Lögberg - 03.10.1929, Síða 6

Lögberg - 03.10.1929, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1929. Bls. 6. í ; Mánadalurinn EFTIR J AC K LON DON. Heimili Halls stóð öllum þessum vinum hans og félögum ávalt opið. IJað var eins og nokkurs-konar samkomustaður. I húsinu var ein afarstór stofa, sem var vel útbúin að öllu leyti. Þar var mikið af bókum og ávalt nvj- u.stu blöð og tímarit. Þarna voru þau Willi og Saxon áva'lt velkomin, og það leið ekki á löngu þangað til þau fóru að vera þarna eins og heima hjá sér. Þarna var rætt um alla skapaða hluti milli himins og jarðar, og þar var mikið sungið og leikið á hljóðfæri. Þarna gerðu konumar líka allskonar hannyrðir og þeim þótti meir en lítið vænt um að fá Saxon í hópinn, því þar gat hún kent þeim margt, sem þær kunnu ekki áður. Þau höfðu ekki verið heila viku í Carmel, þegar Willi kom einu sinni að máli við Saxon og sagði: “Þú getur ekki ímvndað þér, hvað eg sakna þess, að þú skildir eftir beztu fötin þín í Oak- land. Er nokkuð á móti því að skrifa Tom og biðja hann að senda okkur eitthvað af þeim? Þegar við förum héðan, getum við sent honum þau aftur. ” Saxon skrifaði Tom, og hún var óvanalega glöð í huga. Maðurinn hennar elskaði hana eins og áður. Nú hafði hún aftur séð sömu ást- ina í augum hans, eins og fyrrum, en sem hafði verið hulin einhverjum skugga meðan erfið- leikar verkfallsins mikla grúfðu yfir þeim. “Þær eru vel klæddar, sumar konurnar hérna, en engin þeirra eins smekklega eins og þú, ef eg hefi nokkurt vit á á þeim hlutum,” hafði hann sagt við hana. “En ef þetta kemur ekki, sem þú baðst Tom um að senda þér, þá veit eg ekki hvernig fer fyrir mér.’’ Hall átti tvo reiðhesta, og eins og við mátti búast, drógst hugur Willa mjög að þeim. Voru hestarnir geymdir hjá manni, sem hafði stórt hesthús og leigði hesta og vagna ferðafólki, sem þarna kom. Hann flutti líka póstinn milli Carmel og Monterey. Þegar hann leigði ferða- fólki vagn og'hesta, varð hann einnig að leggja til keyrslumann. Þar var Willi hentugur mað- ur, og var hann oft beðinn að keyra með ferðfa- fólk þar um nágrennið. Fyrir það fékk hann þrjá dali á dag. “Það lítur1 nokkuð stórt á sig margt, af þessu ferðafólki, sem hér er á ferð,” sagði hann einu sinni við Saxon. “Og það hefir allra hapda siðvenjur, sem eg kann ekki við. Það segir æfinlega Mister Roberts, í staðinn fyrir að kalla mig Willa, eins og eg hefi vanist. Það er eins og því sé einlínis ant um oð láta mig finna, að eg sé lægra settur heldur en það sjálft. Eg er nú samt ekki beinlínis þjónn, en samt ekki nógu góður til að jafnast á við þetta ferðafólk. Því finst eg vera einhvers staðar svona mitt á milli þess að vera keyrslumaður, sem sjálfur á hestana og vagninn, og þjónn. Þegar það fær sér að borða, þá verð eg alt af að borða einn út af fyrir mig, eða þegar hitt fólkið er búið. Alt öðru vísi en hjá Hall í>g hans fólki. Og þetta fólk, sem eg var með í dag, það hafði alveg ekkert handa mér. 1 hvert sinn, sem eg keyri fólk hér eftir, vil eg að þú takir til nesti handa mér, svo eg sé ekkert upp á það kominn. Eg vil ekkert af því þiggja, þessu hyski. Einn þeirra ætlaði einu sinni að gefa mér peninga. Eg þóttist ekki sjá það og gekk í burtu og maðurinn glápti á mig og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið’’ Willa féll verkið vel engu að síður og hon- um þótti miklu skemtilegra að keyra fjóra vilj- uga keyrsluhesta, heldur en vinnuhestana, sem hann var vanastur við. Hann gat ekki stilt sig um að keyra stundum æði hart og kannske dá- lítið gapalega, einkum þegar hann vissi að fólkið, sem í vagninum var, var óvant ferðalög- um og kannske ekki sérlega kjarkmikið. Ef til þess kom, að hestur yrði veikur eða meiddist, þá vissi Willi vanalega bezt hvað gera skvldi og það miklu betur en eigandinn. “Þarna gæti eg fengið stöðuga vinnu, ef eg bara vildi,” sagði hann einu sinni við Saxon. “Það er allstaðar úti í sveitunum hægt að fá nóga vinnu fyrir hvern mann, sem vill vinna og getur eitthvað gert. Eg er viss um, að þarna get eg fengið sextíu dali um mánuðinn. Eig- andinn hefir fyllilega gefið mér það í skyn, Nú gæti eg vel keyrt sex hesta, og ef eg hefi einhvern tíma tækifæri til þess, skal eg taka þig með mér og við skulum skemta okkur vel.” Willi tók lítinn þátt í samtalinu í stóru stofunni hjá Hall. Honum fanst nauða lítið til þess koma. Tímanum, sem til þess fór, fanst honum heldur illa varið og vera nær að verja honum til að æfa sig í einhverjum íþróttum, eða þá til að spila, ef ekki vai* annað. Saxon þar á móti hafði mikla ánægju af þessu sam- tali. Þó hún skildi að vísu ekki nema tiltölu- lega lítið af því, sem fólkið var að tala um, þá skildi hún nógu mikið til þess að hafa skomtun og ánægju af því, og var það vafalaust tilfinn- ingin meir en þekkingin, sem því réði. Eitt af því, sem Saxon gat ekki skilið, var hið mikla bölsýni, sem alt af skaut upp höfðinu við og við. Bar einna mest á því hjá írska leik- ritaskáldinu, og var hann ákafur bölsýnismað- ur. Ungur maður, St. John að nafni, sem skrifaði ritgerðir fyrir tímarit, var reglulegur anarkisti og lærisveinn Nietzsohe. Masson mál- ari hélt því fram, að eftir dauðann svæfu allir menn eilífum, tilfinningalausum svefni. Hall var vanalega kátur og glaður, gekk stundum lengra en nokkur hinna og var öllum hinum ó- ánægðari. Þegar talið snerist í þessa átt, hafði Saxon mikla samhygð með þessum börn- um listarinnar, sem henni fanst að öðru fólki frekar ætti að vera ánægt. Eitt kveldið sneri Hall sér alt í einu að Willa, sem hafði svona að einhverju leyti fylgst með samtalinu, og skilist helzt, að þessu fólki, sem vafalaust var svo framúrskarandi gáfað og mentað, liti þannig á lífið, að það væri lítið annað en endalaus barátta, sem æfinlega end- aði með algerðum ósigri. “Heyrðu, þú þarna heiðingi, sem ert feitur og sællegur eins og uxi og hefir hestaheilsu og ert altaf glaður, hvað heklur þú um alt þetta?” “Eg hefi haft nóga örðugleika við að stríða,” svaraði Willi hægt og seint, eins og hann var vanur. “Eg hefi tekið þátt í miklu verkfalli, sem varð alt til ónýtis og verra en það. Eg ihefi orðið að pantsetja úrið mitt og ekki getað borgað húsaleiguna eða keypt okkur mat til að borða. Eg hefi hvað eftir annað lent í illindum við aðra menn og verið barinn til óbóta og barið aðra, og eg hefi verið settur í tukthúsið, af því eg hagaði mér eins og asni. Mór skilst, að þið haldið að það sé bezt að vera svín, sem verið er að ala til slátrunar, því að svíninu líður vel, þegar það hefir nóg að éta og hefir engar áhyggjur af neinu, en mennimir eiga alt af í endalausu stríði.” “Þetta er ágæt hugmynd hjá þér um svín- ið. Það er náttúrlega langbezta lífið, að hafa engar eftirlanganir til neins annars en að seðja munn og maga, og geta veitt sér það, og mega svo hverfa inn í tilveruleysið.” “En þá nýturðu ekki þess, sem gott er og ánægjulegt í lífinu,” svaraði Willi. “Segðu mér hvað það er, ef þú getur,” sagði Hall. Willi hugsaði sig um dálitla stund. Honum virtist lífið hafa margt gott að bjóða, en fann hins vegar til þess, að það var enginn hægðar- leikur að lýsa því, eða gera það öðrum ljóst. Honum gekk erfitt að komast á stað, en liðkað- ist að tala, þegar fram í sótti. “Ef þú hefir einhvern tíma reynt krafta þína og fimleik við annan mann, sem er þér jafn snjall, en samt unnið sigur, þá skilur þú kannske hvað eg á við. Jim Hazard og eg njót- um mikillar gleði, þegar við syndum gegn um brimið langt út í sjó, og því meiri, sem öldurn- ar eru hærri. Og okkur líður vel, þegar við á eftir erum búnir að taka steypibað og þurka okkur svo og nugga vel og vandlega, og líkam- inn er allur liðugur og skinnið mjúkt eins og silki----” Hann þagnaði, og fann vafalaust, að honum var alveg að mistakast að gera það ljóst, sem fyrir honum vakti. “Við vitum þetta alt saman, Willi, sem þú ert að reyna að segja,” sagði Hall. “En við vitum líka, að þegar fer að líða á æfina, þá kemur gigtin og sykursýkin og krabbameinin og allir aðrir kvillar og gera manni lffið ó- bærilegt.” AVilli gerði aðra tilraun: “Maður nýtur áreiðanlega margra gæða í lífinu. Það er gott að vera hraustur og heilsugóður. að er gott að drekka kaffið, sem hún Mrs. Hall býr til, en það er bezt af öllu, að eiga konu, sem maður elskar og sem elskar mann. Það eru mestu gæði, sem lífið hefir að bjóða. Lítið þér bara á hana Saxon, og þá hljótið þið að skilja, að mér finst lífið bjart og blítt.” Kvenfólkið gerði mikinn róm að því, sem Willi sagði. “En setjum nú svo, að þú hættir að vera svona hraustur, eins og þú ert nú, og það farí að brezta og braka í skrokknum á þér, í hvert sinn, sem þú hreyfir þig, rétt eins og rvðguðum hjólbörum,” sagði Hall. “Eða setjum svo, að Saxon yrði leið á þér, og færi burt með ein- hverjum öðrum. Hvað þá?” “Það hefir ekki komið fyrir enn þá, og kem- ur kannske ekki fyrir fyrst um sinn,” svaraði Willi. “Lítið þið bara á Saxon,” sagði Hall. “Hún stokkroðnar. En hvað hefir þú að segja um þetta, kona góð?” “Eg hefi það að segja,” sagði Saxon, að það er engin kona ánægðari en eg, og engri konu þvkir meira til manns síns koma, heldur en mér þykir. ” “Eg býst við, að þú hafir réttara fyrir þér, en við hinir,” sagði Hall við Willa. “Eg veit ekki,” sagði hann seinlega. “Þið hafið lesið svo mikið, að þið líklega vitið miklu meira en eg. ” “Láttu það ekki henda þig, að taka aftur það sem þú sagðir,” sögðu konumar, margar í einu. Willi var enn seinn til svars, en sagði þó, eftir nokkra umhugsun: “Hvað sem þessu líður, þá vil eg heldur vera eins og eg, heldur en vera veikur af of- miklu bókviti. Einn koss frá Saxon er betri, en öll bókasöfn veraldarinnar. ” X. KAPITULI. “Það hljóta að vera hlíðar og dalir, og frjó- samt lahd og ár og lækir, og góðir keyrsluvegir og jámbrau^ir einhvers staðar nærri, mikið sólskin og nógu kalt til að hafa teppi ofan á sér á nóttunni, og ekki bara furatré, heldur allskonar önnur tré og nóg beitiland fyrir hest- ana og kýmar hans Willa og dýr og fuglar handa honum að skjóta-----” “0g ekki þoka,” skaut Saxon inn í, því hún efaði ekki, að Hall væri að tala um landið, sem þau Willi ætluðu sér að finna og setjast að á. Hall skellihló. _ . “Og náttgalar, sem eiga þar heima í ollum trjám,” hélt hann áfram, “og blóm, sem aldrei fölna, og býflugur, sem stynja ekki og mjólk og hunang og óskasteinar—. Já, eg veit svo sem hvar þennan stað er að finna. Eg skal bara sýna þér.” „ Hún beið, meðan hann var að skoða kort al ríkinu, sem sýndi alla vegi, sem lagðir voru þegar það var 'búið til, og vegi sem til stóð að lagðir yrðu. Hann fann ekki þar það sem hann var að'leita að, og þá tók hann stórt kort, og þó það sýndi öll lönd jarðar, þá fann hann samt ekki þetta sælunnar land. , “Eg get ekki fundið þetta núna, en^ef þu kemur hérna í kveld, þá skal eg vera búinn að finna það.” Þegar hann kom um kveldið, fór hann með henni út fvrir húsdyrnar og lét hana horfa á tunglið gegn um stóran kíkir. Á HEIÐUM Eftr Henrik Ibsen. I. Eg bind í snatri’ á bakið mal og byssu tek í mund; og hurðum loka’ og liirzlum skal. Eg hverf í burt um stund. Til gömlu mömmu gái ’ ég inn, en geng strax út um hæl; legg hönd á öxl og kyssi kinn. Eg kem brátt heim í þetta sinn og segi: Vertu sæl! Svo liggur upp um berg og börð í bugðum gatan mín. Eg lít til baka', á lágan fjörð í logni tunglið skín. Hjá granna mínum gatan lá að garði; kvöldsins frið eg hvíla yfir öllu sá. En eitthvað bærðist, fanst mér þá, við garðsins grindahlið. Þar stóð hún leynd og leit til mín, í ljósum sumarkjól, og hvíslar: Sæll! svo fríð og fín sem fjóla’, er grandin ól. Og brosi á annað augað brá, úr öðra gletni skein. Að hliði garðsins hljóp eg þá, og hún stökk ekki burt mér frá, þótt væram við þar ein. Um ljúfa snót eg lagði arm; hún Íitum skifti fljótt. Eg dró mér skjótt að brjósti barm, er bærðist títt og ótt. Eg sagðist elska hana heitt; það héldist alla tíð. Eg gæti hana’ alt lífið leitt. Hún leit á tá sér, sagði’ ei neitt, svo barnsleg og svo blíð. Hún vildi í fyrstu flestu slá á frest í þetta sinn. En ást mín var svo eldheit þá og æstur hugur minn. Að lokum með mér fylgdist fljóð. Mér fanst með tendruð blys í hæðum dansa hulduþjóð; eg hevrði sungin álfaljóð og kveða draug í dys. Og leiðin okkar lá upp börð og lyngi gróinn stein. Og tunglið dræmt um dal og fjörð í dúnalogni skein. Eg hafði’ hana upp á hamar leitt, um heljargjá í kring; og enn var mér í huga heitt, og hún að byrja’ að verða þreytt. Þar lögðumst við í lyng. Og tíminn leið svo hægt og hljótt. Hún hvíldi brjóst mitt við, og okkur vígði norn þá nótt við næturgala klið. Nú hef ég gleymt hvar hugur flaug, er hjartans logi brann. En þótt eg raddir heyrði’ úr haug, eg hræddist hvorki álf né draug, því sæll er sá, sem ann. II. I fjallagili’ ég sat og sá, að sól úr djúpi rann og lyfti skuggum legi frá, en logi’ á fjöllum brann. Svo leit eg niður, löng að sjá var leið um farinn veg, og lítið hús ég horfði á. Þar heima áttu niður frá hún móðir mín og ég. Um þakið riðar reykurinn. Þar rækir hún sitt starf, er vöknuð, og um vefinn sinn nú víst hún sinna þarf. I vanastarfi stritar þú. Þig styrki guð. — En þá, er heim eg kem, einn hreinfeld nú ég hef til þín. En, unga frú, mín ástmey. þú færð þrjá. KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & do°J|n°O^ÍÍ!,'. y„.a ajir.tr v, “si.nkkw”.... . Þú heyrir ei, þú sefur sætt. En svoi skal öllu gleymt, sem gerðist. Enn er engu hætt, ef um það bara’ er dreymt. En vaknir þú, því víktu’ a braut úr vitund líkt og ég. Við saman eigum sælu’ og þraut. Þú saumar nú þitt brúðarskraut. Við leiðumst lífsins veg. Það er svo hart, að hrinda mynd úr huga, sem er kær. En eg þarf laug, sfcm sorg og synd úr sálu burtu þvær. Hér stend eg nú með nýjan hug, því nú er blóð mitt svalt, og spiltu lífi, drepnum dug og deyfð og iðrun vísa á bug og eys það moldu alt. Hver myrkra girnd, alt lágt og ljótt mér leyst úr huga er. Eg á nú gleði’ og gæfuþrótt frá guði’ og sjálfum mér. Eg flý á leið, sem fyr eg tróð, við fjörð, hjá björk og lind, og kveð, og held í í hreinsins slóð, þig, lieitmey kær, og móðir góð. Eg ætla upp á tind. III. I vestri sé eg loga lög og ljóma slær á fjöll. En efstu sveita daladrög nú dylur þokan öll. Eg horfði’ um auða hrjósturslóð. Nú hafði þreytan völd. Við gjá, sem hyldjúp gein, eg stóð, og grjót og lyng varð rautt sem blóð, en kalt var þetta kvöld. Af kræklulyngi kvist eg braut og krækti’ í hattinn minn; fann skýli’ í þröngri skútalaut og skreið svo þangað inn. Mér fjöldi sýna flyktist að, sem fólk að kirkju’ um jól; þær komu’ og fyltu’ í hópum hlað og horfðu’ í kring og dæmdu’ um það, sem fylgsni hugans fól. Ef værir þú ei vikin brott, mín vina frá í gær, sem hundur léti’ ég lafa skott og legðist þér við tær. Eg skyldi þvo alt ilt mér af í augna þinna lind, og dæmdum steypa’ í dauðans haf þeim draug, sem eg á vald mig gaf í gær við húss þíns grind. Til hæða bæn frá hjarta mér flaug heit, er upp ég stóð. Eg bað þess guð, að gefa þér öll gæði, unga fljóð. Nú samt í armi afl ég finn og æskukrafta fjör, og skil þá, hvaða verk ég vinn: Ó, veldu henni, drottinn minn, helzt erfið æfikjör. Reis henni strauma mæðu mót og mildi þína fel, lát bjargsins urðir bíta fót, ger brattan veg á sel. Þá tek óg hana arminn á, bið ekki þig um grið. Eg ver hana’ öllu illu frá, og ef þú skapa henni þá vilt böl, — svo berjumst við. Frh. Þ. G. —-Lögr. MALDEN ELEVATOR COMYANY LIMITED Stjórnarleyfl og abyrgB. AUalskrlfetofa: Oraln Exchange, Wlnnipee- Stocks - Bonds - Mines - Grains vaw híifuro skrifstofur t öllum helztu borgum i Vestur-Canada, of •'nka slmasamband viC alla hvelU- og stockmarkaOi og bjöCum þvi vik' klftavlnum vorum hina beztu afgreiOalu. Hveltikaup fyrir aöra erl höndluO meO sömu varfœrni og hygglndum, elns og stocks og bondl LeltiO upplýainga hjá hvaOa banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RAÐSMANN VORN A PEIRRI SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Wlnnlpes Reglna Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Qull Lake Asslnlboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prlnce Albert Tofield Edmonton Kerrobert Tll aO verft viss. skrlfiO A yOar BIlls of lading: “Advise Maldea Eievator Company, Limited, Graln Exchange, Winnipeg."

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.