Lögberg - 21.03.1929, Blaðsíða 1
42. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21.MARZ 1929
NÚMER 12
rpoc
do<-zz>o<—r>oczi30c
o
s
Helztu heims-fréttir
^=>0
0<=A)
u
J
arútbúnaði og hefir þegar keypt
heilmikið af byssum og skotfær-
um frá Bandaríkjunum, til þess að
bæla niður uppreisnina.
* * *
Canada
Hinn 15. þ.m. greiddu Winni-
pegbúar, þeir er skatt greiða til
bæjarins, atkvæði uni það, hvort
bærinn skyldi taka $850,000 lán
til að koma upp nauðsynlegum
byggingum fyrir búnaðar- og iðn-
aðarsýningu, sem ætlast er til að
haldin verði á hverju ári, eins og
áður var, en sem ekki hefir verið
gert nú í mörg ár. — Sömuleiðis
voru greidd atkvæði um $1,000,000
lántöku fyrir alþýðuskólana. Báð-
ar þessar lántökur voru samþykt-
ar með miklum meiri hluta at-
kvæða. Enn fremur var ákveðið,
að sýningin skyldi verða í Kildon-
an Park. Sama dag var kosinn
einn skólaráðsmaður í fyrstu
kjördeild í staðinn fyrir R. K.
Elliott, og hlaut F. G. Thompson
lögmaður kosningu.
* * * *
Nú er Hudsons flóa brautin svo
langt komin, að það eru aðeins
tólf mílur eftir til þess að hún
nái alla leið til Churchill. Er
sagt, að verkið gangi ágætlega og
verður þess nú vafalaust ekki
langt að bíða, að brautin verði
fullgerð. Enn er mikið, verk ógert
við höfnina, áður en siglingar
hefjast um flóann. Vafalaust
gengur það verk tiltölulega fljótt
eftir að járnbrautin er fullgerð
og þar með orðið þægilegt að
koma öllu efni að 'hafinu, sem á
þarf að halda. iEr Churchill nú
komin í samband við umheiminn
og hafa símskeyti verið send frá
Churchill og tii Winnipeg. Sam-
bandsstjórnin hefir nú afhent
fylkisstjórninni í Manitoba um-
ráð yfir bæjarstæðinu, og er bú-
ist við, að þar geti menn nú inn-
an skamms fengið byggingarlóð-
ir, en ekki er ætlast tij, að þær
gangi kaupum og sölum, heldur
að fylkið eigi þær, en einstakir
menn og félög geti haft þeirra
full not, gegn einhverju vissu
gjaldi.
* * *
í vikunni sem leið bar Mr. Ben-
nett, leiðtogi íhaldsflokksins, þá
fyrirspurn fram á sambandsþing-
inu, sem mörgum þótti óþörf og
óviðeigandi. Var hún þess efnis,
að spyrja stjórnina, hvort hún
hefði sent hinum nýja forseta
Bandaríkjanna samfagnaðarskeyti
um það leyti er hann tók við for-
seta-embættinu. Forsætis - ráð-
herras varaði því, að slíkt skeyti
hefði verið sent í nafni land-
stjórans, en sjálfur kvaðst hann
bera fulla ábyrgð á því. Ekki gat
Mr. Bennett um það, hvers vegna
hann spurði um þetta, en ekki
þykir það neinum vafa bundið, að
því aðeins hafi hann spurt, að
honum þætti eitthvað varhuga-
vert við það, að Canada sendi
Bandaríkjunum nokkurt slíkt
skeyti. Þykir það nokkuð langt
gengið, ef Canada má ekki senda
nágrannaþjóð sinni sunnan “lín-
unnar” samfagnaðarskeyti, þegar
svo ber undir, þó hún sé ekki ein
af brezku þjóðunum.
* * *
Hinn 8. þ.m. dó í Vancouver, B.
C., Rr. A. Rogers, fyrverandi for-
seti og ráðsmaður Crescent
Creamery félagsins í Winnipeg,
67 ára að aldri. Hann var athafna
maður mikill og auðugur að fé og
þótti einn með helztu borgurum
Winnipegbæjar. Kona hans, Mrs.
Edith Rogers, er1 eina konan, sem
sæti é á fylkisþinginu í Manitoba
og hefir átt í mörg ár.
* * *
John A. Stoneman, Saskatoon,
Sask., hefir verið skipaður með-
limur járnbratarnefndarinnar í
staðinn fyrir Hon. Frank Oliver,
sem nýlega hefir sagt af sér.
Mr. Stoneman var áðr forseti
Hinna. sameinuðu bænda í Can-
ada, Saskatdhewan deildarinnar,
og ýmsum fleiri trúnaðarstöðum
hefir hann gegnt.
* * #
Á föstudaginn í síðustu viku
voru liðin 58 ár síðan fyrsta fylk-
isþing í Manitoba koma saman.
Tveir af þeim, sem sæti áttu á
því þingi, erif enn á lífi, Hon. Col-
var sá síðarnefndi þá aðeins 22
ára að aldri. Var þingið þá í
tveimur deildum, og voru þeir,
sem í efri deildinni áttu sæti, út-
nefndir af fylkisstjóranum, en
hinir kosnir af fólkinu.
* * ■ *
William Eppinger, Molson,
Man., sá sem kærður var fyrir að
hafa myrt R. H. Nicholson lög-
reglumann, á gamlársdag í vetur,
hefir verið fundinn sekur um að
hafa orðið mannsbani, en ekki
morðingi. Var hann dæmdur í
fimm ára fangelsi.
# * *
Tveir litlir drengir fóruát í
eldsvoða á bóndabæ í grend við
Reston, Man., í vikunni sem leið.
Þeir voru að leika sér í útihúsi
skamt frá íbúðarhúsinu og kvikn-
aði í því út frá ofni, sem í því
var, að haldið er, og komust
drengirnir ekki út. Bóndinn, fað-
ir drengjanna, Wilfred Nolan,
sem er ekkjumaður, var ekki
heima, en ráðskona Ihans, Miss
Myrtle McKinnon, brann æði
mikið á andliti og víðar, þegar
hún var að reyna að bjarga
drengjunum, en þó naumast stór-
hættulega, að því er fréttirnar
segja.
* * *
Þess var getið hér í blaðinu fyr-
ir skömmu, að John Queen, leið-
togi verkamanna flokksins á Mani-
tobaþinginu, hefði sagt af sér
leiðtogastöðunni og öðrum em-
bættum, sem hann heldur fyrir
flokkinn, út af kaupum sínum á
hlutabréfum Winnipeg Electric
félagsins. Flokkurinn hefir ekki
tekið uppsögn hans til greina og
lítur því ekki út fyrir, að verka-
manna flokkurinn álíti það neitt
varhugavert, þó þeirra eigin leið-
togar reyni að græða á stórgróða-
félögunum ef hægt væri.
* * *
Hin konunglega rannsóknar-
nefnd yfirheyrði A. W, McLimont,
fyrverandi forseta Winnipeg El-
ectric félagsins, á föstudaginn og
laugardaginn í vikunni sem leið.
Fór sú yfirheyrsla fram í Los
Angeles, þar sem Mr. McLimont
er nú sér til heilsubótar. Ekki
verður sagt, að þar kæmu fram
neinar verulegar upplýsingar í
hinu marg-umtalaða ákærumáli á
Bracken stjórnina útaf Sjö-systra-
fossa-málinu, fram yfir það sem
áður var ljóst. Þó sagði McLi-
mont frá því, að hann hefði fyrir
félagsins hönd, gefið íhalds-
flokknum fimm hundruð dali, í
sambandi við flokksþing íhalds-
manna í Winnipeg, þar sem Ben-
nett var kosinn leiðtogi. Það
leynir sér eki, að þessi ferð rann-
sóknarnefndarinnar og lögmann-
anna til Californía, hefir orðið
F. G. Taylor og hans félögum að
litlu liði Búist er við, að nefndin
verði aftur komin til Winnipeg
27 þ.m., og á hún þá enn eftir að
yfirheyra nokkur vitni. Þeirra á
meðal er Bracken forsætisráð-
herra. Haldið er, að skýrsla
nefndarinnar muni verða tilbúin
eftir svo sem þrjár vikur.
Bandaríkin
Forsetakosningarnar, sem fram
fóru í haust, hafa kostað hina
miklu stjórnmálaflokka mikið fé.
Samkvæmt skýrslu, sem til þings-
ins kom frá sérstakri nefnd, sem
sett var til að rannsaka það mál,
hafa þessar kosningar kostað
en Democrata flokkinn $7,152,511.
Republicana flokkinn $9,433,604,
* * *
Þjóðþmgið hefir samþykt að
veita Mrs. Woodrow Wilson fimm
þúsund dala eftirlaun.
* * *
Hoover forseti hefir kallað sam-
an aukaþing og á það að mæta
þann 15. apríl. Er ætlunarverk
þess að finna einhver viturleg
úrræði til að bæta hag bændanna
og athuga einhverjar breytingar
á tolllögunum.
* * #
Stjórnin • í Mexico getur nú
keypt alt sem hún vill af hernað-
Hraðasta ferð, sem enn hefir
farin verið á bíl, er 231 míla á
klukkustund, og þó rúmlega það.
Þetta gerði enskur maður, H. O.
D. Seagrave að nafni á Dayton
Beach, Florida, nú fyrir skömmu.
* * *
Vatnsflóð mikil hafa undan-
farna daga glert mikinn usla í
Alabama ríkinu. Margar sveitir
og foæir hafa orðið fyrir óskap-
legu tjóni af flóðunum, og hafa
tveir bæir sérstaklega orðið fyrir
miklu skakkafalli, Elba og Gen-
eva, en þó margir fleiri meira og
minna. Fréttirnar af þessum
flóðum eru enn ógreinilegar, en
síðustu fréttir herma, að þarna
muni hafa farist um hundrað
manns og tjónið nemi einum þrjá-
tíu miljónum dala.
Hvaðanæfa
Uppreisnir, bardagar og blóðs-
úthellingar, eru svo algengir við-
burðir í Meixco, að slíkt er naum-
ast í frásögur færandi. Ein slík
uppreisn geysar þar nú og er
barist daglega á ýmsum stöðum í
landinu. Hafa uppreisnarmenn
unnið nokl^uð á á sumum stöðum
og gert allmikil spell sumstað-
ar, eða gerðu það sérstaklega
fyrst, meðan stjórnarherinn var
ekki viðbúinn að mæta þeim. Eft-
ir síðustu fréttum lítur út fyrir,
að stjómarherinn sé að bæla upp-
reisnina niður og ná fullum yfir-
ráðum, ‘og líklega hepnast fljót-
lega að friða landið aftur um tíma
að mjnsta kosti.
* * #
Sir William Robertson hershöfð-
ingi, sagði í ræðu, sem hann flutti
nýlega í Stoke á Englandi. að all-
ar hinar stærri þjóðir syddu nú
meira fé til herbúnaðar, heldur
en þær gerðu fyrir fjórum eða
fimm árum, að Bretum einum
undanteknum. Hann sagði, að
Bandaríkin hefðu ekki látið Kell-
ogg friðarsáttmálann aftra *ér
frá að byggja 15 ný herskip. En
svo væri á það að líta, að Banda-
ríkjamenn hefðu orðið fyrir til-
tölulega litlu tjóni af völdum
ófriðarins mikla, og kynnu því
máske ekki eins vel að sjá, eins
og aðrar þjóðir, hversu mikið ó-
vit stríðin væru.
* * #
Maður nokkur, að nafni Tom
Mara, hefir höfðað mál gegn
Gene Tunney, og krefst þess, að
fá frá honum fjögur hundruð og
fimmþúsundir dala. Byggir hann
þessa kröfu sína á einhverjum
samningi, sem hann þykist hafa
gert við Tunney, eða umboðs-
mann hans, Billy Gibson, þegar
Tunney var að fást við hnefa-
leikinn.
Or Bœnum
Þau Mr. og Mrs. Sveinn Frið-
björnsson, Amaranth, hér í fylki,
urðu fyrir þeirri sorg að missa
dóttur sína, Alice Sveinbjörgu að
nafni, nærri ársgamla, sérlega
efnilegt barn, þ. 15. febrúar s. 1.
Barnið var jarðsungið af séra Jó-
hanni Bjarnasyni þ. 28. f. m.
Mr. Brynjólfur Thorlaksson,
söngkennari, var staddur í borg-
inni í vikunni sem leið. Lagði
hann af stað í vikulokin suður til
Dakotá, og gerir ráð fyrir að
stunda þar kenslu á Mountain,
um tveggja mánaða tíma, en að
því loknu fer hann til Upham, og
kennir þar um tíma.
Hr. Pétur Anderson, forstjóri
Northwest kornverzlunarinnar hér
í borginni, dvelur, sem kunnugt
er, á Þýzkalandi um þessar mund-
ir. Átti hann í vikunni sem leið,
símtal frá bæ einum á Þýzkalandi,
við konu sína hér í borg.
Gefin saman í hjónaband, Ing-
ólfur Nikulás Bjarnason og Stein-
unn Ingibjörg 'Thorvaldson, bæði
frá Leslie, í Wynyard, Sask., laug-
ardaginn þann 16. þ. m. Hjóna-
vígsluna framkvæmdi séra Carl
J. Olson, á heimili sínu.
Falleg, sönn saga
Margar endurminningar liðna
tímans frá okkar fyrstu þrauta-
árum í álfu þessari, munu vera
til, og margar þess virði, að vera
skráðar sem viðauki við land-
námssögu okkar íslendinga, sem
geymd væri einhvers staðar á
prenti. Og mörgum sögnum gæti
eg frá skýrt, sem gagn og skemt-
un væri að geyma, ef vel væri í
letur fært, — og svo munu marg-
ir fleiri en eg geta sagt.
En engar endurminningar á eg
í eðli sínu fegurri, en þessa fall-
egu sögu, sem eg nú vil segja.
Yfir 30 ár eru nú liðin, síðan
höf. þessara lína var búsettur í
Winnipeg, sem þá var smábær, á
móts við það, sem nú er. Og hafði
eg stöðuga vinnu á aktýgjaverk-
stæði hjá E. F. Hutchings; nú
gengur sú mikla umsetning undir
rtafninu Great West Saddlery Co.
og er orðin afar stór og víðtæk.
—Kaupið var mjög lágt þar, eins-
og yfirleitt átti sér stað við flesta
vinnu á þeirri tíð. Samt þótti
sæld í saltinu, að hafa stöðuga
atvinnu, vetur og sumar, þó lág
væru launin, því allar lífsnauð-
synjar voru líka afar ódýrar á
móts við það, sem nú gerist. Og
þannig seiglaðist maður í gegn-
um vikurnar, mánuðina og árin.
Þá var það einn grimman kulda-
vetur, að mig minnir seint í feb-
rúar, að stúlkubarn, sem eg átti,
veiktist hastarlega af heiftugri
barnaveiki. Ein vinkona okkar
hjóna, og eiginlega vinkona allra,
sem í einhverjar raunir rak á
þeirri tíð, var ágætiskonan Mrs. J.
Júlíus, kona Jóns Júlíusar bróð-
ur skáldsins okkar góðkunna og
þeirra systkina, hún talaði vel
en ku og varð ætíð að túlka við
innlendu læknana, fyrir landa
sína, sem til hennar náðu. Til
hennar var nú leitað, og hún seg-
ir, að tafarlaust skuli sækja Dr.
Chown. Og þrátt fyrir það, þótt
hann ætti heima langt suður í
bæ, en eg norðarlega, þá kom
hann furðu fljótt, og þá var eg
líka heim kominn. Þegar hann
lítur á barnið, þá segir hann mér
að halda barninu yfir heitri vatns-,
vatnsgufu, en hann verði að fara
strax og komi jafnharðan aftur,
svo fljótt sem auðið verði. — Þá
voru engir bílar til í Winnipeg
eður telfóntæki, aðeins brúkaðir
hestar, og var mér sagt, að ó-
skapleg ferð hefði verið á lækn-
inum, þar sem hann þeysti áfram
í sleðanum.
Og svo kemur hann, og hestur,
lafmóður, með annan læknir með
sér, Dr. iSmith, sérfræðing í
barnasjúkdómum (specialist-. Þá
var blessuð litla stúlkan mín orð-
in blá á hörundslit, fram á fing-
urgóma, af kolsýrulofti, sem hún
gat ekki andað frá sér, og aðeins
fáar mínútur til þess að hún
misti lífið. Og umsvifalaust taka
læknarnir barnið, og Dr. Smith
treður pípu niður í barka barns-
ins, sem hafði ávalar brúnir í
mjórri enda, sem niður gekk, með
einu opi, en ó efri enda var gild-
ur hnúður, með 4 eða 5 götum.
Og svo voru þrengslin mkil, að
Dr. Smith varð að beita orku til
að koma pípunni niður eins langt
og þurfti.
Nú komu læknar þessir daglega
í þrjá daga báðir saman, en á
fjórða degi var pípan tekin burt,
og þeirri stund gleymi eg aldrei.
Dr. Chown hélt á barninu, en Dr.
Smith fór með verkfærum að
glíma við að ná pípunni upp, sem
var orðiðy að mér skildist, svo
sollið um, að afar langan tíma
tók, að ná haldi á henni og draga
hana upp. Dr. Chown var orðinn
í andliti sem liðið lík, og mér
sýndust tár standa í augum hans.
En loks, þegar Dr. Smith nær
pípunni, Iþá fleygir hann sér
endilöngum upp í rúm, sem stóð
þar, og kastar frá sér handleggj-
unum eins og lémagna maður.
Eflaust hafa báðir þessir mætu
menn á þessum augnablikum
hugsað meira um þann fræga
sigur, að bjarga lífi barsins, en
það, hvort nokurn tíma yrði laun-
að alt þeirra stríð og fyrirhöfn.
Eftir þetta kom Dr. Chown tvisv-
ar eða þrisvar með Dr. Smith, en
daglega í tvær vikur kom hann
sjálfur að sjá litlu stúlkuna sína,
og í tvö skifti hafði hann með
sér vínflösku, sem hann gaf henni
til styrkingar, og stundum var
hann að gefa henni nokkur cent
fyrir þolinmæðina og alla still-
inguna, sagði hann.
Að þessum tíma liðnum, segir
Dr. Chown við mig: “Eg held,
Mr. Guðmundsson, að eg þurfi
nú ekki að koma lengur. Ef eitt-
hvað kemur fyrir, sem eg varla
býst við, þá látið mig tafarlaust
vita.”
Eg fylgdi honum í það sinnið
út að sleðanum, þar sem hans
fagri fákur beið, og segi, meir i
einhverju ráðaleysi, en að eg
vissi af nokkurri getu af minni
hlið: “Gæti það nú ekki verið í
neinum hlut, Dr. Chown, að mér
væri mögulegt að verða yður að
einhverju liði?”
Hann þegir stundarkorn og seg-
ir svo: “Ja, bíðum við, konan mín
þarf ætíð að fá hjálp, þegar hún
hreingerir hús og húsmuni á
vorin, og eg læt þig þá vita, ef
hún þarfnast hjálparinnar.”
Eg lét yfirmenn mína, þar sem
eg vann, vita um alt þetta, til þess
ef til kæmi, að eg yrði laus ef
kallað yrði. — Svo einn bjartan
veðurdag um vorið fæ eg orð frá
Dr. Chown að koma. Það var á
mánudag, sem eg byrjaði. Og með
því að eg var þá ekki alveg eins
stirður og lurkslegur, og er nú
orðinn, þá var eg eins og hjól í
kringum blessaða frúna, stundum
með fult fang af dýrindis gler-
vöru og allra handa munum að
færa úr einum stað í annan, og
alt gekk stórslysalaust. Um miðja
vikuna var eg uppi á lofti að
leggja olíudúk á baðherbergi; þá
kemur frúin upp til mín, með
stálgráar, mjög fallegar buxur og
vesti og segir mér að eiga. En
rétt í þessu verður Dr. Chown
reikað upp og sér þetta. Fer nið-
ur aftur og kemur með dökkan
frakka og segir, “þennan frakka
brúkaði eg ætíð við fötin, sem
konan mín gaf þér; láttu hann
fylgja fötunum.” Þess mætti
geta, að ekkert algengt vikukaup
i þá daga hefði getað borgað slík-
an fatnað. Svo þegar alt var bú-
ið inanhúss, og komið fram yfir
miðja viku, þá segir frúin við
mig: “Það vildi eg, að þú gætir
smíðað laglegt lítið hús. hér í
bakgarðinum, fyrir litlu drengina
mína, að leika sér í.” Drengirnir
voru 5 og 7. ára. “Já, frú mín
góð, það get eg gert, ef eg fengi
efnið í það.” Og ekki stóð á því,
eg mátti fá alt sem þurfti, bæði
borðvdð og í járnvörubúðum, og
alt gekk eins og í sögu, ljómandi
vel, og svo var ekið heim að þess-
ari meistaralegu byggingu, vagn-
hlassi af sandi; tvær skóflur og
tvennar hjólbörur við hæfi litlu
drengjanna sótti eg, því litlu
smáðarnir áttu svo sem ekki að
vera aðgerðarlausir yfir blíðviðr-
is og bjargræðistímann.
Nú var kominn laugardagur, og
frúin sgir við mig: “Mikil ósköp
hefir mig langað til að eiga
blómakassa hérna í gluggana að
utan” þar sem hún tók til. “Já,
mér er hægt að bæta úr því, frú
mín góð,” sagði eg. — Jæja, það
er ekki að orðlengja það, kassarn-
ir komust í tvo eða þrjá glugga.
Svo kemur Dr. Chown heim seinni
part dagsins, og þá tekur frúin
hann tafarlaust út til að sjá alla
dýrðina, og var nú glöð og hopp-
andi eins og lítil stúlka og segir:
“Sérðu bara litla húsið drengj-
anna, með borði og bekkjum, og
blómakassana mína, með laufaút-
flúri á framhliðunum, grænmál-
aða og krókaða í gluggakistuna.
Það er sá undraverðasti maður,
sem til er, hann Mr. Guðmunds-
son, því hann getur gert alla
skapaða hluti, og eg er viss um,
að þó leitað væri með logandi
ljósi um alla veröldina, þá finnist
ekki hans líki.”
Dr. Chown, með allri stilling-
unni, leit til mín brosandi og
eg skellihló, mér var lífsómögu-
legt annað. s
Svo biður læknirinn mig að koma
með sér inn á skrifstofu sína, og
talar þá til mín á þessa leið: “Þú
ert nú búinn að vera hjá okkur í
viku, og eg er sannfærður um, að
þó eg hefði getað náð í engil ofan
af himnum, þá hefði hann ekki
getað gert konuna mína ánægð-
ari, en þú hefir gert, og nú held
eg, að ekkert sé meira til að gera.
Segðu mér nú, hvað mikið eg
skulda þér.”
Eg þagði fyrst góða stund, þar
til eg gat á brotnu máli komið
þessum orðum út: “Dr. Chown,
eg stend í svo mikilli þakklætis-
skuld við yður, að tilfinningar
mínar geta ekki svarað þessari
spurningu.”
“Ert þú ánægður, Mr. Guð-
mundsson, að við köllum þetta
jafna reikninga, sem við höfum
báðir gert” segir læknirinn.
“Já hjartanlega, undir kring-
umstæðunum, Dr. Chown, og guð
blessi yður fyrir alt yðar göfug-
lyndi og kærleiksríku hjálp.” Og
tárin, sem þá komiu fram í augu
mín, hafa máske á því augnabliki
verið ofur-lítill kaupbætir til þess
veglynda manns. Svo tók hann
vingjarnlega í hönd mína og
kvaddi mig.
Sagan er nú á enda, og eg efast
ekki um, að margir gæti sagt frá
svipuðum sögum um veglyndi
læknastéttarinnar, því í þeim
flokki manna eru til fleiri sönn
og hrein verkfæri í guðs hendi til
líknar og gleði og huggunar, en i
nokkurri annari stétt verri. En
það efast eg um að hægt sé að
segja öllu fallegri og sannari
sögu en þessa.
En hver var — eða er — litla
stúlkan sem Dr. Chown hreif úr
heljargreipum dauðans á síðustu
augnablikum? Það var og er
skáldkonan fræga, frú Lára G.
Salverson, sem nú ætlar að halda
bókmentalegan fyrirlestur í ísll.
lútersku kirkjunni á Victor St.
hér í Winnipeg, rétt eftir pásk-
ana.
Þá segi eg að endingu þetta:
Ef Lára dóttir mín markar, eða
hefir allareiðu markað, óafmáan-
leg spor, í orðum og hugsjónum,
sem skáld og rithöfundur, á bók-
mentabraut Canada - þjóðarinnar,
eftir dómum og áliti frægustu
innlendra manna, hvað sem bless-
uðum landanum líður, — hverj-
um er það þá að þakka? Engum
öðrum, en Dr. Chown, sem var
verkfæri í drottins hendi til þess
að lengja líf hennar fram á
þennan dag.
Lárus Guðmundsson.
|Um heimför
Vestur-íslendinga 1930
Eg var á gangi með vini mínum
í dag og bar meðal annars á góma
heimför Vestur-íslendinga 1930.
Þegar eg kom heim, sá eg grein-
arkorn í Vísi, þar sem nákvæm-
lega hinu sama var haldið fram,
eins og við höfðum verið að tala
um. Eg get þessa til þess að
sanna mál greinarhöf. um, að
hugmyndina muni vera mjög
auðvelt að framkvæma.
Við gengum framhjá Lands-
spítalanum og gat eg um það, sem
eg hafði heyrt, að Vestur-íslend-
ingar hefðu boðist til þess að
leggja til rúm og rúmföt, er þeir
svo gæfu Landsspítalanum, ef
landið vildi sjá þeim fyrir húsi.
“Þvílík háðung, ef farið væri
að taka spítalann fyrir gistihús,
það húsið, sem sárasta þörfin er
fyrir, láta landa okkar leggja í
óþarfan kostnað til þess, að við
getum svo hagnast á því,” sagði
hann. “Og raunar er hið sama
að segja um barnaskólann nýja,
eða hvaða hús sem væri. Ef hér
væri að ræða um útlenda hersveit
eða fjarskyldan höfðingjalýð, sem
oss fyndist heyra til, að heilsa
með beygingum og bukki og sjá
fyrir verustað, væri það sök sér.
En þetta eru bræður okkar og
systur og þau eigum við að taka
heim til okkar. Eg skal taka einn
eða tvo heim til mín.”
Eg fór að barma mér með að
ekki hefði eg þau húsakynni, að
eg gæti boðið ókunnum manni
gistingu.
“En ef systir þín væri þarna
með, myndir þú áreiðanlega taka
á móti henni og hýsa hana, þyrfti
meira að segja ekki að vera svo
nákomið, heldur fi'ændi þinn eða
vinur.”
Já, það varð eg að samþykkja.
“Nú eru þetta alt saman frænd-
ur okkar og vinir. Af því þeir
finna svo mjög til fjarlægðarinn-
ar, koma þeir heim til að kynnast
okkur. Við erum ekki að öllu
leyti eins nú og þegar þeir flutt-
ust frá okkur, sérstaklega mun
svo sýnast á yfirborðinu. Og
með þessari “opinberu” gisting-
araðferð myndu þeir lítið sjá
annað en yfirborðið. Með hinni
aðferðinni myndu þeir fyrst finna
til þess, að þeir væru komnir
heim. Þeir yrðu “gestir”, að okk-
ar íslenzka hætti, ekki framandi
“túristar”, notaðir sem mjólkur-
kýr.”
“Og kynningin, hver yrði hún?”
hélt hann áfram. Landsstjórnin
myndi halda þeim veizlu, skála-
ræður, skjall og glamuryrði. En
hvað þektu þeir okkur mikið eft-
ir? Og hvað þektum við þá? Eg
er sannfærður um, að gestir þín-
ir myndu miklu heldur kjósa sér
soðna ýsu og mjólkurgraut eða
skyrspón heima hjá þér, heldur
en “beefsteak” og “ibuljong” á
einhverju hóteli.”
Samræðan hélt áfram. Við
fórum að hugsa um heimili sem
gististaði. — Myndi N. N. ekki
hafa húsnæði handa 1—2, eða
myndi hann sjá eftir mat handa
eim í nokkra daga? Eða þessi—
eða þessi.
Við urðum sannfærðir um að
öllum, sem gætu, yrði beinlínis á-
nægja að því. Og hvað eru þeir
margir, sem geta? “Þar sem er
hjartarúm, þar er líka húsrúm.”
Þetta er þá tillaga mín til há-
tíðarnefndarinnar eða fram-
kvæmdastjórans: þér biðjið þá
menn að gefa sig fram, sem hýsa
vilja 1, 2, 4 eða hvað það nú
verður. Það mun ekki þurfa
neina smölun, menn munu gefa
sig fram sjálfkrafa. Látum gesti
vora verða 560, 600. 1000, þeir fá
allir inni. Gerið lista yfir “gest-
gjafana”. Gestirnir velja sér
sjálfir verustaðina.
Eg skal taka á móti tveimur.
28. jan. 1929. Á. Á.
—Vísir.
Til eða ekki tii?
Herra Bruce Sanders. Sökum
þess að eg var einn þeirra manna,
sem þú slettir til í Heimskringlu,
langar mig að spyrja þig eftirfar-
andi spurninga, því eg er eins og
fjöldamargir aðrir á þeirri skoð-
un, að maður þessi sé ekki til, en
vil vita sannleikann í málinu:
1. Hvað hét móðir þin fullu
nafni áður en hún giftist?
2. Hvað hétu foreldrar hennar
og hvar áttu þau heima?
3. Hvar var eða er móðir þín hér
í landi?
4. Fyrir hvaða félag vinnur þú
og við hvaða starf?
5. Hvar og hvenær ert þú fædd-
ur ?
6. Hvert er pósthús þitt?
Þetta eru vinsamlegar spurn-
ingar, sem eg vona að þú svarir
og sanngjarnt er að ætlast til að
þú svarir.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Til Fjalikonunnar
Fýsir nú margan að sigla’ yfir
sund,
og sjá hvað þú íhofir á borðum,
og gera þér ljóst hversu geymdum
það pund,
er þú gafst oss að ávaxta forðum.
Það telst líka nauðsyn að tryggja#
það band,
sem tekið er nokkuð að slakkna.
Þín minning er geymd, þótt að
margt fari’ í strand,
því margs hefir verið að sakna.
R. J. Davíðsson.
TIL H. KILJANS—
Snák ef berðu í brjósti þér,
til bana skerðist rótin,
af ýmsri gerð í eitri hér
þú andans herðir spjótin.
Veikist bandið vina þrátt,
værðum grandar hreðan,
þú reisir andans hallir hátt,
en hefir sand að neðan.
R. J. Davíðsson.
I