Lögberg - 21.03.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. MARZ 1928.
Glóðheitar bollur
búnar til úr
RobinHood
FLOUR
Séra Jóhann Bjarnason mossar
væntanlega á <Oak Point næsta
sunnudag (Pálmasunnudag ) kl. 2
e. h. — Allir boðnir og velkomnir.
Jóhannes Nordal, Geysir, Man.,
andaðist á Almenna spítalanum
hér í borginni, hinn 15. þ.m., 42
ára að aldri.
Mr. C. Benediktson frá Baldur,
Man., var staddur í borginni um
helgina.
Mr. Einar Westman frá Gimli,
var í borginni á mánudaginn.
Séra Carl J. Olson kom snöggva
ferð til borgarinnar á mánudag-
inn. Hann var að sækja skóla-
nefndarfund, sem haldinn var á
mánudagskveldið.
Fyrirspurn—Þeir, sem kynnu að
vita um heimilisfang dóttur minn-
ar, Mrs. T. B. Hawkings, áður
Winnie Reykjalín, eru vinsamleg-
ast beðnir að gera mér aðvart við
fyrstu hentugleika. Síðast ])egar
eg vissi til, var hún búsett í Oak-
land, Calif. — Jón Reykjalín, c-o
General Hospital, Selkirk, Man.
Jarðarför Erlendar sál. Er-
lendssonar, er andaðist hér í
bænum, að heimili Erlendar son-
ar síns, þ. 8. þ.m., fór fram í
Langruth þ. 14. þ.m. Var fyrst
kveðjuathöfn í kirkjunni í Lang-
ruth og svo venjuleg útfararat-
höfn í fundarsal Big Point bygð-
ar, austur af Langruth — bæ, þar
sem hinn látni hafði lengi búið
og notið mikilla vinsælda. Séra
Jóh. Bjarnason jarðsöng. Margt
fólk, viðstatt á báðum stöðum. —
Erlendur var 68 ára gamall, ætt-
aður úr Reykjavík. Voru foreldr-
ar hans Erlendur Hannesson og
Halldóra Jóhannsdóttir, er lengi
bjuggu á Melnum, er svo var
kallað, í Reykjavík. Kona Er-
lendar sál. var Margrét Finnboga
dóttir frá Reykjum í Mosfells-
sveit, mikil myndarkona, er lézt í
Langruth, 31. des. s.l. Börn þeirra
eru sjö á lífi: Finnbogi, Erlendur,
Valdimar, Leifur, Helga, Victoria
og Lilja, fjögur gift, en þrjú ó-
K'ft. — Erlendur dó úr Lungna-
bólgu, eftir aðeins fjögra daga
legu. Hann hafði verið frábær
dugnaðarmaður, var ágætur
drengur, all-skynsamur og hinn
vandaðasti maður í öllu.
Messuboð—iSunnud. 24. marz:
Kandahar kl. 2, Elfros ( á ensku)
kl. 7.30. . — Skírdag 28. marz: að
Wynyard kl. 2, Foam Lake kl. 7.
—Föstud. langa, 29. marz: Elfros
kl. 2, Leslie kl. 7. C. J. 0.
Spilakvöld
verður í neðri sal Good Templara
hússins næstkomandi laugardags-
kvöld, þann 23. þ.m., kl. 8.30. —
Sex verðlaun veitt. — Aðgangur
35 cents.
Stefán Sigurðsson.
Mr. Guttormur Finnbogason,
bankastjóri frá Lundar, Man., var
í borginni um helgina.
Prestaöldungurinn vinsæli og
velmetni, séra Hans B. Thorgrím-
sen, sem dvalið hefir í Grand
Forks, N. Dak., er nú fluttur til
borgarinnar Decorah í Iowaríki,
ásamt fjölskyldu sinni, þar sem
framtíðaírheimili þeirra verður.
Fylgja hinum mæta öldungi og
fjölskyldu hans til hins nýja
heimilis, hugheilar árnaðaróskir
þeirra mörgu vina.
Eftirfarandi nemendur Mr. 0.
Thorsteinssonar á Gimli, tóku próf
við Toronto Conservatory of Mus-
ic — Elementary Theory Examin-
ation: Mr. Jóhannes Pálsson, 90
stig, First Class Honors; Miss
Josephine Olafson, 87 tig, F. C. H.
Mr. Stefán Guttormsson, 86 stig,
F.C.H. Miss Marion Lang, 81 stig
F.C.H. í
Séra K. K. Olafson, forseti
kirkjufélagsins, kom til borgar-
innar á þriðjudaginn.
Young Men’s Glub Fyrstu lút-
rsku kirkju í Winnipeg heldur
fund í samkomusal kirkjunnar á
sunnudaginn kemur kl. 4.15 e. h.
Þar flytur Dr. Mathers ræðu til
ungra manna og er ungum mönn-
um boðið að sækja fundinn, hvort
em þeir tilheyra klúbbnum eða
ekki.
Frú Sigríður Þorsteinsson, kona
séra Bjarna Þorsteinssonar í
Siglufirði, andaðist 25. febrúar s.
1. kl. 7. Hún hafði verið heilsu-
veil í vetur, en þó bar dauða
hennar bráðar að, en menn
hugðu. — Hún var dóttir Lárus-
ar Blöndals, sýslumanns í Húna-
þingi. — Mgbl.
Stórstúkuþing
Good-Templara
Stórstúka Manitoba og Norðvest-
urlandsins, I.O.G.T., hélt sitt 45.
ársþing 18. og 19. febrúar s. 1., í
Good-Templara húsinu, Sargent
og McGee St., Winnipeg. Auk
embættismanna og annara stór-
stúkumeðlima, mættu erindsrekar
frá 6 stúkum. Sjö umsækjendum
var veitt stórstúkustig.
Embættismenn, kosnir og settir
i embætti, eru þessir:
Stór-Templar—G. P. Magnússon.
S.Varatemplar—Miss G. Eydal.
S.-Kanslari—Gunnl. Jóhann^son
S.-ritari—B. A. Bjarnason.
S.-Gjaldk.—Hjálmar Gíslason.
S.-Gæzllmaður Unglingastarfs—
Guðsþjónustur í prestakalli séra
H. Sigmars um páskaleytið: — Á
Pálmasunnud. (24. marz), Eyford
kl. 3 e. h. Skírdag (28. marz) : j ^ K. Jónatansson.
Stutt guðsþjónusta og safnaðar-| S--Gæzlum. Löggjafarstarfs
fundur hjá Péturssöfnuði, I sam- Halldórsson.
komuhúsinu að Svold. Fösutdag-1 'S-Fræðslustjóri—Ólafur G. Guð-
inn langa (29. marz), Fjallakirkju munÓ9son.
kl. 3 e. h. Páskalag (31. marz) :1 «.-Kapelán—Mrs. L. Sveinson.
í Vídalínskirkju kl. 11 f.h., Gard-
ar kl. 3 e.h., íiountain kl. 8 e. h.—
Reynt verður að vanda til söngs
eftir föngum. Óskað eftir fjöl-
menni á öllum stöðunum.
Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla.
Kvenfél. Baldursbrá,
Baldur, Man.............. $25.00
Arður af fyrirlestri, er Mr. J.
J. Bildfell flutti í skólanum
laugard. þ. 9. þ.m........ 24.00
Vinur skólans “íslendingur” 5.00
Magnús Magnússon,
Churchbridge, Sask.............. 5.00
Mr. og Mrs. Th. Josephson,
Wynyard, Sask.............. 5.00
Með alúðarþakklæti,
S. W. Melsted, gjaldk.
S.-Dróttseti—G. H. Hjaltalín.
S.-Aðstoðarritari—Stefán Ein-
arsson.
S.-Aðstoðardrótts,—S. Matthews.
S.-Sendiboði—Mrs. G. P. Magn-
ússon.
S.-Vörður—Sigurjón Björnsson.
S.-tJtv.—Sigf. Benedictsson.
Fyrverandi Stórtemplar — A. S.
Bardal.
Stórstúkan mælti með H. Skaft-
feld sem umboðsmanni hátempl-
ars.
Afgreidd voru ýms m£l Þar á
meðal samþykt, samkvæmt boðs-
bréfi frá umdæmisstúkunni í
Reykjavík, á íslandi, að taka þátt
með Good-Templurum á Islandi í
hátíðarlialdinu 1930. Fram-
kvæmdarnefnd stórstúkunnar var
falið, að tilkynna bréfritara sam-
þykt þessa, og að velja erinds-
reka til að mæta fyrir hönd Good-
Templara í Manitoba á Þing-
völlum 1930. A. S. Bardal hefir
síðan verið kjörinn, og hefir hann
lofast til að taka þetta starf að
sér.
Útbreiðslumál voru ofarlega á
dagskrá. Umræður báru vott um
áhuga fyrir því, að útbreiða regl-
una sem mest. Til að mynda skor-
aði þingið á undirstúkur, að
styðja útbreiðslu reglunnar með
fjárframlögum, og með því að
hafa opna fundi af og til. Á síð
asta ári hafa stúkurnar Hekla og
Skuld1, í Winnipeg, haft þess kon-
ar útbreiðslufundi ársfjórðungs-
lega, og tókst vel. Prógram bæði
skemtilegt og fræðandi, og allir
vel ánægðir, er sóttu fundina.
Ákveðið var að halda sambandi
óslitnu við Manitoba League
Against Alcoholism, sem saman-
stendur af öllum bindindisfélög-
um í fylkinu, og sem áður hét
Manitoba Prohibition Alliance.
Á sviði löggjafarstarfs voru
ýmsar ákvarðanir teknar; meðal
annars, að skora á bindindisfólk
í Manitoba, að taka sig til og
heimta atkvæðagreiðslu sem fyrst
um algert vínbann, eins og bind-
indisfólk í British Columbia og
Alberta er nú að fara fram á.
Mikil áherzla var lögð á það, að
ef allsherjar fylkiskosningar færu
fram á árinu, skyldu bindindis-
menn láta öll þingmannsefni láta
í ljós afstöðu sína gagnvart
bindindi, og styðja að kosningu
aðeins þeirra, sem skuldbinda sig
til að vinna að algerðu vínbanni,
og í öllum tilfellum að leggja
bindindismönnum sitt lið.
Næsta þing verður haldið á
sama stað í febrúar 1930, og væri
það æskilegt, að templarar hefðu
það hugfast, og geri sér far um
að sækja þingið, og fylgjast þann-
ig með málum sínum. Öllum
Good-Templurum er það heimilt,
að koma og hlusta á það, sem
fram fer.
B. A. Bjarnason, ritari.
lengur en í meðalári. Síldargöng-
ur hafa öðru hvoru komið, sein-
ast um miðjan janúar
í októberlok bárust mislingar
hingað til fjarðarins. Hafa þeir
farið herskildi um sveitirnar hér
síðan, fengu margir þá um jóla-
leytið, en þeir eru nú bráðum
búnir að renna yfir. Fáir eða
engir hafa orðið þeim að bráð,
þótt ýmsum hafi þeir orðið all-
þungir í skauti. Sömuleiðis hef-
ir inflúenzan verið að stinga sér
nlður.
Þrátt fyrir farsóttir, hefir fátt
fólk látist hér í haust og vetur.
Þ. 29. des. andaðist í Hólmavík
Oddur Oddsson, maður á níræðis-
aldri. Kona hans hét Kristbjörg
Flóventsdóttir, og er hún dáin
fyrir allmörgum árum. Bjuggu
þau hjón áður fyr í Húnavatns-
sýslu, og áttu eina dóttur barna,
Guðnýju, konu JónS Finnssonar,
verzlunarstjóra í HJólmavík.
Riisverzlun í Hólmavík, sem
var dönsk selstöðuverzlun, hefir
nýlega verið seld. Hefir hún
starfað hér um all-langt skeið, og
var á sínum tíma stærsta verzl-
unin við fjörðinn. Kaupandi er
Jóhann kaupmaður Þorsteinsson
frá ísafirði.
Unglingaskóli var starfræktur
um 3ja mánaða skeið í Hólmavík
í vetur. Nemendur 12-14 og kenn-
ari Jónas Þorvarðsson.—“Privat”
unglingakensla er þar einnig, og
eru nemendur þar 10. — Hefir
slík fræðslustarfsemi sem þessi
legið niðri um all-langt skeið, en
fyrrum var hér fjölsóttur skóli
að Heydalsá. — Vísir.
ROSE
Fallegasta leikhúsið í vest-
urhluta borgarinnar.
Sargent and Arlington
Fimtud. Föstud. Laugard.
Þessa viku
Mikil tvígild sýning
THE WRONG MR.WRIGHT’
Allir leikarar afbragð
einnig
HOOT GIBSON
í leiknum
“THE FLYIN’ C0WB0Y ’
Terrible People og Æfintýr
Mánud. Þriðjud. Miðvikud.
næstu viku.
Sérstaklega góður leikur
með málrómi
LON CHANEY
í leiknum
‘WHILE THE CITY SLEEPS’
Gaman Fréttir
Þann 30. janúar síðastliðinn,
lézt að heimili sínu í Reykjavík,
frú Sigrún Gestsdóttir, ekkja
Stefáns heit.. Eiríkssonar, tré-
skurðarmeistara. Var hún fædd
á Fossi í Vopnafirði, 17. ágúst,
árið 1874. Lifa hana 9 börn þeirra
hjóna.
Frú Sigrún var fríð kona sýn-
um, höfðinglunduð og vinsæl.
Frá Islandi.
Steingrímsfirði, 18. jan.
Það er gömul venja, í frétta-
bréfum, að minnast fyrst á tíðar-
farið. Stepdur það án efa í sam-
bandi við þá miklu þýðingu, sem
veðráttan hefir fyrir oss íslend-
inga og ekki sízt okkur, sem í
sveitunum búum. Þar eru at-
vinnuhættir og afkoma manna
í vo traustum tengslum við tíðar-
farið, að rétt þykir að láta það
skipa öndvegið, og verður svo
gert i þetta sinn. Ekki verður
annað sagt, en að fyrri hluti þessa
vetrar hafi reynst mjög góður að
veðráttu, og stundum afburða-
góður. Haustið var fremur þur-
viðrasamt, en nekkuð vindasamt
um tíma, er á leið, og gæftir við
sjó urðu stopular.
Alment var byrjað að hýsa'hér
fé í lok nóvembermán. Um inni-
stöður hefir varla verið að ræða,
nema dag og dag, og þá helzt um
hátíðarnar. Um áramótin gerði
þíðu og þá einmuna tíð, að menn
muna vart slíka, og hefir hún
haldist síðan. Hiti hefir verið
flesta daga og klaki að hverfa úr
jörðu. Er það nýtt hjá okkur
Strandamönnum, að geta herfað
flög um miðjan janúar, eins og
nú var hægt.
Samhliða góðu tíðinni, hefir
þorskurinn sömuleiðis verið venju
fremur tryggur við fjörðinn. Hef-
ir afli alloftsast verið góður, og
hefir hann haldist fram að þess-
um tíma, að vísu þverrandi nú að
síðustu, en það er fullum mánuði
Frá Alþingi
Reykjavk, 19. febr.
f gær gengu þingmenn á fund
.til forsetakosninga og þvíuml. _
|Aldursforseti Sþ„ Björn Kristj-
ánsson, tók við fundarstjórn sam-
kv. þingsköpum.
Áður en gengið var til kosn-
inga, ávarpaði hann þingheim með
því að minnast þeirra manna, er
ilátist hafa síðastl. ár, og átt höfðu
sæti á þingi, en það voru þeir
Guttormur Vigfússon í Geitagerði,
Magnús Kristjánsson fjármála-
íráðherra, séra Páll ólafsson í
i Vatnsfirði, Tryggvi Bjarnason í
|Kothvammi og próf. Valtýr Guð-
mundsson.
Þá fór fram kosning á forseta
Sameinaðs þings og var kosið
ítvisvar. Við fyrri kosninguna
hlaut Magnús Torfason 19 atkv.,
| Jóh. Jóhannes"on 15, J. Baldvins-
|Son 5 og 1 seðill auður. Tveir
|þm„ Bernharð Stefánsson og Jón
■ á Reynistað fjarstaddir vegna
'lasleika. Við «íðari kosninguna
! hlaut Magnús Torfason 18 atkv.,
Jóh. Jóhannesson 15, Ásgeir'Ás-
geirsson 1 og 6 seðlar auðir.
Varaforseti Sameinaðs þings
var kosinn Ásgeir Ásgeirsson
með 17 atkv. M. Guðmundsson
hlaut 14 atkv., Þorl. Jónsson 1, en
átta seðal voru auðir.
Skrifarar Sameinaðs þings voru
kosnir með listakosningu þeir
Jón Auðunn Jónsson og Ingólfur
Bjarnason.
Næst var kosin kjörbrófanefnd
og hlutbundin kosning við höfð.
Hlutu þessir þingm. kosningu:
M. Guðmundsson, Sv. ólafsson,
Sig. Eggerz, G. Sigurðsson og H.
Valdimarsson. Þá var verkefni
1. fundar í Sþ. lokið, en áður
fundi var slitið ávarpaði forseti
OM.T.) þingheim með nokkrum
orðum.
Þá hófust deildarfundir:
í efri deild var kosinn forseti
Guðm. ólafsson með 8 atkvæðum.
(Halldór Steinss. hlaut 6). Fyrri
varaforseti J. Bald. með 8 atkv.
(I.H.B. 5 atkv. og 1 seðill auður).
—Annar varforseti Ingvar Pálma-
son með 8 atkv. en 6 seðlar auðir.
— Skrifarar deildarinnar voru
kosnir með hlutbundnum kosning-
um þeir Einar Árnason og Jónas
Kristjánsson.
Aldursforseti neðri deildar Sv.
ólafssn, stýrði kosningu forseta
og nefndi þá Halldór Stefánsson
og 'Pétur Ottesen skrifara á með-
an.
Forseti var endurkosinn Bene-
dikt Sveinsson með 13 atkv.. —
Fyrir varafors. var kosinn Þor-
leifur Jónsson með 13 atkv. en 13
seðlar auðir. Annar varaforseti
kosinn Jör. Brynjólfsson með 14
atkv., en 12 seðlar voru auðir.
Skrifarar deildarinnar voru
þeir kosnir Halldór Stefánsson og
M. Jónsson.
Þá lýsti forseti yfir að samkv.
þingsköpum ætti þm. að hluta um
sæti. Mæltust nokkrir til að halda
sínum, sætum, en forseti kvað það
ekki hægt nema með afbrigðum,
og var þá leitað atkvæða um þau.
En atkvæðagreiðslan reyndist ó-
greinileg, svo hún var endurtek-
in með nafnakall;. Voru þá 18 með
því, að leyfa afbrigðin, en 7 á
móti. Kvað forseti afbrigðin feld
þar tvo-þriðju atkvæða þyrfti til
að sþ. þau og yrðu því að hluta
um sæti.
Var dálítið karp á eftir, sem
þagnaði þó skjótt, er forseti úr-
skurðaði að hjá því yrði ekki kom-
ist að hluta um sætin. En þess
lét hann jafnframt getið, að rit-
að yrði'niður jafnóðum tala hvers
þm. til þess að fyrirbyggja alla
hrossaverzlun um sætaskipun á
meðan. Var þá gengið fyrir
hvern þingmann og hann látinn
draga tölusetta kúlu úr þar til
gerðum kassa. Hófust þá flutn-
ingar um alla deild og mátti á
ýmsum sjá, að þeir voru ekki á-
nægðir með nýju sætin. En þá
kom á daginn, að í kassanum voru
fleiri kúlur, en sem svöruðu til
sætanna í deildinni, svo að for-
seti úrskurðaði að hluta skyldi
um sætin að nýju og gaf 5 mín-
útna fundarhlé á meðan verið
var að finna þær kúlur, sem í
kassanum áttu að vera.
Kallaði svo forseti þm. í röð, 1
og 1, upp að forsetastól, til þess
að draga kúlurnar, og gætti þess
vandlega, að tala hvers einstaks
þm. væri rituð niður. Endaði
þessi merkilega athöfn skaplega,
en eitthvað varð þó vart við
“sætaverzlun” á eftir, en mjög
var það í smáum stíl.
—Mgbl.
PRINCESS FLOWER SHOP
Laus blóm—Blóm í pottum
Blðmskraut fyrir öll tækifæri
Sérstaklega fyrir jarðarfarir.
COR. SARGENT and VICTOR
Phone 36 102
FIOLIN og PIANOFORTE
HLJÓLMEIKA
halda nemendur O. Thorsteinssonar
Parish Hal), Gimli, Man., 5. Apríl, 1929
Klukkan 8.30 síðdegis
Aðgangur fyrir fullorðna 50c Börn innan 12 ára 25c
Fishermen’s Supplies Limited
Umboðsmenn fyrir—
Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co.
Brownie kaðla og tvinna.
Vér höfum í Winnipeg birðir af
Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð.
Maitre kaðla og tvinna.
Kork og blý.
Togleður fatnað.
Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif-
is oss og vér skulum snda yður verðlista og sýnishorn.
FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD.
401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071
Continuous
Daily
2-1 1 p.m.
Telephone 87 OZ5
Wonderland
Saturday
Show
starts 1 p.m.
THU—FRI—SAT. — THIS WEEK
KEN MAYNARD
in “THE PHANTOM CITY”
COMEDY and THE MYSTERY RIDER, Chapter 7
Two Features, Mon.-Tues.-Wed., March 25-26-27
RAMON NOVARRO
in ,‘FORBIDDEN HOURS’ with Reene Adoree
DRIFTWOOD
with DON ALVARADO and MARCELINE DAY
Alan Roscoe and Fritzi Brunette
AND ALSO COMEDY
Electrically
Hatched
BABV
CHICKS
“Fyrir afurðir, sem eg hefi selt
og það, sem eg á ðselt hefi eg feng-
ið $125.00 ágðða af þeim $18.00, sem
eg í aprll I fyrra borgaði yður fyr-
ir 100 Barred Rock unga,” skrifar
oss Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask.
pessi vitnisburður, eins og margir
aðrir, sem oss berast án þess við
biðjum um þá, er oss sönnun þess.
að það borgar sig vel fyrir bændur
að fá eitthvað af vorum kynbættu
varphænum. Bðk, sem er 32 bls. og
með litmyndum fáið þér gefins.
Hún gefur yður allskonar upplýs-
ingar um hænsni og hvernig með
þau á að fara. 10% afsláttur á öll-
um pöntunum fyrir 1. marz.
Hambley Windsor Hatcheries, Ltd.
601 Logan Ave., Winnipeg, Man.
Borgið Lögberg
Hænu ungar, sem verða beztu
varphænur í Canada; ábyrgst að
ungarnir komi allir lifandi. Skýrsla
um kyn unganna látin fylgja þeim.
Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns,
Barred Rocks, Reds, Anconas, Min-
orcas, Wyandottes, Orpingtons 12
mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út-
ungunarvélar og áhöld til að ala
upp ungana. ókeypis verðlisti.
Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby
St., Winnipeg, Man.
The Cake Shop
70* SARGENT AVE.
Við Toronto St.
Fólkið í Winnipeg er fólk gleðinnar,
J>að er öllum kunnugt.
Hér er tilboS!
Fimm þúsund karlar og konur,
gift fðlk eða ðgift viljum vér að
heimsæki oss, skilji eftir 25c, gefi
oss nöfn sín og heimilisfang og eigi
það svo undir lukkunni hvort það
tapar eða vinnur. Allir slíkir gest-
ir fá sýnishorn af þeim vörum, sem
vér höfum að bjðða og sem taka
fram öllum samskonar vörum.
Heimagerðar brauðtegundir fyrir
minna verð, en það kostar að búa
þær til heima—frá
The Cake Shop
Rúsínu Pies 18c Epla Pies 23c
RAMONA BEAUTY PARLOR
íslenzkar stúlkur og konur. Þeg-
ar þið þurfið að klippa, þvo, eða
laga hárið, eða skera eða fága
neglur, þá komið til okkar. Alt
verk ábyrgst. Sanngjarnt verð.
251 Notre Dame Ave.
Sími: 29 409
Inga Stevenson. Adelaide
Jörundson.
BJÖRG FREDERICKSON
Teacher of Piano
Ste 8, Acadia Apts. Victor St.
Telephone: 30 154
r
What will
you be doing
one year
from today?
A course at the Dominion
Business College will equip
you for a well paid position
and prepare you for rapid
promotion.
ENROLL MONDAY
DAY AND EVENING
CLASSES
The “Dominion”
and its branches
are equipped to
render a com-
plete service in
business educa-
tion.
Branches:
ELMWOOD
210 Hespeler
Ave.
ST. JAMES
1751 Portage
Ave.
P
Domimon Business Oollege
Qhe Mall. WlNNIPEG. *
A Strong, Reliable
Business School
UPWARD OF 2000 ICELANDIC STUDENTS HAVE
ATTENDED THIS COLLEGE SINCE 1909.
The Success College, of Winnipeg, is a strong,
reliable school—its superior service has resulted
in its annual enrollment greatly exceeding the
yearly attendance of all other Business Colleges
in the whole Province of Manitoba. Open all
the year. Enroll at any time. Write for free
prospectus.
BUSINESS COLLEGE, Limited
385V2 Portage Ave. — tVinnipeg, Man.