Lögberg - 14.11.1929, Blaðsíða 3
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1929.
Bls. 3.
T
| | Sérstök deild í blaðinu s< 0 1] LS ] KJ y N Fyrir börn og ung linga |
1
SPURNINGARNAR ÞRJÁR.
Smásaga eftir Leo Tolstoy; þýdd úr ensku af
Aðalbjörgu Johnson.
Eitt sinn kom konungi nokkrum það til hug-
ar, að ef liann vissi hver stund væri heppileg-
ust til sérhvers starfs, ef hann vissi hverjum
manni sér hezt bæri að sinna, og um fram alt,
ef hann vissi hvaða verk væri nauðsynlegast
að vinna, þá myndi fhonum aldrei mishepnast
neitt það, sem hann tækist fyrir.
Þar sem nú sú ósk, að fá þessum spurning-
um svarað, greip konunginn svo föstum tökum,
að hann gat naumast um annað ‘hngsað, lét hann
það boð út ganga um alt ríki sitt, að hann
myndi launa ríkulega hverjum þeim manni, sem
svarað gæti þessum spurningum ótvírætt, og
leysti hann þannig úr vanda.
Lærðir menn úr öllum áttum komu til kon-
ungs, en allir svöruðu þeir spumingunum hver
á sinn hátt; og þegar konungur hafði hlýtt á þá
alla, var hann í enn meiri vanda staddur, en
áður. Hann afréð því, að veita engum þessara
manna verðlaunin.
En þar sem hann gat ekki í rónni verið, fyr
en hann fengi spurningunum svarað, réði hann
af að leita til einsetumanns nokkurs, sem orð-,
lagður var fyrir speki.
Einsetumaður þessi hjó í skógi nokkrum.
Hann vék aldrei að heiman, og veitti ekki við-
töku öðrum en almúgamönnum. Konungurinn
klæddist því sem bóndi, og skildi fylgdarlið sitt
eftir við skógarjaðarinn, en fór einn síns liðs
fótgangandi til þess að finna einsetumanninn.
Þegar konungurinn nálgaðist kofa öldungs-
ins, sá hann að gamli maðurinn var að stinga
upp garðinn hak við húsið. Hann tók kurteis-
lega kveðju konungs, en hélt áfram verki sínu.
Konungur tók eftir því, að gamla manninum
var erfitt um vinnuna og hann blés mæðinni
við hverja spaðastungu.
Konungurinn gekk til hans og sagði: “Eg
er hingað kominn, virðulegi spekingur, til þess
að fá hjá þér svar við þremur spurningum, sem
valda mér áhyggju:
“Hvemig á eg að vita, hver er hin hentug-
asta stund til hvers starfs ?
Hverjum ber mér helzt að gefa gaum?
Hvað er mér þarflegast að vinna?”
Einsetumaðurinn studdist fram á spaðann
og hlustaði með athygli, meðan konungur lagði
fyrir liann spumingarnar.. En hann svaraði
engu, heldur skirpti í lófa og tók aftur að stinga
upp garðinn.
“Þú ert þreyttur,’’ sagði konungurinn,
“fáðu mér spaðann, eg skal hvíla þig um
stund.’'
“Þakkir,” sagði gamli maðurinn, fékk kon-
ungi spaðann, og settist niður á jörðina.
Þegar konungur var búinn að vinna nokkra
stund, hætti hann, og endurtók spumingamar
fyrir öldungnum. Hann svaraði engu, sem áð-
ur, en stóð á fætur, rétti fram höndina eftir
spaðanum og sagði: “Hvíldu þig nú. Eg skal
taka við aftur. ”
En konungur fékk honum ekki spaðann,
heldur hélt áfram að vinna. Það leið klukku-
stund; svo önnur; alt af vonaðist konungur eft-
ir svari, og alt af sat öldungurinn þegjandi.
Sólin tók að lækka á lofti og loks lagði konung-
ur frá sér spaðann.
“Eg kom til þín, aldni spekingur, til þess að
fá svar við spurningum mínum. Getir þú ekki
svarað þeim, þá segðu mér það strax, svo eg
geti lagt af stað heim.”
“Þama kemur einhver hlaupandi,” kallaði
öldungurinn og stóð á fætur.
Konungur leit við, og sá hvar alskeggjaður
maður kom hlaupandi fram úr skóginum. Hann
hélt báðum höndum fyrir bringspalimar og
blóð lagaði undan þeim. Þegar hann kom þar
að, sem konungur stóð, hné hann í ómegin við
fætur honum.
Konungurinn og öldungurinn losuðu um föt
komumanns, og sáu þá, að hann hafði verið
særður miklu ,sári. Konungur þvoði isárið, og
batt um það með handklæði, sem einsetumað-
urinn kom með. En manninum blæddi svo mik-
ið, að konungur varð að taka umbúðirnar af
aftur. Hann var að, þangað til hann var búinn
að stöðva blóðrásina. Maðurinn raknaði við,
og bað um að drekka, og konungur sótti honum
vatn.
Nú var sólin gengin undir. Konungurinn
og einsetumaðurinn báru særða manninn inn í
kofann og lögðu hann á rúmið. Konungur sett-
ist á þröskuldinn, og svo þreyttur var hann orð-
inn, að hann sofnaði þegar, og vissi ekki af sér
fyr en næsta morgun.
Hann áttaði sig ekki á því, hvar hann var,
fyr en hann sá særða manninn í rúminu. Mað-
urinn var vaknaður, og hann hafði ekki augun
af konungi.
“Fyrirgefið mér,” sagði hann við konung
í veikum róm.
‘Eg þekki þig ekki, og hefi ekkert að fyrir-
gefa þér,” svaraði konungur.
“Þér þekkið mig ekki, en eg þekki yður. Eg
sór þess eið að hefna mín á yður, af því þér
létuð taka bróður minn af lífi, og slóguð eign
yðar á lönd hans og fé. Eg vissi, að þér fóruð
einn liðs yðar til þess að finna einsetumanninn,
og eg ákvað að ráða yður bana, þegar þér kæm-
uð til baka. En eg varð á vegi fylgdarliðs yð-
ar. Nokkrir þeirra þektu mig, sóttu að mér og
særðu mig. Eg komst frá þeim, og nú hafið þér
bundið um sár mín, og bjargað mér frá dauða.
Ef eg lifi, og ef þér viljið þiggja þjónustu mína,
skal eg frá þessum degi vera yðar dyggasti
þjónn, og synir mínir sömuleiðis. Fyrirgefið
mér! ’ ’
Konungur gladdist yfir því, að hafa náð
sáttum við óvin sinn, og öðlast tryggan vin.
Ekki aðeins veitti hann manninum fyrirgefn-
inu, heldur sagðist hann skyldi senda til lians
sinn eigin lækni, og þjóna til þess að annast
liann; og hann lofaðist til þess, að veita honum
aftur lönd og fé bróður hans.
Þegar konungur hafði kvatt særða mann-
inn, fór liann að litast um eftir öldungnum, til
þess enn einu sinni að leggja fyrir hann spurn-
ingarnar, ef verða mætti að ’hann fengi svarað
þeim. Gamli maðurinn kraup í garðinum, við
að sá fræi í reitina, sem, konungur hafði stung-
ið upp daginn áður. Konungur gekk til hans.
“Eg bið þig í síðasta sinni, að svara spurning-
um þeim, sem eg lagði fyrir þig.’1’
“Þeim hefir þegar verið svarað,” sagði
öldungurinn. >
“Hvernig? Við hvað áttu?”
“Hefðir þú ekki sýnt mér meðaumkun í gær
og ekki stungið upp garðinn fyrir mig, heldur
snúið heim, þegar eg svaraði engu spurningum
þínum, þá hefði maðurinn, sem þarna er inni,
ráðist á þig. Sú stund var þéú því mest áríð-
andi, til þess starfs, sem þú varst þá að vinna;
eg var sá maður, sem þér bar mest nauðsyn að
sinna; að gera mér greiða var það, sem mest
var um vert. Seinna, þegar særði maðurinn
kom, var sú stund, sem þú bazt um sár hans,
þér hin dýrmætasta stund; hann var sá maður,
sem þér helzt bar að sinna; að þjóna honum var
það, sem nauðsynlegast var að gera.
“Mundu þetta: Það er að eins ein stund,
sem nokkru varðar, 0g það er —- nú! Hin líð-
andi stund er sú eina stund, sem nokkur á ráð
á. Sá maður er þér þarfastur, sem þú á hverri
stund ert staddur hjá, og.honum ber helzt að.
sinna; enginn veit, hvort hann muni nokkum-
tíma sjá annan mann. Að gera þeim manni
gott, er þitt þarfasta starf, — til þess varst þú
sendur í heiminn. ” — Sameiningin.
--------f-----
VETRAR-RÓSIRNAR.
FornJcristið æfintýri.
A dögum rómversku keisaranna, hafði ráð-
herra nokkur tekið sér bústað í smábæ lengst
austur í Litlu-Asíu. Hann átti eina dóttur
barna og hét hún Dórótea. Höfðu þau feðgin
tekið kristna trú, og vildu vera sem fjarst öll-
um solli heimsins og spilling höfuðstaðarins.
Dórótea varð fulltíða stúl'ka, og var hún þá
fegurst allra meyja, en mjög var hún ólík liöfð-
ingjadætrum í því, að ekki hirti hún um skraut-
klæði og gersemar, heldur vildi hún lifa við fá-
tækt, og hugsaði um það eitt, hveraig hún gæti
guði þóknast.
Landstjórinn yfir Litlu-Asíu hét Fabrisíus.
Hann var maður heiðinn. Voru þá tímarnir
þeir, að kristnir menn urðu að sæta ofsóknum
af heiðnu yfirvöldunum.
Nú bar svo við eitt sinn, er landsstjórinn var
a ferð um skattlandið, að leið hans lá um bæinn,
þar sem feðginin áttu heima. Sá hann þá Dóró-
teu og fékk ást á henni, og bað hennar sér að
eiginkonu. En því fastar sem hann sótti það,
því frábitnari varð mærin honum, og hann varð
að hverfa frá því ráði.
Eftir þetta fyltist hugur landsstjórans ó-
slökkvandi heift til hinnar fríðu meyjar. Og
þegar hann spurði það, að hún væri kona krist-
m, þótti honum bera vel í veiði að koma hefnd-
um fram. Var sú skipun látin ganga út til allra
bæjarbúa, að þeir skyldu sýna og sanna rétt-
trúnað sinn með því að fær skurðgoðunum
fórair. Var eitt skurðgoðið á háum palli á
miðju torginu, og var Dórótea leidd fram fyrir
goðið. Voru henni þá settir tveir kostir,' að
blóta goðið eða láta lífið. En hún svaraði dóm-
aranum af mikilli djörfung: “Takið mig af
lífi, og kveljið mig eins og þið getið. Eg elska
Jesúm Krist svo heitt, að eg er reiðubúin að
'Þola alt fyrir hann. Og eg veit, að hann tekur
mig heim í paradísar-garðinn sinn.” Og hún
var dæmd til að láta lífið, og F&brisíus lét leiða
hana til höggs.
Einn af lagamönnunum, sem að dóminum
stoðu, het Þeofílus. Hann var gjálífur gleði-
maður og enn ungur að aldri. Hann gat ekki
stilt sig um að spottast að meynni, og kallaði á
eftir henni, er farið var með hana til höggstað-
arins: “Þegar þú kemur í paradísar-garðinn
þinn, Dórótea, viltu þá ekki senda mér dálítið
af blómum og aldinum.” Þetta gerðist í miðj-
um febrúar, og þar austur frá getur verið mik-
ið vetrarríki, og var gaddur yfir öllu, og hvergi
græn grös að sjá. Og Dórótea svaraði Þeófíl-
usi blíðlega og sagði: “að skal gert, sem þú
biður mig um. ” Og hún gekk burt og var háls-
höggin.
Þennan sama dag stóð Þeófílus úti fyrir
dyrum dómhallarinnar. Kom þá til hans lítil
stúlka, engilfríð sýnum. Hún var berfætt, með
ljósbjart og hrokkið hár. Kjóllinn hennar var
úr rauðum purpura og alsettur gyltum stjörn-
um. Hún hélt á dálítilli körfu í hendinni, og
stirndi á körfuna og var hún full af rósum og
aldinum. Litla stúlkan rétti Þeófílusi körfuna
og sagði: ‘ ‘ Dórótea systir mín sendir þér þetta
úr paradís.” Síðan hvarf litla stúlkan burt,
en Þeófílus var eftir með rósiraar og aldinin.
Og lithi síðar snerist Þeófílus til trúarinnar
á Jesúm Krist, og játaði trú sína fyrir lands-
stjóranum. Og eftir að hann hafði hlotið skírn,
var haiTú dæmdur til dauða og líflátinn. Og
hann kom líka í paradísar-garðinn, þangað sem
Dórótea var komin á undan honum. — N. Kbl.
------—i------
LITUR BLÓMANNA. — Nlg.
1 hinum helgu tókum Indverja (Vedabók-
unum) þekti maðurinn að eins svart og rautt.
Langir tímar liðu, þar til augu mannsins sáu
gula litinn, og enn þá lengur þar til þeir sáu
þann græna. Grikkir höfðu orð á sér fyrir að
vera glöggir á liti. Þó er bent á það af vís-
indamönnum, að grískir málarar, alt fram að
dögum Alexanders mikla, þektu aðeins aðal-
litina: hvítan, gulan og rauðan. Blátt og f jólu-
blátt gátu augu þeirra ekki greint, en með fvr-
irlitningu nefndu menn liti þessa gráa eða
svarta.
Þannig hefir mannleg sjón göfgast og
þroskast gegnum aldiraar. En hvernig er það
með dýrin? Ef hin dimmbláu blóm gáfu ekki
nógu sterkan ilm — t. d. fjólur og ilmjurtir —
fóru skordýrin auðvitað fram hjá þeim. Þau
sáu þau ekki.
Að vísu verður aldrei hœgt að segja um
þetta með fullri vissu, því að skordýrin geta
ekki sagt okkur frá þ\ú. En frá mannlegu sjón-
armiði virðist oft svo, að einstaklingar skor-
dýranna, — alveg eins og maðurinn — taki einn
ákveðinn blómalit fram yfir annan og hefir á-
kveðna andúð eða að minsta kosti er alveg sama
um aðra liti. jMnen halda, að sum fiðrildi og
aðrar litlar vængjaðar verur heimsæki aðeins
þau blóm, sem hafa svipaðan lit og þær sjálf-
ar. Ef því er nú þannig varið, þá er það nátt-
úran sjálf, sem verndar blómin í lífsbaráttunni,
gerir þau minna á berandi, svo að þau geti ró-
legri fengið þá lífsnæringu, sem þau þurfa með.
Til eru líka skordýr, sem algerlega myndu eyði-
leKg,jai suni mjög fíngerð blóm við nána snert-
ingu. Það kemur því oft fyrir, að þessi blóm
hafa einmitt þann lit, sem þessi óviðfeldnu skor-
dýr ekki geta felt sig við og halda sér því
burtu fná þeim.
En livemig er þá litur blómanna til kominn?
Hin einföldustu blom eru lítil og græn eins
og blöðin. Yanti græna litarefnið, klorofylet, í
blómið, verður það litarlaust, þ.e.a.s. hvítt. Gula
blómið er vera, þar sem klorofylet hefir orðið
að víkja fyrir gulu, kornóttu litarefni. tír
frumvökva hvítu blómanna koma hin rauðu,
fjólubláu, og bláu. Ef klorofylet aftur á móti
. að nokkrum hluta verður eftir í rauðu eða f jólu-
blái blómi, koma þau blóm, sem við þekkjum
með morleitum millilitum.
Eftir hvaða ákveðnum lögmálum vilt blóm
fá lit sinn, vita menn ekki nákvæml., eða hvort
nokkur regla er til fyrir því. Ljós, loftslag,
efnasamböndin í jarðveginum og næringin ræð-
ur þar mestu um. I myrkri eða lítilli birtu, fær
ekkert blóm skínandi lit. Langt inni í skógin-
um finnum við aðeins hvít blóm. Ekki einu
sinni á vorin, þegar laufkrónur trjánna eru
gisnar, kemur það fyrir, að í skógarjarðlaginu
séu blóm með purpuralit. Það er ekki tilviljun
ein, að anmemanen er hvít.
Ekki er það lieldur tilviljun, að blóm ávaxta-
plantanna — frá hinni litlu jarðberjaplöntu til
ga.mla, kvistótta eplatrésins — eru öll hvít.
Náttúran sýnir okkur aldrei bruðlunarsemi.
Alt bíður síns tíma. Og hvers vegna þá að eyða
litarefni á blóm, sem einmitt á að verða litaður
ávöxtur? — Villiblóm halda öll vel lit sínum,
nema hið bláa. Það sýnir oss oft greinilega, að
það er vngst að aldri og síðbært barn hvíta
blómsins. Það bliknar fljótlega í sólskini og
ljósi. Við sjáum t. d. kornblómið, sem oft er
gráhvítt í útjöðrum komsins.
Mun framtíðin breyta nokkru í litarheimi
blómanna?
Menn geta gert sér hugmyndir og dreymt
um það. Eg veit það ekki — en væri það hugs-
anlegt, að augu skordýranna smátt eg smátt
fegruðust, eins og mannanna, þannig að þau
sæju meira en nú, þá mundu máske koma í ljós
mörg fleiri dimmhlá og jafnvel svört blóm —
já, máske mundi jörð vor lifa það, að sjá þá
blómaliti, sem við alls ekki þekkjum nú.
Alt í náttúrunnar ríki sækir fram til meiri
og meiri fullkomnunar. Hvers vegna skyldu
!hin litlu, iðnu skordýr vera undanþegin því lög-
máli, þessir trúföstu og óhjákvæmilegu verðir
blómanna? — Þýtt úr Hjemmet — Heimilisbl.
Málarar semja með sér.
Tveir málarar komu sér saman um að mála
sína myndina hvor, til þess að vita livor mál-
aði betur.
Annar málaði þá vínberjaklasa og hengdi
hann upp yfir húshliðinu, og nú komu fuglar
að hvaðanæfa til að éta berin; svo var vín-
berjaklasinn náttúrlega málaður. Allir róm-
uðu því mjög þetta málverk.
Þá var farið til hins málarans og spurt:
“Hvar er nú þitt málverk?” En þá svaraði
hann:
“Það er héraa á bak \úð veggtjaldið,” sagði
hann við þá, “þið getið gengið sjálfir að tjald-
inu og dregið það til hliðar.” Málarinn hinn
gekk að og ætlaði að gera það; en er hann brá
hendi á tjaldið, fann hann, að það var ekkert
annað en veggurinn, sem var þá málaður svona.
Þá sagði hinn: “Þú málaðir svo að þú gabb-
aðir fuglana, en eg svo, að eg glapti málara sýn.
Það er því eg, sem hefi sigur unnið. ’ ’—Hmbl.