Lögberg


Lögberg - 21.03.1929, Qupperneq 4

Lögberg - 21.03.1929, Qupperneq 4
Bla. 4. LÖGBERG MMTUDAGINN 21. MARZ 1928. g>oc=z>o DO<=>OC Höflberg; Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögbergr” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ^3OC=30C3OC oorToocrooc Fjármálin á sambandsþingi Um þær mundir, er fjárlögin voru lögð fram í sambandsþinginu, var leiðtogi Ihaldsflokks- ins, Mr. R. B. Bennett, fjarverandi, en hafði sett í sinn stað, Mr. Hugh tíuthrie, ])ann, er um eitt skeið, hafði á hendi til bráðabirgða, forystu þess flokks. Það myndi nú semiilega ekki hafa skift m;klu máli frá sjónarmiði Mr. Guthrie, hvern- ig fjárlögin hefðu verið á sig komin, því sam- kvæmt venjulegri skvldurækni, hefði hann al- veg vafalaust fundið þeim eitthvað til foráttu, þó ekki væri til annars, en að reyna að ná sér vitund niðri á núverandi fjármálaráðgjafa, Mr. Robb, og þá jafnframt því sambandsstjóm- inni í heild. Ekki dirfðist samt Mr. tíuthrie að þessu sinni, að hampa sínum gömlu barlómskenning- um, þótt hann á hinn bóginn héldi því fram, að stjórnin hefði verið bruðlunarsöm, og að þjóð- arbúskapurinn væri þarafleiðandi alt annað, en í æskilegu ásigkomulagi. — Þó neyddist hann til þess að viðurkenna, að ástandið hefði breyzt all-mjög til hins betra. Ófáanlegur var hann samt til þess með öllu, að veita stjóminni nokkra minstu viðurkenningu, fyrir hina auknu, fjárhagslegu velgengni þjóðarinnar, en hallaðist miklu fremur á þá sveif, að atvikin hefðu hagað því svo til, eða það væri þá lireint og beint altsaman forsjóninni að þakka, hve iæzt virtist hafa fram úr hinum og þessum örð- ugleikum, betur en á horfðist. Ekki treysti Mr. Guthrie sér til að neita því, að stjórnin hefði til verulegra muna lækkað skatta. Því gat hann heldur ekki neitað, að grvnt hefði verið drjúgum á þjóðskuldinni. En að stjómin ætti þar nokkurn hlut að máli, fékk hann með engum kringumstæðum séð. Að vísu hefði stjórnin lækkað skatta, og grynt á þjóðskuldinni, en þó hvergi nándar- nærri eins mikið og átt hefði að vera og myndi hafa verið gert, ef íhaldsstjóm hefði farið með með völdin. Engan veginn er það óhugsandi, að Mr. Guthrie kunni að hafa dreymt við þetta tækifæri um sjálfan sig, sem sjálfkjörinn fjár- málaráðgjafa, þótt ekki léti hann það opinber- lega í ljós. um, námu útgjöldin $361,000,000, en tekjumar aðeins $436,000,000 án þess að Mr. Guthrie, eða flokkur hans, léti sig jafnvel dreyma um smá vægilegar afborganir af þjóðskuldinni, hvað þá heldur meira. ^Enga minstu tilraun gerði Mr. Guthrie til þess, að benda á, þó ekki væri nema í einu ein- asta tilfelli, hvar koma mætti við frekari sparnaði á núverandi fjárlögum, en Mr. Robb •liafði gert, enda mun honum ekki hafa verið sérlega hægt um vik, í því tilliti. Ekki virtist Mr. Guthrie mikið sterkari á svellinu, en endranær, er til þess kom, að gagn- rýna viðskifti Canada við aðrar þjóðir. Kendi allmikíls írafárs í ræðu hans, út af viðskiftum Canada við Bandaríkin. Taldi hann sjálfsagt, að hin canadiska þjóð minkði vömkup sín sunnan landamæranna, eða þá að hún bætti upp mismuninn, með því að selja þangað meira af vöram. Gæti Mr. Guthrie þá ekki hafa getað með sama rétti sagt, eitthvað svipað um við- skiftin milli Canada og Bretlands, því sama reglan lilýtur að gilda jafnt í báðum til- fellum? Að öllu athuguðú, virðast aðfinslur Mr. Guthrie's við 'fjjárlagafrumvarp Mr. Robbs, hafa fremur verið bornar fram af vilja, en mætti, því þó leitað væri með logandi ljósi um alla ræðu hans, var hvergi eina einustu uppá- stungu að finna, er horfði til verulegra bóta. Mr. Bennett var fjarverandi, er fjárlaga- framvarpið fyrst kom til umræðu, eins og þeg- ar hefir verið vikið að, og þess vegna féll það Mr. Guthrie í skaut, að flytja vandlætingar- ræðu, hvort heldur sem hann fyndi nú nokkuð aðfinsluvert Við stefnu stjórnarinnar í fjár- málunum, eða ekki. Og til þess svo að kóróna dásemdarverkið, og brjóta ekki í bág við forn- ar þingvenjur, bar Mr. Guthrie fram, sem trúr og auðmjúkur þjónn flokks síns, breytingar- tillögu við fjárlagafrumvarpið, tillögu, sem augsýnilega var dauðádæmd í fæðingunni, með því að hún var á sandi bygð, og engu öðra. Tvœr flugur í einu höggi 1 Heimskringlu frá 13. þ.m., sendir forn- kunningi vor, hr. Ásgeir I. Blöndahl, oss tón- inn, á næsta einkennilegan hátt. Skrif þetta, er hann kallar “Orðsending til ritstjóra Lög- bergs,” vildi þann víst, að vér prentuðum líka. En með því að vér litum svo á, að fylla mætti dálka Lögbergs, með einhverju þarfara, en slíku vandræða dóti, lögðum vér “Orðsend- ing” Mr. Blöndahls á hilluna. Mr. Blöndahl virðist vera að verja sig gegn einhverju, sem vér höfum aldrei sagt. Vér liöfðum hvorki kent hann við “klíku”, né nokk- uð annað. Hvað vér kunnum að segja um hann úr þessu, getur verið nokkuð annað mál, eftir að honum varð sú hörmulega slysni á, að stinga upp á klíkuþjóni styrknefndar Þjóð- ræknisfélagsins, hr. Sigfúsi Halldórs frá Höfn- um, til forseta. Að hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum sé “ut- anflokka”, hefir víst enginn heyrt getið um, annar en Mr. Blöndahl. Eitt meðal annars, er sérstaklega virtist liggja þungt á samvizku Mr. Guthrie’s, var það, hve óendanlega mikið gleðiefni það myndi verða, ef hægt vrði að finna einhverja þá braut í fjármálum, er til þess gæti leitt, að borga mætti upp þjóðskuldina alla á fjöratíu til fim- tíu áram. Fátt mvndi hafa orðið Mr. Robb kærkomnara en það. En sá var ljóður á, að Mr. Guthrie sá ekki til þess nokkur sköpuð ráð, að til nokkurs slíks gæti komið. A síðastliðnum sex árum, hefir þjóðskuldin lækkað um $226,000,000, og er það drjúgum betri útkoma, en áður hefir viðgengist hjá nokk- urri annari stjórn í landi hér. 1 allri sögu hinnar canadisku þjóðar, frá stofnun fylkjasambandsins, fram að styrjöld- inni miklu, hafði það komið aðeins átta sinn- um fyrir, að grynt væri vitund á þjóðskuld- inni.^ Og þó nú hafi farið fram samfleytt í sex ár, árlegar afborganir, þá lætur Mr. Guthrie alt slíkt eins og vind um eyru þjóta, eða telur það litlum, sem engum tíðindum sæta. Lm tekjuafgang núverandi stjórnar á fjár- lögunum, hafði Mr. Guthrie það eitt að segja, að þó hann væri nú að vísu talsverður, þá myndi hann samt orðið hafa drjúgum meiri, ef íhaldsflokkurinn hefði farið með völd. Þótt undarlegt kunni að virðast, þá fór sú raunveralega staðreynd alveg fram hjá Mr. Guthrie í ræðu bans, að þau árin, er íhalds- flokkurinn fór með völdin, var engin minsta tilraun til þess gerð, að lækka skatta, en samt jókst þjóðskuldin jafnt og þétt. Síðasta árið, sem íhaldið hafði stjórnartaumana í sínum höndum, átti svo að heita, að minsta kosti á pappírnum, að fjárlögin bæru með sér sjötíu og fimm miljón dala tekjuafgang. Á sama tímabili, hækkaði þjóðskuldin um hvorki meira né minna, en $92,000,000. Þetta atriði, ekki óverulegra en það i raun, og vera er, virðist farið hafa gersamlega fyrir ofan garð og neð- an, hjá Mr. Guthrie, og átti hann þó sjálfur sæti í hundadaga-stjóm Mr. Arthur Meighens, fram að kosningunum 1921. Áætluð útgjöld, fyrir núverandi fjárhags- ár, nema samkvæmt fjárlagaræðu Mr. Robbs, $385,000,000, til móts við $454,000,000 tekjur. Hvenær hafði Mr. Guthrie, eða flokkur hans, upp á nokkuð slíkt að bjóða? Síðasta árið, sem íhaldsmenn sátu að völd- 1 Að hvað miklu leyti að ritstjómarhæfileik- ar hr. Sigfúsar Halldórs frá Höfnum, höfðu við það að gera, að Mr. Blöndahl stakk upp á honum til forseta, skal látið liggja á milli hluta að sinni. Finst oss það engan veginn óhugs- andi, að hr. Halldórs kynni að verða til þess fáanlegur, að varpa á það stórþýðingarmikla atriði við tækifæri, nokkru ljósi í blaði sínu. * * * 1 athugasemdum við “Opið bréf”, er birtist í fyrgreindu tölublaði Heimskringlu, frá einhverjum Braoe Sanders, telur rit- stjóri blaðsins það æskilegt, að deilurnar um heimferðarmálið “mættu niður falla”. Ef hér hefði nú fylgt hugur máli, myndi ritstjórinn undir engum kringumstæðum hafa birt þetta opna bréf, án þess í fleira sé vitnað af svipaðri tegund. Vera má, að það hafi vakað fyrir ritstjóra Heimskringlu, að æskilegt væri, að deilur “mættu niður falla” frá annari hliðinni, því hamingjan má vita, hvernig honum er innan- brjósts, síðan hann innlimaðist í styrknefndina, og blandaði hjörlegi við séra Jónas. Sambandsþingið og f riðarmálin 1 febrúarmánuði síðastliðnum, kom til umræðu og afgreiðslu í sambandsþinginu, sáttmáli sá um ólöghelg-un styrjalda, sem kendur er við Kellogg, fyrrum utanríkisráðgjafa Bandaríkjanna. Voru við það tækifæri fluttar margar, áhrifamiklar ræður, og fer nú hér á eftir í íslenzkri þýðingu, ræða sú hin snjalla og djúphugsaða, er landi vor, Mr. Joseph T. Thorson, þingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjör- dæmið hið syðra, flutti I sambandi við friðarmálin og Kellogg-sáttmálann. Er ræðan svo meistaralega úr garði ger, að hún á brýnt erindi til allra manna. Á íslenzku, lítið eitt stytt, hljóðar ræða Mr. Thorson’s á þessa leið: “Viðtökur þær hinar glæsilegu, er féllu forsæt- isráðgjafa vorum í skaut, er hann kom heim úr Norðurálfuför sinni siðastliðið sumar, voru annars og dýpra eðlis, en venja er til, þegar flokksbræður fagna foringja sínum. Það var canadiska þjóðin í heild, er í hugarhrifning fagnaði fulltrúa þjóðar- ianar allrar, fyrir heillavænleg afskifti hans af friðarmálum mannkynsins. Forsætisráðgjafi vor, var sá maðurinn, er augu Parísarborgar hvíldu á, er hann formlega opnaði hina fyrstu, canadisku sendiherra skrifstofu á Frakklandi, jafnframt því, sem hann fyrir hönd þjóðar vorrar, undirskrifaði sáttmála Kelloggs, um ólöghelgun styrjalda. Framkoma hans á þingi Þjóð- bandalagsins í Geneva, var einnig slík, að alþjóða- athygli vakti. Sú er ófrávíkjanleg stefna canadisku þjóðarinn- ar, að stuðla af fremsta megni að alþjóðafriði. Eigi aðeins við þær þjóðir, er hún sérstaklega hefir mök við, heldur og við allar þjóðir heims. Canadiska þjóðin hefir því gilda ástæðu til þess, að finna til metnaðar yfir framkomu fulltrúa síns, út af afskift- um hans af heimsgriðarmáinu. Sérhvert það viðfangs- efni, er forsætisráðgjafinn, ásamt samverkamönn- um sínum í Norðurálfunni, tók þátt í, bendir ótví- rætt á aukin og vaxandi áhrif hinnar canadisku þjóðar, meðal annara þjóða heims. Nú er farið fram á, að þingið samþykki hinn svonefnda Briand-Kellgg sáttmála um að ólöghelga stríð, er undirskrifaður var í París þann 27. ágúst 1928, fyrir hond canadisku þjóðarinnar, af forsætis- ráðgjafa vorum, Rt. Jlon. W. L. Mackenzie King, í umboði hans hátignar konungsins. Svo má heita, að liðin séu nú tíu ár; frá því er Þjóðbandalagið var stofnað, með það fyrir augum, að knýja hinar ýmsu þjóðir til þess, að gera út um ágreiningsmál sín á skynsamlegan og friðsaman hátt, í stað þess að grípa til vopna. Sitthvað hefir Þjóðbandalaginu verið til for- áttu fundið, og það jafnvel innan vébanda þessa þings. Þó munu alvarlega hugsandi menn, nokkurn veginn á eitt sáttir um það, að virðing bandalagsins þjóða á meðal, sé jafnt og þétt að aukast, eftir því sem skilningur, fólksins á sanngildi stofnunarinnar, skýrist betur og betur. Enda hefir Þjóðbandalagið skapað meðal þjóðanna, nýjan skilning á öryggi, grundvallaðan á almenningsáliti, er ofbýður hörm- ungar þær, er styrjöldum eru samfara, en þráir síð- ast og fyrst, varanlegan frið á jörðu. Hið raunverulega gildi Þjóðbandalagsins, eða sáttmála þess, er tengir saman fimtíu og tvær þjóð- ir, liggur að miklu leyti í því, að horfið hefir verið frá hinum eldri venjum um leynilegt ráðabrugg i viðskiftum þjóða á meðal, er þráfaldlega leiddu til misskilnings og stríðs, en í þess stað verið innleidd sú aðferð, að ráða ráðum sínum á opnum fundum, og reyna á þann veg að miðla málum. Samkvæmt ákvæðum Þjóðbandalagssáttmálans, er það giert að skyldu, að rannsaka fyrst og fremst öll ágreiningsmál þjóða á milli á friðsamlegan hátt, annað hvort með því að vísa þeim til Alþjóðadóm- stólsins, eða þá að ræða þau á sátta- eða samkomu- lagsfundum. Sáttmálinn gerir einnig ráð fyrir því, að krafist skuli ákveðins frests til sátta, eða sam- komulags tilrauna, áður en gripið sé til þess ör- þrifaráðs, að leggja út í stríð. Þjóðbandalagið byggir ekki tilveru sína á her- afla. í stað þess gerir það sér alt hugsanlegt far um, að draga ágreiningsefni meðlima sinna fram í dagsljósið, og skoðar opinberar umræður og álit almennings, haldbezta öryggið gegn styrjöldum og stríði. Sennilega hefir Þjóðbandalagið aldrei fengið verðugri viðurkenningu, en þá, er því féll í skaut af vörum þeirra Grey’s greifa, og Mr. Smuts, fyrrum forsætisráðgjafa Suður-Afríku sambandsins, þar sem þeir voru báðir á einu máli um það, að koma hefði mátt í veg fyrir heimsstyrjöldina miklu frá 1914, ef svipaður sáttmáli hefði þá verið í gildi, sem Þjóðbandalagssáttmálinn, og ágreiningsatriðin ver- ið rædd á opinberum stefnum, eða mannamótum. Samt sem áður voru ekki fyrirmæli Þjóðbanda- lagssáttmálans slík, að þau útilokuðu stríð. Heldur þvert á móti, viðurkendi bandalagið Iðgmseti stjrrj- alda, sem síðustu úrlausn þeirra deilumála, er það kynni að fjalla um, eftir að allar friðsamlegar sátta- tilraunir, hefðu farið út um þúfur. Ástæðurnar fyrir viðurkenningunni á réttmæti styrjalda, verða, næsta skiljanlegar, er tekið er til- lit til þess, að menn þeir, er að þeim stóðu, voru synir hins gamla skóla 1 alþjóðalögum, rígbundnir gömlum erfikenningum um drottinvald. Það var sá gamli skilningur, að engin höft mætti leggja á ákvörðunarfrelsi fullvalda ríkja, er réði þar'Iofum og lögum, og þess vegna var það, að aðstandendur Þjóðbandalags sáttmálans, sáu sér ekki fært, að leggja bann við því, að fullveðja ríki mættu grípa til vopna, ef þau litu svo á, að þau ættu ekki annars úrkosta, öryggi sínu til verndar. Nú á hinum síðari árum, hefir skilningur þjóða á meðal skýrst svo, að full-ljóst má teljast, að svo fremi að hugsanlegt sé, að framtíðar friður fái haldist, verða hinar gömlu skoðanir á fullveldi, að rýma sæti fyrir öðrum nýjum og fullkomnari. Samsetning Þjóðbandalagsins, jafnvel eins og henni er nú farið, er öldungis ósamrýmanleg við hinn gamla skilning á fullveldi, að því Ieyti, sem hún leggur viss höft á frjálsræði og athafnir meðlima þeirrar stofnunar. Engin einstök þjóð, hversu sem sjálfstæði hennar er farið, hvort heldur sem hún er stjórn- skipulega fullveðja, eða býr við einhver sjálfstæð- is-höft, má haga sér eftir eigin geðþótta, ef komið skal í veg fyrir lögbrot þjóða á meðal, og heimsfrið- urinn trygður. Þess vegna þótti sjálfsagt, að lengra yrði gengið, en bandalagssáttmálinn náði, eins og sjá má af 1 grein friðarsamningsins, þar sem svo er að orði komist: “Hinir virðulegu samningsaðiljar, lýsa því há- tíðlega yfir, í nafni þjóða þeirra, er þeir fara með umboð fyrir, að þeir fordæmi styrjaldir og stríð, sem öldungis óviðunandi úrlausn á deilumálum þjóða í milli.” Fimtán þjóðir heims, þar á meðál hin canadiska þjóð, undirskrifuðu þessa alvöruþrungnu yfirlýs- ingu, og síðan hafa fjörutíu og sjö þjóðir, fallist skilyrðislaust á innihald hennar. ,(Meira.) Fundargerð Þjóðrœknis íélagsins 1929 ÁVARP FORSETA við setningu hins 10 ársþings Þjóðrækn- isfélagsins, 27 febr. 1929. Eg leyfi mér að setja þetta 10. ársþing Þjóðræknisfólagsins um leið og eg bíð þingmenn og gesti velkomna hingað. Eigi er kunnugt um að nein völva hafi staðið yfir vöggu félags vors, er það leit fyrst ljós dagsins. Hinsvegar er það al- kunnugt, að ekki hefir skort spádóma um framtíð þess þau 10 árin, sem það hefir •lifað. Nokkuð af þeim spádómum hafa verið feigðarspár. Aðrir spá um lang- lífi og frama. Hefir sá mismunur ekki eingöngu stafað af því, að ólíkir menn líta jafnan nokkuð misjöfnum augum á framtíðina, heldur væntanlega mest af hinu, að fjestra manna spádómar eru framar öllu öðru sprottnir af óskum þeirra. Þjóðræknisfélagið hefur annan áratug æfi sinnar með þeim sérstöku hlunnindum, að því er nú ljósara en áð- ur, hverjir óska þvi feigðar og hverjir gengis. Ekki getur oltið á nokkrum vafa um það, að þessu er vel farið. Sú hreyfing er að eðli sínu lítilsigld, sem ekki vekur andstöðu. Vekti þjóðernishreyfing vor ekki andstöðu, þá væri það ákveðið merki þess, að hún væri feig. Það er því ekki ósk mín, heldur athugun á staðreyndum, sem þvi veldur, að eg vil láta í ljós þá sannfæringu mína, að með þessumj öðrum áratug sé féjag vort að ganga inn í mark- vert tímabil og minningarikt í sögu sinni. Því að mótbyrinn á þessu ári hefir verið nægilega mikill til þess, að unt hefir verið að átta sig á, hve hugsanir félagsins eiga sér í raun og veru mikinn bakhjarl í lund- arfari og vilja islenzks almennings hér í landi, jafnframt því aðl ljóst er, að feigð- arviljinn fær ekki vakið þá ö,ldu, sem fé- laginu sé ekki fært að brjóta af sér. Eg ætla ekki að verja þessari stund til þess að rifja upp þau vopnaviðskifti, sem fram hafa farið á árinu i sambandi við störf félagsin9. Þau munu vera flestum svo í fersku minni, að það sá ástæðulaust. Aðeins skal á það minst, að þingi voru hafði naumast verið slitið í fyrra, er tek- ið var. að leita að sérhverju því, sem í- myndunarríkum mönnum gat hugkvæmst til þess að vekja óvinsældir félagsins. Á- rangurinn af því starfi hefir orðið von- um minni, þótt kappsamlega hafi Jeitin verið rekin. Um leið og eg drep á það helzta, sem stjórnamefndin hefir fjallað um, síðan síðasta þingi lauk, langar mig til þess að þakka 'samnefndarmönnum mínum fyrir prýðilega samvinnu. Þrátt fyrir 'þann styr, sem staðið hefir um málefni félags- ins, hefir samvinnan innan nefndarinnar verið svo ljúf, sem frekast hefir verið á kosið. Minnist eg þess ekki, sem þó mun sjaldgæft vera, að nokkur nefndarmaður hafi nokkuru sinni skorast undan að vinna neitt verk, er félagar hans hafa beðið hann að gera. Munu allir þeir, sem við félagsmál hafa fengist geta metið þá lipurð, er í hlut eiga menn, sem flestir þafa átt mjög annríkt við önnur störf. Aðalmál stjórnarnefndarinnar á milli þinga hlýtur ávalt að vera eitt öðrum fremur — útbreiðslumál féjagsins og hug- sjón þess. Síðasta þing mælti svo fyrir, að stjórnarnefndinni væri heimilt að verja alt að 200 dollurum í þarfir útbreiðslu- mála. Slík heimild hefir oftast áður ver- ið gerð á þingum, ein þetta er í fyrsta s'kifti, sem nefndin hefir notað sér hana að fuillu. Þessari fjárupphæð hefir ver- ið varið til þess að greiða fargjald full- trúa stjórnarinnar og borga fyrir húsleigu og annað, er að fundarhöldum lítur. í sambandi við þetta langar mig til þess að geta þess, að lamdar vorir vestur á Kyrrahafsströnd höfðu farið þess á leit við stjómarnefndina, að hún sendi þeim ■ fulltrúa til þess að mæta á íslendinga- degi síðastliðið sumar. Henni þótti rétl að verða við 'þessum tilmæjum og veitti $50 styrk til fararinnar. Er sú upphæð talin með í þessum 200 dollurum, er eg hefí getið um, að eytt hafi verið til út- breiðslumála. Starfið í þessa átt hefir borið góðarn á- rangur. Félagatalan hefir aukist svo, að furðulegt má heita. Skiftu nokkurir menn með sér verkum og naut nefndin einnig aðstoðar ágætra manna utan nefnd- arinnar. Nefni eg þar sérstaklega til sr. Jónas A. Sigurðsson og Ásmund P. Jó- hannsson, sem unnu hið ágætasta verk. Var störfum þannig háttað, að sérstak- lega voru heimsóttar þær bygðir, er eigi voru deijdir fyrir í. Yfir 270 nýir félag- ar bœttust við, og er nú félagatalan mjög tekin að nálgast það, að fult sé fyrsta þúsundið. Mér virðist þessi árangur fyrir margra hluta sakir eftirtektarverður. Ekki sizt fyrir þá sök, að þetta gerist á þeim tima, sem verið er að leitast við á allan hugs- anlegan hátt að gera félagið tortryggi- Jegt í augum almennings. Það er og al- kunnugt, að mörgum hafði þótt svo fyrir um deilurnar í bjöðunum, að þeir óskuðu sér þess helzt að vera sem fjærst þeim eldi, sem vakinn hafði verið. En hins er vitaskuld líka að minnast, að mikið aí ánásunum á félagið höfðu tekist á þá lund. að fjöldi manna snerist til fylgis við það, er áður höfðu látið það hlutlaust og eigi haft áhuga fyrir stefnu þess. Er þeirrar aðstoðar hér minst með þakklæti. En í augum þeirra, sem sérstaklega höfðu á hendi þetta útbreiðslustarf fyrir félagið á árinu, er þó það merkilegast, sem eigi verður í tölum rakið ná sagt um: Það er hér, það er þar. Eg á við þann vaknandi skilning á málum íslenzkra manna, sem eigi fær dulist eftirtekinni.' Lítilsvirðingin fyrir sjálfum sér er að þverra, metnaðurinn að aukast fyrir hönd þjóðar sinnar og kyns. Inn í daglegt mál hérlendra manna hefir borist orðatiltæki sá,larfræðinganna, er tala um “inferiority complex”—þennan sjúkdóm í sálarlífi mannsins, er sefjar hann til vantrúar á sjálfan sig. Þennan sjúkdóm er sivax- andi fjöldi Islendinga að hrista af sér. Hin batnandi andleg heilsa birtist meðal annars í þessu, að menn ganga til stuðn- ings og fylgis við félagið, sem sérstaklega hefir þá köjlun, að halda upp trúnni á þjóðina. En á það vill stjórnarnefndin, sem nú Skilar af sér störfum, leggja hina rikustu áherzlu, að hún telur útbreiðslustarf fé- lagsins aðeins hafið. Ekki er nokkur minsta ástæða til þess að ætla ,að með atorku megi ekki halda áfram að auka fé- lagatöluna að sama hlutfalli og verið hefir þetta ár. Megin félagið vex með hverju árinu. Líkindin vaxa fyrir því, að félagið geti orðið tiJ þess gagns, er til frambúð- ar verði, og með auknu verki aukast þvi vinsældir og fylgi. Nú sem stendur veltur í raun og veru á því mest, að sem hagan- legast sé háttað starfsaðferðum félagsins. Á það, atriði mun eg lítijlega drepa síðar. Eg leiði Jijá mér að þessu sinni að tala um það mál félagsins, sem mest hefir verið deilt um á árinu—heimfararmálið. Geri eg það vitaskuld fyrir þá sök, að það mál hefir verið þvínær að öllu í höndum sér- stakrar nefndar, sem með það fer þar til það er að ölju leyti til lykta leitt. Sú nefnd er að því leyti á annan veg skipuð, ert þingið gekk frá henni í fyrra, að mað- urinn, sem þá var kosinn í hana, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, hefir sagt af sér störf- um fyrir alllöngu siðan. Forseti og féhirðir heimfararnendar- innar eru væntanlegir, annar eða báðir, mjög bráðlega úr Islandsferð, en skýrsla um mál nefndarinnar mun naumast geta komið fyrir þing fyrsta þingdaginn. Auk heimfararnefndarinnar hafa tvær milliþinganefndir haft sérstök mál með liöndum. önnur þeirra er sú, er fjalla átti um fræðslumál félagsins í framtíðinni. Var svo til ætlast, að nefndin rannsakaði hentugustu leiðina til þess að ná sambandi við hina yngri kynslóð vora—hvernig örfa mætti áhuga hennar fyrir málefnum Is- lendinga og vekja skilning hennar á verk- efnum þeirra. Vafalítið er þetta eitt mesta vandamál, semi þingið getur falið nefrid að fást við. En eg get ekki látið hjá líða að láta í ljós undrun mína yfir því, að einum nefndarmanni skuli hafa fundist það vel við eiga, að taka að átelja stjórnarnefnd félagsins í opinberu blaði fyrir að hafa ekki ráðið fram úr þessu máli, sem hamn tók að sér að ráðleggja félaginu um, með því að taka sæti í nefnd- inni. Hinsvegar vna eg að nefndin hafi sov góðar tillögur að leggja fyrir þing nú, að komið geti að verujegu haldi fyrir framtíðarstarf félagsins. Hin milliþingamefndin hefir haft með höndum íþróttamál. Því miður hafa mér borist þær fregnir, að henni hafi virst horfa frekar þunglega um þau mál yfir- leitt. En samkvæmt tillögum hennar hef- ir stjómarnefndin notað sér að eiViu leyti heimild um fjárveitingu til íþróttamála, sem síðasta þing veitti. Þingið mælti svo fyrir, að nefndin mætti verja allmik- illi uppliæð til íþróttastarfsemi gegn jafn mikilli upphæð úr amnari átt. Samkvæmt itíllögum ' milliþinganefndarinnar veittií nefndin $50 til félagsins SJeipnis í Win- nipeg, enda hafði félagið trygt sér jafn- mikinn styrk úr annari átt utanfélags. Þetta vOru eimu tilmæjin, sem nefndinni barst í þessa átt. Því miður er eg hrædd- ur um, að ekki hafi það stafað af um- hyggjusemi fyrir sjóði félagsins, heldur hinu, að mikil deyfð hvílir nú yfir íþrótta- mönnum meðal vor. Stjórnarnefndin hefir í einu efni brot- ið fyrirmæli þau, er síðasta þing hafði gefið henni. Það er viðvíkjandi bóka- safni félagsins. Stjórnarnefndin hefir ekki tajið rétt að opna þennan vísi að safni ennþá til útláns. Eins og menn muna þá var samþykt reglugerð um út- lám á síðasta þingi, en nefndin hefir frek- ar litið á hana sem heimild fyrir sig og leiðbeining en, beina fyrirskipun, er henni væri nauðsynlegt að framfylgja. Enda munu menn mininast þess, að skoðanir manna um þetta efni voru harla skiftar á þinginu. Þegar þess er gætt, að það hafði nokkurn kostnað í för með sér að lrefja útlán, safnið erun Jítið, en þó að stækka, þá vonast eg til að þingheimur fallist á, að það hafi ekki verið óhyggilegt að doka við með útlán. Eg hefi áður getið þess í ári borist höfðingleg gjöf í safnið. Frú Steinunn Líndal frá Victoria,, B.C. sendi félaginu að gjöf milli 170-180 bækur, sumar allverðmætar og allar mikinn feng fyrir safnið. Er stjórnarnefndin henni mjög þakklát fyrir þetta og eg efast ekki um að svo muni vera um alla félagsmenn. En auk þessara bóka, sem eg hefi þeg- ar getið um að félagimu hafi áskotnast, er önnur gjöf, sem eg.get skýrt frá. iLestrarfélag, sem starfað hefir í Church- bridge hefir ánafnað alt safn sitt Þjóð- ræknisfélaginu til eignar. En um leið og sú gjöf var tilkynt, var þess getið að þjóðræknisdeildin Snæfell, sem starfar þar í ‘bygðinmi vildi gjarnan hafa safn- ið enn um hríð í bygðinni og gæta þess þar og nota eftir þörfum félagsmanna. Stjómarnefndin féllst að sjálfsögðu á þessi tilmæli. Deildin mun því fyrst um simn annast um þetta safn, eða svo lengi sem deildin er til og óskar þess, en safn- ið er eftir sem áður eign aðalfélagsins. Eftir þeirri skýrslu, sem eg hefi fengið um ilíækur þessar, þá er mikil og ágæt eign í þeim. Þetta eru 161 t>ók bundin, en auk þess töluvert af óbundnum bókum, sem deildin hefir í hyggju að koma í band hið bráðasta. Hefir stjórnarnefndin þakkað fyrir þessa gjöf fyrir hönd félags- ins og vonar að félaginu 'bætist fleiri slíkar höfðinglegar gjafir á næstu árum. Frekari upplýsingar um bókasafnsmálið mun stjórnarnefndin gefa, er það mál kemur á dagskrá þingsins. Stjórnarnefndinni var falið á síðasta þingi að fara þess á leit við íslenzku blöðin í Winnipeg, að þau tækju npp þann sið að gefa út fyjgirit fyrir unglinga í líkingu við það, sem tíðkast með hinum ensku dagblöðum, þótt vitaskuld yrði alt í minni stíl. Skjalavörður hefir. fyrir hönd stjórnarnefndarinnar átt tal um Framh. í næsta blaði.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.