Lögberg - 03.10.1929, Qupperneq 3
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1929.
Bls. 3.
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
HÆRRA, HÆRRA!
Eins og lækur loks er vorar
löngum eykur dropafall,
klýfur sundur klettastall:
mikill, góður maður sporar
mörgum braut í tímans fjall.
I>etta kennir þér að stunda
það, sem gott og fagurt er.
Iier að nota nú og hér
öll þau huldu öfl er.blunda
inst og dýpst í sjálfum þér.
Hvort sem þú í hendi hefur
hamar, skóflu eða pál,
pentskúf, meitil, penna, nál,
hvaða starf, sem guð þér gefur,
gerðu það með lífi ’ og sál!
Láttu dag hvern ljós þitt stærra
lýsa, klíf þú sérhvern múr,
áfram gegn um skin og skúr.
Kjörorð þitt sé: Hærra, hærra!
Hugsjón þinni vertu trúr.
—Bernskan.
RÉTT ARDAGU RINN.
Loksins var hinn langþráði dagur upprunn-
ínn. Það var sólskin og sunnanvindur, ef eg
man rétt. Við Steini gátum nu vaknað tíman-
lega, aldrei þessu vanir, þótt við værum morg-
unsvæfir, og jafnvel Nonni líka. Eg er ekki að
orðlengja það: Við flýttum okur í fötin, gleymd-
um að signa okkur, sóttum hestana, glevptum
morgunmatinn, þvoðum okkur í framan, greidd-
um hárið, litum í spegilinn, stukkum á 'bak, og
riðum síðan á harðastökki út eyrarnar; við vor-
um nefnilega á leiðinni í réttina.
Við stigum af baki, þegar við komum að
réttinni, sprettum af liestunum, og stukkum
síðan upp á réttarvegginn. Bar þá margt ný-
stárlegt fyrir augu. Margir menn voru á fleygi-
ferð, fram og aftur um réttina, að draga. Þarna
stóðu vinnukonurnar, heimasæturnar, liúsmæð-
urnar og — nei, sleppum því! Það er fyrir ut-
an minn verkahring að minnast á fullorðr.a
fólkið.
Margar litlar stúlkur, í allavega litum kjól -
um, stóðu á réttarveggnum, og bentu brosandi
á kindurnar.
Síðan settust þær undir réttarvegginn, og
fóru að stinga saman nefjum um eitthvað. Eg
heyrði reyndar ekki nema ávæning af samtal-
inu, enda varðaði mig ekkert um það. Þær vpru
bara að tala saman um brúðurnar sínar, og ein-
hverjar bláar og rauðar, hvítar og grænar, rós-
óttar og röndóttar pjötlur.
Mér varð nú litið niður á eyrina. Aldrei
hefi eg séð annan eins sæg af fé. Þarna komu
margir menn, með stóran fjárhóp. Þeir lömdu
svipunum sínum í jörðina, og slógu hring utan
um hópinn. Eg hljóp inn í hringinn ásamt
fleiri drengjum. Við vildum sem sé hjálpa til
að reka féð inn í réttina. Forystusauðirnir
tóku sig í háa loft, og reyndu hvað eftir annað
að stökkva út yfir mannhringinn, enda tókst
þeim það stundum; mátti þá heyra hróp og
köll og hundgá hvaðanæfa. Eftir mikinn elt-
ingaleik gátum við þó komið fjórhópnum inn í
réttina.
Þeir vissu af því, seppparnir, að þeir höfðu
hjálpað til að koma fénu inn í réttina; og mikið
skelfing voru þeir lireyknir. En það fór að
grána gamanið, þegar Móri urraði alldrjúgur,
eins og hann vildi segja: “Það skyldi enginn
af öllum þeim seppum, sem hér eru saman
komnir, hafa við annari framlöpppinni á mér,
ef til stórræðanna kæmi!”
Sámur þoldi ekki þetta storkunarurr. Hann
veður að Móra, fitjar up á trínið og urrar, eins
og hann vildi segja sem svo: “Eg ætla bara að
láta þig vita það, Móri, að hér er seppi, sem
þorir að líta framan í snjáldrið á þér!”
Eg man ekki hvað þeir voru orðnir margir
síðast, sepparnir, sem flugust þarna á í einni
þvögu; en það man eg,að gaman þótti okkur
drengjunum að horfa á þá.
Það var mesti sægur af ungum og fjörugum
drengjum í réttinni, svo að það var ekki nema
eðlilegt, þó að okkur langaði til að koma í
bændaglímu. Við völdum okkur glímuvöll, á
skemtilegum stað á eyrinni; var þar fagurt lið
og frítt saman komið. Þeir Dórarnir frá
Breiðabólsstað og Klömbrum urðu bændur, og
skiftu með sér liði. Síðan hófst hin stærsta og
fjörugasta bœndaglíma, sem eg hefi nokkurn
tíma átt þótt í.
Þar glímdi Nbnni, sem reiddist mest við
fálkana.
Þar glímdi Geiri, sem heilsaði öllum drengj-
um með þessum orðum: “Viltu koma í glímu?”
Þar glímdi Eggert, sem átti svo bágt með
að lifa á þurru landi; hann vildi helzt altaf
busla í læknum, eins og silungarnir.
Þar glímdi Stebbi, sem var æfinlega berja-
blár tit undir eyru, þegar leið á sumarið.
Þar glímdi Tryggvi, sem vildi læra þá fögru
list, að fljúga alveg eins og fuglarnir.
Þar glímdi eg, sem komst í mestan lífshásk-
ann forðum, þegar himnaglugginn brotnaði!
Þar glímdi Arni frá Dal, sem aldrei vildi
stofna sér í háska að óþörfu!
Þar glímdi Tryggvi frá Klömbrum, sem vildi .
verða frægur fyrir eitthvað. “Mikill orðhák-
ar getur þú verið, strákur!” sagði húsbóndi
lians einu sinni. “Jæja, mín verður þá getjð
að einhverju!” svaraði Tryggvi og lék við
hvern sinn fingur af gleði.
Þar glímdi hann Arni frá Dæli, sem hélt að
boli væri að brölta uppi á bænum, þegar við
Steini komum um hánótt að heimsækja hann.
Þar glímdi Sveinki, sem ætlaði einu sinni
að yrkja svo gullfallegt brúðkaupskvæði. —
“Þessi brúðhjón blessi—” sagði hann, svo klór-
aði hann sér bak við eyrað. Nú, það er eins og
mig minni, hann kæmist aldrei lengra. Maður
skyldi samt gera ráð fyrir, að landið sæi sóma
sinn í því, að veita honnm Sveinka litla skálda-
styrk, svo að liann geti haldið áfram með
kvæðið sitt.
Þar glímdi Jói, sem einu sinni átti svo
marga sauði, að hann gat aldrei talið þá, en þó
heyjaði hann aleinn handa öllum þessum örm-
ul; má af því marka hvílíkur garpur Jói hefir
verið á yngri árum sínum. Það hefir revndar
kvisast, að sauðimir lians Jóa hafi ekki verið
neitt annað en kindarhorn; en burt með alt 'slíkt
kvis
Þar glímdi Nonni frá Þórukoti, sem var alt
af hlæjandi og flissandi. Einu sinni, þegar
presturinn var að spyrja okkur börnin í kirbj-
unni, }>á mvndaði strákurinn sig til að snýta
sér i trefilinn minn, um leið og presturinn sneri
við okkur bakinu; svo hló hann og skældi sig
framan í okkur, góðu börnin, þangað til við
svitnuðum af því, að halda niðri í okkur hlátr-
inum.
Þar glímdi Steini, sem skammaðist sín ekki
fyrir tárin sín, þegar hann grét mest undir hús-
lestrinum.
Þar glímdu allir ólátabelgir, sem vetlingi
gátu valdið.
Síðast stóð Dóri frá Breiða'bólsstað aleinn
uppi; var hann þá yfirlitsbjartur og glaður á
svip.
Sólin brosti"svo blíðlega til okkar, um leið
og ihún hvarf bak við fjallið. Hún hefir ef til
vill brosað af því hún sá með eigin augum, hvað
leikurinn fór vel fram hjá okkur. Það var
komið kvöld. Við drengirnir kvöddumst nú
með hinni mestu blíðu. Síðan reið hver heim
til sín. — Bernskan.
SAMVIZKUBIT.
Eg rak ærnar mínar heim í fyrra lagi og
skildi þær eftir fyrir ofan túnið.
Það hafði verið þoka og súld um daginn;
en nú glaðnaði til, og kom það sér vel, því að
það var talsvert óþurkað liey úti á engjunum
og stór flekkur á túninu.
Eg gekk rakleiðis inn í búr. Þar var mamma
mín að strokka. Eg 'heilsaði henni með kpssi.
Svo fór eg að tína í svanginn.
Mig tók það sárt, að mamma skyldi sí og æ
þurfa að vinna svona baki brotnu. Hún þurfti
bæði að mjalta og búverka, og svo var liún að
skrepppa út á tún til að rifja í hjáverkum sín- I
um, ef nokkur flæsa var.
Það var vani minn, að þrífa af henni bulluna,
þegar hún var að strokka, og hvíla hana dálitla
stund; en í þetta skifti þubmaði eg það fram
af mér.
Eg hafði komið auga á orf og ljá kaupa-
mannsins í túnjaðrinum. Mig langaði svo til
að læra að slá. Það héldu mér engin bönd. Eg
hljóp niður í túnjaðarinn og fór að hjakka.
I þessum svifum kom mamma út á hlað með
hrífu í hendinni og skýlu yfir höfðinu. Hún
kallaði til mín og bað mig að hjálpa sér til að
rifja flekkinn á túninu.
“Já, mamma mín. Eg skal koma rétt undir
eins,” isagði eg.
Svo fór mamma að rifja, en eg hélt áfram
að slá.
“Eg ætla bara að slá eina þúfu enn,” hugs-
aði eg með mér, “og brýna ljáinn einu sinni
enn. ’ ’
Nú var tíminn ekki lengi að líða, mér þótti
svo gaman að sjá, hvemig stráin féllu þúsund-
um saman fyrir glampandi ljánum.
Mér blandaðist ekki hugur um það, að eg
mundi verða dágóður sláttumaður, þegar eg
yrði stór. Hana nú! Þarna rak eg oddinn á
ljánum í stóru þúfuna. En hvað var það að
marka? Orfið var alt of langt handa mér.
Ekki man eg, hvað margar þær voru, þúf-
urnar, sem eg sló, né heldur hve oft eg brýndi
ljáinn; en hitt er víst, að þegar eg kom út á tún-
ið til mömmu, með hrífu í hendinni, þá var hún
að enda við að rifja flekkinn. Hún átti ekki
eftir nema þrjá rifgarða.
Mér var órótt innanbrjóst, en lét þó ekki á
neinu bera. Eg fór að róta í einum rifgarð-
inum og ætlaði nú að láta muna um mig.
“Nei, þú kemur of seint,” sagði mamma
með tárin í augunum og bandaði hendinni á
móti mér. “Eg á það víst skilið, að þú breytir
svona við mig. ”
En hvað augnaráð hennar var angurblítt.
Og höndin á henni. ó, hvað hún var æðaber og
þreytuleg.
“Eg leit undan, henti frá mér hrífunni og
gekk þegjandi burt.
Fyrst kvíaði eg ærnar mínar. Svo ráfaði
eg upp í grösuga laut, skamt fyrir ofan túnið.
Þar flygði eg mér niður og fór að hugsa um
raunir mínar.
“Eg á það víst skilið, að þú breytir svona
við mig.” Þessi orð hljómuðu látlaust fyrir
eyrum mér. “ Jú, þú átt það víst skilið, eða liitt
þó heldur, elsku mamma mín, að eg geri með
hangandi hendi það sem þú biður mig um.”
Mér þótti svo sárgrætilegt, að eg skvldi verða
til þess að gera mömmu minni gramt í geði. Oft
hafði eg strengt þess heit, með sjálfum mér, að
launa henni alla blíðu hennar og ástríki með
því, að vera henni góður og hlýðinn sonur, og
gera henni aldrei neitt í móti skapi; en svona
fór nú þessi drengilegi ástningur minn ut um
þúfur.
Það var kominn háttatími, þegar eg kom
heim. Eg tók skálina mína af borðinu og sett-
ist með hana á rúmið mitt. Mörg höfug tár
hrundu niður í spóninn meðan eg var að borða,
og þótti mér þau æði-beisk á bragðið.
Alt í einu varð mér litið á hund, sem lá fram
á lappir sínar á gólfinu. Þá hugsaði eg með
mér: “Þarna liggur þú, grevið. Eg held það
sé bezt að liggja á gólfinu líka. Eg á víst ekki
betra skilið, fyrst eg er svona vondur við hana
mömmu mína.”
Eg lagðist endilangur á gólfið og ætlaði að
láta þar fyrirberast um nóttina. Að vísu fékk
eg ákúrur hjá fólkinu fyrir þessar kenjar, en
nlér var alveg^ sama.
Nú kom manuna inn í baðstofuna. Hún laut
niður að mér og spurði mig, hvort eg ætlaði
ekki að fara að hátta.
“Það er ekki til neinsj’ svaraði eg í hálfum
hljóðum. “Eg get hvort sem er ekki sofnað,
meðan þú ert ósátt við mig.”
“Það skal alt vera gleymt,” sagði mamma.
“Og aldrei bera við oftar, bætti eg við í
huganum.
Eg spratt á fætur og háttaði í snatri.
Mamma bauð mér góða nótt, eins og hún var
vön, og eg hjúfraði mig upp að henni.
Hún kysti ekki aðeins burt tárin af vanga
mínum, heldur og samvizkubitið og allar dap-
urlegar hugsanir úr huga mínum.
Nú gat eg sofnað rólegur. Eg efaðist ekki
um það. að góður guð mundi láta englana sína
vaka vfir rúminu mínu.
“Ógn er þér heitt á höfðinu, góði minn,”
sagði mamma.
Hún strauk hendinni um ennið á mér og
blí-tt andvarp leið upp frá brjósti hennar —
Bernskan.
F ARFUGLSUN GINN.
Litli vin! Þín ljóðin skær
láta vel í eyra.
Syngdu þau og seztu nær,
svo ég megi heyra.
Helga frá þinn hljómur skír
huga færir mínum.
Æskusælu íe þú knýr
út úr strengjum þínum.
Barnsleg hljóð þín blíð og hrein
blíðka daga langa.
Gleðin lifir í þeim ein
eins og bros á vanga.
Ortu um blómin óðinn þinn,
eg vil hlýða’ á braginn.
Blómin ungu, ástvin minn!
elska sól og daginn.
«
Oft, er sit eg einn þér lijá
úti’ í grænum haga,
ljóðin þín mig láta sjá
liðna sólskinsdaga.
Sælir eru sálu þeir,
sérhver faðm mér býður.
Þá ég elska æ því meir
eftir því, sem líður.
Hug þinn seiðir sumar bjart
senn í burtu frá mér.
Þú vilt skoða margt og margt,
meira’ en sérðu hjá mér.
Frelsið ber þig öi*mum á
út um geiminn víða,
fram á engi, út með sjá,
upp til dala’ og hlíða.
Þegar haustið hnjúkum frá
hefur för til stranda,
flýr þú óðar frost og snjá,
fer til Suðurlanda.
Heimþrá aftur heim um ver
liuga þínum bendi!
Þegar vinhlýtt borið ber
veldissprota ’ í hendi.
Litli vin! Þín ljóðin skær
láta vel í eyra.
Syngdu þau og seztu nær,
svo ég megi heyra.
Minn er felur fölvan ná
fold í skauti sínu,
ástblíð ljóð þín ómi þá
yfir leiði mínu.
—Unga Isl. S. K. Pétursson.
KONA SJÓMANNSINS.
Maður sjómannskonunnar er á sjó og hún
situr nú eftin’æmtingarfull við gluggann og
bíður bátsins.
Herbergi hennar er auðsjáanlega snoturt
og þrifalegt, þótt það sé eigi stórt né fjölskrúð-
ugt. (
Hún hefir alt til reiðu, þegar maðurinn henn-
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Helmili 776 Vlctor St. Phone: 27 122 Wlnnipeg\ Manitoba. H. A. BERGMAN ísl. lögfræhingur. SkrtfBtafa: Room 811 MoÁftbor BuikUns. Portac* Av*. P.O. Box 165« PhDOM: 88 84» og 16 84«
DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimlll: 764 Vlctor St.. Phone: 27 586 Winnipeg-, Manitoba. LINDAL, BUHR &STEFÁNSS0N Islenzkir lögfrasðingar. 856 Main 8t. Tato.: 84 »68 poir hafa ainnig akriMnfur að Lundar, Rlvorton, Glmli og Plneg og oru þar að hitta 4 aftirfyis}- andl tíminm: Lundar: Fyrsta miðvlkudag, Kívorton: Fyrsta flmtudag, GimU: FyraCa mfðvlkudag, Plney: Priðja föatudag I hverjum ménuði
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical ArU Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 HeimllJ: 921 Sherbum St. Winnipeg, Manitoba.
J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbra. Winnipeg, Canada Simi: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdötna.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. HeimlU: 373 River Ave. Tala.: 42 691
JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768
DR. A. BLONDAL Medleal Arts Bldg. Stundar aérstaklega kvenna og barna ajúkdöma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Offlce Phone: 22 296 HeimiU: 806 Vlctor St. Stmi: 28 180
G. S. THORV ALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask.
A. C. JOHNSON 907 Oonfederatiou Ltf* 916». WINNIPBÖ Annast um faateignir manna. Tek- ur að sér að ftvaxta sparifé fölke Selur eldsábyrgð og blíreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað eamatundto. Skrlfstofuslmi: 24 268 Heimaslmi: 33 338
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega peningalán og elda- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349
A. S. BARDAL 84) gberbrooke 8u Seiur llkktotur o* annaat um Ot- fartr. Allur ötbúnaður ek beML Ennfremur Mkir bann altokooar minntovaröa o* togatelna- Skrifstofu tato. 86 607 HebnUto Tals.: HU6
Reeidence Office Phone 24 206 Phone 24 968 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzJkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg
ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Simi 71 89S
DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877
Dr. C. H. VR0MAN TannUekntr 606 Boyd Bulldlng Phone 8« 1T1 WINNIPEO.
Gv W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street Þriðja hús norðan við ftarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstimi: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—6 a. h.
*
ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-»öluhú*ið ■mm þessl borg heflT nokkurn táme ha/t innan vébanda slnna. Fyrlrtaka mAltieir, akyrk pönnu- kökux, rullupyíau og þjöðrwknto kaffl — Utanbœjarmenn fa ■* J Xva.li fyrat hresaingu 1 VDlTVtlJ, CAFE, «»a Sargeat Aw »ml: B-*1»T. Rooaey Stevena. elganéh.
DRS. H. R. & H. W. TWEEdJ Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg
ar kemur hrakinn og kaldur heim af sjónum:
ketillinn rjúkandi á lilóðunum og bollarnir á
borðinu, svo að hann megi taka úr sér hrollinn.
1 glugganum stendur saumakarfan hennar,
því að hún hefir verið að bæta úlpuna karlsins
síns. Nú hefir hún lokið því og lagt hana frá
sér á stól.
En í vöggunni sinni blundar barnunginn
hennar hægt og hóglega í djúpri draumaró.
Jafan er þeim hætt, sem á liafinu fer, því að
‘milli fjörs og feigðar er fjalborð allra veikast.’
Hún hefir því setið alvörugefin og áhyggju-
full \dð vinnu sína og beðið þess með óþreyju
og örvæntingu, að sæist til bátsins. Hann ber
ástina hennar, vonirnar og lífsgleðina, því er
von að hugurinn dvelji við hafið.
Nú sér hún loks til bátsins. Þá er þungum
steini létt af brjósti hennar. Hún verður hug-
rórri og hjartað slær léttara, en gleðin og frið-
urinn, sem stafar af því, að sá sem hún ann
liugástum, er heill á húfi og úr allri hættu, fær-
ist eins og sólskin yfir andlit hennar.
—Unga tsl.