlí-mánuði—til þess að henni þætti ráðlegt að festa kaup í bæjar- lóð.” Það er því ekki af neinni meðaumkun með Ingólfi að pen- ingarnir hafa ekki enn verið notaðir til lóðakaupa. Það er búið að taka þá af Ingólfi eins greinilega og hugsast getur, og það fyrir þremur árum. Ábyrgðin fyrir þetta ógæfuspor hvílir aðallega á fjórum mönnum. Fyrst og fremst á séra Jónasi A. Sigurðssyni, sem upptökin á að til- lögunni, en svo næst á þingnefnd- inni, þeim séra Rögnvaldi Péturs- syni, Árna Eggertssyni (hinum eldri) og Hjálmari Gíslasyni, sem tóku þá ábyrgð á sig að mæla með þessu við þingið, þrátt fyrir upp- lýsingar þær, sem lágu fyrir hendi, þar á meðal álit tveggja lögmanna, um, að félagið hefði engan laga- legan rétt til þess að ráðstafa þessu samskotafé á þennan hátt. En fé- lagið, sem heild ber lagalega ábyrgð á þessum gjörðum sínum, og allir meðlimir þess sem einstaklingar bera einnig siðferðislega ábyrgð á þessu, ef þeir láta við svo búið standa og hreinsa ekki fyrir sínum dyrum á næsta þingi. I Heimskringlu 14. nóvember 1928 talar séra Ragnar E. Kvaran um afgang þann af Ingólfssjóðnum, sem félagið sló eign sinni á, sem fé, er Þjóðræknisfélagið hafi “verið styrkt með umfram nauðsyn.” Segj um nú sem svo að það væri satt, að fé þetta hefði verið gefiðl til styrkt- ar Þjóðræknisfélaginu,—sem eg neita afdráttarlaust—þá veit eg, að séra Ragnari dettur ekki i hug að neita því, a"ð sá styrkur var gefinn í þeim eina tilgangi, að hann yrðí notaður í sambandi við nauðsynlegt starf í þarfir Ingólfs. Hver á þá að segja til um það, hvenær því starfi sé lokið og hvenær sé búið ‘að gera alt fyrir þennan óham- ingjumann, sem i mannlegu valdi stæði, til þess að hann mætti ná fullum rétti sírium?” Ef það er rétt, að það heyri eingöngu undir Þjóðræknisfélagið að segja fyrir um það, þá hefði Þjóðræknisfélag- ið haft fullan rétt til þess að segja, þegar eg kom að vestan frá því að tala við Ingólf, að þýðingarlaust væri að halda lengra, og þá hefðí byggingarsjóðurinn orðið að mun stærri. Það hefði þá, meira að segja, haft fullkominn rétt til þess að gera ekkert annað en það að “hafa nokkur bréfaskifti við menn” og spyrja “hlutaðeigandi fanga- vörð,” “hvort vart hefði orðið” sakleysi Ingólfs, og skýra svo frá því hátíðlega á næsta ársþingi fé- lagsins, að það væri “nýkomið” svar á þá leið, að Ingólfur hefði verið hengdur lögum samkvæmt 4. febrú- ar 1925, eins og til stóð, og því hefði nefndinni ekki enzt tími til þess að hafa nokkrar framkvæmdir t málinu. Eg er sannfærður um, að hvorugt af þessu hefði almenningur gert sér að góðu. Samt, ef skoðun séra Ragnars er rétt, þá kom almenningi þetta ekkert við, því, ef því er hald- ið fram (sem hann virðist gera), að fé þetta hafi verið gefið til Þjóð- ræknisfélagsins skilyrðislaust, þá átti það frá byrjun allan sjóðinn-, og það var þvi af einskærum brjóst- gæðum og mannúð að það notaði nokkurt einasta cent í þarfir Ing- ólfs, því það “mátti gera hvem skrambann sem því sýndist við þessa peninga,” eins og hr. Sigfús Halldórs kemst að orði. Það er engan skynsamlegan greinarmun hægt að gera á sjóðnum sem heild og því, sem vanalega er nefnt af- gangur sjóðsins, í þessu tilliti. Annaðhvort hefir Þjóðræknisfélag- ið átt allan sjóðinn frá byrjun, eða það hefir aldrei átt eitt einasta cent í honurii. Nema þvi sé því haldið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.