Lögberg - 29.08.1929, Blaðsíða 4
Hió. 4.
LÖGBERG EIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1929
•e;
Hösíjcrg
GefiÖ út hvem fimtudag af The Coi-
umbia Press, Ltd., Gor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 S27 og 86 328
jj Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
2 Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
o ■ — ... - g
The “Lögberg" ls printed and published by
° The Columbia Press, Limited, in the Columbia o
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Ö
--»o<-M<TT^Qt^>D<=^OC=>IX=>0<=OOC^OC=><X=>OC/
Alþjóða hveitisamlag
Frá því í fyrra, hefir verið mikið um það
ritað og rætt, hvort tiltækilegt myndi vera, að
koma á fót alþjóða hveitisamlagi. Hafa skoð-
anir um málið verið næsta skiftar, þótt svo
virðist, sem all-mikill meiri hluti, sé fyrirtæk-
inu hlyntur. Kom mál þetta á dagskrá á sam-
lagsþingi því hinu fjölsótta, er haldið var í
Regina í fyrra, þar sem mættir voru fulltrúar
frá flestum þeim þjóðum, er gefa sig við kom-
yrkju.
Meðal þeirra kornyrkjuþjóða, er lítið sem
ekkert hafa, fram að þessu, sint samlagshug-
mvndinni, má sérstaklega* nefna Argentínu.
Nú virðist þó þjóðin vera að vakna til meðvit-
undar um það, að ekki sé alt með feldu um
markaðsskilyrðin samkvæmt hinu eldra fyrir-
komulagi, og að eitthvað verði því að breyta
til, frá því, er nú gengst við, ef vel á að fara.
Að því er samlagssölu hveitis áhrærir, hafa
canadiskir bændur rutt brautina og varðað
veginn. Það voru þeir, er fyrstir manna vöktu
máls á samlagshugsjoninni hér í landi, og
hrundu henni í framkvæmd, hvað við kom sölu
hveitis. Og það eru þeir, sem með glöggskygni
sinni og viljafestu, hafa ómótmælanlega sann-
að framtíðargildi heilbrigðrar samvinnu.
Það voru canadiskir hveitisamlagsbændur,
er frumkvæði attu að því í fyrra, að kvatt skyldi
til alþjóðamóts, með það fyrir augum, að rann-
saka til hlítar skilyrðin fyrir stofnun alþjóða-
hveitisamlags. Að slíkt fórst fyrir, var ekki
þeim að kenna, heldur því, hve Argentínu-búar
sýndu mikið tómlæti viðvíkjandi framkvæmd
málsins. En nú horfir málið frá þeirra sjónar-
miði nokkuð öðruvísi við.
Árið 1927, framleiddi Argentína 239,161,000
bushel af hveiti. Hefir framleiðslutegund þessi
farið jafnt og þétt í vöxt, unz nú er svo komið,
að heita má að þjóðin eigi í fórum sínum til
jafnaðar 30 af hundraði alls þess hveitis, er
hveitiræktarþjóðirnar í sameiningu hafa til ýt-
flutnings. Það er því sýnt, að án þátttöku þjóð-
ar, er á þessu sviði má sín jafn-mikils, væri
starfræksla alþjóða hveitisamlags, með öllu
óhugsanleg.
Eins og málum nú horfir við, er Argentína
að verða eitt þýðingarmeáta vistaforðabúr
heimsins, og verður þó ekki annað með sanni
sagt, en að framleiðslutæki hennar standi enn
nokkuð að baki þeim, er tíðkast með öðrum
þjóðum. Meðal annars má benda á það, aÖ
kornhlöður bænda þar í landi, eru næsta ófull-
komnar, og samsvara hvergi nærri framleiðslu-
magninu. Mun það vera ein höfuð-orsökin til
þess, að bændur deroba hveiti sínu tafarlaust á
markaðinn, að lokinni þreskingu, og fá þaraf-
leiðandi oft og þrásinnis lægra verð, en ella
myndi verið hafa. Úr þessu hlyti öflugt hveiti-
samlag að bæta, til verulegra muna. Þess
vegna er það, að Argentínu-búar eru nú farnir
að hvarfla sjónum til Canada, í því sérstaka
augnamiði, að kynnast stefnu og starfrækslu
hveitisamlaganna þar. Fari svo, sem engan
veginn virðist ólíklegt, að Argentínu-búar finni
hjá sér hvöt í náinni framtíð, til að koma á fót
hjá sér öflugu hveitisamlagi, getur auðveldlega
sú orðið niðurstaðan, áður en langt um líður,
að alþjóða hveitisamlagi verði hleypt af stokk-
unum Með þeim hætti einum, er það hugsan-
legt, að koma megi viðunanlegri festu í hveiti-
markaðinn yfirleitt
Nú fyrir skemstu hafa þau tíðindi gerst, að
stjórn Astralíu hefir fallist á það, að fram skuli
fara atkvæðagreiðsla um það, meðal hveitirækt-
arbænda þar í landi, hvort tiltækilegt þyki að
stofna þar hveitisamlag, eða ekki Verði úr-
skurður þeirra, er í atkvæðagreiðslunni taka
þátt/ jákvæður, mun uildinn verða að því bráð-
ur bugur, að koma slíkri stofnun á fót Myndi
með því stigið verða óneitanlega stórt skref, í
áttina til alþjóða hveitisamlags
Áríðandi mjög, í sambandi við hugmyndina
um stofnun alþjóða hveitisamlags, er það, að
almenningur láti sér fyllilega skiljast, að til-
gangurinn með slíku, er annar og meiri en sá,
að *sprengja hveiti upp í verði. Á því sviði
sem öðrum, veltur mest á, að sanngirni sé gætt.
Þeir, sem hveitis neyta, verða að vera færir um
að borga fyrir það. Á hinn bóginn þarf það að
takast til greina, að bændur hafa oft og einatt
fengið ranglátlega lítið í aðra hönd fvrir ávexti
iðju sinnar, og til þess að reyna að bæta úr því,
voru hveitisamlögin í Vestur-Ganada stofnuð,
og í sama tilgangi verða öll önnur hveitisamlög
stofnuð, hvar í heimi sem er.
Hveitisamlögin í Vestur-Canada, voru und-
ir engum kringumstæðum stofnuð í þeim til-
gangi, að sprengja upp verð hveitis von úr viti.
Það, sem einkum og sérílagi vakti fyrir stofn-
endum þeirra, var það, að koma meiri festu í
markaðinn og tryggja þar með hveitiræktar-
bændum, jafnaðar-verð, er stæði í réttum hlut-
föllum við verð þeirra vörutegunda, er þeir
verða sjálfir að kaupa. Nákvæmlega það sama
hlýtur að liggja til gnmdvallar fyrir alþjóða
hveitasamlagi, verði það á annað borð stofnað,
sem flest bendir til að verða muni.
Menn hafa verið að spyrja, og spyrja vafa-
laust enn, hvernig á því standi, að svo margir
hveitiframleiðendur standi utan hveitisamlags-
ins canadiska, sem raun er á. Slíkri spurningu
mætti sennilega svara á fleiri en einn veg. En
megin-orsökin mun þó vera sú, að enn eru til í
hópi hveitiræktariwenda þeir menn, er stundar-
hagnaðinn setja flestu ofar, og falla þarafleið-
andi fyrir hylliboðum hinna og þessara skrum-
ara, er kjósa vilja feigð á samlagið, sem og aðr-
ar samstarfsstofnanir vor á meðal.
Ýmsir þeir, er utan samlagsins standa, bein-
línis viðurkenna, að það sé því að þakka, að þeir
hafi fengið hærra verð fyrir framleiðslu sína,
en ella myndi verið hafa. Þrátt fyrir það, vil.ja
þeir ekki undir nokkrum kringumstæðum ganga
í félagsskapinn, og veita honum þar með gagn-
kvæman stuðning. Slíkur hugsunarháttur er í
meira lagi hjákátlegur, og ætti að vera kveðinn
niður hið bráðasta. Það lætur undarlega í
eyra að menn skuli opinberlega viðurkenna
gildi einhvers félagsskapar, en neita jafnframt
að styðja hann. Slíkt má ekki viðgangast ó-
átalið.
Hveiti samlögin í Vestur-Canada, hafa ó-
neitanlega reynst meðlimum sínum næsta
happadrjúg. Þau hafa eigi aðeins komið á
meiri jöfnuði hvað verðlag áhrærir, heldur
einnig aukið og endurglætt mðskiftasiðferði
þjóðarinnar, og er það meira um Vert.
Eftir því sem hveitisamlaginu canadiska vex
fiskur um hrygg, hlýtur hugmyndin um alþjóða.
samlagið að skjóta dýpri rótum. Fari Argen-
tína og Ástralía að dæmi þinnar canadisku
þjóðar, mun þess ekki sérlega langt að bíða, að
draumurinn um voldugt alþjóða hveitisamlag,
breytist í ómótmælanlega staðreynd.
Góður gestur
Eins óg getið var um í síðasta blaði, var
staddur í borginni í vikunni sem leið, landkönn-
uðurinn heimsfrægi, Dr. Vilhjálmur Stefáns-
son. Flutti hann hér tvö erindi' við feykilega
aðsókn, hið fyrra á föstudagskveldið í Amphi-
theatre Rink, en hið síðara á laugardagskveldið
norður við St. John’s College.
Auglýst hafði verið í blöðunum, að stjómar-
formaður Manitofea-fylkis, Hon. John Bracken,
myndi s<týra hinu fyrra mannamótinu og kynna
Dr. Stefánsson aðkomulýð. Þetta fórst samt
fvrir, með því að forsætisráðherrann hafði orð-
ið að fara burt úr borginni. Sendi 'hann því í
sinn stað dómsmálaráðgjafa fylkisstjórnarimi-
ar, Hon. Mr. Major. Vér komum því miður,
ekki á samkomustaðinn, fyr en ráðgjafinn var
í þann veginn að ljúka inngangsorðum sínum.
En oss var sagt, að hann hefði dáð mjög afreks-
verk Dr. Stefánssonar og farið einkar lofsam-
legum orðum um íslenzka þjóðflokkinn yfir-
leitt.
Erindi Dr. Stefánssonar, “The Friendly
Arctic”, var stór - hrífandi, og meistaralega
flutt. Mátti þar skjótt heyra, að þar talaði sá,
sem vald hafði, — skarpskygn, samvizkusamur
og viljasterkur afburðamaður, með mótaða lífs-
reynslu að baki. Enda er það nú nokkurn veg-
inn alment viðurkent, að Dr. Stefánsson sé einn
af þeim allra snjöllustu fyrirlesurum, er nú eru
uppi, og mun slíkt ekki ofmælt.
Á laugardagskvöldið gerði Mr. J. T. Thor-
son, M. P., Dr. Stefánsson kunnan áheyrendum,
og var þá einnig saman komið hið mesta fjöl-
menni.
Dýrmætasta auðlegð sérhverrar þjóðar, er
í því fólgin, að eiga góða menn. Þjóðirnar
tvær, sú íslenzka og Canadiska, eiga hvor í sínu
lagi, sinn mesta mann, þar sem Dr. Vilhjálmur
Stefánsson er.
Athafnaleysi
Svo virðist, sem það sé óumflýjanlegt skilyrði
fyrir heilsu og hamingju sérhvers manns, að
hann eigi aðeins hafi ávalt eitthvað fyrir stafni,
heldur beiti kröftum sínum öllum í ákveðna átt,
vinni að ákveðnu starfi dag eftir dag og ár eftir
ár, — starfi, er svo verði honum kært, að hann
eigi vildi á því skifta við nokkum mann, hvað
sem í boði væri. Margskiftir kraftar koma
sjaldnast að miklum notum.
Þegar starfskraftar einstaklingsins eru svo
að þrotum komnir, að hvíldin sjálf fær ekki
lengur endumýjað þá, er tími til að leggja árar
í bát. Þá, en ekki fyr, verður það afsakanlegt,
að setjast í helgan stein.
Sérhver sá, sem eitthvað á eftir óeytt af
nýtum starfskröftum, á í raun og veru frá sið-
ferðislegu sjónarmiði, einskis annars úrkosta,
en að vittna. Um leið og hann slakar til við
sjálfan sig, er hann byrjaður að taka sína eig-
in gröf.
Starfið er sí-frjófgandi líf, en athafnaleys-
ið vanvirðulegur dauði.
Samfara hinu daglega starfi, þurfa allir að
létta sér upp og leika sér. Tilbreytingin er
aflgjafi, sem enginn má án vera. Sjaldnast er
það holt, að verja hvíldardögum einungis til
leika, eitts og margir þó sætta sig við, því það
er með skemtanir og leiki sem flest annað, að
ofmikið af öllu má gera.
Leikir í daglegu lífi mannanna, eiga að svara
til-fyndninnar í bókmejitunum, — vera hress-
andi krydd, er létti skapið og styrki taug-
arnar.
Starfsamur maður kvartar aldrei um leið-
indi. Hann má ekki vera að því, að láta sér
leiðast. Starfið er heilagt pund, sem honum er
ljóst að ávaxta beri. Þess vegna skín starfs-
gleðin úr augum hans á leiðinni til iðju að
morgni, hversu mikið erfiði sem fram undan
er. Sá maður, er hlakkar til naosta virks dags,
líkt og barn til stórliátíðar, er hamingjusamur,
hvort1 heldur hann er auðugur að fé, eða það
gagnstæða, því hann á yfir að ráða slíku sálar-
lífs jafnvægi, að heilbrigðum samböndum við
lífið verður jafnan borgið.
Iðjuleysinginn, einkum þó sá, er borist hef-
ir fjármagn upp í hendurnar, fyrirhafnarlaust,
veit sjaldnast hvað hann á af sér að gera. Hann
hefir svo mist sjónar á hinum miklu tilgangi
lífsins, að beztu ár æfinnar ganga miklu frem-
ur í það, að drepa tímann, en færa sér hann í
nyt.
ójgæfan sjálf, einræn og hluttekningarlaus,
starir honum jafnan í augu. Svo hverfur hann
að lokum í hringiðuna, og “flýtur sofandi að
feigðarósi”, með gereyðing þá í hjarta og sál,
sem athafnaleysinu er jafnan samfara.
Tryggvi Björnsson
Á síðastliðið mánudagskvöld, efndi hr.
Tryggvi Björnsson píanóleikari, til hljómleika
í Fyrstu lútersku kirkju, til arðs fvrir Jóns
Bjarnasonar skóla. Hljómleikarnir voru, því
miður, livergi nærri jafnvel sóttir og verið
skvldi hafa, því um óneitanlega uppíbvggilega
ánægjustund var þar að ræða. Fjöldi af íá-
lenzku fólki var enn á brottu xír borginni,
auk þess sem fleiri íslenzk samkvæmi, voru
haldin þetta kveld, svo sýnt er, að tíminn fyrir
hljómleika þessa var ekki sem hentugast valinn.
Hr. Tryggvi Björnsson, er enn komungur
maður á bezta framfaraskeiði. Og honum hef-
ir farið geysimikið fram í list sinni, frá því, er
vér hlustuðum á ‘hann fyrir tveimur ámm, eða
svo. Hann er fastari í rásinni, og nær vissari
tökum á viðfangsefnum .sínum, en áður var,
auk þess sem leiknin hefir þroskast að mun.
Viðkvæmni Tryggva, og hið næma hljón^eyra,
lýsti sér glögglega í meðferð hans á hinni und-
ur fögru Sorgargöngu, Funeral March, Beet-
hoven’s. Var regluleg unun á að hlýða hina
látalusu og sönnu meðferð hans á því dásam-
lega meistaraverki. Af þeim hljómsmíðum öðr-
um, er Tryggvi lék, þótti oss mest koma til með-
ferðar hans á Rapsódíu eftir Johannes Brams.
Einnig lék hann sérlega tilkomumikinn þátt úr
voldugu söngverki, Oratorium, eftir hr. Björg-
vin Guðmundsson tónskáld, auk þess sem hann
lék eina laglega tónsmíð eftir sjálfan sig.
Á milli þess, er þessi ungi hljómleikari knúði
slaghörpuna, skaut hann inn í ræðuköflum um
hljómlist, gildi hennar fyrir heimilislífið og
þjóðfélagið í heild, auk þess sem hann brýndi
fyrir foreldrum, að veita hörnum sínum alla
hugsanlega nærgætni og aðstoð við hljómlist-
amámið. Var það orð í tíma talað, og ætti
að ná til sem allra flestra eyma.
Um vera sína við Jóns Bjarnasonar skóla,
hin ljúfu viðkynni af skólastjóra, kennurum,
stofnun og nemendum, fór Tryggvi einkar hlýj-
um orðum. Ámaði hann skólanum, og þeim öll-
um, er að honum standa, allra heilla í bráð og
lengd. Brýndi hann fyrir áheyrendum nauð-
synina á því, að leggja rækt við íslenzka tungu
og íslenzkan þjóðararf. Hvað framtíð frum-
skapandi tónlistar áhrærði, kvaðst hann þess
fullvís, að hún hvíldi að meira og minna leyti í
höndum Norðurlandaþjóðanna, og þá ekki hvað
sízt í höndum Islendinga.
Hljómlistin er eitt af dásamlegustu menn-
ingarmeðulum mannkynsins. Vel sé hverjum
þeim, er í alvöra og einlægni helgar henni líf
sitt og krafta.
Hr. Tryggvi Björnson hefir ákveðið að efna
til hljómleika á ný hér í borginni, þann 10. sept-
emfeer næstkomandi, áður en hann leggur af
stað til framhaldsnáms í New York, og er von-
andi að fólk vort fjölmenni við það tækifæri.
Séua Rúnólfur Marteinsson skólastjóri setti
samkomuna, með nokkrum hlýjum og vel völd-
um orðum, um leið og hann gerði áheyrendum
kunnugan hinn unga listamann.
Tíu ára foryátuafmæli
Þann 6. yfirstandandi mánaðar, voru tíu ár
liðin frá því, er Rt. Hon. W. L. Mackenzie King
tókst á hendur forystu frjálslynda flokksins.
Hafa þau ár reynst þjóðinni blessunarrík og
happasæl.
Mr. King leiddi flokk sinn til sigurs í sam-
bandskosningunum 192T, og hefir haft stjórn-
arforystuna með höndum jafnan síðan, að und-
anteknu hundadaga-tímabili Mr. Meighens.
Sem stjórnarformaður, hefir Mr. King
reynst þannig, að skipa má honum á bekk með
allra hæfustu stjómmálamönnum hinnar can-
adisku þjóðar. Hann hefir eigi aðeins reynst
glöggskygn og ráðdeildarsamur leiðtogi heima
fyrir, heldur hefir hann aukið mjög á veg þjóð-
ar sinnar á sviði heimsmálanna. Má í því til-
efni sérstaklega benda á framkomu hans á sam-
veldisstefnunni ferezku, sem og afstöðu hans til
Kellogg sáttmálans.
Á tímafeili því, er Mr. King hefir haft stjóm-
arforystuna með höndum, hefir hin canadiska
þjóð tekið risavöxnum framföram. Það hefir
orðið hlutskifti Mr. Kings, og flokks þess, er
hann styðst við, að hrinda í framkvæmd einu
því allra merkasta máli, er Vesturlandið hefir
nokkru sinni haft með höndum, eða málinu um
lagningu Hudsonsflóa brautarinnar. Það er
einnig framsýni hans og lipurð að þakka, að nú
má svo heita, að deilunni um endurheimt nátt-
úrufríðinda Sléttufylkjanna, sé ráðið til heppi-
legra lykta.
Canada framtíðarlandið
Verzlunar-samtök meðal bænda
eru alt af að aukast. Aðallega
gangast akuryrkjuskólar og fyrir-
myndarbú stjórnanna fyrir því.
Það er ekki langt síðan að bænd-
ur þurftu víðast hvar að selja af-
urðir búsins í bænum næst við
sig, og láta vörurnar, hvort sem
þeim þótti verðið, sem þeim var
boðið, fullnægjandi eða ekki. —
Oft var það líka, að peningar
fengust þá ekki, nema fyrir lítinn
part af því, sem bóndinn hafði að
selja. Mikið af hveitinu var selt
strax að haustinu, þegar verðið
var lægst, því aðeins efnaðri
bændur voru svo stæðir, að þeir
gætu borgað kostnað við uppskeru
o. s. frv. og aðrar skuldir að
haustinu, og geymt svo hveitið
þar til það hækkaði í verði. Hið
sama má segja um aðrar afurðir.
Stundum var það kunnáttuleysi
eða kæruleysi, sem olli því, að
varan var í lágu verði. T. d. egg
voru send til markaðar, þó þau
Væru ekki öll fersk. Það var þá
ekki verið að rekast í því, hvort
þau væru ný eða nokkurra daga
gömul. Verzlunarmenn urðu svo
fyrir tapi, þégar eggin reyndust
ekki eins góð og búist var við.
Þar af leiðandi gáfu þeir aldrei
mjðg hátt verð fyrir þau.
Nú er komin breyting á þetta.
Egg eru nú flokkuð og verðið,
sem bóndinn fær, er undir því
komið, hvaða stigi eggin ná, þeg-
ar þau eru skoðuð. Fyrir góð egg
fæst að jafnaði töluvert meira nú
en áður og á sama tíma hafa
blændur lært, að það borgi sig
ekki, að bjóða nema góð egg til
sölu.
í Suður - Manitoba hefir korn-
uppskeran verið léleg undanfarin
ár. Bændur sáu ekki, hvernig
þeir ættu að bæta hag sinn, og
voru sumir sem álitu, að bezt
væri að flytja lengra vestur, þar
sem land væri nýtt og þar sem
uppskeruvon væri betri. En slíkt
hefði haft mikinn kostnað, auk
annara erfiðleika í för með sér.
Þá ráðlögðu búfræðingar þessum
bændum að gefa sig meira við
kvikfénaðs- og fuglarækt, en þeir
hefðu gert. Þeir bentu á, að þó
kornið væri ekki gott til mölunar,
gæti það verið hið allra bezta fóð-
ur, og að jafnvel meiri peninga
mætti hafa upp úr því með þessu
móti, en með því að selja það eins
og þeir höfðu gert.
Bændur fóru svo að reyna þetta
og hefir það gefist ágætlega. Það
hefir verið aðal gallinn á búskap
manna í Vesturlandinu, að þess-
um tíma, að svo margir bændur
hafa gefið sig við kornrækt að-
eins. Það eru fljótteknir pening-
ar, ef alt gengur vel. En það er
ekki alt af hægt að byggja á því,
að vel gangi.
Bændur í Suður-Manitoba fóru
að rækta fugla — tyrkja og hæns
— mikið meira en áður. Sérfræð-
ingar frá búnaðarskólum og fyr-
irmyndarbúum ferðuðust svo um
á haustin (þeir gera það enn) og
sýndu fólki hvernig bezt væri að
búa fuglana til markaðar. Það
þarf vist alg við þetta, og ef ráð-
leggingum er fylgt, fæst mun
meira fyrir pundið af fuglakjöt-
inu en ella, og það var sent þang-
að, sem beztur var markaðurinn.
Bændur í hverju héraði um sig
lðgðu svo saman og sendu vagn-
hlass (carload) með járnbraut
austur til stórborganna, eða þang-
að(i sem beztur var markaðurinn.
Þetta gefst svo vel, að þessi að-
ferð að búa fuglakjöt til markað-
ar og selja það, er nú notuð víða
í Vesturlandinu. Það þurfa að
vera svo margir bændur í hverju
héraði, sem reyna þetta, að hægt
verði að senda vagnhlass þaðan
að haustinu. Þá verður flutn-
ingskostnaður minni.
Til þess að svona hepnist, þarf
bóndinn að rækta fuglategundir,
sem seljast æfinlega vel. Búnað-
arskólar og fyrirmyndarbúin gefa
fullkomnar upplýsingar þessu við-
víkjandj. Það hefir lítinn árang-
ur, þó bóndinn rækti mikið af
fuglum, ef þeir eru úrkynja
(scrub)i eða ómöguleg markaðs-
vara.
Ef lagið er með og ef leitað er
allra upplýsinga, er hægt að hafa
góða peninga upp úr fuglarægt-
inni.
Margt fóik, sem komið hefir
hingað frá Mið-Evrópulöndunum,
hefir það, er hér kallast smábýli,
og býr vel. Það hefir ekki nema
nokkrar ekrur af landi, en hver
ekra er látin framleiða alt sem
mögulegt er. Það iðkar garðrækt,
og sú uppskera bregst sjaldan —
aldrei svo, að eitthvað sé ekki í
aéra hönd. Það hefir tvær eða
þrjár kýr, og svo fugla, vanalega
heldur stóran hóp. Enn fremur
hefir það korn, nógan fóðurbætir
handa skepnunum fyrir veturinn.
Fólki, sem hefir þekkingu á garð-
rækt, vegnar vel á svona bújörð-
um, þó smáar séu.
Inntektir eru náttúrlega ekki
eins miklar eins og á stórbúi, en
kostnaðurinn er heldur hvergi
nærri eins mikill. Enn fremur
verður svona blettur, segjum 5—
10 ekrur, ræktaður miklu betur
heldur en þar sem landið er stórt.
Uppskeran verður, og er, tiltölu-
lega meiri. Landið kostar ekki
eins mikið til að byrja með, skatt-
ur er ekki eins hár og ,sem sagt,
útgjöld verða öll lægri.
Austur í Ontario fylki eru nú
bændur að minka bújarðir sínar.
Það telst nú, að meðal bújörð, í
þeim héruðum, sem eru gömul og
þéttbygð, sé um 100 ekrur, og
bændur þar græða nú meira, en
meðan þeir höfðu meira land
undir höndum. Ástæðan er sú,
að nú gefa þeir sig við fleiru en
kornrækt ,—< hafa mjólkurbú, bý-
flugnarækt, aldinarækt og garð-
rœkt.
Það má geta þess, að bændur I
Manitoba og Vesturfylkjunum,
eru nýlega farnir að gefa sig að
býflugnarækt. Var mikið af hun-
angi, er framleitt var í Manitoba,
selt haustið sem leið, og fékst
gott verð fyrir það. Þess verður
ekki langt að bíða, að fleiri
bændur fari að stunda býflugna-
rækt og auka inntektir sínar að
mun, án mikillar fyrirhafnar.
Vesúvíus
Það er einkennilegt, að Neapel,
sem nú er stærsta borg ítalíu (í-
búar um ein miljón); skuli vera
rétt við rætur eldfjallsins mikla.
— Héraðið umhverfis Neapel er
slétta, Campania felice, og er eitt-
hvert frjósamastasv æði í Evrópu.
Er þar ræktaður vínviður og ótelj-
andi ávaxtatré og tvær uppskerur
af korni eru þar á ári. sléttan er
gamall hafsbotn, þakinn ösku úr
Vesúvíus.
Skamt fyrir vestan borgina, er
þyrping gamalla eldgíga og er La
Solfatara (íBrennisteinsgigurinn)
þeirra mestur. Hann gaus seinast
árið 1198. Næststærstur er Monte
nuovo (nýja fjalliðX Það er 139
metra hátt og myndaðist á sléttu
á einni viku við eldsumbrot. Það
gaus 1538. Brennisteinsgufa strey
gaus síðast 1538. Brennisteins-
gufa streymir sífelt upp úr La
Solfatara, og kolsýrugufa upp úr
Hundagjótu, en svo nefnist annar
gígur.
Hinum megin við Neapel er
Vesúvíus, og er ekki lengra milli
borgarinnar og f jallsrótanna
heldur en frá iReykjavík og inn að
Elliðaám.
Vilji menn fara upp á fjallið,
er fyrst farið með rafmagnsspor-
braut, sem nefnist Circumvesuvi-
ana, til Publiana. Þar er skift
um lest og stigið á aðra rafmagns-
sporbraut, sem liggur upp fjallið
og alt að 690 metra hæð yfir haf-
flöt. Þar er rannsóknarstöð, þar
sem sífelt hafast við vísindamenn,
sem halda vörð um Vesúvíus, til
þess að það komi mönnum ekki
að óvörum, þegar hann byrjar að
gjósa. Hafast þeir þarna við hvað
sem á gengur, og hafa ekki flúið
þrátt fyrir hin miklu eldgos. Þarna
tekur við 750 metra löng streng-
braut, með 27 gr. halla, og eftir
henni fer maður á tíu mínútum
upp í 1100 metra hæð. Þar fær
maður sér fylgdarmann og klifr-
ar svo upp á fjallsbrún, og er það
ekki meira en svo sem 10 mínútna
gangur.
í fomum ritum er víða getið
um Vesúvíus. Hann gaus í fyrsta
skifti árið 63 og fylgdu ógurlegir
jarðskjálftar. Árið 79 kom hið
mikla gos, sem lagði í eyði borg-
irnar Pompeji, Herculanum og
Stabiæ. Svo mikið var öskufall-
ið, að þegar gosinu lauk, huldi 7
til 9 metra þykt öskulag Pompeji.
Lýsinguna á þessu gosi er að finna
í tveimur bréfum frá Pliniusi
yngra til Tacitusar. Plinius eldri
var rómverskur flotaforingi. Hann
sigldi flota sínum til Castella-
mare hjá Stabiæ og gekk þar á
land með menn sína til þess að
reyna að bjarga, en þar kafnaði
hann í öskufallinu. 1 bréfunum
er getið um,, hvemig hafið um-
hverfðist og tryltist, um myrkrið,
sem stafaði af öskufallinu, og var