Lögberg


Lögberg - 17.10.1929, Qupperneq 6

Lögberg - 17.10.1929, Qupperneq 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1929. i Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. ÞaíS or eins og hefi alt af sagt, að þú tekur Annette Kellerman langt fram,” sagði Willi, og hann sagði það þannig, að það vakti Saxon meiri gleði en frá verði sagt, og hún huldi kaf- rjótt andlitið við brjóst hans. Karlmennirnir dáðurst mjög að Saxon og allri framkomu hennar, og þeir fóni ekki dult með það, en lnin hélt sér fullkomlega fvrir það og aldrei hafði henni þótt vænna um Willa, en einmitt nú. Hún gætti þess, að láta ekki hrósið hafa ill áhrif á sig eða leiða sig afvega. Hún þekti Willa og hún elskaði hann eins og hann var, með kostum hans og göllum. Hún vissi, að hann var illa að sér og enginn listamaður, og ólíkur hinum mönnunum, sem þarna voru niður komnir. Hann talaði lélegt mál; hún vissi það, og hún vissi líka, að hann mundi aldrei læra að tala rétt. En þrátt fyrir það, tók hún engan hinn fram yfir hann, ekki einu sinni Mark Hall, sem liún dáðist mjög að fyrir göfuglyndi hans, og fvrir sömu ástæðu dáði hún konu hans. Hins vegar fann hún alt af h já Willa styrk- leikann og sterka réttlætistilfinningu og ýmsa fleiri kosti, sem sem henni þótti miklu meira til koma, heldur en alt þetta bókvit, sem hún nd komst í kynni við í fvrsta .sinn á æfinni, að heita mátti. Sömuleiðis tók hún þessa kosti Willa langt fram yfir auð og allsnægtir. Hann hafði betur í þrætu við Hall, sem ekki kom til af því, að hann væri lærðari eða vitrari, held- ur af hinu, að hann hafði sagt blátt áfram og hreinskilnislega það sem honum bjó í brjósti. Sjálfur hafði hann ekki einu sinni vitað, hve vel hann hafði gert í þessari þrætu. en allir hinir höfðu fundið það, og sérstaklega hún sjálf. Hún mundi vel, að við þetta tækifæri hafði ein konan sagt við hana: “Þú hlýtur að vera hamingjusöm kona.” Ef Saxon hefði þurft að lvsa því fyrir öðr- um, hvað Willi væri henni og á hvern hátt hún hugsaði um hann fyrst og fremst, þá mundi hún hafa gert það með þessu eina orði ‘‘mað- ur ” — sannur maður, einlægur og trúr. Oft hafði hún hugsað til þe.ss, með svo miklum fögnuði, að hún grét gleðitárum, hve drengi- lega og djarflega hann hafði komið fram gagn- vart öðrum mönnum. Oft og mörgum sinnum hafði hún notið þeirrar ^leði, að verða þess vör, að hennar maður hafði á ýmsan hátt tek- ið öðrum mönnum fram. Hún vissi, að hann unni henni og hún vissi, að ást hans var þannig varið, að hún hlaut að endast æfina út — ef þau bara færu ekki aftur til stórborganna, þar sem mannlífið var fagurt á að líta, en óeðlilegt og spilt. Snemma um vorið fóru þau Mark Hall og kona hans til New York. Vinnumennimir tveir, sem báðir voru frá Japan, voru látnir fara og þeim Saxon og Willa var falið að' líta eftir heimilinu. Jim Hazard fór líka. Hann fór til París, eins og hann var vanur á hverju ári. M illi saknaði hans, en hélt þó áfram að synda í sjónum, engu að síður, þó hann yrði nú að gera það einsamall. Hann hafði nú umsjón yf- ir reiðhestunum tveimur, sem Hall átti, og Saxon bjó sér til reiðföt, og það leið ekki á löngu þangað til hún komst upj> á lag með að fara með hestana eftir vild, og hún hafði hina mestu ánægju af þeim. Willi vann nú ekki annað, en að keyra út ferðafólk, og liann hafði svo miklar tekjur af því, að hann aflaði meira en hann gat eytt. í^n þrátt fyrir það hafði hann mikinn tíma af- gangs og hann notaði tímann til útreiða með Saxon, eða þá til að fara út með byssuna og •skjóta fugla, og var Saxon oft með honum á þeim ferðum. Hann kendi líka Saxon að synda, en þó ekki í sjónum, og báðum fanst þeim, að þau væri eiginlega ekki annað að gera, en að hvíla sig og leika sér. “Það er eitt, sem eg get sagt þér með vissu,” sagði Willi einu sinni við Saxon, þegar þau voru að koma heim úr einni af sínum skemtiferðum. “Eg ætla aldrei aftur að vinna stöðugt hjá nokkrum manni eða félagi fyrir lág- um launum.” “ó innan er ekki það eina, sem maður verð- nr að hugsa um,” svaraði Saxon. “Eg hefði nú sagt ekki,” .svaraði Willi. “Þó eg væri að vinna alla daga í Oakland, og þó eg hefði miklu hærra kaupa en eg hafði, þá kæmi alt í sama stað niður. Við bara hefðum þrjár góðar máltíðir á dag og færum á kvikmynda- sýningar á kveldin. Kvikmvndirnar, sem við sjáum núna og sjáum á hverjum degi, eru öðru- vísi og meira virði, heldur en þær, sem við sá- um í Oakland. Nú erum við sjálf að lifa það, sem við áður sáum í myndum. Eg skal segja þér, Saxon, að eitt ár hérna, er okkur meira virði, heldur en heill mannsaldur á Pine stræti.” Saxon hafði látið þau Hall og konu hans vita, að hún og Willi hefðu ásett sér að leggja af stað, að leita að Mánadalnum, þá um sumar- ið, en það gerði Hall ekkert til, því Bideaux, “jámkarlinn”, hafði hætt við prestsskapinn, eða munkalífið og ætlaði nú að verða leikari, og kom til Carmel nc>gu snemma til að taka við heimilinu áður en þau Saxon fóru. Saxon þótti mjög vænt um, að sjá þess glögg merki, að öllu fólkinu þama í nágrenn- inu þótti mikið fvrir því, að þau skvldu vera að fara, og eins hitt, að Willa var boðin stöð- ug, góð atvinna og gott kaup, sem hann gat að vísu ekki þegið, því það hefði raskað fyrirætl- uum þeirra. Þegar þau fóiu, var írski leikritahöfundur- inn rétt nýkominn heim frá New York. Hann sá ]>au á járnbrautarstöðinni, þegar þau fóru, og sagði þeim, að sig sárlangaði til að fara með þeim, út í æfintýrin og óvissuna, en hann mætti það ekki með nokkru móti. Hann hefði gert samning við leikhús í New York, og hann yrði að ha1 j samninginn, því að öðrum kosti fengi hann ekki peninga frá félaginu, sc*m hann hefði gert samning við, en á þeim þvrfti hann nauðsynlega að halda. Hann væri því bund- inn í báða skó, en ekki frjáls og frí, eins og þau Saxon og Willi. XT. KAPITULT. Við Komum gangandi til Monterey í vetur, en nú förum við með járnbrautinni eins og annað fólk,” sagði Willi, þegar þau voru búin að fá sér sæti og lestin fór af sfað. Nú var ferðinni heitið til San Francú’co. Mark Hall hafði varað ]>au við að fara lengra suður, og hafði komið þeim í skilning um, að loftslagið þar drægi úr dugnaði manna og þreki. Þess vegna fóru þau nú norður, þar sem kaldara var. Þau ætluðu sér að fara yfir fjörðinn hjá Sanasalito og skoða strandlengj- una þar. Hall liafði sagt þeim, að þar ætti rauðviðurinn eiginlega heima. T reykingar- vagninum sá Willi mann, sem honum leizt þannig á, að hann mundi geta gefið sér ein- hverjar góðar upplýsingar. Hann var skarp- leltur og dökkeygður og Willi 'efaði ekki, að hann mundi vera einn af niðjum Abrahams. Mintist nú Willi þess, hve Saxon gerði mikið að því, að spyrja menn um alt, sem hún vildi vita, og ga.f hann sig því á tal við þennan mann. Hann komst fljótt að því, að Gunston var far- andsali, og honum skildist, að Saxon mundi gjarnan vilja tala við þennan mann. Willi bauð honum því að koma með sér þangað, sem Saxon var. Það hafði hann naumast getað gert áður en hann kom til Carmel. En nú kunni hann betur að umgangast fólk. “Hann var rétt að segja mér frá karftöflu- kaupunum,” sagði Willi, eftir að hann hafði gert þau kunnug, “og eg vildi að hann segði þér frá þeim líka. Vilt þú segja henni, Mr. Gun.s- ton, frá þessum náunga, sem græddi nítján þús- und dali á einu ári.” “Eg var að segja manninum þínum, hvernig Kínverjarnir fara að búa þarna upp með San Joaquin ánni. Það væri rétt fyrir vkkur að fara þangað og sjá, hvemig þar er umhorfs. Það væri einmitt ágætt, að fara þangað núna, áður en mýflugan kemur. Þið getið farið af lestinni í Black Diamond eða Antiock og farið svo á ferju meðfram eyjunum, það kostar ekki mikið.” “Segðu henni frá Chaw Lam,” sagði Willi. Farandsalinn hallaði sér aftur á bak í sæt- inu og hló. “Fyrir æði mörgum árum var þannig ástatt frir Chaw Lam, að hann var al- veg eignalaus og heilsan var að bila þar að auki. Hann var orðinn gigtveikur og allur af sér genginn af sífeldu erfiði, sem ekkert hafði upp á sig. Hann var að fást við námavinnu og aflaði dálítils, en eyddi ]>ví öllu í peninga- spili ,og auk þess að e’iga ekkert, þá skuldaði hann öðrum Kínverjum þrjú hundruð dali og hann kunni ekkert liandverk. Lam kom til Stockton og fékk vinnu hjá bónda, sem dag- launamaður. Það var eitt af þessum Kínverja- félögum, sem hann aðallega vann hjá. Nú fór hann loksins að hugsa betur sinn eigin hag. Hann var búinn að vera aldarfjórðung í Banda- ríkjunum og átti ekki nokkurn skapaðan hlut. Hann sá, hvernig Innir Kínverjarair fóru að ráði sínu. Þeir lögðu fyrir alt, sem þeir gátu, og keyptu sv'o hluti í einhverju félaginu, sem þeir stofna allstaðar sín á milli, til að geta rek- ið arðsama atvinnu. “Hann fór eins að, sparaði alt sem hann gat í tvö ár og kevpti svo einn hlut í einu fé- laginu. Síðan eru bara fimm ár. Þetta félag leigði þrjú liunudruð ekrur af landi af hvítum manni, sem heldur vildi ferðast til Evrópu, en eiga við búskapinn. Fvrir ágóðann af þessum eina hlut fvrsta árið, keypti hann tvo hluti í öðru félagi, og eftir tvö ár stofnaði hann sjálfur félag af þeirri innstæðu, sem hann var }>á búinn að afla. Það var fvrir fjóram árum. T’,yrsta árið græddi hann ekkert. Annað árið græddi hann fjögur þúsund. Næsta árið fimm þúsuncl, og árið sem leið nítján {msund dali. Bvsna gott fyrir gamla Lam! Finst ykkur það ekki?” ‘ ‘ Þetta litla! ’ ’ var alt, sem Saxon gat sagt. En henni var mikið áhugamál, að farandsalinn héldi áfram og segði henni meira af þessu. “Eg get sagt ykkur dálítið um Sing Kee — kartöflukónginn í Stockton. Eg þekki hann vel. Hann er sá maður, sem eg hefi gert mest við- skifti við og haft mestan hagnað af, * allra manna, sem eg hefi skift við. Hann kom alls- laus, og meira að segja stalst inn í Bandarík- in. Fvrst vann hann daglaunavinnu, svo fór hann að selja garðmat, sem hann bar um strætin í tveim körfum á axlatré. Þar næst bvrjaði hann á verzlun í kínverska hlutanum af San Francisco. En hann hafði augun opin, og hann tók eftir því, hvað kínversku bænd- umir, sem skiftu við hann, voru að gera. A verzluninni gat hann ekki grætt svo mikið, að liann væri ánægður með það. Hann seldi því verzlunina og fór þaraa upp með San Joaquin ánni. Hann gerði lítið fyrstu tvö árin annað en veita hlutunum nákvæma eftirtekt. En þá fór hann til og leigði sér tólf hundruð ekrur af landi, fyrir sjö dali ekruna—” “Hamingjan góða!” varð Willa að orði. “Eg veit af fimm hundruð ekrum, sem eg get fengið fyrir þrjá dali ekruna.” “Er liægt að rækta kartöflur þar?” spurði Gunston. “ Það býst eg ekki' við, og líklega ekkert ann- að heldur,” svaraði Willi. Þau skellihlóu öll, en svo hélt farandsalinn áfram: “Þessir .sjö dalir voru aðeins leiga fyrir landið. Vitið þið hvað það kostar, að plægja tólf hundiuð ekrur!” Nei, Willi vissi það ekki. “A þessu ári fékk hann upp úr landinu hundrað og sextíu sekki af kartöflum af hverri ekru. Kartöflur voru þá seldar fyrir 50 cents mælirinn. Faðir minn var þá forseti okkar fé- lags, svo eg veit þetta fyrir víst. Sing Kee hefði getað selt fyrir }>etta verð og samt haft góðan ágóða. En hann gerði það ekki. Kín- verjar vita hvað klukkan slær, þegar um sölu á búsafurðum þeirra er að ræða. Þaulæfðir kaupmenn gera ekki betur. Þegar flestir voru búnir að selja sínar kartöflur, fór verðið að hækka. Hann bara hló að þeim, sem voru að bjóða bonum sextíu cents, sjötíu cents eða jafn- vel heilan dal. Loksins seldi hann fyrir einn dollar sextíu og fimm. Eg geri ráð fyrir, að kostnaðurinn adur hafi verið fjörutíu cents á mælirinn, svo þið getið séð að gróðinn var stór- kostlegur. ’ ’ “Og það er Kínverji, sem þetta hefir gert,” sagði Willi, hálf-ólundarlega. “Þarna aétti á- reiðanlega að vera eitthvert tækifæri fvrir hvíta menn, þó við séum líklega ónýtir búmenn flestir. ” “Þið verðið að gæta þess, að þetta c>r nokk- uð, sem ekki kemur oft fyrir,” flýtti Guntson sér að segja. “Það var uppskerubrestur á kartöflum í öðrum héruðum, og þess vegna fór verðið svona mikið upp, og einhvern veginn hafði Sing Kee hugmvnd um, að svo muncli fara. Hann hefir aldrei grætt svona mikið síð- an á einu ári. Árið sem leið hafði hann fjögur þúsund ekrur undir kartöflum og einar fimtán hundruð ekrur undir einhverju öðr, og hann fær alt af mikla uppskeru, þó hún náttúrlega sé misjöfn.” “Eg hefi séð tólf hundruð ekrar af epla- trjám,” sagði Saxon, “og mér þætti gaman að sjá fjögur þúsund ekrar af kartöflum.” “Já, þangað skulum við fara,” sagði Willi. “Það lítur ekki út fyrir að við, Bandaríkja- mennirnir, þekkjum okkar eigið land, en út- lendingarnir þekkja það betur. Það er svo sem ekki undarlegt, þó okkur gangi illa.” “Þið finnið ]>arna marga kínverska stór- bændur. Sumir þeirra eru vellríkir og lifa eins og prinsar. ’ ’ “Tlvernig stendur á því, að Bandaríkja- menninir geta ekki gert eins vel, eins og þessir útlendingar?” spurði Saxon. “Af því þeir reyna það ekki, býst eg við. Það er ekkert, sem heldur þeim aftur, nema þeir sjálfir. En það er eitt, sem eg má segja ykkur. Eg vil heldur eiga viðskifti við Kín- verja, en flesta aðra. Þeir eru ráðvandir og það má roiða sig á það sem þeir lofa. Þeir standa alt af við orð sín. Þar að auki eru út- lendingarnir áreiðanlega betri búmenn en Bandaríkjamenn. Þeir fá alt af betri upp- skera. Hafa einhvern veginn lag á því, að láta jörðina gefa mikið af sér, liveraig sem á því stendur.” “En það er engin góð og gild ástæða til þess,” sagði Willi,. “Við ættum að geta gert það sem Kínverjar geta gert.” “Það sýnist vera svo,” sagði Gunston,-“en það er ekki svo, eða reynist ekki svo. Kínverj- arnir sýnast skilja jarðræktina miklu betur en innlendu bændurnir, og þeir stunda hana vafa- laust með meiri ahíð.” Á HEIÐUM Eftr Henrik Ibsen. IX. Einn hásumardaginn, sem heitur lá yfir heiðanna titrandi sviði, eg klukknahringingar heyrði’, og þá var hringt til brúðkaups, og fólk eg sá um þjóðveginn allan á iði. Menn þyrptust að húsinu þar sem hún bjó. Já, þarna sást hliðið og grindin. Eg gætti að öllu; eg grét bæði ’ og hló, og grjótið og lyngið með hælunum sló. og andvarpaði’ út í vinclinn. Mér fanst sem ég heyrði þar hlátra sköll og háðvísna glósur á milli, sem heyrði ég upp til mín hróp og köll um heimskingjaræfil, sem hvarf á fjöll og misti’ allra manna hylli. Til kirkjunnar fólkið til farar bjóst, og fákurinn snjóhvíti, aldi, bar hana, og glóbjarta hárið slóst um herðar. Nú mundi ég kvöldið svo ljóst hið síðasta’, er í dalnum eg dvaldi. I árstraumnum reið allur hópurinn liægt; hún hné þá að brúðgumans síðu. Þá hafði ég sorginni’ úr brjóstinu bœgt og barLst til þrautar og engu vægt, en staðist í blíðu og stríðu. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAS f. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamiltonChambers A brúninni stóð eg með stálslegna önd og starði á fólkið niður. í hópnum glitraði’ á blæjur og bönd. Eg bar þá með ró fyrir augað hönd: Já, þetta’ er nú sveita siður! Hin flagrandi skaut og hin hið skínandi lín og skartklæðin bláu og rauðu, og kirkju með lieilagt vígsluvín, og vífið, sem eitt sinn var brúður mín, og hjónabandsdýrðina dauðu. — Það altasaman horfði ég hljóður á frá hæsta vizkunnar tindi. Frá æðri sjónarhæð alt ég sá, en enginn það skilur, sem niðurfrá flækist og festir þar vndi. Þá heyrði ég bak við mig hlegið þurt. Hún hló ]>ar hin ókunna vera. “Félagi,” sagði’ hún og kvaddi með kurt, “eg knýti’ á mig malinn og fer nú burt. ITér er ekkert eftir að gera.” Nei, sjálfbjarga er eg, og ætla sízt neitt ofmadt í þínu hrósi, því æðablóð mitt í ísvatn snýst, og inni í brjóstinu fyrir víst nú finst mér sem hjarta mitt frjósi. Og víst er, að ekkert á mér hrín, við ekkert vilji minn hikar. Sem flak er nú lífsins ferjan mín, en fallega hennar rauða lín hjá birkiskóginum blikar. Þeir hlevptu á sprett, er hurfu sýn um hornið við kirkjugarðinn. Nú, vertu sæl, bezta vina mín. Þú verk mín dæmir, eg minnist þín. En misjafn er mælikvarðinn. Og stálsleginn efsta stiginn }>á eg stefn sem ljóssns vinir. Eg sný ei við, hæstu eggjum á er eilífð og guð, en niðurfrá í villunni vaða hinir. —Lögr. Þ. G. ÆTTJARÐAR-MINNI 5. ágúst 1929. Geti manni geymst í hug guð og ættjörð sævi vafin, gróðans sanna geislaflug getur manni fæðst í hug; — hvatir kanna hjörtum dug, hverjum þætti bót er krafin, geti manni glæðst í hug guð og ættjörð sævi vafin. Fjallið bendir himinhátt, hvetur kröftum vængjablakið. Þyki strendur liggja lágt, loftið bendir himinblátt. Því var, endur, ekki fátt upp úr höftum knúð og vakið. Tindur bendir himinhátt, hvetur kröftum vængjablakið. Særinn kviki seiðir blóð, svæft um stund, en geyst í róti. Varnar hvika vaskri þjóð, verinn kviki seiðir blóð. Engu Sviki unir hljóð ísagrund á neinu móti; sævi kvikum seiðist blóð, svæft um stund, en geyst í róti. Þröngu gljúfri, þindarlaust þjóta rokkar valkyrjanna. Blær þó hjúfri raust að raust; rymur gljúfrið þindarlaust. Gæfu ljúfri tendrar traust tindrun okkar leystu fanna; hleður gljúfrið hvíldarlaust hljómi rokka valkyrjanna. Fjallkonunnar ásýnd öll, óviðjafnanlega fögur, loguð sunnu, ljómar fjölll, Ljóskonunnar þelin öll. Lykkja runnin lukkuföll lokkasafni tívakögur, vizkubrunna ítök öll, óviðjafnanlega fögur. Himinn efsti, hæsta grund, hafs og jökul-línum bundin! Huga vefst á helgri stund, himinn efsti, dýpsta grund. Altaf krefstu, allra lund aflist tök á streng um sundin, himinn efsti, hæsta grund hjartna rökum saman bundin. J. P. S.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.