Lögberg - 17.10.1929, Page 1

Lögberg - 17.10.1929, Page 1
42 ARGANGUR í| WiNNIPEG, MAN., FIMIUJAGINN 17. OKTÓBER 1929 NÚMER 41 ^o<===>o<==z>o<===3o<===>o<==i>oc=z>o<=^oczr>o<=rDoc==Do<==z>o<==z>oc==Doc=z>oc==>oc==>o<==^ | Helztu heims-fréttir | V---w-w-w-><->»<■ ">n< —>n<->n< >f>< >»<.>n< >»< >n< >n< >n< >Q< >Q< .">Q< . jO<1/ Canada ■' ; V-.' i <■■■■■■ ■■ ' ■ .■ --------------- Tekjuskattur sá, @em sambands- stjórin ínnkallar, verður á þessu fjárhagsári, miklu meiri, heldur en á undanförnum árum. Helm- ingur fjárhagsársins er nú liðinn, og hafa þegar verið greiddar í ríkis fjárhirzluna sexíu og þrjár miljónir dollara í tekjuskatt, og ér húist við, að alls muni hann nema $67,000,000, eða jafnvel þar yfir. Árið 1927 nam tekjuskatturinn $47,000,000 og í fyrra $56,000,ooo. Á þessum árum hefir tekjuskatt- urinn verið lækkaður allmikið, en samt hafa tekjur stjórnarinnar aukist um meir en tuttugu miljón- ir á tveimur árum, af þessari tekjugrein, og bendir það óneit- anlega á velmegun þjóðarinnar þessi síðustu ár. * * * * Póststjórnin er nú um það leýti að greiða póstþjónunum í Winni- peg, $80,000 launauppbót, þeim sem þátt tóku í verkfallinu 1919, en sem byrjað hafa að vinna á póshúsinu síðan. Hafa þeir verið teknir sem byrjendur og launin miðuð við það, en vegna fyrri reynslu og æfingar hafa þeir ver- ið látnir vinna þau verk á póst- húsinu, sem meiri laun fylgja heldur en byrjendur fá. Þennan geið. Hefir mikið þras orðið út af þessu máli og staðið yfir í tíu ár, en er nú loksins útkljáð, og munu allir hlutaðeigendur sæmi- Jega ánægðir. * * * Frétt frá Ottawa, dagsett hinn 13. þ.m., segir að stjórnin ætli að hafa miklu strangara eftjrlit með fiskiveiðum í Winnipegvatni nú í haust og vetur, heldur en verið hefir. Er álitið, að fiskiveiða- reglugerðin sé miður vel haldin.. Segir fréttin, að W. A. Found, að- stoðar fiskiveiða ráðherra, hafi gefið J. B. Skaptason, umsjónar- manni, fiskiveiða í Manitoba, fyr- irskipanir um að auka eftirlitið eftir þörfum, og jafnvel bæta við auka varðskipi, ef þörf er á. Jafn- framt er haft eftir W. A. Found, að fiskiveiða reglugerðinni verði ekki breytt á þessu ári. * * # Fylkissjórnin í Briitsh Colum- bia hefir mikið stríð við Dougho- bors, ekki síður en stjórnin í Sas- katchewan. Hundrað og þrettán af þeim eru nú fangelsi í Oakalla, B,C., og hafa þeir nú að undan- förnu hvorki fengist til að vinna né éta. Síðustu fréttir segja þó, að þeir séu aftur farnir að éta dá- lítið, af garðmat og hnetum, eftir þriggja daga sveltu. Einnig eru þeir farnir að vinna eitthvað ofur- lítið, en þrjóskast þó alt sem þeir geta. * * * Mathesan erkibiskup hefir leg- ið veikur síðastliðnar tvær vikur vestur í Victoria, ÖB.C., en er nú sagður að vera á góðum batavegi. * * * Flugvél, tilheyrandi Trans- Canada Airways, brotnaði á sunnu dagskvöldið í grend við St. Char- les, rétt vestan við Winnipeg, og fórst þar flugstjórinn, J. Harald Temple að nafni, og tveir farþeg- ar, sem með honum voru, William Burton og Kenneth R. McDonald meiddust mikið. Allir áttu menn þessir heima í Winnipeg. * * * Allir nýju ráðherrarnir í Sas- kachewan, hafa verið endurkosn- ir gagnsóknarlaust. * * * Mikil veðurblíða hefir verið und- ^nfarna daga um öll Sléttufylkin, sólskin og sumarveður, þó komið sé fram í miðjan októbermánuð. •4 þriðjudaginn í þessari viku var ^itinn í Empress, Sask., 85 stig, Swift Current 84, Moose Jaw 82 í Winnipeg 78 stig. Sama veð- Urblíðan er í Alberta. Bandaríkin Albert B. Fall, fyrrum innan- ríkisráðgjafi Bandaríkjanna, er sakaður var um að hafa þegið í ráðgjafatíð sinni, hundrað þúsund dala mútur frá E. L. Doherty, í sambandi við Sinclair olíu- hneykslið alræma, er sagður að vera svo farinn að heilsu, um þessar mundir, að eigi sé unt um hríð, að halda áfram yfirheyslu í máli hans. ' ‘ * * * Nefnd sú í Bandaríkjunum, er yfirumsjón hefir með bændalán- um, hefir mælt með því, að félags- skap baðmullar framleiðenda í Georgia ríkinu, skuli veitt $750,000 lán. * * * Mr. Drew Pearson, nafnkunnur amerískur blaðamaður, hefir lýst yfir því frammi fyrir nefnd þeirri í öldungadeildinni, er um flota- málin sérstaklega fjallar, að víst sé, að ýmsir þeirra amerísku sér- fræðinga í flotamálum, er sátu þríveldafundinn í GeneVa, árið 1827, hafi verið því hlyntir, að ekkert yrði úr framkvæmdum, að því er takmörkun hervarna á sjó áhrærði. * * # Fimm meiriháttar bankar í De- troit, hafa myndað með sér sam- steypu, með $709,832,529 höfuð- stól. # * * Hoover forseti hefir tilkynt, að hann hafi falið Mr. John McNab, lögmanni í San Francisco, að semja uppkast að frumvarpi til laga um endurskipun og breyting- ar stjórnarkerfis þess, er yfir- gæzlu skal hafa með vínbannslög- gjöf þjóðarinnar. * * » Stjórn Bandaríkjanna hefir lýst yfir því, að hún sé reiðubúin til að taka þátt í hinum fyrirhugaða fimmvelda fundi, er haldast skal í Lundúnum í næstkomandi janúar- mánuði, og taka til íhugunar mál- ið um takmörkun hervarna á sjó. * * * Sex þúsund vöruflutninga bíl- stjórar í New York, er fyrir nokkru hófu verkfall, hafa nú aft- ur tekið upp vinnu síno. Fengu þeir fimm dala kauphækkun á viku. Menn þessir starfa alveg að flutningi ávaxta og jarðepla milli járnbrautarstöðvanna og heildsöluhúsanna. * * * Strandvarnabátur einn amer- ískur, náði núna fyrir skemstu í tvær smyglunarsnekkjur, skamt undan ströndum New Jersey, er hvor um sig höfðu drjúgan sopa af áfengi innan borðs. Hin fyrri, er náðist í, hafði meðferðis 500 kassa af brennivíni, en sá síðari, er kom frá Englandi, 1,000 kassa af skozku whiskey. Bretland Samkvæmt fregnum frá Lund- únum, er það nú talið nokkurn veginn víst, að Stanley Baldwin muni láta af forystu íhaldsflokks- ins í náinni framtíð. Er því spáð, að Winston Chuhchill muni verða eftirmaður hans. * * * Rt. Hon. Ramsay MacDonald, stjórnarformaður Breta, varð sex- tíu og þriggja ára gamall síðast- liðinn laugardag. Var hann þá staddur í New York. Bárust hon- um við það tækifæri hamingju- óskaskeyti 1 þúsunda tali, frá stjórnmálamönnum, fylgismönnum sínum og þjóðhöfðingjum, víðs- vegar um heim. Meðal annars barst honum eitt slíkt skeyti frá hinum canadiska stjórnarfor- manni, Rt. Hon. W .L. Mackenzie King. * * * Jafnaðarmanna blaðið “For- ward”, sem gefið er út í Glasgow, skorar á jafnaðarmenn að vaka á verði, því engan veginn sé óhugs- andi, að alvarlegar tilraunir verði til þess gerðar í náinni framtíð, að bregða íæti fyrir núverandií verkamannastjórn og steypa henni' af stóli. Þykist téð blað lesa eyktamörkin þannig, að reynt verði að leggja stjórninni það til ámælis, að hún sé í þann veginn að stofna til viðskifta og sendi- herra sambands við Soviet stjórn- ina rússnesku. Hvaðanæfa Símað er frá Jerúsalem, að fimm hundruð og tuttugu Arabar og Gyðingar í Palestínu, hafi fundn- ir verið sekir um glæpsamlega þátttöku í óeirðum þeim. er átt hafa sér stað þar í landi, og verið dæmdir til fangelsisvistar um lengri eða skemmri tíma. * * * Nationalista flokkurinn á Þýzka- landi, hefir nýlega látið miðstjórn flokksins afhenda innanríkisráð- gjafanum frumvarp til laga, er þá kröfu inniheldur, að látin verði fara fram almenn atkvæðagreiðsla um það, hvort þjóðin sé sek eða saklaus í sambandi við upptök heimsstyrjaldarinnar < miklu, og eins um hitt, hvort tiltækilegt sé, að ganga að , skaðabótaskilmálum þeim, sem kendir eru við Young, eða ekki. * * • Baron Giichi Tanaca, fyrruip stjórnarforrpaður í Japan, er lát- inn fyrir skömmu, að heimili sínu í Tokyo, sextíu og sex ára að aldri. Þótti hann um eitt skeið, einn af allra áhrifamestu stjórn- málamönnum þjóðar sinnar. * • * Stjón Japana hefir skipað Tem- asa Tokugova, sem fyrsta sendi- herra þjóðar sinnar í Canada. Er hann maður af gömlum aðalsætt- um, og hámentaður að sögn. Gegndi hann um nokkurra ára skeið, alræðismanns embætti fyr- ir hönd þjóðar sinnar í Ástralíu. • * * Piano leikarinn heimsfrægi, Yladimir de Pachmann, liggur hættulega veikur í Rómaborg um þessar mundir. Frægð sína hefir de Pachmann einkum og sérílagi hlotið, fyrir frábæra túlkun á tón- smíðum Chopins. Er þessi lítt viðjafnanlegi snillingur nú frek- lega áttatíu og eins árs að aldri. Kveðjusamsæti Blaine, Wash., 20. sept 1929. Síðastliðið laugardagskvöld (þ. 14.) hélt íslenzki lúterski söfnuð- urinn og þeir, sem honum eru hlyntir, samsæti í Moose Hall hér í bænum, til að kveðja prestaskóla stúdentinn, Erling K. ólafson, er hefir þjónað nefndum söfnuði s. 1. 3% mánuð, en var þá á förum til Chicago, þar sem hann heldur á- fram námi sínu næsta vetur. Samsætinu stýrði forseti safn- aðarins, hr. Andrew Daníelsson þingmaður, með miklum skörungs- skap. Til skemtana var söngur og ræðuhöld, einnig flutti frú Krist- ín D. Johnson kvæði það, er hér fylgir með. Þá var og af kaffi með mörgum brauðtegundum, og fóru allir glaðir, ánægðir og vel á sig komnir heim að samsætinu loknu. Hr. ólafson var af samsætis- fólki gefin vönduð ferðataska, en sunnudagsskóla bekkur hans gaf honum blýant (iParker Pencil) með greyptu letri. Samsætið sátu um 130 manns.. Næsta sunnudag á eftir hélt hr. Ólafson kveðju-guðsþjónustu í kirkju safnaðarins, kl. 11 f. h., fyrir fullu húsi og hélt svo tafar- laust til Seattle, þar sem hann bjóst við að messa um kvöldið. Herra Erlingur K. ólafson hef- ir eignast marga góða kunningja í Blaine, þennan stutta tíma, sem hann hefir dvalið hér, því hann er aðlaðandi maður með afbrigð- um, og má ganga að því vísu, að hann á mikla og göfuga framtíð fyrir höndum, bæði sem prestur og maður. Erlingur er sonur séra K. K. Ólafsonar, forseta kirkjufélagsins, og fyrri konu hans, og hefir því ekki langt að sækja þó hann verði nýtur maður í starfi sínu. K. Goodman. • * * Kveðja safnaðarins til Erlings Ólafsonar. Sem árgeisli vermir á vori og viðreisir gróandans blóm, þannig kom Erlingur aust^n með ylhlýjan lífsorða hljóm. . Gott var í kirkjuna að koma, um kyrláta helgidags stund, er flutti hann fræðin þau góðu með fábreyttri æskumanns lund, Með hreinleik í hjarta og munni, og hegðan er sæma má bezt , því Meistarans málefni hæfa þau menningar skilyrði flest. En góðvild og einingar andi efst er nú mentunar grein. sem læra þarf lífsins í skóla að lækna þess sundrungar mein. Með kærleika fólkið þig kveður.— á kristindóms framsóknar braut, prúðmennið göfga1 og góða, gæfan þér falli í skaut. . Kristín D. Johnson. Men’s Club Fyrir skömmu var stofnað nýtt félag innan Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg, sem nefnt er Men’s Club (Karlaklúbbur)w Var þess stuttlega getið hér í blaðinu á sínum tíma. Mun tilgangur klúbbsins aðallega vera sá,- að auka, og glæða vináttu og sam- vinnu karlmanna innan safnaðar- ins, yngri og eldri. Félag þetta hafði sína fyrstu samkomu, í sam- komusal kirkjunna.r, á miðvjku- dagskveldið í vikunni sem leið. Voru þar saman komnir yfir sex- tíu, ungir menn, miðaldra menn og jafnvel gamlir menn, og má ó- hætt segja, að þeir skemtu sér á- gætlega hver með öðrum. Að- göngumiðar höfðu verið seldir ±yrirfram eins og vanalega ger- ist. Rétt eftir kl. 6.30 var sezt að borðum, en fyrst var sungið “O, Canada!” og Dr. Björn B. Jónsson flutti borðbæn. Máltíðin var á- gæt, en hana lagði til í þetta sinn trúboðsfélag Fyrsta lút. safnaðar. Eftir að máltíðinni var lokið, voru af öllum sungnir nokkrir söngvar, aðallega íslenzkir ættjarðarsöngv- ar. Söngnum stýrði Mr. Paul Bar- dal, en Mr. Stef. Sölvason lék á hljóðfæri. Voru þeir báðir gerð- ir að heiðursmeðlimum félagsins. Aðal efn; skemtiskrárinnar þetta kvöld, var ræða, sem séra K. K. lOlafson, forseti kirkjufélags- ins flutti. Er hann nýkominn frá Evrópu, en hann var, eins og les- endum Lögbergs er kunnugt, full- trúi kirkjufélagsins á alheims- þingi lúterskra manna, sem haldið var í Kaupmannahöfn í sumar. Hafði hann ferðast allvíða í sum- ar og sagði hann mjög greinilega og skemtilega frá ferðum sínum, bæði á sjó og landi. Höfðu gest- irnir mikla ánægju af því og urðu margs vísari. 1 þetta sinn mintist hann þó ekkert á komu sina til íslands, en það gerir hann í ræðu, sem hann í kveld, fimtudag, flyt- ur í Fyrstu lút. kirkju, eins og auglýst er hér í blaðinu. Séra K. K. Olafson talaði ensku við þetta tækifæri og það gerðu allir aðrir, sem eitthvað höfðu að segja. Mr. Fjeldsted skipaði forsæti, en H. A. Bergman, K.C., þakkaði ræðumanninum, og allir tóku undir, með því að standa á fætur. Ef einhverjir kynnu að finna sér það til, að þetta félag sé of enskt, hvað málið snertir, þá ættu þeir að minnast þess, að þeir íslendingar í þessari borg, sem ekki hafa full not enskrar tungu, munu nú miklu færri en hinir, sem ekki hafa full not ís- lenzkrar tungu. Öllum viðstöddum mun koma saman um, að þessi fyrsta sam- koma Karlaklúbbsins hafi hepn- ast ágætlega, og hlakka vafalaust til hinnar næstu. Heimatrúboð Allir söfnuðir Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, eru ámintir um það hér- með, að þess er þörf að styrkja þetta málefni eins og venja er til um þetta leyti árs með fjárfram- lögum. Víða tíðkast að taka off- ur til þessa málefnis þann sunnu- dag, sem næstur er 31. okt., þegar siðbótarinnar er minst, en um að- ferðir er hver söfnuður sjálfráð- ur. 'Embættismenn safnaðanna, kennimenn og félög, eru beðnir að taka að sér málið og sjá því borg- ið. Fjölmargir einstaklingar vjðs- vegar minnast líka þessa máls ár- lega með gjöfum, og má vænta að þeim fjölgi, því hin síðustu ár hafa undirtektir almennings við þetta málefni yerjð í framför. — Framkvæmdarnefndin sendir á- ætlun til safnaðanna, samkvæmt ráðstöfun kirkjuþinga, og fljótar og góðar undirtektir hjálpa mál- efninu mest. Áætlunin gerir ráð fyrir $1,200 innsöfnun, sem er sama upphæð og í fyrra. Allir hlutaðeigendur eru beðnir að veita þessu athygli og leysa af hendi hlutverk sitt í þessu efni. öll fjárframlög ber að senda til féhirðis kirkjufélagsins, hr. Finns Johnson, Box 3115, Winnipeg. nipeg. K. K. Olafsoh, forseti kirkjufél. Glenboro, Man., 14. okt. 1929. Islenzk útvarpsstöð sem heyrist til um alla Evrópu. Eins , og mönnum er kunnugt, bárust landssímastjóra fimm til- boð frá erlendum félögum, um byggingu útvarpsstöðvar hér. Síð- an tilboðið kom, hefir landssíma- stjóri ásamt Gunnlaugi BriemI símaverkfræðingi, haft málið til rækilegrar meðferðar. Að yfir’- veguðu máli komust þeir að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmast væri, að taka tilboði frá Marconi-félag- inu um byggingu stöðvarinnar. Fyrri partinn í gær undirskrif- aði atvinnumálaráðherra samn- ingnn við félagið um þetta efni. Skömmu síðar átti Mgbl. tal við landssímastjóra Gísla J. ólafson, og fékk hjá honum frekari vitn- eskju um málið. — Stöðin, sem við fáum, segir hann, verður með 16 kw. styrk- leika í loftefni. Upprunalega var ekki gert ráð fyrir því, að við gæutm gert okkur vonir um að fá sterkari stöð en 5 kw. og sætti út- varpsnefndin sig við það á sínum tíma. Stöðin verður því þrefalt stærri eða aflmeiri, en menn upp- runalega gerðu ráð fyrir. Með þessu mói er það algerlega trygt, að hægt verður að heyra til stöðv- arinnar með ódýrum tækjum hvar sem er á landinu. Landssímastjórnin lei'taði til- boða í stöð með 7% kw. afli. En jafnframt voru félögin spurð að því, hvað það myndi kosta, að auka afl stöðvarinnar síða meir. Þá ko mþað í ljós, að helmingi sterkari stöð gat fengist nú þeg- ar fyrir að eins 10% hærra verð. Var þá það ráð tekið, að fá sterkari stöðina strax. Marconi-félagið tvegar að-eins útvarpssenditækin. Fyrir þau á að greiða 321 þús. krónur. Þá er eftir stöðvarhúsið, möstrin og leiðslan frá Reykjavík til stöðv- arinnar. — Er áætlað, að stöðin kosti með öllu og öllu um 650 þús. krónur. Hve langæræg verður stöðin? —Ge^t er ráð fyrir, að til hennar heyrist að minsta kosti á 120 km. svæði með góðum kryst- alstækjum, er kosta aðeins 20 til 30 krónur. Innan þess svæðis eru nú 60%, landsmanna búsetir. Um 75% landsmanna heyra til hennar með 1 lampa tæki, en með tveggja til þriggja lampa tæki heyrist vel til stöðvarinnar hvar sem er á landinu. Þegar send verða loft- skeyti frá stöðinni, verður orkan 32 kw. í loftneti. Er gert ráð fyrir, að veðurskeyti verði send þá leiðina til útlanda, en ekki í gegn um sæsímann, eins og nú er. Munu veðursxeytin héðan þá heyr- ast um alla Evrópu. Marconi-félagið lánar ríkinu 28 þús. serlingspund til 5 ára. Fæst lán Iþetta affallalaust með 6%% vöxtum. Á lánið að afborgast á fimm árum. Möstur stöðvarinnar eiga að vera 150 metra há. Er sú hæð mun meiri, en, upprunalega var gért ráð fyrir. Ér búist við því, að stöðin hafi eiginle ga fimm . 1 ■ 1 sinnum meiri styrkleika, en í fyrstu var ráð fyrir gert, sumpart vegna þess, hve raforkan er meiri, sum part vegna þess, hve möstrin verða gerð há. Marconi-félagið skuldbindur sig til þess að hafa stöðina til fyrir Alþingishátíðina að vori, og hefir gengið að því, að greiða háar sektir, ef út af því verður brugð- ið. Ekki er enn ákveðið hvar stöð- in á að standa, en svo mikið er víst, að hún verður 7—10 km. frá Reykjavík. Nokkrir staðir koma til greina, og verður valið á milli þeirra einhcern næstu daga. Með því að ákveða þegar í upp- hafi, að hafa stöðina svona sterka, er trygging fengin fyrir því, að hún komi að fullum notum. — í landshlutum, sem fjarlægstir eru Réykjavík, þurfa menn ekki að óttast, að erlendar stöðvar trufli Reykjavíkur-stöðina. Og svo lang- dræg ætti þessi stöð að verða, að íslendingar, sem búsettir eru í nálægum löndum, gætu haft henn- ar not. Þeir, sem kynst hafa erlendum útvarpsstöðvum, geta m. a. klöggv- að sig á styrkleika hennar, með því að bera hana saman við Ka- lundborgstöðina í Danmörku, en hún er ekki nema hálfdrættingur, samanborið við hina tilvonandi Ur bænum Sannarlega ættu allir íslending- ar, sem þess eiga nokkurn kost, að sækja fyrirlestrar samkomu séra Kristins K. ólafssonar, sem aug- lýst er í þessu blaði. Það hefir víst aldrei brugðist, að íslending- ar hér vestra hafi sótt þessháttar samkomur. Aukin ástæða, fram yfir það venjulega, er til að sækja samkomuna á fimtudaginn, því þar gefst mönnum kostur á að heyra hvað merkur Vestur-lslend- ingur, sem fæddur er í Ameríku og aldrei hefir áður séð Island, segir um land feðra sinna. Menn verða óefað forvitnir að komast eftir því, hvernig honum kemur ísland fyrir sjónir. Gift voru hinn 14. þ.m., Sigurð- ur Sveinsson og Stefanía Clem- enz, bæði til heimilis í Winnipeg. Dr. Björn B. Jónsson gifti og fór hjónavígslan fram að heimili hans, 774 Victor str. Trúboðsfélag Fyrsta lút. safn- aðar heldur opinn fund á mið- vikudagskvöldið hinn 23. þ. m. kl. 8.15 í Fyrstu lútersku kirkjuni, Mrs. K. G. MacKay, trúboði frá Indlandi, talar á fundinum. Þá verður þar og músík. Allar kon- ur velkomnar. Aðgangur ekki seldur, en samskot tekin. Ýms bílslys vildu til hér í grend- inni um helgina. Tvær manneskj- ur frá Beausejour, Man., dóu af þeim völdum, en tólf meiddust meira og minna. Eitt slysið vildi til á Macdonald brautinni, sunn- an við Winnipeg, þannig, að tveir bílar rákust á og munu báðir hafa verið á hraðri ferð. 1 öðrum bíln- um var íslenzkt fólk, sem meidd- ist meira og minna, en þó ekki svo að líf neins af þeim sé í hættu, að sem álitið er. Eftir því sem dag- blöðin hér í borginni skýra frá, voru nöfn þeirra sem meiddust: John Lindal, Lundar; Miss S. Hallson, Miss Anna Hallson, Missj B. Hallson og Miss S. Hálfdáns- son(?), allar frá Riverton. Einnig A. Jónasson, St. James, Man. Séra Haraldur Sigmar messar á sunnudaginn, hinn 20. þ.m., í Pét- urskirkju kl. 11 f. h. og í kirkju Fjallasafnaðar kl. 3 e. h. Orðasveimur hefir verið á gangi um bæinn um það, að skip það, “Melita”, er Canadian Pacific fé- lagið mun ætla að senda til ís- lands næsta vor, væri þannig út- búið, að í raun og veru væri um eitt farrými að ræða, og að allir þeir, sem heim færu með því skipi, lifðu því í “órjúfanlegu sambýli”. Nú hefir uppgötvast, að svo er ekki, því á “Melita”, eru þrjú far- rými, engu síður en á “Ándania”, skipi því, er Cunard félagið send- ir heim, og flokkun farþega sú sama. Messur í Vatnabygðum, d. 20. okt.: að Elfros kl. 11 árd., Hólar kl. 3 síðd. og í Elfros kl. 7.30 síðd. (á ensku)|. Allir boðnir og vel- komnir. Virisamlegast, C.J.Ö. í giftingafregn frá séra Carli J. Olson, er birtist í síðasta blaði, er komist svo að orði: Faðir brúð- gumans (Sigurjóns Austman í Elfros), hét Ásmundur B. Aust- mann. Þarna er ekki rétt að orði komist, því Ásmundur er enn á lífi og við góða heilsu. Miss Aldís Thorlakson, sem er að læra læknisfræði við lækna- skólann í innieg, tók fyrir skömmu þátt í íþróttaa samkepni í Saska- toon, Sask.-, og. skaraði þar fram úr keppinautum sínum öllum spjótkasti og kringlukasti. Kringl- unum (discus) kastaði hún 91 fet og 3 þumlunga, en spjótinu 98 fet og 7 þumlunga, of er það fimm þumlungum betur en áður hefir gert verið. Mr. Hinrik Johnson frá Ebor, Man., og Carl sonur hans, voru þtaddir í borginni á mánudaginn og þriðjudaginn í þessari viku. Á mánudagskveldið í ;þessari viku, var æði gestkvæmt á heimili þeirra Mr. og Mrs. D. R. McLeod, að 536 Evelyn Str., Selkirk, Heim- sóttu þau þá tuttugu og fimm vin- ir þeirra frá Winnipeg og færðu þeim fallegan lampa að gjöf, sem Mrs. B. S. Benson afhenti þeim fyrir hönd gestanna, sem vináttu- vott og bar jafnframt fram þakk- læti þeirra og hamingjuóskir. Mættu gestirnir hinum ástsamleg- ustu viðtökum hjá húsbændunum og nutu ágætrar skemtunar lengi fram eftir kveldinu. Dr. B. J. Brandson, skurðlækn- irinn víðfrægi, lagði af stað suð- ur til Chicago, 111., síðastliðinn sunnudag, til þess að sitja lækna- þing eitt mikið, sem haldast átti þar í borginni. Gerði doktorinn ráð fyrir því, að verða að heiman ná- lægt hálfsmánaðar tíma. Icelandic Choral Society heldur skemtifund í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju þriðjudagskvöldið þann 22. þessa mánaðar. Allir gamlir meðlimir flokksins og til- vonandi meðlimir, boðnir og vel- komnir. Mr. Pétur Bjarnason, frá Hecla p. O., man., var staddur í borg- inni fyrri part vikunnar. Mrs. O. B. Olafsson frá Bran- don, Man., var stödd í borginni undanfarna daga í kynnisför til sonar síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs. O. Olafsson. Mr. Paul Bjarnason, fasteigna- sali frá Wynyard, Sask., var stadd- ur í borginni um síðustu helgi. ROSE THEATRE. Thursday, Friday, Saturday this week, Monte Blue in Conquest, a story about two aviators’ daring dash to the South Pole! The crash of their plane! A struggle through icy barriers to the Base Ship! The battle against cowardice, hunger and death! Victory in the thrill- ing attempt for conquest. Mon., Tue., Wed. next week. an All Talking, Singing, Dancing Picture, George Tessel in Lucky Boy. A picture that is different, in a Drama of a Boy’s Ambition that knew encouragement from only his adoring mother. Hear her sing the song My Mother’s Eyes. Don’t miss this picture. A real evening’s entertainment assured. "V \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.