Lögberg - 21.02.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.02.1929, Blaðsíða 8
Bl3. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1929 Robin Hood er mæli- kvarði þess sem ágæt- aster. Kajjpmenn sem höndla það hafa áieið- anlega góðar vörur af öðrum tegundum. RobinHood FLOUR Úr bænum. Þessa gesti urðum vér varið við í borginni í vikunni sem leið: Björgvin J. Björnsson, elevator- starfsmann í þjónustu Nelson byggingafélagsins; Guðmund Sig- urðsson, Ashern; Halldór Er- lendsson, Arborg; H. B. Skapta- son, Glenboro; Björn B. Jónsson, Gimli, og B. G. Thorvaldsson, Piney, iRÍan. Laugardaginn þann 9. þ. m., lézt að heimili sínu, Lundar, Man., Einar Þorleifsson, sjötíu og tveggja ára að aldri. Hann var jarðsunginn frá lútersku kirkju Grunnavatns safnaðar, af séra Jóhanni Bjarnasyni, mánudaginn þann 18. Baamein hans var krabbi. Einar heit. lætur eftir sig ekkju, ásamt sex börnum, þrjá sonu og þrjár dætur. Dr. Tweed, tannlæknir, verður staddur í Árborg fimtudaginn þ. 28. febrúar og föstudaginn þann 1. marz. Er þetta breyting frá auglýsingu hans í síðasta blaði. Þann 1. febr. s.l. andaðist að heimili sínu að Lundar,, merkis- konan Þórdís Magnúsdóttir, kona Mr. Magnúsar Gíslasonar, á öðru ári yfir sjötugt, fædd í Sauðeyjum í Barðastrandarsýslu þ. 12. maí 1857. Hana lifa eiginmaðurinn og fjögur börn þeirra. Þau eru: Guðrún, kona Mr. Snæbjörns Ein- arssonar, kaupmanns að Lundar; Jóhann, er verið hefir með for- eldrum sínum; Jens, búsettur í Seattle, Wash.; og Helga, kona séra Stefáns Björnssonar á Hólm- um í Reyðarfirði. Bróðir Þórdís- ar sál. er Mr. Pétur Magnússon á Gimli. Var hann viðstaddur jarðarförina o.g sömuleiðis Mr. Carl Björnsson, dóttursonur hinnar látnu, er ásamt Jóhanni móðurbróður sínum hafði verið stöðugt við sjúkrabeð ömmu sinn- ar banaleguna í gegn, er varaði um hálfan mánuð. Kom frá skóla- námi í Winnipeg til að sýna þá rækt. — Jarðarförin, er var fjöl- menn, fór fram frá heimili hinnar látnu þ. 7. febr. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Föstudaginn 8. febr. s. 1., voru gift í Bowling Green, Ohio, Miss Mildred Clausen og Hrólfur And- erson. Hjónavígsluna fram- kvæmdi lúterskur prestur, séra J. L. Smith. Brúðurin er af norsk- um ættum, frá Kingston, N. Y., en brúðguminn er sonum Mr. og Mrs. A. Anderson, 620 Simcoe St., Win- nipeg. Framtiðarheimili ungu hjónanna verður í Detroit, Mich. Messuboð. Guðsþjónustur í Vatnabygðum eftirtalda sunnudaga: 24. febr.: Wynyrad kl. 2 síðd.; Elfros kl. 7.30 (á ensku) — 3. marz: Foam Lake, kl. 2 síðd. 10. marz: Mozart kl. 2; Elfros kl. 7.30 sid. (á ensku). 17. marz: Foam Lake, kl. 2 síðd. 24. marz: Kandahar kl. 2; Elf- ros kl. 7.30 síðd. (á ensku). 28. marz (skírd.): Foam Lake, kl. 7 síðdegis. 29. marz (föstud. langa): Elf- ros kl. 2; Leslie kl. 7 síðd. Páskadag 21. marz: Kandahar, kl. 2; Mozart kl. 7 síðd. Annan páskadga 1. apríl: Wyn- yard kl. 2; Leslie kl. 7 síðd. 8. apríl (páska guðsþjónustur): Elfros kl. 11 árd., Hólar kl. 3 síðd. Elfros kl. 7.30 síd. (á ensku). Fólk er beðið að festa þetta í jr.inni og fjölmenna Allir boðnir og velkomnir. Vinsamlegast. C. J. O. Stúdentar!, íslenzka stúdentafélagið hefir á þessu ári legið í dái. — Fundur verður haldinn í Jóns Bjarnason- ar skóla mánudagskveldið þ. 25. febrúar, kl. 8, til að gefa stúdent- um tækifæri til að lífga það við aftur. Allir stúdentar eru beðn- ir að sækja þennan fund. Stjómarnefndin. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega að Langruth næsta Sunnudag, þ. 24. febr., á venjul. stað og tíma. Fólk er beðið að veita þessu athygli og að koma til messu. Látin er á spítala hér í bænum þ. 31. jan. s.l., ung, íslenzk, góð kona, Mrs* Kristín Sigfríður Backman, kona Mr. Guðna Back- man að Clarkleigh, Man. Líkið ar sent frá útfararstofu A. S. Bardals til Lundar og fór jarðar- förin fram frá kirkjunni þar þ. 7. febr., að viðstöddum fjölda fólks. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Hin látna unga kona lætur eftir sig, auk eiginmannsins, fimm börn, það elzta níu ára, og for- eldra og níu systkini. Foreldrar hennar eru Mr. Sigurbjörn Bene- diktsson og Kristveig Jónsdóttir kona hans. Þau búa í Grunna- vatnsbygð, en bjuggu áður fyrrum í grend við íslendingafljót; þar var Mrs. Backman sál. fædd þ. 7. maí 1899. — Mjög djúp og innileg hluttekning allra kunnugra er með ástvinunum í sambandi við burtköllun hinnar góðu ungu konu.— Samkepni í framsögn Síðan að íslenzka Stúdentafé- lagið lagði niður starf, hefir um leið lagst niður hin árlega mælskusamkepni og kappræður um Brandsons bikarinn, er félag- ið hafði með höndum. Þessi ár- lega samkepni var sterkur þáttur í viðhaldi íslenzkunnar meðal hinna yngri og einnig æfing í að koma fram fyrir almenning. t Nú hefir stjórnarnefnd deildar- innar Frón ákveðið að endurvekja þessa árlegu samkepni í dálítið Öðru formi, og ef það tekst, yrði hún óbeinlínis bæði örfun og á- framhald af hinni íslenzku kenslu, er deildin hefir með höndum í Winnipeg. Hugmyndin er í fáum orðum þessi: Að samkepnin sé haldin í Win- nipeg seinni partinn í marzmán- uði; að í samkepninni taki þátt börn upp að 16 ára aldri, og sé þeim skift í tvær deildir, innan 12 ára og yfir 12 ára; að börnin velji sjálf eða einhver fyrir þau viðeigandi kvæði íslenzkt til að segja fram; að þprn utan af landi megi taka þátt í samkepninni; að viðeigandi verðlaun séu gefin í báðum dpildunum; að skemtikvöld sé haft fyrir þátttakendur, fyrir eða eftir samkepnina. Mikið er undir því komið, að þessi fyrsta samkepni takist vel og að margir gefi sig fram að taka þátt í henni, því undir því er komið, hvort hægt er að gera eamkepnina að ákveðnu starfi deildarinnar, og máske fleiri deilda út um bygðir íslendinga. Nú vil eg biðja alla, er vilja taka þátt í samkepninni, að gera n^ér undirrituðum aðvart sem allra fyrst, bréflega eða munn- lega, þæði hér í bænum og út um bygðir, svo hægt sé að gera allan undirbúning sem beztan. Bergthór E. Johnson, 1016 Dominion St., “Forseti Fróns.” Ársþing Þjóðræknisfélagsins verður sett kl. 10 árdegis, mið- vikudaginn 27. þ.m. í Goodtempl- arahúsinu. — Að kvöldi þess dags kl. 8, verður ókeypis samkoma fyr- ir allan almenning, þar sem séra Jónas A. Sigurðsson flytur er- indi. Canada framtíðarlandið Loftslag í Alberta er mjög viðfeldið og yfirleitt má svo að orði kveða, að veðráttan sé hin ákjósanlegasta fyrir landbúnað og allan jarðargróður. Stundum verður að vísu all-kalt á vetrum, en þó eigi sem í hinum Sléttufylkj- unum. Sumrin eru hlý og ein- stöku sinnum steikjandi hitar. Þó fylgja því nær undantekning- arlaust svalar og hressandi næt- ur. Þetta gerir það að verkum, að korn og annar gróður jarðarr innar, þrífst vel. Víðast hvar er nægilegt regn, þótt fyrir komi að vísu í sumum pörtum, að ofþurk- ar valdi nokkru tjóni. Suður-Alberta er nafnkunnugt fyrir Chinook vindana. Þetta eru þurrvindar, ýmist af vestri eða suðvestri. Áhrif Chinook vindanna, eru afar einkennileg, og ekki hvað sízt, að vetrarlaginu'. Landið get- ur alt verið hulið fannblæju og frosthæðin. getur verið talsvert mikil. En þegar vindar þessir taka að blása, hlýnar alt í einu veðri, verður eins og komið væri fram á vor. Stundum kemur það fyrir, undír slíkum kringumstæð- um, að snjó allan leysir á tiltölu- lega fáum klukkustundum. Hið létta snjófall í suðurfylkinu, hef- ir gert bygðarlögin þar mjög að reglulegri paradís fyrir gripa- ræktarmenn. Þótt áhrifa Chinook vindanna gæti að vísu mest í Súðurfylkinu, þá ber samt alt fylkið þeirra nkkurra menja, einkum þá vest- urhlutinn. Eitt með því fyrsta, sem vænt- anlegir innflytjendur hafa í huga, er veðráttufarið. Það er óhætt að fullyrða að þeir, sem þegar hafa tekið sér bólfestu í fylkinu, sé undantekningarlaust ánægðir, hvað það áhrærir. Vetrarmánuðirnir í Alberta, sem og í hinum tveim Sléttufylkjun- um, eru sá tími, sem að jafnaði er erfiðastur og margir bera mestan kvíðboga fyrir. Frostið verður stundum fjörutíu stig, en þannig stendur það sjaldnast nema dag eða svo, og oft ekki nema fáar klukustundir í einu. Yfir höfuð eru vetrarnir skemtÞ legir, hreinviðri dag frá degi, svo að segja undantekningarlaust. í suðurhlutanum, eins og þegar hefir verið bent á, koma oft hlý- viðri um háveturinn, svo að lík- ara er vori. Stundum liggur þar snjór á jörðu nokkrar vikur i senn, en slíkt er þó harla sjald- gæft. Chinook vindarnir fara stundum æði geyst, en valda þó aldrei tjóni. í Mið- og Norðurfylkinu fellur nokkru meiri snjór og liggur að jafnaði lengur á jörðu. Er þar því oft langtímum saman hið á- gætasta sleðafæri, og er þá líka óspart notað, bæði til aðdrátta og skemtiferða. Mollu- eða saggaloft þekkist ekki í fylkinu. Að vetrinum til eru sólheiðir dagar, engu síður en á sumrum. Snjóa leysir að jafnaði fyr í Alberta, en hinum Sléttufylkjunujn. Þó byrjar sán- ing þar venjulega heldur seinna. í suðurhlutanum eru bændur að vísu iðulega teknir að stunda jarðyrkju í marz-mánuði, og í Norður-Alberta, fer sáning venju- lega fram það snemma, að henni er lokið að fullu í maí. Gróðrar- ROSE THEATRE Sargent and Arlington Fallegasta leikhúsið í vest- urhluta borgarinnar. Fimtud. Föstud. Laugard. Þessa viku WILLIAM FOX kemur með Victor McLaglen í leiknum “THE RIVER PIRATE” Vor sérstaka mynd með hljóði. Yellow Cameo No. 10 Mánud. Þriðjud. Miðvikud. næstu viku. Annar sérkenniíegur leikur með HLJÓMI John Barrymore í leiknum “TEMPEST” Á hinum rauðu dögum Rússlands Comedy — News tíminn er ekki langur. Jurtagróð- ur allur gengur framúrskarandi fljótt fyrir sér. Veldur þar mest um hiti og nægilegt regn. Byrj- að er alment að vinna á nýjum löndum í júnímánuði. Er jarðveg- urinn um það leyti gljúpastur og þægilegastur fyrir plóginn. Sú er venjan, að þá er sáningu er lokið, taka bændur að ryðja eða brjóta ný lönd. Því hefir verið haldið fram, að jurtagróður og uppskera þrifist eigi vel á svæðum þeim, er 'hátt liggja. Svo er þó í raun og veru ekki, þegar öllu er á botninn | hvolft. Hinir löngu og sólríku dagar ^ hálendisins, flýta fyrir þro3ka og gróðri allra uppskerutegunda. Þegar lengstur er dagurinn að sumarlaginu, er svona hálfrökkv- að kl. tíu að kveldinu, en um klukkan þrjú fer aftur að roða af nýjum degi. Meðan blómtíminn stendur yfiri, er loftið þrungið af gróðrarangan. Sýnist landið þá, í hvaða átt sem litið er, eins og fagurgrænn flosdúkur. Víða get- ur að líta skrúðga runna með |villirósum og kirsiberjum Gras- j vöxturinn er það mikill, að stund- um nemur hæð þess frá tveim fetum. Sumurin eru ekki löng, eða réttara sagt hitatími þeirra. Eft- ir vorregnið, er veitir jörðinni víðast hvar nægan raka til fram- leiðslu góðrar uppskeru, tekur við sjálfur gróðrarkaflinn, venju- legast heitur og þur. Þannig lag- að veðráttufar er einkar hag- stætt, að því er kornræktina á- hrærir, einkum og sérílagi |þö hveiti. Er hveiti það, sem sprUtur und- ir slíkum kringumstæðum, harð- gert og sterkt. — Meira er að jafnaði um þurka í suðurhlutan fylkisins og er hveitið þar alt af, það sem kallað er harðhveiti. Lengra norður á bóginn er jarðvegurinn dekkri, þar er meira um regn, og hafra- uppskeran þar því afar mikil. Er mikið af höfrum notað til gripa- uppeldis. Á nýræktuðum löndum helzt grasið að jafnaði miklu lengur grænt, en á þeim, er lengi hafa verið undir rækt. Jafnvel á allra heitasta kafla sumarsins, eru næturnar svalar og hressandi og veita því góða hvíld. Saggi þekkist varla á þeim tíma árs og kemur það sér vel fyrir uppskeruna og forðar henni frá ryði. Margir telja haustmánuðina fegurstá og skemtilegasta tímabil ársins. í september og október er veðrið að jafnaði bjart, heil- næmt og hressandi. Er sá tími enda mjög notaður úti við meðal annars til íþrótta iðkana. Stund- um ber það til, að haustin eru fremur þur, og það meir en á- kjósanlegt er, með tilliti til næsta árs uppskeru. Mikið er um veiði- farir að haustinu til, enda nóg til fanga. Að loknum slætti, er kornið dregið saman og þreskt um sömu mundir. Aðeins hið þreskta korn er látið í hlöður, en etráinu er hrúgað upp í háa stakka, og það síðar notað með öðru fóðri handa hestum og naut- gripum. BJÖRG FREDERICKSON Teacher of Piano Ste 8, Acadia Apts. Victor St. Telephone: 30 154 Hænu ungar, sem verða beztu varphænur í Canada; ábýrgst að ungarnir komi allir lifandi. Skýrsla um kyn unganna látin fylgja beim. Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns, Barred Rocks, Reds, Anconas, Min- orcas, Wyandottes, Orpingtons 12 mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út- ungunarvélar og áhöld til að ala upp ungana. ókeypis verðlisti. Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby St., Winnipeg, Man. Hafið þér valið alfatnaðinn eða yfirhöfnina? Mestu kjörkaup, sem J>ekst hafa, á liinni árlegu Stiles and Humphries útsölu Alfatnaðir og yfirhafnir, hálft verð Vanaverð Vanaverð Vanaverð Vanaverð Vanaverð Vanaverð Vanaverð Vanaverð Vanaverð $25.00. $28.00. $30.00. $35.00. $38.00. $40.00. $43.00. $45.00. $48.00. Hálfvirði Hálfvirði. Hálfvirði. Hálfvirði. Hálfvirði. Hálfvirði. Hálfvirði. Hálfvirði. Hálfvirði. ....$12.50 .. $14.00 .. $15.00 .. $17.50 .. $19.00 .. $20.00 .. $21.50 .. $22.50 .. $24.00 Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop Stiles & Humphries 261 PORTAGE AVE.,Næst við Dingwalls. MIÐSVETRARMOT Undir umsjón Þjóðræknisdeildarinnar Frón, Fimtudhgskvöldið 28. Febrúar í Goodtemplarahúsinu. SKEMTISKRA 1. Avarp forseta . Bergthór Emil Johnson 2. Fiðluspil .......... Amold Johnston 3. Gömul þula ........... Lilja Johnson 4. Einsöngur .... Mrs. Dn Jón Stefánsson 5. Ræða ...,...... Séra Rún. Marteinsson 6. Fiðluspil ...... Miss Ada Hermanson 7. Kvæði ............ Lúðvík Kristjánsson 8. Einsöngur ........ Mr. Alex Johnson 9. Upplestur .... séra Ragnar E. Kvaran Rausnarlegar veitingar verða framreiddar, hangikj'ö't, rúllupylsa og annað sælgæti. — Val- inn hljóðfæraflokkur spilar fyrir dansinum fram yfir miðnætti. Byrjar kl. 8. Inngangur $1.00. Continuous Daily 2-1 1 p.m. Telephone 87 02S Wonderland Saturday Show starts 1 p.m FIMTUD. FÖSTUD. LAUGARD. þessa viku REGINALD IN DENNY ‘The NIGHT BIRD’ Comedy and tbe Mystery Rider Capter 3 Free lo the Children, Saturday Matinee, 2 Agates to Each MANU, ÞRIÐJU og MIDVIKUD., 25., 26. og 27. FEBR. COMPANIONATE MARRIAGE COLLEGIANS Ertu að hjálpa manninum? Það sparar peninga, að kaupa raf-þvottavél. — Bezta og full- ktemnasta vélin er ‘The Laundry Queen’ “Challenge ’ fyrirmyndin. Borgið um leið og þér notið hana. $5 út í hönd og $6.50 á mánuði. Þrjár búðir: Áhalda deildin, Á neðsta gólfi Electric Rail- way Chbrs., 1841 Port. Ave, St. James, Cor. Marion og Tache, St. Boniface. WINNIPEG ELECTRIC CO. “Ábýrgjast góð viðskifti” The Cake Shop 70* Sargent Ave. Verzlið við Cake Shop, með það fyrir augrjm að fá ekta heimabakað brauð. Vörur vorar mæla bezt með sér sjálfar. Snow Cake okkar, hver ..25c Hinar ágætu Cakettes,, hver 20c Fást einungis í The Cake Bhop Vér höfum dálítinn kyma, þar sem vér seljum, té og heitt slikkulaði, með vorri nafnfrægu Pruit Cake. Opið á sunnudögum frá 11 f.h. til 6 e.h. PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blómskraut fyrir öll tækifæri Sérstakl. fyrir jarðarfarir. 412 Portage at Kenned. 87 876 BORGIÐ LÖGBERG! RAMONA BEAUTY PARLOR íslenzkar stúlkur og konur. Þeg- ar þið þurfið að klippa, þvo, eða laga hárið, eða skera eða fága neglur, þá komið til okkar. Alt verk ábyrgst. Sanngjarnt verð. 251 Notre Dame Ave. Sími: 29 409 Inga Stevenson. Adelaide Jörundson. Electrically Hatched BABV CHICKS “Fyrir afurðir, sem eg hefi selt og það, sem eg á óselt hefi eg feng- ið $125.00 ágðða af þeim $18.00, sem eg t apríl I fyrra borgaði yður fyr- ir 100 Barred Rock unga,” skrifar oss Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask. pessi vitnisburður, eins og margir aðrir, sem oss berast án þess við biðjum um þá, er oss sönnun þess. að það borgar sig vel fyrir bændur að fá eitthvað af vorum kynbættu varphænum. Bók, sem er 32 bls. og með litmyndum fáið þér gefins. Hún gefur yður allskonar upplýs- ingar um hænsni og hvernig með þau á að fara. 10% afsláttur á öll- um pöntunum fyrir 1. marz. Hamhley Windsor Hatcheries, Ltd. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. GREAT-WEST CANADIAN ÞJÓÐSÖNGVAR, ÞJÓÐDANSAR OG HEIMILISIDNAÐARSÝNING REGINA - - MARCH 20-23 Fjögra daga hrífandi skemtun, er sýnir söng og heimilis-iðnað fólks í Sléttufylkjunum. Söngvar - hljóðfœraleikarar - alþýðudanzarar frá 20 ÞJÓÐUM klæddir í hina skrautlegu og fögru þjóðbúninga sína. Heimilis-iðnaðar Sýningin, U ndir umsjón Canadian Handi- craft Guild — en söngur og Þjóðdansar undir umsjón The Department of Music, Canadian Pacific Railway. Þeir, sem vilja senda muni á sýninguna, setji sig í sam- band við Mrs. Illingworth HOTEL SASKATCHEWAN The Canadian Pacific Hotel at Regina, Sask. A Strong, Reliable Business School UPWARD OF 2000 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THIS COLLEGE SINCE 1909. The Success College, of Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the yearly attendance of all other Business Cpllegea in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385V2 Portage Ave. — Áinnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.