Lögberg - 08.08.1929, Síða 1

Lögberg - 08.08.1929, Síða 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. AGÚST 1929 ypoc U >OC=DO<=DOC Helztu heims-fréttir ■>ods Canada Samkvæmt stjórnarskýrslum var fólksfjöldi í Canada 1. júní þ. á. 9,796,000, og hefir fólkstalan því hækkað um 38,000 á síðastliðnu ári, eða frá 1. júní 1928. Þessar tölur eru að vísu ekki alveg ná- kvæmar, því reglulegt manntal liefir ekki verið tekið nú, en þessi áætlun er þó sjálfsaigt nærri lagi. Þessar sömu skýrslur sýna einnig, að síðan 1921 hefir fólkinu í Can- ada fjölgað um rúma miljón. Það ár var fólkstalan 8,788,483.- Á síðasta ári hefir fólkinu fjölgað í öllum fylkjunum, nema í Prince Edward Island, þar sem fólkstal- an hefir fækkað um hér um bil 300, og í Yukon, en þar hefir fólk- inu fækkað um fimm hundruð. í iManitoba hefir fólkinu fjölgað á þessu ári um 8,200, og telst nú að vera 663,200. * * * iMánuðurinn sem leið, var heit- asti júlímánuður, sem komið hef- ir í Manitoba í síðast liðin 13 ár. Meðalhiti yfir mánuðinn var 68 stig. Árið 1916 var meðalhiti 72.2 stig. í síðastliðnum júlímánuði var mestur hiti 96 stig, en minst- ur 42 stig. Regn var þennan mán- uð með minsta móti, eða ekki nema hér um bil einn þriðji partur á móti meðal regnfalli í þessum mánuði síðan 1907. * * * Þrjú börn frá Winnipeg drukn- uðu í Manitobavatni, við Delta Beach, á miðvikudaginn í vikunni sem leið. Þau voru að leika sér í bát í fjörunni, en báturinn losn- aði einhvern veginn og flaut frá landi. Lítur út fyrir, að bornin hafi orðið hrædd ogð ókyr og hafi báturinn því hvolfst. Börnin hétu Lois og Joan Hadginson, 12 og 10 ára, til heimilis að 850 Westmin- ster Ave., og Billy Byron, 302 Bal-] moral St., Winnipeg. Var dreng-l urinn íslenzkur í föðurætt, sonar- sonur Björns Byrons, sem er einn af hinum gömlu og góðu íslend- ingum, sem hér hafa verið frá landnámstíð. * * * Nefndin, sem hefir það mál með höndum, hvar byggja skuli há- skóla Manitobafylkis, hélt fund í vikunni sem leið. Ekki var þar enn komist að neinni endilegri niðurstöðu. Nefndin þurfti að afla sér meiri upplýsinga. Hve- nær það verður, veit enginn. For- maður nefndarinnar, I. B. Griff- iths, M.L.A., segir að þess geti enn orðið langt að bíða, ef til vill fá- ist þær áður en langt líður. Hve nær nefndin heldur sinn næsta fund, er óákveðið. Það er því ó- hætt að segja, að enn er alt í sömu óvissunni með það, hvort skólinn verður bygður þar sem hann nú er, eða einhvers staðar annars- staðar. * * * af því umsækjendur voru ekki fyllilega sjötugir að aldri; 132 af því þeir hefðu ekki átt heima nógu lengi í landinu eða fylkinu; 12 af því þeir voru ekki brezkir þegnar; 26 af því þeir höfðu tekjur, er námu $365 á ári eða meira;. Sex- tíu og tveir dóu áður en umsókn- ir ’Jjeirra höfðu verið afgreiddar. Fyrsta maí 1929 voru 323 umsókn- ir óafgreiddar. Af þeim gamal- mennum, sem ellistyrk hafa feng- ið, eru 1,913 karimenn og 1,430 konur. 2,263 eru fæddir brezkir þegnar, en 1,080 hafa gerst brezk- ir þegnar. Bandaríkin Seytján og hálfan dag voru piltar tveir frá St. Louis, Mo., uppi í loftinu nú fyrir skömmu, og lentu í :St. Louis hinn 1. þ.m. Var þar mikill mannfjöldi saman kom- inn, sem tók^ þeim með mikluin fagnaðarlátum og voru þeir bók- staflega bornir á höndum um borgarstrætin. Er þetta miklu lengri rtíma heldur en nokkrir aðrir hafa áður verið uppi í loft- inu, en þess ber þó að geta, að | eldsneyti hafði loftfarið ekki fyrir allan þennan tíma, en ann- að loftfar færði því eldsneyti og fleira við og við. Dále “Red” Jackson og Forest O’Brine heita þpir, þessir fluggarpar tveir, sem öllum mönnum lengur hafa verið fráskildir jörðinni, enn sem komið er. * * * Bandaríkin hafa kallað heim tólf hundruð sjóliða frá Nicara- gue, en eftir eru um 2,300. * * * Á þingi, sem ríkisstjóramir héldu í New London, Conn., í mánuðinum sem leið, var alveg gengið fram hjá tillögu frá George W. Wickersham þess efnis, að rík- in og sambandsstjórnin taki sam- an höndum um að framfylgja vín- bannslögunum. * * * Hover forseti hefir gefið út bann gegn útflutningi hergagna frá Bandaríkjunum til Mexico. * * * Bremen, skip North German Lloyd línunnar, hefir nýlega siglt yfir Atlantshafið á 4 dögum, 17 klukkustundum og 42 mínútum. Þar til hafði skip Cunard línunn- ar Mauretania, farið þessa leið á skemstum tíma, eða 5 dögum, 2 klukkustundum og 34 mínútum. * » * Hoover forseti gerir ráð fyrir, að árið 1933 verði stjórnarkostn- aðurinn kominn upp í $1,148-,800,- 000 á ári. Var 1926 $790,300,000 og 1928 $840,100,000. Þessi' mikla hækkun kemur aðallega til a^ auknum kostnaði við her og flota, opinber verk og póstmál. * * * Enn hafa tvö skólahús, ekki all-langt frá Kamsack, Sask., ver- ið brend og er haldið, að Doukho- bors séu að því valdir, eins og hialdið er, að þeir séu valdir að bruna margra annara skólahúsa í því héraði, eins og getið hefir verið um hér í blaðinu fyrir skömmu. Þykir þetta meir en lít- ið viðsjárvert og óttast margir, að til enn meiri vandræða muni drágia milli Doukhobors og ann- ars fólks þar í héraðinu. Hávaðinn í loftföymum hefir alt til þessa valdið þeim, sem með þeim hafa ferðast, mikilla ó þæginda. Nú er sagt að Banda- ríkjamönnum hafi hepnast að gera loftförin þannig úr garði, að há- vaðinn geri farþegunum engin óþægindi, með því að byggja far- þegarýmið þannig, að lítið eða ekkert hljóð berist þangað, þó vélarnar að vísu hafi eins hátt eins og áður. Hon. Robert Forke, innflutninga- ráðherra, er nú fyrir skömmu far- inn aftur til Oftawa, eftir mánað- nr ferðalag hér um Vestur-Can- ada. :Segir hann, að lítið verði unnið að innflutningi fólks nú íyrst um sinn, vegna þess að upp- skera verði frekar lítil og því vinna hjá bændum að sjálfsögðu Btil líka. * * * á. því eina ári, sem ellistyrks- ^ögin hafa verið í gildi í iSaskat- chewan, eða frá 1. maí 1928 til 30. aPril 1929, hafa verið útborgaðir ^461,950.95 til 3,343 gamalmenna. Alls voru umsóknir á þessu fyrsta ar> 3,963. Af þeim var 58 neitað, Hvaðanæfa Eins og kunnugt er, sleit Bald- winstjórnin samböndum öllum við Rússástjórn fyrir nokkrum árum, út af undirróðri.sem stjórninni skildist að Rússar hefðu í frammi á Bretlandi. Síðan uýja stjórnin kom til valda, hefir verið mikið um það talað, að vinsamleg sam- bönd tækjust aftur milli Breta og Rússa, en ekki sýnist það ganga greiðlega. Þykir Bretastjórn, sem hér séu ýms atriði, sem stjórnirn- ar þurfi að ræða sín á milli, áður en að þessu sé gengið, en Rússar vilja senda sendiherra til London umsvifalaust, og ef eitthvað kynni að bera á milli, þá sé nógur tíminn að ræða um það á eftir. Hvað úr þessu kann að verða, er enn ekki hægt að sjá, en sjáanlega er einhver tregða á góðu sam- komulagi in voru fögur ættjarðarkvæði, og haldnar tölur og spilað á hljóð- færi, sagðar smáar sögur og les- in upp fögur kvæði. Kl. hálf-þrjú komu gestirnir og kl. hálf-sex var samsætinu lokið. * * * Hið afar mikla loftskip, Graf Zeppelin, komst með heilu og höldnu til Lakehurst, N. J., og lenti þar á sunnudaginn, eftir 95 klukkustunda oð 19 mínútna flug frá Friedrichshaven. Er þetta í þriðja sinn á einu ári, sem Dr. Hugo Eckener hefir flogið á sínu mikla loftskipi, yfir Atlants- hafið, en einu sinni varð hann að snúa aftur vegna^ þess, að eitt- hvað bilaði í vélinni, og komst hann í hann æði krappan í það sinn. Inanborðs voru í þetta sinn 19 farþegar, 40 skipverjar og æði mikill flutningur. Dr. Eckener gerir ráð fyrir að hafa annað loft- skip fullgert á næsta ári, sem taki fleiri farþega og mikl meiriu flutning og verði þar að auki fljótara í förum en Graf Zeppelin. * * * Á laugardaginn í fyrri viku mintust Bretar og Frakkar þesá sameiginlega með veizluhaldi í London, að þá voru liðin 20 ár síðan franski flugmaðurinn Bleri- ot flaug fyrstur manna yfir Erm-1 arsund. Er hann enn á ferð og flugi, en flugvélarnar hafa tekið afar-miklum breytingum, og eru óendanlega miklu fullkomnari heldur en þær voru fyrir 20 árum, þegar þessi ferð var farin. Þessi gamla flugvél var enn til sýnis í London og verða margir til að skoða hana og finst hún vera nokkurs konar forngripur, þó hún sé ekki eldri en fyr segir. Frá Gimli “Hin fagra hlið á heiminum er sú: þar sem blóm kærleikans þró- ast.’ ’ — “Hve sárt, hve sælt”. — Hve sælt er að búa þeim megin í fjallinu, þar sem stöðug dögg og sól skiftast á víxl um það, að ann- ast um jarðargróðurinn, þar sem sætur berjalyngs-ilmurinn leggur stöðugt leið sína um rætur gras- anna. Hversu sárt er að búa hin- j um megin í f jallinu, þar sem sól j kærleiks og góðvildar nær ekki að skína. ■— Hversu sælar eru allar þær stundir, er maður getur, bæði í veruleika og endurminningu átt heima þeim megin í fjallinu. En hversu sárt eiga þeir allir, sem heima eiga hinum megin, þar sem sólina og döggina vantar, og þarj sem grösin nötra undir dimmum skuggaleiðingum skýjanna. — Hve sárt er þá mörgum, að þurfa að j 'leyfa endurminningunni yfir fjallið þeim megin, þar sem skuggarnir auðnuleysislegir hanga j niður, þar sem endurminninguna hryllir við að fljúga yfir. — Hversu er þá sælt á andvöku- •stundum, að leyfa endurminning- um sínum að svífa glöðum og létt- um þeim megin í f jallinu, þar sem blóm kærleikans gróa, þar sem hún (endurminningin)i—um góða, hugljúfa og hluttekningarsama vini — svífur sæl og glðð frá einu blómi til annars, sem að öll meira og minna eru græðandi og gleðj- andi. — Eitt af því, sem hin kæra endurminning okkar hér á Betel hefir gleði af að staðnæmast hjá, er heimsókn kvenfélaganna. Og þá er svo auðvelt, ekki sízt nokkru á éftir, að lofa huganum, honum til gamans, að taka myndir af hin- um mismunandi andlitum, sem maður hefir þá svo nýlega séð, með mismunandi einkennum, en sem öll minna mann á þá hlið fjallsins, þar sem blóm kærleik- ans þróast. — Nú í gær^ þann 14. þ.m., kom hingað til Betel í heimsókn kven- félagið “Liljan” fná Hnausa-póst- húshéraði, ásamt ýmsum fleirum heiðursgestum, er langaði til að sjá þetta heimili. — Eins og vant er hjá þessu félagi, og öllum slík- um féögum, sem af góðvild sinni svo oft heimsækja Betel, var öll rausn, alúð og gleði viðhöfð, og góðgæti á borð borið. Allir tóku með áhuga þátt í gleðinni. Sung- Þökkum við öll hér á Betei, þessu félagi, eins og öillum öðrum kven- félö&um, kærlega fyrir komuna. Við öll, hér á Betel, stöðugt mun- andi og ávalt þakkandi fyrir all- ar hinar hugljúfu heimsóknir, er koma frá hinni fögru hlið, eða hlíð, þar semi blóm kærleikans þróast. Fyrir hönd okkar hér á Betel, 15. júlí 1929. J. Briem. Það var á mánudaginn þann 5." ágúst, sem að við gamla fólkið, og við öll hér á Betel, vorum boðin til Dr. og Mrs. B. J. Brandson, til sumarbústaðar þeirra hjóna á Gimli. — Það var í fimta skiftið, sem þau heiðurshjón hafa boðið okkur heim í veizlu, eða tilhalds, hjá sér, til að reyna að bæta okk- ur, gamla fólkinu, það upp, sem hin hlálega og glettnisríka Elli hefir krækt í frá okkur, sem er þróttur og kjarkur — vitandi að það, að missir þess hvortveggja vekur óhug ái að ferðast langa leið á hina. almennu íálendinga- dagshátíð. — Kl. 2 lðgðum við á stað í bifreiðum, sem Dr. Brand- son og vinir hans komu með á til- teknum tíma, til að sækja okkur. En af því svo margir af gamla fólkinu gátu ekki farið, létu þau hjónin senda því öllu heim sinn ríflegan hluta af öllu því góðgæti, sem á borð var borið fyrir okkur hin, heima hjá þeim, nema kann- ske það, sem mér þótti bezt: hið ilmandi kaffi. — Tölur voru haldnar, hlustað vel og klappað saman lófum. Klukkan fyrir hálf- sex vorum við ö!l komin heim. Os öll þökkum við sameiginlega þeim Brandsonshjónum og vinum þeirra sem aðstoðuðu með því að flytja okkur til og frá í bifreiðum. 5. ágúst 1929. J. Briem. Ekki eru margir ræðumenn á Betel, en þó talaði Lárus Ámason nokkur þakklætisorð til þeirra, er voru aðkomandi, og Jón Runólfs- son las kvæði, þýtt af honum sjálf- um. Ein forstöðukonan, Mrs. Ás- dís Hinriksson, þakkaði gestum fyrir komuna og fyrir tuttugu og fimm dollara gjöf, er var afhent til Betel. ‘Og nú var orðið áliðið og tími kominn til heimferðar. Settust þá gestir í bifreiðir sínar, er brun- uðu norður eftir rennisléttum brautum. Guð blessi þessar konur. Vinkona Betels. Vestur-íslendingar og heimkoman 1930. Deilan milli vesrur-íslenzku blað- anna í Winnipeg, í sambandi við heimkomuna 1930, harðnar stöð- ugt. Morgunblaðið gat þess ný- verið, að þektur íslenzkur læknir í Winnipeg, dr. Brandson, hafi birt bréf, er farið höfðu á milli formanns heimfararnefndar Þjóð- ræknisfélagsins og stjómar Mani- toba fylkis, þar sem fullyrt er að styrkur sá, er stjórn Manitoba lætur af hendi til heimfararinn- ar, sé veittur því skilyrði, að hann verði notaður til þess að auglýsa Manitoba á íslandi. Síðan dr. Brandson birti bréf þessi, hefir rimman í vesturblöð- unum harðnað stórum. Hefir heimfararnefndin svarað árásum dr. Brandson í “Heimksringlu” 1. maí. Telur Tiún að árásirnar séu sprottnar af gamalli óvild dr. Brandsons . í garð Þjóðræknisfé- lagsins og starfsemi þess yfir- leitt. Morgunblaðið hefir vitanlega engan dóm á það lagt, hvort þessi ásökun heimfararnefndar 1 garð dr. Brandson er réttmæt, en veit hins vegar, að Þjóðræknisfélag- ið hefir mörgu góðu ti'l leiðar kom- ið vestfra og á þakkir skilið fyrir starf sitt. Miss Pearl Palmason Þessi efnilega stúlka, er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Sveinn Pálma- son, að 654 Banning St. hér í borginni. Hlotnaðist henni sá heiður, bæði í fyrra og eins í ár, að fá hæztu einkunn þeirra allra, er próf tóku í fiðluspili við hljóm- listarskólann í Toronto, í Primary og Junior flokkunum. Hlaut hún við hvorttveggja prófin verð- launapening úr silfri í heiðurs- skyni. Auk þess fékk hún í vetur sem leið fyrstu ágætis einkunn við sama skóla í hljómfræði (Theory) , eða 98 stig. Miss Pálmason, Sem aðeins er 13 ára að aldri, hefir stundað nám hjá Pálma bróður sínum, er getið hefir sér þegar ágætan orðstír sem kennari í fiðluspili. En sé það rétt, að dr. Brand- son og aðrir mætir íslendingar vestan hafs, er ráðist hafa á styrkbeiðni heimfararnefndar, séu óvildarmenn Þjóðræknisfélagsins, er oss með öllu óskiljanlegt, að nefndin skyldi fara að gefa á sér annan eins höggstað, er hún ó- neitanlega hefir gert, með stjórn- arstyrknum frá Manitobafylki. Og hvað sem þessu líður, verður það að teljast með öllu óverjandi, ef nota á heimkomu Vestur-lslend- inga 1930, til þess að reyna að fá nýja útflytjendur héðan. — Mbl. 11. júlí. ----------------v- Jarðrœkt í sauðfjársveitum í nágrenni Reykjavíkur. Hér var á ferðinni í vor ungur bóndi og athugull úr Norður-Múla- sýslu, Garðar Arngrímsson frá Gunnólfsvík. Við urðum eitt sinn sam'ferða upp í Mosfellssvceit og sáum þar nýyrkju stórvirkin, sem eins og kunnugt er byggjast að mestu leyti á mjólkurmarkaðinum og mjólkursölunni til Reykja- víkur. — Er það oft viðkvæði hjá þeim er sjá stakkaskiftin, er orð- ið hafa á síðustu árum í Mos- fellssveitinni, að bændum sé þar hægt um vik, því þeir sitji að svo góðum markaði. En að athuguðu máli, var Garð- ar Arngrímsson á annari skoðun. Hann segir: Norður á Langanesströndum, í minni sveit, þurfum við engan að öfunda af markaðinum. Við get- um að vísu ekki selt mjólkina spenvolga úr f jósinu, eða sett upp mjólkurbú. Við munum eigi 'fá minni af- rakstur af túnhektaranum hjá okkur, en bændur fá í nágrenni Reykjavíkur upp úr túnum sínum. Samanburður minn er þessi: Segjum, að bændur hér fái kýr- fóður af hektara. Fyrir kýrnyt- ina fá þeir eftir því sem mér skilst, kr. 750, og mun þá vel í lagt. Norður á 'Langanesströndum fá- um við að minsta kosti 30 hesta a'f nýræktuðum túnhektara, en 10 hesta af dagsláttunni til jafnað- ar af vænu bandi. Þar sem ásetningur er í lagi þar nyrðra á beitarjörðum, er ærin sett á útheyshestinn. Taða er þar óvíða svo mikilj, að hún sé gefin sauðfé. En óhætt mun, að jafna útheyshest á við töðubagga, þ. e. að af túrihektara verði fóðraðar 60 ær, og mun sá ásetningur betri, að ætla ánni töðubagga en útheys- NÚMER 32 t Eg gekk fyrir gluggann þinn Eftir Helenu Taylor. Eg hrifin að morgni fyrir gluggann þinn gekk ef glitrandi döggin á rósinni hékk. Og hvað ég söng viðkvæmt, þó heyrði’ enginn mig: “Ó„ heil og sæl, elskan mín! — Guð blessi þig J” Á svalkvöldi gekk ég fyrir gluggann þinn hljótt, er gættu þín liljur við komandi nótt; hvað viðkvæmt ég söng, þó að sæi’ enginn mig: ”Ó, sofðu vært, elskan mín! — guð blessi þig!” Sig. Júl. Jóhannesson. Aths.—Kvæðið heitir á ensku: “I passed by your window”, og lagið er eftir: May H Brahe. hest( þegar þess er gætt, að töðui er hægt að fyrna lítt skemda ár- um saman, en úthey það sem þar er mest af, er lítt nothæft fóður, er það eldist. Með núverandi verðlagi þykir mér ekki óvarlega áætlað, að á- góði af ánni sé 10 kr. á ári; afurð- ir, dilkur og ull, kr. 25.00, en fóð- ur og hirðing er metið á kr. 15 þar í sveit. Af 60 ánum, sem túnhektarínn fóðrar, gætu bændur fengið 600 kr. arð, og þurfa því ekki að öf- undast yfir aðstöðu þeirra, sem búa við mjólkurmarkað Reykja- víkur. Til eru þær útbeitarjarðir, sem eru svo góðar, að þar hefir sauðfé varla. nokkuð verið gefið árum saman, Er þess að gæta, að ef farið er að gefa meira og betra fóður en verið hefir, þá er alveg áiæiðanlegt, að meðalþyngd dilk- anna verður meiri en hún er nú. En það sem að er, er það, að túnræktin er enn alveg á byrjun- arstigi. Þar sem fengist er við ræktun^ er mest notuð þaksléttu aðferðin gamla. Sáðsléttur sjást varla, hafrasáning hvergi notuð, og til- búinn áburður af mjög skornum skamti. Ofan á þetta bætist, að verkleg þekking bænda á jarðræktarstörf- um er mjög í molum. — Eru prakt- iskar leiðbeiningar í þeim éfnum nauðsynlegar, jafnframt því, sem búfróðir menn færu um sveitirn- ar og bentu hverjum búanda fyr- ir sig á hvaða túnstæði hann ætti að velja sér, og hvernig ihann ætti að haga framræslu, þar sem henn- ar er þörf. Er þá stuttlega drepið hér á álit þessa bónda á samanburði sauð- fjárræktar- og mjólkurbúa- fram- leiðslusveitanna. Yæri vel, ef þeir gætu vakið fleiri tii umhugsunar um lík efni. Hagfræðilegar at- huganir eru landbúnaði vorum mjög nauðsynlegar. Við þær mundi það skýrast fyrir mönnum, hvaða sveitir í raun og veru væru beztar. Er þess að vænta, að við slíkar umræður mundi mörgum snúast hugur, sem nú er að flana frá búskap og langeygðir eru eft- ir kaupstaðarvist. — Mgbl. Dýrtíðin í Reykjavik. í byrjun hvers mánaðar fær ‘Hagstofan” skýrslur um smá- söluverð á allmörgum vöruteg- undum (aðallega matvöru)i hjá ýmsum verriunum í ReykjaVík. Meðaltal hverrar vörutegundar er fundið með því, “að taka meðal- tal af þeim skýrslum, sem varan kemur fyrir í”. — í maímánuði í vor varð rúmlega 3% verðhækkun á meðaltali á vörum þeim, sem yfirlit “Hagstofunnar” nær yfir. Stafaði hækkunin öll frá fiskin- um, en hann hafði þá hækkað um 24%. Aðrir vöruflokkar höfðu staðið í stað eða breyzt mjög lit- ið. — Ef verðlagið á vörutegund- um þeim, sem taldar eru í skýrslu Hagstofunnar, er borið saman við verðlagið fyrir stríðið, kemur I ljós, að sama vörumagn, sem kostaði 100 kr. í júlímánuði 1914, kostar 219 kr. í byrjun júnímán- aðar þ. á. — Hækkunin er tölu- vert meiri á innlendum vörum en útlendum. — Innlendar vörur, sem kostuðu 100 kr. í júlí 1914, kost- uðu í byrjun fyrra mánaðar 245 kr. (222 kr. á sama tíma í fyrra), en erlendar vörur, sem kostuðu 100 kr. í júlí 1914, kostuðu 174 kr. í júníbyrjun í ár og 182 kr. í júní í fyrra. Loks eru fáeinar vöru- tegundir, “sem bæði eru innflutt- ar og framleiddar innanlands.” — Yörur af þeim tegundum, sem kostuðu 100 kr. í stríðsbyrjun, kosta nú að meðaltali 208 kr. (217 kr. í júní í fyrra).—Vísir. THE MINNEOTA MASCOT. Flestir ís’lendingar vestan hafs munu kannast við blaðið Minneota Mascot, og allir Vestur-íslending- ar kannast við útgefandann, hr. Gunnar B. Björnson, því hann hefir um langt skeið tekið öflug- an og heillavænlegan þátt í ýms- um þeirra félagsmálum, þó blað hans sé gefið út á ensku og alt, sem hann hefir ritað, sé á því máli. Enn gefur hann út Minne- ota Mascot, en hefir nú fyrir nokkrum árum látið af ritstjórn blaðsins og fengið hana í hendur syni sínum, E. Hjálmar Björnson. Þessum unga manni hefir far- ist ritstjórnin þannig, að National Editorial Association, eða alls- herjar blaðamannafélag Banda- ríkjanna, lítur svo á, að það sé aðeins eitt annað vikublað í Bandaríkjunum, sem standi Min- neota Mascot framar, hvað snert- ir efni og frágang allan á rit- stjórnarsíðu blaðsins. Á þingi þessa félags, sem ný- lega var haidið, voru Minneota Mascot veitt önnur verðlaun og skorti aðeins þrjú til að hljóta fyrstu verðlaun. Er þetta þriðja viðurkenningin, sem Minneota Mascot hefir hlot- ið á þessu ári. Eru tvö fyrri verð- launin fyrir góða prentun og ann- an frágang, og fyrir framsíðu blaðsins, og eru þau innan Min- nesota ríkis að oss skilst, en þessi síðustu eiga við öll Bandaríkin. BÓKASAFN BRENNUR. Nýlega kom upp eldur í bæjar- bókasafninu í Dunkirk á Frakk- landi. Brunnu þar 90 þús. bindi af bókum og ýms handrit, sem hvergi áttu sinn líka, t. d. handrit eftir Brunetto Latini og öll frum- rit, er snertu sögu sjóhetjunnar Jean Hart. Brunetto Latini var ítalskur rit- höfundur (f. 1210—1212). Vegna innanlands styrjaldar varð hann landflótta ti'l Fraíkklands 1260, og settist þar að og gerðist rithöf- undur. Seinna komst hann þó heim til ítalíu aftur og gegndi þar ýmsum virðingarstöðum. — Hann var á sínum tima mikils metinn rithöfundur, bæði í Frakk- landi og ítalíu, og á 14. öld var sagt, að hann hafi verið lærimeist- ari Danté Alighieri. Á einum stað í “Divina Comedia” minnist Danté hans líka hlýlega, en í “Helvíti” lætur Danté hann aftur á móti vera meðal hinna ósiðugu. — Af ritverkum Brunetto Latini á ítöilsku, má nefna ljóðabréfið “II Favoello”, líki/ngakvæðið “II Tesoretto’’ og þýðingar á nokkr- um ræðum Ciceros. Á norð- frönsku (Langue o’oil)i ritaði hann “Li Livres dou Tresor”. Er það fræðirit viðvíkjandi landa- fræði, náttúrusögu, siðfræði o. m. fl., og varð þar fræg bók. — Lesb.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.