Lögberg - 03.10.1929, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBÐR 1929.
Bls. 5.
hversu fólk bezt fengi notið hljóm-
leika og skilið tónsmíðar. Talaði
hann þar bæði til þeirra, er engr-
ar tónmentar hafa notið og hinna
er hafa meiri eða minni þekkingu
á hljómlist. Varaði hann sérílagi
við, að mynda sér fyrirfram sleggju
dóma um nokkurt tónverk, söngv-
ara eður hljóðfæraleikara. Held-
ur ráðlagði hann öllum að hlusta
með þeim ásetningi, að njóta alls
þess, sem fagurt væri og vel gert,
og gæta þess vel að opna svo huga
og sál, að ifegurð hljómanna fengi
notið sín óhindruð. Einnig hversu
skaðlegar þær persónur væru list-
inni, er fullar væru af öfund og
öfgum í garð annara, og hversu
mikils slíkir færu á mis, því “sér
grefur gröf þó grafi.”
Hin ræðan, um framtíð íslenzkr-
ar hljómlistar, var sá hluti skemti-
skrárinnar, er mesta athygli vakti.
Munu margir áheyrendanna lítt
hafa skilið þann boðskap, þótt
ungur maður færast mikið í fang
að halda fram, að íslendingar
fengu skapað nýja stefnu í tónlist
framtíðarinnar og lagt fram mik-
ilvægan skerf til lista, er hrífa
mætti allan hinn siðaða heim. Má
koma með mörg rök með og móti
slíkri skoðun, og getur framtíðin
ein ór því skorið. Hann kvaðst
MARTIN & CO.«
HIN 9. ARSÚTSALA
LÁTiÐ EKKI TÆKIFÆRIÐ
ÚR GREIPUM GANGA
Hér er tœkifœrið til að kaupa
Urvals föt gegn vægum
afborgunum
Hin auðveldu kjör vor, hafa reynst
þannig, að hundruð af bezt klæddu
mönnum í borginni, ganga í föt-
um frá oss. Reynið búð vora
sjálfir. Þér munuð undrast yfir,
hve góð föt vor eru.
rrir
NIÐUR
Sendum vér yður havað alfatnað
eða yfirhöfn sem er í búðinni, upp
að $50 virði. Afganginn í viku-
eða mánaðar borgunum.
YFIRHAFNIR
Bláar Ghinchilla og Meltons, með
samfeldum eða flauels kraga og
Guard sniði.
$29-50
$39-50
$35.00
$45-50
Barrymores oé Tweeds
$19-75 $45.00
CAMEL HAR
OG PILE
$55°" J6950
$75.00
ALFATNADIR
Hin ágætu Navy Blue Serge föt, af 4 tegundum. Einhnept
eða tvíhnept. Tvíhnept vesti og Pleated buxur. Notch and
peak lapels.
Fötin ábyrgst
$35°° $39 50 $43.00 $49.50
ÚRVALS WORSTEDS ogTWEEDS
Röndótt 0g köflótt. Blá, grá og af öllum litum.,..j..
Fyrir gilda, stutta, háa og meðál-háa menn.
»24« »29.5» $35.00 »39
KVENFATADEILDIN
FUR TRIMMED COATS
s19 75 til
FUR COATS
*65°" til *265®“
KJÓLAR
!12 75 til *39 5*
Búðin opin til kl. 10 á laugárdögum.
.50
finna sárt til, 'hversu íslendingar
létu lítið til sín taka og teldu
sjálfsagt, að þeir hefðu engar
tónsmíðar til síns ágætis, er eftir-
tektarverðar væru 0g væru of
vantrúaðir á mátt sinn. Þeim
fyndist hljómlist sín einskisvirði,
og héldi að svo myndi það verða
um tíma og eilífð. Jafnvel gengi
svo langt hér í landi, að þeir hreint
og beint skömmuðust sín fyrir að
vera íslenzkir á sviði tónanna og
auðmjúklega fetuðu nákvæmlega í
fótspor annara þjóða 0g þess vegna
kæmi þeim ekki til hugar að leita
nýrra leiða. Afleiðing þessa á-
stands er sú, að minna er eftir ís-
lendingum tekið en ella. í því
sambandi nefndi hann tónskáldið
Björgvin Guðmundsson, sem er
íslenzkur í húð og hár, þrunginn
af íslenzkum anda og dettur aldr-
ei í hug að vera neitt annað.
Þótti Tryggva Björnssyni senni-
legt, að Björgvin mundi verða
leiðtogi og brautryðjandi nýrrar
stefnu í tónlist, er væri íslenzk
eða norræn að eðli og innblásin
af sama anda og það bezta í ís-
lenzkum bókmentum að fornu og
nýju. Að lokinni ræðunni, lék
hann þrjú íslenzk lög, tvö eftir
Björgvin Guðmundsson og eitt eft-
ir sjálfan sig.
Áheyrendurnir létu óspart í
Ijós ánægju sína með lófaklappn
og hlustuðu með gaumgæfni á alt
er fram fór. Það komu ekki mjög
margir á samkomuna, og er það
lítt örvandi fyrir ungan lista-
mann, en þeir sem komu, virtust
njóta þess ágætlega, og munu ætíð
minnast þeirrar stundar með
ánægju.
Tryggvi Björnson finnur glögt,
að hann á íslenzkri menningu, ís-
lenzkri speki og þrótt mest að
þakka. Þótt hann sé fæddur í
Bandaríkjunum og hafi þar og í
Canada hlotið alla sína mentun, þá
veit hann að þjóðareinkenni þess-
ara landa eru ekki nægilega mót-
uð til að framleiða þjóðlega list,
og öll mikil list er þjóðleg. Ein-
kenni hverrar þjóðar lýsa sér
greinilegast í þeirra stærstu lista-
verkum, en þó þannig, að allar
aðrar þjóðir skilja þau vel. Sá
sem hér er alinn og kýs listina sem
lífsstarf, verður því að leita að
þjóðlegum grundvelli hjá þjóð-
flokki forfeðrq sinna. Maður af
íslenzku bergi brotinn, má því
eigi glata þjóðereinkennum sínum,
EASY PAYMENTS LTD.
Portage and Hargrave 2nd Floor Wpg. Piano Bldg.
því glati hann þeim, glatar hann
og þeim grundvelli, er móta mætti
list háns og gefa henni gildi. ís-
lendingar, þó fæddir séu í þessu
landi, hafa ekkert tilkall til þjóð-
areinkenna Breta, og canadisk
þjóðareinkenni viðurkenna állir
að ekki séu mótuð enn þá. Að fá
að láni þjóðerni frá Bretum til að
skrýða sig með, gabbar enga, og
allra sízt Breta sjálfra, sem fyrir-
líta alla, sem reyna að sýnast
annað en þeir eru. Þeir sem reyna
vísvitandi að glata þjóðareinkenn-
um sínum, gera slíkt af misskiln-
ingi. — Tryggvi Björnsson ann
landinu, sem hefir alið hann, og
talar ágætlega ensku, en hann
veit, að bezta gjöfin, sem hann
hefir að bjóða fósturlandi sínu,
er að vera sjálfum sér trúr og nota
sér sem bezt arfleifð þá, er forfeð-
ur hans gáfu honum, íslenzkt eðli
og menning.
Þetta er alls ekki sá vegur, sem
flestir aðrir fara að leita gæfu og
frama, en þeir er af fjöldanum
bera og vinna stórvirki, fara aldr-
ei fjölmennustu götuna; mikil-
mennin kanna ókunna stigu og oft
einir síns liðs.
Salóme Halldórson bauð Tryggva
Björnson velkominn og með fáum
og hlýlegum orðum gat um upp-
runa hans og æfiferil, í upphafi
samkomunnar. Pálmi Pálmason
lék nokkur lög á fiðlu til að gera
skemtiskrána fjölbreyttari. Lék
hann mjög vel og er auðfundið, að
hann er verulegt fiðluleikaraefni,
hefir ágætt vald á hljóðfærinu og
góðan skilning á þvi, sem hann
fer með. Er vonandi að fólk fái
tækifæri að hlusta á hann oft;
það var sönn ánægja að hlusta á
leik hans.
í þessari grein hefi eg alls ekki
reynt að skýra frá öllu, sem var
þesS virði að komast fyrir almenn-
ings sjónir úr ræðum Tryggva
Björnsonar. Þeir sem voru þar,
þunfa ekki minnar sögusagnar við
og hinir, sem ekki komu á sam-
komur hans, hefðu átt að vera
þar.
Ragnar Hjálmarsson Ragnar.
FRÁ ÍSLANDI
Nýlega er látin á heimili stjúp-
sonar síns, Bjarna Benediktsson-
ar kaupmanns á Húsavík, frú Ásta
Þórarinsdóttir, ekkja séra Bene-
dikts Kristjánssonar prests á
Grenjaðarstað. Frú Ásta var hin
mesta merkis- og sæmdarkona.
All Week of October 7th
ALL SEATS AT NIGHT 25c
An Epic Entirely in Lovely Color—
“THE VIKING”
Hvað þér sjáið:
1 •
Árás Víkingaflota á enskan kastala.
Uppreisn á Víkingaskipi.
í’ögur Víkingastúlka kemst um borð í skip, undir
því yfirskyni, að hún sé venjulegur sjómaður.
Orusta milli Leifs hepna og hins grimmgeðjaða
ffíður hans, Eiríks rauða.
Ungur Englendingur fellir ástarhug til stúlkunn-
ar — þræll dýrkar prihsessu.
Strendur Ameríku koma í ljós, eftir ótölulegar
vökunætur í hrakningum um ókunn höf.
The Biggest Picture since
“The Big Parade ’and
“The Birth of a Nation’’
REMEMBER!
This Picture is Big, But We Are Asking Only
Small Admission Prices
CVTD A I Laurel and Hardy in
LAIIyA! THE BACON GRABBERS,
AMfVf ONE WEEK
UllLI ! AND PLEASE
DO NOT WAIT UNTIL SATURDAY — SEE IT NOW
Olfert Richard
er látinn í Kaupmannahöfn, eftir
uppskurð, 57 ára gamall. Er þar
fallinn frá einn mesti kennimað-
ur Danmerkur. Með framkomu
sinni, ræðum sínum og innileik
sínum í guðsþjónustu, skipaði
hánn sér aðalsess meðal presta,
og hin fjölmörgu rit hans bera í
senn vott um afburða hæfileika
og einlægan vilja á því að leiða
menn til guðs. Æskulýður dan-
merkur saknar leiðtogans. Hina
sérstöku afstöðu hans til lærðra
og leikra, skapaði ekki hvað sízt
hin ötula framganga hans í stofn-
un K. F. U. M.. Á unga aldri safn-
aði hann ungum mönnum undir
merki Krists og með áhuga og öt-
ulleik hvatti hann þá til stórræða,
og að forgöngu hans var bygt
stærsta samkomuhús K. F. U. M.
á Norðurlöndum. Þar var það, að
hann fékk kraft þann og guðmóð
í prédikanir sínar, að við dauða
hans á landið á bak að sjá sínum
fremsta ræðusnillingi, enda flykt-
ust menn svo í kirkju til hans, að
aldrei var nóg húsrými, og það
skeði iðulega að konungsfjölskyld-
an hlýddi á messu hjá honum. •—
Orðsins list er hverful, en áhrif-
in og straumhvörfin, sem hann
olli, eru varanleg.
Jafnframt prestsstarfi sínu rak
hann mikla bókmentaiðju, sem í
sinni röð er með því fremsta, er
Danir hafa skapað, og sem í þýð-
ingum hefir farið víða um heim.
Eftir kenningum hans er víða far-
ið úti um heim í uppeldi unglinga.
Fyrirlestrar hans við háskólann
voru afar fjölsóttir, og það er því
merkilegra fyrir þá sök, að hann
valdi ekki vísindaefni, heldur gaf
ráð um starf-prestanna. En efnið
var hugðnæmt og flutt af þeim
krafti, að áhrifin munu lengi lifa.
Afstaða hans gagnvart söfnuði
sínum var hin fegursta, enda
hafnaði hann meir en einum bisk-
upsstóli, til þess að geta þjónað
embætti sínu í Kaupmannahöfn.
Sá er þetta ritar spurði einu
sinni Olfert Richard, hvaða ritn-
ingarstað honum þætti vænst um.
Hann svaraði, að sér þætti vænst
um Mattheus 2:10, þar sem sagt
er frá vitringunum frá Austur-
löndum: #<En er þeir sáu stjörn-
una, glöddust þeir harla mjög”.
Þetta er skiljanlegt vegna þess, að
hann fann, að hann átti sér leið-
arstjörnu í lífinu, og að hann leit-
aði sí og barnsins í jötunni. Starf-
semi hans byrjaði meðal barna,
og mð andríki sínu og eldheitri
trú skapaði hann sér söfnuð feðra
og mæðra. Hann gat leyst hið
erfiða hlutverk, að safna hinum
hverfula æskulýð nútímans undir
merki Krists, vegna þess að hann
var sjálfur nútímamaður — ó-
hræddur við að leggja inn á nýjar
brautir í prédikunum sínum. Hann
CUNARD LINE
1840—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir Canada.
1NS3 Jupcr At«.
edmonton
1N Ptnder Block
SASKATOON
401 Lancaster Blda.
CALGARY
270 Maln St.
WINNIPEG, Man.
3* Welllnaton St. W.
TORONTO, Ont.
227 St. Sacrament St.
MONTREAL, Oue.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs, Sví-
þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá
Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferðast
með þessari linu, er þaö, hve þægilegt
er aö koma við í London, stærstu borg
heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir
Norðurlönd. Skrifstofustjórinn er
Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd-
um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og
vinnulkonur, eða heilar fjölskyldur.—
Þáð fer vel um frændur yðar og vini,
ef þeir koma til Canada með Cunard
línunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp-
lýsingum og sendið bréfin á þann stað,
sem gefinn er hér að neðan.
Öllum fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
talaði ætíð blátt áfram, óháður
allri hefð í ræðulist, en prédikan-
ir hans voru þrungnar töfrakrafti,
0g þótt mál hans væri blátt áfram,
var það þróttmikið og lipurt, og
hann notaði oft dæmisögur úr dag-
lega lífinu, að dæmi meistarans
frá Nazaret. — Vegna meðfædds
smekks hans, fór hann aldrei yfir
takmörk þau, er slík venja hlýtur
að setja sér, en þeir, sem líktu
eftir honum, urðu að temja sér
aðferð hans með þjálfun og lær-
dómi. Þess vegna varð hann líka
að hafa það á hendi, að kenna
öðrum prestum. — Hann var al-
þýðumaður í orðsins fylsta skiln-
ingi. Þess vegna syrgja hann all-
ir þeir, er nokkur kynni hafa haft
af honum, bæði ungir og gamlir.
Frekar en nokkur prestur gat
hann tileinkað sér orð guðspjalla-
mannsins: “En er þeir sáu stjörn-
una, glöddust þeir mjög.” Leggi
maður þann skilning í stjörnuna,
að hún tákni takmark lífsins, þá
hefir hann fyllilega náð því tak-
marki. —
Eyvind Rafn.
—Morgbl. 23. júní.
Hús Roald. Amundsens í Svarta-
skóg, nálægt Osló, á nú að verða
hæli handa gömlum sjómönnum,
sérstaklega þeim, sem ferðast hafa
í íshöfunum; þykir þessi rðástöf-
un mjög í anda Amundsens sál.
sjálfs.
—Tíminn.
Til Islendinga í Vatnabygðum...
Hr. Einar P. Jónsson, ritstjóri
Lögbergs:—
Viljið þér gera svo vel að geta
þess í blaði yðar, að vönduð sam-
koma verði haldin 1 Wynyard, að
kveldi þess tíunda október. Sam-
koma þessi verður nánar auglýst
í þessu umhverfi.
Þessi árlega samkoma, í sam-
bandi við kennaraþing það sem
hér er haldið árlega (Teachers’
Convention)i, hefir fengið það orð
að vera með þeim allra vönduð-
ustu, sem haldnar eru hér um slóð-
ir; eru vanalegast fengnir al-
kunnir ræðumenn, sem eru viður-
kendir leiðtogar á sínum sviðum
og að sama skapi til annara hluta
vandað, svo sem söngs 0. fl.
í ár viljum vér sérstaklega
draga athygli landa í Vatnabygð-
um að þessari samkomu, af því
þar gefst þeim kostur á að hlusta
á einn allra fremsta ræðusnilling
meðal íslendinga í Canada, Capt.
Joseph Thorson, M.P. Hefir hann
góðfúslega lofast til að vera við-
stadur og flytja þar erindi. Vér
eigum því fyllilega von á að land-
ar, ekki síður en innlendir, verði
fjölmennir við þeta tækifæri. Pró-
gram verður nákvæmar auglýst í
öllum bæjum þessarar hygðar.
Yðar einlægur,
Björn Hjálmarsson.
FIRE £ PREVENTION g WEEK 0) PREVENTION y WEEK
October 6th til 12th
MANITOBA’S FIRE LOSS
For 1928
TVENTY-TWO
(22)
HUMAN LIVES
$2,384,923
1N PROPERTY
DESTROYED
Will You Help
To reduce this sacriíice oí hnman
lives and wasted dollars ?
By co-operating with the Fire Prevention Branch of this
Province in an efifort to eliminate the causes of fire, 70%
of which are due to carelessness, i.e.,
1. Careless smoking.
2. Careless use of gasoline.
3. Kindling fires with coal oil.
4. Careless use of electrical devices.
5. Careless disposal of hot ashes.
6. Defective Chimneys.
Issued by authority of
HON. W. R. CLUBB,
Minlster of Public Works
and Fire Prevention Branch
E. McGRATH,
Provinclal Fire Commissioner,
Winnjpeg.
• Dýr skófatnaður
Nýlátinn er í Ameríku próf.
Matthew Hilgert, sem frægur var
orðinn fyrir skó þá er hann smíð-
aði. Hann gékst aðallega við að
smíða skó á vanskapaða og meidda
fætur, og það kom aldrei fyrir, að
honum tækist ekki að gera skóna
svo úr garði, að sjúklingurinn
gæti ekki gengið óhindraður á
þeim og væri ánægður með þá.
Nafn hans varð fyrir nokkrum ár-
um alþekt, þegar hann höfðaði
mál á hendur auðmanni í New
York, sem veigraði sér við að
borga 5 þús. dollara fyrir skó, er
próf. Hilgert hafði smíðað á hann.
Það má nærri geta, að próf. Hil-
gert varð enn frægari, er hann
vann málið. Dómarinn komst
nefnilega eftir langa rannsókn að
þeirri niðurstöðu, að skórnir væru
fullkomlega þess virði. Ekki nóg
með það, að prófessorinn hafði
verið í meir en sex mánuði að búa
þá til, heldur játaði auðmaðurinn,
að hann hefði aldrei fengið betri
skó, og það upplýstist, að próif.
Hilgert var fremsti sérfræðingur
í heimi í þessum efnum. Skó sína
smíðaði hann eftir nákvæmum af-
steypum af fótum sjúklinganna,
og eftir því lögmáli, að það, sem
fellur jafnt að líkamanum, finst
mönnum mjúkt. Þetta verð, 5
þús. dollarar, var auðvitað það
hæsta verð, sem hann tók, en samt
sem áður voru margir, sem urðu
að borga honum yfir þúsund doll-
ara. En nú er 'hann sem sagt lát-
inn og fjöldi viðskiftavina grætur
þennan velgerðamann sinn. —
Mgbl. 2. júní.