Lögberg - 24.10.1929, Blaðsíða 3
LttGRERG. FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1929.
Bls. 3.
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
V O R.
Vakið, vakið!
Vorið sunnan
rennir gandi
gullnuim norður.
Brosa tindar,
blaktir sina,
hoppa elfar,
hlœja grundir.
— Vaíci alþjóð,
vor er komið!
Eg horfi yfir haf og strindi,
eg horfi’ á vorsins dýrðarönn
og sé, að öllum léttir lyndi
í lífsins striti sólarhrönn.
Að drottins boði hækkar, hækkar
í hverri skor hið smæsta strá,
og lífsins orka stækkar, stækkar.
— Eg stari dásemd þessa á.
Og hvert sem eg nú auga renni,
mér unað fyrir vorsins starf.
1 klungrum, mylsnu’ og möl eg kenni,
að mynda lífið festu þarf.
Og kyljan dreyfir frumi’ um foldu,
og fuglar inna sömu skil.
Af fótum sá þeir fræi’ í moldu
um fjallaurðir, holt og gil.
0g lyngið réttir kræklu kalda
að ko’ssi geis^ans, fölt og smátt,
og blómin litlu blöðum falda
mót brosi sólar. Lífsins mátt
nú finnur alt, sem foldin elur,
og frið og gleði helgar sér.
En drottinn allra daga teiur.
Hans dóma sízt frá réttu ber.
En yfir hvelfist blár og blíður
í bliki ljóssins, undra skær,
þú, himingeimur, hár og víður,
sem hugar göfgun flestum ljær.
Og dögg frá skýjum léttum líður
svo ljúf, svo mild og silfurtær,
og alt, sem vökva oftir híður,
hún engilhreint í svipan þvær.
Því vaknar alt sem endurborið,
og æskan keppir sólu mót.
Slík himinskírn — hún vígir vorið
og veitir öllum sárabót.
En fuglinn svngur sælum rómi,
er silfruð döggin hjúpar strá.
Og geislinn strýkur björk og blómi,
og blærinn sólldýr þýtur hjá.
En — skal þá heyja dauðadóma,
fyrst drottins hönd slíkt vinnur starff
Nei. — Raddir kærleiks allar óma
um ást og frið, og verndun þarf
hver lífsins ögn, sem finst á foldu,
svo fái ávalt björg og skjól,
og vlur nái ormi ’ í moldu,
frá alvalds miklu náðarsól.
— Eg þrái öllu aumu ’ að vægja
og aldrei stíga’ á vesalt strá,
og engu frá mér burtu bægja,
sem böl og harmur kynni að þjá.
— Nú vil eg guðs að fótum falla
og fjarri vera táii’ og synd.
Þar gæti sál mín elskað alía. —
f ást felst lífsins heilög lind.
Nú, þegar fuglar kátir kliða
og kvæði flytja’ um dal og hól,
og lækjafossar léttan niða,
og líf af dvala vekur sól,
þú, íslenzk þjóð, skalt virða vorið
og vaxa láta starf og dygð
og dáðrík nytja drýgja sporið,
svo dafni’ og blessist sérhver bygð.
—Dýrav.
MINNINGAR.
“ Milli manns og hests og hunds
hangir leymþráJður.”
Matth. Joch.
Tvistur, elsku klárinn minn! Hví drejnnir
mi» þig svo oft? Ert þú endurborinn í hesta-
sveit einhvers hjarðguðs? Vel gæti eg trúað,
að svo væri. Og ekki myndir þú síztur verða
eða síðastur í þeim hóp. — Hvað væri senni-
legra en það, að göfug skepna haldi áfram að
vera til, eins og maðurinn?
Draumar mjfnir lialda minningunni um þig,
Tvistur minn, sívakandi. Sama er skapgeið
})ín, sömu lyndiseinkenni í draumum mínum og
voru í lifanda lífi. Ofurlítið röltstyggur —
svolítið stríðinn. Og sama er mýktin og ynd-
þegar á bak er komið. Og sami er svipurinn.
Sami yndislegi vöxturinn. Höfuðið mikið og
frítt, kjálkarnir þykkir, nasirnar flæstar, brún-
in hvöss, augun snör og leifturhröð, og evrun
kvik. Og ekki er að gleyma stjömunum tveim-
ur, amiari á enninu og liinni á nefi. Af þeim
hlauztu nafnið. Hálsinn stuttur og gildur,
makkinn stinnur og faxið þétt, skift að endi-
löngu. Og búkurinn sléttur, strokinn og gljá-
andi. Brjóstið breitt og kraftalegt. Hrygg-
urinn beinn og eigi ýkja langur, lendin kúpt og
vel við sér, taglið sítt og mikið. Fætur gildir
og þreklegir. Vöxtur allur í fylsta samræmi. . .
í nótt þótti mér, sem þú syntir með mig á
baki þér, klárinn minn. Við þann draum rifj-
aðist upp atvik úr sambúð okkar. Eg reið þér
á sund í gildragi einu — að óþörfu. Og þú
bargst lífi mínu í það sinn, eins og oftar. Man
eg og, að tvívegis, eða oftar, barst þú mig á
baki níutíu rasta vegalengd á einum degi og
skilaðir mér ’heim, heilum og höldnum, annað
það sinn á dimmum haustdegi. — Eitt sinn
barstu konuna mína á baki þér hina sömu leið,
og skilaðir heilli lieim . ->ó að sambúð okk-
ar yrði eigi nema níu ár, þá er mörg hugljúf
minningin við þig tengd. Því drevmir mig um
þig á degi og nóttu, látni vinur.
Kær er mér mvndin þín á veggnum hjá mér
— kærari en þó að þar væri mynd af einhverj-
um görpum úr veraldarsögunni, hvort sem það
^æri Bonaparte, Liiter eða aðrir aðsópsmenn.
Og þú, Hringur minn! Eg fæ ekki minst
svo Tvists, fóstra þíns, að eg geti þín ekki. Var
svo, sem mér sýndist, að þú lærðir gangmýkt
Tvists, þegar ])ú varst folald og lullaðir götuna
á eftir honum ? En víst er það, að sporinu hans
náðirðu með aldrinum. — lítill varstu^—fædd-
ur í livítasunnuhretinu. En þú áttir umhyggju-
sama móður—og það barg þér. Þá var Tvistur
minn þér ekki fjarri, til að veita þér guðsifjar.
— Eg man, að hann gætti þín, eftir að mamma
þín féll fyrir örinni. — Mjúkur og sléttur var
litli búkurinn þinn, og ánægjulegt var að strjúka
hann í fjóshlýjunni. — En vegir okkar skildu,
fyr en skvldi. Og skilnaðarins vil eg ekki minn-
ast. Hann vekur í huga mér stökur Fjósa-Páls
— nærri því áþreifanlega.
Og þú, trygga dýrið, Rakki minn!! Líklega
verður mikils til ofraun að minnast þín — nema
í þögninni. Þó fæ eg ekki hjá mér leitt, að geta
þín, úr því að eg fór að minnast horfinna vina.
Lítill, snotur og strokinn, morstrútóttur hvolp-
ur, með trvgglyndisleg au,gu og greindarleg.
Síkátur og leikfullur alla daga, við sambýlis-
hundinn, viÖ kisu og við það, að elta rófuna á
hér, væri ekki annað leikefni. Og ekki skorti
leik-áleitnina við börn og fullorðna, fengist þeir
í leik. Og til þess var beitt einkennilegum
brögðum, að fá aðra “ til við sig.” — Furðu
fljótt lærðir þú “mannasiði” og að hlýða boði
og banni um það, að ana ekki inn í kirkjur eða
stofur og á aðra staði, gem hundum er ekki ætl-
að að vera, þrátt fyrir trygðina og löngun til
að fylgja hiisbónda þínum, livert sem hann
færi. Og svo þetta, sem hver hundur þarf að
kunna, að hlaupa fyrir kindur, að bíta ekki, að
gelta ekki, nema þér væri sigað, og hlaupa ekki
á brott með aðkomumönnum, o. s. frv. — En
trygðin — hún var dæmafá. Víst hefðir þú
“fram á þínar lappir legið líki bóndans hjá”,
ef til hefði komið.----Mér verður að ráðgátu
lítið atvik, sem fyrir kom í sambúð okkar. Eg
fór í ferð. Þig langaði til að fylgja mér að
vanda. En eg lét loka þig inni á næsta bæ. Þeg-
ar þér var slept út, þá fóstu rakleitt heim og
skreiðst undir rúm. Nokkru seinna, þann sama
dag, gerði þrumur miklar og eldingar. Þá
greip þig hræðsla, og þú hentist að bænum, þar
sem þú hafðir verið lokaður inni, og leitaðir í
dvrum og dyngjum, en árangurslaust. Þá lagð-
ist þú fvrir hnuggjnn og dapur, þar til þrumu
yeðrinu slotaði. Þá hljópstu heim. Hvort var
nú heldur, að þú leitaðir mín, af því þú hélzt
mig vera í hættu staddan á bænum, þar sem heft
hafði verið frelsi þitt, eða að þú taldir þig ó-
hultari hjá mér en annars staðar? Eg get að
vísu ekki úr þessu leyst, en ætla, að hvort-
tveggja hafi ráðið atferli þínu.— Annað atvik
er mér einnig minnisstætt — eina skiftið, er þú
tókst bita, sem þér hafði ekki verið ætlaður, ef
Hl vill af hvolpæði eða því, að þú værir soltinn.
Fvrir þetta smáræði þúaði eg þig. En svo
þungt féll þér það, að eg glevmi því ekki. Þú
hljópst að heiman, um það bií tuttugu og fimm
rastsi leið, til að leita að smaladreng, sem hjá
mér hafði yerið, og þú vissir þá hvar heima
atti. Og hjá honum varstu, þangað til hann
kom með hann til mín og sættir urðu með okk-
ur, sem eg man að voru jafn-auðsóttar frá
beggja hálfu , minni og þinni. — Man eg ])ig,
er “fárið” gekk. Þú varst þungt haldinn. 1
það sinn fengum við hjónin, húsbændur þínir,
færi á að sýna þér nokkum vott þakklætis okk-
ar fyrir alla dygðina og trygðina. Við bjugg-
um um þig í auðum bás í fjósinu, svo að þér
væri hlýtt. Vökvuðum þig með skeið á lýsi og
spenavolgri nýmjólk. Hugðum við, að það
mvndi mýkja hóstan. Tnnilegt var þakklætið,
sem skein úr augum þér fyrir hverja aðhlvnn-
ingu, er þér var veitt. Vinalega tifaðir þú róf-
unni, þegar eg vitjaði þín í vökulokin. Og ó-
blandin var gleði þín, er eg kom til þín í fjósið
á morgnana.-----------Hljóðlega. fórstu, þegar
þú varst að skríða úr bælinu þínu frammi í
göngunum og inn í baðstofu, opnaðir hana með
trýninu og lakidist að rúmi okkar hjónanna eða
undir það. Anægður varstu, ef þú fanst ein-
hvei’ja flík að liggja á, og þá sofnaðist þér vært.
En hikandi varstu þó að morgni og feiminn,
þangað til þér hafði verið klappað, og þú hélzt
þig hafa fengið vissu fyrir, að vægilega yrði á
því tekið, ef þú kæmir næstu nótt.----Og fleiri
voru þau atvik, er lýstu órofa trygð hjá þér og
undraverðum vitsmunum. En ógleymanlegast-
ur verður mér skilnaður okkar — það svo, að
mér verður ‘tregt tungu að hræra. ” Þegar eg
bró búi, hafði eg þín eigi þörf lengur. En til
þess hafði eg ekki skap, að lóga þér. Þá var
það, að eg bað þig að fylgja öðrum manni, sem
eg með vísu vissi, að mundi láta þér líða vel.
Og þessari beiðni minni eða skipun hlýddir þú,
eins og öðru, sem eg lagði fyrir þig. En seint
mun mér gleymast augnaráð þitt þá stundina
eða staðurinn, þar sem við skildum.-----Síð-
ast allra orða, að því sinni, bað eg nýja hús-
bónda þinn, að lóga þér með drengilegum hætti,
áður en elli færðist yfir ]>ig. Og sú er von mín,
að við þeirri ósk hafi hann orðið. En skap hefi
eg ekki liaft til þess að spyrja um, hvort gröf
þín væri þar á slóðum. Býst eg við, að liún hafi
verið af lítilli viðhöfn ger — sé ef til vill ein-
hver mógröfin eða þá pyttur. Slík verða all-
oft laun og legstaðir trvggustu dýranna, sem
fylgja mönnum—og er eigi skammlaust að vita,
mér eða öðrum. Guðl. E.
—Dýrav.
DRAUMSÝN.
1 nótt var niða-dimt,
nýstárlega sýn
þá í blundi bar
brúnaljós fyr’ mín. —
Satt er það sem sólin blessuð skín.
Langt í austurátt
opnar stóðu dvr;
blárri’ í fjallaborg
bjartan ljóma hyr
sá eg þar, en síðar ei né fyr.
Myikrið mjög var svart,
þó mátti’ ég gjörla sjá:
berginu’ í að bál
brann s\o lýsti frá.
Hljóður það ég liorfði lengi á.
Gnýr þá dundi dimt
Dulins sölum frá;
eldsins alda hvarf
augum mínum þá.
Nú var aðeins sortamökk að sjá.
Myrkrið mjög var svart;
mey þó eina’’ ég sá,
gekk liún greitt til mín
giljahömrum frá
— fögur sýnum var en vaxtarsmá.
Meyjan mæla nam
—mjúk var hennar rödd—:
“Svanur minn, þín sál
sjaldan mjög er glödd.
Nú er liún í nauðum miklum stödd.”
“Veslings vinur, þér
vil ég segja eitt,
að ég einan þig
elska logalieitt.
Því fær ekkert, engu sinni breytt ”
Astarljómann í
augimi fljóðs eg sá;
ekkert skuggaský
skvgði ljósið á.
Ó, sú lieita, unaðslega þrá!
Bærðist negg við negg,
nærðist sál af sál;
eldur hitti eld,
eitt þá kveiktist bál. —
Umhverfis var munblítt þagnarmál.
Boðar þessi liöfug hylling
hjartans vona minna fvlUng,
eða meiri harma hrylling
heldr’ en þegar negg mitt sker?
Dulið mér það algert er.
En verði drottins viljinn góði,
Vil ég biðja’ í hljóði.
—Burknar.
II Ú N.
Hún þótti fákæn — var það víst—
en vonum minna þó,
því ei fékk hennar barnssál bein
úr bókmentanna sjó.
Og lítt var henni sparað spott
og sparkið fékk hún nóg;
hún samt. úr öllu gjörði gott
og glaðlát söng og hló.
Hún söng um jarðarlífsins lán,
sem langt í fjarska bjó.
Hún söng um ástarendurskin,
sem aldrei leit hún þó. —
Og loks með blóðga bana-und
ihún berfætt gekk í snjó;
en henni engin hjálparmund
í lieimi rétti þó.
Þótt fáir trúi, samt er satt,
að söng hún enn og hló,
og loks við brimiivítt breðaskaut
með bros á vörum dó.
! Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office tímar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipegr, Manitoba.
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office timar: 2—3
Heimill: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Oraham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Office Hours: 3—5
Heimili: 921 Sherburn St.
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og
■fverka sjflkdöma.—Er að hitta
kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
'ials.: 42 691
DR. A. BLONDAL
Medlcal Arts Bldff.
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdöma.
Er að hitta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 2*6
Heimili: 806 Victor St.
Simi: 28 180
Dr. C. H. VROMAN
TannUeknir
605 Boyd Building Phone S« 171
WINNIPEG.
A. S. BARDAL
848 Sherbrooke 8k
Seiur llkkistur og annaet um at-
farir. Allur fltbúnaður «8 ---f
Ennfrwnur seiur haan alldunf
minnisvarða o* legwtwlna.
Skrifstofu tals. 86 607
Helmliis TaJít.: n m
Residence Office
Phone 24 206 Phone 24 963
E. G. BALDWINSON, LL.R
Islenzkur lðgrfræðingrur
708 Mining Exchangre
356 Main St. Winnipeg
DR. S. J. JÓHANNESSON
stundar lækningar
og yfirsetur.
Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h.
og frá 6—8 að kveldinu.
Sherburn St. 532 Sími 30 877
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 Maryland Street
' Þriðja hús norðan vi8 Sarg.)
PHONE: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 3—5 d. h.
DRS. H. R. & H. W. TWEEI)
Tairnl æknar.
406 Standard Bank Bldg.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 26 545. Winnipeg
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðingur.
Skrlfstofa. Room 811 McArthar
Buiiding, Portage Ave.
P.O. Box 1658
Phonea: 26 849 og 26 840
LINDAL, BUHR &STEFÁNSS0N Islenzklr löiffræðingar. 366 Main St. Tals.: 24 963 pelr hafa einnig skrifwDofor eð Lundar, Rlverton, Gimli og Pln«y og eru Þar að hltta á eftirfylgj- andl timuxn: Lundar: Fyrata miðvíkiidag Riverton: FVrsta fimtudag. Gímli: lyreta. miðvikudag. Piney: Priðja föstudag i hverjuim nifinuö!
J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lngmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbra. Winnipeg, Canada Stmi: 23 082 ileima: 71 753 Cable Address: Roscum
JOSEPH T. THOKSON isl. lögfræðingur Scarth. Cuild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768
C. í>. THORV ALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587
A. C. JOHNSON 807 Oonfederation Llfe 9M« W'IN NIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að fivaxta sparifé fölks Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrlfstofustmi: 24 263 Helmasimi: 33 328
j. j. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega jieningalán og eld*- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349
—
Tllar tegundir FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mln, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 89® |
ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúíið aem þessl borg heftr nokkuru halt lnaan tébend* slnnn- Fyrlx-tak* máltiðlr, sltyr, pOnnu kökur, ruilupydsa og þJÓSrwknto- — Utanbæjarmenn fá S.vn.11 fyrst hreselngu 1 WOTEL CAFE, 882 SorgenM A« Biml: B-3197. Hooney Stevens. elgandx.
Hestar og hundar.
Sá er helzt munurinn á þessum tveim dýr-
um, að hesturinn er dulari, hundurinn opin-
skárri, hesturinn þolinmóðari, hundurinn ör-
lyndari. En vitsmuni þeirra, ef svo má að orði
kveða, legg eg að jöfnu, þó að þeir komi öðru-
vísi fram hjá hundinum en hestinnm.
—Dýrav. —Grímur Thomsen.
TIL IIULDAR.
Að elska þig, ITulda, það er alls ekki synd,
því að andi minn segja þér vogar:
að hrein er mín ást eins og heiðanna lind
og heit eins og eldgígsins logar.
Mín elska er traust, eins og hamraf jall hátt,
í húminu sorgar og nauða.
Mín elska er djúp eins og úthafið blátt,—
hún endist í lífi og dauða.
—Burknar.