Lögberg - 14.11.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.11.1929, Blaðsíða 1
PHONE: 86 31) Sc'en Lines. í _yA IAv^**9 For C«*' Service and Satisfaction i. 42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN J/NÓVEMBER 1929 NÚMER 44 MIR8. 8. K. HALL JAMES G. DAGG LÁTINN Hann dó á sunnudaginn í vik- Unni sem lei5, að Meaford, Ont. Tann átti all-lengi heima í Mani- toba, og var um fjögra ára skeið bæjarstjóri í Selkirk. WALKER ENDURKOSINN Hinn^ð. þ. m. var James J. Walk- er endurkosinn borgarstjóri í New York með afar miklum meiri hluta atkvæða, eitthvað um 500,000. LANGAFASTA Sagt er, að maður nokkur í Blackpool á Englandi, Recardo Saoco að nafni, hafi í haust* fast- að í 65 daga. Er það látin heita lengsta fasta, sem sögur fara af. Hann átti al-lengi heima í Mani- var lokið. DÝR BÓK Bók ein var s&ld á uppboði í New York fyrir nokkrum dögum fyrir þrettán þúsund dali. Er bókin gefin út 1618 og er :það sjálfsagt aldurinn og það, hve sjaldgæf hún er orðin, er veldur því, að þetta afar verð var fyrir hana borgað. Bókin er ensk, og heitir, “Baziliologa, a Bbok of Kings”. Pyrir nokkrum árum var hún seld í London fyrir $3,000. Sá sem keypti, heitir Dr. A. S. W. Rosenback, en bókin var tilheyr- andi dánarbúi John J. Williams, Morristown, N. J. BRETAR OG RÚSSAR Stjórnir Breta og Rússa hafa samið með sér að taka nú aftur upp stjórnarfarslegt vináttusam- band sín á milli, sem hefir verið slitið nú all-lengi, eins og kunn- ugt er. Hefir þingið samþykt til- lögu stjórnarinnar þess efnis með 324 atkvæðum gegn 199, og þar með felt breytingartillögu íhalds- manna, sem fór fram á að þetta væri látið dragast þar til Rússa- stjórn gengi að vissum skilyrðum, sem þeir töldu nauðsynleg. Voru skilyrðin þau, að Rússar gæfu einhverja tryggingu fyrir því, að þeir héldu engum æsingum uppi á Bretlandi og reyndu ekki að telja fólk þar á sína stjómarfars- stefnu, en út af því var samband- inu við Rússa silitið. BÆJARSTJÓRNARKOSNINGARN- AR í WINNIPEG Þæ fara fram á föstudaginn í næstu viku, hinn 22. þ. m. En útnefningar fóru fram á föstu- daginn var. Fyrir borgarstjóra voru útnendir: Dan. McLean, nú- verandi borgarstjóri, og sem sæk- ir um embættið í þriðja sinn; Ralph H. Webb, fyrverandi borg- arstjóri, sem er útnefndur af hinu nýja félagi, The Winnipeg Civic Progress Association; A. H. Pulford, fyrverandi bæjarráðs- maður, og Marcus Hyman, merk- isberi “óháðra verkamanna” (In- dependent Labor Party). Síðan hefir Mr. Pulford tekið aftur um- sókn sína, svo ekki eru nú nema þrír í kjöri. Níu bæjarráðsmenn ber að kjósa, þrjá í hverri kjör- deild, en tuttugu og einn eru um- sækjendurnir, svo úr nógu er að velja. Um skólaráðsembætti sækja þar á móti ekki nema þrettán. Þeir, sem um bæjarráðsstöð- urnar sækja, eru sem hér segir: 1 fyrstu kjördeild: A. R. Leonard, S. F. Farmer, Herbert Andrews, Albert Lawson, C. E. Simonite, Leroy E. Borrowman og Ernest Albert Bennest. í annari kjör- deild :J. O’Hare, F. H. Davidson, T. Fly, Victor B. Anderson, A. J. RoBerts, Ralph Maybank og E. M. Luce. í Þriðju Kjördeild: Robert Durward, J, Blumberg, J. A. Barry, Tom Ewan, E. W. Carter, Rockmil Calof og T. A. Jastremsky. Það lítur út fyrir, að þessar kosn- -ngar verði sóttar með miklu meira kappi, heldur en vanalega og að áhugi manna fyrir því sé að vakna, að það ríði á all-miklu, hverjir skipi þessi embætti. GARDINER ÁMÆLIR ANDERSON- STJÓRNINNI Á mundi í Lashburn, Sask., hinn 5. þ. m., hafði Mr. Gardiner, fyr- verandij foírsætisráðherra í .Sas- katchewan, margt að athuga við gerðir nýju stjórnarinnar, sér- stáklega það, að hún svifti fjölda manna atvinn, sem verið hefðu í þjónustu stjórnarinnar, fyrir þær ástæður einar, oftast nær að minsta kosti, að stjórnin vildi gefa þeim mönnum atvinnu, sem hennar fylgifiskar væru. Taldi hann það með öllu óafsakanlegar aðfaVir. Einnig taldi hann stefnu stjórnarinnar í vegabótamálum ó- hæfa afturhaldsstefnu. ÞJÓÐERNIN BLANDAST Hagský)rslur Sambandsstjórn- arinnar sýna nleðal annars, af hvaða þjóðerni hver maður og kona eru, sem gifta sig í Canada. Má af þeim sjá, að 83 per cent. af íslendingum hér í landi, þeim er gifta sig, giftust íslenzkum kon- um, hinir konum af einhverju öðru þjóðerni. Menzku stúlkurn- ar eru ekki eins þjóðræknar, eins og karlmennirnir, því það eru bara 70 per cent. af þeim, sem giftast íslenzkum mönnum. Það er engum vafa bundið, að þeim giftingum fjölgar nú stórkostlega með ári hverju, þar sem annað hjónanna er íslenzkt, hitt af ein- hverju öðru þjóðerni. Nokkurn veginn hið sama er að segja um ýmsa aðra þjóðflokka, t. d. gift- ast bara 75 Þjóðverjar af hverju hundraði, þjóðverzkum konum, en 72 þýzkar konur giftast þýzkum mönnum. SBretar ganga lengst í því, að gíltast út frá sínu eigin þjóðerni, en Galicíumenn, sem hér eru kallaðir, eru þjóðrækna3tir, hvað þetta snertir, og svo Finn- ar. Hér er þó ekki átt við hina gulu, svörtu eða rauðu kynflokka, þeir haldast nokkurn veginn ó- blandaðir. Frakkar og svo nátt- úriega Gyðingar, halda líka fast við sín þjóðerni, hvað hjónaband- ið snertir. immS' ■i HON. JAMES A. R0BB FJÁR- MÁLARÁÐHERRA DÁINN Hann andaðist í Royal York hotelinu í Toronto á mánudaginn í þessari viku, hinn 11. nóvem- ber. Hafði hann verið þar síðan 24. október. Kom hann til Toronto þeirra erinda, að flytja ræðu, en varð að hætta við það sökum las- leika; og síðan 28. október hefir hann Jegið all-þungt haldinn í lungnabólgu. Var hann þó á góð- um batavegi, og litu læknarnir svo á, að hann væri ekki lengur í hættu, en um háldegi á mánudag- inn fékk hann slag og dó fjörum klukkustundum síðar. Jarðarför- in fer fram í dag, miðvikudag, í Valleyfield, Quebec, þar sem hinn látni ráðherra átti heima. Hon. J. A. Robb vara sjötugur að aldri. Fæddur 10. ágúst 1859 í grend við Huntingdon, P. Q. Hann var bóndason og ólst upp á bóndabæ, fór á ungum aldri að gefa sig við iðnaði og viðskift- um, og gerði það síðan alla æfi, eða að minsta kosti þangað til 19121, að hann varð ráðherra. Mr. Robb var fyrst kosinn á þing 1908 í Huntingdon kjördæminu og ávalt endurkosinn síðan, við sex al- mennar kosningar og tvær auka- kosningar, 1921 og 1926. Mr. Robb var viðskiftaráðherra 1021. Innflutningaráðherra 1923, en fjármálaráðherra hefir hann verið síðan 1925. Hafði' hann þó þjónað því embætti all-lengi áður í veikindum fyrirrennara síns, Hon. W. S. Fielding. Er það sér- stáklega síðan Mr. Robb tók við fjármálaráðherra embættinu, að hans miklu og góðu hæfileikar hafa notið SÍn sem allra bezt í þarfir þjóða^rinnar allrair. 'Þótti hann jafnan leysa það vandasama verk af hendi með afbrigðum vel og viturlega. Mrs. S. K. Hall, söngkonan víð- kunna, hefir verið valin til þess að syngja fyrir víðvarp Þjóð- brautakerfisins — Canadian Na- tional Railways — í Montreal, á þriðjudagskveldið þann 19. yfir- standandi mánaðar, frá klukkan 9 til 10 samkvæmt austanlands- tíma, en frá 10 til 11 vestanlands. Aðallega verða það íslenzk þjóð- lög, er frúin syngur. Þeir, sem hafa Radio á heimilum sínrm, ættu ekki að sitja sig úr færi að hlusta á Mrs. Hall við þetta tæki- færi. Frá Montreal fer Mrs. Hall til New York og Washington, og syngur fyrir víðvarp í þeim borg- um báðum. Hún leggur af stað austuý í dag, fimtudaginn þann 14. þ.m. Eimskipafélagið lætur byggja nýtt skip. Það verður á stærð við Goða- foss, og tilbúið í september næsta ár. — | Á síðasta aðalfundi Eimskipa-1 félags fslands, sem haldinn var í júnímánuði í vor, var stjórn fé- Iagsins veitt heimild til þess að láta byggja nýtt skip. Stjórn Eimskipafélagsins hefir haft þetta mál með höndum und- anfarið og fengið tilboð frá mörg- um skipasmíðastöðvum. Á stjórn- arfundi á þriðjudaginn var, var samþykt að taka tilboði frá skipa- smíðastöðinni í Friðrikshöfn. Til þess að/ fá nánari vitneskju um þetta mál, sneri Mgbl. sér til formanns; stjórnar Eimskipafé- lagsins, hr. Eggerts Claessen bankastjóra, og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar: — Stjórn Eimskipafél. hefir samþykt að taka tilboði skipa- smíðastöðvar Friðrikshafnar, seg- ir E. Claessen. Þessi stöð er við- urkend að vandvirkni, hefir smíð- að mörg skip, m. a. fyrir Sam- einaða gufuskipafélagið. Hið nýja skip, skrokkurinn, verður á stærð við Goðafoss, en þó með hástafni (hvalbak) eins og Brúarfoss. Alt skipið neðan þilfars er ætl- að fyrir vöruflutninga, og verður því farmrúmið um 88 þús. ten.fet. (farmrúm Goðamoss er nál. 72 þús. ten.fet, en þar er farþegarúm neðan þilfars)^ Ofan þilfars verð- ur faíþegarúm svipað og á Brúar- fossi. Skipið verður sérstaklega sterkbygt og frágangur allur mjög vandaður. Hraði þess verður um 12 mílur á vöku; það brennir kol- um. — Gert er ráð fyrir, að hið nýja skip verði tilbúið í septem- bermánuði næsta ár. Umsamið kaupverð er 955 þús. danskar kr. Til þess að standast útgjöld til skipastöðvasmíðarinnar hefir Eimskipafélagið trygt sér 700 þús. kr. lán með góðum kjörum i Kaupmannahöfn. Lánið er til 10 ára og ársvextir aðeins 6%%, af- föll 2 Emil Nielsen framkvæmdar- stjóri fór utan með Islandi í gær, til þess að gera fullnaðarsamn- inga við skipasmíðastöðina. Má það vera mikið gleðiefni, að Eimskipafélagið hefir nú enn á ný ráðist í að auka skipastól sinn. Vonandi fylgir giftan þessu nýja skipi og framtíðarstarfsemi fé- lagsins. — Mgbl. 10. okt. BRACKEN - STJ0RNIN í MANIT0BA hefir ákveðið að sœma Island í tilefni af þúsund ára afmœli Alþingis 1930, minnismerki úrbronsi, af Hon. Thos. H. Johnson, fyrrum dómsmálaráð- gjafa Manitobafylkis. Þessari ráð'stöfun fylkisstjórnarinnar, hlýtur að verða í hvívetna vel fagnað, eigi aðeins af fólki voru vestan hafs, heldur og íslenzku þjóðinni í heild, því , Thomas heitinn var einn af hennar mestu, og mætustu sonum. Það er á almanna vitorði, að Thomas heitinn John- son, var einn hinn áhrifamesti stjórnmálamaður, er Mani- tobafylki hefir nokkurn tíma átt, og var það því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að stjóm þessa fylkis hvarflaði fyrst augum til minningarinnar um hann, er til þess kom, að heiðra íslenzku þjóðina í sambandi við Alþingishátíðina fyrirhuguðu. Auk þess, sem stjórn Manitobafylkis sendir að sjálf- sögðu erindreka heim, gat hún ekki viturlegar valið, en að særna Island veglegu minnismerki, af þessum ágæta syni lieima þjóðar vorrar og fylkisins. Dagblöð Winnipegborgar, Manitoba Free Press, og Winnipeg Tribune, er fluttu ofanskráða fregn síðastliðið þriðjudagskveld, fóru bæði einkar lofsamlegum orðum um minningu Thomasar heitins, sem eins af allra merkustu stjórnmálamönnum, er nokkru sinni hafa komið við sögu fylkisins. LTmmæli Free Press eru á þessa leið: “Brons-mvnd af hinum látna, dómsmálaráðgjafa Manitoba-fylkis, Hon. Thomas H. Johnson, verður af- lijúpuð á 1,000 ára afmælishátíð Alþingis á Islandi 1930. Stjórn Manitoba-fylkis heiðrar Island með þessari mynd, í viðurkenningarskyni fyrir hans nytsamlega skerf í þroskaferli Islendinga í Manitoba. “Hátíð sú, þar sem minnismerki þetta verður af- hjúpað, fer fram í tvennu lagi, það er að segja: í liöfuð- borg landsins, Reykjavík, sem og á Þingvöllum, þar sem Alþingi var fyrst stefnt til funda 930. Mrs. Hilliard Taylor, er hlotið hefir víðtæka viður- kenningu beggja megin Atlantsála, hefir verið falið að gera uppdráttinn að minnismerkinu. Er hún nú stödd í Lundúnum um þessar mundir. “Meðal minnismerkja þeirra í Winnipeg, er Mrs. Taylor hefir gert uppdrætti að, má nefna stríðs-minn- ismerkið á Broadwav, brjóstlíkan af Chief Peguis í Kil- donan skemtigarðinum, og minningartöfluna af séra Jóni heitnum Bjarnasyni, fyrrum presti Fyrstu lútersku kirkju. ‘ ‘ Hon. Thomas H. Johnson var fæddur á Islandi, árið 1870, en fluttist til Manitoba með foreldrum sínum bam að aldri. Hann var fyrst kosinn á fylkisþing árið 1907, og átti þar sæti jafnan síðan, þar til hann dró sig í hlé árið 1922. Gegndi hann fyrst ráðgjafaemibætti opin- berra verka í stjóm þeirri, er Hon. T. C. Norris veitti forystu, en síðar dómsmálaráðgjafa embætti. “A Norðmanna liátíðinni miklu, sem haldin var í Minneapolis og St. Paul 1927, sæmdi Noregskonungur, Mr. Johnson orðu ólhfs hins helga.” “Fáránlegur bæklingur um Island” Svo hljóðar fyrirsögn á grein, sem birtist í Heimskringlu 6. þ.m. Sver grein sú sig mjög í ætt til less, sem einhliða er og öfga- irungið. Ræðst höfundurinn með illum látum og hamförum á nýút- gefna auglýs/ngu Cunard félags- ins í sambandi við hina svonefndu ‘heimför” 1930. Helzt virðist það fyrir H-höfundi þessum vaka, að stökkva heimferðarmálinu í marg- falt verri illdeiur en áður, þó flestum muni nú finnast, að nóg sé komið af svo góðu. Við að lesa ofanskráða grein, )á lá við að eg færi að verða æirrar skoðunar, að eitthvað væri stór-bogið við þenna nýútgefna bækling Cunard félagsins. Óhugs- anlegt er, að neitt hefði auglýst betur fyrirlestur þann, ’sem Mrs. Thorstína Jackson Walters flutti hér í borginni Minneapolis þann 9. þ. m. Mörgum mun hafa leikið forvitni á að heyra með eigin eyr- um allar þær rangfærslur og bögumæli, er Heimskringlu höf- undurinn tjáir sérstaklega ein- kenna auglýsingar Cunard félags- ins í seinni tíð. Ur bænum Frú Thorstína Jackson Walters, lagði af stað suður í Bandaríki, siðastliðið föstudagskvöld. Ætlaði hún sér að flytja fyrirlestur um ísland við háskólann í Chicago. Hingað til borgarinnar er frúin væntanleg fyrir lok þessarar viku. Mrs. Katrín Kristín Thorar- arinsson, andaðist að heimili sínu, 250 Toronto St., hér í borg- inni, á þriðjudagsmorguninn, í þessari viku, hinn 12. þ. m. Verð- ur hennar nánar getið síðar. Þann 6. þ. m. voru gefin saman í hjónaband, þau Mr. Guðmundur Pétursson og Miss Guðný Sól- mundsson, bæði frá Gimli. Séra Bjðrn B. Jónsson, D. D,. fram- kvæmdi hjónavígsluna, að heim- ili sínu, 774 Victor St. Kristinn (Guðmundsson) Good- man, andaðist að heimili sínu, 765 Simcoe St. hér í borginni, á sunnudaginn var, hinn 10. þ. m., eftir langavarandi heilsuleysi. Hann var áttræður að aldri, fædd- ur 18. okt. 1849 að Geitabergi í Svínadal ,< Bórgarf jarðarsýslu Var faðir hans Guðmundur ólafs- son, sonur ólafs Péturssonar skipasmiðs. Enn eru á lífi tveir bræður Kristins sáluga, Ólafur í Vancouver, B. C., og Guðmundur í Reykjavík. Auk ekkju, Sigur- bjargar Jónsdóttur, lætur hann eftir sig þrjá syni, Gísla, að Oak View, Man.; Kjartan, að Lundar, Man., og Guðmund í Winnjpeg. Einnig þrjár dætur: Guðrúnu, gifta Jóni Sigurðssyni, Powell River, B. C.; Thuríði, heima, og Thórdísi, gifta A. J. Bonnar, Sas- katoon, Sask. Kristinn Goodman og kona hans komu til þessa Iands 1884 og hafa verið í Wjnnipeg svo að segja alt af síðan. Var Kristinn sál. á alla lund hinn vandaðasti maður. Um hann má með sanni segja, að hann vildi í engu vamm sitt vita, og munu fáir menn eiga þann vitnis- burð betur skilinn. stórstOka DANA hélt ársþing sitt í Hjöring á Jót- landi 21. júlí og næstu daga. Fé- lagatala í Danmörku er nú 5,370; er það 51 færra en í fyrra. Und- irstúkur eru nú taldar 140. Félag- ar í unglinga- og barnastúkum eru taldir 1476. Reglan er þannig talsvert fámennari í Danmörku heldur en hér á landi, þótt stúkna- fjöldi sé þar nærri tvöfaldur á við það sem hér er. Næsta ár verður stórstúka Dana 50 ára og eru hátíðahöld þá fyrirhuguð í sambandi við þingið. En jafn- framt var ákveðið að halda síðan ekki Stórstúkuþing fyr en 1932.— Templar í ág. 1929. Fyrirlestur sinn flutti Mrs. Walters í A. O. U. W. samkomu- komusall borgarinnar, við ágæta aðsókn. Var fyrirlesturinn vel og áheyrilega fluttur, og sömu- leiðis sýndar margar myndir frá íslandi — og má geta þess, að fyrsta myndin var af íslenzka fán- anum, sem áhorfendur -fögnuðu með lófaklappi. Mál sitt hóf Mra. Walters með því, að skýra ítarlega frá sögulegum tildrögum þúsund ára þjóðhátíðar Íslands 1930; um engar öfgar eða rangfærslur var þar að ræða af hennar háifu. Hið sama er að segja um fyrirlestur hennar í heild sinni, allar lýsing- ar hennar á ísl^ndi og íslenzkri þjóð sannar og réttar, eins langt og þær náðu. Myndirnar voru skýrar og vel valdar og gáfti glögga hugmynd um þær miklu framfarir á öllum sviðum, sem átt hafa sér stað á Islandi, siðan fyrstu vesturflutningar hófust. Gat Mrs. Walters Islandi hinn mesta sæmdar orðstír við þetta tækifæri, og þðkkum við Minnea- polis-4slendingar henni kærlega fyrir komuna. iTilgangur H-höfundarins með grein sinni, fer því að verða öll- um augljós. Þau tíðkast breiðu spjótin, nú á dögum! Um “orð- hegurð” eða regurð er ekki hægt að bregða höfundi þessum, hver sem hann er! Tök á nútíðar ís- lenzku mun hann kunna þolan lega, þó ekki bindi hann bagga sína sömu hnútum og þeir, sem nú rita bezt íslenzku á íslandi. En hann um það. Eigi að setja okkur yngri Vestur- íslendingum, sem aldrei höfum ís- land séð, þau skilyrði, að ræktar- hugur okkar í garð íslands og is- lenzkrar þjóðar sé með öllu órétt- lætanlegur, ef við höfum ekki fylgst með þroskun íslenzkrar tungu og erum ókunnugir öllum staðháttum á ættjörðinni, þá um leið er lagður sá þrándur í götu, sem er lítt sigranlegur. Við, þeir yngri, sem tilheyrum annari eða þriðju kynslóð íslendinga hér í Jandi, getum ef til vill gert okkur skiljanlega á íslenzku og berum hlýjan hug til lands og feðra og mæðra — lengra komumst við" ekki sem heild. Til hvers voru af- ar og ömmur, feður og mæður, að kenna okkur eftir föngum “ást- kæra, ylhýra málið” og segja okk- ur sögur frá vöggulandi sínu, úr því svo er komið? Látur höfund ofannefndrar greinar hafa fyrir að svara því. Þjóðhátið íslands næsta ár sækja þeir, sem fæddir eru og uppaldir á fslandi og sem knúðir eru af nærri því óumflýjanlegum öflum að vitja vöggulandsins við þetta hátíðlega tækifæri. Sam- fara þeim verða vonandi ekki svo fáir af þeim yngri, sem ættlandið forna sjá nú í fyrsta sinn, sér til ógleymanlegrar gleði. Hvort er stærri eða róttækari sigur fyrir ísland: heimkoma hinna fyr- nefndu eða síðarnefndu? O. T. Johnson. Minneapolis, 10. nóv. 1929. TILKYNNING Hér með tilkynnist, að þann 5. nóvember 1929, lagði eg niður ætt- arnafnið “Sumarliðason” og tók upp í þess stað viðurnefnið “Summers”. Eg geng því hér eft- ir undir nafninu Leifur Eiríksson Summers. STCDENTAR íslenzka fetúdentafélagið heldur fyrsta fund sinn á árinu í fundar- sal Sambandskirkju, næsta föstu- dagskveld. Fyrsta og aðal atriðið á skemtiskránni verður kappræða, sem byrjar stundvislega klukkan átta. Efni kappræðunnar verður: “Resolved, that the education of men and women in separate col- leges is preferable to co-educa- tion. Með jákvæðu hliðinni tala þau Franklin Gillies og Ethel Bergman, en með þeirri neikvæðu Edward Magnusson og Mabel Reykdal. — Óskað er eftir, að all- ir íslenzkir stúdentar í Winnipeg sæki þennan fund. FRÁ ISLANDl Reykjavík, 9. okt. 1929. 50 heitar laugar í nánd við Reykjavík, segir “Aalborgs Amts- tidende” að ríkisstjórnin hérna hafi keypt nýlega , og hjá einni af þessum laugum sé nú verið að reisa nýtízku berklaveigishæli fyrir 50 sjúklinga. Nokkrar aðr- ar laugar eigi að nota til þess að hita upp opinberar byggingar í Reykjavík, þar á meðal stórt ferðamannahótel, sem rikisstjórn og bæjarstjórn býggi í samein- ingu. — Mgbl. En óhræddir mega þeir Austur- íslendingar vera, sem vestur-ís- lenzku blöðin lesa, að umræddur auglýsinga bæklingur Cunard fé- lagsins, veldur engu hneyksli hér í álfu. Eg vil ekki halda því fram, að Cleft of All Men” sé góð þýð- ing á Almannagjá, en engan veg- inn mun sú þýðing vekja mikjð umtal eða hneyksli hérlendis. Forneskjuleg staðarheiti eru til hér í álfu, sem bókstaflega þýdd á önnur mál, væru afkáraleg mjög. T. d. “iMedicine Hat”, “Winnipeg”, "Athabasca Land- ing”(!) o. fl. o. fl. En tildrög staðanafna í fortíðinni eru oft ó- þekt og lítt skiljanleg, og engir gerasé r rellu úr öðru eins. Hitt varðar meiru, að þessi auglýsing Cunard skipaélagsins vekur áreiðanlega eftirtekt margra, og ekki svo fárra, sem sækja þjóðhá- tíð íslands næsta ár — og þá er öllu borgið. Margt hefir verið ritað og rætt um viðhald íslenzkunnar hér vestra, og félagsleg samtök hafa verið stofnuð með þeim ásetningi að stuðla að öðru eins. En að dæma af anda í grein þessa Heimskringlu-höfundar, þá væri heppilegast að botninn væri sem fyrst sleginn í alla slíka viðleitni. Islenzkt silfurbrúðkaup haldið í Edmonton 1 sambandi við 25 ára giftingar- afmæli okkar 26. okt., var okkur haldið silfurbrúðkaup hér í Ed- monton. Fyrir því stóðu Mr. og Mrs. J. Jóhannsson og Mr. og Mrs. T. Johnson. Var þetta samsæti hið rausnarlegasta í alla staði, bæði hvað veitingar og gjafir snerti. Með þessari virðingu, sýndu Islendingar hér sem annars stað- ar, að þeir eru sannir vinir og láta ekkert til sparað, að alt sé upp á það fullkomnasta, sem þeir taka að sér að gjöra. Jafnframt viljum við viðurkenna og þakka fyrir vandaðan og fagr- an silur borðbúnað, sem okkur var afhentur við þetta tækifæri frá Mr. og Mrs. Th. Swanson, Gimli, Man., foreldrum brúðgum- ans og systkinum hans í Winni- peg, og svo líkp frá skyldfólki brúðurinnar í Winnipeg, Mr. og Mrs. J. A. Blöndal, Láru Blöndal og Mr. og Mrs. Teódór Blöndal. Fyrir allan þennan vinarhug, sæmd og rausn, segjum við með einum rómi: hjartans þakkir til allra þeirra, sem tóku þátt i þess- ari gleðistund með okkur. Mr. og Mrs. S. Swanson, Edmonton, Alberta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.