Lögberg - 17.10.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÖBER 1929.
Æíintýri eyðimerkurinnar
Á heimsstyrjaldarárunum skaut
upp mörgum einkennilegum æfin-
týramönnum. Sumt var lausingja-
lýður, sem kom og hvarf, sumt
voru merkir dugnaðarmenn, sem
unnu mikilsverð störf. Líklega
átti samt enginn þeirra manna,
sem heimsstyrjöldin gerði fræga,
æfintýralegra líf, en Englending-
urinn Lawrence, sem var lífið og
sálin í uppreisn Araba gegn
Tyrkjum og lifði lengi á austur-
landa vísu í eyðimörkum Arabíu
og varð átrúnaðargoð og leiðtogi
ættbálkanna þar.
Lawrence var ungur, tæplega
þrítugur, þegar hann lenti fyrst í
þessum æfintýrum. Hann var
stúdent frá Oxford og lagði stund
á Austurlandafræði og hafði ferð-
ast austur til Asíu til staðarann-
sókna. Hann kunni arabisku reip-
rennandi. Um það bil, þegar ó-
friðurinn hófst, var hann á veg-
um brezku herstjórnarinnar ,
Egyptalandi. En ekki fór vel á
með honum og henni. Honum
þótti herstjórnin baga sér fávís-
lega í ýmsu og af litlum kunnug-
leika á landshögum og háttum. En
herstjórninni þótti Lawrence aft-
ur á móti sérvitur og uppivöðslu-
mikill og ósæmilega lítið auð-
mjúkur við yfirboðara sína, og
vildi því fegin losna við hann.
Hann fékst aðallega við korta-
gerð og arabiska blaðámensku, en
var hermenska lítt í hug fyrir
sjálfan sig, enda ekki sérfræðing-
ur í hernaðarlistinni, sem kölluð
er og höfðu herforingjarnir því
horn í síðu hans einnig þess
vegna.
Það var að nokkru leyti hend-
ing ein, sem réði því, á yfirborð-
inu að minsta kosti, að Lawrence
lenti inn í arabisku málin á þann
hátt, sem raun varð á. En undir
niðri hafði hann haft sínar eigin
skoðanir og sínar eigin fyrirætl-
anir um þessi mál. En væring-
arnar milli hans og herstjórnar-
innar í Cairo og orlof, sem hann
fékk, varð til þess að koma hon-
um á rekspöl á sjálfstæðan hátt.
Hann komst í samband við Ar-
abahöfðingjana, sem að uppreisn-
inni stóðu gegn Tyrkjum, hann
magnaði þá í mótspyrnunni og
hann reyndi að sannfæra Breta
um nauðsyn þess, að styrkja þá á
réttan og öflugan hátt. Bretar í
Egyptalandi voru oft stirðir í
taumi, en létu að lokum tilleiðast
er þeir sáu, hvert gildi Arabaupp-
reisnin gat haft fyrir allan gang
hernaðarins . austur þar og þar
með að nokkru leyti á úrslitin í
Evrópu, ef Tyrkir yrðu bugaðir og
Þjóðverjar mistu þar bandamenn
og samgönguleið austur á við.
Þessu lauk með því, að Lawr-
ence og Arabarnir unnu á Tyrkj-
um og átti Lawrence persónulega
hvað mestan þátt í því. Samvinn-
an við Arabana tókst mun betur
fyrir Lawrence frá upphafi. En
samt þurfti hann þar að sigrast á
mörgum erfiðleikum. Ættbálk-
arnir voru mjög sundurþykkir og
sífeldar skærur milli þeirra og
siðir og venjur ýmsar alt aðrar,
en Evrópumenn voru vanir í 6-
friði, og þurfti því tillit að taka
til margs til þess að særa engan
eða móðga, en halda þó trausti
allra og aga á öllum.
Þetta tókst Lawrence meistara-
lega. Hann kunni eða lærði hæg-
lega margar mállýskur, hann
klæddist á Araba vísu og samdi
sig að öllu leyti að siðum eyði-
merkurinnar, hliðraði sér ekki hjá
neinni hættu eða neinum erfið-
Ieikum, lét eitt yfir sig ganga og
félaga sína og tamdi sér hinar
höfðinglegustu íþróttir þeirra.
Hann gat farið með úlfalda og
hesta eins og þeir Arabar, sem
snjallastir voru, hann lagði oft í
glæfrafyrirtæki, sem öðrum hraus
hugur við, og hann hafði ráð und-
ir hverju rifi. Hann var ósvikinn
Arabi í húð og hár með ýmsa
þekkingu og reynslu vestrænnar
mentunar að auki.
Þannig varð hann höfðingi upp-
reisnarmanna í eðyimörkinni. En
hann tranaði sér ekki fram. Eig-
inlega vann hann öll störf sín í
annars manns nafni, innfædds
höfðingja, Feisals, ágætis manns
og duglegs, sem á þessum árum
varð einskonar spámaður hinnar
þjóðlegu Arabastefnu og seinna
konungur Arabaríkisins. Bræður
hans voru einnig mikilsvirtir leið-
togar, en faðir þeirra var 1 upp-
hafi aðal maður uppreisnarinnar.
Eftir að heimsstyrjöldinni lauk
fór Lawrence heim til Englands,
tók seinna m. a. þátt í friðarfund-
inum í Versölum, en líkaði stór-
illa margt, sem þar fór fram og
var óánægður með afdrif Austur-
landamálanna. Síðan hefir líka
gengið á sífeldum innanlands erj-
um í Arabíu, en ekki hefir Lawr-
ence verið við þær riðinn. Hon-
um voru boðnar margvíslegar
mannvirðingar heima í Bretlandi
og Arabar tignuðu hann manna
mest. En hann sneri baki við
þessu öllu, vildi hvorki fé né titla
og fór huldu höfði, gerðist t. d.
óbreyttur liðsmaður í hernum og
gekk undir öðru nafni. En bók
skrifaði hann um æfintýri sín í
Arabiu. Handriti þeirrar bókar
var stolið frá honum á járnbraut-
arstöð einni. En hann skrifaði
hana aftur eftir minni og lét
prenta í örfáum eintökum. Seinna
kom hún, eða mestur hluti henn-
ar út í almenningsútgáfu og sýndi
það sig þá, að Lawrence var ekki
einungis duglegur athafnamaður,
en einnig ágætur og skemtilegur
rithöfundur. Bókin heitir “Upp-
reisnin í eyðimörkinni” (The Re-
volt in the Desert). Segir þar frá
mörgum mannraunum og æfintýr-
um og einnig frá ýmsu fróðlegu
og skemtilegu um líf og siði Ar-
abanna. Hér á eftir verður sagt
dálítið frá einum slíkum kafla,
sem fjallar um veizluhöld hirð-
ingjanna.
Veizluhald hjarðmanna og sællífi.
Lawrence og félagar hans höfðu
farið langa ferð og erfiða um
ömurlega eyðimörkina í brenn-
andi hitastækju. Þeir voru komn-
ir í áfangastað að sinni, en áttu
enn eftir svaðilfarir og vandasama
samninga og mannskæða bardaga.
En er á meðan er. Þegar færi
gefst og friðsamleg stund, vilja
eyðimerkurbúarnir njóta lífsins
eins og auðið er gleyma áhyggj-
um liðins og ókomins tíma. í
þetta skifti var ekki unt, segir
Lawrence, að komast hjá því að
njóta alls þess, sem hjarðmaður-
inn getur látið sig dreyma um af
sællífi.
Á hverjum morgni, milli klukk-
an átta og tíu kom dlítill hópur
af ágætustu hestum að tjaldstað
okkar, segir Lawrence, og hann
og aðrir helztu leiðtogarnir meðal
komumanna stigu á bak og nokkr-
ir helztu menn úr fylgdarliði
þeirra komu fótgangandi á eftir
og allur hópurinn fór hægt og
hátíðlega yfir þveran dalinn, eftir
sandslóðunum milli runnanna.
Þrælar teymdu hestana, því það
var ósæmilegt að ríða einn eða
ríða hart. Þannig komum við
loks að því tjaldi, sem átti að vera
gildaskáli okkar í það skifti. Hver
fjölskylda krafðist þess að fá
okkur í röð og varð mjög móðguð
ef ekki var farið eftir réttri röð.
Þegar við komum, voru hundarn-
ir vanir að æða á móti okkur, en
áhorfendurnir hröktu þá burtu —
því alt af hafði hópur safnast í
kringum tjaldið, sem fyrir valinu
hafði orðið — og við gengum inn
undir reipin inn í gestahelming
tjaldsins, sem var gerður stór
vegna viðburðarins, og veggtjald
hengt upp sólarmegin til þess að
við yrðum í forsælu. Ábreiður
ættbálksins, dumbrauðir dúkar
frá Beyrout, voru breiddir út
handa okkur, raðað meðfram for-
tjaldinu og bakveggnum og skil-
rúminu svo að við sátum á þrjár
hliðar meðfram opnu, rykugu
plássi. Við höfum sennilega ver-
ið þarna fimtíu manns.
Svo kom húsbóndinn loksins í
Ijós og stóð við tjaldstuðulinn og
gestirnir þar frá staðnum, nokkr-
ir höfðingjar (sheikhar), ,létu
dekstra sig til þess að setjast
milli okkar á ábreiðurnar, en þar
voru einnig settir söðlar, sem
breitt var yfir, svo við gætum
hallað okkur upp við þá. Skákin
fyrir framan tjaldið var rudd og
oft varð að reka burtu hundana
og forvitin börn, sem hlupu þar
um og drógu minni börn á efitr
sér. Því minni sem þau voru,
því fáklæddari voru þau og hnött-
óttari á velli. Minstu börin stóðu
venjulega gleið og gláptu á gest-
ina skringilega svörtum augum,
tottuðu þumalfingurinn og belgdu
út litla magann.
;Svo kom venjulega vandræða-
leg þögn, sem vinir okkar reyndu
að breiða yfir með því að sýna
okkur húshaukinn — helzt sjó-
fugl, sem fangaður hafði verið
ungur á Rauðahafsströndinni —
eða kjúkling eða hund. Einu sinni
var dreginn inn taminn hafur, til
þess að við gætum dáðst að hon-
um, og einu sinni antilópa. Þegar
þessi efni voru tæmd voru hús-
bændurnir vanir að reyna að
brjóta upp á einhverju smávegis
til þess að tala um, svo að við
tækjum ekki eins mikið eftir há-
vaðanum, sem matreiðslunni var
samfara og matreiðslu fyrirskip-
ununum, sem hvíslað var svo hátt
að þær heyrðust gegn um skil-
rúmið, og þaðan barst einnig
sterkur ilmur af soðinn' feiti og
Ijúffengur ilmur af keti.
Eftir nokkurrar stundar þögn
kom húsbóndinn, eða einhver fyr-
ir hann og hvíslaði: “Hvítt eða
svart En það var áskorun til
okkar um að velja kaffi eða te.
Nasir (einn af förunautum Law-
rences) var alt af vanur að segja
svart og var þrælnum þá gefin
bending um að koma með stút-
mjóa kaffikönnu í annari hendi og
þrjá eða fjóra glamrandi bolla
í hinni. Hann helti svo örfáum
kaffidropum í efsta bollann og
rétti Nasir hann og helti svo í
annan bollann handa mér og
þann þriðja handa Nesib. Svo
dokaði hann við meðan við sner-
um bollunum í höndunum og sug-
um þá vandlega hreina til þess að
njóta fullkomlega síðasta drop-
ans. Undir eins og bollarnir
voru tómir, hlóð hann þeim aftur
hverjum ofan á annan og lét þá
svo ganga til næstu gesta og svo
koll af kolli unz allir höfðu drukk-
ið. Þá komu þeir til Nasirs á á
nýjan leik. Annar bollinn var
venjulega bragðmeiri en sá fyrsti,
bæði af því, að lengra var komið
niður í kaffikönnuna og af því,
að þeir, sem áður höfðu drukkið
úr bollanum, höfðu leift ýmsu á
honum. Þriðji og fjórði bollinn,
ef svo langur tími leið uns ketið
var framreitt, höfðu oft furðuleg-
asta bragð og ilm.
Að lokum komu samt tveir menn
vagandi gegn um gónandi mann-
fjöldann með hrísgrjónin og ketið
í tinaðri koparskál eða litlu bað-
keri, fimm feta breiðu, og var það
sett á fót eins og glóðarker. í öll-
um ættbálknum var ekki til nema
eitt svona stórt matarker og á
barminn var grafið með skraut-
legu arabisku letri “Drotni til
dýrðar og í von um miskunn á
degi dómsins, er þetta eign hans
auðmjúka þjóns, Auda Abu
Tayi’s.” Þetta ker var leigt þeim,
sem veizluna hélt í hvert sinn.
Kerið var nú barmafult. Með-
fram börmunum var hvít hrís-
grjónarönd, fet á breidd og sex
þumlunga djúp og svo mikið af
kindalöppum og rifjum, að við lá,
að út af flyti. í miðjunni var ket-
inu hlaðið upp í pýramídamyndað-
an hrók, og þótti slíkt sjálfsögð
kurteisi. Hausarnir lágu í miðju
kerinu soðnir og sneru snoppurn-
ar upp, en svírunum var hlaðið
undir og umhverfis til stuðnings,
svo að eyrun, sem voru brún eins
og gamalt lauf, löfðu fram yfir
hrísgrjóna röndina. Og kjálkarnir
göptu, þeir voru opnaðir, svo að
skein í holan barkann og tung-
una, sem var Ijósrauð og föst við
neðri góminn, svo að sást í svart-
ar varirnar, kipraðar eins og hálf-
brosandi.
Þetta ker var sett á jörðina á
auða plássið milli okkar og fund-
um við úr því heita og ilmandi
gufuna, en hópur af aðstoðarfólki
kom inn með litla katla og kopar-
ker, sem maturinn hafði verið
soðinn í. úr þeim jusu þeir með
begluðum spilkomum úr ameljer-
uðu járni, öllum innmatnum og
gærunni af kindinni í sameigin-
lega kerið: litlum bitum af gulum
innýflum, hvítum fitukleprum,
brúnum sinum, keti og skinni með
stinnum hárum og alt flaut þetta
í bræddu sméri og feiti. Þeir sem
umhverfis stóðu, virtu þetta fyrir
sér með áfergju og létu í Ijós á-
nægju sína, þegar sérlega góður
biti valt út.
Feitin var sjóðandi heit. Sí og
æ slepti einhver sleifinni hljóð-
andi og stakk fingrunum hiklaust
upp í sig til þess að kæla þá, en
áfram var haldið, þangað til sleif-
arnar glumdu við tóma botnana og
sigri hrósandi slæddu þeir upp úr
gufunni heitar lifrar og hlóðu
þeim ofan á gapandi kjálkana.
Tveir menn tóku undir hvert af
litlu kerunum og heltu soðinu úr
þeim yfir ketið í stóra kerinu,
þangað til fult var inni í hrís-
röndinni, og laus grjón fóru að
fljóta á yfirborðinu í öllum þess-
um allsnægtum. En samt var
haldið áfram að hella þangað til
út af flaut og dálítill lækur rann
út af barminum og storknaði í
rykinu. Við dáðumst að þessu há-
stöfum, segir Lawrence. Þetta var
hámark veizludýrðarinnar og hús-
bóndinn bauð okkur nú að taka
til snæðings.
Við þóttumst fyrst ekki heyra
það, því slíkt þykir kurteisi, en
að lokum heyrðum við til hans og
litum undrandi hver á annan og
hver um sig bað sinn sessunaut
að fara fyrstan, unz Nasir stóð
I upp feimnislega og við hinir á
eftir honum,’ gengum fram og
krupum á annað hnéð kringum
kerið og þjöppuðum okkur þar
saman, unz þeir tuttugu og tveir,
sem fyrir gátu komist í einu höfðu
hagrætt sér kringum matinn. Við
brutum hægri ermina upp fyrir
olnboga og dýfðum hendinni sam-
an í kerið og sögðum lágt: í nafni
guðs, hins náðuga, hins miskunn-
sama.
Lawrence segist ávalt hafa far-
ið varlega fyrst, þegar hann dýfði
hendinni, því hann hafi verið ó-
vanur svona heitri feiti, en hann
borðaði eins og hinir, þegar dá-
lítið kólnaði í kerinu. Maturinn
var borðaður þannig, að hver gest-
ur hnoðaði smákúlur úr hrís-
grjónum, feiti og lifur eða keti
og stakk þeim upp í sig með þum-
alfingri og vísifingri. Ef rétt var
með þessar kúlur farið og sam-
setning þeirra rétt, segir Lawr-
ence, að þær hafi hnoðast vel og
losnað hæglega frá fingrunum,
en ef feitin hafi verið of mikil í
þeim eða kettrefjan storknað við
fingurna, hafi þurft að sleikja
fingurna rækilega til þess að
næsta tjilraun hepnaðist betur.
Allir borðuðu þegjandi, en hús-
bóndinn stóð á bak við og hvattti
gestina til þess að borða meira.
Þegar menn þóttust mettir, hægðu
þeir á sér í aðdráttunum og gutu
hornauga til hinna, er hægðu þá
líka á sér og létu hendur hanga
um úlfliðina niður með barminum
að innanverðu svo að af þeim
drypi. En feitin og grjónin
storknuðu og límdu fingurna sam-
an. Svo ræksti Nasir sig og all-
ir stóðu skyndilega upp og sögðu:
Guð launi þér, gestgjafi. Svo fóru
allir út fyrir meðan næstu tutt-
ugu gestir erfðu leifarnar. Þeir,
sem hreinlegastir vildu vera,
nudduðu af fingrunum mestu feit-
ina á tjaldflipa og seinna komu
þrælar með vatnssopa í tréskál og
jusu því yfir hendur gestanna með
kaffibolla. Á eftir var veitt kaffi
eða þykt te og voru þá gestirnir
seztir aftur, en: þrælarnir Ivoru
teknir til matar síns, en þeir
fengu hausana. — Að lokinni
kaffidrykkju fóru gestirnir ríð-
andi eins og þeir komu og báðu
húsbændum allrar blessunar. Þeg-
ar þeir voru farnir, geistust börn-
in í leifarnar og hundarnir hirtu
það, sem þeir gátu af beinun-
um. — Lesbók Mgbl.
Heimsókn
í enskum pappírsverksmiðjum.
Eg bjóst sannast að segja ekki
við því, að eg fengi nein boð í
Lundúnum, þegar eg fór frá ís-
landi í sumar, en þó var það nú
samt svo, að okkur hjónunum var
boðið að skoða stærstu pappírs-
verksmiðjur Bretlands, er heita
Apsley Mills. Þessar verksmiðj-
ur standa í þorpi talsvert frá
Lundúnum og firmað, sem á þær,
heitir John Dickinson & iCo. Ltd.
Fórum við þangað 25. júlí að
morgunlagi í járnbrautarlest með
yfirmanni frá firmanu, er heitir
A. H. Brace. — Þegar við komum
í þorp það, sem verksmiðjurnar
eru i, beið bifreið eftir okkur á
járnbrautarstöðinni og ók okkur
heim að verksmiðjunum. — Þar
vorum við nafngreind fyrir skrif-
stofustjóranum Miss Hay, útflutn-
ingsstjóranum Mr. Thain og yfir-
manni er hét Cubbon. Þá var sezt
að kaffidrykkju, en eftir það
gengu þeir Mr. Brace og Mr.
Thain með okkur um hin ýmsu
hús verksmiðjanna og sýndu okk-
ur bæði húsin og framleiðslu
vðrurnar, efni þeirra, hvernig
þær væru unnar, frágang þeirra
áður en þær væru sendar o. s. frv.
Er þetta bæði fróðlegt og skemti-
legt fyrir þann, er aldrei hefir séð
slíkt áður. — Framleiðsluvörurn-
ar eru aðallega pappírsvörur. í
þessum verksmiðjum firmans, er
framleiddur pappír í stórum og
smáum örkum, blokkum, skraut-
legum öskjum; þá allskonar kort,
svo sem jóla- nýárs- og giftingar-
fermingar og afmæliskort. Þá
bækur, stórar og smáar, svo sem
höfuðbækur, sjóðbækur, dagbækur.
kladdar, lausblaða reikningsform,
umslög stór og smá af allskonar
gerð og margbreytileg að lit, ýms-
ar umbúðir er líkjast lérefti, ^
pappa, er hafður er til auglýsinga
í hótelum og gistihúsum og margs
annars. ,— Þarna er urmull af
stúlkum og karlmönnum, sem
vinna við þessar framleiðsluvör-
ur og þótti mér stúlkurnar mjög
handfljótar, við sorteringu á
pappír og umslögum. — Þá fram-
leiðir firma þetta smá dúka, er
hafðir eru á undirskálum og eru
þannig gerðir, að þeir þerra þeg-
ar í stað dropa, er kynnu að slett-
ast úr yfirbolla, ennfremur stærri
dúka, er hafðir eru á borðum und-
ir sósukönnum; er nýlega farið
að framleiða þessa dúka, em eftir-
spurn er svo mikil frá gistihúsum
og öðrum, að verksmiðjurnar hafa
naumast við að framleiða. — Þá
hefir firma þetta prentvélar, er
prenta reikningshausa, álímingar-
miða og þess háttar og eru vélar
þessar hraðvélar. Varð mér star-
sýnt á vélar þessar, fyrir það hart
þær snerust og hve fljótt þær
unnu, enda þó þær séu ekki eins
stórar og dagblaðavélar stóru
blaðanna.
Vörur firmans hafa unnið sér
hylli um víða veröld fyrir fram-
úrskarandi gæði og sterkleika, en
þó ekki sízt yrir, hve fallegar
þær eru, enda hefir firmað við-
skifti um allan heim. — Marga
fallega, stóra bikara og minning-
arspjöld hefir firma þetta fengið,
sem verðlaunagripi, fyrir góðar
framleiðsluvörur. — Mörg skip
hefir firma þetta í förum, sem
flytja vörur frá og til Lundúna.
— Ofn sá, er rekur vélar verk-
smiðjanna, er afar stór og eyðir
1400 smálestum af kolum á viku
— en vélarnar eru líka margar.
Tvö hundruð vélamönnum hefir
firmað á að skipa, bæði til að
stjórna og gera við. — Margar
skrifstofur eru í öllum þessum
byggingum, þar sem stúlkur og
karlmenn vinna í, og er gaman að
líta yfir þennan hóp fólks við
vinnu sína. — Alls vinna þarna
að meðaltali á dag árið um kring
3500 manns. Þarna er skóli, er
kennir allar algengar námsgrein-
ar, en þó er líka kend þar hraðrit-
un, sem mikið er notuð í Bret-
landi, og verzlunarfræði. Daglega
eru þarna um 150 börn. Þá er
matsalur þarna í einni bygging-
unni, þar sem 1400 geta fnatast í,
bæði þeir, sem hafa mat með sér
og þeir, se'm vilja fá sér keypt-
an mat og sér firmað um að næg-
ur matur sé til á boðstólum handa
þeim, sem kaupa vilja. í sal þess-
um er stór hátalari, svo fólkið
geti heyrt ræður, söng og hljóð-
færaslátt. — Þá er minni salur
þarna fyrir kaffidrykkju og þess-
háttar. — Út að verksmiðjum
þessum kemur fjöldi bifreiða og
omnibussa að flytja og sækja
sta,rfsfólldð um matmálstímann,
því sumt á þá svo langt heim, að
tími sem færi í að ganga heim og
aftur til baka, yrði vart nógur til
að ná aftur í vinnuna á réttum
tíma, en þó býr flest af fólkinu
nálægt verksmiðjunum. Þá hefir
firma þetta símastöð og spítala.
Ennfremur hafa eigendurnir reist
minnismerki um alla þá, er féllu
í ófriðnum úr þessu þorpi. Eftir-
launasjóð hefir firma þetta fyrir
alt starfsfólk sitt og vinnubönnun
þekkist þar ekki eða verkföll. —
íbúðarhús ættmanna John Dick-
inson er á móti verksmiðjunum
öðru megin skipaskurðarins, en
nokkuð langt í burtu. Eg ásetti
mér að taka eins vel eftir öllu og
eg gæti og punkta í minni mitt það
helzta, sem bæri fyrir augu, en á
nokkuð hraðri ferð um mörg hús
og margbretilyega vinnusali hlýt-
ur alt af nokkuð að týnast. Sér-
staklega tók eg eftir fólkinu, þó
eg léti ekki á því bera, skoðaði
svip þess og röskleika við vinn-
una og get eg verið fáorður um
það, nema mér leizt mjög vel á J
alt fólkið undantekningarlaust og
jsá hvorki þreytu né fýlusvip á
neinum, en glaðleg og kát andlit.
Dró eg þá ályktun af því, að fólk-
inu liði vel og kynni vel við sig,
enda fékk eg upplýsingar síðar um
það, að firma þetta fer afar vel
með fólk sitt í alla staði.
Elzta hús þessa firma er ekki
stórt, en altaf hefir verið bætt við
húsum eftir því sem firmaið hefir
stækkað og viðskiftin aukist. Nú
en verið að reisa nýtt hús, en til
þess að hafa húsin sem mest sam-
an, hefir verið farið með eina álmu
hússins fram í skipaskurðinn, en
skurðurinn þá aftur breikkaður
þar, svo að skipin eða bátarnir
hefðu sömu breidd til að sigla eft-
ir. — Stofnandi þessa firma var
John Dickinson, fæddur árið 1782
og dáinn 1869. Firmað stofnaði
hann 1804, og hefir þá verið 22
ára gamall, en nú er firmað í ár
125 ára. — Þarna fengum við
hinar ágætustu viðtökur:
Að sýningu þessari lokinni var
okkur gefinn skrautlegur kassi
með pappír og umslögum í. — Fór
sama bifreið með okkur og sú sem
sótti okkur á járnbrautarstöðina.
Eg hélt nú sannast að segja, að
firmað væri nú búið að gera svo
vel við okkur, að • sýna okkur
svona mikið og margt, og myndi
ekki fara að kosta upp á okkur
aðra ferð, til annarar verksmiðju
sinnar, sem býr eingöngu til papp-
i ír; en svo var nú samt. Nokkrum
j dögum á eftir að við vorum búin
að vera í fyrnefndum verksmiðj-
um, kemur bréf til okkar frá sama
manninum, A. H. Brace, þar sem
hann býður okkur til verksmiðj-
anna Croxley Mills, og standa
þær í borg, er heitir Watford,
talsvert langt frá Lundúnum. —
Fórum við þangað í járnbrautar-
lest með manni frá Lundúnaskrif-
stofunni, er heitir Mr. Sprinks. —
Á járnbrautarstöðinni beið bifreið
er ók okkur heim að verksmiðjun-
um og þegar þangað var komið,
vorum við nafngreind fyrir skrif-
stofustjóranum Mr. S. Warn, og
verkstjóra að nafni Mr. Jenkins,
sem gekk með okkur ásamt Mr.
Sprinks um húsin og sýndi okkur
hvernig pappír væri búinn til.
Þessar verksmiðjur eru minni en
hinar fyrri, því þær búa aðeins
til pappír. Tegund og allur frá-
gangur þessa pappírs er framúr-
skarandi, eins og allar vörur, sem
þetta firma framleiðir. — í papp-
ír þenna er notað gamalt hálslín
(flibbar, brjóst, manchettskyrtur),
allskonar tau (smá taupjötlur) og
hey eða strá, sem innflutt er frá
Norður Afríku. — Þarna eru
gríðarstórar vélar og katlar, er
sjóða þessi efni hvert fyrir sig í
pappírsefni það, sem pappírinn er
svo framleiddur úr. — Þarna sá-
um við stóra pappírspöntun frá
bankafirmanu Hambros Bank í
Lundúnum. — 1 þessum verk-
smiðjum er búinn til hinn lög-
gilti skjalapappír, sem nú er not-
aður undir öll opinber skjöl á Is-
landi; sömuleiðis skjalapappír
fyrir fjölda margar aðrar ríkis-
stjórnir. — í verksmiðjum þess-
um vinna 800 manns daglega að
meðaltali árið um kring. — Hér
eins og í fyrri staðnum fengum
viðhinar beztu viðtökur og að síð-
ustu leidd út með gjöfum.
Firmað hefir aðal aðsetur sitt
í 65 'OId Bailey í London E. C. 4,
og hafa þarna afar stórt hús fyr-
ir skrifstofur og sýningar vörur.
Ástæðan til þess, að okkur var
boðið að skoða verksmiðjur þess-
ar (sem eru aðeins tvær af mörg-
um verksmiðjum fimans) var sú,
að einkaumboðsmaður þess á fs-
landi Snæbjörn Jónsson bóksali,
hafði falið mér að reka lítilfjör-
legt erindi á skrifstofu firmans í
Lundúnum. — Má segja, að þeir
menn séu höfðingjar í lund, er
svo taka þeim sendimönnum, er
aðeins hafa smámál með höndum.
Jón Sigurpálsson.
—Vísir.
Leiðrétting.
í grein minni, “Fjórfaldur glæp-
ur”, sem nýlega birtist í Lögbergi,
hafði misprentast þessi setning:
“Sú kynslóð, sem lærir að
þekkja drottinn alls réttlætis við
kné móður sinnar, mun ávalt
verða glæpalýður”. Þar hafði
orðið “ekki” fallið burt, sem var
mjög óheppilegt. '
Pétur Sigurðsson.
Fishermen’s Supplies Limited
Umboðsmenn fyrir—
Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co.
Brownie kaðla og tvinna.
Vér höfum í Winnipeg birgðir af
Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð.
Maitre kagla og tvinna.
Kork og blý.
Togleður fatnað.
Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif-
ið oss og vér skulum senda yður Verðlista og sýnishorn.
Fishermen’s Supplies Limited
401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071
Rosedale Kol
Lump $12.00 Stove $11.00
FORD COKE $15.50 Ton
SCRANTON HARDKOL
POCA LUMP og
CANMORE BRICQUETS
Thomas Jackson & Sons
370 COLONY ST. PHONE: 37 021
MACDONALD'S
Fltte Oú
Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem
búa til sína eigin vindlinga.
Gefinn með
ZIG-ZAG
pakki af vindlingapappír.
HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM