Lögberg - 27.06.1929, Page 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1929.
Bla. 5.
1 meir en þrlQjung aldar haía
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd
l’oronto, ef borgun fylgir.
er stórhýsið hérna bygt. Mund
oss þá eigi muna um fjárskerf,
hversu lítill sem hann væri?
Það á að leggja alt kapp á, að
hafa húsið ífullgert fyrir 1. júní
að ári, því að í ráði er, að annar
flokkur Vestur-íslendinga fái þar
samastað meðan á þjóðhátíðinni
stendur. Verður auðveldlega hægt
að koma þar fyrir 400 manns, eða
fleira, með því að gera háaloftið
alt að sveifnskála. Er það ekki að-
eins gotf fyrir Elliheimilið sjálft,
að fá þar dálitlar tekjur, og gest-
ina að fá þar góðan samastað,
heldur er það líka gott fyrir bæ-
inn, að hafa þar skjólshús 'fyrir
svo marga gesti. Nógu verður
þröngt samt og örðugt að koma
fyrir öllum þeim sæg, er hingað
streymir á þeim dögum.—M'bl.
Gull
og aðrir málmar á Islandi.
Rannsóknir Bjöms Kristjáns-
sonar.
Um nærfelt 30 ára skeið hefir
Björn alþingismaður Kristjánsson
stanfað að því í fristundum sinum
að rann,saka, hvort ekki finnist
hér einhver verðmæti i jörðu, sem
tiltækílegt væri að vinna. Hefir
hann unnið að' þessu í kyrþey og
ekki fengið til þess neinn styrk,
hvorki frá hinu opin'bera, né frá
einstökum mönnum eða félögum.
Hefir hann leyst af hendi mikið
og óeigingjarnt sarf í rannsókn-
um þessum, eins og 'bezt má sjá
á grein þeirri, er birtist í “Vöku”
seinast, um rannsóknirnar.
Björn byrjaði á því að rann-
saka,, hvort ekki fyndust hér verð-
mætar leirtegundir, sem hægt
væri að flytja til annara landa,
og fá þannig aukna atvinnu í
landinu og farm handa skipum,,
8em sigldu þá oft tóm til útlanda.
Reyndi hann nokkrar leirtegund-
ir frá Akranesi og Kjós og reynd-
ist Kjósarleirinn góður til múr-
steinsgerðar. En þá var hér eng-
in rannsóknastofa og varð því að
senda öJl sýnishorn til útlanda til
reynslu. Varð það bæði tafsamt
°g kostnaðarsamt. Vegna þess
kynti iB'jörn sér aðferðir við rann-
sóknir á leiri og öðrum bergteg-
undum, svo og málma, og komst
svo niður í þeim upp á eigin spýt-
ur — leyst gull og fleiri málma úr
grjóti og öðrum samböndum.
Á þessum árum hefir Björn leit-
a<5 málma á ýmsum stöðum, svo
sem hér i Reykjavík, í Esjunni, í
^óni og Álftafirði eystra, Borgar-
firði eystra og Húnavatnssýslu.
Hefir hann allstaðar fundið ein-
^verja málma í jörðu og oftast
góðmálma. Á fyrstu rannsóknar-
úrum sínum tók hann stein úr
klöpp,unum fyrir neðan ‘‘Merkja-
stein” hér í bænum og fékk úr
honum hreint gullkorn.
I Esjunni hefir hann gert all-
ítarlega málmleit og með góðum
árangri, sérstaklega þar sem kalk-
iögin eru. úr sýnishorni þar fékk
hann gull, er svara mundi til þess
að 29 gröm væru í smálest. Sams-
konar steinn var rannsakaður í
Hamiborg og reyndist 26 gr. af
^u’iii í smál. Enn fremur fann
ann þar silfur og vicmút, blý og
eir.
Á Austurlandi rannsakaði hann
ait frá Vestrahorni og austur í
Álftafjörð, og fann á því svæði
013rga málma,, svo sem gull, silf-
platínu (hvítagull)i, antimon,
hvikasilfur, blý, rohdium,
, rn/ ^iangan, arsen, cadmium,
e 1 úr, vismút og irridium. f
^ ituriskili í Þvottárlandi tók
^aun mörg sýnishorn á mismun-
' Stöðum og við rannsókn
u ,rr‘l ^omst hann að þeirri nið-
Stöðu, að á löngum kafla þar
fyndist gull, platina og irridum,
en um málmmagnið er ekki hægt
x<5 segja fyr en ítarlegri rannsókn
he.fir farið fram. En yfirleitt
oenda rannsóknir hans á, að tals-
vert sé um málma bæði í Lóni og
löndum ýmissa jarða í Álftafirði.
Hagar þar víða vel til með vinslu,
jví að vatnsafl er við hendina.
djá Selá í Starmýrarlandi fann
íann gull, er svara mundi til þess
.ð 20—30 grömm væri í smálest
3g segir hann, að e'kki sé ólíklegt,
\ð þar mætti vinna gull án mikils
tilkostnaðar. Og um einn stað í
Markússelslandi segir hann, að
“þennan stað þyrfti að rannsaka
vandlega.”
Þá hefir hann farið í rannsókn-
arför til Borgarfjarðar, Njarðvík-
ur, Brúnavíkur, Húisavíkur, Kjóls-
víkur, Greiðuvíkur og Norðfjarð-
ar, en á þeim stöðum varð hann
lítt góðmálma var. í Vatnsdal hef-
ir hann líka rannsakað og orðið
þar var við málma. Og þegar
Katla gaus seinast, rannsakaði
hann ösku úr henni; sem fallið
hafði á Landinu í Rangárvalla-
sýslu, og var hún mjög gullrík.
í niðurlagsorðum greinar sinn-
ar segir Björn:
“Mjög er sú skoðun almenn hér,
að ekki muni borga sig að vinna
hér t. d. gull, nema það sé afar-
ríkt. Og þess hefi eg orðið var
hjá lærðum mönnum og ólærðum.
Þegar eg hefi sagt þeim, að eg
hafi fundið um 30 grömm af gulli
í smálest, þá hafa þeir litið á það
sem lítil.fjörlegan gullvott.----
Sem dæmi upp á það, hversu
gullmagnið er lítið, þar sem það
er unnið, vil eg geta þess, að gull-
magnið í gullsandi Suður-Afríku,
er ekki að meðaltali meira en 12%
gramm í smálest.
Annars fer það mjög eftir stein-
tegundinni, sem unnið er úr, stað-
háttum og verkalaunum, hversu
fátækt gull má vinna. Ef gullið
liggur hreint í sandi, má vinna
hann, ef 5 gr. af gulli eru í smál.
og jafnvel þótt gullið sé minna.
Eins er með platíriu, sem talið
er að borgi sig að vinna úr steini,
ef: 3 grömm nást úr smálest og
liggi platínan 'hrein í sandi, þá
hefir hún verið unnin, þó eigi
hafi náðst meira en 5-6. gr. úr
smálest.---------
Aðalatriðið er að rannsaka
hvort staðurinn, sem gullið finst
í, getur talist “gullland”, það er
að gulls verði vart á stóru land-
svæði.” — Mgbl.
Nýr doctorshattur
Um nefndan “hatt”, i farajSt
Morgunblaðinu í Reykjavík ný-
lega orð á þessa elið:
Hingað kom í fyrra þýzkur
ferðalangur, tónlistamaður, mála-
maður o. m. fl., Max Raebel að
nafni. Hafði hann verið hér fyr-
ir aldarfjórðungi síðan. í milli-
tíð -hafði hann farið víða um Sval-
barða, og oft einn á smákænu, er
hann nefndi ísland.
Síðan hann kom til Þýzkalands,
hefir hann haldið fyrirlestra um
ísland, og afa útdrættir úr þeim
birzt í blöðum. Fyrirlestrarnir
eru samdir með velvilja til íslands
og nokkrum skilningi.
Max Raebel fæst við tónsmíðar,
sem fyr er getið. Sagði hann Mgbl.
frá því í fyrra, er hann gekk aust-
ur að Grýlu og var þar lengi' dags.
Sauð hann egg í hveravatninu og
þvoði flibbann sinn, auk þess sem
hann samdi frumdrætti að tón-
smíð einni, er hann nefnir Grýlu-
gos. Skýrði hann frá því hér á
skrifstofunni, með nokkrum handa
tilburðlumj Ihvernig ihljómfallið
væri í þessari goskviðu. Hefir
hann nú tjáð Mbl., að hann hafi
hug á því að gefa íslendingum
hljómkviðuna, og þá óskaði hann
helzt, að hú nyrði notuð sem þátt-
ur i Alþingishátíarsöngnum.
Fleiri tónsmíðar ætlar hann að
senda hingað innan skamms.
í blaði einu, sem gefið er út á
gulan pappír í Eisenach, og heit-
ir “Die gelbe Ente”, er eftirfar-
andi smágrein þ. 1. aprí síðast.:
“Max Raebel útnefndur heið-
ursdoktor við háskólann í Reykja-
vík.
Samkvæmt útvarpsfrétt hefir
heimspekideild Reykjavíkur há-
skóla ákveðið að útnefna landa
vorn, hinn fræga íslands- og Sval-
barðsfara, Max Raebel, heiðurs-
doktor. Hann er þegar kominn á
stað til íslands, til þess að taka
þar á móti þessum heiðri. Prófess-
or Arne Saknusem, sem kunnur er
af ritum Jules Verne, veitir at-
höfninni forstöðu. Hann er með-
al annars frægur fyrir það, að
hafa fundið eldfjallið Heklu. —
Doktorshatturinn við Reykjavíkur-
háskóla er mjög einkennilegur.
Hanga grýlukerti niður mðe vanga
manns, en upp úr kollinum er of-
urlítill gosver, sem gýs 35 senti-
metra hátt, þegar doktorinn tal-
ar.” — Mgbl.
ÆFIMINNING.
Jakobína Jónsdóttir, ekkja Metú-
salems Guðmundssonar Goodman,
lézt þ. 21. marz síðastliðinn, hjá
Kjartani syni sínum við Bay End
í Manitoba.
Jakobína var .fædd, eftir eigin
sögn árið 1846, á Hofsstöðum við
Mývatn. Bær sá all-merkilega
sogu. Bendir nafnið til þess að
nokkru. Eru þar leifar af -hof-
tóftum afar fornum, og önnur
verks ummerki aJLstór. Nú er
sagan gleymd, og enginn fær ráð-
ið í þá fornu dóma.—
Foreldrar Jakobínu voru: Jón
Tómasson frá Kálfaströnd og
Steinunn Jónsdóttir. Fluttist Jak-i
obína með foreldrum sínum að
Kálfaströnd á unga aldri og var
þar fram að tvítugs aldri; réðist
þá í vinnumensku að Stóru Reykj-
um í Reykjahverfi og víðar. Síð-
ar réðist hún til Jakobs Hálfdán-
arsonar að Brettingsstöðum í
Laxárdal og fluttist með honum
upp að Grímsstöðum við Mývatn.
Þar giftist hún Metúsalem. Héldu
þau til á ýmsum stöðum innan-
sveitar, þar til þau keyptu hálft
Álftagerði og bjuggu þar í fimm
ár. Þaðan fluttust þau að Litlu-
reykjum í Reykjahverfi og þaðan
til Ameríku árið 1893, og settust
að í Narrows-bygð í Manitoba.
Þau brugðu búi eftir nokkur ár
og fluttust til sonar síns Kjartans,
er stundar búskap við Bay End í
Manitobafylki.
Þeim hjónum, Metúsalem og
Jakobínu, varð þriggja barna
auðið, þar af lifir’einn drengur,
Kjartan, sem áður er getið.
Jakobínu var við brugðið fyrir
vinnubrögð. Hun var iðjusöm,
verklagin, vándvirk ofe kappsöm
í mesta lagi. Vann hún ^jafnt fyr-
ir sig og aðra. Hún var framúr-
skarandi ráðdeildarkona. Stund-
aði fremur að búa vel, en að búa
mikið, og vildi ekki vera upp á
nokkurn komin. Bjuggu þau hjón
við sæmileg efni' og höfðu alla tíð
nóg fyrir sig.
Jakobína vann, svo að segja,
fram að síðustu stund, og þegar
kom að háttatima, leiddi Guð hana
til hvílu og tilbjó henni mjúka
sæng og hæga og rólega hvíld eft-
ir dagsverkið langa og göfuga.
sínar; fal sig og sína friðargjaf-
aranum dýrðlega og hvíldist við
skaut hans hjartans fegin og ótta-
laust.
Hún skilur eftir margar endur-
minningar og allar góðar.
Blessuð sé minning hennar.
—iBlöðin norðanlands eru beðin
að minnast fráfalls hennar.
S. S. C.
SANDGRÆÐSLAN VIÐ
STRANDARKIRKJU
Þeir Sigurður Sigurðsson ráðunaut-
ur og Gunnlaugur Kristmundsson
sandgræðslumaður fóru nýlega aust-
ur að Strandarkirkju, til þess að
segja fyrir um ræktun á sand-
græðslusvæðinu, sem girt var síð-
astliðið haust. Hr ráðgert að sá þar
ýmsum grasfrætegundum, en líka
verður gerð tilraun til þess að sá
þar trjáfræi. Reyndar verða einar
fjórtán runna og trjátegundir, birki
og reyniviður, einir og nokkrar teg-
undir, sem Ibest hafa þrifist í trjá-
ræktarstöðinni á Akureyri. Því
ætlunip er, að grjótlausa svæðið
verði alt gasi vaxið, en hæðir og
hrunöldur, en í þeim eru sprungur
margar, skógi vaxnar. Alt svæðið
hefir fyrrum verið skógi vxið. Þá
gerðu þeir Sigurður og Gunnlaugur
áætlanir um sjávar-vamargarð á
ströndinni fram undan kirkjunni og
þar út frá til beggja hliða. Aætlað
er, að garður þessi muni kosta alt að
8ooo kr., en eigi er fullráðið enn,
hvort til framkvæmda kemur með
garðsbygginguna í sumar.
—Vísir.
skeiðaaveitan
Þrátt fyrir gröftinn á .óbilgjörnu
klöppinni” hefir ekki tekist að ná
nægilegu vatnsmagni, þegar áin er
lítil, inn yfir engjarnar. Þetta er
þó bráðnauðsynlegt, að fá nægi-
legt vatn, til þess að áveitan komi
að notum. Þannig var á síðastliðnu
sumri grasbrestur á áveitusvæðinu
vegna vatnsskorts, þegar mest á reið.
Nú er ætlunin, að úr þessu verði
bætt, og hafa verið gerðar mælingar,
sem leiða það í ljós, að með því að
taka kvisl meðfram landinu upp að
flúðum, sem, liggja nokkru ofar en
flóðgáttin, verður hægt að ná nógu
vatni inn í skurðinn, þótt áin sé lítil.
Þessar umbætur kosta að því er
ætlað er, um 16 þús. kr. Mælingar
og áætlanir hafa þeir gert ráðu-
nautarnir Pálmi Einarsson og Ás-
sem þá er áæltuð 7000 kr. — Verk-
ið er þegar hafið og sér Ásgeir
Jónsson ráðunautur um fram-
kvæmdir.
MJÓLKURBÚ ÖLFUSINGA
Byrjað var að grafa fyrir grunni
þess fyrir um það bil viku síðan.
Uppdráttinn að byggingunni hefir
gert Guðjón Samúelsson húsameist-
ari, en um hitaleiðslurnar sér B. Þ.
Gröndal verkfr. Gert er ráð fyrir
að að eins hverahiti verði notaður,
og rafmagn, til afls og ljósa Mun
þettá vera fyrsta mjólkurbú í heim-
inum sem notar jarðhita. Ástæða
þykir til þess að taka það fram,
að í mjólkurbúi þessu verða sérstak-
lega góð skilyrði til þess að búa til
mysuost, en mikið af erlendum
mysuosti hefir lengi verið á mark-
aðinum hér á landi.—Mjólkurbús-
öyggingin mun vera 30x10 metrar.
Nokkur hluti byggingarinnar eru
tvær hæðir og er íbúð á efri hæð-
inni. Ráðgert er, að kostnaður-
inn við að koma upp mjólkurbúinu
verði upp undir 100 þúsund krónur.
Félagsmenn leggja fram einn fjórða
hluta kostnaðarins í byrjun, en fá
Jtelming að láni af ríkisfé, en einn
fjórða fá þeir sem styrk frá ríkinu.
Félagsmenn hafa ráðið sér verk-
geir Jónsson. Til þess að koma
í framkvæmd hefir stjórnin lofað | stjóra, en vinna annars sjálfir að
að leggja til alt efni ókeypis, sem á-
ætlað er að kosti 9,000 kr„ en
Skeiðamenn leggja fram alla vinnu,
byggingunni. Gert er ráð fyrir, að
búið geti unnið úr %—1 núljón
litrum mjólkur árlega.
er nú á fertugasta
og öðru árinu
Hver er sá, er eigi vill að því vinna, að
bræðrabandið milli Austur- og Vestur-lslend-
inga haldist sem allra lengst við ? Lögberg hef-
ir nú í meira en fjörutíu ár, verið ein megin-
tengilínan milli þjóðbrotanna, og mun svo enn
verða um langan aldur.
Með því að gerast áskrifendur að Lögbergi
nii þegar, og senda það frændum og vinum
heima á Fróni, vinnið þér ómetanlegt gagn í
þarfir íslenzks þjóðernis, og byggið með því
brú yfir hafið.
Hver er sá, sem ekki elskar “ástkæra 0g yl-
hýra málið’',? Vernd þess hér í dreifingunni
vestrænu, er að miklu leyti komin undir and-
logn sambandi við stofnþjóðina á Fróni. Fest-
ið það í minni og skrifið yður fyrir Lögbergi
nú þegar.
• *
Pjjjjgp
1
Koátar $3.00 um árið ---
Borgiál fyrirfram
CUNARD LINE
1840—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
Cunard línan veitir ágætar sam-
gröngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferð-
ast með þessari línu, er það, hva
þægilegt er að kom^ við í Lon-
don, stærstu borg heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofu-
stjórinn er Mr. Carl Jacobsen,
sem útvegar bændum íslenakt
vinnufólk vinnumenn og vinnu-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir koma til Canada með
Cunard íínunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
ÖlLum fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
CaníOtd
LINE
1MS3 Jasper An.
ESMONTON
SASKATOON
4®1 Lanra,t«r Bldr.,
CALGAKY
27* Maln St.
VWNNIPBG, Mm.
Cor. Baj & WeUlnStaa 1
TORONTO, Ont-
23» Hoepltnl St.
MONTREAL, Qne.
Frá Gimli
“Undarlegt sambland af sælu og,
'kvölum,
svefni og vöku er lífið á jöfð,
ýmist er sólskin í döggvuðum döl-
um,
dyngjandi hríð, og ilviðri hörð
B. G.
Ekki er nú von á að eg sé góð-
ur, þegar blessaður himininn jafn
fagur og hátignarlegur sem hann
er, er svona mislvqdur.—Þegar
kvenfélögin koma hingað til Betel,
er svo gott, sem sykraðar pönnu-
kökurnar séu látnar upp í mann, og
kaffið ilmandi borið upp að vörum
manns, hljómfagrar raddir og hljóð-
færa ómur látinn inn i eyrun, ilm-
nrinn af hreinum og fallegum
ldæðnaði gjörir andrúmsloftið
hressandi og þægilegt. Við heils-
un og kveðjur andlegur hlýleiki í
gegnum vinsamlegt handaband. Um
kossa er nú ejkki aö tala á “þessum
síðustu og verstu tímum,” óeins og
prédikarinn á öllum tímum segirj.
—Svona veðurlag var hér á Betel:
sólskin í döggvuðum dölum, þann
24. júní þegar kvenfélagið
"Djörfung” frá Riverton kom
hingað ásamt nokkrum heið-
ursgestum þaðan, til að gleðja okk-
ur hér. Allskonar góðgæti var á
'borð borið. Og eins og vant er við
slík tækifæri voru ræður haldnar,
sungið vel, og flutt kvæði ný og
gömul. Aðal-ræðumaður fyrir
hönd kvenfélagsins til heimilisins
hér var S. Thorvaldsson frá River-
ton. Svo talaði önur forstöðukon-
an Miss E V. Július Kvæði fluttu
þeir Lárus Árnason, Jón Runólfs-
son og Lárus Beck H.imininn tók
lika þátt i heimsókninni. Hann
grét yfir fer'Öafólkið í bifreiðunum
á leiðinni hingað. En eflaust hafa
það verið gleðitár,—þvi sólin virti
það við hann, og tók sig til og fór
svo ósköp mildilega og blítt að skína
úr skýjunum. Grænu stráin vissu
í svipinn ekkert hvað til stóð, þutu
upp og horfSu öll með stýrurnar í
augunum til sólar.
Við hér á Betel þökkum kærlega
fyrir þessa heimsókn, eins og fyrir
svo margar aðrar undanfarandi
heimsóknir Djörfungar í mörg ár,
siðan við komum hingað til Gimli,
án þess að við höfum nokkuð verS-
skuldað það á annan hátt, en þann,
að vera gömul og hrum. — Eg
gleymdi að geta um það í röSinni,
þeirra, sem að fluttu kvæði, að Jó-
hann Briem frá Riverton, bróðir
minn, flutti mjög hlýlegt og gott
kvæði.—
Gimli 24. júní, 1929.
J. Briem.
Nýja rafmagnsstöð, 85 kw., á að
reisa á Fláskrúðsfirði í sumar. —
Verður það jafnspennustöð og knú-
in vatnsafli. H.f. Rafmagn hér í
bænum hefir tekið að sér að koma
stööinni upp fyrir 57,680 krónur,
og er þar i falið að leggja heim-
taugar að húsum frá stöðinni. Byrj-
að verður á verkinu í næsta mán-
uði og áþví að 'vera lokið 1. október
og á stöðin þá aS taka til starfa.
Jarðarför Guðlaugs heit. Iárus-
son fór fram i gær. Nemendur
Mentaskólans fylgdu honum til
grafar í skrúðgöngu.
V3
$
yö
ch
Að vera viðstaddur
'24-
X.
■
Ö Þegar opnuS veröur hin nýja og skrautlega ^
^ rafáhalda búS Winnipeg Electric félagsins í
* , hinni nýju
Power Building
Sem gert veiður hinn 4. Júlí kl. 2.30 e. h.
Byggingin er á Portage Ave., rétt austan við Hudson Bay búðina.
HljóSfœra,-
sveit
Fegursta
Kafdhalda
Búö í
Canada
Systurnar
Sjö
Koma þar
Fram i
Persónum
Vngra
Meyja
Fullkomið úrval af allra fullknmnustu gas- og rafáhöld-
um, sem gerð eru í Canada, verða þar til sýnis
Nokkuð merkilegt, sem þér ættuð ekki að missa af að sjá
Vér bjóðum yður velkomin
WINNIPEG ELECTRIC
COHPANY
“Your Guarantee of Good Service.”