Lögberg - 24.10.1929, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1929.
Bls. 6.
......*....
| Mánadalurinn
EFTIR
J AC K LON DON.
“Ekki sé eg hvernig í ósköpunum á því
steiulur, að við getum ekki jafnast á við Kín-
verja, ekki meiri garpar en mér sýnist þeir
vera, ’ ’ sagði Willi og vildi ógjarna viðurkenna
þeirra miklu búmanns hæfileika.
“Það sýnist nú sennilegt,” svaraði Guns-
ton, “en það bara er ekki þannig. Kínverjinn
er alt af að vinna á sínu landi og hann hefir a-
gætt fvrirkomulag á öllum sínum búskap, sem
er vandlega hugsað og niðurlagt. Hefir þu
nokkurn tíma heyrt þess getið, að innlendu
hændurnir liefðu nákvaunt bókhald vfir alla
sína atvinnu? Það gera Kínverjamir. Þeir
vita alt af hvernig hagur þeirra stendur, en
þurfa ekki að geta sér til um það. Þeir vita
líka hvenær og hvemig þeir eiga að selja það,
sem þeir framleiða. En hvemig þeir fara
að vita það, jafnvel betuv en kaupmennirnir,
það hefi eg aldrei skilið.
“Þar við bætist, að þeir em þolinmóðir, en
ekki þrálátir. Þegar þeir s.jó, að þeir hafa gert
eitthvað rangt eða öðm vísi en rétt var, þá eru
þeir allra manna fljótastir til að leiðrétta það,
en fara ekki að eins og svo margir hvítir menn,
sem ómögulega geta látið undan, en berjast við
að koma- því fram, sem þeir hafa haldið að rétt
væri, jafnvel löngu eftir að þeir eru búnir að
sjá, að það er ekki rétt og getur ekki gengið.
Þeir haga sér e.ftir kringumstæðunum, haga sér
skynsamlega. ’ ’
Samtalið við Gunston varaði klukkustund,
og því meira ,sepi hann sagði þeim frá Kínverj-
unum og búskap þeirra, því betur fann Saxon,
að hún varð meira og meira óánægð með þetta
alt saman. Hún efaði ekki, að það sem hann
var að segja þeim, væri satt, en það var ekkert
skemtilegt við þetta, ekkert aðlaðandi. ómögu-
lega gat hún felt sig við þá hugsun, að hafa
tóma Kínverja fyrir nágranna, hvað mikið sem
af þeim mætti læra í búskapnum. Þessi ímvnd-
aði sælustaður, þar sem þau Saxon og Willi
ætluðu að eiga heima, gat ómögulega verið eins
og hún vildi hafa hann, ef þar var alt fult áf
Kínverjum. Þegar Gyðingurinn var farinn út
úr lestinni, skildi hún fyrst hvað hún var óá-
nægð með, og það var Willi, ,sem kom henni í
skilning um það.
“Við erum engir Kínverjar,” sagði hann.
“Við erum hvítar manneskjur. Þeir ríða ekki
út sér til gamans eða taka þátt í kosningum,
með þessum dæmalausa áhuga, sem innlent fólk
gerir og hefir mikla skemtun af. Sástu nokk-
urn tíma Kínverja synda í brimgarðinum við
Carmel ? eða taka þátt í hnefaleik, eða hlaupa
og stiikkva sór til gamanst Hefirðu séð nokk-
urn þeirra ganga sex mílur með byssu og koma
heim aftur glaðan og ánægðan með einn smá-
héra? Hvað gera þeir annars? Vinna undir
drep. Það er það, sem þeir geta gert. Vinn-
an er í sjálfu sér góð, en ef lífið er ekkert
nema endalaust strit, }>á er það ekki mikils
virði. Eg hefi unnið mestaila æfina og eg get
unnið eins vel og sá næsti. En til hvers er
það ? Ef það er nokkuð, sem eg hefi lært, síð-
an við fórum í þetta ferðalag, þá hefi eg lært
það, að vinnan er ekki nema lítill partur af
lífinu. Hamingjan góða! Ef lífið væri ekk-
ert nema vinna, þá mundi eg stytta mér aldur
og það fljótlega. Eg vil hafa byssu og reið-
hest og eg vil ekki þurfa að vera alt af úrvinda
af þreytu, svo eg gleymi éllu öðru, og þar á
meðal konunni minni. Til hvers er að vera
ríkur og græða alt af meira og meira? Hugs-
aðu um Roakefeller. Hann má ekkert láta of-
an í sig, nema mjólk. Eg vil heldur minni
peninga og góða heilsu, svo eg geti notið
lífsins. En sízt af öllu vil eg vera svo önnum
kafinn, að eg geti ekki verið hjá þér og við
getum skemt okkur saman. Til hvers er að
lifa, ef maður getur ekki haft ánægju af líf-
inu?”
“ Þetta er einmitt }iað, sem eg hefi lengi
verið að gera mér grein fyrir og eg. hefi haft
heilmiklar áhyggjur af þessu. Eg var farinn
að halda, að það væri eitthvað að mér, og mér
væri sveitalífið kannske ekki hentugt, þegar
til ætti að taka. Mig 'hofir í raun og veru
aldrei langað til að vera ein af }>essum bónda-
konum, sem við höfum kynst á ferðalaginu, þó
heimilin hafi oft verið ofnaheimili, 'og eg
held ekki, að þig hafi langað til að vera einn
af bamdunum. Við viljum bæði geta látið
okkur líða vel og geta leikið okkur töluvert, en
ekki verða þrælar vinnunnar og gróðans. Og
við skulum bara halda áfram þangað til við
komum þar, sem við getum lifað eins og við
viljum lifa. Við hljótum að finna okkar mána-
dal einhvern tíma, og þó það kannske dragist
nokkuð lengi enn, þá getum við samt látið okk-
ur líða vel og gert okkur margt til skemtunar,
eins og við höfum gert, síðan við fórum frá
Oakland. Og við skulum gæta þess, Willi, að
vorða aldrei þrælar vinnunnar, hvað mikið
sem kann að vera í aðra hönd.”
“Nei, það skal nú aldrei koma fyrir, ”
sagði Willi.
Gangan.h komu }>au til Blaek Diamond og
báru farangur sinn á bakinu. íbúðarhúsin,
sem öll voru lítil og ómerkileg, voru út um alt
og sýndust ekki vera settt eftir neinum reglum.
Aðalstræti þorpsins var eintóm fora(rleðja,
eftir síðustu rigninguna. Gangstéttimar voru
allar úr við og maður varð að gæta mestu var-
færni að fóta sig á þeim. Manni fanst naum-
að þetta geta verið Bandaríkjabær. Búðim-
ar voru litlar og mjög (>álitlegar og nöfnin, sem
voru ýmist uppi yfir dyrunum eða á glugga-
rúðunum, vora þannig, að aðkomufólki fanst
alveg ómögulegt að kveða að þeim. Þar var
eitt gistiliús, mjög óásjálegf, og það var grísk-
ur maður, sem þar átti húsum að ráða. Ann-
ars var þar alt fult af grísku fólki, dökkhærðu
og dökkeygðu. Karlmennimir voru flestir í
háum stígvélum, líkum þeim, sem sjómenn
vanalega nota. Kvenfólkið gekk berhöfðað
og var í allavega litum kjólum. Börnin vora
afar mörg, og þau voru óhrein og illa til fara
og hávaðasöm, og þau Saxon og Willi skildu
ekki orð af því, sem þau sögðu.
“Við hljótum að vera komin eitthvað út
úr Bandaríkjunum, ” sagði Willi, éftir að þau
höfðu litast þama um litla stund.
Niður við fjöruna fundu þau verksmiðju,
þar sem fiskur var soðinn niður, því þetta var
sá tími árs, sem veiðar voru stundaðar. Þar
var heldur ekki Bíjndaríkjamenn að finna,
nema örfáa. Formaðurinn og bókhaldarinn
voru einu innlendu mennirnir, sem Willi gat
komið auga á. Allir hinir voru grískir, ítalsk-
ir eða þá |Kínverjar.
Þau sáu marga hvítmálaða, gríska báta,
sem komu að landi hlaðnir laxi. Þar affermdu
þeir laxinn og fóru svo út aftur. Þessi bær
var rétt hjá ármynninu, þar sem Sacramento
og San Joaquin árnar koma saman.
Þau Saxon og Willi færðu sig dálítið frá
fiskistöðvunum, þangað sem minna var um að
vera og lögðu þar af sér farangur sinn og
hvíldu sig um stund.
Ekki nema svo sem hundrað fet frá þeim,
úti á ánni, var einstaklega fallegur, hvítmálað-,
ur bátur. Það var auðsjáanlega ekki fiskibát-
ur, heldur skemtibátur. Þrátt fyrir það, hve
lítill hann var, þá sýndist hann þó mjög þægi-
legur og haglega var hann gerður. Reykur
kom upp úr dálitlum revkháfi, sem á honum
var, og benti það á, að þar var eitthvað verið
að matreiða. Framan á bátnum var letrað
með gyltum stöfum orðið Roamer. Uppi á
þilfarinu var maður og kona, og konan hafði
rauðan trefil um hálsinn. Maðurinn var að
lesa í bók og konan var að sauma og það sýnd-
ist fara einstaklega vel um þau. Dálítill liund-
ur lá við fætur þeirra.
“Það er svo sem auðséð, að þau þurfa ekki
þessi að vera í stórborgunum til þess að láta
sér líða vel,” varð Willa að orði, er hann
hafði horft á þau um stund.
Maður, sem sjálfsagt var japanskur, kom
upp á þilfarið og fór að reita fiðrið af dauð-
um fugli, sem hann hélt á og ætlaði líklega að
fara að matreiða. Lét hann fiðrið falla út-
byrðis og flaut það niður ána.
“Nei, sjáðu Willi, hann er að fiska,” sagði
Saxon og var mikið niðri fyrir. “Hefir bund-
ið línuna sína um tána á sér.”
Alt í einu fór hann að draga færið og kon-
an leit upp frá saumunum og hundurinn fór
að gelta. Maðurinn hafði veitt stóran og fall-
egan fisk, sem hann tók af önglinum. Beitti
liann svo aftur og kastaði færinu út í ána og
hélt svo áfram að lesa.
Maður kom ofan á bryggjuna, þar sem þau
Saxon sátu, og kallaði til þeirra sem á bátnum
voru. Hann bar böggla af kjöti og garðmat.
í öðrum treyjuvasanum hafði hann mörg bréf,
en dagblöð í hinum. Maðurinn í bátnum lagði
frá sér bókina, losaði færið af fætinum á sér,
tók ofurlítinn bát, sem flaut við hliðina á bátn-
um, sem hann var í, og réri til lands.
“Eg þekki þig,” sagði Saxon eins og ó-
sjálfrátt, þegar hann kom að landi. “Þú
ert------”
Hún komst ekki lengra og fann sjálfsagt,
að þetta væri nokkuð framt.
“Haltu bara áfram,” sagði aðkomumað-
urinn og brosti góðlátlega.
“Þú ert Jack Hastings, það er eg alveg viss
um. Eg sá mynd af þér í blöðunum hvað eft-
ir annað, þegar þú skrifaðir fréttir af stríð-
inu milli Rússa og Japana. Eg veit líka, að
þú hefir ritað margar bækur, þó eg hafi enga
þeirra lesið.”
‘ ‘ Þetta er alveg rétt,” sagði maðurinn í
bátnum. “En hvað heitir þú?”
Saxon kynti þessum rithöfundi sjálfa sig
og manninn sinn, og þegar hún sá, að hann
veitti farangri þeirra eftirtekt, sagði hún hon-
um, hvernig á ferðum þeirra stæði Þessi leit
þeirra eftir Mánadalnum vakti strax athygli
Hastings, og þó alt væri komið út í bátinn, sem
hann var að sækja, þá fór hann samt ekki, og
þegar hann hevrði að þau hefðu verið í Car-
mel, og værn að fara til Rio Vista, bauð hann
þeim strax að koma með sér
“Við ætlum að fara þangað sjálf, eftir svo
sem klukkutíma,” sagði hann. “Komið þið
bara með okkur. Við verðum komin þangað
klukkan fjögur í dag, ef við fáum bærilegt
leiði. Konan mín er með mér, og hún og Mrs.
Hall eru mestu vinkonur. Við erum rétt ný-
komin frá Suður-Ameríku, annars hefðum við
fundist í Carmel. Þau Hall og kona hans hafa
minst á ykkur í bréfum til okkar.”
Þetta var aðeins í annað sinn á æfinni, að
Saxon hafði farið nokkuð í bát, og Roamer
var fyrsta skemtiskipið, sem hún hafði út í.
Konan hét Clara; hún tók þeim með opnum
örmum og féll fljótt vel a með henni og Saxon.
Hafði Hastings orð á því, að þær þyrftu ekki
langan tíma til að kynnast og verða vinkonur.
Hann lét þær standa hlið við hlið og skoðaði
vandlega og bar saman augu þeirra og munn
og eyru, hendur, hár og fætur, og sagði að nú
yrði sú hugmynd sín að engu, að aldrei heíði
skaparanum tekist eins vel, eins og þegar hann
hefði skapað Clöru, því hér væri önnur kona,
sem jafnaðist hér um bil á við hana.
Clara sagði, að það væri ekkert ólíklegt, að
margt væri líkt með þeim, því þó þær væru lík-
lega ekki náskyldar að frændsemi, þá mætti þó
segja, að þær væru af* sama bergi brotnar.
Mæður þeirra beggja hefðu verlð með þeim
fyrstu, sem til Californíu fluttust, og báðar
höfðu þær verið vetrarlangt í Salt Lake City.
Nokkura veginn hið sama er að segja um feð-
ur okkar. Báðir lentu þeir í mörgum æfintýr-
um, þó ekki væru það sömu æfintýrin. Enn
fremur muiulu æskuár þeirra beggja hafa ver-
ið eitthvað svipuð. Sér findist því, að þær
væru skyldar, hvort sem svo væri í raun og
veru eða ekki. Eftir litla stund fóru þær báð-
ar að spila á hljóðfæri sín og skemtu sér vel.
Hastings vildi borða miðdagsmatinn, sem
hann svo kallaði að fomum sið, áður en þau
legðu af stað. Þótti Saxon mikið til koma,
hve öllu var haganlega og smekklega fyrir
komið. Það var ekki hærra en svo undir loft,
að Willi gat rétt staðið upprqttur. Alt var
eftir þessu, en svo var þarna nægilegt pláss
fyrir nokkrar manneskjur að borða, ofurlítið
eldhús og rúm fyrir hjónin til að sofa í og
annað rúm fyrir tvo þjóna, sem þau höfðu til
að vinna fyrir sig.
“Þau eru að leita að einhverjum sælustað,
}>ar sem þau ætla að eiga heima og hugsa sér
helzt, að þau muni finna þann stað í tungl-
inu,” sagði Hastings við konu sína, til að
skýra fyrir henni, hvemig á þessum gestum
eiginlega stæði.
Clara ætlaði eitthvað að segja um þetta, en
Hastings lét hana skilja, að hann vildi það
ekki, en sneri .sér að gestunum.
“Hún er á einhverju bygð, þessi hugmvnd
um Mánadalinn, en eg get ekki sagt ykkur
meira um það nú. Það er leyndarmál. En
við höfum gripabú í Sonoma dalnum, svo sem
átta mílur frá bænum Sonoma, þar sem feður
ykkar, Clara og Saxon, voru báðir einu sinni,
og ef þið komið einhvern tíma á þennan bú-
garð okkar, þá fáið þið að vita þetta leyndar-
mál. Það er eitthvað í sambandi við þennan
mánadal ykkar, eða er það ekki, kona mín?”
Clara brosti og sagði, að svo mundi vera.
“Það getur svo vel verið, að þið finnið
þennan mánadal, sem þið eruð að leita að,”
sagði hún.
Hastings gaf henni að skilja, að hún
skyldi ekki segja meira og hún fór að leika
við hundinn, sem með þeim var.
Willa þótti mikið til þess koma, hve liag-
lega báturinn var gerður og öllu á honum vel
fyrir komið. Meðan þau sátu við borðið, eft-
ir að máltíðinni var eiginlega lokið, fóru þjón-
arnir báðir upp á þilfar. Eftir nokkra stund
tilkyntu }>eir, að alt væri tilbúið. Fóru })á
hjónin hvorutveggju upp á þilfar og Hastings
settist við stýrið og báturinn skreið á stað, eft-
ir að þeir höfðu komið seglunum fyrir, eins
og vera bar og gert annað, sem gera þurfti.
Þau fóru fram hjá fjölda af bátum á leið-
inni upp ána, og fólkið, sem í bátunum var,
virtist alt dökt á brún og brá og að hörunds-
lit, og var auðséð, að það var alt af útlendu
bergi brotið. Þau sáu líka menn á nokkrum
stöðum, sem voru að vinna við að taka sand
úr áribotninum, til að gera siglingar um fljót-
ið öruggari. En það, sem sérstaklega vakti
athygli þeirra, voru flóðgarðar, sumstaðar
margar mílur á lengd, sem bygðir voru fram
með árbökkunum, til að varna því, að fljótið
flæddi \Tir bakkana og eyðilegði landið.
‘‘Þetta hlýtur að kosta ósköpin öll,” sagði
Willi.
“Það kostar mikið,” sagði Hastings. “Það
er svo sem auðvitað, en þetta borgar sig samt
margíaldlega, }>ví það er hvergi í heiminum
frjósamara land, heldur en ihér er. Ykkur
grunar það líklega ekki, en samt er það svo,
að fljótið, sem við nú siglum eftir, er hærra en
bakkarnir meðfram því. Það þarf alt af að
vera að gera við þessa flóðgarða, eins og lek-
an bát, en samt er þetta alt meir en tilvinn-
andi.”
Það var ekki margt, sem fyrir augun bar,
þaðan sem }>au voru úti á miðju fljótinu, nema
fjallasýnin í suðri og svo nokkrir gufubátar,
sem ýmist mættu þeim, eða fóru fram hjá
þeim.
“Hér hlýtur að vera heldur leiðinlegt, ”
sagði Saxon.
Hastings hló og sagði, að vel gæti komið
fyrir, að hún skifti skoðun á því, ef hún kynt-
ist betur. Hann sagði þeim ýmislegt um bú-
skapinn á þessu svæði. Saxon hafði vakið
það umtal með því að fara að tala um hvernig
Enigil-Saxneska þjóðflokknum færist í búskap-
urinn í Californíu, og reyndar hvar sem væri
í Bandaríkjunum.
‘‘Það er sagt um okkur, að við níðumst á
landinu hvar sem við erum hér í landi. Einn
af þessum gömlu bændum sagði einu sinni \nð
búnaðarskólakennara: “Það er ekki til neins
að fara að kenna mér búskap. Eg hefi búið á
þremur stöðum og allstaðar hefi eg tekið úr
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
rrg HENRY AVE. E.AST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltanChambert
landinu alt sem í því var.” Það voru hans
líkar, sem eyðilögðu landið í Nýja Englands
ríkjunum. Þar eru heil flæmi af landinu orð
in að eyðimörk vegna illrar og heimskulegr-
ar meðferðar. Þar eru bændabýli í þúsunda-
tali, sem komin eru í eyði, af því að svo illa
hefir verið farið með landið. Eg hefi séð sæg
af bændabýlum auglýst í New York, New
Jersev, Massachusettes og Connectitcut fyrir
svo lítið verð, að það mundi ekki borga fvrir
byggingarnar, sem á þeim eru, auk heldur þá
landið sjálft, ef það væri nokkurs virði.
“Alveg það sama á sér stað víða annars-
staðar í Bandaríkjunum. Landið er rænt og
rúið og eyðiltgt. Svona er það í Texas, Mis-
souii og Kansas og Californíu. Við skulum
hugsa okkur aðfarir leiguliðanna. Eg þekki
bóndabýli í mínu nágrenni, þar sem ekran var
einu sinni vel virði hundrað tuttugu og fimm
dala. Það verð var miðað við það, hve mikið
landið gaf af sér. Gamli maðurinn, sem þar
bjó, dó og sonurinn leigði landið, en var sjálf-
ur í borginni. . Sá sem leigði, tók upp úr því
alt sem hægt var þau fimm ár, sem hann var
þar. Svo fór hann, og annar maður leigði það
í þrjú ár. Hann liafði lítið í aðra hönd. Eftir
það var ekki hægt að leigja landið fyrir neitt,
því það gaf ekkert af sér lengur. Þetta býli
var fimtíu þúsund dala virði, þegar gaimli
maðurinn dó. Þegar sonurinn loks seldi það,
fékk hann ekki nema ellefu þúsundir fyrir
]iað. Slík dæmi eru mörg.”
“Svona er það líka í dalnum okkar, ” sagði
Mrs. Hastings; öll gömlu býlin eru að fara í
niðurníðslu. Hugsaðu þér t: d. “Ebell Place”,
bóndi minn. Þegar við þektum það í gamla
daga, var ]iað yndislegasta býli. Eg get varla
lýst því, hve fallegt það var og alt sýndist
vaxa þar, svo dæmalaust vél. Þegar gamla
Mrs. Bell dó, fór fjölskvldan sitt í hverja átt-
ina og landið var leigt. En nú er þetta alt
komið í niðumíðslu. Trén hafa verið höggv-
in niður og notuð fyrir eldsneyti. Þar búa nú
einhverjir, og }>að er víst rétt með hörku-
brögðum, að þeir geti komist af. Eg gat varla
tára bundist, þegar eg kom þar í liaust. Alt í
illgresi og órækt, og allar byggingarnar sýnd-
ust nú svo að segja komnar að falli.”
“Það, sem að er,” sagði Hastings, ‘‘er
það, að við erum ekki reglulegir bændur, held-
ur nokkurs konar flökkulýður. Það eru alt
annað en æskilegir bændur, sem bara búa
nokkur ár í stama stað, ræna landið alt sem
mögulegt er og fara svo sína leið. Flestir
þessir menn eru engir búmenn og þeir eru
latir þar ofan í kaupið. Þeir hafa ekkert ann-
að augnamið, en að hafa sem mest upp úr
landinu með sem allra minsti fvrirhöfn og til-
kostnaði. Það er öðru máli að gegna með
þessa Portúgalsmenn og Itali, sem hingað
koma. Þeir koma allslausir til þessa lands
og fyrst í stað vinna þeir helzt hjá löndum
sínum, sem fyrir eru. Með því móti læra þeir
hérlendar vinnuaðferðir og komast dálítið
niður í ensku og komast yfir ofurlítið af pen-
ingum. Þá langar alla til að eignast land, en
það er ekki hægðarleikur. Það er seinlegt að
draga saman fé með daglaunavinnu. En þeir
hafa fundið betri ráð. Þeir leigja sér land.
Á þremur árum hafa þeir nóg upp úr einhvers
annars landi til að kaupa bújörð og koma sér
þannig fyrir, að Jieir eru sjálfstæðir menn alt-
af eftir ]iað. Með þessu móti gerspilla þeir
landinu, ]>ví þeir hafa ekkert fyrir augum ann-
að en liafa sem mest upp úr því. En hvað um
það, þetta er vegurinn. Svona er það haft í
Bandarík junum. ’ *
Brewers Of
COUNTRY CLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR EW E RV
OSBORN E & M U LVEY-WINNIPEG
PHONES 4HII 42304 56
PROMPT deliverv
TO PERMIT HOLDERS