Lögberg - 14.11.1929, Blaðsíða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1929.
Mánadalurinn
EFTIR
J ACK LONDON.
“Eg hcyrði Mrs. Hazard dást mjög mikið
að fegurðinni við Geneva vatnið, ” sagði Saxon.
“En það má mikið vera, ef þar er fallegra en
hér.’’
“Manstu, að byggingameistarinn, sem við
hittum, nefndi þetta Alpafjöll Californíu?’’
sagði Willi. “Þarna býst eg við að við sjáum
Lakeport. Þar eru engin mannvirki og engin
járnbraut. ”
“Þá er þar heldur enginn Mánadalur,” sagði
Saxon. “En þarna er falíegt, dæmalaust
fallegt.”
“Hér er óþolandi hiti á sumrin, það er eg
viss um, ” sagði Willi. “Þetta er ekki staður
fvrir okkur; hann er einhvers staðar nær
strÖndinni. En hér er reglulega fallegt, það
má nú segja. Manni finst maður vera að horfa
á fallegt málverk. En hvernig væri, að við
stæðum hérna dálítið við, til að synda í vatn-
inu ? ’ ’
Tíu dögum seinna komu þau til Williams í
Colusa héraðinu, og þar sáu þau loksins aftur
járnbraut, og það var einmitt það, sem Willi
var um að hugsa, því hann hafði keypt tvo
stóra og sterka vinnuhesta, og þurfti að senda
þá til Oakland.
“Alt of heitt,” sagði Saxon, og hún horfði
yfir hinar tilbreytingarlausu sléttur Sacra-
mento dalsins. Enginn rauðviður. Engin fjöll.
Alt tilbreytingarlaust og dauflegt.
“Þetta land er frjósamt, eins og eg veit
ekki hvað, en mér sýnist að hér þurfi að vinna
mikið. Það er þeim hentugast, sem vinnugefn-
ir eru. Hér er ekkert, sem freistar manns til
að fara út og leika sér. Enginn fiskur, og
engir fuglar eða dýr tii að skjóta, ekkert nema
vinna. Eg mundi sjálfur vera vinnusamur, ef
eg mætti til að vera hér,” sagði Willi.
Þau óku norður Californía slétturnar og
rykið var mikið og hitinn óskaplegur, að þeim
fanst. Víða sáu þau þess merki, að nýtt bú-
skaparlag hafði verið tekið upp. Víða höfðu
verið grafnir langir vatnsveituskurðir, og
marga menn sáu þau að því verki á ýmsum
stöðum. Mörg smá bændabýli var verið að
byggja hér og þar, og rafleiðsluvírarnir voru
um alt. Stórbýlum var verið að skifta í smá-
býli. Samt var enn töluvert eftir af þessum
afar stóru bújörðum, þetta fimm til tíu þús-
und ekrur.
Þau keyrðu nokkra faðma út af veginum,
Þarna var eitt af þessum tíu ekra býlum og
ung aldinatré höfðu ekki fyrir all-löngu verið
ræktuð á miklum hluta landsins. Þó var all-
stórt svæði inngirt, sem ætlað var hænsnum og
voru þau þar hundruðum saman. Þar var líka
stórt, hvítmálað hænsnahús. Bóndinn var rétt
nýbyrjaður að byggja íbúðarhúsið.
“Eg tók mér dáíítinn frítíma frá vinnu
minni,” sagði hann, “þegar eg keypti þetta
land, og þá gróðursetti eg trén um leið. Svo fór
eg aftur að vinna, en nú er eg kominn aftur
hingað inn. Þegar húsið er búið, sæki eg kon-
una mína. Hún er ekki vel frísk, en það verð-
ur gott fyrir hana að vera hér. Við höfum ver-
ið að ráðgera þetta í mörg ár, að reyna að kom-
ast burtu úr borginni, og lagt mikið á okkur til
þess, og nú erum við loksins frjálsar mann-
eskjur. ”
Vatnið í vatnskassanum var orðið heitt af
sólarhitanum.
“Bíddu við,” sagði maðurinn. “Láttu ekki
hestana drekka þetta. Eg skal gefa þeim kalt
vatn. ’ ’
Hann fór inn í dálítinn kofa, sem var þar
rétt hjá, ogsetti á stað rafmagnsmótorinn, sem
var á stærð við vanalegan eplakassa, og vatnið
flóði strax, tært og kalt, fyrst inn í vatnsþróna
og þaðan í aðal-vatnsveituskurðinn og svo gegn
um marga 'hliðarskurði.
“Er ekki þetta dásamlegt?” sagði maður-
inn. “Þetta er reglulegur lífgjafi jarðargróð-
ursins. Gullnáma er lítils virði í samanburði
við þetta, aukheldur drykkjukráin, þar sem eg
hefi lengst af alið manninn. Eg hefi nefnilega
verið veitingamaður í drykkjukrá, mestan hluta
æfinnar. Með því móti komst eg yfir peninga
til að kaupa þetta land, en það var verk, sem
mér féll afar-illa. Eg var alinn upp á sveita-
bæ og alla mína æfi hefir mig langað til að
komast aftur í sveitina.”
Hann fór að fægja gleraugun sín til að geta
betur séð hvernig vatnið streymdi, fyrst út í
aðal-skurðinn og þaðan til og frá út um landið.
“ Þetta er skrítnasti vínsali, sem eg hefi
kynst á æfi minni,” sagði Willi við Saxon. “Eg
hélt hann væri heiðarlegur kaupmaður. Sú
dr\Tkkjustofa, þar sem hann seldi vín, hlýtur að
vera eittíhvað öðru vísi heldur en þær gerast
svona vanalega.”
“Farðu ekki strax af stað,” sagði Saxon.
“Mig langar til að tala við þennan mann.”
Hann var búinn að þurka af gleraugunum
sínum og horfði nú með miklum.ánægjusvip á
vatnið, hvernig það flaoddi yfir landið. Það var
eins auðvelt fyrir Saxon að byrja samtal við
hann, eins og honum hafði verið að láta mótor-
inn fara á stað.
“Frumbyggjarnir tóku upp alt þetta Iand
í gamla daga,” sagði hann. “Mexicanarnir
komust aldrei svona langt, svo þetta var alt
stjórnarland. Hver bóndi fékk hundrað og
sextíu ekrur. Og þvílíkt ágætisland. Sögura-
ar um það, hve mikið hveiti þeir hafi fengið af (
hverri ekru, eru næstum ótrúlegar. En svo fór
ýmislegt að koma fyrir. Þeir sem voru þraut-
seigastir og beztir búmenn, héldu sínu og meira
að segja keyptu land af nágrönnunum, sem
miður gekk. Það þurfti mörg heimilisréttar-'
lönd, til að gera eitt stór býli, og það leið ekki
á mjög löngu, þangað til hér urðu* eintóm stór-
býli og ekkert annað.”
“Þeir voru margir hepnir gróðamenn, þess-
ir landnemar,” sagði Saxon. “Mark Hall sagði
okkur ýmislegt um þá. ’ ’
Maðurinn sagði, að svo mundi hafa verið,
og hélt svo áfram.
“Þessir gömlu búmenn keyptu stöðugt meira
og meira land, og græddu árlega stórfé. Þeir
bygðu reglulegar hallir til að búa í og útihús
eftir því, og kring um hvert heimili var stórefl-
is lystigarður. Unga fólkið spiltist á því, að
lifa í þessum allsnægtum, og það fór að flytja
sig til borganna og eyða peningum sínum þar.
Gamla fólkið og unga fólkið var samtaka í einu,
og það var að taka út úr landinu á hverju ári,
alt sem mögulegt var, og þar með að eyðileggja
það. Ar eftir ár tóku þeir afar miklar upp-
skerur af landinu, en gáfu því ekkert aftur.
Landið eyðilagðist og varð eftir nokkurn tíma
að hálfgerðri eyðimörk.
“Þessi stórbýli eru nú flest horfin, sem
betur fer, og það gerir okkur smábændunum
mögulegt að geta verið hér. Þess verður nú
ekki langt að bíða, að öllum þessum mikla dal
verði skift í smábýli líkt og mitt er. Þið takið
eftir því, hvað við erum að gera. Yið tökum
við landi, sem er komið í órækt og hætt að gefa
uppskeru, vinnum það vel, berum í það, veitum
á það vatni eg hlynnum að því með öllu móti,
og þið sjáið afleiðingarnar.
“Við fáum vatnið úr fjöllunum, eða þá úr
biunnum. Eg var að lesa um vatnið héraa á
dögunum. Einhvers konar fæða er öllu lífi
nauðsynleg. Fæðuna er ekki hægt að fram-
leiða án vatns. Það þarf þúsund pund af vatni
til að framleiða eitt pund af fæðu. Tíu þúsund
pund til að framleiða eitt pund af kjöti. Hvað
mikið af vatni drekkur maður árlega? Hér um
bil tvö þúsund pund. En maður étur hér um bil
tvö hundruð pund af garðmat og tvö hundruð
pund a'f kjöti á ári, sem þýðir að þú neytir
tvö 'hundruð tonna af vatni í garðmatnum, og
þúsund tonna í kjötinu, eða með öðrum orðum,
að lítill kvenmaður eins og þú, þarf ellefu
hundruð og eitt tonn á ári, til að geta haldist
við.”
“Nú er eg alveg hissa,” sagði Willi.
“Þið skiljið það, að því aðeins getur maðgr-
inn lifað, að hann hafi nóg af vatni,” hélt þessi
fyryerandi vínsali áfram. “Hér höfum við
nóg af vatni, ágætu vatni, sem aldrei þrýtur,
og þess verður ekki langt að bíða, að þessi dal-
ur verði eins þéttskipaður fólki eins og
Belgía.”
Svo sokkinn var hann niður í hugsanir sín-
ar um vatnið, hvernig það kæmi úr jörðinni og
færi þangað aftur, og hve gagnlegt það væri,
# að hann tók ekkert eftir því, að gestirnir köst-
uðu á hann kveðju og fóru sína leið.
“Svo þetta er uppgjafa vínsali,” sagði Willi.
“Eg hefði miklu fremur tekið hann fyrir bind-
indispostula..”
, “Það er ánægjulegt, að hugsa um alt þetta
góða vatn og alt það hamingjusama fólk, sem
hingað kemur, til að eiga hér heima—”
“Ln þetta er ekki Mánadalurinn, ” saerði
Willi og hló.
“Nei,” svaraði Saxon. “Þar þarf engar
vatnsveitingar, nema þá kannske fyrir alfalfa
og aðrar grastegundir. Þar eru lækir, og sum-
ir þeirra stórir—”
“Og silungur í þeim,” greip Willi fram í.
Þar eru líka stórir hyljir í lækjunum sum-
staðar, þar sem maður getur steypt sér og synt.
Þar eru líka sjálfsagt hérar og kannske mörg
fleiri dýr og fuglar, sem maður getur skotið.”
“Þar er líka skógur á lækjarbökkunum og
mikið af söngfuglum, ” bætti Saxon við.
“Það er mikill dalur, þessi Mánadalur,”
sagði Willi. “En heldurðu við finnum hann
nokkum tíma?”
Ekki taldi Saxon neinn efa á því.
“Alveg eins og Gyðingarnir fundu fyrir-
heitna landið, Mormónamir Utah og okkar fólk
Califomíu. Þú manst það sem síðast var við
okkur sagt, þegar við fórum frá Oakland:
‘Leitið, og þér munuð finna‘.”
XV. KAPITULI.
Þau héldu stöðugt í norðurátt og fóru yfir
fagrar og frjósamar lendur, og komu við í bæj-
unum Willows, Red Bluff og Redding. Wiíli
keypti aðeins þrjá hesta til og sendi þá til Oak-
land, og heimsótti hann þó marga bændnr á
leisðinni. Saxon talaði við konurnar, meðan
Willi var að skoða hestana. Hún sannfærðist
um það, betur og betur með hverjum deginum,
að mánadalinn væri ekki að finna á þessum
slóðum.
Við Redding fóru þau yfir Sacramento ána
á dragferju, og skiftust þá á smáhæðir og mar-
flatt land. Hitinn var afskaplegur, enda báru
trén og annar jarðargróður þess glögg merki,
því alt var að' skrælna og visna af þurk og
hita.
Nú varð Cacramento dalurinn afar þröng-
ur og háar hlíðar og brattar til beggja handa.
Vegur hafði verið gerður eftir dalnum og hafði
sumstaðar orðið að sprengja úr klettunum fyr-
ir veginn. Var því standbergið á aðra hönd, en
snarbrött brekkan ofan í ána á hina. Brautin
var svo mjó, að Willi var hræddur um að hann
lenti í vandræðum, ef þau kynnu að mæta þaraa
einhverjum.
Stundum, þegar vegurinn var brattur,
keyrði Saxon hestana, en Willi gekk, til að gera
hestunum hægra fyrir. En Saxon vildi skift-
ast á við Willa um að ganga, og hún gerði það,
þó hann maldaði í móinn. Þegar hún gekk og
Willi keyrði, fór hún æfinlega fram fyrir hest-
ana til að klappa þeian og láta vel að þeim.
Willi hafði aldrei á æfi sinni verið glaðari í
huga, heldur en þegar hann þannig sat í vagn-
sætinu og horfði á konu sína, dalítið útitekna,
en hraustlegri og sælllegri heldur en hún hafði
nokkurn tíma áður verið, og, að því er honum
fanst, öllum konum elskulegri.
Þau sáu fvrst efsta tindinn á Mt. Shasta
gegn um skarð í dal^hlíðinni, meðan þau enn
voru niðri í dalnum, og eftir það sáu þau þetta
fjall næstum alt af dögum saman. Stundum
sáu þau það þó ekki, en þegar þau komu auga
á það næst, fanst þeim það vera í alt öðrum
stað. Þótti þeim þetta undarlegt, en vitanlega
kom það til af því, að þau sáu fjallið ekki alt
af frá sama stað.
“Þetta fjall er engu líkara, en það væri
kvikmynd uppi í skýjunum,” sagði Willi.
“Það er yndislega fallegt,” svaraði Saxon.
“En hér er enginn mánadalur.”
I nokkra daga varð svo mikið af fiðrildum
á leið þeirra, að þau höfðu aldrei séð neitt því-
líkt. Hestarnir kunnu þessu illa fyrstu dag-
ana, ,en eins og vöndust við það smátt og smátt.
En það leyndi sér ekki, að Possum var sí-óá-
nægð með þennan fiðrilda sœg.
“Það ætti að gera hryssurnar svo sem fim-
tíu dala meira virði, að þær hafa nú vanist
fiðrildum betur en flestir hestar munu nokk-
urn tíma hafa gert,” sagði Willi. '
“Bíðið þið bara, þangað til þið komið til
Hogue River Valley í Oregon,” var þeim sagt.
“það er regluleg paradís, framúrskarandi fall-
egt og loftslagið ákjósanlegt. Ávaxtatekjan er
svo mikil, að þótt hver ekra sé virt á fimm
hundruð dali, þá gefur hún samt af sér hundr-
að per cent.”
“Það er of frjósamt land fyrir okkur,”
sagði Willi, þegar hann var kominn nokkra
faðma frá þeim, sem þetta hafði sagt honum.
“Eg veit ekki, hvað eftirtekjan er mikil í
Mánadalnum, ” sagði Saxon. “En eg veit, að
þar er ánægju og gleði að finna fyrir okkur, og
þar getur líka Hazel og Hattie og Possum lið-
ið vel.”
“Leitið, og munuð þið finna,” sagði Saxon,
þegar þau héldu norður yfir fjöllin og norður
Oregon dalinn, þar sem aldinin vaxa betur en
víðast annars staðar.
“Ef eg þekti ekki Californíu, þá mundi eg
vera prýðis vel ánægður með Oregon,” sagði
Willi eitt kveldið, eftir að þau höfðu sezt að.
“Hann er annars kannske enginn til, þessi
Mánadalur. En það gerir þá ekki svo mikið
til. Við getum sem allra bezt lifað svona alla
æfina. Eg er vel ánægður með þetta líf. ”
“Jú, þessi staður er nú áreiðanlega til,”
svaraði Saxon alvarlega. “Og verðum við að
finna þann stað. Við megum til. Það er alveg
óhugsandi, að vera altaf á sífeldu ferðalagi. Við
þurfum að eiga einhvers staðar heima. Hazel
og Hattie endast ekki alt af og það þarf að ala
upp önnur hA>ss í þeirra stað, og sama er að
segja um Possum—”
“Og sama er að segja um okkur sjálf,” bætti
Willi við.
Possum var í óða önn að naga bein, sem
henni hafði verið gefið. Saxon ætlaði að klappa
henni, en Possum misskildi hana vafalaust og
hélt að hún ætlaði að taka af sér beinið, því
hún urraði grimmilega og meíra að segja
reyndi að 'bíta Saxon í hendina.
“Varaðu þig á þessu,” sagði Willi. “Hún
getur ekki að þessu gert, og hún er viss með að
bíta þig, ef þú gætir þín ekki.”
Saxon reyndi í annað sinn að klappa Poss-
um, en hún varð æ því verri og reyndi aftur að
bíta hana.
“Það er góður hundur, sem ver það sem
hann á, þó það sé ekki nema bein,’”sagði Willi.
“Eg vildi ekki eiga hund, sem ekki gerði það.”
“En eg á Possum,” sagði Saxon, “ og hund-
inum þykir vænt um mig. Hann verður að láta
sér þykja vænna um mig, heldur en ómerkilegt
bein. Heyrðu, Possum, fáðu mér beinið með
góðu.”
“Eg sagði þér, að hundurinn getur ekki að
þessu gert,” sa^ði Willi. “Hundunum þykir
vænt um mennina, en það er eðli þeirra, að
verja matinn sinn, ef einhver ætlar að taka
hann af þeim.”
“Það er ekki nema rétt, þegar um ókunnuga
er að ræða, en hundurinn á að hlýða liúsmóður
sinni, og eg skal láta hann hlýða mér,” svaraði
Saxon.
“Þessir hundar eru mjög skapvondir, þeg-
ar því er að skifta. Varaðu þig á honum,”
sagði Willi.
Hún var ráðin í, hvað hún ætlaði að gera,
og greip eina spítuna, seim þau höfðu ætlað til
eldiviðar, og reiddi hana til höggs.
“Sleptu nú beininu,” sagði hún alvarlega
og gerði sig líklega til að berja liann með spít-
unni.
Það var eins og Possum væri enn ofur litla
stund að hugsa sig um hvað gera skyldi, og
hélt áfram að urra. Alt í einu slepti hann
beininu, skreið að fótum Saxon, velti sér á
hrygginn og lét lappirnar standa upp í loftið.
“Aumingja hundurinn,” sagði Willi. “Nú
he'fir hann hætt allri vöra og skriðið að fótum
þínum, og það er rétt eins og hann vildi segja:
“Hér er eg. Sparkaðu í mig og ‘berðu mig cins
og þú vilt. Eg elska þig, eg er þræll þinn, en
eg gat ekki að því gert, að verja beinið mitt.
Eðlið varð vilja mínum yfirsterkara. Þú get-
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber*_
ur drepið mig, ef þú vilt, en eg gat ekki að þessu
gert.”
Saxon var nú allri lokið, og hún tók hund
inn í fang sér og lét vel að honum. Hundurinn
var eins vinalegur eins og hundur getur verið,
og það var eins og hann með öllu móti væri að
reyna að biðja hana að fyrirgefa sér.
“Eg hefði ekki átt að gera þetta,” sagði
Saxon og slepti íxundinum. “Eg ætla aldrei að
gera það aftur. Þarna er beinið þitt; taktu
það og nagaðu eins og þú vilt.”
Hundurinn horfði á liana og hann horfði á
beinið. Það var eins og hann vildi yera alveg
viss um, að hann mætti taka það, og þegar
Saxon tókst að sannfæra hann um, að það væri
einmitt það sem hún ætlaðist til, þá fór hann
aftur að naga beinið, en leit þó til hennar við
og við, eins og liann vildi sannfæra sig fullkom-
lega um, að nú væri hún ekki lengur reið við
sig.
“Það er satt, sem Mercedes gamla sagði,
að mennirnir rifust um vinnuna, eins og hund-
ar um bein,” sagði Willi.
‘ ‘ Það er ekki hægt að spyrna móti broddun-
um. Eg gat ekki frekar að því gert, að berja á
verkfallsbrjótunum, heldur en Possum gat að
því gert, að verja beinið sitt. Það er ekki hægt
að skilja, hvemig á þessu stendur. Það sem
maðurinn verður að gera, það gerir hann. Það
eitt, að maður gerir þetta, sýnir að hann verð-
ur að gera það, hvort sem hann getur gert grein
fyrir því eða ekki. Þú manst, að Hall gat enga
grein gert fyrir því, hvers vegna hann setti
stafinn fyrir fótinn á manninum sem var að
reyna sig að hlaupa. Það sem maður verður
að gera, það gerir maður. Eg get enga grein
gert mér fyrir þessu. Eg hafði alls enga á-
stæðu til að berja manninn, sem var til húsa
hjá okkur, Jimmy Harmon. Hann v ar góður
drengur og heiðarlegur maður í alla staði. Mér
bara fanst að eg mætti til að gera það. Eg hefi
aldrei sagt þér það, en eg sá hann einu smni
seinna. Eg bað hann ’fyrirgefningar. Hvers-
vegna gerði eg það? Eg veit ekki, en eg held
að ástæðan hafi verið sú sama, eins og ástæðan
sem eg hafði til að berja hann, bara sú, að eg
gat ekki annað. ’ ’
Willi hélt þessum hugleiðingum áfram nokk
uð lengur, og Possum hélt áfram að naga
beinið.
XVI. KAPITULI.
Saxon keyrði fót fyrir fót, inn í bæinn Rose-
burg, og Possum sat við hliðina á henni í vagn-
sætinu. Tveir stórir vinnuhestar voru hnýttir
aftan í vagninn. Sex voru reknir lausir og
Willi teymdi einn. AlLs höfðu þau níu hesta,
auk sjnna eigin. Willi sendi þá alla til Oakland
með næstu járabrautarlest.
Það var í Umpqua dalnum, sem þau heyrðu
fyrst söguna um hvíta spörfuglinn. Það var
bóndi, gamall og auðugur, sem sagði þeim hana,
Heimili hans var regluleg fyrirmynd, hvað
snerti alla reglusemi. Síðar heyrði Willi ná-
granna hans segja, að hann væri stórauðugur
maður. Ætti að minsta kosti tvö hundruð og
fimtíu þúsundir.
“Hefir þú beyrt söguna um bóndann og
hvíta spörfuglinn?” spurði hann Willa einu-
sinni, þar sem þeir borðuðu á sama veitinga-
húsiu.
“Eg hefi ekki einu sinni heyrt getið um
hvítan spörfugl,” svaraði Willi.
Brewers Of
COUNTRY CLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BREWERV
OSBORN E & M U LVEY- Wl N NIPEG
PHONES 41-111 4230456
PROMPT DELIVERY
TO PERMIT HOLDERST