Lögberg - 03.10.1929, Síða 2

Lögberg - 03.10.1929, Síða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1929. Fjárhagsástand V estur-Skaf tfellinga. Eftir Eyjólf Guðmundsson á Hvoli í Mýrdal. Ráð til hagsbóta. Nokkrum sinnum hefir fjár- hagsástand Vestur - Skaftfellinga verið gert að blaðamáli, og þá helzt í þeim tilgangi, að finna á- stæður til þess. Þeir, sem ritað hafa, eru þó ósammála um orsak- ir verzlunarskuldanna, sem nú hvíla á Vestur - Skaftafellssýslu- búum eins og mara. — Nú er það ekki aðal tilgangur þessa máls að finna hvernig og hversvegna skuldirnar eru til komnar heldur hvemig verði bætt úr því, sem komið er. Hefir mikið að segja, að rétt og sanngjarnlega sé um slíkt hermt og ritað. Meðal ann- ars af því, að ráð til bóta er að nokkru á þeim grundvelli bygt. Ekki verður sagt, að Skaftfell- ingar barmi sér svo mjög um verzlunarskuldir sínar. En þrátt fyrir það finna þeir nú sárt til þeirra, og þess verzlunarólags, sem þær baka þeim. Þeir hafa einnig reynt, að standa í skilum með loforð sín og samninga og reyna það eflaust meðan nokkur ráð gefast til þess. Því sannmæli eru það um bændur, að þeir séu skilvísir. En þeim hefir verið brugðið um gáleysi í verzlunar- sðkum, og skal það eigi frekar borið til baka en búið er. Hins má gæta, eð þegar harðæri geng- ur yfir eitthvert bygðarlag þessa lands, þá eru fæstir íbúarnir svo vel byrgir, að þeir geti haldið sig og sína svo sæmilega að klæðum og fæði eins og á góðu árunum. — Annað hvort verða þeir að láta harðærið koma þungt niður á sér og sínu fólki, eða þá eyða fyrir sig fram — og hið síðara býst eg við að Skaítfellingar hafi gert — þó sýnast þeir ekki lifa í óhófi, jafnvel þó lifað sé um efni fram. Þeir búa margir í lélegum hús- um, sem stór nauðsyn er á að bæta. En til þess eru góð ráð dýr. Nú er svo komið, einmitt fyrir þeim hluta bændanna, sem efna- minstir eru, og búa í þéttbýli, að þó þeim sé boðið lán úr Bygg- inga- og nýbýla-sjóði, þá geta þeir ekki tekið þau. Svo góð kjör sem þar eru boðin, geta þeir ekki manna, t. d. stofnsjóður o. fl., mætti búast við, að minsta kosti afskrift skulda, hjá sömu mönn- um, sem svaraði stofnsjóðseign þeirra. Og sama gildir um skuld- ir manna hjá kaupmönnum, að þær eru myndaðar í byrjun á dýr- tíðarárum og þegar krónan er í lágu verði. Það þarf þol til að geta greitt hverja lággengis- krónu með því peningagengi, sem nú er, auk hárra vaxta. Hinsveg- ar er þess heldur engin von, að skuldir þessar, sem hér er átt við, og eru hjá smábændum, eignalitl- um, greiðist nokkurn tíma að fullu. Skal þó gert ráð fyrir, að fyrst um sinn greiðist eitthvað af skuldunum. En annað geta svo margir skuldunautanna ekki greitt, og þá er vísast, að ekki geti þeir sömu lengi greitt verzl- unarskulda-afborganir sínar, þó samningsbundnar séu. Búin hljóta að rýrna, og veðið hverfur, ef lausafé er, smámsaman, og fyrir- sjáanlega fellur greiðsla öll 1 DASAMLEGT VIÐ MELTING- ARLEYSI. Þegar maginn er í ólagi, þegar þér finnið til þembu, eða gasólgu eftir máltíðir, þá er ekkert betra, en hið hreina Bisurated Magnesia, er veitir skjóta og haldgóða hjálp. Við meltingarleysi, er þetta sjald- gæfa lyf, Bisurated óblðnduð Magnesia, blátt áfram óviðjafn- anlegt. Jafnvel í þrálátustu til- fellum, nær meðal þetta tilgangi sínum. Ljúft aðgöngu og ódýrt. Fáið það hjá lyfsalanum. — En þeir geta það ekki, nema gömlu verzlunarskuldunum sé af þeim létt.<— Þess vegna hefir komið fram tillaga frá þeim, sem þetta ritar, á þingmálafundi hér, að stýfa af verzlunarskuldunum, sem tilkomnar eru á dýrtíðarár- unum. Eigi sveitabanki eða lán til verzlunarreksturs að hjálpa bændum svo veigur sé í, þar sem ástand er líkt og hér, verður að mönnum á að ganga, fæst heldur lítið upp í skuldina, en þeir flosna upp. Þeir, sem geta, flýja sveitina með fólk sitt og flytja að sjó. Gera má ráð fyrir, að einhverjir þessara bænda legðu alt í sölurn- ar til þess að greiða skuldir sin- ar, og lifðu til þessa enn þá í ein 25—30 ár. Þetta má hugsa sér. En þá eru þeim allir útvegir bannaðir. í ekkert geta þeir lagt og það er ekki mannúðlegt, þegar annað er hægt, að pína neinn þannig alla æfi til þrauta undir skuld, sem að ýmsu leyti er ósjálf- ráð. Þeir, sem þekkja sveitabú- skapinn 1 afskektum héruðum, vita bezt, hve litlu má skeika til þess að búskapurinn beri sig. — Grasleysi, verðfall á innlendri vöru, harðir vetrar, vanhöld á gripum, — alt eru þetta tíðir ó- heillagestir, sem hnekkja hag þeirra fyrir fult og alt, sem ekk- ert mega missa. Og hvernig fer þá um verzlunarskuldirnar? — Hvernig sem fer um þær, verður þó eftir þessu að bíða, segja ýms- ir — því víðar er nú pottur brot- inn, en í Skaftafellssýslu. En eftir þessu á ekki að bíða. Jafnvel um alt land ætti að ganga milli bols og höfuðs á gömlu verzl- unarskuldunum. Þær ættu að vera , færðar niður og numdar burtu ®rt sár- keta þeir lag^t; eftir ástæðum. Ríkið ætti að verja í jarðabætur að neinu ráði, né taka til þessa ráðs, og þá jafn- gjalddaga. Þegar svo að þessum! framt ríkið að greiða €inhvern hluta uppgefinna skulda, svo sem fimtung eða því um líkt. Hugsa má sér að framkvæma þetta á þann veg, að kaupfélag og verzlun flokki skuldir- sínar, svo aðj 1. flokki séu að þeirra áliti ófáanlegar og lítt fáanlegar skuldir. Og í öðrum flokki fáan- legar skuldir að þeirra áliti. Samn- ingsbundnar skuldir séu teknar með. í sveitunum skulu valdir menn, 2—3 í hverjum hreppi, sem gefa nákvæma skýrslu um þá bændur, sem að þeirra dómi eiga ekki fyr- ir skuldum, og um allan hag þeirra. Þetta verður að vera á- byrgðarstarf og föstum reglum bundið. Og að síðustu vinni þess- ir menn með stjórn kaupfélags og verzlunareigendum að því að gera tillögur um skuldauppgjöf hvers eins þeirra manna, sem eftir dómi þeirra eiga að komast á uppgjafa- lista. Skal þá tekið tillit til þess, hvernig og hvenær skuldin er stofnuð m. fl. Tillögurnar sendist svo stjórn landsins til yfirvegunar og samþykkis, ef hún hefir eigi neitt við þær að athuga. Annars fari um alla tilhögun við þetta eftir nákvæmum reglum, sem ekki er ennþá tími kominn til að ræða um. Hvað ynnist svo með þessu? Fyrst, að loks yrði komið í veg fyrir afgamalt ómenningar fyrir- komulag á verzlun bænda. Og fjörugt verzlunarlíf tæki við, sem bygðist á greiðslu út í hönd. Bættur hagur í hverri sveit gef- ur meiri dugnað til 'íæktunar og samvinnufélagsskapar. í staðinn fyrir það, að kaupfélag Skaftfell- inga er nú aðallegast til þess að innkalla skuldir, gamlar, fyrir löngu eydda vöru, gæti það orðið milliliður til þess að koma í verð afurðum bænda og kaupa inn fyr- ir þá gegn greiðslu út í hönd. — Sama gildir um kaupmannaverzl- unina. Eins og nú standa sakir, þykir Skaftfellingum alment nauð- syn bera til að laga verzlunará- standið, og margir reyna, þrátt fyrir dýra flutninga og óhag- stæða, að verzla sem mést við Rvík og Vestmannaeyjar. Alt dreifir þetta kröftum og skemm- ir á missan hátt fyrir innahér- aðsverzlun. Þegar nú þetta mál er krufið til mergjar betur heldur en hér er gert í þessari grein, mundu koma í ljós sanngirnis - ástæður fyrir uppgjöf hárra og gamalla verzl- unarskulda. Einnig ýmsir vegir til að framkvæma slíkt, og í þriðja lagi það, sem mest er um vert, að bæði skuldunautar og skuldaeig- endur gætu grætt og eflst við þetta. Og þó ekki sé sýnt með tölum, þá liggur í augum uppi, að ríkið fengi brátt óbeinlínis aftur fé það, sem til þessa yrði varið. Síðastl. haust voru höfðingjar allra stjórnmálaflokkannaá ferð í V.-Skaftafellssýslu og á fundi, sem þéir héldu í Vík, mátti heyra, að þeir væru allir fylgjandi því, að stutt yrði að bættum búskap í sveitunum og nauðsyn bæri til að gera landbúnaðinn samkepnisfær- an við sjávarútveginn. Þetta er gott að muna og byggja á sem al- vöru, því vandi er að finna beztu og fljótförnustu viðreisnarleið- ina. Og víst er það, að mörgu er nú hrundið í lag fyrir landbúnað- inn. — En bændur eru seinir að notfæra sér það margt hvað, svo sem jarðræktarlögin, ræktunar- sjóðinn o. fl. Ástæðan er auð- afskrifaðar eru eignir félags- gamla verzlunarskulda vafstrinu. fundin hér. — Ekki er viljaleysi tekið lán úr Ræktunarsjóði. *— Móana og mýrarnar mega þeir búa við, flestir og vegna fólks- leysis endast þeir heldur eigi til að vinna slægjur sínar á gamla vísu. Minkar þá smámsaman bú- stofninn og allur hagur með hon- um. Sama má segja um verzlun- arsamtök. Væntanlegan landbún- aðarbanka, eða sveitabanka, geta þeir ekki notfært sér, þó bágt sé til þess að hugsa. Því mjög þarf- ar stofnanir tel eg slíka banka fyrir hverja þá sveit, sem ekki er of djúpt sokkin í skuldafenið. En þá bændur tel eg of djúpt sokna, sem líkt stendur á og nú skal Iýst. Hugsa má sér sveit á eldfjalla- svæði, sem aðallega vegna hall- æris hefir orðið að framfæra sig á verzlunarlánum, smáauknum í 10 ár. :— Upphaflega var skuld nokkru fé til þess að draga úr tapi skuldaeigenda. En hvernig kaup- félög og verzlanir geti þetta, ætla eg þingi og stjórn að finna ráð til. Fyrst þegar þetta er búið, verður sveitabankinn að þeim notum, sem honum er ætlað og önnur þörf lög fyrir bændur og búskapinn. Á þingmálafundi, sem þingmað- ur kjördæmisins, Lárus Helgason, hélt hér 7. des. s. 1., lagði hann fram frumvarp um landbúnaðar- banka og sveitabanka, sem stjórn- in myndi koma fram með á næsta þingi. Þetta sýnir, að ekki verð- ur látin niður falla tilraun sú, sem íhaldsmenn gjörðu á síðasta þingi til þess að fá samþykt lög um rekstrarlán handa bændum, og er þetta í alla staði vel hugs- að, því áreiðanlega verður erfitt að bjarga við landbúnaðinum meðan hann svignar undir göml- um og nýjum verzlunarskuldum, hvers eins bónda allhá, að krónu- eins og £ömui suð undan hellu- tali, því gengi peninga var lágt. Svo óx hún með vöxtum og vaxta- vðxtum, og bættist við hjá all- mörgum ný og ný skuld á ýmsum árum. Loks voru skuldirnar orðn- ar 2—€000 kr. á býli, og býlin svo efnum búin mörg, að loksins þeg- ar samningur er gerður um skulda greiðslu, verða þau að veðbinda allan bústofninn og hafa fyrir- sjáanlega engan afgang til fram- færis þegar afborgun er greidd, afborgun, sem þó er svo lág, að skuldin minkar lítið árlega. Sem betur fer, eru ekki allar sveit- irnar innan sýslufélagsins þann- ig staddar, og gefur það meðal annas betri von um að bæta megi um fyrir þeim, er kynnu nú að vera þannig á vegi staddar. Og til þess að bæta hag þessara manna, þessara bænda, sem búa á smábýluuum, er ráðið eitt — og það er: að numið sé allverulega af verzlunarskuldum þeirra. Ýmsum mun í fljótu bragði þykja, sem með þessu sé alt of langt gengið inn á eignarrétt skuldaeigenda. En þegar þetta er með gætni skoðað koma strax í ljós sann- girniskröfur. Að því er kaupfé- lagið snertir, má benda á. að þegar þaki. — Skammvinn bót er þó að setja skorður undir, heldur að byggja upp að nýju. Og ekkert er fljótara til viðreisnar eins og nú hagar til víða í sveitum, heldur en ef auðið væri að létta á verzl- unarskuldum bændanna. Verzlunarskuldirnar eru versta mein. Þær eru fylgja frá læging- artímum, og þær lægja og skemma hugsunarháttinn. Þær draga bændur inn í ástand einok- unarverzlunarinnar gömlu og hamla þeim frá að búa mennilega; þó kaupfélögin ættu að bæta úr þessu, hefir þeim eigi tekist það allstaðar, og svo er komið í V.- Skaftafellssýslu, að kaupfélags- dyrnar eru orðnar samskonar náð- ardyr og kaupmannadyrnar. Er svo komið hér, að verzlunarerfið- leikar fara sívaxandi, og sé ekki við gert á hyggilegan hátt, mun af slíku leiða búflutning héðan.— Þess vegna er það mikilsvert, að Alingi og stjórn landsins setji sig rækilega inn í slíkar kringum- stæður. Og að þau hafi hug á því sýnir bankastofnun sú, sem nú er verið að undirbúa. Og ber nú hins að gæta, að fátækustu sveita- bændum verði auðið að nota sér hann, sem öðrum, áleiðis út úr um að kenna. Ekki heldur skiln- ingsleysi á lögum þessum. Það er blátt áfram þreyta undir verzl- unarskuldunum, sem menn sjá ekki fyrir endann á. Ef þetta þyk- ir ótrúlegt, má skýra það ögn. Þegar alt að 3000 til 5000 króna verzlunarskuld hvlir á flestöllum smábændum í einni sveit, auk annara skulda, — þá sjá flestir, sem vilja sjá — hve hægt muni þeim til vika og framkvæmda. Að vísu hefir heyrst, að flestir bændur hér standi furðu vel í skilum með samninga sína við kaupfélagið, samanber ummæli Svafars Guðmundssonar í blað- inu Tíminn, og er það vonum framar. En hitt er ekki sannað, hvort þeir ekki safna þá skuldum annars staðar. Og fullvíst er, að bændur hér gjöra alt, sem þeim er unt til þess að standa í skilum. Til þess hlaupa einyrkjar frá heimilum sínum, og nota sér hverja vinnustund útífrá sem fá- anleg er, só hún greidd í pening- Síðastliðið ár fengu ýmsir því nokkra peninga við vinnu á Dyrhólaey, þegar nýi vitinn var bygður, og við sláturhúsið í Vík er svo sótt um vinnu, að naum- lega er hægt við að ráða. 1 útver og á togara eru sendir þeir, sem heiman geta farið, og bókstaf- lega er alt reynt að nota sér, sem krónur gefur út í hönd. Alt er tínt i skuldahítina. Og á þennan hátt geta ýmsir staðið í skilum fyrst um sinn. Hvernig fer svo búskapurinn og jarðræktin? Býlunum fækkar, og fólkið streymir til kaupstaðanna, búskap hnignar og sveitaþyngsli aukast. Það er því ekki að á- stæðulausu, að vakið er máls á því, hvort ekki muni ráð til að af- skrifa skuldir bænda hér við verzlanir og kaupfélag, heldur er það nauðsynjamál. Blöðin tala um miljónir, sem eftir séu gefnar öðrum stéttum þessa lands. Þó ekki viti eg sönn- ur á því, þá ætti ef svo væri, einn- ig það að mæla með því, að ríkið styrki þetta. Um góðan hug þeirra manna, sem hér stand^ að kaupfélagi og verzluninni, efast eg ekki. — Svo munu þeir og einn- ig sjá, að eitthvað verður að gjöra hér til verzlunaróta. — Eg hefi að eins vakið máls á þessu, þó vitanlegt sé, að misjöfnum dóm- um muni mæta. En eg treysti þeim, sem eru ráðunautar bænda — og með réttu gætu talist að verav itrir og góðgjarnir, að taka traustum höndum á þessu máli og kynna sér allar ástæður. Vænti eg þá þess, að brátt verði til bóta stýrt fyrir landbúnaðinn hér. — Lögr. Flutningur Alþingis á Þingvöll Fyrir nokkru flutti dr. Sigurð- ur Nordal prófessor fyrirlestur hér um það, hvenær Alþingi mundi fyrst hafa verið sett á Þingvöllum. Og í sambandi við það mintist hann á þá hugmynd, sem fram hefir komið, og virðist eiga allmikil ítök í hugum manna út um land, að flytja Alþing aft- ur á Þingvöll. Er sá kafli fyrir- lestursins svo merkiegur, að vér getum ekki stit oss um að birta hann. — Er hann hér tekinn eft- ir “Vöku”. Ýmsar raddir hafa komið fram um það á seinni árum, að þúsund ára afmæli þingsins yrði bezt haldið hátíðlegt með því að flytja nú þingið aftur frá Reykjavík til Þingvallar. Og það má gera ráð fyrir, ef almenn atkvæðagreiðsla í landinu færi fram um það á næsta ári, mundi fjöldi manns greiða þeirri tillögu atkvæði í há- tíðavímu, án þess að hugsa um, hvað þeir væri að gera. En þó ekki sé gert annað en líta til hinnar fornu sögu, er Reykjavík engu óheilagri staður en Þingvöllur, og gagnslaust að metast um, hvor eigi merkara þátt í sögu landsins. Hér hefir verið reynt að sýna fram á, hver hafi verið hlutur Reykjavíkur í til- drögum að stofnun Alþingis. Þar hefir hið elzta dómþing landsins verið háð í smáum stíl við hof Ingólfs. Þar hafa verið ráðin þau ráð, er leiddu til stofnunar Kjal- arnes^þings og síðan Alþingis. Þingvöllur hefir verið kjörinn til alþingisstaðar með hliðsjón af því, að hann var í nágrenni við goðann í Reykjavík. Vér megum ekki láta glepjast af því, þó að nú hvíli meiri helgiblær yfir Þing- velli, helgiblær óbygðar og há- fjalla, en yfir höfuðstaðnum með iðandi líf sitt og starf. Því meir sem Þingvöllur yrði lagður í ör- tröð, myndi sá helgiblær hverfa. Alþingi við öxará var hinn forni höfuðstaður íslands. Þó að hann stæði ekki nema hálfan mánuð á hverju ári, lágu þangað og þaðan allar leiðir. Þann höfuðstað áttu íslendingar að fornu fram yfir frændþjóðir sínar. Honum var það flestu eða öllu framar að þakka, að menning þeirra náði hinum stórfelda og samfelda svip, sem vér enn dáumst að. Missi þess höfuðstaðar var það framar flestu eða öllu að kenna, að menn- ing vor í 600 ár er mörkuð ein- angrun og samtakaleysi. Reykjavík nú á dögum er arf- þegi Þingvallar að fornu; ekki einungis sem þingstaður, heldur líka sem höfuðstaður. Þingið má flytja, höfuðstaðurinn verður ekki fluttur. Og það var vafalaust ein hin mesta ástgjöf örlaganna í nú- tímasögu vorri, að svo skyldi vilja til, að höfuðstaður verzlunar vorr- ar og stærstu atvinnufyrirtækja skyldi um leið verða höfuðstaður landstjórnar og mentunar. Vel hefði mátt 'hugsa sér, að höfuð- staður, sem stjórnin kjöri oss, hefði lent á þeim stað, sem lítil skilyrði hafði til vaxtar og við- gangs að öðru leyti, að vér hefð- um nú átt tvo höfuðstaði, fámenn- an bæ, þar sem átt hefði heima álþing, stjórn, söfn og æðstu mentastofnanir, og fjölmennan bæ, þar sem hefði verið þunga- miðja verzlunar og fjármála, iðn- aðar og útgerðar. Allir munu skilja, að með því hefði skapast klofningur í þjóðfélagið, sem framtíð vorri hefði staðið af hin mesta hætta. Reykjavík er enn á æskuskeiði og gelgjuskeiði. Hún var á önd- verðri 19. öld hálfdanskt þorp, sem þjóðræknir menn litu á eins og sýktan blett á þjóðinni. Hún var gerð íslenzk með því að flytja hingað það bezta, sem vér áttum þá, alþing og Iatínuskóla, með innflutningi víðsvegar af landinu. Á seinni tímum hefir hún vaxið örar en þjóðin og bæjarbúar hafa ráðið við, en menning hennar hef ir vaxið að sama skapi. Hér er sá hólmur, þar sem háð verður úr- slitamesta baráttan um framtíð íslenzkrar menningar, og af þeim hólmi er nú ekki til neins að flýja, hvorki fyrir Alþingi né aðrar al- þ j óðarstof nanir. Aíþingi yrfji hvorld betra né verra á Þingvelli en í Reykjavík. Það myndi geta flutt með sér alla kosti sína og lesti austur yfir Mosfellsheiði. En Reykjavík yrði fátækari og Þingvöllur myndi ekki auðgast að því skapi. Það er ekki að varpa neinni rýrð á þingið, þó að sagt sé, að t. d. um- ræðurnar á eldhúsdaginn myndi sóma sér miður í dómkirkjunni en í þinghúsinu. Þinghald er hvorki messugerð né hátíðahald. Það er sta.rf, barátta, reipdráttur, að mestu leyti um jarðneska muni. Hér er þingið í samræmi við lífið í kringum það, á Þingvelli, eins og vér höfum lært að líta á hann, yrði yrði það í ósamræmi við lífið í kringum það, á Þingvelli, eins og vér höfum lært að lta á hann, yrði það í ósamræmi við umhverfið. Látum Þingvöll halda sem mestu vér getum af hinni ósnortnu ör- æfanáttúru og helgiblæ gamallar sðgu. — Förum þangað til hátíða- brigða, höfum hann fyrir musteri og til helgihalds, en ekki fyrir þras og deilur. En látum Alþingi, miðstöð hins gróanda þjóðlífs, starfa þar sem mest er lífið og hörðust baráttan, í nánu samlífi við atvinnulíf vort og mentalíf, í því trausti, að það gleymi því þó aldrei hér i iðunni á mölinni, að hér er líka helgur staður, vígður minningunni um öndvegissúlur Ingólfs, ráð Þorsteins Ingólfsson- ar, baráttu Skúla Magnússonar og Jóns Sigurðssonar. — Mgbl. Á austnrvegum Eftir Magnús Magnússon. í Vík er sýslumannssetur og læknisstetur. Sátu sýslumenn fyrr um á Kirkjubæjarklaustri, og mun það hafa verið Sigurður Eggerz, sém fyrstur tók sér aðsetur í Vík. Eins og kunnugt er, er Gísli Sveinsson ^nú sýslumaður Skaft- fellinga. Nýtur hann hjá þeim mikils trausts, enda hinn mesti skörungur. Læknir þeirra Víkurmanna er nú Guðni Hjörliefsson frá Skarðs- hlíð undir Eyjafjöllum .Nær hér- að hans mrá Mýrdalssandi og vestur að Holtós. Nýtur hann vinsældar og mikils trausts og hefir aðstöðu góða til að njóta sín, því að héraðsbúar hafa reist í Vík einhvern vandaðasta lækn- isbústað og sptala, sem til mun vera á landi hér, utan kaupstaða að minsta kosti. Húsið kostaði Vestur-Skaftfellinga og því, er Jón Ivarsson veitir forstöðu í Hornafirðinum. Hefir samkepn- in komið í veg fyrir það. Kaup- félagsstjórinn í Vík er Þórður, sonur séra Pálma í Hofsós, ungur maður og vel látinn, en-á undan honum var Bjarni Kjartansson, sem Jónas sendi til Siglufjarðar til þess að selja þar Brandsblönd- una. Þótt einkennilegt megi virðast og ótrúlegt, fyrir freðalanga, sem til Víkur koma, þá fullyrða samt Víkurbúar og aðrir Skaftfelling- ar, að minstu hafi munað, að Kötluhlaupið síðasta, 1918, ger- eyðilegði þorpið. Undrunin, sem þetta veldur hjá ókunnugum, staf- ar af því, að frá Vik og austur á Mýrdlassand er alllöng leið, lík- lega 5—7 rastir, en auk þess hlífa há fjöll þorpinu að austanverðu, sem ekkert hlaup getur komist yfir, hversu tröllaukið sem er. En hættan, sem þorpinu var búin, lá í því, að sævargangurinn yrði svo mikill af þeirn ókjörum, sem fram ruddust, að hann skolaði burtu húsunum eða græfi þau í sand. En það, sem bjargaði þorpinu þessu sinni, var það, að flóðið skall frá fjöllunum, sem takmarka Mýrdalssand að vestan, og frá svokölluðum Lambajökli, sem er hávaði nokkur vestast á sandin- um, myndaður af jaka- og sand- framburði, og við það beindist hlaupið beint til sjávar. En hefði hlaupið náð að komast yfir þessar jökulöldur og haldið vestur á við, mundi flóðbylgjan hafa skollið á Reynisfjalli vestanvert við Vík, gengið inn með því og sogast yfir þorpið. Enda þótt þessi stefnubreyting um 70 þús. kr., og er hið fegursta hús bæði utan og innan, með öll-1 yrði a hlaupinu, þá gekk sjórinn um nútímaþægindum. Var það að | samt UPP að húsum í Vík, og svo miklu leyti reist fyrir samskota- fé og mun nú aðeins hvíla á því 15 þús. kr. skuld. Raflýsing er í öllum húsum í Vík, og er aflið tekið úr læk, sem fellur gegn um þorpið, en ekki er fallbæðin næg til þess, að raf- magnið nægi nema til ljósa, en nú hafa Víkurbúar í hyggju að auka svo við stöðina, að til suðu og hitunar fáist líka. Verzlun er mikil í Vík, því að þangað sækja nær allir Vestur- Skaftfellingar og austasti hluti Rangárvallasýslu. Er það kaup- félagið og Þeir Halldórssynir, sem hafa aðalverzlunina. Sögðu svo menn þar eystra, að verzlun þeirra síðarnefndu hefði aukist mjög nú síðustu árin, enda væru þeir orð- lagðir menn fyrir áreiðanleik og drengskap, eins og faðir þeirra var, en á kaupfélagsverzluninni hefir hinsvegar verið hið mesta ólag og menn verið beittir hinum mestu harðræðum af útsendurum Sambandsins. Eru bændur í sum- um sveitum þar eystra í stórkost- legum verzlunarskuldum við kaup- félagið, og hafa orðið að veðsetja því hverja tangur og tætlu. Ok- ur á lífsnauðsynjum hefir þó aldr- ei orðið eins mikið hjá kaupfélagi Fishermen’s Supplies Limited Umboðsmenn fyrir— Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winnipeg birgðir af Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð. Maitre kagla og tvinna. Kork og blý. Togleður fatnað. Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif- ið oss og vér skulum senda yður Verðlista og sýnishom. Fishermen’s Supplies Limited 401 Confederatlon Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071 mikill var kraftur flóðbylgjunn- ar, að hennar gætti til muna í Vestmannaeyjum. Má nokuð af þessu marka, hve ógurlegt hlaup- ið hefir verið. \ Sögðu þeir Halldórssynir oss • svo frá, að einn daginn, en þá stóð vindur af norðri af Kötlu, hefðu þeir verið staddir niður við búð sína, en frá henni og heim að í- búðarhúsinu er góður spölur, lagður vegur. Sáu þeir þá, að sorti mikill færðist yfir Víkina úr norðri, og varð brátt svo dimt af vikur- og öskufallinu, að ómögu- legt var að greina handaskil. Varð myrkrið svo mikið, að þeir fengu eigi haluið veginum 'heim að íbúð- arhúsinu, enda þótt þeir lýstu fyr- ir sér með ljóskerum. Féll þá,ó- grynni af vikri og ösku í Vík, en ekki olli það mjög mikilli eyði- leggingu þar vegna þess, að það var að haustlagi. Skolaðist ask- an nokkuð í burtu um veturinn og var svo borin af túnunum, er voraði. —Verður síðár í frásðgn þess- ari vikið að örfáu í sambandi við þetta ægilega hlaup, sem talið er að muni hafa evrið eitt nsortia að muni vera eitt hið mesta frá því að sögur hófust. Framh. Látið CANADIAN NATIONAL— CUNARD LINE 1 sambandi viO The Icelandic Millennial Celebration Commlttee. Dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman, Dr. S. J. Johannesson, E. P Jonsson, Dr. B. H. Olson, S. Anderson, A. B. Olson, G. Johannson, L. J. Hallgrimsson, S. K. Hall, G. Stefansson, A. C. Johnson, J. H. Glslason, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davidson. Annast um ferðir yðar á hina ÍSLENZKU - - - Þúsund ára Islendingar I Canada, eins og landar þeirra, sem dvelja viðs- vegar annarsstaðar fjarri fðstur- Jörðinni, eru nú meir en nokkru Binní áður farnir að hlakka til þúsund ára Alþingishá.tlðarinnar I Reykjavík, 1 júnímánuði 1930. tsland, vagjra lýðveldisins, eins og vér nú þekkjum það, stofnaði hið elzta löggjafarþing I júnl- mánuði árið 930. pað er ekkert Islenzkt hjarta, sem ekki gleðst og slær hraðara við hugsunina um þessa þúsund ára Alþingis- hátlð, sem stjðrn tslands hefir ákveðið að halda á viðeigandi hátt. Alþingishátíð REYKJAVÍK JÚNi 1930 Canadian National járnbrauta- kerfið og Cunard eimskipafélagið vinna I samlögum að þvl, að flytja Islendinga hundruðum sam- an og fðlk af Islenzku bergi brot- lð, til Islands ttl að taka þátt I hátíðinni og siglir sérstakt skip frá Montreal I þessu skyni. Meðal annars, sem á borð verður borið á sklpinu, verða íslenzkir, gðm- sætir réttir. par verða leikir og ýftisar skemtanir um hönd hafð- ar og fréttablað gefið út. Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir Leitið upplýsinga hjá Canadian National umboðsmanninum I Winnipeg Saskatoon, Edmonton, eða skrifið beint til J. H. GISLASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg. CANADIAN NATIONAL RAILWAY8 eda einhverjum umboOsmanni CUNARD STEAMSHIP LINE

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.