Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 5
LÖQBERG FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1929 Bla. 5. rofið af sífeldum eldingum, og um ótta íbúanna, sem héldu að nú væri dómsdagur kominn. Gosið sprengdi hinn gamla eldgíg, þó þannig, að norðausturbrúnin stóð eftir og myndar hún síðan skeifu- myndaðan hrygg, sem nefnist SMonte Snmima. Hæstur er þessi hryggur 1132 metra yfir sjávar- flöt og heitir þar Punta del Nas- one, og vegna hans er svo að sjá frá Neapel, sem tveir tindar séu á Vesúvíusi. Við þetta gos mynd- aðist nýr eldgígur og hafa flest seinni gos komið upp um hann. Árið 1500 hætti Vesúvíus að gjósa og lá niðri þangað til 1631, og á þeim tíma varð fjallið alt skógivaxið. Árið 1631 kom eitt hið ægilegasta eldgos, sem sögur fara af, og fylgdu því miklir jarð- skjálfar. Sjö hraunstraumar runnu niður fjallshlíðarnar og eyðilögðu ýms þorp, sem stóðu við fjallsræturnar. Gusinu fylgdi mikið öskufall, svo að myrkur var um hádag víðsvegar um suður- hluta ítalíu. Talið er, að það gos hafi orðið 3000 mönnum að bana. Á seytjándu öld gaus Vesúvíus f jórum sinnum og 23 sinnum á 18. öld. Gosið 1794 var merkilegt að því leyti, að þá mynduðust smá- gígar niður eftir öllu fjalli, jafn- vel í 470—532 metra hæð yfir sjávarflöt. Vall út úr þeim hraunstraumur og fór hann yfir þorpið Torre del Greco og lagði það að mestu í auðn, og rann síð- an til sævar. Var hraunstraum- urinn 360 metra breiður, er hann kom niður á ströndina, og svo mik- ill kraftur á 'honum, að hann stað- næmdist ekki fyr en 200 metra úti í sjónum. Á 19. öld gaus Vesúvíus 27 sinn- um, og var stærsta gosið 1872. Hafði þá ekki gosið í 10 ár. Þetta gos byrjaði í janúar og var ákaft þegar í stað, og runnu smá- straumar af glóandi hrauni niður fjallshlíðarnar. Hélt gosinu svo áfram fram í apríl, en dagana 24. J til 30. apríl magnaðist það um all- i an helming. Að morgni 26. apríl rifnaði fjallið gegnt Atrio del Ca- vallo og út úr þeirri gjá kom gló- andi hraunstraumur og fór hann svo hratt yfir, að nokkrir vegfar- endur gátu ekki forðað sér og lentu undir honum. Hraunstraum- ur þessi rann 5 kílómetra á 12 tímum. Fór hann alt umhverfis hólinn, sem rannsóknarstöð vís- indamannanna stendur á, og braut niður mörg hús í þorpunum San Sebastiano og Massa; var ösku- mökkurinn' þrír kílómetrar á hæð og í honum flugu glóandi steinar og rigndi þeim niður alt um- hverfis. Eftir þetta varð hlé á gosum þangað til 1875, en það ár og hið næsta gaus fjallið nokkrum sinn- um. Vorið 1905 tók fjallið að gjósa af meiri ákafa en áður, og svo kom hið mikla gos 1906. Þegar í aprílmánuði 1905 voru gosin orðin svo mögnuð, að ekki var hægt að komast í námunda við fjallstindinn, Með nokkurra mín- útna millibili ruddi fjallið úr sér stórum strokum með þrumugný og fylgdi grjótflug, en aska og gufa huldu fjallið sýn. Dr. phil. Victor Madsen var þá staddur þar syðra og segir hann þannig frá: —Alt í einu hvarf fylgdarmað- ur minn í öskumökkinn, en litlu seinna kemur hann aftur og spark- ar þá á undan sér sjóðandi heit- um steini, sem hann sagði að kom- ið hefði upp úr fjallinu. Seldi hann mér steininn til endurminn- ingar fyrir 5 lírur. Seinna sýndi eg prófessor Matteucci, formanni rannsóknarstöðvarinnar, stein þenna. Hann skoðaði steininn mjög nákvæmlega, og sagðist geta ábyrgst, að það væri að minsta kosti ihálft ár, síðan að þessi steinn hefði komið upp úr fjall- inu. Kom það þá upp úr kafinu, að fylgdarmenn höfðu sett marga slíka smásteina í holur, sem heit | gufa kom út úr og héldu þeim þannig heitum til þess að geta selt þá auðtrúa ferðamönnum. — Um þetta leyti var Vesúvíus 1335 metra hár, en eldgígurinn 811 metra djúpur. Við gosið mynd- aðist keilumynduð strýta í botni hans og hækkaði hún smám sam- an þangað til hún skagaði 15 m. upp fyrir gígbarminn. Dagana 25.-27. maí tók gosið að magnast og heyrðust brestirnir í því víða vegu. En að kvöldi 27. maí hætti gos þetta alt í einu, en þá opnað- ist nýr gígur á norðanverðu fjall- inu í 1245 metra hæð. Og nokkr- um klukkustundum seinna opnuð- ust tevir aðrir gígar í 1180 metra hæð, skamt frá endastöð .taug- brautarinnar. .trt um þessa gíga vall hraunflóðið og tilsýndar frá Neapel um nóttina voru þeir eins og tvær eldlínur í fjallinu. En flestum virtist þó, að þetta gos mundi ekki verða hættulegt. Það var misskilningur. Fjallið var aðeins að sækja í sig nýjan þrótt. Miðvikudaginn 4. apríl 1966 opnaðist nýr gígur á suðaustur- hlið fjallsins í 1160 metra hæð, og um kvöldið var ösku og gufu- mökkurinn orðinn 2% kílómeter á hæð. Dagana 5. og 6. apríl opn- uðust enn nýir gígar í 800 og 600 metra ihæð og runnu hraunstraum- ar þar til suðausturs niður að þorpinu Boscotrecase. Aðfaranótt pálmasunnudags (7.—8. apríl) komu tvö ægileg gos úr sjálfum aðal gígnum og var krafturinn á þeim svo mikill, að þau sprengdu burt gígbarmana og lækkaði Ves- úvíus þá um 22 metra að suðvest- anverðu, og mikið meira að norð- austanverðu. Til dæmis um það, hver breyting varð þarna, má geta þess, að stykkið, sem gos þetta sprengdi úr Vesúvíusi, var álíka eins og Himmelbjerget, eina fjall- ið i Danmörku. Gosstrókurinn náði 15 km. í loft upp, • ösku og eimyrju rigndi niður yfir hérað- ið að norðan og austan við fjall- The D0MINI0N BUSINESS G0LLEGE announces the opening of its FALL TERM Tuesday, September 3rd A Complete Educational Servíce With the erection of two new buildings to house our branches in Elmwood and St. James, the Dominion Busi- ness College places at the service of the jieople of Winni- peg and Manitoba facilities for commercial education unequalled in the whole of Canada. Each building of the “Dominion” Í3 fully equipped to render a complete service to its students. ENROLL TUESDAY Day and Evening Classes Evening Classes Monday and Thursday ið; sérstaklega kom þetta niður á þorpunum Somma Vesuviana, Ot- tajano og San Guiseppe. Féll svo mikil aska á þau þorp, að mörg húsin sliguðust undan þunga hennar og í San Guiseppe hrundi kirkjan yfir 200 manns, sem höfðu safnast þar til bæna. Eftir þetta opnaðist nýr gígur, og þá kom nú fyrst kraftur á hraunflóðið. Fór einn kílómeter á klukkustund, og braut undir sig alt, sem fyrir varð. Stefndi það beint á borgina Torre Annunciata, sem er niður við sjó, en á pálmasunnudag stað- næmdist það 500 metra frá kirkju- garðinum þar. Hinn 10. apríl var öskufallið svo mikið í Neapel, að markaðsskáli sligaðist undan þunganum. 20. apríl var ösku- mökkurinn upp úr fjallinu 10 kíló- metrar að íhæð, og 22. apríl lauk gosinu. Er talið, að meðan á gos- inu stóð hafi fjallið spúð rúmlega 10 miljón teningsfetum af hraun- leðju, og hraun þetta breiddist yfir 300 hektara. Var tjónið af því metið á 45 milj. kr. Þegar gosinu var lokið fyrir nokkru, var aðálgígurinn í fjall- inu mældur. Reyndist hann nú 700 m. djúpur og 640—700 metra breiður, en áður en gosið byrjaði, var hann ekki nema 180)—210 m. breiðnur. Eftir þetta hélt Vesúvíus sér í skefjum f 5 ár„ og smám saman hrundi svo mikið úr gígbörmuh- um, að sjálfur gígurinn var ekki nema 300 metra djúpur árið 1911. Eftir það komu smágos og fyltu gíginn enn meira og var hann að- eins 100 metra djúpur árði 1924. Á árunum 1926—28 voru talsverð gos, og fyltu þau smám saman gíginn og í ágústmánuðf 1928 var hann orðinn svo fullur, að hraun- leðja fór að renna út af börm- unum, — Um mánaðamótin maí og júní í ár tók Vesúvíus að gjósa með braki og brestum. Fylgdu allmikl- ir jarðskjálftar, en ösku- og gufu- mökkur náði hátt í loft upp. Þetta var undanfari hins ægilega goss, sem hinn ítalski prófessor Mall- adra lýsir þannig: — Að kvöldi hins 3. júní urðu miklar sprengingar í fjallinu og hraun tók að vella niður hlíðarn- ar. Undir miðnætti magnaðist gosið og með þrumugný spúði Vesúvíus glóandi hrauni hátt í loft. Að morgni hins 4. júní stóð strókurinn af glóandi hraunleðju 500 metra í loft, en upp af honum var gufumökkurinn 2—3 kílóm. Gígurinn fyltist af bráðnu hraun- inu og þar sauð og vall og út af börmunum ólgaði leðjan eins og eldbylgja og fór niður Valle dell’ Inferno. Flokkur mentamanna, er 'ætlaði að komast upp á fjallið, komst í krappan dans þegar gosið tryltist þannig, og varð að flýja eins og fætur toguðu. Komust mennirnir hingað til rannsóknar- stöðvarinnar og voru þá sumir brendir og meiddir, svo að það varð að reifa þá héar. Við endann á Valle dell’ Infer- nos breytti hraunstraumurinn stefnu til austurs og fór niður Valone-dalinn og Lagni di Cam- petiello og stefndi á þorpin íPag- ani, Avini og Cafpetiello og á borgina Trezigno. Var hraun- straumurinn þá 200 meta breiður og um 10 metra djúpur. Fyrsta daginn fór hann um hálfan kíló- meter. íbúarnir í þorpunum urðu að flýja í skyndi. Um sama leyti tók að rigna. Konurnar hágrétu og börmuðu sér, Sumir vildu ekki flýja og veittu viðnám hermönn- unum, sem sendir voru til þess að sjá um, að allir flýðu. Kona nokk- ur, sem þóttist hafa gengið vel frá eignum sínum, vildi alls ekki flýja hús sitt. Hún bar því við, að það stæði í erfðaskrá föður síns, að hún mætti alls ekki yfirgefa hús- ið, hvernig sem á stæði, og hvað sem á gengi. Hafði hús föður hennar orðið undir hraunstraumn- um 1906, en þessu húsi hafði hann koimið upp með ærinni fyrirhöfn og erfiði og þótti eins vænt um það og sjáaldur auga síns. Aðfaranótt 5. júní lenti hraun- flóðið á vatnsveitunni, sem ligg- ur til þorpanna Terzigno, Bosco- reale og Torre Annunziata, og eyðilagði hana, og um morguninn braut það vatnsgeymi þorpsins Campetiello. Litlu seinna skall það á þorpinu Pagani di sotto og braut niður yztu húsin. Eftir þetta fór að sljákka í gos- inu og 6. júní hætti hraunleðjan að vella út yfir gígbarmana. Og þann sama dag storknaði hraun- straumurinn hjá Terzigno og CUNARD LINE 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. 10053 Jasper Atb. EDMONTON 100 Plnder Block SASKATOON 401 Lancaster Bldg. CALGARY 270 Maln St. WINNIPEG, Man. 36 Welllnftton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferðast með þessari l'tnu, er það, hve þægilegt er að koma við í London, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd- um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnulkonur, eða beilar fjölskyldur.— 'Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. Öllum fyrirspurnum svarað og yður að kostnaðarlausu. fljótt Gersemar keisarans. SEALED TENDERS addressed to the undersigned and endorsed "Tender for Public Building-, Gretna, Man.," will be received until 12 o’clock noon (.daylight saving), Friday, September 18, 1929, for the construction of a Public Building at Gretna, Man. Plans and specifications can be seen and forms of tender obtained at the of- fices of the Chief Architect, Depart- ment of Public Works, Ottawa, the Resident Architect, Customs Bldg., Win- nipeg, Man., and the Postmaster, Gretna, Man. Tenders will not be considered unless made on the forms supplied by the De- partment and in accordance with the conditions set forth therein. Each tender must be accompanied by an accepted cheque on a chartered bank payable to the order of the Minister of Puhlic Works equal to 10 p.c. of the amount of the tender. Bonds of the Dominion of Canada or bonds of the Canadian National Railway Company will also be accepted as security, or bonds and a cheque if required to make up an odd amount. By order, S. E. O’BRIEN, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, August 23, 1929. mátti fólkið þá hverfa aftur til heimila sinna. Með sínum alkunna dugnaði hafði Mussolini þegar er gosin byrjuðu, .gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til hjálpar þeim, sem í hættu voru. Fól hann atvinnu- málaráðuneytinu að sjá um allar framkvæmdir. Sendi það háttsetta embættismenn til Neapel og setti þar á fót skrifstofu, sem sá um, að hermenn flytti fólk burtu frá þeim stöðvum, sem hættast voru staddir, að læknar, hjúkrunar- konur og matvæli væri til taks, hvenær sem þörf væri á. Vegna þessara ráðstafana fórst enginn maður, nema öldungur einn í Ter- zigno. Vildi hann ekki með neinu móti yfirgefa hús sitt og fékk slag af geðshræringu, þegar átti að tflytja hann þaðan með valdi. Það er talið, að hraunflóðið hafi brotið niður 50 hús og lagt 40 hektara vínviðarakra í auðn. — Lesb. Mgbl. Smávegis Presturinn og Davíð. Prestur nokkur sendi vinnu- mann sinn á laugardagskvöld eft- ir hesti, sem hann ætlaði að kaupa af manni, er Davíð hét og bjó hinu megin við stóra á. Um nótt- ina óx áin svo, að sendimaður komst ekki heim fyr en daginn eft- ir, þegar fólk var gengið til kirkju. Hann fór samstundis í kirkjuna, en í því hann gengur inn kirkju- gólfið vill svo tiþ að prestur seg- ir í stólnum: “en hvað segir Da- víð um þetta?” Vinnumaðurinn hélt, að spurn- ingunni væri beint til sín og svar- aði hátt: “Hann segist skuli senda yður hestinn, þegar þér sendið pening- ana.” — Lesb. Jón hafði reynt allar tegundir verzlunar, en jafnan orðið gjald- þrota og átti nú ekkert eftir nema örvæntinguna. “Þú ættir að gerast hattari, og eg skal hjálpa þér,” sagði vinur hans við hann. “Gerðu ekki þann fjanda, vinur minn, því þá fæðast allir höfuð- lausir.” — Lesb. , Jón: Hverju svaraði svo karl- inn, þegar þú baðst hann um dótt- ur hans? iBjarni: Nú — hann sagði ekki beinlínis nei við því, en hann setti skilyrði, sem mér þótti ekki fýsi- legt að ganga að. Jón: Og hvað var það? Bjarni: Hann sagðist fyr vilja sjá mig hengdan, en hann gæfi mér dóttur sína. — Lesb. Allur heimurinn beinir nú hug- anum að konungshirðinni í Jap- an, síðan Hirohito krónprinz tók þar við konungstign. Margur mætti hugsa, þar sem svo mikil dýrð og dulræna er um keisarann, að gersemar hans muni vera ó- ingarmeiri en einmitt þar. Ger- því fer fjarri, að svo sé. Engin hirð í heimi hefir jafn óbrotnar gersemar, eins og konungshirðin í Japan, og hvergi eru þær þýð- ingarmeiri e neinmitt þar. Ger- semar þessar eru: spegillinn, sverðið og hinir guðlegu gim- steinar, gerðir úr blendingi af eir, stáli og steini. Þeir eiga and- lega að merkja: speki, hugprýði og miskunnsemi. Japanar segja, að vanti keisara þessar þrjár dygðir, þá geti hann ekki ráðið ríkjum. — Hmbl. WHITE SEAL BEER Ljúfur og heilræmur drykkur með þetta aðlaðandi bragð, sem aðeins humall og hæfilegur aldur geta veitt. Fæst í öllum löggiltum ölstofum og í Cash and Carry búðum. The Kiewel Brewing Go. Limited St. Boniface Man. MTTNN?rNotið LÁNSTRAUST yðar A ’ I I > i- 3 il*| I Og veriíf vel til fara ALFATNADIR MEÐ HÆGUM BORGUNARSKILMÁLUM ’1975 til '55“ HYER FATNAÐUR ER AÐ ÖLLU LEYTI VEL GERÐUR, EINHNEPTUR E®A TVÍHNEPTUR, OG EINNIG TVÍHNEPT VESTI. MIKIÐ ÚRVAL AF ULLAR FATNAÐI Nokkuð, sem við ábyrgjumst. HAUST-YFIRHAFNIR ’19 75 til '49“ Þér verðið að sjá þessar yfirhafnir til að geta skilið, hve afar - gott efni er í þeim. Þér getið valið úr þeim fyrir litla niðurborgun og borgað svo afganginn vikulega eða mánað- arlega eftir hentugleikum yðar. Búðin opin til kl. 10 á laugardögum. 2nd Floor Winnipeg Piano Bldg. MARTIN & PORTAGE AT hargrave

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.