Lögberg - 25.07.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR |
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1929
Helztu heims-fréttir
-->n<—^Qg^or-z^oc^OC
Canada
Á síðastliðnum þrem vikum hafa
12 skólahús brunnið í austurhluta
Sasgatchewan fylkis. Enginn ef-
ast um, að þessir brunar séu af
manna völdum, en hitt er enn ó-
sannað hverjir eru að þessu vald-
ir. Sterkur grunur leikur þó á að
Ðoukhohors, sem þar eru allfjöl-
mennir, séu valdir að þessum
spellvirkjum. Hafa þeir þar sterk-
an félagsskap með sér og kalla
sjálfa sig “Frelsissyni”. Hafa nú
verið settir verðir til að gæta
þeirra. Þessir “Frelsissynir’’ láta
töluvert til sin taka. Meðal ann-
ars festa þeir upp skjöl á síma-
staura og annars staðar, þar sem
helstu kenningum þeirra er hald-
ið á löfti. Sérstaklega er stríð og
allur vopnabúnaður harðlega for-
dæmdur. “Getur maður hugsað
sér Krist og postula hans ' með
vopn í höndum.” Skyldu ekki
flestir líka eiga heldur erfitt með
að hugsa sér Krist og postula
hans, fara um landið og brenna
skólahús?
* * *
Það stendur til, að nú bráðlega
verði bygð afar mikil bygging á
nourð-austur horninul ,é Portage
Ave. og Main St., Winnipeg. Er
gert ráð fyrir að byrjað verði á
henni nú í sumar eða haust, og að
henni verði lokið að mestu á næsta
ári, Bygging þessi á að verða 16
hæðir og hár turn þar að auki, og
er það háreistari bygging heldur
en nokkur önnur, sem bygð hefir
verið í Vestur-Canada enn sem
komið er. Verður bygging þessi
mikil bæjarprýði, þegar hún er
komin upn ondn stendur hún við
fjölförnustu gatnamótin í Winni-
pog’. Eigandinn er hinn auðugi
maður, James A. Richardson.
* * *
Um tíma í vetur var póstflutn-
ingi með loftförum haldið uppi í
Vestur-Canada. Verður nú aftur
byrjað á því, einhvern tíma í sept-
ember í haust, en ekki fastákveð-
ið hvaða dag. Verður póstur
fluttur í loftinu alla leið milli
Winnipeg og Banff, en þaðan með
hraðlest vestur á strönd. Verður
þá póstur fluttur í loftinu alla
leið milli Montreal og Banff, en
nokkuð af leiðinni liggur um
Bandaríkin, eða frá Montreal til
Uetroit, Chicago, Minneapolis, Far-
go og Winnipeg, og svo vestur um
Canada til Banff. Er gert ráð fyr-
ir, að póstur komist alla leið milli
Montreal og -Calgary eða Edmon-
ton á 33 klukkustundum.
* * *
Nýtt félag hefir verið stofnað,
Weð |5,000,000 höfuðstól, til að
reka námaiðnað í Norður-Mani-
toba,; svo það leynir sér ekki að
álitið er að þar sé mikill málmur
i jörðu og mikla auðlegð að finna.
Eins og áður hefir verið skýrt frá
kér í blaðinu, stendur til að á
oæsta ári byrji enskt félag á því
oiikla fyrirtæki, að virkja White
Mud fossana í Nelson fljótinu og
verður það vafalaust til að auka
Pijög námaiðnaðinn, því vatnsork-
an er nú mjög nauðsynlegt skil-
yrði alls iðnaðar.
* * *
Hin nýju tollög Bandaríkjanna
koma að sumu leyti óþægilega við
Canada, þar sem þau gera Can-
adamönnum mjög erfitt að selja
vörur sínar, sérstaklega landbún-
aðarafurðir, til Bandaríkjanna,
vegna þess hve innflutningstoll-
arinn er hár. tít af þessu hefir
ekki verið gert mikið veður hér í
Canada í blöðunum eða á þingum
e^a mannamótum, en í gegn um
tulltrúa sinn í Washington, hefir
Eapadaí^tjórnin látið stjórn og
^lng Bandaríkjanna greinilega
Vlta afstöðu sína í þessum toll-
^álum og er ekki ólíklegt, að það
^afi heillavænlegri afleiðingar,
Beldur en hávær, og kannske eitt-
^* i * * * v *að töluvert ósanngjörn mótmæli
gegn tollhækkuninni.
* * *
Jushua Anderson og María
°na hans héldu upp á sjötugasta
fjórða giftingar afmælið sitt
nú fyrir skömmu. Gamli maður-
inn er 114 ára gamall, en konan
tuttugu árum yngri, eða ekki
nema 94 ára. Bæði eru þau enn
ern og við sæmilega heilsu, og
líður vel. Mr. Anderson hefir
aldrei fengið sér í staupinu þessi
74 ár, sem hann hefir verið gift-
ur, en tóbak hefir hann brúkað
og þykir gott. Hann les enn gler-
augnalaust og læknishjálp hefir
hann ekki þurft nema einu sinni,
síðan hann man fyrst eftir sér.
Hjón þessi eru bændafólk og eiga
heima í Ontario.
*■ * *
Reglulegar, daglegar flugferðir
eru nú byrjaðar milli Winnipeg
og Minneapolis. Tvær flugvélar
eru notaðar, og leggja þær báðar
af stað klukkan eitt á hverjum
degi, önnur frá Winnipeg, hin frá
Minneapolis. Flugið milli þess-
ara staða tekur fjóra og hálfan
klukkutíma. Fargjaldið aðra leið-
ina verður $40, en báðar leiðir
$75. Vegalengdin er um 500 míl-
ur.’ Komið er við á tveimur stöð-
um, Grand Forks og Fargo.
* * *
Enn gengur heldur erfiðlega
með Winnipeg sýninguna fyrir-
huguðu. Fyrir nokkrum mánuð-
um lét bæjarstjórnin Winnipeg-
búa greiða atkvæði um það, hvort
þeir vildu samþykkja að tekið
væri mikið lán til sýningarinnar
og hvort þeir vildu heldur hafa
sýninguna þar sem hún var hér á
árunum, meðan sýning var hald-
in í Winnipeg, eða hvort þeir
vildu hafa hana rétt norðan við
Kildonan Park, þar sem bærinn á
allstóra landspildu. Lántakan
var sanfþykt og sömuleiðis stað-
urinn norðan við Kildonan Park.
Nú er að því komið, að sýningar-
nefndin vill fá yfirráð yfir þess-
ari landspildp, þar sem sýningin
I átti að vera, en þá er bæjarstjórn-
in ekki tilbúin að láta það af
hendi og margir af bæjarráðs-
mönnunum eru því 'hreint og beint
mótfallnir, að sýningin verði
höfð á þessum stað. Sérstaklega
eru bæjarráðsmennimir, sem
kenna sig við verkamennina, þess-
um stað nú mótfallnir, og sjá á
því ótal meinbugi að hafa sýn-
inguna þar. Alveg fráleitt hafa þó
þessar ástæður myndast síðan fyr-
nefnd atkvæðagreiðsla fór fram.
Á bæjarráðsfundi, sem haldinn
var á mánudagskveldið í þessari
viku, var mikið rætt um þetta mál
og varð niðurstaðan sú, að vísa
því til fjármálanefndar bæjar-
ráðsins. Sýnist þetta mál nú enn
alt í óvissu. Enginn veit hvort
Winnipegbær hefir nokkurn tíma
framar sýningu og því síður hvar
eða hvenær.
Bandaríkin
Loren W. Mendell og Roland B.
Rinehart frá Los Angeles, hepn-
aðist nú nýlega að halda flugvél
sinni, “Angeleno” uppi í loftinu
í 246 klukkustundir, 43 mínútur
og 32 sekúndur.
* ■* *
Maður að nafni James H.
Spooner, hefir fyrir skömmu orð-
ið fyrir því, að vdra tekinn fast-
ur í Rochester og honum vísað úr
landi, vegna þess að hann fyrir
27 árum hafi á ólöglegan hátt
fluzt til Bandaríkjanna frá Can-
ada. Var hann þá að eins 6 ára
gamall. Finst honum ekki, að
hann eigi að gjalda þess, hvað
foreldrar sínir kunni að hafa
gert, þegar hann sjálfur var á ó-
vita aldri. Kvartar hann undan
meðferðinni á sér, og segist ekk-
ert hafa fengið að éta í 24 klukku-
stundir. Segist hafa verið sett-
ur á járnbrautarlest og fluttur
til Welland, Ont., og þar látinn út
úr lestinni., Hann var nýstaðinn
upp úr legu á spítala í Rochester,
þegar hann var tekinn fastur.
Hafði hann meiðst við járnbraut-
arvinnu og hafði verið að höfða
skaðabótamál gegn félaginu, sem
hann nú hefir gert. Heldur mað-
urinn, að þetta hafi eitthvað við
þessa meðferð á sér að gera.
Lo’ftfarið ‘Untin’ Bowler frá
Chicago, hefir farist og sokkið
við Labrador strendur. Mennirn-
ir komust þó af og eru snúnir
heimleiðis. Þeir ætluðu, eins og
áður hefir verið getið um hér í
blaðinuf að fljúga frá Chicago til
Labrador, Grænlands og íslands
og þaðan til Berínar.
* * *
Hinn 15. þ. m. hélt bændaráðið
(The Farm Board) sinn fyrsta
fund. Var Hoover ‘forseti þar við-
staddur og hélt ræðu, þar sem
hann gerði mikið úr samvinnutil-
raunum bænda, en varaði þá sterk-
lega við að gera sér vonir um að
hagur þeirra batnaði mikið alt í
einu.
* * *
Nýlega er dáinn í New York,
Robert Henri, frægur amerískur
málari, sextíu og fjögra ára að
aldri.
* * *
Það hefir verið sagt um Clinton
ríkisfangelsið í Donnemore, N. Y.,
að þar sé harðsnúnari óaldarlýð-
ur saman kominn, heldur en í
nokkru öðru fangelsi í heimi. Á
mánudaginn í þessari viku gerðu
1,300 fangar tilraun til að strjúka
þaðan. Það hepnaðist ekki að
vísu, því eftir meir en fjögra
stunda bardaga, kornu fangaverð-
irnir föngunum aftur á sinn stað,
en þá voru tveir fangaverðir særð-
ir, þrír fangar dauðir og þrettár.
særðir og tvær verksmiðjur, fang-
elsinu tilheyrandi, brunnar til
kaldra kola. Um 1,560 fangar
voru alls í fangelsinu, en um 260
tóku ekki þátt í þessu. Vitanlega
höfðu fangarnir haft samtök um
að strjúka, en svo leynt fóru þeir
með það, að fangaverðirnir vissu
eiginlega ekkert fyr en fangarnir
stukku allir á stað í einu„ klukkan
rúmlega átta um morguninn.
Bretland
Þurkar óvanalega miklir hafa
gengið á Bretlandi að undan-
förnu. Jarðargróður er því lítill,
en það er ekki nóg með það, held-
ur er óttast að vatnsskortur kunni
að verða á sumum stöðum, ef
þurkunum heldur áfram, og veð-
uyfræðingarnir spá einmitt að
svo muni) verða. Hefir stjórnin
jafnvel skipað svo fyrir, að spar-
lega skuli fara með vatnið, þar
sem þannig stendur á, að mögu-
leikar eru á að það geti þrotið, ef
þurkar haldast mjög lengi enn.
* * *
Þeir MacDonald forsætisráð-
herra og Dáwes sendiherra Banda-
ríkjanna á Bretlandi, hafa nokkr-
um sinnum átt tal saman um tak-
mörkun herflotanna. Þykir senni-
legt, að þeir MacDonald og Hoov-
er forseti muni áður en langt líð-
ur mæla sér mót til að tala um
þetta málefni, og ekki ólíklegt, að
það leiði til þess, að Bretland og
Bandaríkin komi sér saman um að
draga eitthvað úr sinum stór-
kostlega herskipastóli.
Hvaðanæfa
RúSsar og Kínverjar standa her-
væddir á landamærunum og virð-
ást til þess búnir að ráðast hvorir
að öðrum þegar minst varir, eftir
því sem fréttirnar þaðan austan
úr heimi segja. Er jafnvel sagt,
að Rússar hafi eitthvað haldið inn
í Kínalöndj en til bardaga hefir
enn ekki komið, og stjórnir beggja
ríkjanna fullvissa stjórnir annara
ríkja um, að þær leggi ekki til or-
ustu, nema til sjálfevarnar, og
báðir þykjast vilja halda fast við
Kellogg sáttmálann. Ágreining-
urinn er út af járnbraut, sem
liggur um Kinalönd, en Rússar
hafa bygt og eiga að miklu leyti.
Báðir vilja hafa yfirráðin yfir
henni. Frakkar hafa boðist til að
semja milli þeirra, en því hafa
Rússar hafnað.
* * *
Mussolini he'fir látið loka 27,000
vínsöluhúsum á síðastliðnum fimm
árum og segist skuli loka öllum
vínsöluhúsum á ítalíu, svona með
tímanum. Það er sagt, að á ítalíu
séu 8,500,000 ekrur lands notaðar
til vínræktar, og er það meira
land en allar hinar Evrópuþjóð-
irnar til amans nota til vínrækt-
JARÐSKJÁLFTI Á ISLANDI
Ofviðri í N. Dakota
Símskeyti frá London segir, að
stórkostlegur jarðskjálfti hafi
verið á íslandi á þriðjudaginn í
þessari viku, síðari hluta dagsins,
og hafi hann náð yfir alla suður-
strönd landsins. Segir fréttin, að
svo mikill hafi hann verið, að slík-
ur jarðskjálfti hafi ekki komið á
íslandi í fimtíu ár. Stórar stein-
steypu byggingar í Reykjavík hafi
hallast og húsin hafi tæmst af
fólki á örstuttum tíma. Mestur
hafi jarðskjálftinn verið í grend
við Heklu. Meira segir símskeyt-
ið ekki og aðrar fréttir af þessu
hafa Lögbergi enn ekki borist.
1
unar. Alt sitt vín drekka ítalir
sjálfir, og selja ekkert öðrum
þjóðum. Korn rækta þeir ekki
nærri nógu mikið handa sjálfum
sér.
Frá Islandi
Reykjavíik, 29. júní.
Ólafur ólafsson kristniboði er
nýfarinn af landi burt ásamt
konu sinni, eftir rúmlega ársdvöl
hésr. Hefir hann ferðast víða og
haldið samkomur og hvarvetna
þótt aufúsugestur. Nýlega hefir
hann gefið út safn af prdikunum
þeim, sem hann hefir haldið oft-
ast hér á landi, og heitir bókin
“Grundvöllurinn eini”. ólafur og
kona hans fara fyrst til Noregs
og dvelja þar um tíma, en síðan
er feirðinni heitið til Kína og
starfa þar að kristniboði meðal
heiðingja. Stendur íslenzka trú-
boðsfélagið straum af ferðalagi
hans og dvöl austur þar.
Kappróður var háður ií örfiris
ey 'í vikunni sem leið milli sjó-
manna af allmörgum togurum
Rvíkur. Urðu skipsmenn af Ar-
inbirni hersi hlutskarpastir allra
og fengu minnispeninga að verð-
launum auk bikarsins, er Morgbl
gafj til fairandverðlauna handa
snjöllustu ræðurum íslenzkra tog
araháseta.
Glímufélagið Ármann, sem um
langt skeið hefir talið innan vé-
banda sinna snjöllustu glímumenn
þjóðarinnar, efnir til Þýzkalands-
farar í sumar til að sýna Þjóð-
verjum glímu. Upptökin að för-
inni á R. Prinz, Þjóðverji, sem
dvaldi hér í Reykjavík fyrir nokkr-
um árum, og verður hann glímu-
flokknum til aðstoðar ytra, en far-
stjóri verður Jón Þorsteinsson í-
þróttakennari. Verða 12 til 13
menn í förinni. Hafa glímumenn-
irnir stundað æfingar siðan í
byrjun maímánaðar og fara sýn-
ingarför innanlands áður en þeir
fara til Þýzkalands, en það verð-
ur 26. ágúst.
Guðfræðisprófi luku á laugar-
daginn var þessir kandídatar: Jón
Auðunsson, Einar Guðnason, Sig-
urjón Guðjónsson og Þorgrímur
Sigurðsson með fyrstu eink. og
Gunnlaugur B. Einarsson með II.
einkunn betri.
Vatnsréttindi í Soginu hefir
Reykjavíkurbær nýlega kej/pt af
Magnúsi Jónssyni prófessor fyrir
88,000 krónur, í landi trlfljóts-
vatns.
Dómur sænsku nefndarinnar,
sem gera skyldi út um úrslit kapp-
skákarinnar milli fslendinga og
Norðmanna í vor, er nú kominn.
Er hann á þá leið, að íslending-
um eru dæmdar tvær skákirnar,
nfl. Brynjólfs Stefánssonar og
Eggerts Gilfer; Norðmönnum þær
tvær, sem Ásmundur Ásgeirsson
og Einar Þorvaldsson tefldu, og
enn tvær jafntefli — skákir Sig-
urðar Jónssonar og Jóns Guð-
mundssonar. Standa því báðir
aðilar jafnir.
Sejersted Bödker, bankastjóri
frá Osló er nýkominn hingað til
lands. Hefir hann haft allmikil
afskifti af íslandsmálum og er
hollvinur lands og þjóðar. Hefir
hann haft forgöngu í því, að
Norðmenn gefi íslendingum hús
í Osló, er verði aðal samkomustað-
ur þeirra íslendinga, sem þar eru
búsettir og jafnframt heimili ís-
lenzkra námsmanna þar í borg-
inni.
Skýrslur um sparisjóðsfé hefir
Hagstofan nýlega gefið út og ná
þær yfir árin 1911 til 1925. Á
þeim tíma hefir sparisjóðsfé vax-
ið úr tæpum 7 miljónum upp í 49
milj., eða úr 82 krónum í 488 krón-
ur á mann. í árslok 1925 voru
alls 50 sparisjóðir og 10 bankar
og bankaútibú starfandi í landinu.
Eru sparisjóðirnir flestir litlir,
en bankarnir geyma mestan hluta
sparifjárins eða um fimm sjöttu
hlutj^ Aðeins einn sparisjóður-
inn geymir meira en eina miljón í
innstæðufé, 6 geyma frá 300,000'
til miljón, en 27 undir 100,000 kr
Sparifjáreignin hefir að undan-
förnu um það bil þrefaldast á
hverjum 10 árum. — Vörður.
Reikningur Islandsbanka fyrir
síðasta ár er nýlega kominn út. —
Hefir ágóði af rekstrinum numið
alls 593 þús. krónum og er það
nokkru minna, en árið á undan.
Viðskiftavelta bankans var hærri
síðasta ár en 1927, eða 319,319,758
krónur (í stað 283 milj.)i og inn-
stæðufé hefir aukist um nálægt
miljón krónur á árinu. Ágóðinn
gengur vitanlega allur til afskrifta
á eldri töpum bankans, en þau
voru talin 3.7 miljónir árið 1926,
en eru komin niður í rúma miljón
þegar tekjuafgangur síðasta árs
kemur til skjalanna.
Sænska frystihúsið er nú svo
langt komið, að búist er við að
það geti byrjað að selja ís í ágúst-
mánuði. Eru allar vélar þess
komnar og sem óðast verið að setja
þær upp.
Mentaskólanum verður sagt upp
í dag. Hafa 36 nemendur lokið
stúdentsprófi, þar af tveir utan-
skóla, en gagnfræðaprófi luku 49
nemendur.
Stórstúkuþing hefir staðið yfir
hér í bænum undanfarna daga og
var því slitið á fimtudagsnótt. 1
framkvæmdarnefnd fyrir næsta ár
voru kosnirr stórtemplar Páll J.
Ólafson tannlæknir, stórkanslari
Helgi Sveinsson fasteignasali, stór
varatemplar Guðrún Einarsdóttir
í Hafnarfirði, stórritari Jóhann
lögmundur Oddsson, stórgæzlum.
unglingastarfsemi Magnús V. Jó-
hannesson, stórgæzlum.. löggjaf-
arstarfs séra Björn Þorláksson frá
Dvergasteini, stórgjaldkeri Helgi
Helgason verzlunarstj., stórfræð.-
stjóri Gunnar Andrew Jóhannes-
son verzlunarmaður á ísafirðl,
stórfregnritari Friðrik Björnsson
afgreiðslumaður, og stórkapelán
Vilh. Knudsen fulltrúi. Enn frem-
ut var samþykt ag fyrverandi stór-
templar, Sigurður Jónsson skóla-
stjóri skuli einnig eiga sæti i
f ramkvæmdarnefndinni.
Prestastefnan var haldin hér í
Reykjavík 13.—15. þessa mánað-
ar. Prédikun flutti séra Svein-
björn Högnason á Breiðabóslstað
í Fljótshlíð og lýsti jafnframt
prestvígslu, því biskup vígði Jón
Ólafsson cand. theol. til Holts-
prestakalls í önundarfirði. Fund-
ir prestastefnunnar voru haldnir í
K. F. U. M. að vanda, en tveir op-
inberir fyrirlestrar voru haldnir í
dómkirkjunni. Þann fyrri hélt
Sigurður P. Sívertsen á fimtu-
dagskvöldið um “Kröfu kristin-
dómsins um iðrun of afturhvarf”,
en Bjarni Jópsson dómkirkjuprest-
ur þann siðari um fræði Lúters,
í tilefni af því, að nú eru fjögur
hundruð ár liðin síðan þau komu
út.
Gjaldþrot hafa orðið 19 á árinu
sem leið, þar af 10 í Reykjavík. Er
það álíka mikið og á árunum 1921
til 1925.
Reykjavíkurhöfn verður enn
aukin nokkuð í sumar. Verður
gerð ný bryggja vestan við gamla
hafnarbakkann, svo löng, að þar
geti legið þrjú skip samtímis.
jafnframt verður höfnin dýpkuð
að vestanverðu. Danskt félag
hefir tekið verkið að sér og verð-
ur byrjað á því á nstunni. — Vörð-
ur 29. júní.
Frétt frá North Dakota segir,
að ofsaveður hafi gengið þar yfir
á sunnudaginn var, klukkan að
ganga fjögur, og hafi meðal ann-
ars náð yfir íslenzku bygðirnar,
Mountain, Eyford og Gardar.
Vindurinn svo mikill, að hann
braut rnörg stór tré og símastaura
hrönnum saman. Stórar hlöður
hjá bændum brotnuðu í spón og
margar smærri byggingar, og fuku
sumar all-langa leið. Á ökrum
urðu ekki miklar skemdir, að því
er fréttin segir, enda fylgdi of-
viðrinu ekki hagl, en regn mikið.
Ekki er þess getið, að mannskaði
hafi nokkur orðið, eða nokkur
hafi meiðst.
Halldór Briem
dáinn.
í gærmorgun andaðist Halldór
Briem bókavörður, eftir langvar-
andi heilsuleysi.
Hann var fæddur að Espihóli í
Eyjafirði 5. sept. 1852. Foreldr-
ar hans voru Eggert sýslumaður
Briem og kona hans Ingibjörg
Eiríiksdóttir Sverrissonar.
Kalldór útskrifaðist úr latínu-
skólanum í Reykjavik 1871, gekk
því næst á prestaskólann og út-
skrifaðist þaðan 1875. Sumarið
eftir fór hann til Ameríku og var
tcftkur með stórum hóp íslend-
inga, er þá fluttist vestur og sett-
ist að í Nýja íslandi. Dvaldi Hall-
dór vestan hafs til vorsins 1877,
og hvarf þá heim, en um haustið
fór hann vestur aftur og settist
að í Nýja íslandi. Þar var þá ný-
stofnað fyrsta blað íslendinga
vestan hafs, “Framfari”, og gerð-
ist Halldór ritstjóri þess og
gegndi því starfi til janúarloka
árið 1880. Þá stóð yfir fyrsta trú-
máladeilan meðal Vestur-lslend-
inga um kenningar “norsku syn-
odunnar‘‘ svonefndu. Var Hall-
dór henni andvígur og fylgdi þar
séra Jóni Bjarnasyni að málum.
Gerðist hann nú prestur þess
safnaðar í Nýja íslandi, sem
hneigðist að kenningum þeirra
séra Jóns. — Gegndi hann prests-
vex'kum meðal íslendinga víða
fram til ársins 1882. Þá 1 ágúst-
mánuði fór hann alfari heim til
Islands og um haustið tók hann
við kennaraembætti við Möðru-
vallaskólann. Gegndi hann því
starfi þangað til skólinn var flutt-
ur til Akureyrar, og gerðist þá
kennari við gagnfræðaskólann
þar og hélt því starfi fram til
ársins 1909. Þá var honum veitt
2. bókavarðarstaðan við Lands-
bókasafnið í Reykjavík.
Meðan Halldór var vestan hafs
kvæntist Jiann eftirlifandi konu
sinni, Susie f. Taylor, bróðurdótt-
ur Talyors þess, er var leiðbein
andi íslendinga á frumbýlingsár-
um þeirra vestra.—‘Mgbl. 30. júní.
Ný bók
Aðalsteinn Kristjánsson: “Sup-
erstition in the Twilight’’. Höf-
undur bókar þessarar, er þegar
kunnur af sínum fyrri ritverkum,
svo sem “Austur í blámóðu
fjalla” og “Svipleiftur samtíðar-
manna”. Er þetta fyrsta bókin,
sem höfundurinn hefir samið á
ensku. Er frágangur bókarinnar
hinn snyrtilegasti. Verð 50 cents.
Síðast liðið sunnudagskvöld,
lézt að Árborg, / Man., Mrs. Guð-
rún Anna Reykdal, ekkja Andrés-
ar Reykdals, fyrrum kaupmanns í
Árborg. Var hún jarðsungin frá
útfararstofu A. S. Bardals á mið-
vikudaginn, af séra B. B. Jóns-
syni, D. D. Hin Framliðna* kona
var 57 ára.
Hr. Tryggvi Ingjaldsson frá Ár-
borg, Man., var staddur í borg-
inni um miðja yfirstandandi viku.
% _________________
Þann 15. þ. m., lézt á St. Boni-
face sjúkrahúsinu, Baldvin Guð-
mundsson frá Gunnólfsvík í Norð-
ur-Múlasýslu á íslandi, 93 ára að
aldri. Hafði hann dvalið um 26
ár hjá Sigurði sjmi sínum, er
heima á að 304 Gregg Str. hér í
borginni. Baldvin heitinn hafði
verið blindur tvö síðustu árin.
Þessa látna öldungs verður nánar
minst síðar.
NÚMER 30
Landnám í Grœnlandi
Frá 1. júlí hafa danskir þegnar
leyfi til að reisa bú á Græn-
landi.
Samkvæmt reglugerð, sem inm
anríkisráðuneyti Dana hefir gef-
ið út, eiga danskir þegnar að fá
leyfi til þess, frá 1. júlí næstkom-
andi, að reisa bú á Grænlandi.
Grænlandsmálin eru ekki lengur
í innanrikis ráðuneytinu, því að
þegar Stauning tók við stjórn,
lagði hann þau undir sig.
Félagið “Det ny Grönland” hef-
ir nú látið mál þetta til sín taka.
Helztu stjórnendur þess félags
eru þeir Ole Bendixen og God-
fred Hansen sjóliðsforingi, og
hafa þeir nýlega átt tal við
Strauning um þetta. Vill félagið
að heimild reglugerðarinnar verði
notuð, og að dönskum bændum sé
gefinn kostur á að nema land á
Grænlandi með sæmilegum skil-
yrðum.
En hér er þó við raman reip að
draga, því að til þess þarf sam-
þykki “Grænlandsstjórnar” og
enn fremur á “Det sydgrönland-
ske Landsraad” að leggja þar orð
í belg. En það er kunnugt um
báða þessa ikálsaðila, að þeir
vilja halda Grænlandi “lokuðu’’,
hvað sem tautar og raular.
“Grænlandsstjórnin” hefir ver-
ið spurð um álit sitt á landnámi í
Grænlandi. Hún segir að þrír eða
fjórir menn hafi óskað eftir að
flytja þangað búferlum, síðan
nýja reglugerðin var kunn, en
hún kveðst hafa svarað þeim svo,
að það væri nú ekki hlaupið að
því. Fyrst og fremst þurfi hver
landnemi að fá meðmæli sín og
“landráðsins" í Suður-Grænlandi
Auk þess sé það ekki hrist út af
erminni sinni að reisa þar bú og
nema land, því að fyrsta árið og
jafnvel tíu fyrstu árin, geri menn
ekki betur en að gera áveitur og
ryðja grjóti, og á meðan fái þeir
ekkert í aðra hönd. Það sé því
ekki fyrir aðra en vel efnaða menn
að hugsa til landnáms þar, en þeir
menn muni nú heldur vilja taka
sér góða jörð í Danmörku, heldur
en þræla í mörg ár 1 Grænlandi
fyrir ekki neitt. En þá sé náttt-
úrlega til sú leið, að ríkið hlaupi
undir bagga með landnemunum,
og “Det ny Grönland” ætlist víst
til þess.
Ef Grænlendingar óski eftir því
sjálfir, að fá menn, er geti kent
þeim landbúnað, þá sé sjálfsagt
að verða við því að leggja fé fram
til þess eins og þarf, en enn hafi
ekki komið fram nein slík ósk frá
“grænlenzka landráðinu.’ ’
Þegar eftir að stjórn “Det nye
Grönland” hafði talað við Staun-
ing um þetta mál, boðaði hún til
almenns fundar, og á þeim fundi
skýrði Godfred Hansen frá því,
hvað félagið ætlaðist fyrir. Hann
kvað nauðsynlegt að gefa dönsk-
um bændum kost á að nema land
á Grænlandi. Lengur mætti ekki
halda fast í þá fiAu, að hafa
að hafa Grænland lokað fyr-
ir Dönum. Það væri hreint og
beint æskilegt, að í Grænlandi
kæmi upp blendingsþjóð. — Þá
færþist menningin alt af lengra
og lengra norður á bóginn, og
það vaeri hægt að skapa sjálf-
stæða menningu í Grænlandi. —
— ‘‘Vér viljum taka upp hugmynd
Eiríks rauða og nema land að
nýju. Það er eina ráðið til þess
að tryggja samband Danmerkur
og Grænlands.”
Síðan mintist hann á það, að
góð skilyrði væri á Grænlandi til
kvikfjárræktar. Það þyrfti að fá
ötulan forstjóra til þess að standa
fjTÍr sauðabúinu hjá Julienhaab
og fá hnum fimtíu unga, danska
menn til aðstoðar. Gerir hann ráð
fyrir, að kostnaður verði 200 þús.
kr. fyrsta árið og síðan 50 þús.
kr. á ári, en það fé sé hægt að
taka af eftirgjaldinu af kryolit-
námunum.
Að lokum gat hann þess, að
Stauning hefði lofað að athuga
málið. — Lesb. Mgbl.