Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. AGÚST 1929 NÚMER 35 /poc y >o<--->oczr=>o<=r=>o<m.> Helztu heims-fréttir Canada Sá iðnaður, að búa til loftför og alt, sem þeim tilheyrir, er stórkostlega að aukast hér í landi, Nú þegar eru ein átta iðnfélög í Canada, sem búa til loftför og á- höld þeim viðvíkjandi. Það er enginn efi á því, að loftförum fer óðum fjölgandi úr þessu, og eft- irspurnin vex óðum. Stjórnin not- ar fyrst og fremst mikið af þeim og þau.eru notuð meir og meir til vöruflutninga og fólksflutninga. Þeim sem ferðast með loftförum í Canada,, fer stórkostlega fjölg- andi. Þeir voru 74,000 á árinu sem endaði 30. júní í sumar, en voru ekki nema 18,932 árið áður. Vöruflutningar með loftförum urðu líka helmingi meiri á þessu árstímabili. Seytján nýjar loft- farastöðvar voru fullgerðar á þessu ári og allmargir menn fengu leyfi til að stjórna loftförum og eru þeir nú um fimm hundruð. Vegna hinnar miklu víðáttu, eru loftför sérstaklega nauðsynleg í Canada, frekar en í flestum öðr- um löndum. * * * Tili að gera námamenn og þá, sem unnið hafa í verksmiðjum, hæfa til að vinna fyrir sér við þændavinnu í Canada, gefa Bret- ar þessum mönnum tækifæri til að venjast bændavinnu á ýmsum ■stöðum á Englandi í nokkrar vik- ur og hjálpa þeim svo til að kom- ast til Canada. í mörgum tilfell- um hefir þetta reynst vel og þess- ir menn hafa orðið hér gagnlegir, ■én sumir þessara manna hafa reynst alt annað en heppilegir innflytjendur. Nú t. d. er verið að senda eina 60 af þessum mönn- um aftur heim til Englands, því þeir eru ófáanlegir til að vinna hér lengur báendavinnu, eða nokkra aðra vinnu. Vilja ekkert nema vera sendir heim, upp á stjórnarkostnað auðvitað. Láta sumir þessara manna hið versta af verunni hjá bændunum, vinn- an erfið, vinnutíminn of langur og kaupið of lítið og margt og margt fleira þykir þeim að vera. Ekki þykir annað við þessa menn að gera, en að senda þá til síns heimalands, en stjórnunum í Can- ada og á Bretlandi dylst ekki, að miklu væri betra, að þeir hefðu aldrei hér komið. * * * Hinn 20. þ. m. gerir búnaðar- deild fylkisstjórnarinnar í Mani- toba’ ráð fyrir að uppskera í fylk- inu verði að nieðaltali sem hér esegir: Hveiti 13% til 14 bush. af ekru, bygg 18—18%„ hafrar 20, rúgur 16—17. Auðvitað er þetta áætlun, sem ekki er fullkomlega lega ábyggileg, en þó mun þetta láta nærri. Hér er átt við meðal- uppskeru í öllu fylkinu, en hún er misjöfn, eins og nærri má geta. Ef uppskeran reynist eins og hér er gert ráð fyrir,, þá er naumast á- stæða til að kvarta, því verðið er hátt og lítur út fyrir, að svo muni 'verða, og kostnaðurinn við upp- skeruna verður með minsta móti vegna þess, að stráið er mjög lít- ið. Uppskervinna hér í fylkinu stendur nú sem hæst og er nú þegar farið að þreskja mikið. Tíð- in er hin æskilegasta fyrir upp- skeru vinnu, sólskin og hitar á hverjum degi. Eftir alla þá þurka, sem gengið hafa, má heita að upp- skeran sé furðulega mikil. * * * Hveitisamlagið hefir ákveðið að hækka fyrstuj borgun fyrir hafra, ^ygg, flax og rúg frá því sem fyrst var ákveðið. Munar þetta 5—10 éentum á hvern mælir, nema fyrir flax er borgað 25c. meira en fyrst var ákveðið. * * * Á laugardaginn í vikunni sem leið, var 97 stiga hiti í Winnipeg °g var Winnipeg heitasti bærinn í Canada þann daginn. Ekki var munurinn samt mikill, því í ýhisum bæjum í Vestur-Canada var hitinn yfir 95 stig. Bæjarastjórnin í Winnipeg am- ast á engan hátt við því, að verka- menn bæjarins hafi fastbundinn félagskap, eða verkamannafélög sín á.milli, en ekki vill hún að sá félagskapur sé bundinn nein- um öðrum verkamanna sam- tökum. Kemur þetta til af því, að bæjarstjórnin vill ekki að bærinn þurfi að líða við það, þó ágrein- ingur kunni að eiga sér stað og kannske verkföll eða verkbönn milli verkveitenda og verkamanna- félaga þeira, er ekki koma bænum neitt við. Með öðrum orðum, bær- inn vill skifta við sína eigin verka- menn,, en ekki við utanaðkomandi verkamannafélög. Út af þessu hef- ir verið nokkur ágreiningur og hefir þessi stefna bæjarstjórnar- innar verið kölluð illum nöfnum af áköfum verkamanna leiðtogum, en meiri hluti bæjarbua virðist hafa verið þessari stefnu hlyntur. Nú hefir verkamála ráðherra san:- bandsstjórnarinnar, Hon. Peter Heenan, látið þetta til sín taka, og vildi hann, að skipaður væri gerð- ardómur til að gera út um það, hvort verkamenn bæjarins mættu tilheyra öðrum verkamanna félög- um en sínum eigin. Skoraði hann á bæjarstjórnina að útnefna mann í þá nefnd. Þessu sinti bæjar- stjórnin ekki og útnefndi ráðherra þá manninn sjálfur. Þetta þykir meiri, hluta bæjarstjórnarinnar og mörgum öðrum bœjarbúum nokkuð hart að gengið og finst, að ráðherra hafi gerst hér heldur ráðríkur. Sjálfsagt vinna þessir útnefndu gerðardómsmenn sitt verk eins og ráðherrann hefir fyr- irskipað, en hitt er eftir að . vita, hvort bæjarstjórnin í Winnipeg tekur þeirra gerðir nokkuð til greina eða ekki, ef úrskurður- inn skyldi ekki falla meiri hluta bæjarstjórnarinnar í vil. * * * Brezki ráðherrann, J. H. Thom- as,, sem nú er staddur hér í landi, er væntanlegur til Winnipeg 2. september. Líklegast þykir, að hann muni halda hér eina al- menna samkomu, og flytja ræðu, eins og Mr. Churchill gerði, þeg- ar hann var hér á ferð fyrir nokkr- um dögum. * * * Bóndi nokkur í grend við Saska- toon, Sask., fann hér um dagin gröf eina skamt utan við borgina, sem honum þótti eitthvað grun- samleg og tilkynti hann þetta lög- reglunni. Héldu nú allir, að hér hefði verið framið morð, eða ein- hver slík ósköp hefðu komið fyr- ir. Menn voru fengnir til að grafa upp gröfina, og viðstaddir voru lögreglumenn, læknar, háskóla- prófessorar og blaðame. Graf- ararnir grófu og grófu þangað til þeir voru komnir sex og hálft fet ofan í jörðina og lærðu menn- irnir biðu með óþreyju. En það, sem þeir loksins fundú í gröfinni, var—hestsskrokk^r. Hvaðanæfa Alt af virðist draga nær og nær til fulls fjadskapar og ófrið- ar milli Rússa og Kínvrja. Báðir draga saman heri mikla á landa- mærunum og láta ófriðlega. Þessi alvarlegi ágreiningur er út af því risinn, að 10. júlí í sumar tóku kínversk stjórnarvöld sig til, fóru til Harbin, tóku yfirmenn rúss- nesku járnbrautarinnar, sem ligg- ur um Manchúríu, fasta, og sendu þá úr landi og lýstu jafnframt yf- ir því, að hér eftir bæri að líta svo á, að járnbrautin væri eign Kín- verja og yrði stjórnað af þeim. Er þeta langt og flókið mál og verður naumast skýrt í stuttu máli. Hafa báðir aliljar samn- inga fyrif sig að bera, en samn- inga hafa þeir ýmsa gert og brot- ið. Virðist núverandi Rússa- stjórn fylgja þeirri stefnu, að halda fast við alla gamla utanrík- issamninga, sem Rússum eru hag- kvæmir, en sinna hinum að engu. í raun og veru mun hér ekki vera um yfirráð þessarar járnbrautar Miss Helga Jóhannesson. Hún hlaut silfur medalíu og 91 stig við próf í fiðsluspili, sem hún hefir nýlega lokið við Toronto Conservatory of Music. Miss Jó- hannesson hefir lært fiðluspil hjá Mr. Thorsteini Johnston. að ræða aðeins, heldur um yfir- ráðin yfir hinu mikla landflæmi, flæmi, sem Manchuria heitir, og sem lengi hefir verið þrætuepli. Eiga þar hlut að máli Rússar, Kínverjar og Japansmenn. Nú síð- ustu árin hafa Kínverjar þyrpst til Manchúríu hrönnum saman, svo að nemur miljón manna á ári, svo ekki er undarlegt, þó þeir vilji hafa yfirráð yfir landinu, og þeg- ar um það er að ræða, þá er ekki efamál, að þessi járnbraut er afar þýðingarmikið atriði. — Margir halda, að ófriðurinn, ef til hans kemur, verði ekki aðiens milli Rússa og Kínverj'a„ heldur muni Japanar líka láta þar eitthvað til sín taka. En naumast er álitið, að þetta muni hafa mikla þýðingu fyrir Evrópu eða Ameríku. * * * í Jerúsalem og víða þar í grend- inni, er alt í uppnámi um þessar mundir. Samkomulagið milli Ar- abanna og Gyðinganna hefir al- gerlega farið út um þúfur, enda aldrei í raun og veru gott verið, og hefir nú dag eftir dag lent i blóðuga bardaga, og er sagt að hátt á annað hundrað manns muni hafa mist lífið í þessum skærum og fjöldi manna hefir særst. Það eru Arabar, sem hafið hafa þess- ar óeirðir, enda eru þeir jafnan herskáir, en Gyðingar lítið gefnir fyrir bardaga og blóðsúthellingar, enda munu þeir hafa orðið fyrir meira skakkafalli enn sem komið er. Einir tólf Ameríkumenn hafa líka mist lífið í þessum skærum. Brezka herliðið hefir gert sitt til að koma á friði, en ekki ehpnást] það enn þá. Brezk herskip hafa lka verið send til Jaffa. * * * Rétt þegar blaðið er að fara í pressuna berast þær fréttir frá Hague, að sambandsþjóðirnar hafi komið sér saman um skiftingu skaðabótafjárins frá Þjóðverjum. Segir fréttin, að Snowden hafi að miklu leyti fengið kröfum sínum framgengt, er hann gerði fyrir hönd Breta, og hafi hann þar með unnið mikinn sigur í þessu máli eftir þriggja vikna þjark. Fá Bret- ar 70 per cent. af þeirri fjárupp- hæð, er Snowden krafðist fyrir þeirra hönd. Kafli úr bréfi frá Dr. Richard Beck til séra Rún- ólfs Marteinssonar: Thiel College, Greenville, Pa. 23. ágúst 1929. Heiðraði vin! Fyrir nokkru síðan fékk eg bréf frá stjórnarnefnd Jóns Bjarna- sonar skóla. Fór hún þess á leit, að eg legði eitthvað af mörkum skólanum til handa. Er mér ljúft að verða við þeirri beiðni, eftir því, sem efni mín leyfa. Sendi eg í því skyni $10.00; mun eg reyna að gera betur í framtíðinni. Eg ber hlýjan hug til skólans. Hann hefir þarft verk með höndum, þar sem hann stefnir að því, að auka vestan hafs skilning og þekking á íslenzkum fræðum og arfi þeim hinum andlega, sem íslenzkir feð- ur og mæður létu niðjum sínum í hlut. Eg óská honum allrar bless- unar. — Þú gerir svo vel og kem- ur ávísun minni til gjaldkera skólans. Með beztu kveðju og óskum til þín og þinna. Þinn einlægur, Richard Beck. Ferð Þjóðbrautarfélags Canada (Canadian National) frá Winnipeg til Montreal. Meiri hlutinn af þeim, sem fara til íslands næsta ár með Cunard línunni, munu byrja leiðangur sirnn á vegum Þjóðbrautafélags Canada. Sérstök lest mun flytja ferðafólkið frá Winnipeg til Mont- real yfir Þjóðbrautafélags braut- ina (Canadian National Ráilway)i og sérstakir vagnar munu einnig verða til reiðu alla leið frá Kyrra- hafsströndinni fyrir þá, sem að vestan koma, svo framarlega sem fjöldinn útheimti það. Lestin verður svo sameinuð í Winnipeg, og- mun hún hafa öll nýnýtízku- þægindi, t. d. matborðs- og svefn- myndun Þjóðbrautafélagsins, eins og það nú er, ekki í raun og veru aðeins járnbrautalagning, það var í sjálfu sér vottur um þjóðarvon og framför.” Meiri hlutinn af íslendingum í Ameríku á heima í Canada, eru þeir þannig meðal þeirra, eins og áður var tekið fram, sem eiga hlutabréf í Þjóðbrautinni, og eng- inn efi er á því, að þeir af ís- lenzku bergi brotnir, sem búsettir eru fyrir sunnan línuna, eru vin- veittir félagi, sem beinlínis snert- ir eins mikið velferð heillar þjóð- ar. Þjóðbrautin hefir nú þegar Sir Henry Thornton, forseti Þjóðeignakerfisins, Can. Nat. Railways vagna, lestrarstofu og víðboð — nokkuð, sem aðeins Þjóðbrautin canadiska hefir að bjóða. Reynt verður að láta víðboðsstöðvar þjóðbrautafélagsins flytja ís- lenzkar skemtiskrár meðan á ferðinni stendur. Vöxtur og framför Þjóðbrauta- félagsins (Canadian National) síðan það fyrst hóf göngu sína 1922, er undravert, jafnvel á þess- um tímum, þegar öllu miðar á- fram með svo stórkostlegum hraða. Svo tekin séu upp orð Sir Henry Thornton, yfirmanns og forseta félagsins, "Fólkið, sem kom þessu í framkvæmd, hafði sterka trú, var tilbúið að fórna sér fyrir verk, sem svo lengi hafði áunnið sér traust og tiltrú fyrir frábærlega góða þjónustu og vel unnið starf að öllu leyti. Ferða- tæki þess standa nú til boða öllum þeim, sem ferðast með Cunard- línunni, því þessi tvö félög eru í sambandi hvort við annað. Á meðal staðanna á leið þessar- ar sérstöku lestar, er Parry Sound, einn bautasteinninn í land- námssögu íslendinga í Ameríku. Stanzað verður í Toronto, borg, sem hefir margt sem fróðlegt er og skemtilegt að sjá. Eitt af því sem aðallega er eftirtektarvert við þessa ferð íslendinga með Þjóð- brautafélaginu, er það, að ferða- fólkið verður flutt kostnaðarlaust frá Toronto til Niagara fossins og Niagara fossarnir miklu. verið fótumtroðið, og gegnum þá fórnfýsi vanst stórkostlegur sig- ur. Einn af félagslimum mínum sagði nýlega: ‘Hvert einasta can- adiskt fæðingarskýrteini er hluta- bréf í Þjóðbraut Canada’. Meir en 500,000, eða einn-átjándi af öllu fólkinu í Canada er beinlínis komið upp á framgang félagsins: líður eða dafnar eftir því, hvernig starfið gengur.” — Þetta er braut fólksins, sem; reis upp eins og blys, mitt í allri þeirri deyfð og vonleysi, sem hékk eins og farg yfir Canada eftir heimsstyrjöld- ina, svo maður taki aftur upp orð Sir Henry Thornton: "Þegar þetta er skoðað niður í kjölinn,, þá var til baka aftur. Á leiðinni verður farið í gegn um héraðið, sem þekt er eins og aldingarður Canada. Tækifæri mun gefast til þess að skoða sig vel um við fossinn, fara í kring um hann á sporvagni, og sjá þannig bæði Bandarikja- og Canada-hliðina á þessu furðuverki náttúrunnar. Menn munu ganga Canada megin um bardagavöllinn Queenston Heights, þar sem Can- ada og Bandaríkin þreyttu blóð- ugt stríð í styrjöldinni 1812. Frá fossinum verður svo snúið til baka til Toronto og þaðan farið gegn- um fagra og söguríka staði í Ont- ario og Quebec til Montreal. Montreal er stærsta innan- landshöfn i heimi. Það var franski landkönnuðurinn, Jaques Cartier, sem fyrst kom þangað 1535. Vegna afstöðu sinnar varð Montreal að- al miðstöð skinnaverzlunarinnar á fyrstu áratugum Canada sögu; nú er hún miðpunktur allrar verzlunar, skipafara, og yfir höfuð alls starfs innanlands og utan. Þar er margt að sjá, svo sem St. James Cathedral, nákvæm eftir- líking af St. Peters kirkjunni í óska eftir svefnvagni geta feng- ið hann með eftirfylgjandi auka- kostnaði aðra leiðina: Drawing Room (5 geta verið i því) $45.00. Compartment (3 geta verið í því) $36. Pullman Upper berth $10.25. Pullman Lower berth $12.80. Tourist Upper berth $5.15, Tour- ist Lower berth $6.40. Máltíðir, framreiddar eins og Þjóðbrautafélagið býður, ágætar að öllu leyti, verða á boðstólum í Þinghúsið í Ottawa. Róm; De Ramegay kastalinn, bygð- ur 1704; Bonsejour markaðina, sem gefa svo skýra mynd af lifi fransk-canadiska fólksins; McGill háskólann o. fl. Á leiðinni til baka gefst fólki kostur á að fara í gegn um; Ottawa, höfuðborg Canada, svo til North Bay, gegn um Cobalt silfurnámu héraðið,, þaðan til Cochrane, síðan til Winnipeg. Fargjaldið með þessari Þjóð- bVautaferð, er $72.25 fram og til baka frá Winnipeg til Montreal. Lestin mun hafa “Pullman” og “Tourist”' vagna, svo vanalega “day coach” vagna líka. Þeir sem islenzkur k ristintoði Reykjavík, 17. júlí 1929. ‘ Hingað til bæjarins eru nýlega komnir tveir kventrúboðar frá Indlandi. Önnur þeirra er Margrét Jóns- dóttir Sveinssonar, fædd og upp- alin hér í Reykjavík, en hin er Miss Sample frá borginni Yang- stone, í Ohio í Bandaríkjunum. Margrét hefir verið nálega 19 ár erlendis, fór fyrst héðan til Canada og dvaldi þar 9 ár. Þar varð sú breyting á hugarfari hennar, að hún gafst Kristi af heilum huga og vildi hún þá helga Kristi alt sitt líf. Þráði hún þá j mest að gerast kristniboði meðal heiðingja og gekk á trúboðsskóla nálægt New Yorlq en alls var hún 5 ár í New York. Þá gafst henni færi á að starfa á vegum kristni- boðs þess á Mið-Indlandi, sem kent er við indversku trúboðskon- una Pandita Ramaboj, sem kristni- boðsvinir hér á landi kannast margir við af frásögn. Nú er hún búin að starfa þar rúm 5 ár. Miss Sample hefir starfað að kristniboði á'sömu slóðum á veg- um Presbyteriana kirkjunnar í Bandaríkjunum. All-langt var á milli þeirra, en af því að Margrét var ein síns Jiðs meðal indverskra manna, þá langaði hana mjög til að kynnast þessari starfssystur máltíðavagninum. Fólk, sem ferð- ast “tourist” getur tekið með sér mat og hitað kaffi og annað þess- konar við tæki, sem eru við hend- ina í vögnunum. Cunard línu skrifstofurnar og þær, sem tilheyra Þjóðbrautafé- laginu, munu gefa allar upplýs- ingar til þeirra sem þess æskja. Eins mun undirrituð vera tilbúin að greiða fyrir þeim, sem ferðast vilja með Þjóðbrauta lestinni til Montreal og þar ná í samband við Cunard línuskipið til Reykjavík- ur. Thorstina Jackson Walters. sinni, og varð það að venju að hún heimsækti hana einu sinni á mán- uði og varð það þeim báðum til mikillar styrktar og uppörvunar í starfinu. Þær lögðu á stað frá Bombay á á Indlandi 10. maí og hafa síðan altaf verið á ferðinni og voru orðnar þreyttar. Þær fóru ýmist á sjó eða landi, í bilum svo sem til Bagdad og yfir sýrlenzku eyði- mörkina og komu til sjávarborg- arinnar Beiruth á Sýrlandi; það- an héldu þær til Nazaret og Kap- ernaum og síðan suður til Jerú- salem og dvöldu þar 11 daga. Það- an fóru þær til Kairo á Egypta- í landi og dvöldu þar tvo daga, með- an þær biðu eftir skipi. Sömu- leiðis dvöldu þær tvo daga í Mar- seille í Frakklandi. Margt kunna þær að segja frá þessu ferðalagi sínu, frá því, cr þær sáu og heyrðu, og gefst von- andi tækifæri til að segja frá því hér og sýna myndir. Miss Sample fer héðan annan miðvikudag með Botníu áleiðis vestur um haf til átthaga sinna, en Margrét býst við að dvelja hér á landi fram á haustið og ferðast um landið. — Kristniboðsvinir bjóða þær hér með velkomnar og árna þeim allrar blessunar frá drotni í starfi þeirra framvegis. — Kristniboðsvinur. — Vísir. AUSTURLAND Sit þú heilt við sól og vori, sæla Austurland, ríkra miða, fríðra fjaröra, frjórrq dala land, Austurland. — Bend þú yfir mökk og móðu mönnum hafnaleið, láttu yfir öldur skína ennin hvelfd og breið. Land, sem blandar brimsins gný við blíðra fossa hjal, veðurbitið, skráð og skrifað skins- og jeljarún. — ‘ Austurland. •— Varst þú ekki Austurvegur Oddasetri frá? Varst það ekki einmitt þú, sem Oddaskáldið sá? Land, sem blandar brimsins gn vi ðblíðra fossa hjal, speglar sól í fjarðaflötum, friðar sérhvern dal — Austurland. — Hvar er betri, fegri fóstra fyrir hetjudug? Undir hamrahnjúkum þínum hugurinn lærir flug. Faðmi blessun firði þína, fólk og skip og mið. Veittu öllum, er þig gista, yndi, lán og frið. Austurland. — Safna öllum ungum geislum um þetta tindaband. Vertu okkar mætu móður morgunroðans land! Jón Trausti. (sbr. Kvæðabók hans, Rv. 1922.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.