Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1929 Raunveruleiki og vísjndalegt gildi kristilegrar trúarreynslu Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi a3 Riverton, Man., 5. júní 1929 af séra Carli J. Olson, presti í IVynyard, Sask. 3. Vissa um fyrirgefningu. j 4. Máttur til að brjóta á bak vald syndarinnar. Tilhneiging til ýmsra synda hverfur stundum meQ öllu og fyrir fult og alt. 5. Miödepill lífsins breytist. Áður var hann syndin og eigin- girnin. Nú er hann guð og hans vilji. 6. Sæluríkt ástand. Nóttin verðiur að degi, myrkrið að ljósi, ör- væntingin að óblandinni gleði. 7. Daglegur vöxtur í öllu góðu, göfugu og fögru. Sálmaskáldin lýsa reynslu trúaðrar mannssálar dásamlega og tala um leið há-vísindalega, þegar þeir íkveða: “Þinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli, ■og komi mér á hina réttu leið. Svo ætíð eg að brjósti hans mér halli í hverri freisting, efa, sorg og neyð.” “Son Gúðs ertu með sanni, sonur Gúðs, Jesú minn; son Guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son Guðs, einn eingetinn. Syni Guðs, syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn.” “En með því út var leiddur alsaerður lausnarinn, gjörðist mér vegur greiddur í Guðs náðarríki inn og eilíft líf annað sinn; blóðskuld og völvan mína hurttók Guðs sonar pína. Dýrð sé þ^r, Drottinn minn.” “Vertu Guð faðir, faðír minn í frelsarans Jesú nafni, > hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd eg hafni.” “Bænin má aldrei hresta þig, búin er freisting ýmisleg; þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð.” Trúuð sál hefir ætíð ljósa meðvitund um íbúð heilags anda, frelsamdi kraft Jesú Krists og föðurkærleika guðs. “En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt tií að verðá Guðs börn: þeir sem trúa á nafn hans.” Enginn getur kallað Jesú drottinn, nema að Heilagur Andi sé með honum. Sálin finnur Föðurinn þegar hún meðtekur Soninn, en Heilagur Andi leiðir hana til Krists. í þessari reynslu upplýsist skynsemin, til- finningarnar hreinsast og helgast, viljinn endurnýjast og styrkist, samvizkan fær frið, og sannasta gleðin kemst þá fyrst í algleyming. Kristileg reynsla er ekki ætið með sama’ hætti. Hún getur verið afar snögg, en hún getur líka verið mjög hægfara. Oft koma börn- in til Jesú á mjög ungum aldri, Vaxa upp í kirkjunni eins og blómin í garðinum, breiða út faðminn snemma morguns á móti sólinni og opin- bera yndisleik sinn og fegurð áður en döggin, er þornuð. Þessi böm vaxa upp í náðarfaðfni Jesú og eru að þroskast aUa sína æfi í því sem er gott, guðlegt og heilagt. Æltti það ekki að vera þrá allra foreldra að börnin elski guð frá fyrstu tíð og gangi á hans vegum? En mörg ungmenni villast út á braut syndarinnar—og fullorðnir líka. Mörgum hefir aldrei gefist tækifæri að velja eða hafna í þess- um efnum. Fjölda margir hafa þroskast í isyrfdinni frá barnæsku. Mjög snöggar breytingar verða oft á þessu fólki. í sál þeirra verð- ur oft jarðskjálfti, þrumur og eldingar, sterkviðri og stormar—en ætíð blíðalogn og skært sólskin á eftir. Andinn helgi verður að kippa þeim á fljótu augabragði upp úr spillingardjúpinu. ' Reynsla Jóhannesar og reynsla Páls voru mjög ólíkar, en þó jafn eðlilegar! Emanuel Kant, þýski spekipgurinn heldur fram í “Critique of Pure Keason” að ómögulegt sé að sanna tilveru neins, sem er fyrii4 utan meðvitundina. En í “Critique of Practical. Reason” viðurkennir hann að það, sem hefir áhrif á meðvitundina hljóti að vera’ raunveru- leiki. Án raunveruleika getur engin breyting orðið í meðvitundinni. Reynsla trúaðs manns gerist í meðvitund hans, því getur enginn neitað. Hún hlýtur að vera afleiðing af einhvcrju. En allar afleiðingar hafa orsök. í þessum tilfellum er aðeins um eina orsök að ræða—GUÐ. Fyrir reynsluna fær kristinn maður þekkingu á guði. , “En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann, sem þú sendir, Jesúm Kri9t.” “Vaxið í náð og þekkingu drottins Jesú Krists.” Þekking kristins manns er bein og áreiðanleg. 1 öllum vísindagreinum verða rnenn að fullnægja eðlilegum ákil- yrðum. Annars er þeim algjörlega ókleift að starfa á þeim sviðum. Hið sama gíldir í því trúarlega. Fullnægi þeir ekíki þessum skilyrð- um verður kristindómurinn þeim hulin ráðgáta til æfiloka. En gangi þeir að kostunum, sem hann 'býður, þá eignast þeir fjársjóðinn himneska og eilífa. Þá geta þeir sagt með manninum, sem JesÚ3 læknaði af blindunni: “Eitt er víst að eg, sem var fæddúr blindur get nú séð.” Vantrúarmaður fór á fund gamals manns i söfnuði Charles H. Spurgeons og spurði hann: “Getur þú sannað tilveru guðs” Hann ætlaði sér að gjöra gys að gamla manninum. En öldungurinn rétti úr sér, horfði sterklega á vantrúarmanninn og svaraði spurningu hans með annari spurning: “Þarf eg að sanna tilveru þeirrar veru sem eg hefi þekt persónulega í 60 ár ?” Sagt er að vantrúarmaðurinn hafi farið í burtu með kinnroða og hafi aldrei ónáðað gamla manninn framar. Hugsunarfræði má mæta með hugsunarfræði, rökfimi með rökfimi, ástæðum með ástæðum; en þegar um raunveruleika er að ræða, verða menn að lúta honum, nauðugir eða viljugir, með lotn- ingu. Enginn breytir því, sem er raunverulegt. Reynsla kristins manns er hávisindaleg. Hann biður og öðlast, hann leitar og finnur. Hann knýr á og dyrnar opnast. Enginn er vissari í sinni sök en hann. Eg leyfi mér að benda á eitt dæmi. iÞegar eg var að hugsa um þetta erindi las eg á ný bókina heimsfrægu: “Twice-born Men” eftir Harold Begbie, þessi maðiv er bráðgáfaður blaðamaður og rithöf- undur. Bókin er helguð sálarfræðingnum William James—einhverj- um helzta visindamanninum 4 því sviði, sem uppi hefir verið. ÞesSi bók er aðallega safn af sönnum sögum af ýmsum afar-spiltum mönnum í versta hluta London 'borgar—mönnum, sem hafa snúið sér til Guðs og orðið gjörbreyttar verur endurfæddar og umskapaðar. Átakanlegasta dæmið kallar hann: “Sá lægsti af þeim lægstu.” Móðir þessa aumingja manns byrjaði að drekka löngu áður en hann fædld- ist. Faðir hans dó þegar drengurinn var kornungt barn. Eins og fleiri hafa reynt ætlaði móðirin að drekkja sorg sinni i víni og fór dagsdaglega með litla drenginn á veitingahúsið—eða drykikjukrána. Þegar hann grét strauk hún varir hans með fingri sinum, sem húri hafði dýpt í vín. Áfengið smakkaðist ágætlega jafnvel á svo ung- um aldri. Ekki leið á löngu að hún giftist öðrum manni. Hið eina sameiginlega með þessum hjónum var ást þeirra til áfengisins. Hin eina verulega breyting á högum litla mannsins var það, að nú voru varir hans stroknar líka með votum karlmannsfingri til að hafa hann góðan. Hið næsta, sem kom inn í meðvitund hans voru hinn megn- ustu ólæti á heimilinu og jafnvel blóðugir bardagar. Hjónunusn kom mjog illa saman og flugust margsinnis á. Oftast endaði slag- urinn með því að annað slkelti hirru. Svo flúði sigurvegarinn út í myrkrið, en hitt hljóp á eftir bölvandi og ragnandi. Þegar drengur- inn stálpaðist var hann stöðugt svangur. Til að seðja hungur sitt byrjaði hann að stela úr búðum. Oft var hann barinn af kaupmönn- um, teymdur heim á eyrunum af lögreglumönnum og lagður á kné stjúpa síns og lúbarinn á ný með ól, sem hafði járn í endanum. Hann var aðeins unglingur þegar hann var orðinn forhertur glæpa- maður og fyllisvín. Hann var snemma á æfinni hneptur í fangelsi fyrir þjófnað. Þegar hann losnaði úr fangahúsinu gekk ihann í her- inn. Ekki leið á löngu Iþangað til að hann lenti í deilu við undirfor- ingja og ætlaði að skjóta hann. Frá þessu var honum aftrað í tíma, en var samstundis rekinn úr hernum með mestu vansæmd. Skömmu 9einna komst hann í kynni við vændidkvendi og gjörðist hjálparmað- ur hennar og stal fyrir hana. Nú var hann fyrirlitinn af bókstaf- lega öllum. Hinir allra lægstu álíta sig góða hjá honum. Hann var settur í fangelsi í annað sinn og var þar í níu ár. Þegar sá tími var útrunninn var það sterkur ásetningur hans að vinna aldrei framar ærlegt handarvik, en að afla sér bæði matar og víns með þjófnaði. En einn daginn komu til hans tveir óvæntir gestir: elskuleg og hréin- hjörtuð stúlka úr Frelsishernum, sem fékk allstaðar viðurnefnið “Angel-adjutant” og með henni maður, sem að þektist með nafninu “Puncher”—umventur ofdrykkju- og glæpamaður. Þessi “Puncher” sagði hinum sögu sína og stúlkan grátbað hann að flýja í faðm frels- arans og þiggja hjá honum þessa sömu náð. Þau bæði gjörðu sitt ítrasta að fá hann til að koma á samikomu hersins næsta kvöld. en hann fyltist reiði og rak þau frá sér með fyrirlitningu. En þau komu ekki til einskis. Einhver hreyfing hafði byrjað í sálu hans og skömmu seinna fór hann á samkomu, sem að þessi deild hersins var að halda—settist í aftasta bekkinn, hlustaði á sönginn, vitnisburðina, bænirnar og ræðuna. Á móti öllujn ásetningi og fyrirætlunum gekk hann upp að grátunum þegar syndurum var boðið að flýja í náðarf- faðm guðs. Hann andvarpaði sáran : “Guð, vertu mér syndugum líkn- samur.” Samkvæmt hans eigin vitnisburði fanst honum að einhver æðri kraftur hefði lyft sér upp í annan heim. Skært ljós ljómaði í kring um hann og hann vissi að hann var alsæll. Hann var frá sér numinn, svo að hann gat ekki Ikomið upp einu einasta orði fyrst í 9tað. Þegar sæluvíman fór að réna og hamn var staðinn upp frá grátunum, sá hann allstaðar opna arma í kringum sig. 1 fyrsta sinn á æfinni hafði hann orðið kærleikans aðnjótandi. “Angel adjutant” var'hön- um sem sönn móðir og “Punöher” sem sannur faðir. Sálubjálparherinn gjörir aldrei létt fyrir menn að taka sinna- skiftum. Það var í kærleika heimtað af þessum manni að hann gengi að eiga vændiskvendið, sem hann hafði búið með. Hún var þá í fangelsi. En á lausnardegi hennar fór þessi maður ásamt “Angel adjutant” á fund þessarar aumingja manneskju og bar upp'erindi sitt. Adjutantinn lagði til að hún færi fyrst á heimili, sem Herinn hafði stofnað til að líkna þess konar 'kvenfólki. En bún fyltist reiði og vísaði þeim á dyr, með ókvæðisorðum og með mestu fyrirlitningu og bitrasta hatri. Þau komust fljótt að raun um ómöguleikann að gjöra nokkuð fyrir hana og höfðu sig á brott, en hún fylgdi þeim eftir og hrópaði svo að margir heyrðu bvað þessi maður hefði verið, spýtti á hann og kallaði hann hinum viðbjóðslegustu ónöfnum. Hann svaraði ekki með einu eina9ta orði, heldur fór leiðar sinnar og leit hvorki til hægri né vinstri, en náfölur var hann. En nú datt honum í hug önnnr kona—móðir sín. Henni átti hann vissulega ekkert að þakka en mikið að gjalda. Samt fór hann að leita hennar. Hún fanst hálfdauð i ömurlegum kofa, nærri hungur- morða. Þessa fráhrindandi mannesikju vafði bann nú að sér, sagði henni sögu sína og grátbað hana að koma til Sama frelsarans og ganga honum á hönd. Það gjörði hún. / Þegar Begbie skrifaði bókina áminstu bjuggu mæðginin saman á litlu snotru heimili í London. Þessi maður er nú hinn bezti starfsi- maður, fær almenningsorð fyrir stökustu ráðvendni og reglusemi, hefir aldrei smakkað vín síðan breytingin mikla varð. Nú er honum treyst í hvívetna og heimili þeirra mæðgina er eins og bjartur sól- skináblettur. Það er, yndi bans og ánægja að gleðja móður sína með óvæntum gjöfum, en hún býr til gómsætan og ljúffengan mat handa lionum og tekur á móti honum þreyttum úr vinnunni á kvöldin ávalt með mestu ástúð. Kæru tilheyrendur ! Þetta er engin ímynduð skáldsögu persóna. Þessi maður er vel þektur í sínu nágrenni. Allir vissu hvað hann var og allir vita hvað hann er nú. Sálarfræðin verður að útskýra þetta eða játa fáfræði sína og vanmátt. Heimfærum nú það, sem kallast “multiple hypotheses’ upp á þetta dæmi. Gjörum allar hugs- anlegar tilgátur því viðvíkjandi. Hvert skyldi þessi mikla breyting eiga rót sína að rekja? Braust fram eitthvað, sem hann hafði lært í bernsku—einihver fyrri áhrif og gjörbreytti honum þannig? Ó- mögulegt, vegna þess að honum hafð'i aldrei verið kent neitt gott fyr eða síðar. Hann hafði líklega aldrei heyrt guð nefndan áður. Eða vaknaði einhver göfug tilfinning, sem honum var meðfædd, og á- orkaði svona miklu ? Bf svo hefði verið, því kom breytingin ekki fyr en “Angel-Adjutant” og “Puncher” töluðu við hann? Máske einhver mannlegur kraftur hafi unnið þetta dýrðlega og undraverða verk? En þá er mér spurn: Því framkvæma ekki sálarfræðingarnir slík kraftaverk? Er hægt að benda á svipaðan viðburð fyrir utan trúarlegt starf ? Heilbrigð skynsemi gefur að eins eitt svar. “Guð framdi krafta- verk á þessum manni!’’ Skyldi hahn sjálfur véfengja þetta? Skyldi hann efast eitt augnablik um tilveru guðs, guðdóm Jesú Krists, náðar- verk Heilags Anda, endurlausnina, himnaríki, helvíti, nauðsyn endur- fæðingarinnar eða nokkra aðra grundvallarkenningn kristindómsins. Eg hefi bent á þetta dæmi eingöngu fyrir þá Skuld að það er hið átakanlegasta, sem eg þekki. Sá, sem getur læknað verstu og hættu- legustu isjúkdómana ætti ekki að verða ráðalaus með smákvillana. Þann kraft, sem er megnugur að lyfta mönnum úr lægstu spill- ingardýkjunum upp á hæðstu tinda heilagleikans ber öllum að viður- kenna og heiðra. ’ Sá kraftur hlýtur að vera raunveruleiki. | Kæru vinir! Eikkert er jafn raunverulegt og kristindómurinn og ekkert jafn raunverulegt og trúarreynsla sanrikrÍ9tins manns. Vitandi eða óafvitandi er hann ávalt á vísindalegum grundvelli. Hann getur sagt af öllu hjarta: “Vér tölum það, sem vér vitum og berum vitni um það, sem vér höfum séð.” En þrátt fyrir þessa óbifanlegu vissu'—vissu, sem að reynsla ald- anna hefir gjört öruggari og öruggari, dylst mér eigi, að aldrei hefir fráfallið frá trúnni verið jafn algengt og ömurlegt og í samtíð vorri. Fjöldi af þeim, sem einu sinni gengu með Jesú erú honum fráhverfir nú. Þetta minnir mig á sjötta kapítulann í Jóhannesar guðspjalli. Jesús hafði flutt dásamlega ræðu en fólkinu þótti hún “hörð.” Allur fjöldinn þoldi hana ekki. Mannþyrpingin tvistraðist og hvarf. Allir lærisveinarnir yfirgáfu hann nema hinir tólf. Hann horfði á eftir mannfjöldanum vafalaust með blæðandi hjarta með tárvot augu, með sálu sína sundurflakandi í sárum Hann vissi hvert ferðinni var heitið fyrir þetta aumingja fólk. Svo sneri hann sér að hinum tólf og spurði þá: “Viljið þér ekki einnig fara burt?” “Þá svaraði Pétur: r“Herra, til hvers eigum vér að fara? Þú hefir orð eilífs lífs og vér höfum trúað og kannast við, að þú ert Kristur, sonur hins lifanda guðs.” í Kæru kirkjuþings menn! Eigum vér ekki að fara líka? Væri ekki hyggilegt að fylgjast með straumnum? Væri ekki ráðlegast að yfirgefa Jesú? En til hvers eigum vér að fara? Eigum vér að fará til algyðismanna, sem segja að alt sé guð og guð sé alt. Eftir þessu erum vér allir guðir, en það eru pöddurnar og fnoskarnir lika? Eigum vér að fara til efnishyggjumanna, sem kenna að öll tilveran sé eingöngu efni og orka? Eigum vér að fara til Humanistanna, sem álíta manninn æðstan í tilverunni, en neita þó að hann sé nokkuð meira en líkami ? Eigum vér að fara til eivitanna, sem segja að guð sé kannske til en með öllu óþekkjanlegur ? Eigum vér að fara til guðleysingjanna, sem neita tilveru guðdómsins algjörlega? Eigum vér að fara til andatrúarinnar, sem gjörir fjölda marga vitskerta? Eigum vér að fara til guðspekinnar, sem heldur fram að vér höfum fæðst ótal sinnum og eigum eftir að fæðast margsinnis enn? Eigum vér að fara til heimshyggjunnar, sem telur það hið æðsta góða að klæðast purpura og d'ýrindis lini og að lifa hvern dag í dýrðlegum fagnaði ? Mér er ekki unt að ráða fyrir aðra, en eg ætla að halda áfrani að vera með Jesú! ó ! Látuni oss öll hrópa einróma upp í hæðirnar* í kvöld—já ! hrópa svo hátt að englarnir heyri til vor: “Herra til hvers eigum vér að fara? Þrví þú hefir orð eilífs lífs, og vér höfurrf trúað og kannast við, að þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.” “Gegnum hættur, gegnum neyð göngum, Krists menn, vora leið. 'Hvorki blöskri böl né kross. brauðið lífsins styrkir oss. Áfram þvi með dug og dáð Drottins stucklir ást og náð. Sé hann með oss, ekkert er óttalegt, þá sigrum vér.” Með Jesú er sigurinn vis! Án hans munum vér tortímast! Trúarreynslan er hin æðstu vísindi! Fréttabréf^ úr Suður-Þingeyjarsýslu. 1. apríl—1. júlí. Loks kom að því, að tíðarfarið breyttist til hins verra hér norð- ur frá. Var eikki við því að bú- ast, að slík veðurgæði héldist til lengdar. — Úr miðjum apríl gekk í þráláta norðaustamátt og kulda, sem héldust stöðugt að heita mátti fram í miðjan maí-mánuð. Sjó- aði þá mikið í sumum bygðarlög- um hér, en í öðrum var að heita mátti auð jörð. Var kominn tölu- vert mikill gróður hér fyrir þessa kulda; t. d. var fjalldrapi víðast hvar út sprunginn og farið að grænka í túnum. En þessum gróðri fór aftur eða hann stóð í stað, því frost voru oft á nóttum. — Um miðjan maí-mánuð hlýnaði aftur og gerði sæmilega góðatíð, úrkomur töluverðar af og til, en hlýindi þó. Er útlit fyrir, að sprettan verði vel í meðallagi, ef ekki koma kuldar; stofn á túnum góður, en engjar lakari. Sýsluglíma var háð í samkomu- húsinu í Húsavík þ. 21. apríl. Voru keppendur 12 upphaflega, en sum- ir gengu úr leik meðan á glím- unni stóð. M/eiddist einn þeirra mikið; gekk handleggurinn úr liði og varð að ná í lækni. — Flesta vinninga hafði Sigurður Stefánsson frá öndólfsstöðum í Reykjadál. Næstur með vinninga varð Dagbjartur Sigurðsson í Áltftagerði við Mývatn. — Þann 9. júní fór fram Saltvíkurhlaup svo- kallað, sem hlaupið hefir verið á hverju ári síðan 1914. Vegalengd- in er 5 kílómetrar og hlaupið eftir braut. Vann það að þessu sinni Flosi Sigurðsson frá Hrappstöð- um í Kinn; er það í þriðja skifti, sem hann vinnur þetta hlaup, og hlaut þá bikar þann til ^ignar, sem veittur hefir verið að verð- launum fyrir það. Hlauphraðinn var 18 mínútur. Næstur að marki varð Snorri Gunnlaugsson í Geita- felli, Reykjahverfi, Munaði ekki nema fáum sekúndum á hlaup- hraða hans og Flosa. Sunnudaginn þann 39. júní var íþróttamót Sambands Þingeyskra ungmennafélaga og var það hald- ið að ÍBreiðamýri í Reykjadal. Þar var kept í þessum íþróttum: Glímu, hlaupum (100 m., 800 m. og 1500 m., stökki (hástökki, lang- stökk, þrístökk og stangar- stökki), sundi (50 m. og 200 m.)l, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og knattspyrnu. Sýnist nú aftur vera að lifna yfir íþróttunum í héraðinu, þvi mjög lítil þátttaka var í þeim um skeið. — En á þessu móti mátti þátttakan heita góð. Ungmennafélögin í sýslunni senda sína beztu iþróttamenn á mót þessi og eru svo vinningar reikn- aðir í stigum, sem hvert félag fær. Verklegar framkvæmdir munu verða með meira móti í héraðinu í vor. Fyrst og fremst er það jarðræktin, sem sitja mun í fyrir- rúmi í sveitunum. Margir áttu eftir að fullgera flög sín, sem brotin voru í fyrra, herfa þau, sá og valta, og hafa byrjað á því. Þá taka menn fyrir stærri og minni spildur til þess að plægja og herfa í vor. Dráttarvél sú, sem keypt var í héraðið í fyrra, hefir unnið alt af af og til, en þó hefir hún tafist mikið vegna ilana. Drátt- arvélin, sem Samband Þingeyskra búnaðarfélaga pantaði er nýlega komin til Húsavíkur og er byrjað að vinna með henni þar. En þó er það lítið enn, vegna þess að staðið hefir á herfum, sem áttu að koma með henni, en eru ó- komin. Brautarvinna er mikil, bæði þarf að gera við akbrautina gömlu suður frá Húsavik og svo er ver- ið að leggja ýmsa vegi frá henni inn í hinar afskektari sveitir. Er slæmt til þess að vita„ hvað mik- ið fé fer til þess að endurbæta gömlu akbrautirnar á hvorju vori. Er það mikið til vegna þess, hvernig bifreiðirnar fara með þær, þegar klakinn er að þiðna úr jörðinni. Er álitamál, hvort ekki skuli banna bifreiðaumferð- ir um brautirnar þann tíma, og mundi ríkissjóði sparast mikið fé með því móti, því þá þyrfti mikið minna að gera við brautirnar. Virðist vera réttara að láta það fé, sem á þann hátt sparast, ganga til þeirra brauta, sem menn eru að berjast við að leggja inn í hin afskektari héruð, en kom- ast oft og tíðum mjög lítið og seint áfram vegna fjárskorts. Og þó er þðrfin fyrir bættar sam- göngur þar ekki síðri en í hinum sveitunum. Byggingar munu nokkrar verða reistar hér í sveitunum í vor, en þó tæplega eins mikið og í fyrra. Bygt mun verða á þó nokkrum sveitabæjum og'allstaðar að heita má úr steinsteypu, því hún er nú orðin aðal byggingarefnið. Fjár- hús, hlöður og safnhús er líka víða farið að byggja úr steinsteypu. Sundlaug er verið að byggja við hverina í Reykjahverfi. Gengst ungmennafélagið “Reykhverfing- ur” fyrir því verki. Læugin er rúmir 12 m. að ummáli; en af því plássi verður steypt stétt og klefi fyrir steypuböð. Sundlaug þessi á að verða yfirbygð, en ekki mun verða lokið við byggingu hennar á þessu ári. Rafstöðvar verða settar upp á nokkrum sveitabæjum í sýslunni í vor. Búið er að setja þær upp sumstaðar og eru nokkrir Skaft- fellingar við það, þar á meðal Bjarni Runólfsson frá Hólmi. Þær stöðvar, sem fullgerðar eru, eru á þessum bæjum: Einarsstöðum í Reykjadál og Ingjaldsstöðum, í sömu sveit, Landamóti og Hall- dórsstöðum í Kinn (saman um eina). — Auk þess verða settar stöðvar á tveimur eða þremur | bæjum í Bárðardal og ef til vill víðar. Heilsufar hefir verið gott í hér- aðinu undanfarið. Uppburður af fiski í Húsavk í vor, en heldur sjaldan hægt að róa upp á síðkastið, vegna storms og gæftaleysis. — Vísir. Rossini kardináli kemur til Reykjavíkur. Reykjavík, 23. júlí. Klukkan 5 á sunnudaginn kom “Dronning Alexandrine” hingað og með henni kom van Rossum kardínáli ásamt skrifara sínum dr. Vater Drihmann, Mijnheer Drihmann gentilihomme (bróðir hins fyrnefnda)v hollenzka um- sjónarmanni reglunnar Dr. H. Hupperts, monseigneur Brems, biskupi í Danmörku, og dr. M. Muller, biskupi í Svíþjóð. Áður kom með Botníu V. Richard. yfir- maður Maríureglunnar, sem starf- ar hér á landi. í dag kemur dr. Kjelstrup með “Mercur”. Er hann staðgöngu- maður norska “provicarsins”, sem ekki treysti sér að takast þessa ferð á hendur, sökum elli. Niðri á bryggju hafði safnast saman mesti manngrúi, en Meul; enberg prefect var þangað kom- inn í fullum skrúða, til þess að taka á móti gestunum. Féll hann kardínálanum tvívegis til fóta og kysti á hring hans, en lúðursveit- in lék á bryggjunni. — Síðan fóru gestirnir í bílum upp að Landa- koti og þangað streymdi manngrú- inn líka. Astan við spítalann var stigið af bílunum. Þar biðu 12 kórdrengir í skrúða og með dýr- gripi og helgifána kirkjunnar í höndum, og enn fremur 14 hvít- klæddar smámeyjar með blóm- sveiga um höfuð. Ein þeirra, dóttir Vendels trésmiðs, gekk á móti kardínála, mælti nokkur orð á þýzku og rétti honum blóm- vönd. Síðan hélt skrúðfylkingin áfram til hinnar nýju kirkju og var borinn tjaldhiminn yfir kardí- nálanum og biskupunum. Margir voru þeir, sem vildu fá að komast inn í kirkjuna og varð allmikil þröng úti fyrir dyrunum og stóð nokkuð á því, að menn kæmust inn. Þegar kirkjan var orðin full af fólki, fór fram venjuleg móttökuathöfn eftir kaþólskum sið. ’Síðan settist kardínálinn í iheiðurssæti það, er honum var ætlað, en prefect Meulenberg bauð hann velkominn með ræðu og mælti á frönsku. Því næst voru sungin 10 fyrstu erindin úr fagnaðarljóðum Stef- áns frá Hvítadal, þeim er birtust í Lesbókinni á súnnudaginn, og sungu erindin til skiftis Sigurður Skagfield óperusöngvari og söng- flokkur nunna. Að því loknu flutti kardínálinn bæn og blessun. Var svo gengið út í hátíðlegri skrúðfylkingu og kardínálinn leiddur til bústaðar síns og á meðan lék iúðrasveitin sálmalag. Klukkan 10 í gærmorgun heim- sótti kardínálinn forsætisráðherra íslands, er sæmdi hapn stórkrossi Fálkaorðunnar, með stjörnu. Kilukkan 5 í gærkvöldi hófst vígsia kirkjunnar í Landakoti — vay hún þá vígð að utan með mörgum og miklum ‘serimonium’, sem of langt yrði að lýsa. Kardí- nálinn gekik tvívegis! rangsælis um kirkjuna og stökti á hana vígðu vatni, og seinast réttsælis og stökkti þá enn vígðu vatni á hana að utan. Þá var gengið inn í kirkjuna, og fór þar fram helgi- athöfn, og mun mörgum aðskota- dýrum hafa þótt það einna undar- legast, er ösku var stráð á gólfið í kross og kardínáli reit þar í, með staf sínum. Aska 'þessi var af vigðum málmu mog reit kardínál- inn á annan legg krossins staf- rófið á' grísku, en á hinn legginn hið latneska stafróf, og er þetta einn af helgisiðum kaþólsku kirkj- unnar, sem eru svo margbrotnir, að sérstakan siðameistara þarf við hverja meiriháttar athöfn. Kl. 10 f. h. í dag á að ívígja kirkjuna að innan með mikilli við- höfn og á fimtudagsmorgun kl. 9 á að vigja prefect Meulenberg til biskups. — Mgbl. BAKIÐ YÐAR EIGIN | “BRAUD 1 mea- % ROTAL CAKES Sem staðist het- ir reynsluna nú yfir 5o ár Bréf frá Færeyjum Bréf þetta er frá Vestfirðingi, sem fyrir skömmu er kominn úr Færeyjadvöl. Fiskveiðar. Árið 1928 fiskuðu Færeyingar óhemju Ihér við land, einkanlega þó fyrir Suðurlandi á ^vetrarver- tíðinni. Það ár fóru og nokkur skip til Grænlands að fiska, fóru í lok júní og byrjun júlí og komu aftur í septembermánuði. Eitt skipið var um tvo mán. að heim- an í veiðiferðinni, og var 18 daga að veiðum. Afli þess var 1,000 skpd. af saltfiski (160 kg. skpd.). Fiskurinn var bæði stór og smár, fiskaður við vesturströndina 12— 16 mílur frá landi. Skipshöfnin var 28 manns. Fiskað var á bátum frá skipunum. Tíð var góð það sumar, en tíðar þokur. Ekki mega Færeyingar fiska inni á fjörðum þar og helzt ekki leita hafna, nema þá reki nauður. Skip- stjórinn einn sagði mér þá sögu, að hann þurfti að leita læknis fyrir nokkura háseta sína. Fór hann til Godthaab og fóru þeir skipverjar til læknis og fengu þær aðgerðir, er þeir þurftu. Á leiðinni til sjávar gengu þeir fram hjá grænlenzkum stúlkum, sem voru að þvo fisk, og staðnæmdust þar ögn. Kom þá óðara danskur valdsmaður og skipaði þeim á brott og út á skip. Sýnir þetta vel einangrun Grænlendinga. En þrátt fyrir alla varúð, eru kyn- ferðissjúkdómar afar útbreiddir í Grænlandi, og sömuleiðis berkla- veiki. — Nú munu Færeyingar eiga um t 160 skútur og flestar fiska þær við ísland á verarvertíð. Margar eru með hjálparvél og er þeim það bráðnauðsjmlegt, til þess að halda sér sem bezt á hrauninu á vetrum. Yar afli beztur síðast- liðinn vetur á skútur með hjálp- arvél, minni á seglskútur. Hæst- ur afli á skip á Suðurlandsvertíð í vetur var 75,000, var það langt- um meira en árinu áður. Þó voru hlutir yfirleitt rýrir. Þannig sagði mér einn fiskimaður, sem dró 4,500 fiska, að hans hlutur væri eigi yfir 8—900 kr. Hafa fær- eyskir fiskimenn 1-3. frítt af drætti sínum, 2-3. fær skipið og leggur alt til, fæði, olíu, beitu og veiðarfæri. iMargar eru þessar skútur lélegar og illa út búnar. Nú sem stendur láta Færeyingar byggja nýjar og stærri skútur, 160-250 ton. Lánar danska ríkið 4-5. hluta, en eigandi leggur fram 1-5., þó með því skilyrði, að skút- an sé bygð í Danmörku. Heyrt hefi eg, að Danir láni hálfa miljón króna á ári til nýrra skipa fyrir Færeyinga nú um nokl^ur ár, enn fremur 150,000 kr. árlega til verk- unarstöðva á landi, þurkhúsa, ís- húsa o.s.frv., með sérlega góðum greiðsluskilmálum. Landbúnaður. Svo virðist mér, sem framfarir séu litlar á því sviði í Færeyjum, en auðvitað eru þar ólíkt verri skilyrði til ræktunar en hér á landi. Eyjarnar eru hálendar, sumrin köld og svöl. Alt fé, sem eg sá, var lítið og ullarljótt, eins voru kýr litlar og rýrar, sem lík- lega orsakast meðfram af rýru haglendi. Víða ganga kýr úti alt sumarið, er þá gengið á hag- ann og þær mjólkaðar þar. Meðal- nyt kúa mun vera mjög lág. Sauð- fénaður gengur þar sjálfala, eru aðeins á stöku stað bygð skýli út um eyjamar fyrir sauðfé, í verstu veðrum. Sagt var mér, að í hörð- um vetrum félli talsvert af fén- aði. Víða er það svo í þessum færeysku iþorpum, að löndum, er að þeim liggja, er skift í marga reiti, má því enginn eiga fleira kvikfé en í hlutfalli við stærð landsins. Fuglatekja. Færeyingar eru góðar skyttur, enda fær fuglinn að vita af því, bæði hér við land og heima hjá þeim. Einkennilega Ijótur siður er það hjá Færeyingum, að skjóta svartfuglinn hvað mest um varp- tímann. Átti eg tal um þetta við mentaðan mann og fleiri, en menn virtust ekki gera sér þess grein, hve villimenskulegt slíkt er. Slíkt þyrfti að banna með lögum, bæði þar og hér. Fuglatekjan mun oft gefa lítið af sér í Færeyjum. — Bjargmenn eru Færeyingar ágæt- ir. — Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.