Lögberg - 30.05.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.05.1929, Blaðsíða 4
* LÖGBERG PIMTUDAGINN 30. MAl 1929. BU. 4. Xögtjerg Gefið út hvem fimludag af The Colr- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitobo. ;docdoc do<---->o<=dddo< >oc oo<5 Iðinn við kolann Ritstjór'i styrkbónar-nefndarinnar, sýnir nærri því ótrúlega þolinmæði við rógburð sinn á l)r. Brandson. Því þótt búið sé að marg-standa ritstjórann að blekkingum og beinum ósann- indum, þá teygir hann enn mælgi-lopann í Heimskrjnglu. Hann er enn önnum kafinn við að telja sjálfum sér trú um, því um aðra er nú ekki lengur að ræða, er taka kynnu hann trú- anlegan í þessu efni, að bréf þau, er Dr. Brand- son birti í LÖgbergi þann 25 apríl síðastliðinn, og farið höfðu milli stjórnarformanns Mani- toba fylkis, Mr. Bracken’s, og heimfaramefndar þjóðræknisfélagsins, hefðu verið illa fengin. Og þó ritstjóranum hljóti að vera ljóst, ef það er annars nokkuð, sem honum getur orðið ljóst, að bréfin væru fengin og birt með fullri heim- ild, þá hamast hann samt sem áður við blekk- jmgavefnað sinn, og það jafnvel með köldu blóði, að því er bezt verður séð. Fram að þessum tíma, hefir sú alla jafna reyndin orðið á með ritstjóra Heimskringlu, að þó hann væri sannaður að ósannindum með hans e(igin orðum, þá þrætti hann samt, eða fór undan í flæmingi. Hvort hugsanlegt kynni að vera, að hann hefði séð sig um hönd, og vikið að einhverju leyti frá sínum fyrri bardaga aðferð- um, skal nú reynt til þrautar, með því að vitna enn einu sinni, þó það sé nú farið að verða þreyt- andi, í hans digið blað. Skal nú enn á ný, birt- ur kafli sá úr bréfi Dr. McKay, til ritstjóra Heimskringlu, er að því hnígur hvernig bréfin voru feng^in, eins og Heimskringla birtir hann sjálf, þann 22. þ. m.. Kaflinn er á þessa leið: “As stated in my letter yesterday, Dr. Brandson asked me to secure the letters refer- red to and I had an order prepared asking for the tabling of the same in the House. Before placing this on the order paper I advised Pre- mjer Bracken of my intention. He intimated that as this was a matter that primarSly in- terested the Icelandic people, he thought it un- advisable that it should be brought into the House where it might become a subject for factious discussion and that Dr. Brandson could secure a copy at his office. I spoke to Dr. Brandson and he stated that this was satisfactory to him. Aocording to these arrangements the correspondence was secured and oopied by a senogrjapher sent by Dr. Brandson for this purpose. If the correspondence had not been secured in this way, it would have been called for and tabled in the House where is might have become a subject for contentious discussáon. ” ‘ ‘ Eins og eg tók fram í bréfi mínu í gærdag, bað dr. Brandson mig um að ná í áminnst bréf og eg hafði tilbúna kröfu um að fá þau lögð fyrir þ£ngið. Áður en eg setti þessa kröfu á dagskrá þingsins tilkynnti eg Bracken forsæt- isráðherra fyrirætlan mína. Hann lét í ljós að með því að þetta væri mál, er fyrst og fremst skifti Islendinga, þá áliti hann ekki ráðlegt að leggja það fyrir þfngið, þar sem það gæti orðið efni í flokksdeilur og að dr. Brandson gæti feng- ið afrit á skrifstofu sinní. Eg talfærði þetta við dr. Brandson, og hann sagði að hann væri ánægður með það. 1 samræmi við þetta sam- komulag voru bréfin fengin og afrituð af hrað- ritara, er dr. Brandson sendi í þeim erindum. Hefðu bréfin ekki verið fengin á þennan hátt, þá hefði þe(irra verið krafist og þau lögð fyrir þingið, þar sem þau hefðu getað orðið að þrætuepli.” Svo mörg eru þau orð. 1 ofangreindum ummælum Dr. McKay's, er allan sannleikann að finna um það, hvernág bréfin voru fengin. Þann sannleika var Heims- kringla knúð til að birta, og átta víst heldur ekki annars úrkosta. En þrátt fyrir það, gerist rit- stjórinn svo fífldjarfur, að fjasa um það hvað ofan í annað í blaði sínu, að bréfin haf5 verið ósæmilega fengin og birt. Þjóðrækni styrkbónarritstjórans ríður ekki við ejinteyming. 1 hennar nafni, lætur hann sér sæma, að rógbera vora mestu og göfugustu menn, eins og Dr. Brandson. Og þó hann orki nú reyndar ekkj mikils, þá er hann alt annað en öfundsverður af viðleitninn(i. Hvaða dag var það, sem styrkbónarritstjór- inn, ásamt hérstöddum meðnefndarmönnum sínum “arkaði” á fund forsætisráðgjafans, og æskti þess að hann legði bréijin fram í fylkis- þinginu? Spyr sá, er ekki veit. Athugasemd Á öðrum stað hér í blaðinu, birtist fundar- ályktun frá íslenzku söfnuðunum í Minnesota- ríkinu, undirskrifuð af presti þeirra, séra GutÞ ormi Guttormssyni. Fundarályktun sú, er hér um ræðir, felur í sér meðal annars, einskonar áskorun til íslenzku blaðanna, um að láta nú nið- ur falla blaðadeilur allar út af heimfaramálinu, en reyna í þess stað, að vinna í sameiningu að einhverri sameiginlegri viðurkenningu, eða m,inningargjöf, stofnþjóð vorri til sæmdar, í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis 1930. Vér göngum út frá því sem gefnu, að gott eitt vaki fyrir þeim ættbræðrum vorum í Minne- sota, er að fundarályktaninni stóðu, og vér get- um og fulMssað þá um það, í eitt skifti fyrir öll, að oss er engu óannara um það, en þeim, að styðja sérhverja þá viðleitni, er vér höfum sann- færst um, að auka megi á veg móður vorrar, Fjallkonunnar. Jafn staðráðnir erum vér og í því, að mótmæla, og vinna á móti sérhverjum þeim straum, og sérhverri þeirri stefnu, er að vorri hyggju, hnígúr í gagnstæða átt. Um þagnarákvæði fundarályktunarinnar, grunar oss að orðið geti næsta skiftar skoðan'ir, og það er einmitt það atriðið, sem vér efumst um að bræður vorir syðra, hafi íhugað tál grunns. Lesendur íslenzku blaðanna vestan hafs, hafa að sjálfsögðu til þess fylztu heimild, að finna að því, er þeim helzt þykir aðfinsluvert vlið starfrækslu þeirra og frágang, sé það bvgt á sanngimi og stjórnist af næmri réttlætistil- fjnningu. En að stinga upp í blöðin, þótt eitt- hvað greini á um gang mála, eða sama sem skipa þeim að þcgja, virðist oss næsta varhugavert. Hvað myndíi sá tími eiga langt í land, að rit- frelsi, prentfrelsi og liugsanafrelsi, yrði jarð- sett, ef slakað yrðá til, allra auðmjúklegast, við hvað litla ágjöf, sem væri? Ótti við almenningsálitið, hefir staðið mörgu blaðinu fyrir þrifum. Iivorki í þessu tilfelli, né heldur nokkru öðru tilfelli, skal nokkuð þvílíkt eiga sér stað, hvað Lögberg áhrærir. Því verður ekki neitað, að oss kom það næsta kynlega fyrir, að rétt um sama leyti og liafin var, vafalaust í nafni íslenzks þjóðemis, lát- laus blekkingahríð og rógur, gegn þeim mann- inum, ef sökum manndóms og mannkosta, hefir borið höfuð og herðar yfir fólk vort vestanhafs til margra ára, Skyldi þagnargulls hug- myndin koma fram. Þessvegna trúum vér því ekki, fyr en vér tökum á, að ekki hafi að ein- hverju hrapað verið, í sambandi við fundará- lyktun þá, sem hér hefir gerð verið að umtals- efni. Deilan um heimfararmálið, hefir öll snúist um stjómarstyrkinn. Hún er Manitobamál, því það var um Manitoba peninga, sem verið var að biðja, en undir engum kringumstæðum Bandaríkjafé. / Fylkiskosningar í Saskatchewan Að því var vikið í síðasta blaði, að ákveðið hefði verið, að kosningar til fylkisþingsins í Saskatchewan, skyldu fram fara, fimtudaginn þann 6. júní næstkomandi. Stjórn sú í Saskatchewan, er setið hefir að völdum undanfarin ár, undir forystu Mr. Gardiner’s, hefir yfirleitt þótt framsýn og mik- ilvirk. Má óhætt segja, að hag fylkisbúa hafi verið vel borgjið í hennar höndum, og að svo muni enn verða, nái hún kosningu, sem reyndar þarf ekki að efa. Getið var þess einnig hér í blaðinu, að af hálfu frjálslynda flokksins, byði sig fram á ný í Wynyard, Mr. W. H. Paulson, sá, er um langt skeið hefir á þingi setið fyrir það kjördæmi, og getið sér í hvívetna hinn bezta orðstír. Teljum vér víst, að hann náj. kosningu með miklu afli atkvæða. Hefir hann reynst kjördæmi sínu hinn nýtasti fulltrúi á þingi, og mun svo enn gera, endist honum heilsa og líf. Frá því er síðasta blað var prentað, og sent í póst, hefir oss borist sú fregn, að í Saltcoats kjördæminu, bjóði sig fram til þingmensku, und- ir merkjum frjálslynda flokksins, Mr. Ásmund- ur Loftson, að Bredenbury. 1 kjördæml því, sem nú hefir nefnt verið, eru Islendingar nokk- nð liðsterkir, og getnr því samhljóða fylgi þeirra orðið þungt á metunum við kosningarnar. Eigi höfum vér átt þess kost, að kynnast Mr. Loftson persónulega. En hitt er oss fullkunnugt um, að hann er af ágætu fólki kominn og er sagður bráðvel gefinn maður. Hann er eindreginn talsmaður réttu stjórnmálastefnunnar, eða frjálslyndu stefnunnar, og þessvegna ættu .samlandar hans, auk hans góðu kosta, að vinna af alefli af kosningu hans. Það er víðar en í Wynyard og Saltcoats, sem Islendingar koma við sögu, í kosnángum þeim, er nú fara í hönd í Saskatchewan. Hvar, sem atkvæðisbær Islendingur á heima, ánnan vé- banda Saskatchewan fylkis, ætti hann ekki að láta hjá líða, að greiða atkvæði þann 6. næst- komandi mánaðar, og stuðla með því að endur- kosiúngu Gardiner stjórnarinnar. Bréf frá Ottawa Eftir L. P. Bancroft. 1 hinum fyrri bréfum mínum, hefi eg gert þess grein, hve miklum og dýrmætum tíma þingsins hafi eytt verið ófyrirsynju, frá því um páska. Kom það meðal annars í ljós, að stjómarandstæðjngar vildu tefja tímann sem lengt, með það 'fyrir augum, að sambandsþing- menn gætu engan þátt tekið í fylkiskosningum þeim, er fram eiga að fara í Saskatchewan, þann 6 júní næstkoandi. En nú eru líkur til, að þeim verði ekki kápan úr því klæðinu, og að þingi verði slitið fyrir þann tíma. Vemdartollahækkun sú, sem að undanförnu hefir verið á dagskrá í þjóðþingi Bandaríkj- anna, virðist hvergi nærri ætla að verða eins ægileg fyrir canadiska bændur, og í fyrstu var útlit fyrir. Að vísu getur samt tollafrumvarpið tekið mikilvægum breytingum enn, áður en það nær fram að ganga, ef því þá á annað borð, verður framgangs auðið. Meðan á kosninga- hríðinni síðustu stóð syðra, fullvissaði Repub- licana flokkurinn ameríska bændur um það, að svo skyldu verndartollar hækkaðir verða, að canadisk samkepni yrði að mestu, eða öllu leyti útilokuð. Einliver hulin ástæða, hlýtur að liggja til grundvallar fyrir því, að ekki hef- ir verið lengra gengið enn sem komið er. Er það í almæli að lninn canadiski sendiherra, Hon. Vincent Massey, muni eiga í því sinn drjúga þátt, að enn hafa tollmúrarnir syðra eigi hækkaðir verið meira en raun er á orðin. Hinu má heldur ekki gleyma, að það er síður en svo, að forsætisráðgjafi vor, Hon. W. L. Mackenzie, svæfi á verði, hvað mál þetta A hrærði. Þykir sennilegt, að þessum tveimur mönnum, hafi orðið það ágengt við Hoover for- seta, að miklar líkur séu til, að hann, að minsta kosti fyrst um sinn, leggi ejgi slíkt kapp á íiækkun verndartollanna, og í fyrstu var ætlað. Hoover forseti, hefir alla jafna látið St. Lawrence skipaskurðinn mikið til sín taka, og má svo heita, að stöðugar samvinnu umleitanir eigi sér stað milli amerískra og canadiskra stjómarvalda um þetta merka mál. Því hefir verið haldið fram, og það vafa- laust með nokkrum rétti, að nauðsyn bæri til, að opnun hins væntanlega St. Lawrence skipa- skurðar, yrði eigi blandað saman við tollvemd- unarmáíið. Þó verða allir aðiljar, að hafa það hugfast, að framkvæmd þessa stór-þýðingar- mjkla fyrirtækis, hvílir að mestu leyti á gagn- kvæmum góðvilja milli þjóðanna beggja. Á liinn bógjnn verður ekki auðveldlega fram hjá því gengið, að lokun amerísks mark- aðar gegn canadiskum vörum, hlýtur að skoð- ast alt annað en vingjamleg afstaða. Má vera, að núverandi forseta Bandaríkjanna, sé þegar farið að skiljast, að svo sé. Þingmennirnjr frá Manitoba, hafa nýverið ikomið því til vegar við ráðuneyti opinberra verka, að Manitoba steinn skuli ávalt vera til sýnis, þar sem um opinðerar byggingar er að ræða, svo hægt sé að nota hann, þar sem svo býður við að horfa. Hve mikið kann að verða notað af þessari tegund byggingarefnis í Aust- urfylkjunum, hlýtur að verða að mestu leyti undir því komið, hve flutningskostnaðurinn þangað verður mikill. 1 vikunni sem leið flutti tollmalaráðgjafinn, Hon. W. D. Euler, ræðu, er vakið hefír sér- staka eftirtekt bæði utan þings og innan.^ Yar hún um vínsmyglunarmálið, og varpar á það ljósi frá ýmsum hliðum. Komst ráðgjafinn meðal annars, þannig að orði: “Eg efast ekki um, að það muni fá hátt- virtum þingmönnum nokkurrar undmnar, er eg skýri þeim frá reynslu minni í vínsmyglun- armálinu. Eg hefi oftar en einu sinni orðið þess var, þegar um afgreiðslu smyglunarbáta var að ræða, að þeir sigldu til annarar hafnar í Bandaríkjunum, en þejr sögðust ætla, og fengu afgreiðslu til. Fóru til dæmis til Buffalo, í staðinn fyrir Detroit. 1 hvert einasta sinn er vér komumst að því, að téðir bátar sigli undir fölsku flagg}i, það er að segja, leiti til annara hafnstaða en þeir fengu afgreiðslu fyrir, hafa þeir brotið vor eigin lög og sæta refsingu, samkvæmt fyrirmælum vorra eigin laga. 1 hvert einasta skiftS, sem bátar þessir af- greiða vínfarm innan takmarka Bandaríkja- þjóðarinnar, 'brjóta þeir amerísk, en ekki cana- disk lög. Bátamir eru því nær undanteknángar- laust, eign amerískra félaga, og skipshöfn á- valt amerísk. Svo hagar til í landi hér, að hver einasti bátur, stór eða smár, verður að fá löglega af- greiðslu frá hendi hlutaðeigandi tollþjóna. 1 Bandaríkjunum, er nokkuð öðru máli að gegna. Þar er öllum bátum, sem minni eru en fimm smálestir, heimilt að fara hvert sem vera vill, án nokkurra skírteina, og án þess að vera spurðir hvenær þeir komi úr ferðalaginu. Fyr en fullkomnara samræmi kemst á, að því er löggjöf Bandaríkjanna og Canada áhrærir, viðvíkjandi útilokun vínsmyglunar, verður mál- inu ekíri skipað í æskilegt horf. ’ ’ Undanfama daga, hafa þingstörf'öll gengið greiðlega. Má vera að þar raði nokkru um, heimfararhugur sá, er virðist vera farinn að gera vart við sig hjá þingmönnum yfirleitt. Canada framtíðarlandið Loksins var eg þá kominn til Canada og út í íslenzka nýlendu. Mikið 'hafði eg hlakkað til að sjá hvernig íslendingum liði í þessu nýja heimkynni þeirra. Því þó að eg hefði heyrt margar sögur, þá er sjón æfinlega sögu ríkari. Nýlenda þessi lá meðfram stöðu- vatni og var hún mjög svo fögur í sumarskrúða sínum. Kom eg út þangað síðari hluta dagsins, svo eg hafði svo sem ekkert tækifæri til að skoða mig um það kveld. Eg leigði mér herbergi á gistihúsi skamt frá stöðinni, því að eg átti engan kunningja þar í þorpinu. Lagðist eg ánægður út af og las þangað til svefninn náði tökum á mér, en næsta morgun fór eg snemfna á fætur, því eg ætlaði að nota daginn til að virða fyrir mér lífið eins og það er í góðri ís- lenzkri hygð hér í Vestur^Canada. Þegar eg var kominn í fötin, fór eg að ráðstafa í huga mínum, hvernig eg mundi hafa það þann dag. Því næst dró eg blæjuna frá glugganum í herbergi mínu, og var ekki Ijótt að líta út. Frá öðrum glugganum, sem til austurs sneri, horfði eg út yfir vatnið. Fiskimenniniir voru ein- mitt að setja fram bátana, til að fara út og vitja um net sín, sem þeir höfðu lagt kveldið áður. Sumir bátarnir reru, aðrir sigldu, en langflestir voru vélbátar, og mátti heyra skröltið í þeim lang- ar leiðir. Var hægur norðan- vindur og dreifðust Ibátarnir fljótt út um vatnið. Sólin skein í Ijóma sínum og ekki sást ský á lofti. Var þetta fögur sjón og var ekki laust við, að mann langaði til að vera með á einum bátnum, til að lyfta netjum ffullum atf lifandd, spriklandi fiski. Langt úti við sjóndeildarhringinn sáust tvö gufuskp, var annað að fara norð- ur, en: hitt að fara suður. Eg hugsaði: þetta hlýtur að vera staður, þar sem íslendingar ættu að geta unað sér og lifað góðu lífi, því að alt sem eg þar virti fyrir mér, á svo vel við íslend- ingseðlið. Og ekki breyttist skoðun mín, þegar eg fór að horfa út um hinn gluggann. Frá honum sá eg öll hin snotru og smekklegu hús í þorpinu, sem stóðu á rennislétt- um, grænum grasflötum og voru þau víða umváfin af unaðsfögr- um blómum og laufskrúðugum trjám. Alt þetta var svo vel úr garði gjört, að maður gat ekki annað en dáðst að því öllu. Það var auðséð, að iðnar og fjölhæf- ar hendur höfðu verið að verki. Ósjálfrátt kviknaði löngun hjá mér til að setjast hér að og dvelja æfilangt. Og ekki dofnaði sú löngun hjá mér, þegar eg left út fyrir þorpið yfir ibygðina fögru, þar sem hönd landnemans hafði rutt sér land og reist heimili. Var eg reglulega hrifinn af því, sem fyrir augað bar.. Þar voru mynd- arleg bændabýli, há rauðmáluð fjós, ibleikir akrar, og bak við þetta alt stóð skógurinn í laufskrúða sínum og myndaði eins og kórónu á þessari fögru mynd, sem eg þar skoðaði. Og þegar hið undrandi auga mitt nam staðar hjá kirkj- unni, þá sagði eg við sjálfan mig: þetta er vissulega fyrirmynd, sem eg horfi á þessa morgunstundina og fólkið, sem hér býr, hlýtur að vera ánægt með kjör sín, og af- réð eg undir eins að fara út með- al fólksins, til að komast að raun um, hvort svo væri ekki tilfellið. Eftir að hatfa borðað morgun- verðinn, fór eg út i hressandi morgunloftið. Angan frá blóm- unum og ilman af nýslegnu heyi mætti mér. Eg gekk mér til skemt- unar út fyrir þorpið. Mig langaði að hitta menn tog ná tali af þeim. Þar sá eg lítið, snoturt bænda- býli fast við brautina til hægri handar, og þangað stýrði eg spor- um mínum. Bóndinn og vinnu- maðurinn voru að mjólka í girð- ingu að vestan verðu við fjósið. Eg heilsaði þeim og sagði við bóndann, sem var að mjólka stóra og feita Holstein kú: “Hún mjólk- ar víst vel, þessi?” “Já,” sagði hann, “þær mjólka allar vel, því að hérna höfum við svo dæmalaust góða haga. Og svo ræktum við einnig töluvert af ibyggi og rófum handa þeim, og það heldur í þeim mjólkinni, þangað til þær geldast fyrir burð.” Tálaði eg við hann, meðan hann var að mjólka og fræddist eg heil- mikið um búnað og hag manna í þeirri bygð. Lýsti ánægjan úr augum mannsins og var auðheyrt á öllu því, sem hann sagði, að hann var alls ekki sorgbitinn af því að hafa sezt þar að. Eg fór því næst inn í þorpið áftur. Kaupmaður nokkur 2var opna búðardyrnar um leið og eg gekk fram hjá. Eg nam staðar og heilsaði honum líka. Fór eg að skrafa við hann til að fræðast dá- lítið um verzlun þar um slóðir og líðan íbúa þorpsins. Lá dæma- laust vel á karlinum og var auð- heyrt á honum, að hann mundi aldrei hafa kosið sér annan bæ til að verzla í, jáfnvel þó hann hefði tækifæri til þess. Því næst hélt eg ofan í fjöru, því að nú voru fiskibátarnir að koma inn með aflann. Þar sá eg í fyrsta sinni hvítfisk, pikk, gull- augu og sólfisk. Var annríkis bragur á öllu um tíma, þangað til alilir höfðu losað sig við aflann. Bar ekki á öðru, en að piltarnir væru kátir og ánægðir yfir því, að geta tekið á móti góðu dags- ka-upi fyr en sumir aðrir voru verulega byrjaðir á dagsverki sínu. Hvar sem eg kom á heimili manna þann dag, var mér vel tek- ið og virtist kvenfólkið vera enn ánægðara með kjör sín en karl- mennirnir og hin Ifjörugu og lífs- glöðu Ibörn litu ekki út fyrir að hafa þjáðst af mörgum kvillum, síðan þau komu í þenna heim. Þetta voru fyrstu myndirnar, sem málaðar voru í huga minn af lífinu í íslenzkri nýlendu í Vest- uMJanada. G. Söngfregn Samsöngur sá, er íslenzki söng- flokkurinn hélt í lút. kirkjunni á Victor St. 14. þ. m., hepnaðist fremur veh Var víðasthvar all- gott samræmi á tæplega meðal- sterkum pörtum, og virðist sem flokknum sé orðið það eðlilegt. En aftur var samræmi lakara, þegar sungið var sterkt eða veikt. Þó má segja, að sum lögin færu all-vel, m. a. “Vögguljóð” J. Friðfinnssonar. Af röddunum er bassinn heilsteyptastur í kór, en syngi þeir út af fyrir sig, bregður fyrir loðnum tónum, og að því leyti eru kvenraddirnar betri, en þá skortir aftur milliröddina æði mikið blæ, en við því er ekki hægt að gera, þar eð reglulegar milli- raddir eru mjög sjaídgæfar. Lak- asta röddin er tenórinn, bæði í kór og þó sérstaklega í sjálfstæð- um söng. Þarf hann að taka sér mjög fram, bæði hvað orðbragð og tónbragð snertir. Tæpitunga í söng, er eitt hið mesta skaðræði. Þar þarf alt að vera greinilegt og ákveðið, bæði orð og tónar, hvort sem syngja skal veikt eða sterkt. Hálfkveðn- ir tónar, eða orð, eru aldrei á- heyrileg, en gera sönginn óveru- legan og loðinn. Og þó þessi að- finsla sé hér gerð á kostnað ten- órsins, þá er iþessi veila algengust í öllum kórum á byrjunarstigi, en verður oft óþarflega langæf, staf- ar sumpart af slæmri kunnáttu, og sumpart af ólagi við að fram- leiða tónana, og enn fremur af skilningsskorti á einstaklings- skyldum kórsöngvarans, sem eru blátt áfram þær, að kunna röddina sína svo vel, að hann geti sungið hana einn og óstuddur, án þess að vefjast tunga um tönn. Þetta er því bending til allra kórsöngvara. Það, sem helzt mætti finna að samsöngnum, fyrir utan það, sem nú hefir verið nefnt, er, að söng- urinn var fremur tilþrifa- og til- breytingarlítill, og er það einnig tekið fram hér sem vinsamleg bending aðeins, og af hlýhug til þessa þarfa félagsskapar. Það er sem sé þetta tvent: myndarskap- ur í orðbragði og tónbragði, og sameiginleg tillþrif, sem eru hyrn- ingarsteinar undir góðan kór- söng. Hit er mér full-ljóst, að það er hægra um að tala, en í að komast. Og eins ber hins að igeta, að í sumu falli hefir flokknum far- ð fram síðan, í fyrra, og þökk sé þeim, sem til þess hafa stuðlað. Ekki get eg stilt mig um að drepa hér við því eina í sambandi við þennan samsöng, sem verð- skuldar alvarlega áminningu, en það er aðsóknin. Hún var sorg- lega slæm, og gangi svo til fram- vegis, getur það riðið íslenzkri listviðleitni hér að tfullu. Mér hefir verið sagt, að veðrið, sem var mjög vont, hatfi orsalcað þessa Slæmu aðsókn, og vildi eg feginn mega trúa því. Því séu Winnipegbúar virlcilega svona á- hugalitlir gagnvart þessum eina söngflolkk, sem hér er starfandi, s&m sðrstakur félagsskápur, þá spáir það illu um framtíð list-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.